Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Ef að Þróunarkenningin er rétt, af hverju er þá þetta rangt?

Ótrúlega margir virðast ekki gera sér grein fyrir því að samkvæmt Þróunarkenningunni þá er allt líf, allar lífverur afleiðing náttúrulegra ferla sem hafa hvorki skynsemi né siðferði. Aðeins DNA sem af og til verður fyrir tilviljanakenndum breytingum og ef þær hjálpuðu tegundinni að lifa af, þá er möguleiki að breytingin festist í tegundinni og þannig með tíð og tíma breytast tegundir dýra. Frá einfrumungi til froska til fræðimannanna sem ganga uppréttir í göngum HÍ.

Út frá þessu þá er ekkert raunverulega rétt eða rangt, aðeins það sem þessir ferlar hafa sett saman. Ef að við t.d. tilheyrðum samfélagi þar sem litið væri á nauðgun sem sjálfsagðan hlut þá væri það einfaldlega þannig. Sumir þróunarsinnar hafa meira að segja komist að þeirri niðurstöðu að nauðgun sé eðlileg, sjá: Er rangt að nauðga eða það innbyggt í okkur af þróuninni?

Eða í orðum Richard Dawkins.

Richard Dawkins - River Out of Eden
The universe we observe has precisely the properties we should expect if there is, at bottom, no design, no purpose, no evil and no good, nothing but blind pitiless indifference.

Ég fyrir mitt leiti finnst alheimurinn sem ég bý í ekki hafa þessa eiginleika sem Dawkins telur upp. Akkúrat öfugt.  Fyrir þá sem upplifa heiminn ekki eins og Dawkins lýsir honum, ættu að staldra aðeins við og velta því fyrir sér hvort að Þróunarkenningin standist.


mbl.is Banna kynlíf með dýrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 802799

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband