Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

William Lane Craig vs Lawrence Krauss

Í Ástralíu munu William Lane Craig og Lawrence Krauss rökræða um tilvist Guðs en uppselt er á atburðinn. Þetta segir okkur að þessi umræða er eitthvað sem fólk er forvitið um.  En þetta er ekki fyrsta sinn sem þeir mætast, hérna er fyrri umræða sem er mjög fróðleg og skemmtileg.


Robert Lustig að bulla tóma vitleysu

Hérna er skemmtileg greining á nokkrum atriðum sem Robert Lustig hefur sagt. Alveg glórulaust að trúa að ávextir geri fólk feitt.

Annað tengt þessu fyrir forvitna: Hvernig gengur höfundum lág kolvetniskúra að halda auka kílóunum af?


mbl.is Af hverju er sykur óhollur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískar rökræður milli þróunarsinna og sköpunarsinna

Almennt, þegar kemur að rökræðum milli sköpunarsinna og þróunarsinna þá líta þær svona út.

1006044_572149926159878_790420334_n_1210033.jpg

 

Ég sé ekki svona lengur á mínu bloggi en út í hinum stóra heimi finnst mér þetta ótrúlega algengt; jafnvel meðal fullorðna manna og jafnvel háskóla kennarar.

Það er mjög svekkjandi að hinn kristilegi sjónarhóll á sköpun er fólki svo fjarlægur að við fyrstu sýn þá fyrir marga er sköpun óskiljanleg heimska.  Frá mínum bæjardyrum séð þá er eitt af aðal verkefnum kristna að útskýra hvað Biblíuleg sköpun er svo að fólk geti valið eða hafnað sköpun sem útskýringu á heiminum í kringum okkur.  Auðvitað hafnar fólk því sem það skilur ekki og þekkir ekki. Ef þú t.d. sem ert að lesa þetta skilur ekki hvernig sköpun útskýrir öll setlögin og steingervingana í þeim þá einmitt skilur þú ekki sköpun og ættir að kynna þér málið svo þú getir samþykkt eða hafnað sköpun út frá þekkingu en ekki fáfræði.


Þora baráttumenn samkynhneigðar að gagnrýna Íslam?

Vinstraliðið er duglegt að rakka Ísrael niður og óska þeim tortímingar en í Ísrael er almennt umburðarlindi gagnvart samkynhneigð á meðan á flestum stöðum í kringum Ísrael, í heimi múslima þá eru samkynhneigðir réttdræpir.

Flest samtök sem eru að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra eða berjast gegn barnabrúðkaupum eða berjast fyrir kvenréttindum, þau virðast aldrei vera tilbúin að berjast gegn Íslam?  Þar sem Múhammeð giftist níu ára gamalli stúlku þá eru barnabrúðkaup talin eðlileg. Þar sem Kóraninn segir að það á að drepa samkynhneigða þá er það talið eðlilegt og jafnvel dómsstólar oft framfylgja þannig dómum og síðan þar sem Kóraninn segir að eiginmaðurinn má berja óhlýðna eiginkonu þá er ekki von á réttindi kvenna séu þar í hávegum höfð.

En nei, flest af þessu fólki fyrirlítur Ísrael en dásamar Palistínumenn. Fyrirlítur landið þar sem þetta fólk getur lifað í friði en dásamar samfélagið sem heimtar dauða þeirra.  Ætli það sé nokkur von að finna heila brú í hausnum á þessu fólki?  Ég fyrir mitt leiti er búinn að gefa upp þá von. 

Mér fannst þessi blog grein hérna vera fín og þá sérstaklega athugasemdin frá Ævari, sjá: http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1307908/


mbl.is Samkynhneigðir gyðingar í kröfugöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband