Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Penn og Teller og Biblían

penn-and-teller-bullshit_smallÍ gær sá ég þátt af Penn & Teller Bullshit þar sem þeir tóku Biblíuna fyrir. Undarleg tilfinning að hafa gaman af strákunum jafnvel þegar maður er algjörlega ósammála þeim. Til að hjálpa þeim fengu þeir Michael Shermer sem er stofnaði félag efasemda manna sem er hópur af fólki sem efast um allt nema það sem það trúir... Hvað um það, mig langar að fara yfir þennan þátt þeirra og svara því helsta.

Penn & Teller
If you want history or facts in your Bible you are so screwed

Michael Shermer
The more we learn about archeology and history of biblical times the more we realise that most of the stuff in the Bible is fiction

Síðustu 150 ár eða svo þá höfum við lært mjög mikið í gegnum fornleyfafræði og miklu frekar hefur Biblían alltaf reynst rétt andspænis þeirri gagnrýni sem hún hefur mætt. Einu sinni notuðu menn frásagnir Biblíunnar af Hittítum til að sýna fram á að sögulega séð væri hún röng af því að engar aðrar heimildir voru til um þessa þjóð en Biblían reyndist rétt.  Fornleyfafræðin hefur staðfest margar borgir sem Biblían nefnir og marga persónur sem Biblían nefnir svo miklu frekar hefur fornleyfafræðin gefið okkur ástæður til að treysta þeirri sögu sem Biblían gefur okkur.

Michael Shermer
These are two different creation stories

Þetta er kolrangt. Í fyrsta kaflanum er farið yfir hvað gerðist á hvaða degi. Í öðrum kaflanum er ekkert slíkt heldur er fókusinn á sjötta deginum og sköpun Edens og mannsins. Meira um þetta hérna: http://www.apologeticspress.org/articles/2194

Michael Shermer
There is no way Noah could retained all ten billion species on a single boat

Hérna er svo skemmtilegt hvernig okkar þekking á líffræði hefur varpað ljósi á þetta. Núna vitum við að það er gífurlegur fjölbreytileiki í flestum tegundum dýra og að dýr sem við flokkum sem mismunandi tegundir geta átt afkvæmi saman. Svo Nói hefði aðeins þurft að taka ákveðnar grunn tegundir með sér. Hann hefði ekki þurft að taka með sér úlf, ref og hund; hann hefði aðeins þurft að taka með sér t.d. úlf enda eru góð rök fyrir því að allir hundar jarðarinnar eru komnir frá tegund af úlfum.  Meira um þetta hérna: Zonkeys, Ligers, and Wolphins, Oh My!

Penn & Teller
Thousands of jews enslaved by the egyptian pharaoh... but we can't find any evidence of that

Við getum ekki búist við því að finna alltaf fornar minjar fyrir atburði sem gerðust fyrir mörg þúsund árum síðan. Við höfum síðan góðar ástæður til að ætla að Egyptar myndu ekki vilja skrá niður þegar þeirra guð og faró var niðurlægður. Það aftur á móti er margt forvitnilegt sem við getum séð í sögu Egypta sem gefur okkur vísbendingar um þetta, sjá: http://amazingdiscoveries.org/egypt-and-the-bible.html

Michael Shermer
We are told that these people spent 40 years wondering around in the desert... there is not a shred of archaeological og historical evidence outside of the Bible that this is even true

Aftur þá getum við ekki búist við því að finna mikið af fornleyfum þegar það eru mörg þúsund ár síðan að atburðurinn gerðist. Það aftur á móti er hægt að finna margt sem styður söguna af því þegar gyðingar fóru frá Egyptalandi, mæli með því að horfa á myndina: THE SEARCH FOR THE REAL MT. SINAI

Næst fara þeir félagarnir yfir í Nýja Testamentið en ég ætla að bíða með að svara því.


Lexía næsta hvíldardag

cover220ds.jpgNæsta hvíldardag mun ég vera með lexíuna í Aðvent kirkjunni í Reykjavík og mig langar að bjóða alla velkomna.  Kirkjan er á Ingólfsstræti 19 og þetta byrjar klukkan tíu næsta laugardag.

Svona yfirferð á Biblíu lexíu er í rauninni spjall en það er einn aðili sem leiðir umræðuna og í þetta skiptið verður það ég.

Lexíuna er að finna hérna á ensku: http://www.ssnet.org/qrtrly/eng/currentoptions.html

Hérna er prestur að fara yfir þessa lexíu fyrir þá sem vilja: http://www.amazingfacts.org/Television/CentralStudyHour/tabid/76/ctl/PlayMedia/mid/407/MDID/4419/Default.aspx

images_reykjavik-building.gif


Eru kristniboðar siðlausir sölumenn?

ada_stp_blogÁ Vantrú er grein með titilinn Siðlausir sölumenn þar sem færð eru rök fyrir því að kristnir sem boða trú sína í þriðja heiminum eru siðlausir sölumenn.  Það fyrsta sem virðist fara í taugarnar á þeim er að trúboðarnir koma færandi hendi með afurðir vísinda en nota ekki afurðir vísinda til að selja guðleysi heldur guðstrú. Eins og að vísindi er hið sama og guðleysi og að nota afrakstur vísinda til að gera öðrum lífið betra og segja þeim frá þeirri trú sem þú hefur er siðlaust.

Er tæknin til að byggja brunna, búa til lyf og fleira afrakstur guðleysis? Auðvitað ekki. Vísinda afrek guðleysingja eru nú ekki upp á marga fiska þó ég ætla ekki að afneita að nokkrir guðleysingjar hafa lagt eitthvað af mörkum til vísinda sem bæta heiminn.

Síðan kvartar Vantrúar greinin að fólkið er frætt um kristni eins og um fáfróða galdra trú sé að ræða og að það er aðeins verið að skipta út einni galdra trú yfir í aðra. Eins og að kristinn einstaklingur ætti að fræða fólk andstætt hans bestu vitneskju?  Það sem meðlimir Vantrúar virðast stundum ekki skilja er að þeir sem eru kristnir trúa því að það er rétta sýnin á heiminn. Ef hann segði eitthvað annað þá að hans mati væri hann að ljúga. Ég segi ekki að meðlimir Vantrúar eru að ljúga þegar þeir segja frá því hvernig þeir sjá heiminn; ég trúi að það sem þeir segja er rangt en þeir eru ekki vísvitandi að ljúga.

Að segja að kristniboð er siðlaust er líka að segja að þeir sem fara í trúboð eru siðlausir. Að þetta fólk er hreinlega illa innrætt að fara að gera eitthvað sem það veit að er rangt en gerir það samt. Ég vil leyfa mér að vera ósammála því og held að flestir hljóti að sjá að þetta er kolrangt hjá þeim og angar af ofstæki.


mbl.is Kristniboða- og prestsvígsla í Dómkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við eilífa sál? Biblían segir nei.

soul_bodyÁ Omega sagði Gunnar í krossinum þegar hann var að svara spurningum lesanda að við höfum eilífa sál en er þetta satt?  Það kann að koma mörgum á óvart en að Biblían segir ekki einu sinni að sálin er eilíf eða ódauðleg.

Í Biblíunni er orð sem tala um ódauðleika en aldrei lýsa þau mönnum eða sálum sem ódauðlegum.  Nokkrum sinnum er talað um Guð og þá tekið sérstaklega fram að aðeins Guð er ódauðlegur og í öðrum tilfellum er talað um þá sem endurfæddust og öðlast eilíft líf sem fá ódauðleika sem gjöf frá Guði.  Hérna eru þessi vers:

Fyrra Tímóteusarbréf 1
17Konungi eilífðar, ódauðlegum, ósýnilegum, einum Guði sé heiður og dýrð um aldir alda. Amen

Rómverjabréfið 2
6Hann mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans, 7þeim eilíft líf sem leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika með staðfestu sinni í góðri breytni 8en reiði og óvild hinum sem stjórnast af eigingirni, óhlýðnast sannleikanum en þjóna ranglætinu.

Fyrra Korintubréf 15
53Forgengilegir og dauðlegir líkamir okkar eiga að breytast í óforgengilega líkami sem dauðinn nær ekki til.
54En þegar það gerist og hið forgengilega breytist og verður ódauðlegt, þá rætist það sem ritað er:
Dauðinn er uppsvelgdur í sigur.

Fyrra Tímóteusarbréf 6
16Hann einn er ódauðlegur og býr í því ljósi sem enginn fær nálgast, hann sem enginn maður leit né litið getur. Honum sé heiður og eilífur máttur. Amen.

Síðara Tímóteusarbréf 1
9Hann hefur frelsað okkur og kallað heilagri köllun, ekki vegna verka okkar heldur eftir eigin ákvörðun og náð sem okkur var gefin frá eilífum tímum í Kristi Jesú 10en hefur nú birst við komu frelsara vors, Krists Jesú. Hann afmáði dauðann en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu

Eins og við sjáum á þessum versum þá er annað hvort um að ræða lýsingu á Guði eða lýsingu á gjöf Guðs til þeirra sem öðlast guðsríki.  Við sáum í versunum í fyrra Kórintubréfi 15 að menn eru dauðlegir en við endurkomuna þá öðlast fylgjendur Krists nýjan líkama sem er ódauðlegur. Að tala um menn og þeirra sál sem dauðlega er eitthvað sem við sjáum í gegnum alla Biblíuna. Gott dæmi um slíkt er að finna í Esekíel.

Esekíel 18 
20 Sú sál sem syndgar skal deyja 

Í Opinberunarbókinni er fjallað um hvernig þetta verður á hinni nýju jörð þá verður tré lífsins sem þeir sem verða á hinni nýju jörð verða að borða af til að halda áfram að lifa. Augljóslega af þessu þá eru þeir sem eru ekki á hinni nýju jörð þá hafa þeir ekki aðgang að þessu tré og þar af leiðandi hafa ekki líf.

Opinberunarbókin 21
6Og hann sagði við mig: „Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns

martin-lutherÞað er líka áhugavert hvað margir af siðbóta mönnunum trúðu varðandi þessa spurningu. Hérna er það sem Martein Luther trúði:

E. Petavel, The Problem of Immortality, page 255
The theory of the immortality of the soul was one of those false doctrines that Rome, borrowing from paganism, incorporated into the religion of Christendom. Martin Luther classed it with the "monstrous fables that form part of the Roman dunghill of decretals.

 

 

 

Annar siðbóta maður sagði þetta:

William Tyndale, 1484-1536, þýddi Biblíuna yfir á ensku og dó fyrir það
tyndale2The true faith setteth forth the ressurrection... the heathen philosophers, denying that, did set forth that souls did for ever live. And the pope joineth the spiritual doctrine of Christ with the fleshly doctrine of philosophers together; things so contrary that they cannot agree, no more than the spirit and the flesh do in a Christian man. And because the fleshly minded pope consenteth unto heathen doctrine, therefore he corrupteth the scripture to stablish it.

Ástæðan fyrir því að þetta skiptir mig máli er að þessi hugmynd um eilífa sál er grundvöllurinn fyrir hugmyndinni um eilífar kvalir í helvíti sem gerir Guð að versta skrímsli sem hugsast getur og  því miður kenna sumar kirkjur það og þar á meðal Gunnar í krossinum.

Góðar síður sem fjalla ýtarlegra um þetta mál:


Vandamálið er ekki miljarður Evra sem lagður inn á Icesave

Að það hafi verið lagðir inn miljarður af Evrum inn á reikninga Landsbankans er ekki vandamálið heldur hvað varð um þá. Það hlýtur hreinlega að vera glæpsamlegt að taka þá peninga og lána þannig að við eigum ekki séns að ná í þá til baka. Ég myndi líta á það sem algjöran þjófnað ef ég myndi láta vin minn fá pening til að geyma og hann spanderar honum einn tveir og þrír og mér er sagt að ég fái peninginn aldrei aftur.

Það þarf að rannsaka það sem glæpamál hvað var gert við þessa peninga og ef má segja að einhver beri ábyrgð á þessu þá á að taka af honum allt sem hann á; það er það minnsta sem hægt er að gera við þá sem gerðu landið nærri því gjaldþrota.


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ert þú að segja að þeir hafi rangt fyrir sér?

Ef við erum aðeins dýr sem vorum samsett af röð af tilviljunum, hvernig getur einhver þá sagt að ein hegðun sé röng og önnur hegðun sé rétt?

shesbeenraped2Er hægt að gera það á einhverjum öðrum grundvelli en að manni finnst það? Og þá í svona tilfellum þá eru hérna einfaldlega, tvö dýr með mismunandi skoðanir þar sem enginn skoðun er eitthvað verri en önnur.  Þessi maður þarna í fréttinni náði samt að tengja grát stúlkunnar við eitthvað sem mætti betur fara en hans siðferði náði ekki mikið dýpra en það.  Ef við erum bara einhver efnasamsetning, hver er þá til að segja að efnasamsetning sem framkallar grát er eitthvað verri en efnasamsetning sem framkallar hlátur?

Annar maðurinn þarna hafði ákveðin rök fyrir því að það væri betra að nauðga en að heilla stúlkurnar.  Betra bara að taka en að láta hafna sér og líða ömurlega yfir því.  Hvaða rök hefur guðleysingi til svona manns?  Hvernig ætlar guðleysingi að útskýra fyrir svona manni að nauðgun er röng? 

Ég get ekki séð betur en það eina sem guðleysingi getur sagt er að honum finnist þetta vera rangt. Það var nú einn þróunarsinninn sem sagði að þróunarkenningin útskýrði af hverju menn nauðga og ef þetta er byggt inn í genin okkar, hvernig getur maður þá sagt að það er rangt ef viðkomandi er aðeins að hlýða skipunum náttúrunnar?

Randy Thornhill and Craig Palmer, “Why Men Rape,” 2000
Rape is “a natural, biological phenomenon that is a product of the human evolutionary heritage, akin to “the leopard’s spots and the giraffe’s elongated neck.


mbl.is Fjórðungur hefur gerst sekur um nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 802817

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband