Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Er Guð stundum að grípa inn í?

Áhugaverð saga hjá henni Maríu Jóhannsdóttur. Frá mínum bæjardyrum séð þá virðist Guð hafa gripið þarna inn í. Viðurkenni þó að það gæti vel verið einhver önnur útskýring á þessu. Málið er að ég hef oft heyrt svipaðar sögur þar sem eitthvað ótrúlegt gerist og fólk naumlega sleppur frá dauðanum eða einhverjum öðrum hörmungum.

Þegar margir heyra svona sögur þá spyrja þeir sig, af hverju bjargaði Guð þessari manneskju en ekki hinni. Ég held að við eigum mjög erfitt með að skilja slíkt. Ég trúi því að ef Guð grípur inn í atburðarásina þá er það gert í kærleika og með hagsumi allra í huga. Fyrir þá sem sjá þetta líf sem það eina sem skiptir máli þá getur þetta verið mjög erfið glíma. Fyrir þá sem sjá næsta líf sem hið mikilvægara þá er auðveldara að glíma við svona atburði.

Fyrir þá sem hafa upplifað svona mjög sterkt þá miðað við þá sem ég þekki þá er ekki lengur spurning um að trúa á tilvist Guðs, löngu komið yfir í að það veit að Guð er til; þarf enga trú til.

 

 


mbl.is Flaug yfir slysstaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa en samt peningar til að kaupa áfengi?

alcohol_victim.jpgÞegar þarf að skerða útgjöld til heilbrigðis og menntamála; hvernig getur þjóðin þá verið að eyða pening í eitthvað jafn skaðlegt og áfengi?

Væri fróðlegt hve mikið samfélagið myndi spara ef enginn drykki áfengi hérna á landi; komast að því hve mikill kostnaður er af drykkju landsmanna. Hve margir eru veikir sem væru það ekki ef þeir drykkju ekki. Hve mörg slys voru vegna áfengis og svo mætti lengi telja.

Stúlkan á myndinni hérna til hægri lenti í slysi vegna ökumanns sem hafði verið að drekka. Er hægt að segja að neysla áfengis er þess virði þegar það getur orsakað svona?


mbl.is Áfengisgjaldið hækkar um 42% á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð lexía í jarðfræði, lykilinn að myndun Miklagljúfurs?

Hérna eru myndbönd sem fjalla um hvernig jarðfræðingar tókust á hvernig ætti að túlka það sem menn sáu á svæði í Washington í Bandaríkjunum kallað Scablands.  Lexíurnar sem ég vona að fólk getur lært af þessu er að gífurleg gil geta myndast á stuttum tíma. Meirihlutinn getur haft rangt fyrir sér og að vísindamenn geta blindast fyrir hinu augljósa, jafnvel vega fordóma eða ætti maður að segja andúðar á Biblíunni. Myndbandið kemur aðeins inn á það að ein af ástæðunum fyrir að menn höfnuðu þessari hugmynd fyrst var vegna þess að þetta minnti of mikið á Biblíuna. Maður að nafni J. Harlen Bretz barðist fyrir því í marga áratugi að besta útskýringin á því sem menn sáu í þessum "Scablands" væri risaflóð sem hefði myndað það á mjög stuttum tíma. Árið 1980 fékk Bretz æðstu orðu jarðfræðinga, Penróse orðunu fyrir þessa hugmynd sína. Líklegast þarf Móse samt að bíða til himna til að fá viðurkenningu fyrir sitt....framlag til jarðfræðinnar :)

Vonandi hafið þið gaman af þessu, flott grafík og skemmtilega sett fram. Ég trúi að svona myndaðist Mikla gljúfur, á stuttum tíma með miklu vatni en það tekur líklegast aðeins meiri tíma fyrir þróunarsinna að sjá það.

 

 

 

 

 

 

 

 


Er aftaka morð?

john_allen_muhamma.jpg

Eru stjórnvöld þarna í Virginíu núna sek um morð með því að taka fjölda morðingja af lífi?  Eru einhverjar ástæður sem gerir það rétt til að taka líf frá annarri manneskju?  Hefur Guð rétt til að taka frá einhverjum lífið sem Hann upprunalega gaf?

Kristur sagði þetta um eilífa lífið:

Matteusarguðspjall 7
13Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. 14Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.

Þetta þýðir að Guð mun ekki gefa öllum eilíft líf, meira að segja staðhæfir Hann hérna að fæstir munu fara veginn sem liggur til eilífs lífs. Hefur Guð rétt til að gera þetta?

Til hægri er mynd af John Allen Muhamma og fyrir neðan er mynd af vitorðsmanni hans Lee Boyd Malvo sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

lee_boyd_malvo.jpg

 


mbl.is Fjöldamorðingi tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100 klámmyndir en samt góð móðir?

janine_james_blink.jpgÉg er á því að kona sem annað hvort vinnur fyrir sér sem vændiskona eða leikur í klámmyndum getur ekki verið góð móðir.  Ég vorkenni börnum þessara Janine og finnst hreinlega að hún hefur afskrifað sig í þessari forræðisdeilu með fortíð sinni. 

Hvað segir fólk, getur vændiskona verið góð móðir?


mbl.is Ber bossi skipti sköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Módel fyrir jarðfræðina út frá Biblíunni

atom_modelÍ vísindum þá eru módel mikilvæg því þau hjálpa okkur að skilja heiminn í kringum okkur. Módel eru t.d. teikning af nýju húsi eða þegar Watson og Crick uppgvötuðu virkni DNA þá notuðu þeir módel, sjá hérna.  Vísindamenn nota módel fyrir flest allt, t.d. notaði Niels Bohr teikningu af atómi sem frægt er orðið en þið sjáið þá teikningu hérna til hægri.

Þegar kemur að jarðfræðinni þá skiptir saga jarðarinnar mjög miklu máli. Ef það sem gerðist í fortíðinni hafði áhrif á jörðina þá hjálpar það okkur að skilja það sem við sjáum í dag. Til dæmis þá gaus fjallið St. Helens árið 1980 og sá atburður gerbreytti sjálfu fjallinu og umhverfinu í kringum það.

Hérna getur Biblían komið inn í jarðfræðina og hjálpað okkur að skilja það sem við sjáum ef að saga hennar er rétt.  En út frá þeirri sögu er hægt að búa til módel sem lýsir því sem við eigum von á því að finna ef sagan er rétt.

model-small

Hérna til hægri sjáið þið einfalda mynd af þessu módeli sem er síðan útskýrt nánar hérna: http://biblicalgeology.net/Model/Biblical-Geology.html

Í stuttu máli þá eru þetta atburðirnir sem Biblían lýsir sem móta þetta módel:

  1. Sköpun jarðarinnar og gróðurs og dýra.
  2. Flóð sem tortímdi þeim heimi. Flóðgáttir himinsins opnuðust og uppsprettur hafsins brutust fram.
  3. Á einum tveimur mánuðum er jörðin að hverfa undir vatn. Á þessum tíma eru alls konar hamfarakenndir atburðir að eyða þeim heimi sem þá var til eins og eldgos og jarðskjálftar.
  4. Jörðin er undir vatni í kringum 150 daga.
  5. Eftir þetta þá rennur vatnið af hluta af jörðinni og sker og umbreytir yfirborði jarðarinnar.
  6. Síðan líða meira en fjögur þúsund ár þar sem margt hefur getað gerst til að móta yfirborð jarðar.

Með þessa sögu og þetta módel þá er hægt að athuga hvort að það sem við rannsökum í jarðfræðinni passi við þetta módel.  Samkvæmt þessu ættum við að finna eftirfarandi:

1. Grjót sem tilheyrir upprunalegu sköpuninni en í því væru engin ummerki um líf.
2. Eftir það ættum við að sjá lög sem tilheyra heiminum sem eyðilagðist. Hérna erum við að tala um   stór setlög þar sem vatn brýtur niður þann jarðveg sem var fyrir og myndar setlög eftir aðstæðum. 
3. Eftir þetta rennur vatnið af jörðinni og það myndi móta mjög yfirborð jarðar. Við ættum að sjá þar sem vatn hefur farið í gegn og mótað land og síðan hætt af því að vatnið var farið.
4. Yfirborð jarðar síðan verður fyrir hinum og þessum atburðum síðustu sirka fimm þúsund ár.

grand_canyon_929757.jpgUm leið og maður skilur hvernig Biblían útvegar svona módel þá getur maður farið og athugað hvort að módelið passi við jarðfræðina. Það getur ekki verið vísindalegt að hafna módelinu fyrir fram.

Hérna eru nokkrar greinar sem fara yfir nokkur af þeim atriðum sem styður að þetta módel passar við jarðfræðina:

 


Hausar munu fjúka

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu. Hvernig munu múslímar bregðast við. Líklegast munu flestir múslímar taka þessu með ró en öfgamennirnir eru það margir að það er ástæða að óttast hörð viðbrögð. Forvitnilegt hvaða Hollywood stjarna er til í að setja líf sitt í hættu fyrir að leika í þessari mynd.

Það væri gaman að vita af hverju Múhameð er eini af spámönnunum sem má ekki búa til mynd af... kannski af því að hann var falsspámaður og datt í hug að þetta væri sniðugt? 


mbl.is Kvikmynd um Múhameð spámann í smíðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðstefnan "The Scientific Impossibility of Evolution"

Í tilefni 150 ára afmæli útgáfu "Uppruni tegundanna" núna í nóvember 2009 verður einstök ráðstefna haldin þann 9. nóvember í St. Pius V háskólanum í Róm með titilinn "The Scientific Impossibility of Evolution".  Þetta eru viðbrögð vegna áskorun Benedikts páfa að báðar hliðarnar í umræðunni um þróun sköpun fái að heyrast.

Hérna hef ég lauslega þýtt það sem kemur fram um þessa ráðstefnu:

http://www.remnantnewspaper.com/Archives/2009-press-scientific_conference_evolution.htm
Á ráðstefnunni munu koma fram vísindamenn með gögn á móti þróunarkenningunni. Samkvæmt rússneska setlagafræðinginum Alexander Lalamov: "Allt í bók Darwins Uppruni tegundanna byggir á því að setlögin myndast hægt yfir gífurlegan langan tíma. Ráðstefnan í nóvember mun sýna fram á með gögnum út frá rannsóknum að þessi tími er ekki fyrir hendi fyrir þróunina". Nýlega kominn frá jarðfræði ráðstefnu í Kazan, þá mun setlagafræðingurinn Guy Berthault kynna niðurstöðu nokkura rannsókna á setlögum framkvæmdar í Rússlandi og birtar í Rússlandi. Í einum af þessum rannsóknum þá kom í ljós að myndun grjóts var  0,01% af þeim aldri sem var settur á það - í staðinn fyrir 10 miljón ár þá var raun aldurinn ekki meira en 10 þúsund ár.  Lalamov sagði um þetta "þessi setlög ( rocks ) mynduðust hratt og steingervingarnir sem þau innihalda hljóta að vera tiltulega ungir. Þessi niðurstaða er í mótsögn við túlkun þróunarkenningarinnar á steingervingunum."  www.sedimentology.fr

grand_canyon.jpgÞetta verður mjög forvitnileg ráðstefna og mun ég fylgjast vel með hvað kemur þarna fram. Það sem þróunarsinnar reyna að nota til að láta þessa kenningu sína líta út fyrir að vera mögulega er gífurlegur tími og án miljónir ára er hægt að afskrifa þróunarkenninguna. 

Þar sem ég aðhyllist biblíulega sköpun þá trúi ég því að flest öll setlög jarðar mynduðust í syndaflóðinu og tel að gögnin styðji það miklu frekar en miljónir ár af þróun. Svo fyrir mig er þessi ráðstefna mjög forvitnileg og vonandi gott innlegg í þessa umræðu.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband