Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Kannski af því að góðir strákar reyna ekki að komast yfir margar stelpur?

love_ring_heart_marriage1Ég er alveg viss um að almennilegir strákar sem kunna að njóta lífsins og skemmta sér eru alltaf eftirstóttir af konum. Vondir strákar eru einfaldlega þeir sem vilja komast yfir sem flestar stelpur og er alveg sama um hvaða afleiðingar það hefur. Ég efast um að hið villta í strákum sem heillar konur er að þeir vilji sofa hjá sem flestum stelpum. Gæti haft rangt fyrir mér...   Miklu frekar hið villta væri að vera fullur sjálfstrausts og vilja prófa nýja hluti og kunna að skemmta sér; ekki að ef konan myndi missa sjónar af gaurnum og þá væri hann kominn upp á einhverja aðra stelpu.

Man eftir rannsókn fyrir nokkrum árum sem sagði að fólk nyti kynlífs miklu betur ef það var gift. Að hafa þessa yfirlýsingu um að aldrei yfirgefa viðkomandi myndaði traust sem síðan leyfði parinu að njóta kynlífsins betur.  

Ég að minnsta kosti er ekki í neinum vafa um að ráðgjöf Guðs um að finna eina konu og vera með henni til æviloka er besta ráðið þegar kemur að samböndum og kynlífi. 


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt miklu einfaldara en minnsta eining lífs

sega-robot-404_679626cÞrátt fyrir að þetta virkar frekar kjánalega í mínum augum þá er engin spurning að það hefur þurft gífurlega mikinn tíma og vitsmuni að setja þetta saman. Ef við hefðum fundið svona á tunglinu, hvaða hugsandi manneskja myndi komast að þeirri niðurstöðu að þetta litla vélmenni væri ekki hannað heldur afurð miljóna ára og náttúrulegra ferla? 

Líklegast enginn en samt þá komast margir að þeirri niðurstöðu þegar kemur að uppruna fyrstu lífverunnar.  Síðan í þokkabót þá vilja þeir meina að sú niðurstaða er vísindaleg og allt annað óvísindalegt. Ég efast um að ég muni nokkur tímann skilja það fólk.

Heilbrigð skynsemi og staðreyndir haldast í hendur saman þegar kemur að þessari spurning og svarið augljóst, lífið var skapað.


mbl.is Vélmenni lifnar við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Guð Biblíunnar og Allah sá hinn sami?

muslim11Svona dæmi sýna svo ekki verður um villst að það er allt annar boðskapur í Kóraninum og Biblíunni.  Annað sem sýnir manni að eðli Islam er allt annað en eðli kristninnar er að kristni breyddist fyrst út fyrir vitnisburð manna á meðan Islam breiddist út með sverði spámannsins sjálfs og þeirra sem komu á eftir honum.  Hve ólíkt er þetta t.d. þessum orðum Krists:

Matteusarguðspjall 5
38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.

http://www.islam-qa.com/en/ref/22809
The hypocrites fear lest a Soorah (chapter of the Qur’aan) should be revealed about them, showing them what is in their hearts. Say: ‘(Go ahead and) mock! But certainly Allaah will bring to light all that you fear.’

If you ask them (about this), they declare: ‘We were only talking idly and joking.’ Say: ‘Was it at Allaah, and His Ayaat (proofs, evidences, verses, lessons, signs, revelations, etc.) and His Messenger that you were mocking?’

Make no excuse; you disbelieved after you had believed”

 ...

With regard to the Sunnah, Abu Dawood (4362) narrated from ‘Ali that a Jewish woman  used to insult the Prophet (peace and blessings of Allaah be upon him) and say bad things about him, so a man strangled her until she died, and the Prophet (peace and blessings of Allaah be upon him) ruled that no blood money was due in this case.

 

Og síðan eitthvað á léttu nótunum: 

svin_og_islam

 


mbl.is Dæmdur til dauða fyrir guðlast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Louisiana samþykkir lög sem leyfa gagnrýni á Darwin

Louisiana_cardÞann 16. júní var samþykkt í Louisiana að kennarar mættu kenna þróunarkenninguna á gagnrýninn hátt. Að þeir mættu kenna kenningu Darwins ásamt gagnrýni en ekki sem heilagan ógagnrýnilegan sannleika.  Frábærar fréttir en það er enn mikið verk eftir. 

Meira um þetta hérna:Louisiana State Legislature Passes Landmark Act That Encourages Critical Analysis of Evolution


Sannleikurinn og umburðarlyndi

page3_1Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Ræður þú við sannleikann?

 

Flest trúarbrögð hafa einhverjar trúarsetningar sem eru sannar þá geta ekki öll trúarbrögð verið sönn því þau kenna mismunandi hluti; þau kenna andstæður. Svo það er óneitanleg staðreynd að sumar trúarlegar hugmyndir fólks eru rangar.  En af einhverjum ástæðum þá á maður ekki að segja það í dag. Að segja að trúarhugmyndir einhvers eru rangar er talið merki um skort á umburðarlindi. En hvenær byrjaði umburðarlindi að þýða að maður mætti ekki gagnrýna trúarlegu skoðanir annara? Er ekki málið með umburðarlindi að þú umberir skoðanir sem þú ert ekki sammála? Fólk má hafa þær og í friði ef það vill frið frá þér og þinni gagnrýni en málfrelsi og trúfrelsi veitir okkur rétt til að trúa því sem við viljum og gagnrýna það sem við viljum. 

Umburðarlindi er að láta þá í friði sem hafa aðrar skoðanir en þú og ekki traðka á þeirra rétt af því þeir hafa aðrar skoðanir en þú.


 


Kristni og dýraveiðar

whitebear (1)Þegar ein vinkona mín heyrði af þessu máli þá var hún bæði hneyksluð en líka ályktaði að þarna hefðu verið á ferðinni skotglaðir vitleysingjar. Hún ólst upp á svæði þar sem birnir eru algengnir og fólk aðeins með ráðgjöf um hvað það á að gera ef það rekst á björn.  En það sem ég hef rekið mig á er að sumir sem vilja kalla sig kristna hafa gaman af því að drepa dýr. Ég fyrir mitt leiti fullyrði að sá sem hefur gaman að því að drepa dýr er ekki endurfæddur af anda Guðs og mun aldrei sjá himnaríki.

Ein aðal lexían sem Guð gaf gyðingum var fórnarkerfið til að útskýra frelsis áformið, þe.a.s. að útskýra krossinn.  Ef einhver braut eitthvað af boðorðunum eða lögmálinu eins og stela, ljúga eða þess háttar þá þurfti hann að fórna dýri til að fá fyrirgefningu. Guð var þarna var að kenna að einhver saklaus þyrfti að þjást vegna þeirra glæpa sem viðkomandi hafði gert.  Ef viðkomandi aftur á móti hefði haft gaman af því að drepa dýr þá fór sú lexía algjörlega framhjá honum enda viðkomandi orðinn það vondur að dauði og þjáningar annara lifandi vera hafa ekki áhrif á hann. Hjarta hans orðið hræðilega kalt og samviska hans á þessu sviði steinrunnin.


mbl.is Ísbjörn í æðarvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræður þú við sannleikann?

180px-Truth-Warner-Highsmith

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Pússluspil lífsins - trú og leitin að sannleikanum


Sannleikurinn og trúin 

Þegar kemur að trúarbrögðum, þá er eins og margir hafa mikið á móti að það er eitthvað til sem heitir sannleikur; og eru bókstaflega á móti því að sannleikurinn er til eða þekkjanlegur.  Þetta er mjög undarlegt því að við heimtum sannleika í hreinlega öllum öðrum þáttum okkar lífs. Við heimtum sannleika af:

  • fjölskyldu
  • vinum
  • starfsfélögum
  • læknum ( þegar við förum til læknis þá viljum við að hann segi okkur satt og láti okkur fá rétt lyf )
  • réttarkerfinu ( við viljum að það dæmi aðeins þá sem eru sekir )
  • flugfélögum ( við viljum að þeir segi satt um öryggi flugvéla og áfangastaði )

Þegar við lesum grein eða fréttir þá viljum við að það sé ekki verið að ljúga að okkur. Við gerum tilkall til sannleika þegar kemur að samböndum, öryggi, heilsu og fjármunum.  Þrátt fyrir þetta þá er eins og margir hafi engann áhuga á sannleika þegar kemur að trúarlegum málum.  Margir jafnvel neita að einhver trú geti verið sönn.  Þú hefur líklegast tekið eftir því en hérna er risastór þversögn á ferðinni.  Afhverju segja sumir "þetta er satt fyrir þig en ekki fyrir mig"?  Engum myndi detta í hug að segja þannig vitleysu við gjaldkera í banka, lögregluna, dómara eða lækni.

Í okkar þjóðfélagi bergmála raddir sem segja "Það er enginn alger sannleikur til", "þetta er bara þinn smekkur", "trúarbrögð snúast um trú, ekki staðreyndir".

Í tilraun til að glíma við þessa undarlegu hugmyndafræði þá skulum við skoða nokkur atriði varðandi sannleikann.

  1. Hvað er sannleikur?
  2. Afhverju trúir fólk, ástæður til að meta hvað er satt.
  3. Er hægt að vita sannleikann?
  4. Hvernig öðlumst við þekkingu á sannleikanum?
  5. Hvað með það, hverjum er ekki sama um sannleikann?

Hvað er sannleikur?

Það er hægt að skilgreina sannleikann að hann segir hlutina eins og þeir raunverulega eru. Ólíkt því sem margir halda fram þá er sannleikurinn algildur en ekki afstæður. Þá á ég við að fullyrðingar um einhvern sannleika eru sértækar og útiloka allt annað sem er andstætt þeim. Dæmi um þetta er að fullyrðingin "allt er satt". Mjög altæk setning og algild og útilokar það sem er andstætt henni. Í rauninni þá eru allar fullyrðingar um sannleika þannig að þær útiloka andstæður sína; líka trúarlegar fullyrðingar um einhvern sannleika.

Sannleikurinn um sannleikann

  • Sannleikurinn er uppgvötaður, ekki fundinn upp. Hann var til áður en einhver hafði þekkingu á honum.  Þyngdarlögmálið var til löngu áður en Newton lýsti því eða uppgvötaði það.
  • Sannleikanum er alveg sama um menningu. Ef eitthvað er satt þá er það satt fyrir alla menn á öllum tímum. Tveir plús tveir er jafnt og fjórir fyrir alla menn á öllum tímum.
  • Sannleikurinn breytist ekki jafnvel þótt að okkar hugmyndir um hann breytast.
  • Það sem þú trúir um staðreyndir breytir ekki staðreyndunum.   Þótt að einhver trúir því innilega að jörðin sé flöt þá hefur hann aðeins innilega rangt fyrir sér.
  • Sannleikurinn verður ekki fyrir áhrifum af þeim sem trúa honum. Þótt að einhver er hreykinn þá gerir hann ekki það sem hann trúir að lygi.

Það má segja að ólíkar skoðanir og ólíkar trúar sannfæringar eru mögulegar en ekki ólíkir sannleikar. Við getum trúað því að allt sé satt en við getum ekki gert allt satt. Þetta virkar kannski nokkuð augljóst en hvernig glímir maður við þá undarlegu fullyrðingu sem maður heyrir stundum í samfélaginu að það er enginn sannleikur?

pewter_mirror_thHvað segir spegilmyndin þér?

Ef maður notar svona undarlegar setningar á sjálfa sig þá getur það hjálpað manni og öðrum að sjá afhverju þær hljóta að vera rangar. Skoðum nokkur dæmi um þetta:

  • Það er enginn sannleikur, þetta er allt spurning um sjónarhorn
    Er það satt að það er enginn sannleikur?  Þetta er eins og að segja "ég get ekki sagt orð í íslensku"; fellur um sjálft sig.
  • Allur sannleikur er afstæður
    Er það afstæður sannleikur?
  • Það sem er satt fyrir mig þarf ekki að vera satt fyrir þig
    Er það satt bara fyrir þig eða er það satt fyrir alla?
Það getur tekið smá æfingu í að beita speglinum og sjá tækifæri til að beita honum en þegar maður nær færni í að beita honum þá veitir hann ómetanlega hjálp í að afneita hugmyndafræði sem fellur um sjálfa sig.


Afhverju ætti einhver að trúa einhverju?

Félagslegar ástæður
Foreldrar
Vinir
Samfélagið
menningin

Sálfræðilegar ástæður
Huggun
Hugar ró
Tilgangur
Von

Trúarlegar ástæður
Trúarlegar bækur
Prestur
Gúrú
Kirkjan

Heimspekilegar ástæður
Samheldni
Samkvæmt sjálfu sér
Besta útskýringin á öllum sönnunargögnunum

Félagslegar ástæður:

Þetta er líklegast sú ástæða sem hefur mest áhrif á trú fólks; sérstaklega þeirra sem hafa ekki tekið sér tíma í að skoða málið upp á eigin spítur.  En er þetta góð ástæða til að trúa einhverju?  Hafa foreldrar alltaf rétt fyrir sér?  Er nóg að vinur þinn trúir einhverju til að það sé líklegast satt?  Hefur menningin allta rétt fyrir sér?  Það er sannfærandi ef foreldrar manns segja eitthvað sem síðan vinir manns eru sammála og öll menningin í kringum mann segir að sé satt en það þýðir ekki að allir þessir aðilar hafa rétt fyrir sér. Alveg eins og það er rökvilla að vísa í meirihluta sem rök fyrir sinni trú þá er það órökrétt að trúa einhverju aðeins vegna þess að einhver annar gerir það.

Sálfræðilegar ástæður:

Það getur verið huggun að trúa að það er von út fyrir gröfina en það gerir það ekki satt. Eiturlyfja fíkill getur leitað hugganar í fíkniefni en það getur drepið hann. Sömuleiðis geta margir ekki viljað trúa einhverju því það myndi þýða að hann þyrfti að breyta hegðun sinni. Þyrfti kannski að hætta að gera eitthvað sem hann vill ekki hætta. En hvað maður vill og hvað maður langar að sé satt hefur ekki áhrif á sannleikann.

Trúarlegar ástæður:

Margir trúa mörgu af því að það stendur í einhverri heilagri bók eða af því að einhver "gúrú" sagði það.  En þar sem þessar helgu bækur kenna mismunandi atriði svo þá þarf getur maður ekki trúað þeim öllum svo maður þarf að velja hver er að segja satt ef einhver.  Þótt að margt í Kóraninum eða Biblíunni getur verið satt þá þarf samt eitthvað utan þessara heimilda til að meta hvort að fullyrðingarnar í helgum ritum séu sönn.

Heimspekilegar ástæður: 

Það er að draga ályktanir út frá rökum og þekkingu fengin frá vísindum. Þetta er ástæðan sem allir ættu að geta verið sammála um að sé rétta ástæðan til að trúa einhverju.

Er hægt að vita sannleikann?

Hérna glímum við þá staðhæfingu að það er ekki hægt að vita sannleikann. Með því að beita speglinum á þessa setningu þá getum við spurt "er það satt að við getum ekki vitað sannleikann"? Það er rétt að við sem menn með takmarkaða þekkingu lifum í ákveðni óvissu, við getum aðeins ályktað að eitthvað sé satt með mismunandi mikilli vissu en við gerum þannig ályktanir daglega og ekkert að því.  Önnur staðhæfing af svipuðum toga er "maður getur ekki vitað neitt fyrir víst". En vitum við það fyrir víst?  Því meira sem einhver efast því sannfærðari verður hann um andstæðu þess sem hann efast um. 

Hvernig öðlumst við þekkingu á sannleikanum?

Hvert sinn sem við segjum eitthvað erum við í rauninni að segja að við vitum einhvern sannleika um það sem við erum að fjalla um. Ef þú segir að einhver hafi rangt fyrir sér þá ertu að segja að þú vitir eitthvað um það sem er rétt. Jafnvel ef þú segðir "ég  veit ekki" ertu að segja að þú vitir eitthvað, þ.e.a.s. að þú vitir að þú vitir eitthvað ekki.  En hvernig öðlast maður þekkingu á sannleikanum?  Hvaða aðferð notar maður til að komast að sannleikanum?  Ferlið byrjar með grundvallar reglum rökfræðinnar. Þessar reglur eru grundvöllurinn því að það er ekkert á bakvið þær. Þær eru ekki sannaðar með einhverjum öðrum reglum heldur eru augljósar og innbyggðar í raunveruleikann. Allir þekkja þessar reglur jafnvel þótt þeir hafa ekki hugsað út í þær sérstaklega. Þessar tvær reglur eru "mótsagnarlögmálið" og "lögmálið um annað tveggja". Lögmálið um annað tveggja segir okkur að eitthvað annað hvort er eða er ekki. Til dæmis, annað hvort er Guð til eða Guð er ekki til. Annað hvort reis Jesús upp frá dauðum eða Hann gerði það ekki. Þessi lögmál eru tækin sem við notum til að öðlast þekkingu og svo augljós að enginn þurfti beint að kenna okkur þau.

Dæmi um beitingu þessara reglna:

  1. Allir menn eru dauðlegir
  2. Jón er maður
  3. Jón er dauðlegur

Þessi augljósu lögmál rökfræðinnar segja okkur að niðurstaðan er rökrétt. Niðurstaðan er aftur á móti aðeins rétt ef forsendurnar eru réttar. Ef allir menn eru dauðlegir og ef Jón er maður þá er Jón dauðlegur. Lögmál rökfræðinnar segja okkur ekki að forsendurnar eru sannar, kannski eru ekki allir menn dauðlegir, kannski er Jón ekki maður. Lögmál rökfræðinnar geta ekki sagt okkur hvort að forsendurnar sjálfar eru sannar.  Þetta er enn augljósara ef maður skoðar svona dæmi þar sem ein forsendan er röng.

  1. Allir menn eru skordýr með átta fætur.
  2. Jón er maður.
  3. Jón er skordýr með átta fætur.

Rökrétt en þar sem ein af forsendunum er röng þá vitum við að það er rangt. Þetta sýnir okkur að rökfræðin kemur okkur aðeins svo langt í leit okkar að sannleikanum. Við fáum upplýsingar með því að skoða heiminn í kringum okkur og síðan draga ályktanir út frá þeim skoðunum. Við vitum t.d. ekki betur en allir menn sem hafa lifað hafa dáið svo sú forsenda er rétt.  Það er rétt að það gæti verið undantekning svo við vitum þá forsendu ekki algjörlega án alls efa en það má samt segja að það er í góðu lagi á trúa að forsendan er rétt og þess vegna ályktunin áreiðanleg.

Dæmi þar sem maður setur þetta saman væri t.d. þessi blogg grein. Samkvæmt minni og þinni reynslu þá hefur hugur hefur verið á bakvið allt ritað mál sem kemur á framfæri hugsunum. Svo þú réttilega ályktar að þessi grein hefur einn eða fleiri höfund sem getur hugsað. Ef maður setur dæmið upp þá gæti það litið svona út.

  1. Allt ritað mál sem kemur á framfæri hugsunum er afrakstur hugsandi veru.
  2. Þessi grein er ritað mál sem kemur á framfæri hugmyndum og hugsunum.
  3. Að baki þessarar greinar er hugsandi vera. 

Hvernig er hægt að öðlast þekkingu á tilvist Guðs?

Sumir gætu hérna mótmælt og spurt hvernig þetta hefur með að gera að öðlast þekkingu á tilvist Guðs sem flestir kristnir, hindúar, múslimar og fleiri segja að sé ósýnilegur.  Ef þeir hafa rétt fyrir sér þá er samt hægt að öðlast þekkingu á því sem er ósýnilegt. Við t.d. sjáum ekki heilann í einstaklingum en við sjáum hvað hann orsakar. Við sjáum ekki beint atriði sem eru huglæg eins og kærleika og hatur en greinum ummerki þess. Við sjáum ekki þyngdaraflið en sjáum afleiðingar þess. Við sjáum afleiðingu og getum ályktað réttilega um orsök. Svo við getum skoðað heiminn í kringum okkur og ályktað um afleiðingu og orsök og hvort að við sjáum eitthvað sé til sem Guð hefur orsakað.

Hverjum er ekki sama? 

Augljóslega skiptir sannleikurinn máli þegar kemur að mörgum af sviðum okkar lífs. Ef við förum til læknis þá getur lygi frá lækni verið lífshættuleg. Foreldrar fræða börn sín um hættur heimsins og lygar eða fáfræði um þær hættur geta kostað mannslíf. En hvað með trúarlegann sannleika. Ef sum af trúarbrögðum þessa heims eru sönn þá skiptir það gífurlega miklu máli varðandi okkar eilífu örlög sem vega í rauninni þyngra en örlög okkar í þessu í lífi. Ef Islam segir rétt frá þá þýðir það að þeir sem eru ekki múslimar eiga von á eilífri vist í logum vítis. Ef kristni segir satt frá þá þýðir það að þeir sem iðrast ekki og setja traust sitt á Krist munu ekki komast til himna ef þeir hafa brotið gegn samvisku sinni og Guði.

Út frá þessu þá vona ég að fólk sjái að hægt er að öðlast þekkingu á sannleikanum og að hver sá sannleikur er, skiptir máli. Að vera sama um þessi mál er ekki gáfuleg afstaða því að ef einhver fer út á hraðbraut og trúir því ekki að trukkar séu til þá mun sú trú ekki bjarga þeim þegar trukkur keyrir yfir þá. 


Þeir sem trúa ekki á tilvist einhyrninga...

Unicorn-and-Foal-Print-C10055158Stundum þegar guðleysingjar eru að færa rök fyrir sinni trú að Guð er ekki til þá vísa þeir til þess að þeir trúa heldur ekki að einhyrningar eru til.  En ástæðan fyrir því að þeir þurfa að trúa því að einhyrningar eru ekki til er vegna þess að sögur af þannig dýrum eru til svo þeir verða að trúa því að þær sögur eru allar bara bull.  Hið sama gildir um tilvist Guðs því að nógu mikið af sögum af tilvist Guðs eru til en guðleysingjar verða að trúa að þær eru allar rangar.  Hið sama gildir um sköpunarverkið, þeir verða að útskýra tilvist þess sama hve kjánalegar þær útskýringar eru, aðeins til að afneita tilvist Guðs.

Sú fullyrðing að Guð er ekki til er frekar óskynsamleg því að við erum öll takmörkuð með mjög takmarkaða þekkingu svo að vera algjörlega viss um að Guð er ekki til getur ekki verið gáfuleg afstaða.

Að hafa þá afstöðu að maður veit ekki hvort Guð er til er töluvert gáfulegri að mínu mati. Að trúa að Guð er til er auðvitað gáfulegasta afstaðan :)


mbl.is „Einhyrningur“ á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Gibson gefið góða leiðsögn?

040209_scoop_gibson_vmed1p.widecÉg man eftir að hlusta á Gibson tala um sína kaþólsku trú. Þar kom fram að hann hélt að eiginkona hans væri á leiðinni til eilífra kvala í logum helvítis vegna þess að hún tilheyrði ekki Kaþólsku kirkjunni. Þarna kom líkleg sorleg kaldhæðni að hann auðvitað elskaði eiginkonu sína og sagði að hún væri miklu einlægri í hennar trú en af því að hún er mótmælandi þá myndi hún enda í helvíti. 

Að ég best veit samt þá er þetta ekki afstaða Kaþólsku kirkjunnar eftir Vatakan 2, sjá: http://vatican2.org/    Það er að segja að þar var gefið til kynna að kristnir fyrir utan Kaþólsku kirkjuna gætu kannski frelsast.  Jón Valur getur kannski gefið innsýn í þetta mál ef ég er að fara með eitthvað rangt hérna. Hið sama gildir um Gibson, ef einhver telur mig fara með rangt mál um Gibson þá endilega láta mig vita.

Svo aftur að Gibson og Spears. Maður með svona trúarskoðanir, getur hann veitt góða ráðgjöf?  Líklegast mun hann segja henni að líta á björtu hliðarnar á lífinu, hætta fylliríum og sífelldum partíum. Einbeita sér að börnunum sem hún er búin að eignast og byggja upp fjölskyldu. Allt góð ráð en ég vona að hann sannfæri Spears ekki um sumar af hans undarlegum trúarskoðunum því rangar trúarskoðanir geta hæglega skaðað fólk andlega og jafnvel þeirra eilífð.

Enn, maður bara vonar og biður að þetta fari allt vel og að Guð muni leiða þau í sannleikann. Sérstaklega með eilífar pyntingar í helvíti, það getur ekki verið gott fyrir sálina að trúa að Guð sé svo vondur.   Meira um það efni hérna: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

 

 


mbl.is Britney nýtur handleiðslu Gibsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 802891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband