Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Löngunin til einhvers betra

whooper_swanÞessi frétt minnir mig á sögu sem pabbi minn sagði mér þegar ég var lítill. Hann sagði mér og mömmu frá því þegar einhverjir stráka "ræflar" tóku sig til og hentu steinum í andar fjölskyldu þannig að þrír af fimm ungunum dóu og það sá verulega á foreldrunum. Man ennþá eftir að gráta mig í svefn þótt nú sé ansi langt síðan. Aldrei hef ég getað skilið hver var hvatinn að því sem þessir strákar gerðu og veit ekki hvort mig langar til að skilja þannig illsku.  

Það er eins og við flest höfum löngun til þess að svona atvik gerðust ekki og bæta þeim upp sem lenda í illsku.  Hvort sem það er fólk í Búrma, Kína eða álftir á Bakkatjörn.  Það er eins og okkur hungrar í réttlæti. Samt kannski ekki handa okkur sjálfum því hver hefur ekki logið, stolið og hatað einhvern? 

Má lýsa þessu sem löngun til að komast aftur í Edan garðinn.  Biblían talar um að svona tímar munu koma aftur, t.d. þessi vers í Jesaja eru mjög hugleikin: 

Jesaja 11
4Með réttvísi mun hann dæma hina vanmáttugu
og skera með réttlæti úr málum hinna fátæku í landinu.
Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns,
deyða hinn guðlausa með anda vara sinna.
5Réttlæti verður belti um lendar hans,
trúfesti lindinn um mjaðmir hans.
6Þá mun úlfurinn búa hjá lambinu
og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum.
Kálfur, ljón og alifé munu ganga saman
og smásveinn gæta þeirra.
7Kýr og birna verða saman á beit,
ungviði þeirra hvílir hvort hjá öðru,
og ljónið mun bíta gras eins og nautið.
8Brjóstmylkingurinn mun leika sér
við holu nöðrunnar g barn, nývanið af brjósti,
stinga hendi inn í bæli höggormsins.
9Enginn mun gera illt, enginn valda skaða
á mínu heilaga fjalli

því að allt landið verður fullt af þekkingu á Drottni
eins og vatn hylur sjávardjúpið. 

 

Langar að láta fylgja með video með lagi úr Last of the Mohicans, var að hlusta á það þegar ég las þessa frétt. Einhvern veginn hreyfði meira við mér með þessa tónlist í bakgrunninum enda er hún alveg stórkostleg.

 


mbl.is Harmleikur á Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styðjið hjálparstarf ADRA í Kína

Grein frá ADRA um hvað er í gangi í Kína og hérna er linkur á síðu til að gefa til starfsins: Emergency Response Fund

 

Greinin frá ADRA
[ALERT] ADRA Provides Aid for Earthquake Survivors in China
images

Silver Spring, Maryland--The Adventist Development and Relief Agency (ADRA) is on the ground in China responding to the needs of survivors after a deadly 7.9-magnitude earthquake struck southwestern China Monday, May 12, killing nearly 15,000, injuring approximately 26,000, and leaving more than 25,000 missing or buried under the rubble, according to state-run media.

An initial emergency response is underway targeting areas affected by the deadly earthquake, which hit 57 miles from Chengdu, the capital city of the Sichuan province, destroying up to 3.5 million homes. ADRA volunteers are in Dou Jiang Yan, one of the most accessible areas in the affected region, to conduct emergency assessment. Based on initial findings, the most urgent needs of survivors are water, food, blankets, shelter, and first aid medical service.

The current situation on the ground continues to be tense and uncertain due to ongoing aftershocks and heavy rains.

The quake, considered the worst since 1976 when more than 240,000 people died, hit at 2:28 p.m. local time (6:28 a.m. GMT) and was felt as far as Beijing and Bangkok, Thailand. Updates will be released as response efforts expand.

To send your contribution to ADRA’s emergency response effort, please contact ADRA at 1.800.424.ADRA (2372) or give online.

ADRA is present in 125 countries, providing community development and emergency management without regard to political or religious association, age, gender, race, or ethnicity.

Additional information about ADRA can be found at www.adra.org.

-END-

Author: Nadia McGill

Media Contact:
Hearly Mayr
ADRA International
12501 Old Columbia Pike
Silver Spring, MD 20904
Phone: 301.680.6376

 


mbl.is 50.000 líklega látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stollt synd?

10109795-lowFlestum finnst stollt vera nokkuð skaðlaust og jafnvel af hinu góða en er möguleika að hérna sjáum við stollt gera það að verkum að saklaust fólk þjáist og jafnvel deyr?  Að mínu mat sjáum við hérna stollt gera það að verkum að hörmungar ganga yfir fólk. Vonandi samt eru þessar yfirlýsingar sannar og það sé í lagi með fólkið á þessum slóðum

Biblían talar slatta um stollt eða dramb sem mér finnst áhugavert.

Orðskviðirnir 8
13Að óttast Drottin er að hata hið illa,
hroka og dramb, meinfýsi og ósannsögli hata ég.

Orðskviðirnir 16
18Dramb er falli næst,
hroki veit á hrun. 

Jakobsbréfið 4
6En því meiri er náðin sem hann gefur. Þess vegna segir Ritningin: „Guð stendur í gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð.“ 

Ég vil nú samt koma því á framfæri að það er alveg til eðlilegt stollt sem felst í því að kunna að meta þegar maður gerir eitthvað sem er almennilegt. Stolltur af börnum sínum og þess háttar. Vandamálið er þegar stolltið birtist sem ég er betri en þessi, börnin mín eiga betra skilið en börn þessa og svo framvegis. Kannski var það að mörgu leiti stollt sem orsakaði þrælahald heimsins á síðustu öld.  Ef það er stollt þessara stjórnvalda í Búrma þá væri það heldur ekki í fyrsta skiptið sem einhver neitar aðstoð vegna stollts og leiðir hörmungar yfir sjálfan sig og aðra.

Ég óskum öllum lesendum að þeir megi leita náðar Guðs því Hann vill veita öllum hana en aðeins þeim sem sjá þörf á henni. Þeim sem halda ekki í stolltið heldur viðurkenna að þeir þurfa á hjálp og fyrirgefningu að halda. Þeir sem halda í sitt eigið réttlæti og telja að þeir eigi skilið að komast inn í himnaríki þeir eru í rauninni af hafna náðinni og geta þar af leiðandi ekki komist inn í himnaríki. 

 


mbl.is Stjórn Búrma segist ráða við ástandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða áhrif hefði það á þína trú ef það finndust sannanir fyrir líf á öðrum hnöttum?

RoswellAlienHoaxAutopsy2Í myndinni Contact þá byrjuðu vísindamennirnir að greina merki sem innihélt prím tölur. Þetta var nóg til þess að þeir ályktuðu að vitsmunalíf hefði búið til þessi skilaboð.  DNA inniheldur mjög flóknari upplýsingar en það en samt eru sumir sem neita að horfast í augu við hvað sú staðreynd þýðir.

En hvað ef við myndum finna sannanir fyrir líf á öðrum hnöttum, hvaða áhrif hefði það á þína trú?  Endilega sem flestir að koma með athugasemdir.  Í gegnum árin þá hafa komið upp alls konar sögur af geimverum og jafnvel myndir sem menn halda fram að séu af geimverum eða geimskipum.

Það eru til of margar sögur af geimverum, draugum og álfum og ég veit ekki hvað og hvað að það er erfitt að segja að allt þetta fólk er ímyndunarveikt eða sé að ljúga.  Það gengur heldur ekki upp að allt þetta fólk er að segja satt svo mín útskýring er á þá leið að hérna eru blekkingar á ferð. Í sumum tilfellum menn að blekkja aðra menn eins og myndin hérna er en í öðrum tilfellum anda verur.  Í þessu samhengi langar mig að benda á blog sem fjallar um reynslu einnar konu af draugum, sjá: Draugasaga úr 101

 

Það kann að koma einhverjum á óvart en Biblían gefur í rauninni til kynna að það eru til aðrir heimar: 

Jobsbók 1
6 Dag nokkurn bar svo til að synir Guðs komu og gengu fyrir Drottin og var Satan á meðal þeirra. 7Drottinn spurði Satan: „Hvaðan kemur þú?“ Satan svaraði Drottni og sagði: „Ég hef verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina.

Síðan við sköpunina þá eru einhverjar verur þegar til en ekkert minnst á sköpun þeirra.

Jobsbók 38
1Þá svaraði Drottinn Job úr storminum og sagði:

2Hver er sá sem hylur ráðsályktunina myrkri
með innihaldslausum orðavaðli?
3Gyrtu lendar þínar eins og manni sæmir,
nú ætla ég að spyrja þig en þú skalt svara.
4Hvar varstu þegar ég grundvallaði jörðina?
Segðu það ef þú veist það og skilur.
5Hver ákvað umfang hennar, veist þú það,
eða hver þandi mælivað yfir henni?
6Á hvað var sökklum hennar sökkt
eða hver lagði hornstein hennar
7þegar morgunstjörnurnar sungu saman gleðisöng
og allir synir Guðs fögnuðu?

Hérna er grein sem fjallar um þetta frá sjónarhóli sköpunarsinna:

God and the extraterrestrials - Are we alone, or is there life elsewhere in the universe?

Ég er ekki sammála því sem þeir segja en fannst fróðlegt að sjá þeirra rök og pælingar um þetta mál. 


mbl.is Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingervingur elsta fuglsins finnst og viti menn...

080506-dinosaur-bird_big

Hann er eins og fuglar eru í dag!  Ekkert nýtt svo sem á ferðinni en gaman að benda á þetta. Hérna til hægri er mynd frá National Geographic af steingervinginum.

Svakalega þætti mér undarlegt ef ég væri alltaf að fá svona fréttir sem segja mér að trú mín væri röng. Kannski líður þróunarsinnum ekki þannig... það er svo sem alveg möguleiki. Kannski aðalega vegna þess að fjölmiðlar milda alltaf svona uppgvötanir.  Mér er það spurn, þeir sem aðhyllast guðlausa þróun, hafa þeir löngun til að aðhyllast þessa lífssýn? 

Meira hérna: Photo: Dino-Era Bird Fossil Found; One of Oldest Known

 


Fer Siðmennt þá með bænir?

kirkjugar_urÞótt að ég vilji þessu fólki ekkert nema gott og vilji auðvitað að þau fái að halda sínar eigin jarðafarir en eitthvað er samt sorglegt við þetta.

Nokkrar spurningar brenna á mér...

  1. Fóru þeir með bænir fyrst þeir voru í bænahúsi?
  2. Ef þeir fóru með  bænir,  til hverns báðu þeir og um hvað?
  3. Afhverju voru þau í kristnu húsnæði með jarðarförina?
  4. Hvernig var ræða...ummm... prestins?  Svansins?
  5. Hvaða sálarhuggun gaf Siðmennt aðstandendum?
Spyr sá sem ekki veit...  Woundering
mbl.is Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver endir á þessum hörmungum?

Hvernig á maður eiginlega að skilja þessar tölur og þá þjáningu sem ríkir þarna... þetta er einfaldlega aðeins of mikið á of stuttum tíma, fyrst Búrma og svo þetta með mjög litlu millibili. Það er á svona tímum sem maður á að vera sérstaklega þakklátur að búa á okkar góða landi og sömuleiðis vera þakklátur fyrir að eiga svo mikið að maður geti gefið öðrum og hjálpað þótt kannski lítið sé. 

Því miður þegar kemur að spurningunni í heiti blogsins þá er svarið nei, mín trú er að þetta mun aðeins versna.

Önnur blog sem má segja tengist þessu 

images Hjálparstarf ADRA 

Merki um að við lifum á síðustu tímum?

Vondur heimur sama sem vondur Skapari?


mbl.is 10 þúsund látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svar við "Natural Selection Made Easy"

Hérna er video sem sumir darwinistar benda á sem góð rök fyrir þeirra trú.  Góður blogg vinur minn Tryggvi benti mér á þetta.  Ég ætla að fara yfir rökin sem þeir gefa og útskýra afhverju þau eru ekki góð.  Hérna fyrir neðan er videóið og fyrir neðan það koma mín svör. 

 

 

1. Hnetusmjörs dæmið 

Þótt að þróunarkenningin sem slík fjalli ekki um uppruna lífs þá eru það samt þeir sem hana aðhyllast sem hafa mest á móti því að lífið var hannað af vitrænni veru. Svo rökin sem þarna koma fram snúast um hve ólíklegt það er að líf myndist fyrir tilviljun. Ekki eins og þulurinn sagði nýjar tegundir dýra yrðu til heldur að líf gæti myndast.  Þarna er um að ræða miljarða af svona tilraunum þar sem prótein og margt fleira sem lífið er úr til, miklu betra en á einhverri frumstæðri jörð, en samt verða aldrei til ný form af lífi.  Þar sem þeir sem aðhyllast þróunarkenninguna eru alveg sammála því að líf myndist fyrir tilviljun þá skipta þessi rök ekki máli.

2. Hvað þýðir þróunarkenningin eða "The theory of evolution"?

Þulurinn kemur inn á góðann punkt sem er hvað þróunarkenningin þýðir.  Þar sem það er enginn ágreiningur um að dýr breytast með tímanum þá er villandi að nota þróunarkenningin yfir þá staðreynd.  Aftur á móti þá grípa margir þann bolta á lofti og halda því fram að þróunarkenningin er staðreynd en vilja meina að það að einfrömungar smá saman urðu að fólki með aðeins tilviljunum og náttúruvali er engann veginn rétt.  Jafnvel meðal darwinista þá eru deilur um hvort að þessi mekanismi, stökkbreytingar og náttúruval er nóg til að útskýra allt líf á jörðinni. 

3. Mekanismi þróunnar

Dýr búa til afrit af sjálfu sér og þessi afrit eru ekki fullkomin, það er breytileiki milli foreldris og afkvæmis.  Fjölbreytileiki í dýrategund er ekki vegna tilviljanakenndrar stökkbreytinga sem búa til afbrigði í afkvæmum.  Meðal mismunandi dýra er mismunandi mikill möguleiki á fjölbreytni. Sum dýr hafa yfir að ráða mjög miklum fjölbreytileika og dýraræktendur nýta sér það.  Önnur aftur á móti virðast vera nærri því óbreytanleg svo fjölbreytileiki þeirra tegunda er ekki mikill.   Svo ástæðan fyrir þessu er ekki að ein tegundin er miklu heppnari með svona stökkbreytingar heldur er fjölbreytileikinn í genunum. Sumar dýrategundir hafa mikinn fjölbreytileika í genunum og aðrar ekki.

4. Ímyndunaraflið - sterkustu rökin fyrir darwinisma

Síðan fer þulurinn í að ímynda sér mikinn fjölda dýra og síðan að láta náttúruval velja eitthvað út og þannig breytist tegundin á löngum tíma.  Það er enginn ágreiningur um að náttúruval virkar. Það var meira að segja sköpunarsinninn Edward Blyth sem stakk upp á þessu afli í náttúrunni á undan Darwin, sjá: http://www.thedarwinpapers.com/oldsite/Number2/Darwin2Html.htm

Síðan fer hann yfir að í þessum fjölbreytileika þá velji náttúruval þann eiginleika út sem hentar aðstæðum, ergó, hinn hæfari lifir af á meðan þeir sem eru ekki hæfir deyja út.  Vandamálið hérna er að það eina sem náttúruval gerir er að velja úr því sem er þegar til. Það sem býr til eiginleikana verður að hafa búið þá til með tilviljanakenndri stökkbreytingu áður en umhverfið kallar á viðkomandi breytingu.

Stærstu hindranirnar síðan felast í flóknum kerfum í náttúrunni sem þurfa að hafa ákveðna virkni til þess að vera ekki hindrun fyrir dýrið því annars myndi náttúruvalið sjá til þess að ókláruðum eiginleikum yrði hent.  Skemmtilegt dæmi um þetta er flagellum mótorinn, sjá: Mótorinn sem Guð hannaði

Þulurinn setur þetta þannig fram að sköpunarsinnar samþykkja þetta af því að annars væri Örkin hans Nóa í hættu en eins og kom fram þá var það sköpunarsinni sem kom fyrst fram með náttúruvalið á undan Darwin.

5.  Sannanir fyrir því að "speciation" gerist hratt

Þulurinn segir að sköpunarsinnar hafa engar sannanir fyrir því að dýr geti breyst hratt ( í rauninni ýkt hægt eða á mörg þúsund árum ) nema Biblíuna en það er engann veginn rétt. Greinar sem fjalla um þetta efni:

Evolution or Adaptation?

Feedback: Species and kinds and the Ark

Speciation conference brings good news for creationists

Natural selection and speciation

 

6. Hvað gæti komið í veg fyrir breytingarnar 

Þar sem við höfum dýr sem virðast hafa lítinn sem engann fjölbreytileika þá er miklu frekar málið hvað er það sem knýr áfram þennan fjölbreytileika.  Eina sem gat búið hann til, til að byrja með voru tilviljanakenndar stökkbreytingar. Dæmin um slíkar stökkbreytingar eru afskaplega fá og vanalega sýna fram á getuleysi þeirra til að búa eitthvað nýtt til sem gæfi einhverjum ástæðu til að halda að þetta væri mekanisminn sem bjó til snilldar hönnun náttúrunnar. 

7. Með tíma þá getur DNA mismunandi tegunda öðru vísi

Enginn ágreiningur þar og sömu leiðis getur það leitt til þess að mjög svipuð dýr hætta að geta átt afkvæmi saman; enginn ágreiningur þar heldur.

8. Hvernig þróun gat búið til augað

Það er engann veginn rétt hjá þulinum að það eru til góð rök fyrir því hvernig augað gat þróast. Jú, jú, það eru til sögur sem minna á barnateiknimynd en það er vægast sagt ekki merkileg vísindi. Þegar bara hvernig próteinin virka til að bregðast við ljósi er mjög flókið ferli með mörgum próteinum og prótein vélum þá segir það sig sjálft að augað með miljónum frumna sem mynda eina gífurlega fullkomna vél sem sér er erfiðara en einhver teiknimynd getur leyst. Þegar síðan líkurnar á því að eitt prótein myndist fyrir tilviljun þá verður það alveg svakalega stórt trúarstökk að próteinin sem þarf til að sjá mynduðust fyrir stökkbreytingu.  Sumir vilja taka þannig stökk en það er ekki vegna þess hve staðreyndirnar styðja vel við trúnna heldur aðeins mikill viljastyrkur.

9. Rofar í DNA

Það að DNA virðist vera stjórnað af rofum eru engin rök fyrir þróunarkenningunni. Þetta er miklu frekar gott dæmi um góða hönnun. Eftir mismunandi aðstæðum þá getur lífveran breyst merkilega mikið af því að einhverjir rofar í DNA-inu breyttust. Það er margt sem bendir til þess að umhverfið sjálft geti kveikt eða slökkt á þessum rofum og ef það er rétt þá sýnir það enn frekar að hönnunin er snilldarleg. Að ef umhverfið breytist þá getur lífveran aðlagast því með því að kveikja og slökkva á gena bútum sem geyma mismunandi upplýsingar sem henta mismunandi umhverfum.

Meira um þetta efni hérna: Jonathan Wells on the contemporary state of Evo-Devo

10. Punctuated equilibrium

Hugmynd sem Stephen Gould kom með til að útskýra hið gífurlega götótta safn steingervinga. Það er auðvitað ekki götótt ef þú aðhyllist sköpun.  Gould reyndi að útskýra þessi göt með því að segja að þróun getur gerst í stökkum en ekki mjög hægt eins og Darwin hélt. Það eina sem þetta sannar er að steingervingarnir sýna ekki þá hægu breytingar á milli dýrategunda sem þeir bjuggust upprunalega við. 

 

 


Biblíu lexía á morgun - Hin erfiðu orð Krists

jesus_right_handÁ morgun laugardaginn 10. maí verð ég með lexíuna í Aðvent Kirkjunni á Ingólsstræti 19. Lexían fjallar um hinar erfiðu setninga sem Jesús sagði. Það sem getur orkað tvímælis eða virkar óskiljanlegt.  Lexían fer þannig fram að um er að ræða aðeins umræður sem maður tekur þátt í ef maður vill en þeir sem vilja aðeins hlusta geta gert það.  Væri gaman ef einhver veit um eitthvað sem honum finnst vera erfitt að skilja í orðum Krists að benda á það og þá getum við skoðað það.

Allir velkomnir á morgun og væri mjög gaman að sjá einhverja bloggara þarna :)

Hérna fyrir neðan er útdráttur úr lexíunni:

http://www.sda.is/lexiaDay.asp?w=218
Minnisvers.  „Aldrei hefur nokkur maður talað þannig“ (Jh 7.46).

Sumt af því sem Kristur sagði gengur í berhögg við hefðbundin gildi eða það sem álitið er vera eðlilegt.  Við eigum að bjóða þeim sem slær okkur hinn vangann, þ.e.a.s. að veita ekki hinu illa mótspyrnu.  Að sjálfsögðu er það næstum skoðun allra að okkur beri að streitast gegn hinu illa, jafnvel með öllum tiltækum ráðum.  Og að elska óvini sína?  Á ekki að hata óvini?  Við eigum að elska fjölskyldu og vini ekki satt?  Ekki segir Kristur það.

Og þetta verður ennþá ruglingslegra.  Samkvæmt Kristi munu utangarðsfólk, skækjur og aðrir  viðlíka ganga inn í himnaríki á undan mörgum hinna svokölluðu réttlátu.  Hvernig má það vera?  Kristur segir þá sæla sem gráta, sem eru miskunnsamir og hjartahreinir.  Við héldum að hinir sælu væru þeir ríku, valdamiklu, þeir sem hafa útlitið með sér og eru vinamargir eða hvað?  Samt sem áður hafa þessi orð af vörum Krist ekki að geyma það sem við myndum kalla stærstu áskoranirnar.  Í þessari lexíu ætlum við að rannsaka nokkrar yfirlýsingar Krists sem eru ekki kenningar í strangasta skilningi þess orðs heldur ummæli eða orðatiltæki.  Hvað átti Kristur við með þessum ummælum sínum og hvernig eigum við að styðjast við þau í daglegu lífi okkar?

Er Sáttmáls Örkin í Eþíópíu eða í Jerúsalem?

Ég veit ekki hvar Sáttmáls Örkin er eða hvort hún sé ennþá til en mig langar að benda á skemmtilega grein á Wikipedia um kirkju í Eþíópíu sem heldur því fram að Sáttmáls Örkin er hjá þeim. Fyrir neðan hana fjalla ég stuttlega um Ron Wyatt sem hélt því fram að hann hefði fundið Örkina í Jerúsalem og hans saga er ansi skrautleg.

Hérna er útdráttur úr greininni á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Ark_of_the_Covenant


Ethiopian Orthodox Church

The Chapel of the Tablet at the Church of Our Lady Mary of Zion allegedly houses the original Ark of the Covenant.

TThe Chapel of the Tablet at the Church of Our Lady Mary of Zion allegedly houses the original Ark of the Covenant.he Ethiopian Orthodox Church in Axum, Ethiopia is the only one in the world that still claims to possess the Ark of the Covenant. According to the Kebra Nagast, after Menelik I had come to Jerusalem to visit his father, King Solomon, his father had given him a copy of the Ark, and had commanded the first-born sons of the elders of his kingdom to travel back to Ethiopia to settle there. However, these Israelites did not want to live away from the presence of the Ark, so they switched the copy with the original and smuggled the Ark out of the country; Menelik only learned that the original was with his group during the journey home. Solomon lost not only the Ark to his son by the Queen of Sheba but the divine favour that went with it.[4]

Although it was once paraded before the town once each year, the object is now kept under constant guard in a "treasury" near the Church of Our Lady Mary of Zion, and only the "Guardian of the Ark" as he refers to himself, is allowed to see it (not even the Patriarch of the Ethiopian Orthodox Church, His Holiness Abuna Paulos, is allowed to view the Ark.)[5].

In a December 2007 article, Smithsonian Magazine detailed a trip to Ethiopia in search of the Ark.[6] Ethiopian Christians have claimed that the Ark rests in a chapel in the small town of Aksum after arriving nearly 3,000 years ago. It has been guarded by a succession of virgin monks who, once anointed, are forbidden to set foot outside the chapel grounds until they die. Author Paul Raffaele reached the chapel but was only able to go so far as to meet the guardian. He expressed fear that if he sneaked past the guardian the alarm would have been sounded and feared possible harm by the Ark itself. He noted that the Ark was paraded through the streets during one of the holy ceremonies, but the guardian paid it no attention. (This led Raffaele to presume that the Ark on display was one of several false arks rumoured to exist.)

 

bloodRon Wyatt hélt því fram að hann hafði fundið Sáttmáls Örkina og hans saga er alveg mögnuð.  Hann hélt því fram að Guð hefði leiðbeint sér á stað í Jerúsalem þar sem Örkin var geymd.  Þessi staður átti að hafa verið fyrir neðan þar sem Jesús dó á krossinum þannig að þegar Hans blóð lak niður af Honum þá fór það einhvern veginn niður í jörðina og lenti á Sáttmáls Örkinni; nánar tiltekið á Náðarsæti Arkarinnar.  Ég trúi þessari sögu engann veginn nema miklu betri sannanir komu fram í dagsljósið.  Hérna er saga hans: http://www.wyattarchaeology.com/ark.htm


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 802864

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband