Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 11:45
Hvernig væri að fylgja Biblíunni og losna við þessa vitleysu?
Vandamálið við þessa hugmynd páfa er að kynsveltið er það sem er skaðlegt. Það er brenglun á sköpunarverkinu að neyða menn til að afneita kynhvötinni sem Guð gaf þeim. Hið sorglega við þetta er að þetta er aðeins mannasetningar sem eiga sér enga stoð í Biblíunni. Meira að segja tekið sérstaklega fram að sá sem vill verða biskup á að vera einkvæntur:
Fyrra Tímóteusarbréf 3
1Það orð er satt. Sækist einhver eftir biskupsstarfi þá girnist hann göfugt hlutverk. 2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, 3ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. 4Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og venur börn sín á hlýðni og alla prúðmennsku.
5Hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón?
Vonandi fer sanntrúað fólk sem tilheyrir þessari kirkju að fara að rannsaka orð Guðs og opna augun fyrir því að þetta er ekki kirkja sem er Guði þóknanleg; hennar kenningar eru ekki í samræmi við orð Guðs en það ætti að vera aðal mælikvarðinn á hvaða kirkju maður vill tilheyra.
Kynhvöt kaþólskra presta könnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 19:14
Er í lagi fyrir kristna að drekka vín?
Fyrst, merkilegar upplýsingar um áfengt vín:
Paul Harvey
Tests show that after drinking three bottles of beer, there is an average of 13 percent net memory loss. After taking only small quantities of alcohol, trained typists were tested and their errors increased 40 percent. Only one ounce of alcohol increases the time required to make a decision by nearly 10 percent; hinders muscular reaction by 17 percent; increases errors due to lack of attention by 35 percent.Lausleg þýðing:
Rannsóknir sýna að eftir að hafa drukkið þrjár bjórflöskur þá er að meðaltali 13 prósent meðal minnistap. Eftir að taka aðeins lítið magn af víni, þjálfaðir ritarar voru prófaðir og villurnar sem þeir gerðu jukust um 40 prósent. Aðeins ein únsa af víni jók tímann sem þarf til að taka ákvörðun um nærri því 10 prósent; hindrar vöðva viðbrögð um 17%, eykur mistök vegna skorts á einbeitningu um 35%
Hvað segir Biblían um þetta mál? Sumum finnst hún vera mjög ruglingsleg þegar kemur að víni og að mörgu leiti er það skiljanlegt. Kristnir skiptast í tvo hópa í þessari umræðu; einn hópurinn bendir á að jafnvel Kristur drakk vín og breytti vatni í vín svo út frá því þá segja þeir að þetta hlýtur að vera í lagi. Síðan er annar hópur sem segir að vín er eyðileggjandi og enginn kristinn ætti að þykja í lagi að drekka, þótt það sé í hófi.
Skoðum nokkur vers sem fjalla um víndrykkju þar sem áhrifin eru greinilega þannig að um áfengt vín að ræða:
Orðskviðirnir 23
29Hver barmar sér? Hver veinar? Hver á í stælum?
Hver kvartar? Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu?
30Þeir sem sitja við vín fram á nætur,
þeir sem koma saman til að bergja á vínblöndu.
31Horfðu ekki á vínið, hve rautt það er,
hvernig það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður.
32Að síðustu bítur það sem höggormur
og spýtir eitri sem naðra.Habakkuk 2
15Vei þér sem gerir aðra ofurölvi
og blandar heift þinni í drykkinn
til þess að sjá nekt þeirra.
16Smánin mun metta þig, ekki sæmdin.
Sjálfur skaltu drekka og verða reikull á fótum.
Nú, þegar maður les þessi orð um það að verða ölvaður og maður veit hve mikið böl þetta getur verið fyrir samfélagið og þá einstaklinga sem verða víni að bráð er þá einhver ástæða fyrir kristinn einstakling að drekka yfirhöfuð nema til að láta undan freistingunni?
En hvað var í gangi þegar Jesú breytti vatni í vín? Eðlileg spurning en til að skilja hana þá þarf maður að átta sig á því að það er ekki auðvelt að gera greinarmun í Biblíunni hvort um er að ræða nýy vín eða gamalt vín sem er orðið áfengt. Þegar maður les hvers konar mag af víni sem Jesú breytti vatninu í, getur maður þá virkilega komist að þeirri niðurstöðu að Jesú var þarna að gera veislugesti blindfulla? Sér einhver kristinn maður Jesú fyrir sér fullann? Eina eðlilega og rökrétta skýringin hérna er að hérna er um að ræða nýtt óáfengt vín.
Hérna er síða sem fer yfir grísku og hebresku orðin og reynir að fá einhvern botn í þetta mál, sjá: http://www.tektonics.org/lp/nowine.html
Hérna er önnur sem útskýrir sýn Aðvent kirkjunnar á víni og kristnum einstaklingum, sjá: The-Christian-and-Alcohol
Hvað með að rauðvín er gott fyrir hjartað? Ég held að það er komið alveg í ljós að það sem var gott fyrir hjartað var það sem við finnum í vínberjunum sjálfum og getum fengið hollustuna þaðan en höfum ekkert við áfengt rauðvín að gera.
Vonandi sekkur þjóðin sér ekki í drykkju þó henni finnist útlitið svart. Það er akkúrat á svona tímum þar sem skiptir máli að styrkja innviði landsins. Byggja upp innlenda framleiðslu svo að við erum ekki eins háð innflutningi. Við höfum í gegnum tíðina framleitt margt allt frá pottum til gallabuxna svo afhverju ekki að prófa það aftur? Verum jákvæð og vonandi blekkir enginn sig í að halda að áfengi leysi einhvern vanda.
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (81)
28.10.2008 | 15:07
Er vitnisburður Nýja Testamentisins trúverðugur?
Hérna erum við að reyna að komast að því hvort að sagan í megindráttum er sönn. Var fyrir tvö þúsund árum síðan gyðingur að nafni Jesú sem kenndi stórkostlega hluti, gerði kraftaverk, var krossfestur af Rómverjum og gyðingum fyrir að segjast vera Guð og síðan birtist mörgum eftir að rísa upp frá dauðum þrem dögum seinna. Við erum ekki að reyna að komast að því hvort að það sé einhver villa í frásögninni heldur aðeins að komast að því hvort þessi grundvallar atriði eru rétt.Til að komast að þessu þá ætla ég að skoða nokkur atriði:1. Höfum við vitnisburð nálægt atburðunum sjálfum?2. Höfum við sjónarvotta að atburðunum?3. Eru þessir sjónarvottar trúverðugir?Handrit Nýja Testamentisins eru mjög nálægt atburðunum sjálfum. Það er hægt að fullyrða að Nýja Testamentið er skrifað að minnsta kosti 100 e.kr. og enn frekari rök sýna fram á að fyrir 70 e.kr. er líklegra.
1. Höfum við vitnisburð nálægt atburðunum sjálfum
Það skiptir máli að heimildirnar sem við höfum voru skrifaðar ekki löngu eftir að atburðirnir áttu sér stað. Það er ekki mjög áreiðanlegt ef um er að ræða handrit skrifuð mörg hundruð árum eftir atburðina. Svo, voru handrit Nýja Testamentisins skrifuð löngu eftir þessa atburði eða stuttu eftir þessa atburði? Svarið er stuttu eftir þessa atburði.Ímyndaðu þér að þú finnir bók sem fjallar um sögu Tvíbura turnanna í New York. Höfundurinn greinir frá alls konar smá atriðum um turnana og fer yfir sögu þeirra. En eftir að hafa farið í gegnum alla bókina þá finnir þú ekkert um að tveim Boing þotum var flogið í turnana og þeir hrundu. Væri það rökrétt ályktun að segja að bókin hafi verið skrifuð áður en hryðjuverka árásirnar voru gerðar? Ég held að það er engin spurning og kjánalegt að efast um það. Það er mjög svipað dæmi þegar kemur að handritum Nýja Testamentisins því þau minnast ekki á eyðileggingu musterisins í Jerúsalem árið 70.e.kr. Fyrir gyðing þá var musterið helgasti staður þjóðarinnar, þetta var staðurinn þar sem þú fékkst syndir þínar fyrirgefnar með því að færa fórn og þannig aðgang að eilífu lífi. Í meira en þúsund ár þá hafði musterið þjónað þessum tilgangi og verið staðurinn sem Guð bjó. Fyrir lærisveina Krists þá var þetta enn sérstakara því að Kristur spáði fyrir um að musterið myndi vera eyðilagt svo lærisveinarnir höfðu mjög góða ástæðu til að benda þarna á uppfylltan spádóm Krists en ekkert af handritum Nýja Testamentisins minnist á eyðileggingu musterisins.Spurningin handa þér, ef þú værir að rita sögu Jesú eftir að musterið og Jerúsalem var eytt, myndir þú nefna þennan sögulega atburð? Hafðu í huga að eyðing musterisins og Jerúsalems var miklu meira mál fyrir lærisveinana og alla gyðinga þjóðina heldur en nokkur tíman eyðilegging Tvíburaturnanna. Ég held að það sé engin spurning að Nýja Testamentið var skrifað fyrir 70.e.kr. Það er fleira sem bendir til hins sama en læt þetta duga í bili.
2. Höfum við sjónarvotta að þessum atburðum?
Þegar við lesum handrit Nýja Testamentisins þá sannarlega halda höfundar þess því fram að þeir voru vitni að þessum atburðum. Þeir segja að þeir sáu Jesú krossfestan og þeir sáu Hann eftir að Hann reis upp frá dauðum. Það sem styður það að þeir voru sjónarvottar er að margir hverjir höfðu mikið fyrir því að skrá niður atriði í þeirra samfélagi. Lúkas til dæmis í Postulasögunni nefnir 84 atriði sem við höfum getað sannreynt að eru sögulega rétt. Ef að Lúkas setti svona mikla vinnu í að segja rétt frá atriðum sem virka smávægileg eins og dýpt vatns á ákveðnum stað, nöfn á bæjum og staðháttum, ætti hann þá ekki líka að vera nákvæmur þegar kemur að einhverju mikilvægu eins og kraftaverkum?Jóhannesarguðspjall er einnig fullt af atriðum sem sýna fram á að hann reyndi að vera nákvæmur og hafði þekkingu staðháttum og menningu þess tíma sem hann skrifar um. Þetta er skemmtilegt viðfangsefni og miklu meira hægt að kafa ofan í þetta eins og t.d. hvernig fornleyfafræðin hafa styrkt enn fremur að þeir sem skrifuðu þessi rit voru sjónarvottar.Atriði sem gefa okkur ástæðu til að líta á vitnisburð lærisveina Jesú sem trúverðugan:- Þeir sem rituðu handritin létu fylgja með óþægilegar og oft skammarlegar upplýsingar um þá sjálfa. Ef lærisveinarnir hefðu verið að skálda upp sögu þá hefði þeir sleppt atriðum sem létu þá líta illa út en þeir gerðu það ekki.
- Höfundarnir létu fylgja með mikið af því óþægilega og undarlega sem Jesú sagði og sömuleiðis óþægilegar staðreyndir eins og að fjölskylda Jesú hélt að Hann væri ekki með öllum mjalla og reyndu að taka Hann heim með sér.
- Höfundarnir skrifuðu niður orð Jesú sem gera gífurlegar kröfur til þeirra og allra. Eins og að bara girnast aðra konu er að drýgja hór í hjartanu, að hata er eins og vera morðingi í hjartanu og að elska óvini sína. Þetta er ekki staðall sem menn eru líklegir til að koma með. Hafa ber líka í huga að höfundarnir neita því ekki að þeir voru sekir um þetta hluti og margt af því er meira að segja kemur fram í handritunum.
- Höfundarnir aðgreina sín orð frá orðum Krists. Afhverju eykur þetta trúverðugleika? Af því að það hefði verið mjög auðvelt að leysa allan ágreining með því að setja orð í munn Jesú en það var aldrei gert til að leysa ágreining.
- Atriði er varðandi krossfestinguna og greftrunina eru ekki eitthvað sem er líklegt að menn myndu skálda upp. Dæmi um slíkt er að Jesú er settur í gröf Jósefs af Arimathea sem var meðlimur Sanhedrin eða dómstólum Jerúsalems. Líka að margir af prestum gyðinga tóku trú. Þetta eru atriði sem menn hefðu leikandi geta afskrifað á fyrstu öldinni sem lygi.
- Höfundarnar láta í sögunni um Jesú koma fyrir frægt og valda mikið fólk. Fólk á þessum tíma hefði vitað að þarna hefðu verið lygar á ferðinni og sérstaklega fólk sem þekkti þetta valda mikla fólk sem kemur fram í sögunni um Krists. Lærisveinarnir hefðu aldrei komist upp með að skrifa lygar um menn eins og Pílatus, Kaífas æðsta prest, Festur, Felix og Heródes og hans ættingja.
- Höfundarnir þeir hvetja sína lesendur til að athuga hvort það sem þeir segja er ekki satt, jafnvel þegar kemur að kraftaverkum. Til dæmis þá Páll í hans seinni bréfi til Korintumanna þá talar hann um kraftaverk sem hann gerði þegar hann heimsótti þá. Afhverju myndi Páll hafa skrifað þetta til Kórintumanna ef hann gerði ekki kraftaverk? Hann hefði komið upp um sig sem lygara og kirkjan lagst út af.
- Höfundar Nýja Testamentisins lýsa kraftaverkum á einfaldan og látlausan hátt. Ekkert verið að ýkja eða skreyta eins og menn þekkja vanalega skáldskap af.
Menn geta auðvitað alltaf sagt að þetta er bara ýtarlegt samsæri eða flókin lygavefur en ég þarf meiri trú til að trúa því en að komast að þeirri niðurstöðu að þessir menn voru að segja satt. Allt sem þeir skrifuðu einkennist af heiðarleika og góðmennsku og ég á einfaldlega mjög erfitt að trúa lyga samsæri upp á þá.
Ef við gerum stutta samantekt á því sem við höfum farið yfir þá sjáum við eftirfarandi:
- Handrit Nýja Testamentisins eru nálægt atburðunum sem þau lýsa og áreiðanleiki handritanna er betri en öll önnur forn handrita sem mannkynið á.
- Að minnsta kosti tíu aðrar heimildir sem eru ekki kristnar gefa okkur upplýsingar um Jesú sem er í samræmi við það sem við lesum í Nýja Testamentinu.
- Höfundar þessara handrita voru sjónarvottar af þessum atburðum.Það sem eykur enn trúverðugleiki þeirra, að þeir voru að segja satt er að margir þeirra sem voru vitni að þessum atburðum dóu fyrir þá trú að þeir voru sannir.
Það er svo margt annað sem mætti týna til sem sýnir að vitnisburður Nýja Testamentisins er áreiðanlegur en ætla aðeins að bæta einu við sem mér finnst mjög merkilegt.
Árið 1947 þá var ungur arabískur drengur að passa kindur ekki langt frá borginni Jeríkó. Þegar hann henti steini í átt að geit sem hafði álpast burt þá heyrði hann eitthvað brotna. Þegar hann fór að athuga hvað þetta var þá leiddi það til eins mesta fornleyfa uppgvötunar síðustu aldar; þ.e.a.s. fundi Dauða hafs handritanna. Þúsundir handrita og brot af handritum frá gyðingum sem kallaðir voru Essenses. Eitt af handritunum sem þar fundust er talið vera frá 100 f.kr. og inniheldur bók Jesaja spámanns en Jesaja er talinn hafa verið uppi 800 árum fyrir Krist. Ég ætla að lesa smá úr því sem Jesaja skrifaði og vil spyrja ykkur, um hvern er verið að tala?
Jesaja 52
13Sjá, þjónn minn mun giftusamur verða,
hann mun verða mikill og veglegur og hátt upp hafinn.
14Eins og marga hryllti við honum,
svo afskræmdur var hann ásýndum
að vart var á honum mannsmynd,
15eins mun hann vekja undrun margra þjóða
og konungar munu verða orðlausir frammi fyrir honum
því að þeir munu sjá það sem enginn hefur sagt þeim
og verða þess áskynja sem þeir hafa aldrei heyrt. Jesaja 53
1Hver trúði því sem oss var boðað
og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins,
eins og rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum
né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir,
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir,
héldum hver sína leið
en Drottinn lét synd vor allra
koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður
en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar
eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt
en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda?
Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra,
legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti
og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka.
Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi
og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga.
11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós
og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga
því að hann bar syndir þeirra.
12Þess vegna fæ ég honum hlutdeild með stórmennum
og hann mun skipta feng með voldugum
vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann
og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra
og bað fyrir illræðismönnum
Það er stórkostleg von að dauðinn er ekki endalokin, að þegar kemur að því að mæta skapara alheims að þá mun Hann ekki sjá mann sem ómerkilegan lygara, gráðugan þjóf eða ókærleiksríkan og óhlíðin einstakling. Möguleikinn á fyrirgefningu er raunverulegur í gegnum fórn Jesú fyrir 2000 árum síðan. Ég vona að þú lesandi góður munir hugsa alvarlega um þessa hluti því okkar er aðeins gefið eitt líf og eftir það dómur. Ef þú kemur fram fyrir þann dóm án Krists þá muntu verða fundinn sekur og munt verða dæmdur til eilífrar glötunar. Ekki bíða með þessa ákvörðun því að enginn veit hvenær hans tími er búinn.
24.10.2008 | 10:16
Hugleiðing um samfélagið
Ég hef verið að hlusta mikið á eitt lag undanfarið og finnst það vera eitthvað svo viðeigandi við þá tíma sem við upplifum núna. Lagið heitir "Society" og er eftir Eddie Vedder. Ég heyrði það fyrst í myndinni "Into the wild" sem fjallaði um strák sem ákvað að yfirgefa samfélagið og flakka um heiminn. Kannski sú setning í laginu sem snertir mig mest er "Society, have mercy on me.
I hope you're not angry, if I disagree." en það virkar á mig að samfélagið getur orðið frekar reitt við þá sem hafa öðru vísi skoðanir en fólk flest. Samfélagið óbeint heimtar að maður samþykki samkynhneigð sem eðlilega, samþykki fóstureyðingar sem rétt kvenna og þróunarkenninguna sem sannleika sem ekki ber að efast um.
Annars fjallar lagið um græðgi samfélagsins, hvernig við teljum okkur trú um að við þurfum alltaf meira og meira. Frábært lag og vona að þið njótið þess.
Society
Oh it's a mystery to me.
We have a greed, with which we have agreed...
and you think you have to want more than you need...
until you have it all, you won't be free.
Society, you're a crazy breed.
I hope you're not lonely, without me.
When you want more than you have, you think you need...
and when you think more then you want, your thoughts begin to bleed.
I think I need to find a bigger place...
cause when you have more than you think, you need more space.
Society, you're a crazy breed.
I hope you're not lonely, without me.
Society, crazy indeed...
I hope you're not lonely, without me.
There's those thinkin' more or less, less is more,
but if less is more, how you keepin' score?
It means for every point you make, your level drops.
Kinda like you're startin' from the top...
and you can't do that.
Society, you're a crazy breed.
I hope you're not lonely, without me.
Society, crazy indeed...
I hope you're not lonely, without me
Society, have mercy on me.
I hope you're not angry, if I disagree.
Society, crazy indeed.
I hope you're not lonely...
without me.
Erlendar skuldir banka og fyrirtækja 9.000 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt 27.10.2008 kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.10.2008 | 11:15
Hvað eigum við að gera?
Ég held að því fyrr sem maður gerir eitthvað gáfulegt því betra í þessu ástandi. Aftur á móti þá getur verið hætta að gera eitthvað of skjótt og tapa raunverulegum eignum vegna hræðslu. Á maður að sitja með poka af peningum heima hjá sér? Hvað gerist ef krónan verður verðlaus? Situr þá það fólk uppi með einhverja bréf snepla sem gætu aðeins verið gagnlegir með því brenna þá til að halda á sér hita?
Sumir segja að það eina sem lifir þetta af er steypa og ég hef heyrt að það fólk sem er að kaupa íbúðir þessa dagana er fólk sem vill ekki sitja uppi með helling af verðlausum krónum; betra að eiga íbúð. En vandamálið við það er að maður vill ekki taka á sig skuldir svo maður þyrfti að eiga nóg til að kaupa íbúð án þess að skulda mikið í henni. Ég er sannarlega ekki í þeim hópi!
Á maður að byrgja sig upp af dósamat? Losa sig við bílinn? Líklegast er hið öruggasta að losa sig við skuldir því eins og Biblían segir að þá er sá sem skuldar í rauninni orðin að þræli.
Loksins er kominn síðasti fyrirlesturinn í námskeiði sem ég hef áður bent á, sjá: http://www.chrismartenson.com/crash-course/chapter-20-what-should-i-do
Mæli með því að horfa á alla fyrirlestrana til að fá yfirsýn yfir þetta efni.
Spá yfir 20% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 10:32
Hvernig á að koma sér í form?
Ég veit að það er til alveg gífurlegt magn af bókum sem segjast vita bestu leiðina til að losna við aukakílóin en mig langar samt að benda á bók sem ég keypt og hef verið að fylgja eftir og finnst alveg frábær. Bókina er að finna hérna á rafrænu form, sjá: http://www.truthaboutabs.com/
Kannski ekki hægt að kaupa hana eins og staðan er hjá okkur í dag en það hlýtur að fara að breytast. Hugmyndafræðin í bókinni er sú að maður á að þjálfa eins mikið og vöðvum og maður getur. Að hætta að eyða miklum tíma í tækjum sem þjálfa aðeins fáa vöðva í einu heldur taka upp æfingar sem fókusa á allan líkamann. Mér leið fyrst frekar kjánalega að gera þessar æfingar þar sem enginn annar var að gera svona í ræktinni. En eftir nokkrar vikur þá var ég ekki í neinum vafa að þessar æfingar virka frábærlega og ég held að í dag þá hafi ég hafi aldrei verið í svona góðu formi.
Eitt sem bókin bendir á er að lykillinn að því að brenna sem mest af fitu er að byggja upp vöðva svo hún ráðleggur manni að eyða ekki miklum tíma í æfingar sem snúast bara um að brenna eins og að hjóla eða hlaupa endalaust. Bókin bendir á að hið sama gildir um konur en fæstar konur virðast setja mikinn tíma í að byggja upp vöðva.
Annað sem kemur fram í þessari bók er að við eigum að forðast unnin mat. Reyna að borða mat sem ekki er búið að eiga mikið við. Þetta ráð passaði mjög vel við það sem mín kirkja hefur verið að kenna í 150 ár svo þetta jók mitt traust á að þessi bók væri góð.
Ég hafði áður skrifað smá um heilsu sem mig langar að minna á, sjá: Megrunarkúr Mofa
Þótt að það er hallæri í fjármálum þá samt vill maður halda í heilsuna því án hennar skipta mikil auðævi frekar litlu máli.
Offita tengd hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
21.10.2008 | 09:40
Handrit Nýja Testamentisins
Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu
Þegar við tölum um Nýja Testamentið þá þurfum við að hafa í huga að um er að ræða 27 mismunandi forn handrit. Þau voru skrifuð af níu mismunandi höfundum á tuttugu til fimmtíu ára tímabili. Þessi rit hafa síðan þá verið tekin saman og mynda það sem við núna köllum Nýja Testamentið. Sumir gætu spurt, hvernig vitum við að það sem við höfum er hið sama og var upprunalega skrifað. Til að meta það þurfum við að hafa í huga að flest forn handrit eru byggð á afritum af upprunalega handritinu. Til að komast að því hvað stóð í upprunalega handritinu þá þarf að bera saman afrit og því fleiri sem handritin eru og því eldri og nær upprunalega handritinu, því betra.
Hvernig stendur Nýja Testamentið sig í samanburði við önnur forn handrit að þessu leiti? Svarið er miklu betur en nokkur önnur forn handrit sem til er. Það eru nærri því 5.700 handskrifuð grísk handrit og u.þ.b. 9.000 önnur handrit á öðrum tungumálum. Því eldri því færri en samt þau sem eru mjög gömul eru samt svona mörg. Önnur forn handrit koma einfaldlega ekki nálægt þessu, það sem kemst næst er Iliad eftir Hómer með 643 handrit. Flest forn handrit lifa af með innan við tíu handrit en samt efast enginn um sögulegt gildi þeirra handrita.
Hvað með að Nýja Testamentinu hefur verið breytt? Ímyndaðu þér hve erfitt það væri að reyna að breyta öllum þessum handritum sem eru á víð og dreif um allan heiminn?
Hve nálægt upprunalegu handritunum eru afritin?
Annað sem segir til um áreiðanleika handritanna er hve nálægt upprunalega handritinu afritin eru. Aftur þá stendur Nýja Testamentið upp úr því að elstu handritin eru mjög nálægt hinum upprunalegu. Má þar nefna John Ryland handritið sem talið er vera frá sirka 120 e.kr. eða u.þ.b. 50 árum eftir að upprunalega handritið var líklegast skrifað. Til samanburðar þá er elsta handritið af Homer u.þ.b. 500 árum eldra en upprunalega handritið en fyrir flest forn handrit þá er þúsund ár algengur munur frá því að upprunalega handritið var skrifað og til elsta afritsins.
Rómverski keisarinn Diocletian
Árið 303 e.kr. þá skipaði rómverski keisarinn Diocletian fyrir um ofsóknir á hendur kristinna af því að hann trúði því að tilvist Kristni væri að brjóta sáttmála milli Rómar og hennar guða. Hann fyrirskipaði eyðileggingu kirkna, handrita, bóka og að fyrirskipaði að kristnir væru líflátnir. Stór hluti afhandritum Biblíunnar voru eyðilögð þegar á þessum ofsóknum stóð yfir eða allt til 311 e.kr. Hvað hefði gerst ef þessum Rómverski keisara hefði tekist að eyðileggja öll handrit af Nýja Testamentinu? Myndum við þá ekki getað vitað hvað stóð í Nýja Testamentinu?
Eins ótrúlegt og megi virðast þá er svarið að við gætum vitað hvað stóð í handritum Nýja Testamentisins. Við gætum byggt allt Nýja Testamentið út frá tilvitnunum frá fyrstu kirkju feðrunum eins og Justin Martyr, Irenaeus, Clement af Alexandríu og fleirum. Þeir vitnuðu það mikið í Nýja Testamentið eða meira en 36.00 sinnum að hægt væri að endurbyggja allt Nýja Testamentið fyrir utan örfá vers.
Sannarlega þá er það algjört rugl sem sumt fólk heldur fram að það er búið að marg breyta því sem við höfum í Biblíunni. Guð hefur varðveitt orð Sitt alveg eins og Hann mun varðveita þá sem fylgja því.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
20.10.2008 | 15:54
Geturðu búið til vél sem þræðir nálar?
Áskorun dagsins er að búa til vél sem getur ýtt þræði í gegnum strá. Vélin getur ekki togað það í gegnum heldur verður að grípa þráðinn og síðan ýta honum í gegnum stráið. Hljómar kannski ekki óyfirstíganlegt en sannarlega óyfirstíganlegt fyrir tilviljanir og náttúruval að búa til slíka vél. En svona vél finnum við í frumum. Svona vél var lýst af Anastassios Economou í tímaritinu Nature í síðustu viku.
Frumur þurfa að gera svona daginn út og inn og þær hafa sérstakar vélar til að leysa þetta verk. Þráðurinn sem um ræðir fyrir frumuna er prótein keðjur áður en búið er að brjóta þær saman í þá lögun sem próteinið þarf að fara í svo það sé nothæft. Stráin eru langar brautir sem fara í gegnum frumuhimnuna ( membrane ). Sérstakar vélar grípa próteinið og nota síðan mótorvél til að ýta próteininu í gegnum brautina. Það eru töluvert fleiri atriði sem koma hérna inn í, fleiri vandamál sem eru snilldarlega leyst. Hérna er útdráttur úr greininni þar sem verið er að lýsa þessu:
Anastassios Economou, Structural biology: Clamour for a kiss, Nature 455, 879-880 (16 October 2008) | doi:10.1038/455879a
This simplified representation is based on both earlier studies and the new findings. In this cut-away view of the membrane, the SecA motor lies flat against the cytoplasmic side of the SecY channel (yellow), and consists of a two-domain ATP-powered engine (light and dark blue) and two business-end domains (green and magenta; depicted as hands). a, Initially, the channel pore is sealed by both a constriction halfway through it and a mobile plug domain (not shown) near its exit. The pre-protein-binding domain of the motor (magenta) is in the open state, exposing an elongated corridor that connects to the entrance of the channel. This open state is seen in structures of the isolated motor. b, Swivelling this domain around its stem would allow it to embrace a secretory protein chain. At this stage, a finger (green) from the second hand of SecA might be in close contact with the chain. c, When ATP (not shown) is present, the engine conformation changes and the finger could move upwards, pushing or dragging the protein chain into the pore. This motion, or other conformational changes, leads to the opening of the pore.
Hvernig þetta allt saman virkar er aðeins nýlega komið í ljós. Gaman var að sjá vísindamanninn segja t.d. þetta : determining the dynamics of this astonishing cellular nanomachine. eða "komast að virkni þessara ótrúlegu nanavélar".
Þróunarkenning Darwins bar ekki á góma í þessari grein. Vísindamennirnir rannsökuðu þessa nanóvél í mjög háþróaðri lífveru sem er betur þekkt sem...baktería! Þetta er sannarlega vandamál fyrir mína darwinisku vini. Hérna er um að ræða vél sem er samsett úr sirka sex prótein vélum sem vinna saman fullkomlega til að leysa þetta flókna verkefni og þau eru knúin af ATP eldsneyti, í réttu magni á réttum tíma. Hvernig getur einhver ætlast til þess að maður trúi því að tilviljanir og náttúruval gæti búið til slíkt? Má síðan ekki gleyma því að samkvæmt darwiniskum ævintýrum þá voru bakteríur með fyrstu lífverurnar sem birtust á jörðinni.
Það er nauðsynlegt fyrir framgang vísindanna að menn fái að rannsaka þessa hluti og draga þær ályktanir sem þeim þykja rökréttastar án þess að eitthvað yfirvald segi þeim hvað þeir eigi að trúa varðandi uppruna þessara flóknu véla. Óvinir vísinda og trúfrelsis eru merkilega margir en það þarf að rísa upp á móti þeim.
Unnið út frá þessari grein hérna: http://creationsafaris.com/crev200810.htm#20081017b16.10.2008 | 16:22
Froðufræðingur að störfum
Ég get ekki annað en vorkennt þeim sem sérhæfa sig í hinum svo kölluðu þróunarfræðum sem þessum. Þetta er svona svipað gáfulegt og að sérhæfa sig í Andrésar Andar blöðum. Mér finnst það nokkuð augljóst af öllu sem ég hef séð að það er andlega hliðin sem skiptir mestu máli þegar kemur að því að ná sér í maka og halda honum. Það eru þeir menn sem hafa þor að spjalla við og reyna við stelpur en ekki þeir sem hafa stóran og langan getnaðarlim. Hef þekkt nokkra sem voru með sérstaklega stóra en það hjálpaði þeim ekki neitt vegna feimni.
Eitt sem er sorglegt við þessa frétt er að Jill Byrnit kemst að þeirri niðurstöðu að mannkynið ætti ekki að stunda einkvæni. Hreinlega að gefa fólki "vísindalega" ástæðu til að halda fram hjá! Að vísu stendur í fréttinni að mannkynið væri ekki hannað til að stunda einkvæni. Við erum sannarlega undursamlega hönnuð og hönnuð til að stunda einkvæni. Dæmi um slíka hönnun er t.d. að ef makar hafa verið lengi saman og ekki haldið fram hjá þá er mögulegt að ef annar makinn þarf á t.d. nýra að halda þá er góður möguleiki að hinn makinn geti skaffað nýrað. Get ekki vísað í grein þessu til stuðnings en heyrði þetta í fyrirlestri frá líffræðingi fyrir nokkrum árum síðan.
Við erum sannarlega hönnuð og reglan sem Guð gaf þegar kemur að kynlífi er að finna maka og halda sig við hann út ævina. Þetta er regla sem myndi bjarga okkur frá alls konar illsku. Til dæmis hve mörg morð eru framin vegna framhjáhalds? Hve margar fjölskyldur sundrast vegna framhjáhalds og hve margir bíða dauðans vegna HIV smits sem kom vegna þess að reglur Guðs varðandi kynlíf voru brotnar?
Kynlíf er stórkostleg gjöf frá Guði en getur orðið að bölvun ef ekki er farið rétt með. Það er síðan ekki séns að tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval geti búið til þetta undur sem kynlíf er, sjá: Evolutionary Theories on Gender and Sexual Reproduction
Hverjar eru líkurnar að einhver simpansinja gæti tekið einbeitninguna svona frá karlmanni?
Tengist lengd getnaðarlims trúfestu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2008 | 10:30
Hver á þjóðkirkjuna?
Ég hélt að það lægi í nafninu þjóðkirkja sem þýddi að þjóðin ætti kirkjuna en það virðast vera skiptar skoðanir um það. Annað nafn á þessa kirkju er ríkis kirkjan og maður hefði haldið að það ætti að segja allt sem segja þarf um hver á kirkjuna, sérstaklega þar sem laun prestanna koma frá ríkinu.
Hvað segið þið góðir lesendur, hver á þjóðkirkjuna?
Þetta dæmi sem við sjáum hérna er alveg einstaklega óheppilegt fyrir ímynd kirkjunnar og allra kristinna manna. Ég held að fólk sjái hérna aðeins græðgi og það frá fólki sem á að vera í þjónar Krists! Hvernig ætli þeim myndi farnast ef eini peningurinn sem þeir fengju væru peningar sem fólk léti af frjálst af hendi en ekki í gegnum innheimtu ríkisins?
Hérna er til alls að vinna. Fólkið í landinu gæti sparað u.þ.b. 5 miljarða með því að taka kirkjuna af spenum og í staðinn fengju þeir sem virkilega vilja þjóðkirkjuna tækifæri til að styrkja hana og fá presta sem verða að vinna vinnuna sína svo að fólk væri til í að leggja pening í viðkomandi kirkju.
Ég sé hreinlega ekkert slæmt við að aðskilja ríki og kirkju; allir myndi græða!
Sú græðgi sem ég sé í þessu máli hérna er afskaplega ósmekkleg í ljósi hvað er í gangi í samfélaginu og vil ég taka undir með blog vini mínum honum Hauki að ég biðst velvirðingar á hegðun "trúsystkina" minna.
Einnig vil ég benda á hvað Biblían segir um samskonar hegðun:
Orðskviðirnir 11
6Réttlæti hinna hreinskilnu frelsar þá en lygarar ánetjast eigin græðgi.Lúkasarguðspjall 12
13Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.
14Hann svaraði honum: Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur? 15Og hann sagði við þá: Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.Sálmarnir 10
Síðara Pétursbréf 2
3Hinn óguðlegi gleðst í græðgi sinni, blessar gróða sinn og lítilsvirðir Drottin.
1En falsspámenn komu einnig upp meðal lýðsins. Eins munu falskennendur líka verða á meðal ykkar er smeygja munu inn háskalegum villukenningum og jafnvel afneita Drottni sínum, sem keypti þá, og leiða yfir sjálfa sig bráða glötun.
2Margir munu fylgja ólifnaði þeirra og sakir þeirra mun vegur sannleikans fá á sig illt orð.
3Af ágirnd munu þeir með uppspunnum orðum hafa ykkur að féþúfu. En dómurinn yfir þeim er löngu kveðinn upp og fyrnist ekki og glötun þeirra blundar ekki.
Kirkjan krefur ríkið um milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar