Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Mótorinn sem Guð hannaði

Hérna ber að lýta mótor sem er að finna í bakteríum. Hann er það sem maður myndi kalla nanó vél og hafa margir vísindamenn flokkað þetta tæki sem hagkvæmustu vél sem til er.

Video af þessu magnaða ferla er að finna hér: http://www.nanonet.go.jp/english/mailmag/2004/files/011a.wmv

Þetta tæki hefur eftirfarandi eiginleika:

  • Self assembly and repair
  • Water-cooled rotary engine
  • Proton motive force drive system
  • Forward and reverse gears
  • Operating speeds of up to 100,000 rpm
  • Direction reversing capability within ¼ of a turn
  • Hard-wired signal transduction system with short-term memory.
  •  

    Fyrir utan það að lýta út fyrir að vera snilldarlega hannað þá er þetta tæki einnig þannig að það er ekki hægt að einfalda það út frá 40 eða svo próteinum.  Vandamálin sem það skapar fyrir Darwiníska þróun eru óyfirstíganleg. Ástæðan er sú að eina leiðin til að tilviljanakennd þróun sé trúanleg er að hún taki lítil skref þar sem hvert skref er líklegt og að hvert skref auki líkurnar á að lífveran lifi af.  Þegar við uppgövtum tæki sem þarf að myndast með alla partana til staðar annars virkar það ekki þá hættir Darwinísk þróun að vera trúanleg. Trúin að náttúrulegir ferlar gætu sett svona tæki saman verður bara kjánaleg.

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

    Þessi tiltekni mótor var notaður í bók Michaels Behe "Darwins black box" en síðan þá, þá hafa vísindamenn komist að því að kerfið sem býr til mótorinn er líka flókið og óeinfaldanlegt.  Til dæmis til að gefa smá hugmynd um hvað er í gangi þegar verið er að búa til mótorinn þá má líkja því við þegar við mennirnir búum til hún.  Þegar við búum til hús þá flytjum við efnin sem við þurfum fyrst á að halda á byggingarsvæðið. Síðan tökum við til og komum með næsta skammt af bygginarefnum sem við þurfum og svo framvegis.  Það er ekki hægt að koma með glerið í gluggana þegar nýbúið er að steypa grunninn, það búa til eintóma ringulreið.  Alveg hið sama gildir um þegar þarf að búa til bakteríu mótorinn.  Þegar við skoðum hvernig þessi mótor er búinn til þá sjáum við litla "trukka" flytja efni á byggingarstaðinn og koma tómir til baka.  Þegar sérhver áfangi er búinn þá koma fleiri trukkar með önnur efni og svo framvegis.

    Sumir vilja reyna að leysa þetta með því að segja að nokkur af próteinunum sem mótorinn er samsettur af eru líka notuð annars staðar en það ætti að vera augljóst að það leysir ekki neitt.  Þótt þú hafir alls konar hluti í bílskurnum hjá þér sem gætu nýst til að búa til mótor þá er samt stóra vandamálið að raða þeim öllum saman á réttann hátt svo út komi mótor.  Meira að segja þá ef hlutirnir eru notaði til einhvers annars en að búa til mótor þá gerir það aðeins erfiðara fyrir til að nýta þá í mótorinn. 

    Sumir benda á grein þar sem maður að nafni Ken Miller reynir að setja fram hvernig þetta mögulega gæti gerst.  Það er virðingavert af honum að reyna að gera það en það er hreinlega óheiðarlegt að segja að þessi tilraun Millers er einhver alvöru lausn.  Þessi lausn Millers er eins og tíu ára strákur að útskýra hvernig á að búa til bíl og gerir það með því að segja að maður setur bara dekk undir bílinn, tengir stýrið við dekkin og vélina við dótið sem snýr dekkjunum.  Þeir sem vita hvernig á að búa til bíla vita að málið er engann veginn svona einfalt. Hið sama gildir um Miller og mótorinn, þeir sem vita eitthvað um mótorinn vita að legó kubba lausn Millers er bara léleg tilraun hans til að verja trú sína.  Til að tilraun Millers sé einhvers virði þá þarf hann að sýna fram á mörg millistig og hvaða gagn var af hverju skrefi áður en við höfum mótor sem gefur lífverunni þann hæfileika að ferðast.

    Svar William Demski við þessari tilraun Millers: http://www.designinference.com/documents/2003.02.Miller_Response.htm

    Og meira þessu tengt fyrir áhugasama:
    http://www.detectingdesign.com/flagellum.html

    Þegar við rannsökum gífurlega flókið kerfi sem er ekki hægt að einfalda því þá hættir það að virka og það er síðan samsett af öðru flóknu óeinfaldanlegu kerfi þá er óhætt að fullyrða að þetta hafi verið hannað af vitrænum hönnuði.  Að gefa tilviljanakenndum ferlum heiðurinn að hönnun þessa mótors er einfaldlega óvísindalegt.


Viðtal við Michael Behe um nýju bókina hans

Hérna er viðtal við Michael Behe þar sem hann fjallar um nýju bókina hans "The edge of evolution", sjá: Interview with Michael Behe about The edge of evolution

Bókin fjallar um þær rannsóknir sem hafa verið gerðar síðustu áratugi þar sem vísindamenn hafa rannsakað darwiniska þróun.  Hvað við höfum séð stökkbreytingar gera í náttúrunni svo við getum komist að því hvað tilviljanakenndi þróunar mekanisminn getur gert og hvað hann getur ekki gert. Það er athyglisvert að það kom Behe á óvart hve lítið stökkbreytingar gætu gert, miklu minna en það sem hann hélt þegar hann skrifaði "Darwins black box". 

Þessi bók hans mun vonandi valda góðu fjaðrafoki og helst endanlega grafa Darwin svo hans hugmyndir verða aðeins kjánalegar pælingar sem fólk á erfitt með að trúa að einhver hafi nokkur tímann þótt þær trúanlegar.

Sjálfur er ég að lesa bókina hans og mun vonandi geta skrifað ýtarlegt blogg þar sem ég útskýri helstu rökin sem hann kemur fram með í bókinni.  Hérna er slóð á bókina sjálfa: The Edge of Evolution


Umsókn í Vantrú

Eftir töluverða íhugun á þessu máli þá held ég að Vantrú sé fínn félagsskapur og vil endilega gangi í hann enda með eindemum vantrúaður.  Svo það komi fram hve vantrúaður ég er þá langar mig að lista upp nokkur atriði sem ég er vantrúaður á:

  1. Ég er vantrúaður á að QLink hálsmen bæti heilsu fólks.
  2. Ég trúi ekki að miðlar geti haft samband við dáið fólk!
  3. Ég hef mínar efasemdir um að hugsanir geti haft áhrif á vatn.
  4. Ég held að eyrnakerti er algjört kjaftæði.
  5. Ég hef litla sem enga trú á að DNA "heilun" virki.
  6. Bowen tækni virkar á mig eins og ómerkilegur perraskapur fyrir þá sem vilja þukla á fólki.
  7. Ég held að The Secret sé næsti bær við galdra þulur og vúdú.
  8. Ég trúi ekki að álfa eru til.
  9. Ég trúi ekki að draugar eru til.
  10. Ég er mjög vantrúaður á sjálfskviknun lífs.
  11. Ég trúi ekki að náttúrulegir ferlar geti búið til upplýsingakerfi og upplýsingar.
  12. Ég er mjög vantrúaður á að dauð efni geti "búið" til forritunarmál.
  13. Ég efast um að tími og tilviljanir geti búið til nanó mótor sem er einnig sá fullkomnasti á jörðinni, sjá hér.
  14. Hef jafnvel enn meiri efasemdir um að darwinisk þróun geti búið þetta hérna.
  15. Hef ennþá meiri efasemdir að stökkbreytingar og náttúruval geti búið neitt af því sem er hérna að finna.
  16. Ég hef enga trú að tilviljanir geti raðað saman okkar einstaklega ólíklega sólkerfi sem gerir lífið mögulegt.
  17. Ég trúi ekki að við getum haft eðlifsfræðilögmál sem stjórna alheiminum án löggjafa.
  18. Ég get ekki trúað því að röð tilviljana geti gefið efnum, þ.e.a.s. mannfólkinu, hæfileikann til að hugsa, haft frjálsan vilja og að geta metið fegurð og upplifað hamingju.

Vonandi er ég nógu vantrúaður á nógu marga hluti til að fá að vera meðlimur í þessu mæta félagi og barist hlið við hlið þeirra gegn rugli í samfélaginu.  Þeir sem kannski þekkja mig vilja benda á örfá smáatriði sem flestir hjá Vantrú eru ósammála mér en það eru bara litlir hnökrar sem við hljótum að finna út úr.

Mofi


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband