Er ekkert merkilegra að gerast í vísindum en nýir tölvuleikir?

science_logoÞar sem ég hef lengi haft gaman af tölvugrafík þá hef ég alltaf haft áhuga á leikjum og þessi leikur virðist vera með einni bestu grafík sem ég hef séð í tölvuleik.

En hvað með það, er þetta fréttir af tækni og vísindum?  Kannski já ef að leikurinn er að brjóta blað í sögu tölvuleikja en hvorki þessi frétt eða fréttin af nýjum leik frá CCP virðist falla undir það.

Kannski finnst mér aðalega að fréttir af tölvuleikjum eiga ekki heima í þessum málaflokki en það er nú ekki merkileg gagnrýni viðurkenni ég.

Það sem ég vil gagnrýna er að það skuli vera svona lítið af fréttum í þessum flokki frétta. Af fréttum sem mér finnst áhugaverðar þá komst hópur af vísindamönnum að því að í flestum sýnum af risaeðlubeinum sem eiga að vera meira en 60 miljón ára gömul var að finna lífrænarleifar, sjá: Fibres and cellular structures preserved in 75-million–year-old dinosaur specimens  Þetta hjálpar ekki þróunarsinnum þegar kemur að því að reyna að sannfæra fólk um að þessir steingervingar eru svona fáránlega gamlir. Þetta er eins og að ganga inn í herbergi og finna þar ískalda kók með gosi í og síðan kemur einhver og heldur því fram að kókið er frá miðöldum. 

Dæmi af "convergant evolution" hrannast upp, sjá: More Examples of “Convergent Evolution” Claimed  Þetta eru dæmi þar sem það er ekki hægt að útskýra eitthvað sem er sameiginlegt milli tegunda með sameiginlegum forfaðir svo tími og tilviljanir eiga að hafa búið til sömu flóknu vélarnar oftar en einu sinni. Ef bara trúgirni væri dyggð þá væru þróunarsinnar í góðum málum.

Einnig var forvitnileg grein í New Scientist um "Dark Matter" þar sem þeir spyrja hve lengi eigum við að halda áfram að leita að þessu efni sem engar sannanir eru fyrir að sé til, sjá: Chasing shadows: How long can we keep looking for dark matter?   

Það er margt spennandi í heimi vísindanna og sorglegt að sjá svona lítinn metnað hjá mbl að sinna þessum flokki.

 

 


mbl.is „Spilum núna Stjörnustríð!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2015

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 802817

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband