Væru enn skylmingarþrælar ef að kristni hefði aldrei orðið til?

gladiator-colosseum.jpgMér finnst þetta áhugaverð spurning. Boðskapur Biblíunnar, bæði Gamla ( 3. Mósebók 19:18 ) og Nýja Testamentisins er að elska náungan eins og sjálfan sig og ég trúi því að kristin hugmyndafræði hafi verið lykil atriðið í því að afnema þennan barbarisma. Sagnfræðingar telja að á hátindi þessara leika hafi u.þ.b. átta þúsund manns dáið á hverju ári í hringleikahúsunum. Ímyndið ykkur, það er eins og ágætlega stórt sveitarfélag á Íslandi væri slátrað öðru fólki til skemmtunar á hverju ári.

Sumir virðast gera ráð fyrir því að ef að kristni hefur svona góð áhrif, af hverju varð Róm þá ekki að einhverju fyrirmyndar ríki þar sem allir voru góðir.  Í mínum augum er slíkur hugsunargangur mjög barnalegur.  Í fyrsta lagi þá getur enginn boðskapur gert alla menn góða. Jafnvel þótt að trúin sé góð þýðir ekki að maðurinn sjálfur verði góður, að hann nái tökum á öllum sínum göllum.

Það er síðan flókin saga hvernig Róm varð kristið því að heiðnin sem var þar til fyrir hvarf ekki einn tveir og þrír.  Því miður blandaðist þarna kristni saman við heiðnina og við sitjum enn uppi með heiðnu kenningarnar um eilífa sál og eilífar kvalir í helvíti með flestra kristna safnaða í dag.

Ég trúi því að ef að ef það hefði ekki verið fyrir kristni að þá hefði barbasismi Rómar haldið áfram allt til okkar tíma. Það er nefnilega mikil hugsunarvilla að halda að meiri upplýsingar og skynsemi auki endilega meðaumun og kærleika milli manna.  

Sitthvað um sögu skylmingaþrælanna, sjá:  Gladiator


mbl.is Konur börðust sem skylmingaþrælar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljónið sem borðaði ekki kjöt

tykelamm.jpgÞetta skemmtilega myndband minnir mig á ljónið sem borðaði ekki kjöt. Ljónið fékk nafnið "Little Tyke" en þrátt fyrir ýtrekaðar tilraunir til að fá það til að borða kjöt þá tókst það ekki. Nóg að það væri blóð á matnum þá leit það ekki við matnum. Alls konar sérfræðingar komu með hugmyndir en allt kom fyrir ekki. Eigendurnir voru mjög órólegir yfir þessu þangað til að dag einn sagði ungur gestur við eigendurna að þau ættu að lesa fyrsta kaflann í fyrstu Mósebók og þá þeir skilja hvað væri í gangi.  Þar fundu þeir eftirfarandi vers:

1. Mósebók 1:30
Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðinni, öllu því, sem hefir lifandi sál, gef ég öll grös og jurtir til fæðu." Og það varð svo.

Þetta róaði eigendurna og á þessu fæði dafnaði ljónið og sumir sögðu að ljónið bæri af öðrum sem þeir höfðu séð. Vill svo til að við döfnum líka mjög áberandi ef við borðum samkvæmt þeirri uppskrift sem Guð gaf okkur í byrjun, sjá:  70 ára sem lítur út fyrir að vera 40 ára og 95 ára gamall hjartaskurðlæknir

Meira um þetta merkilega ljón hérna: The lion that wouldn’t eat meat

Hérna er síðan myndband um samband manns og ljóna, alveg magnað!


mbl.is Kelið karlljón fær snyrtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 802793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband