Sérfræðingur í ensímum bendir á galla á þróunarkenningunni

Þýtt héðan: Enzyme expert exposes evolution’s error Jonathan Sarfati interviews Finnish biochemist Dr Matti Leisola

Dr Matti Leisola fékk sína D.Sc. gráðu í líftæknifræði frá "University of Technology" í Finnlandi árið 1979. Hans ferlinn er víðamikill, hann t.d. vann Latsis verðlaunin árið 1987 í Austurríki og var forstöðumaður rannsókna (1988-1997) hjá alþjóðlegu Líftækni fyrirtæki og nýlega "Dean of the Faculty of Chemical and Materials Sciences" hjá finnska háskólanum Aalto.  Hann hefur gefið út meira en 120 vísinda greinar, aðalega um rannsóknir á ensímum og öðlast sex einkaleyfi. Það hefur verið vitnað í greinar Leisola yfir 1300 sinnum í öðrum vísindagreinum.

Margir lesanda okkar muna eftir Dr Matti Leisola frá heimildarmyndinni um Darwin, The Voyage that Shook the World.  En Leisolaer miklu betur þekktur í vísindaheiminum sem sérfræðingur í ensímum. Dr Leisola útskýrir:

Ég kalla ensím "verkfræði lífsins". Þau eru tegund af próteinuum - stórsameind búin til úr amínósýrum í ákveðni röð. Þau eru hvati lífsins, það er að segja þau hraða á ákveðnum efnaferlum í frumum.  Enísm þekkja, breyta, flytja, minnka, sameina sameindir og brjóta þær í sundur.

Leiðbeiningarnar sem segja til um hvernig á að byggja ensímin eru kóðuð í okkar DNA. Dr Leisola útskýrir að alveg eins og finnska stafrófið hefur 29 stafi þá hefur ensím stafrófið 20 lífefna "stafi", sérhver sem er kóðaður með þriggja stafa "orðum" í DNA tungumálinu ( sem hefur fjóra mismunandi stafi ).  Til dæms "Matti Leisola" er sérsstök röð af tólf stöfum og einu bili. Þessi samsetning er svo sérstök að það hjálpar hverjum sem er að finna mig út frá öllum í heiminum þar sem enginn sem ég veit um hefur sömu samsetningu.  Meðal ensím hefur u.þ.b. 300 lífefna stafi. Þetta gerir ensím mjög sérhæfð fyrir viðkomandi verkefni.

xylanase-enzyme.jpgTil dæmis, hópur Leisola rannsakaði ensím sem kallast xylanase ( sjá skýringarmynd hérna til hægri ). Það brýtur niður sykur sameind sem kallast xylan og finnst aðalega í frumu veggjum plantna. Þessar trefjar er í kringum 30% af birki trénu. Xylanase ensímið inniheldur um 200 amínósýrur. Það er prótein kóði sem þýðir "brjóta niður xylan". Spendýr hafa ekki þetta ensím svo þau geta ekki melt xylan.

Með því að nota mismunandi stafi fyrir sérhverja amínósýru þá er hægt að skrifa prótein setninguna svona:

ASINYDQNYQTGGQVSYSPSNTGFSVNWNTQDDFVVGVGWTGSS
APINFGGSFSVNSGTGLLSVYGWSTNPLVEYYIMEDNHNYPAQGTVK
GTVTSDGATYTIWENTRVNEPSIQGTATFNQYISVRNSPRTSGTVTVQ
NHFNAWASLGLHLGQMNYQVVAVEGWGGSGSASQSVSN

Eins og með öll ensíum, þá er það röðin sem gerir þessari örsmáu vél það kleift að framkvæma sitt verk. Þaða er ekkert í efnafræðinni eða eðlisfræði amínósýranna sem lætur þær raða sér upp á réttann hátt.  Röðin eða upplýsingarnar, er þvingað upp á amínósýrurnar samkvæmt forrituðum leiðbeiningum sem eru inni í frumunni.

Hafnar þróunarkenningunni

Við tókum viðtal við Dr Leisola af því að hann er þekktur efasemdamaður um þróun sameinda yfir í menn, eitthvað sem hann kallar "story-tellin". En hann var ekki alltaf með þessar efasemdir eins og hann útskýrir:

Ég trúði stöðluðu sögunni þangað til ég var í kringum 22 ára gamall. Ég notaði hana (eins og ég þá hélt ) sem öflugt vopn á móti hinum kristna Guði.  Án þess að gera mér grein fyrir því þá var ég týpísk afurð hins vestræna menntakerfiss og ég sannarlega vildi halda áfram að vera sjálfsstæður og í rauninni hataði hugmyndina af Guði sem skipti sér af mínu lífi.

En þetta breyttist, þökk sé kærustu hans Marja sem er núna eiginkona hans:

Hún varð kristin og ég varð skyndilega að horfast í augu við raunveruleikan af hennar breytta lífi og nýju gildum.  Þetta leiddi mig til að rannsaka sönnunargögnin fyrir hinni kristnu trú.  Þessi rannsókn leiddi mig til Krists. Ég byrjaði þá að vilja skilja hve gott vopn Darwinismi var á móti hinni kristnu trú en það tók ekki mikla fyrirhöfn að sjá að Darwinisminn stóð á mjög ótraustum grunni. Ég fyrst gerði mér grein því þegar ég rannsakaði lífefnafræði og veiklulegar tilgátur til að útskýra uppruna lífs, allar byggðar á frumstæðum tilraunum. Þaðan þá byrjaði allur minn trúarheimur að breytast. Allir hafa heimssýn eða trúarkerfi og fólk síðan notar það trúarkerfi til að túlka staðreyndirnar, þetta snýst í rauninni ekki um staðreyndirnar.

Hans eigið fag, rannsóknir á ensímum benti sterklega til hönnunar og á móti þróun. Hann færir rök fyrir því að andstætt því sem margir halda, þá er engin trúverðug útskýrin á uppruna svona upplýsingaríkra sameinda eða að breyta einni tegund ensíma yfir í aðra: "það er mjög erfitt að fá eina röð af stöfum eins og 'Matti Leisola' með tilviljanakenndum ferli.  Það er miklu erfiðara að fá lífefna setninguna sem einkennir 'xylanase'. Og enn frekar, jafnvel einfaldasta lifandi vera þarf yfir 350 virk ensím sem eru alveg jafn flókin og 'xylanase'. Fyrir tilgátur um upprunalífsins þá er ekkert náttúruval af því að náttúruval þarf líf sem getur fjölgað sér svo það hjálpar ekki við að útskýra uppruna lífs.

Matti bendir einnig á "af þeim þúsundum tengdum og vandlega stjórnuðum ferlum í heimi lifandi vera. Það er satt á svo mörgum stigum, fyrir staka frumu, fyrir lífveru búna til úr mörgum frumum, fyrir samlífi mismunandi lífvera, hóp vitsmuna kerfa og samskipta kerfa eins og maura og bíflugna og vitskerfa. Allir þessir stórmerkilegu hlutir eru forritaðir með aðeins fjórum stöfum DNA. Hönnun byrjar með hugsun, hugur sem getur samtímis skipulagt og framkvæmt svona flókið heilsteypt kerfi, frá minnsta smáatriði til stóru myndarinnar og það er algjörlega útfyrir okkar takmörkuðu getu til að skilja. Við ættum í auðmýkt hneigja okkur fyrir þannig tign og viðurkenna að við erum í rauninni ekki neitt. Í sálmi 92, vers 5 sjáum við lýsingu á sköpuninni 'Hversu mikil eru verk þín, Drottinn, harla djúpar hugsanir þínar.'  Sálmurinn heldur áfram með þessum orðum 'Fávís maður skynjar það ekki
og heimskinginn skilur það ekki
'.  

Alvöru vísindi vs þróunarkenningin

Þegar Matti fyrst efaðist um þróunarkenninguna, þá var hann nýbyrjaður á sínum vísindaferli. Hann myndi spyrja sína prófessora hvernig þróun gæti búið til líffræðilegar nýungar:

Þeir höfðu að sjálfsögðu sögur en þegar kom að mekanisma ( sem er það sem vísindin snúast um ) þá höfðu þeir engar alvöru útskýringar. Seinna byrjaði ég að kynna sönnunargögn fyrir takmörkunum sem tilviljanakenndar breytingar geta gert á DNA á vísindaráðstefnum í mínu fagi og til dagsins í dag hefur enginn mótmælt.

Með yfir hundrað útgefnar greinar sem aðrir vísindamenn vísa í þá er Dr Leisola skemmt fyrir þeirri algengu yfirlýsingu "enginn alvöru vísindamaður afneitar þróunarkenningunni". Málið er að þeir endurskilgreina vísindi sem "Naturalism" og Matti bendir á "alvöru vísindamaður er að leita að sannleikanum um náttúruna en ekki náttúrulegum útskýringum".

Hvað með þá fullyrðingu að trú á sköpun skaði vísindin? Við því sagði Dr Leisola:

Kristni er grunnurinn að nútíma vísindum og útskýrir af hverju við getum stundað vísindi, Guð skapar manninn í sinni eigin mynd með getuna til að skilja sköpunarverkið með huga sínum. Skaparinn, Jesús Kristur er kallaður Logos (ΛÏŒγος Jóhannes 1:1–3) gerir þennan skipulagða alheim, skiljanlegan. Þeir sem trúa á náttúrulegar útskýringar á uppruna lifs eru þeir sem hafa blinda trú.

Frá bakteríu til líffræðings þróun hefur ekkert að gera með alvöru vinnu vísindamanna en margir einmitt halda því fram að með því að herma eftir þróun, þ.e.a.s. tilviljanakenndar breytingar og gerfi val hafa gert mögulegt að búa til ný ensím.  En Dr Leisola bendir á:

Þessar aðferðir, jafnvel undir mjög ýtarlegri umsjón - skapa ekkert nema smáar aðlaganir eða afbrigði af þema. Minn rannsóknar hópur hefur t.d. sett saman ensím til að virka betur í erfiðum kringumstæðum og örverur til að framleiða nýjar sameindir. En þessi afrek hafa vel hönnuð ensím til að byrja með og er stjórnað á vitrænann hátt og það eru alltaf takmörk fyrir breytingum. Það er engin furða að lifandi verur geta staðist á móti tilviljanakenndum breytingum því að þær eru nærri því alltaf skaðlegar.

Af hverju skiptir sköpun máli?

Dr Leisola hefur þýtt fjölda bóka sköpunarsinna yfir á finnsku og einnig fyrir okkar mynd um Darwin; og hann hefur einnig séð um heimsóknir sköpunarsinna til Finnlands eins og t.d.  A.E. Wilder-Smith sem hafði þrjár doktors gráður (1915-1995). Svo af hverju er þetta þér svona mikilvægt?

Dr Leisola: "Ein af stóru spurningunum sem mannkynið stendur frammi fyrir er 'hvaðan komum við?' Páll skrifaði í Rómverjabréfinu að hinir ósýnilegu eiginleikar Guðs eru sýnilegir í verkum hans þannig að engin hefur afsökun til að neita tilvist Guðs. Þannig að sköpun er grunnurinn til að skilja okkar stöðu og hlutverk í alheiminum.

Það er einnig lífsnauðsynlegt til að skilja rétt frá röngu. Dr Leisola er virkur í umræðum um þær siðferðislegu spurningar sem vakna við framfarir á sviði vísinda. Hann tekur undir með agnostic þróunarsinnanum Michael Ruse að ef að þróunarkenningin sé sönn, þá er siðferði ekkert nema ímyndun okkar mannanna.

Án algilds siðferðis þá getur ekki verið neinn siðferðislegur staðall. Þetta er augljóst í þróun okkar vestrænnar menningar. Þegar Kristið siðferði er farið þá er samfélagið hjálparvana í því að þvinga reglum á fólk. Í sífelt auknum mæli gerir fólk það sem það vill og færri og færri spyrja sig hvað sé rétt og hvað sé rangt.

Matti segist frekar fylgja fordæmi Páls "Ég skammast mín ekki fyrir fagnaðarerindið - það gefur svör við stóru spurningum lífsins sem ekkert annað kerfi gefur: hver er uppruni alheimsins og lífs, hver er grunnurinn fyrir því að maðurinn sé sérstakur og okkar siðferði er sérstakt og hvað gefur traustan grunn fyrir því að allir menn eru jafn mikils virði og virði einstaklingsins. Nútíma maðurinn er ringlaður af því að hann hefur engin rökrétt svör við þessum spurningum.

Loksins þá spurði ég Dr Leisola hvað ráð hann myndi gefa ungum kristnum einstaklingi sem vill fara á svið vísindanna:

Besta ráðið kemur frá Biblíunni. Undirbúði þig til þess að vera ávallt reiðubúinn til að gefa rök fyrir þinni trú ( 1. Pétursbréf 3:15 ). Ekki skammast þín fyrir fagnaðarerindið því það gefur svörin sem fólk er að leita að ( Rómverjabréfið 1:16) og vertu kænn sem höggormur en falslaus sem dúfa ( Matteus 10:16).  Ekki hafa áhyggjur þegar heimurinn hatar þig - það getur verið gott merki - á meðan það gerist vegna Jesú ( Jóhannes 15:18-20)


Bloggfærslur 21. mars 2012

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 802792

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband