Hvar og hvenær fæddist Jesú?

nativityÉg kann virkilega að meta Vantrú þar sem þeirra gagnrýni á kristna trú er fín uppspretta efnis fyrir blog greinar. Sömuleiðis finnst mér eðlilegt að kristnir læri að verja sína trú og þarna gefur Vantrú kristnum góða ástæðu til að kafa ofan í Biblíuna, söguna og vísindi til að verja sína trú.

Í þetta skiptið ætla ég að svara grein af vef Vantrúar með titilinn "Hvar og hvenær fæddist Jesú?".

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú 
Eitt þessara atriða snérist um það að guðspjöllin eru fullkomlega ósamstíga um það hvernig fæðing Jesú bar að garði, hvar "foreldrar" hans bjuggu, og hvenær fæðingin átti sér stað. Það var eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem gróf undan undan trúverðugleika guðspjallanna í mínum huga.

Ef að eitt af guðspjöllunum væri rangt, af hverju ætti það að draga úr ástæðu til að trúa hinum þremur? Þetta eru aðeins rök til að ekki trúa að öll fjögur guðspjöllin segja öll satt frá en það eru ekki rök til að hafna öllum fjórum. Þetta er svona svipað eins og vera mjög fjögur vitni og ef að eitt þeirra segir eitthvað sem er ekki í samræmi við hin að þá komast að þeirri niðurstöðu að öll fjögur vitnin eru að ljúga.

Frá mínum sjónarhóli þá einmitt er þessi munur á milli guðspjallana ástæða til að trúa þeim enn frekar því að þarna er um að ræða fjögur aðskild vitni sem segja frá sögunni frá þeirra sjónarhóli. En þá er spurningin, er þarna um að ræða mótsögn; mitt svar er nei.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Samkvæmt Lúkasarguðspjalli bjuggu María og Jósef í Nasaret, og ferðuðust til Betlehem vegna manntals (Lúkas 1:26; 2:4). Eftir að Jesús fæddist, fór Jósef með fjölskylduna til Jerúsalem (Lúkas 2:22), og svo aftur beina leið til Nasaret (Lúkas 2:39).

Þegar kemur að því að segja frá atburðum sem gerðust fyrir mörgum árum síðan þá þarftu að velja frá hverju þú segir. Kannski gistu María og Jósef í einhverjum bæ í nokkrar vikur á þessu ferðalagi sínu en engum fannst þörf á því að segja frá því, þar sem það atriði skiptir þá ekki máli fyrir þá sögu sem þeir eru að reyna að segja. Hérna eru atburðirnir sem sagt er frá:

  • Jesús fæðist í Betlehem
  • Eftir hreinsunardagana sem voru sex vikur þá fara þau til mustersins í Jerúsalems ( Luke 2:22-38 )
  • Þau fá heimsókn frá vitringunum í Betlehem en þá notað orð yfir Jesú sem er ekki orð yfir ungabarn og þeir heimsækja þau í hús en ekki helli eða hlöðu sem Jesú fæddist í. ( Matthew 2:1-12 )
  • Þegar síðan Heródes lætur drepa börnin í þessum litla bæ þá eru það börn sem eru yngri en tveggja ára sem gefur til kynna að þarna líður hellings tími þarna.
  • Þau flýja til Egyptalands ( Matthew 2:13-14 )
  • Eftir dauða Heródesar þá flytja þau til Nasaret ( Matthew 2:19-23, Luke 2:39 )

Út frá þessu finnst mér ekki erfitt að samræma þessar tvær frásagnir. Þau virðast setjast að í Betlehem í smá tíma en flýja þaðan eftir heimsóknina frá vitringunum sem gæti hafa verið einu og hálfu ári eftir fæðinguna. Eftir dvölina í Egyptalandi þá flytja þau aftur til Ísraels og velja Nasaret.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Í Matteusi segir að Heródes hafi látið drepa öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni. Það vill svo til að Jósefus sagnaritari fjallaði með talsverðri nákvæmni um hrottaverk Heródesar á síðustu árum valdatíðar hans, og gerði langan lista yfir hans grimmdarverk

Fyrir fólk sem býr í Róm þá er ekki endilega mikill áhugi á hvað gerðist í litlu þorpi í Ísrael. Síðan þar sem um lítið þorp er að ræða þá gæti fjöldinn þarna verið í kringum tíu börn sem miðað við það sem var að gerast á þessum tíma hefur án efa ekki þótt merkilegt.  Eins og t.d. stríð sem þúsundir dóu í og Heródes sömuleiðis var duglegur að drepa eigin syni og eiginkonur.  Þannig að þetta eru rök frá þögn sem vega aldrei þungt og alveg skiljanlegri þögn.

Hvar og hvenær fæddist Jesú? - Vantrú
Ekki eru til neinar heimildir um að Ágústus keisari hafi látið skrásetja alla heimsbyggðina, eins og segir í Lúkasi 2:1, né t.d. alla þegna Rómarríkis. Auk þess væri fáránlegt að senda Jósef til Betlehem til að láta skrásetja sig þar, á þeim forsendum að hann væri afkomandi Davíðs konungs í 42. ættlið aftur í tímann (samkvæmt ættartölu Lúkasarguðspjalls, allaveganna).
...
Jesús gat ekki hafa fæðst bæði þegar Heródes var konungur (Matt 2:1) og þegar Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi (Lúkas 2:2). Heródes dó árið 4 fyrir okkar tímatal, en Kýreníus varð landstjóri í Sýrlandi árið 6 eftir okkar tímatal, tíu árum eftir að Heródes lést

Ég rökræddi þetta atriði alveg í þaula á www.vantru.is fyrir þó nokkrum árum síðan ( vá hvað tíminn líður hratt! ), sjá: Opið bréf til Karls Sigurbjörnssonar , seinna gerði ég síðan samantekt yfir þetta mál, sjá: Þegar Illugi Jökulsson rakkaði niður jólaguðspjallið

Þannig að ég læt duga að benda á þetta tvennt til að svara þessari athugasemd Sindra.

Leitt að svona atriði skyldi eiga hlut að því að eyðileggja trú Sindra en vonandi er ekki öll von úti fyrir strákinn.


Fyrirmynd eins fjórða mannkyns giftist stúlkubarni

Það er hræðilegt að hugsa til þess að svona mikill fjöldi barna eru látin giftast.  Það sem vantar í þessa frétt er atriði sem vegur mjög þungt í þessu vandamáli sem er að Múhameð spámaður sjálfur giftist barnungri stúlku og hann er fyrirmynd allra múslima sem eru nú í kringum 1,6 miljarða manna.

Að reyna að laga svona stórt vandamál án þess að horfast í augu við þann þátt sem vegur einna mest er vonlaus taktík.  Ég vona að þessi barátta mun ganga vel en er mjög svartsýnn á það, múslimum fjölgar alveg ótrúlega hratt og þegar þeir ná meirihluta í viðkomandi landi þá munum við án efa sjá enn meira af barnabrúðkaupum eða réttara sagt, barna nauðgunum.


mbl.is „Af hverju köllum við þetta ekki nauðgun barna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar Thomas Nagel um efnishyggju Þróunarsinnans

Ég hef fjallað áður stuttlega um Thomas Nagel, sjá: Virtur guðleysingi yfirgefur hið sökkvandi skip darwinisma Ég er í vandræðum með þetta enska hugtak "materialist", bein þýðing er efnishyggja en það er að gefa til kynna einhvern sem er aðeins með hugan...

Kannski voru einhyrningar til?

Sumir gagnrýna Biblíuna að hún talar um einhyrninga og benda á að hestar með eitt horn á enninu eru ekki til og engnir steingervingar eru til af þeim. Það sem þeir aftur á móti gleyma er að þetta er nútíma skilningur á orðinu "einhyrningur". Þetta orð...

Eru andlitskrem lykillinn að unglegu útliti?

Það er alveg magnað hve miklum peningum konur verja í alls konar krem og ég hef svo sem ekkert á móti kremum en ef þú ætlar að nota krem til að viðhalda ljóma æskunnar þá ertu á villigötum. Lykillinn er mataræði og æfingar; borða lifandi mat en ekki...

Var Jesús ófyrirleitinn?

Á Vantru.is er nýleg grein með titilinn Hinn ófyrirleitni Jesús . Mig langar að gera heiðarlega tilraun til að svara þessari grein hérna. Vantrú - Hinn ófyrirleitni Jesús Guð mun eyða borgum þeirra sem heyra ekki fagnaðarerindið Þetta er einfaldlega...

Hvernig væri að leggja þennan iðnað niður og borða eitthvað hollt í staðinn?

Það er sorglegt þegar fjölmargir eru í peninga vandræðum, þegar skóla kerfið er svelt og heilbrigðiskerfið í spennitreyju að þá skulum með eyða stórfé í að framleiða mat sem gerir okkur veik. Við erum eina dýrið á jörðinni sem drekkur mjólk eftir að vaxa...

Við hverju er að búast þegar þeim er kennt að þau eru aðeins dýr?

Vinur minn samdi lag þar sem þessi setning kemur fram: We teach our kids they are just animals and look what they have become Mér finnst hann hitta naglann á höfuðið þarna. Hvernig er hægt að búast við góðum árangri þegar kemur að því að ala upp börn...

Samtökin 78 og páfagarður

Það er eitthvað sem virkar ekki í lagi með þessa yfirlýsingu frá Samtökunum 78. Maður spyr sig, vita þau að þarna er um að ræða andlegan leiðtoga 1,2 miljarða manna? Ætti Ísland að móðga slíkan leiðtoga vegna þess að einhverjir Íslendingar eru ekki sátt...

Er auðmjúkur páfi ekki þversögn?

Ég er mjög hlynntur kærleiksríkri auðmýkt en hvernig er hægt að vera auðmjúkur og síðan kemur fólk alls staðar að og fellur frammi fyrir þér nærri því eins og það er að tilbiðja þig? Hérna er ágætt dæmi um hvernig Kaþólska kirkjan hefur séð páfann í...

Hvað sagði Jesaja um örlög fólks sem borðar svínakjöt?

Í Jesaja 66 er að finna spádóm um hvað gerist á síðustu dögum, hérna er versið: Jesaja 66 16 Því að Drottinn mun dóm heyja með eldi, og með sverði sínu yfir öllu holdi, og þeir munu margir verða, er Drottinn fellir. 17 Þeir sem helga sig og hreinsa sig...

Risaeðlur og Biblían

Hérna er þáttur frá creation.com um risaeðlur út frá Biblíunni. Það er alveg magnað hvernig þróunarsinnar hafa náð að eigna sér risaeðlur eins og þeirra steingervingar styðja þróunarkenninguna. Það er miklu frekar að staðreyndirnar passa betur við sögu...

Duane T. Gish deyr

Eins og Darwin eða Þróunarkenningin hafði Thomas Huxley sem sinn "bulldog" sem barðist fyrir kenningunni þá hafa sköpunarsinnar haft Duane T. Gish sem sinn bolabít. Með doktors gráðu í lífefnafræði frá UC Berkley þá byrjaði hann að rökræða sköpun þróun í...

Kamel dýr finnst á Norðurpólnum

Steingervingar af stóri tegund af kameldýri fannst norðan verðu í Kanada. Þessi steingervingur hafði líka mjúkar líkamsleifar. Hvað var dýrategund sem er þekkt sem dýr sem lifir í eyðimörkinni var að gera þarna? Fréttin af þessu frá BBC ( Giant camel...

William Lane Craig vs Lawrence Krauss um alheiminn og tilvist Guðs

Í framhaldi var pælingunum Getur alheimurinn orðið til úr engu? þá er hérna rökræður milli William Lane Craig og Lawrence Krauss en Krauss er þekktur fyrir að færa rök fyrir því að alheimurinn gæti orðið til úr engu.

Trú getur verið ástæða fyrir ofbeldi gegn konum

Það fer allt eftir hver trúin er, það er t.d. ekki tilviljun að mikið af ofbeldi gagnvart konum er í Islam af því að Múhammeð sjálfur mælti með því, sjá: http://answering-islam.org/Silas/wife-beating.htm#_Toc160373809 Það hlýtur að segja sig sjálft að ef...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband