William Craig svarar hvort Guð sé gild útskýring

Hérna svarar William Lane Craig einum einstaklingi varðandi hvort hægt sé að sanna ekki tilvist einhvers og hvort að svarið að Guð orsakaði eitthvað eins og alheiminn eða lífið auki við okkar þekkingu. 


Varúðar orð Biblíunnar við áfengi

alcohol-effects.jpgHver getur virkilega sagt að hans líf sé betra vegna áfengis?  Hver getur sagt að eitthvað samfélag sé betra vegna áfengis neyslu?  Hérna eru nokkur dæmi um varnarorð Biblíunnar um áfengi:

Orðskviðirnir 20:1
Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.


Orðskviðirnir 23:20-21
Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt,
því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra.


Orðskviðirnir 23:29-30
29 
Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? 30 Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum.

Ég gerði grein á svipuðum nótum fyrir stuttu þar sem ég velti því fyrir mér hvað samfélag sem þekkti ekki áfengi myndi vilja fá áfengi vitandi hverjar afleiðingarnar séu, sjá: Hversu mikils virði er áfengi?

 


mbl.is Tíundu hverri nauðgað rænulausri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu mikils virði er áfengi?

AlcoholÍmyndaðu þér samfélag þar sem enginn hefur smakkað áfengi.  Síðan kemur gestur frá fjarlægu landi og hann kemst að því að það er ekkert vín þarna, fólkið þarna drekkur ekki áfengi og hefur aldrei prófað áfengi.  Leiðtogi samfélagsins vill hitta gestinn og þeir byrja að spjalla saman. Gesturinn segir leiðtoganum frá þessum undra drykk, áfengi og hve allt er miklu skemmtilegra ef maður drekkur þennan drykk.  Leiðtoganum líst mjög vel á þetta og spyr, er eitthvað neikvætt við þennan drykk.  Það kemur sérkennilegur svipur á gestinn og hann neyðist til að viðurkenna að það eru nokkur atriði sem eru neikvæð við þennan undra drykk.  Hann nefnir að stór hluti nauðgana virðast tengjast áfengi, stór hluti af dauðsföllum í umferðinni eru tengd áfengi, stór hluti morða og ofbeldis er tengt áfengi.

Ef að þú værir leiðtogi þessa samfélags, myndir þú telja þennan kostnað vera þess virði?


mbl.is 40% þolenda nauðgana yngri en 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að forrita lífið - tölvurnar inni í þér

Hérna eru nokkur myndbönd sem fjalla um hvernig lífið er í rauninni keyrt af einstaklega flóknu tölvukerfi. Forritunarkóði og tölvur að vinna úr kóðanum og vélar að fara eftir skipununum sem þarna eru. Sumir halda að þetta séu hlutir sem er svipaðir og...

Michael Behe um ritþjófnað Judge Jones

Fyrir nokkrum árum var dómsmál, Kitzmiller v. Dover, um Vitræna hönnun og varð nokkuð frægt. Í þessu máli var dómarinn John E.Jones og hans úrskurður var að Vitræn hönnun væri ekki vísindi. Ótrúlega margir vitna í þetta dómsmál og þennan dóm sem stuðning...

Mega kristnir hafa samband við miðla?

Í fyrstu Samúelsbók, 28. kafla er saga af Sál konungi þar sem hann fer til miðils. Vegna þess að Sál hafði óhlýðnast Guði þá hafði spámaðurinn Samúel sagði við Sál að Guð hefði ákveðið að gefa öðrum manni konungstignina. Mörgum árum seinna þá stendur Sál...

Rushmore-fjall og geimveru jarðfræðingarnir

Tvær geimverur menntaðar sem jarðfræðingar koma til jarðarinnar árið 2300 og mannkynið er dáið út og flest öll ummerki um okkur horfin í ösku kjarnorkunnar. En eitt er eftir og það er fjallið Rushmore. Hafandi ekki hugmynd um tilvist manna þá byrja þeir...

Að ráða guðleysi í vinnu

Ímyndaðu þér að þú ert forstjóri í fyrirtæki og þú ert að ráða til þín mikilvægan starfsmann og þú vilt gera þetta sjálfur til að vera alveg viss um að finna rétta aðilann í starfið. Að lokum eru aðeins tveir aðilar sem þér finnst koma til greina og þú...

Ben Carson um að trúa á sjö daga sköpun

Langar að benda á þessa grein þar sem læknirinn Ben Carson fjallar um allt milli himins og jarðar og þar á meðal hans trú að Guð skapaðinn heiminn á sjö dögum. Hérna er stutt tilvitnun um það atriði: Carson: No, I don’t. You know, I’ve seen a...

Hrun Evrópu vegna fólksfækkunar?

Áhugavert myndband um hvernig hin Evrópa sem við þekkjum er að breytast mjög hratt vegna fólksfækkunar hins venjulega evrópubúa en fjölgun annara, þá aðalega múslíma.

Fíllinn hans Behe

Í bókinni Darwin's Black Box þá skrifaði Michael Behe þetta: Darwin’s Black Box, Michael Behe Imagine a room in which a body lies crushed, flat as a pancake. A dozen detectives crawl around, examining the floor with magnifying glasses for any clue...

Þróunarkenningin er náttúrulögmálin aftur á bak

Annað lögmál varmafræðinnar staðhæfir að allt sé í rauninni að hrörna. Við sjáum þetta mjög vel allstaðar í kringum okkur. Þetta er hreinlega ástæðan fyrir að margar stéttir hafa eitthvað að gera. Málning veðrast og skemmst svo eftir ákveðinn tíma þarf...

Eru ávextir fitandi?

Maður að nafni Robert Lustig er duglegur að rakka niður sykur sem aðal orsök fitu faraldurssins. Margt til í að unninn sykur og drasl brauð og kökur eru að gera fólk feitt og skemma almennt þeirra heilsu. En villan sem Robert Lustig og fleiri gera er að...

Er lág kolvetna kúrinn góður fyrir heilsuna?

Í stuttu máli, nei. En margt þarna er góð ráð þarna eins og sleppa sykri, forðast hvít hveiti og fleira þannig. En kolvetni er okkar aðal orku gjafi en best er að fá það úr ávöxtum eins og bönunum eða döðlum en án þess verðum við bara orkulaus og veik....

Styður ónæmi baktería við sýklalyfjum Þróunarkenninguna?

Auðvitað ekki, augljóst. En fyrir þá sem vilja rökstuðning við þessa fullyrðingu þá endilega horfið á þetta stutta myndband um þessa spurningu.

Ættu kristnir að halda páska?

Núna, eftir að ég rannsakaði þær hátíðir sem Guð bjó til, sjá: Hátíðir Drottins og síðan lærði um uppruna jóla og páska þá finnst mér stórfurðulegt að kristnir skuli velja þessar hátíðir en hafna þeim hátíðum sem Guð bjó til. Hátíðirnar sem Guð bjó til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband