Líf sem getur notað arsenik - gölluð rannsókn

arsenic_life.jpgNú þegar vísindamenn víðsvegar hafa skoðað þessa rannsókn sem hélt því fram að lífverur gætu notað arsenik þá eru margir þeirra búnir að benda á alvarlega galla í rannsókninni.  Sumir sögðu beint út að þetta væri eitthvað sem hefði aldrei átt að birta.

Eins og staðan er í dag þá er hægt að afskrifa þetta en aldrei að vita hvað meiri rannsóknir muni leiða í ljós.

Hérna er grein sem fjallar um þá gagnrýni sem þessi rannsókn hefur fengið, sjá: Hyped Arsenic Bacteria Research 'Should Not Have Been Published


Kristilegt klám?

wine-lg-63555269.jpgEf hægt er að gera bjór kristilegan er þá ekki hægt að gera hvað sem er kristilegt?  Fáfræði um hvað Biblían segir veldur því að margir kaupa svona vitleysu í fólki. Þ.e.a.s. að þegar kristnir hegða sér ósæmilega þá er stundum Biblíunni kennt um þrátt fyrir að viðkomandi var að fara algjörlega á móti því sem Biblían segir kristnum einstaklingum að gera. 

Það er ekki hægt að gera bjór kristilegan frekar en hægt er að gera sígrettur kristilegar eða klám kristilegt. Kristilegur bjór eða klám er það sem ég myndi kalla oxy moron og einhver ætti að benda þessari kirkju á hvað Biblían segir um áfengi.

Efesusbréf 5:18
Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum

Orðskviðirnir 20
4Ekki sæmir það konungum, Lemúel,
ekki sæmir það konungum að drekka vín
eða höfðingjum áfengur drykkur.
5Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum
og ganga á rétt hinna fátæku.

Orðskviðirnir 23
19Hlustaðu, sonur minn, vertu vitur
og beindu hjarta þínu á rétta leið.
20Vertu ekki með drykkjurútum
eða þeim sem háma í sig kjöt
21því að drykkjumenn og mathákar verða snauðir
og víman mun klæða þig í tötra.

Jesaja 28
1
Vei hinum drembilega blómsveig drykkjurútanna í Efraím,
hinu bliknaða blómi, hinni dýrlegu prýði hans
á hæðarkollinum í hinum frjósama dal
þar sem vínið lagði þá að velli.
...
7Þessir menn slaga einnig af víndrykkju,
skjögra af áfengum drykkjum,
prestar og spámenn slaga af sterkum drykkjum,
ruglaðir af víni, skjögrandi af drykkju,
slaga er þeir sjá sýnir, riða er þeir kveða upp dóma.

Biblían talar ekki algjörlega illa um bjór og vín, hérna er eitt dæmi þar sem talað er um tilfelli sem vín getur verið í lagi.

Orðskviðirnir 31
6
Gefið áfengan drykk hinum lánlausa
og vín þeim sem er beiskur í lund.
7Drekki þeir og gleymi fátækt sinni
og minnist ekki framar mæðu sinnar. 


mbl.is Kristilegur bjór í klámmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalísminn var klúður

Kapítalísminn var klúður
David Harvey kemur með ansi sannfærandi rök hér um hvernig gallar kapitalisma urðu okkur að falli. Sömu snillingar frá RSA Animate teiknuðu þetta myndband við fyrirlestur á sama hátt og í myndbandinu um skólakerfið sem við birtum hér fyrir skömmu


mbl.is 84% stjórnenda telja aðstæður slæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónæmiskerfið og Dover réttarhöldin

Langar að benda á viðtal við ónæmisfræðing að nafni Donal Ewert þar sem hann fjallar um Dover réttarhöldin og umfjöllina þar um uppruna ónæmiskerfisins, hvort að það er til darwinísk útskýring á uppruna þess, sjá:

Níu ástæður til að trúa ekki á Guð Biblíunnar?

1. Skilyrðislaus kærleikur - með skilyrðum. Það er ekki kærleikurinn sem er skilyrðislaus heldur eilíft líf sem er háð skilyrðum. Guð mun ekki gefa eilíft líf þeim sem vilja það ekki eða þeim sem munu misnota það eins og þeir misnotuðu þetta líf eða þeir...

Kannski er dollarinn í hættu?

Ég sá forvitnilegt myndband um daginn um stöðu dollarans í dag og framtíð hans, sjá: http://www.stansberryresearch.com/pro/1011PSIENDVD/PPSILC38/PR Í stuttu máli þá eru menn að velta því fyrir sér hvort að sí fleiri þjóðir vilja ekki lengur dollara vegna...

Gæti augað hafa þróast?

Eitt af dæmunum af slæmum áhrifum þróunarkenningarinnar á vísindi er sagan af því hvernig augað á að hafa þróast. Dilbert í rauninni segir allt sem segja þarf en samt ætla ég að bæta smá við. Michael Behe var með stutta lýsingu á því hvað er í gangi í...

Myndbandið sem sannar vitræna hönnun

Að sjá er að trúa og mynd er virði þúsund orða svo þetta myndband ætti að gefa mörgum eitthvað til að hugsa um. Hérna er grein sem fer ýtarlega í af hverju þessi örsmái mótor hlýtur að vera hannaður og gæti ekki hafa þróast, sjá: ATP synthase: majestic...

Vitræn hönnun fær verðlaun

Lið af vísindamönnum við Leeds háskólann í Bretlandi leitt af vísindamanninum Andy McIntosh vann verðlaun þann 15. desember fyrir nýstárlega hönnun en innblásturinn fengu þau úr náttúrunni. Samkvæmt BBC News , " The team’s work has received the...

Hættum að ofsækja refinn

Ég hef aldrei skilið hvers vegna almennt finnst fólki í góðu lagi að drepa refa um leið og sést til þeirra. Það er ekki beint eins og það er mikið dýralíf á þessi skeri okkar. Greyið má ekki stinga nefinu á yfirborðið áður en einhver geðsjúklingur...

Afmæli Icons of Evolution

Fyrir tíu árum síðan þá skrifaði tiltulega óþekktur líffræðingur að nafni Jonathan Wells litla bók sem hann kallaði "Icons of Evolution", sjá: http://www.iconsofevolution.com Núna er tíu ára afmæli bókarinnar og vel þess virði að heiðra hana og höfund...

Hvernig færðu einhvern til að elska þig?

Fyrir einhvern sem er einhleypur eins og ég er, þá er þetta mjög forvitnileg spurning. Mín niðurstaða í dag er frekar niður drepandi en samt ekki alveg vonlaus. Ég sé aðeins eina leið eins og er, fyrst þarftu að reyna að sýna viðkomandi hver þú ert og...

Er þetta þeirra sannfæring?

Mér finnst í allt of mörgum málefnum að fólk skipti sér í fylkingar, ekki vegna sannfæringar sinnar heldur vegna hópsins sem það tilheyrir. Mér finnst þetta mjög óheppilegt, ef satt er en óneitanlega finnst mér sönnunargögnin benda mjög sterklega í þessa...

ATP synthase

Eftirfarandi er unnið út frá kafla í bókinni " The Greatest Hoax on Earth ". Ég gerði þessa grein til að svara athugasemdum sem komu upp á bloggi Arnars Pálssonar, sjá: Genaflæði Ensímið ATP synthase er nauðsynlegt fyrir allt þekkt líf. ATP stendur fyri...

Helvíti gerir guð sumra kristna að guði Kóransins

Ef maður les Móse bækurnar þá minnist Móse aldrei á að Guð muni refsa fólki fyrir syndir sínar með eilífum kvölum í eldi. Maður getur farið í gegnum alla spámennina og ekki fundið neitt sem gefur slíkt til kynna. Jesú talar skýrast um þetta og þá kemur...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803359

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband