Hættum að ofsækja refinn

refurinn06.jpgÉg hef aldrei skilið hvers vegna almennt finnst fólki í góðu lagi að drepa refa um leið og sést til þeirra. Það er ekki beint eins og það er mikið dýralíf á þessi skeri okkar. Greyið má ekki stinga nefinu á yfirborðið áður en einhver geðsjúklingur hleypur út með byssu og skítur hann.

Vill svo til að refurinn er eina landspendýrið sem var hérna á landinu áður en við mennirnir settust hérna að, sjá: http://www.ismennt.is/not/joigutt/Refur.htm

Ég get engan veginn séð af hverju á að láta undan drápsfíkn bilaðra einstaklinga og leyfa að drepa refi hvar sem til þeirra sést.  Refurinn er villt dýr sem hefur alveg jafn mikinn rétt á því að lifa eins og önnur villt dýr. Hvernig væri að bíða eftir því að hann ógni jafnvægi lífríkisins áður en við ráðumst á þessi dýr? Það er ekki beint eins og dýralífið hérna á landi sé mjög fjölbreytt eða mikið af því. Það er eins og sumt fólk verði ekki ánægt fyrr en að það er búið að útrýma öllum dýrum af landinu, nema sauðkindinni svo það geti fengið kjöt að borða.  Þetta er ljóta ruglið allt saman!


mbl.is Refurinn er kominn til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Anna

Refurinn á sér enga náttúrulega óvini á landinu okkar en æðavarpi og öðru varpi stendur ógn af honum sé fjölda hans ekki haldið í skefjum. Ég þekki ekki til þess að refurinn sé skotinn um leið og sést til hans og eru alltaf nokkrar tófur t.d. í Valþjófsdal í Önundarfirði. Fjölgi þeim um of fer maður á svæðinu af stað og skítur eina til tvær en aldrei fleiri. Refur er aðallega skotinn þar sem er mikið æðavarp og bændur hafa tekjur af dúnsöfnun.

Þórdís Anna, 13.12.2010 kl. 12:36

2 Smámynd: Valgeir

Það hefur verið reynt að gera út af við refinn síðan landnám var hafið hér á landi.  Heldur þú virkilega að það væri ekki búið að því ef það væri hægt.  Friðun er i því ljósi óskiljanleg hugmynd, það er ekki eins og ref fari fækkandi hér á landi.  Þvert á móti. 

Ég vona að fólk eins og þú fái engu um það ráðið hvernig farið verður með villt dýr hér á landi.  Öfgar í báðar áttir eru af hinu illa.  Öfgar í skotgleði ber að fordæma, en einnig öfga eins og þú setur fram hér.  Öfgar sem studdir eru af tilfinningarökum miklu fremur en rökhugsun.

Um leið spyr ég þig, kaupir þú kjúkling út í búð?  Er hamborgarahryggur á borðum hjá þér um hátíðirnar?  Hugsaðu vel og lengi áður en þú tekur bita af þessum vörum sem framleiddar eru við viðbjóðslegar aðstæður hér á landi. 

Þá vel ég nú frekar villibráð, og lambið er ekkert annað en góð villibráð.

Valgeir , 13.12.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Mofi

Þórdís, erum við ekki náttúruleg? Hann svo sannarlega á óvini.

Valgeir, af hverju eru þetta einhverjar voðalegar öfgar. Kannski friðun er of mikið, það gæti vel verið. Það virðist samt vera mikið sport og mikið af því að skjóta refi hvar sem til þeirra sést.  Ef það er rangt þá hef ég ekkert á móti því að einhver leiðrétti mig þar; en þá með einhverjum gögnum, ekki bara fullyrðingum.  Ég kom síðan með fín rök hérna, það er ekki mikið um spendýr hér á landi og þetta tiltekna spendýr er það eina sem var hérna áður en menn settust hér að.

Þegar ég bara sé dráps gleði þá býður mér við því og það finnst mér vera hérna á ferðinni.

Hvað koma síðan kjúklingar og hræðilegar aðstæður þessu máli við? Að fara vel með öll dýr og þar með sjá til þess að við borðum heilbrigðara kjöt er eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.

Mofi, 13.12.2010 kl. 13:22

4 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Afhverju þurfa aðrir að koma með gögn en ekki fullyrðingar þegar þú kemur sjálfur aðeins með fullyrðingar?

Sveinn Þórhallsson, 13.12.2010 kl. 13:44

5 Smámynd: Mofi

Sveinn, hehe, góður punktur :)    ég hef svo lítið annað en þessa frétt og aðrar fréttir sem gefa mér þá tilfiningu að refir eru skotnir um leið og til þeirra sést. Ég hef ekki neitt betra fram að færa til að sannfæra um að þetta sé satt svo menn taka því eða hafna, þeirra er valið. Ég að minnsta kosti sannfærist ekki um annað nema fá eitthvað í hendurnar sem styður það.

Mofi, 13.12.2010 kl. 13:48

6 Smámynd: Linda

hæ, ég er svo sammála þér, refurinn er yndislegt dýr og er hluti af íslenskri náttúru eins og t.d örnin okkar og hrafninn, báðar þessar tegundir voru í útrýminga hættur og eru enn, þá sérstaklega íslenski örnin. Ættum að setja rebbba niður á tjörn þjálfa hann í að ná sér í máfinn ;) svo endurnar fái að vera í friði (smá grín) Annars bý ég í á svæði hér í uthverfum borgarinnar og það hefur verið talað um að fólk sjái Mink, hann er svo grimmur og mundi eflaust ráðast á kisur og hunda, það væri frekar fúllt ef hann færi að fjölga sér.  Refurinn má vera í friði frá mínu hjarta séð ;)

Linda, 13.12.2010 kl. 14:36

7 Smámynd: Mofi

Takk Linda, góðir punktar.  Ég er ekki mikill máfa vinur eftir nokkrar sjóferðir þá missti ég alla samúð með þeim :)   Varð sjóveikur og ælandi í langann tíma umkringur öskrandi máfum.  Ég hef bara aldrei séð ref, svo frá mínum bæjardyrum séð ( ok... kjallari í Kópavogi ) þá er greinilega ekki svo mikið af refum hérna.  Minnkurinn er innfluttur og grimmur svo ég hef ekki alveg jafn mikla samúð með honum, þó finnst mér alveg ömurlegt þegar birtast myndir af fólki sem murkaði lífið úr einhverjum minnk eða minnka fjölskyldu og því hrósað fyrir viðbjóðinn.

Mofi, 13.12.2010 kl. 14:42

8 Smámynd: Linda

Já Mófster minn, það er ekki hægt að vera 50% dýravinur, dýrinn eru partur af okkar umhverfi og okkur ber að virða þau og vernda.  Ekki vil ég útrýma Máfanum, allgjör gæji, en ég vil ekki sjá hann á tjörninni í Reykjavík, hann er best geymdur út á sjó ;)

Linda, 13.12.2010 kl. 15:08

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Refurinn er stundum sakaður um að vera dýrbítur.  Sennilega á óbeit margra á refnum uppruna í aðferðinni sem hann notar til að drepa.

Magnús Sigurðsson, 13.12.2010 kl. 15:09

10 Smámynd: Arngrímur Stefánsson

Refurinn er bæði stærri líklegri til að ráðast á lömb heldur en minkurinn.  Eftir það sem Linda sagði stórefa ég að hún hafi séð mink, því þeir eru í raun alltof litlir til að ráða við eitthvað stærra en Chihuahua hunda, meðan flestir hundar færu létt með að murka lífið úr venjulegum minki. 

Hins vegar getur minkurinn lagst á egg varpfugla, fiska í ám og lítil lömb.  Hins vegar ætti að vera óþarfi að reyna að útrýma refnum, bara skjóta dýrbítana og halda honum í skefjum þar sem fuglvarp er mikið. 

Arngrímur Stefánsson, 13.12.2010 kl. 15:16

11 Smámynd: Þórdís Anna

Þegar talað er um náttúrulega óvini (natural enemies) þá er verið að tala um dýrategund sem veiðir tiltekna dýrategund sér til matar. Það er ekkert náttúrulegt við byssurnar sem notaðar eru til að skjóta refinn ja nema í þeim sé einhver viður. Og þá er það komið í okkar hendur að halda fjöldanum stöðugum. Mér finnst einstaklega skrítið að maður sem aldrei hefur séð ref og hvað þá ummerki hans á öðrum dýrum sé að tjá sig um "grimmdina" í því að skjóta þá.

Þórdís Anna, 13.12.2010 kl. 15:20

12 Smámynd: Mofi

Linda, nei, ekki útrýma en það væri fínt að losna við hann frá mannabyggð.

Magnús, svona eru bara dýrin, lítið við því að gera.

Arngrímur,  við drepum örugglega mörg þúsund sinnum fleiri lömb en refur landsins, ekki eitthvað til að gera veður út af.

Þórdís, eins og það er einhver gífurleg fjölgun á þessu litla skeri okkar? Heldur síðan að maður þurfi einhverja sérstaka reynslu til að átta sig á því að það er grimmd að vera skotinn? 

Mofi, 13.12.2010 kl. 15:29

13 Smámynd: Ráðsi

Ef marka má bændur er ref farið að fjölga allverulega á mörgum svæðum, sem dæmi má nefna að bannað er að skjóta ref í þjóðgarðinum í Skaftafelli enda er svo komið í dag að fara maður þangað að sumri til heyris varla í mófugli, aðeins stöku hrafn á ferðinni. Mun algengara er að refir ráðist á fé en t.d fyrir 2 - 3 árum síðan. Ef refurinn fær að valsa um verður lítið um fuglalíf innan fárra ára. Það þarf að halda honum í skefjum

Ráðsi, 13.12.2010 kl. 15:41

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Magnús, svona eru bara dýrin, lítið við því að gera." Það hefur verið vitað frá landanámi. 

En þetta kann að vera skíringin á því að "Greyið má ekki stinga nefinu á yfirborðið áður en einhver geðsjúklingur hleypur út með byssu og skítur hann."

Magnús Sigurðsson, 13.12.2010 kl. 15:50

15 Smámynd: Mofi

Ráðsi, eru einhverjar rannsóknir sem styðja að refurinn er að rústa fuglalífi eins og þú talar um? 

Magnús, það held ég ekki. 

Mofi, 13.12.2010 kl. 16:31

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Morfi, ég mæli með því að þú kíkir út á hornstrandirnar, fyrir var krögt að fugli þar(samkvæmt heimildum heimamanna, friðunnarmenn tófunnar höfðu ekki ræmu á því að fara út í talningar á fuglum fyrir friðun enda var sá hópur skipaður hálvitum). Farðu út og leitaðu að rjúpu í dagrenningu frá lok október fram undir miðjan desember, þá sérðu verksummerki eftir rebba. Hann læðist að sofandi rjúpum og tínir þær upp. Þær eiga engan möguleika. Visindamenn sem hafa verið að vinna fyrir HA hafa komist að því(með því að fylgjast með atferli tófunar) að hún tekur 3-4 fugla hver frá því að gæsin verður fleyg og þangað til annaðhvort rjúpan klárast eða gæsin kemur aftur.

En hvernig væri ef ríkið bæti öllum þeim sem verða fyrir tjóni af völdum skolla og þá meina ég öllum. Þetta gera td. norðmenn, svíar, finnar og fleiri?

Þá meina ég þau lömb sem lenda í skolla eða skila sér ekki af fjalli(þau verða jú étin og þa verður ekkert eftir) afurðastöfunum sem eiga lambið pantað, þeim æðabændum sem missa æðarfugla og svo framveigis?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 18:11

17 Smámynd: Mofi

Brynjar, vinkona mín er líffræðingur og samkvæmt henni voru gögnin engan veginn sannfærandi að refir dræpu margar kindur á ári; eitthvað brota brot af því sem við drepum svo ef fjöldi dauðra lamba er mælikvarði á hvort einhver eigi skilið að lifa eða ekki þá erum við í vondum málum.  Ég samt tekur algjörlega undir að það skiptir máli að vernda fágæta fugla stofna, hvort sem það er fyrir refnum eða hvað öðru. 

Mofi, 13.12.2010 kl. 19:47

18 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll Mofi, getur þú(vinkonan þín) komið með gögn um að lágfóta leggist ekki á fé og taki ekki það fé sem saknað er þegar þriðju smölun er lokið? Það er ljóst að þar sem ég miða við þar getur ekki verið fé á fjalli?(svæðið er það lítið að það getur ekki verið meira eftir)

Í sumar fóru söfnuðu grenjaskyttur út á skaga um 200 hræjum af rollum á þeim grenjum sem þeim tókst að vinna, þar af 34 á einu og 27 á öðru. Á flestum var aðeins ein eða tvær rollur, það er hægt að færa rök fyrir því að á sumum hafi féð orðið sjálfdautt eða látist af slysförum en allt þetta fé og  á 3 af hverjum 4 grenjum? Það þótti tíðindum sækja í kringum 1980 en þá voru heimtur af fjalli algeng um 95-97% en í dag eru bændur sáttir við 80+

Þú hefur ekki svarað varðandi það að Íslenska ríkið fari að fordæmi landa eins og Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands, hvað segirðu?

Brynjar Þór Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 21:04

19 Smámynd: Linda

Í löndum Norður-Evrópu er úlfurinn að ná sér á strik aftur, bændur þar gera sér fyllilega grein fyrir því að slíkt er eðlileg þróun þar sem færri og færri býli eru á stæra svæði, úlfurinn veldur skaða, en það þýðir ekki að þeir fái skotleyfi á dýrið þar sem endurkoma hans er nánast talin vera kraftaverk, enda sást hann ekki í heila öld. Það sama má segja um björninn. Í BNA því lengra sem fólk færir sig nær náttúrunni því líklegra er það að sjá hlébarða og aðrar villikatta tegundir sem áður voru í útrýmingar hættu.  Refurinn er klár hann kemur þar sem auðvelt er að finna mat, slíkt hefur átt sér stað t.d. í Bretlandi til langs tíma.  Hvað varðar Minkinn þá er hann ekki tegund sem er alíslensk heldur innfluttur og þarna liggur munurinn.

Vissulega verður að skoða málið frá öllum hliðum, en dýrbítar er hlutur sem bændur um heim allan hafa þurft að fást við og var sumum tegundum útrýmt eða nánast útrýmt. Við verðum að hafa í huga að okkur ber að vernda okkar náttúru, og það þarf jafnvægi í þessu sem öðru, maður getur spurt sig, hversvegna er rebbi að leita til byggðar? Síðan skoða forsendurnar út frá því.

Linda, 14.12.2010 kl. 00:12

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eru refir inní Kaupmannahöfn.   Var að labba seint um kvöld og sá eitthvað stærra en kött en ekki alveg nógu hundslegt samt, spássera bara eftir breiðstræti.  Mér datt ekki í hug refur.  Fór að spyrja útí þetta - og þá var fullyrt við mig að þetta væri bara algengt þar í borg.  Að refir væru inní borginni.   En þetta var rauðrefur, held eg.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.12.2010 kl. 00:16

21 Smámynd: Mofi

Brynjar, ekki ég og ég hef misst allt samband við þessa vinkonu mína. Ég veit heldur ekki hve mikið hún eitthvað rannsakaði þetta.  Ég veit ekki með þetta að ríkið sé að bæta svona upp, við fyrstu sýn virkar það hættilegur leikur, býður upp á spillingu og misnotkun.  Forvitnilegt að vita reynsluna frá hinum löndunum varðandi þetta.

Linda, alveg sammála. Auðvitað ef að það er orðið þannig að fjöldinn er orðinn of mikill og skaðinn of mikill að þá verður að gera eitthvað en við mennirnir erum búnir að útrýma þó nokkrum dýrategundum vegna þess að þær voru að keppa við okkur í að drepa önnur dýr og ég vona að sem flestir vilja ekki að þannig endurtaki sig hérna.

Mofi, 14.12.2010 kl. 09:50

22 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll morfi, þú sérð að ég skrifaði "þú(vinkonan þín)" þannig að ég veit að þú ert að vísa í annan aðila.

Það hefur mikið breyst í þessum efnum á síðustu 10 árum en á þessum tíma hefur fjöldi refa sprungið(fjórfalt skv. Umhverfisstofnun íslands) og á sama tíma hefur mófuglum fækkað um 50%-60% samkvæmt talningu umhverfistofnunar

fyrir 15-20 þótti afa mínum það slæmt að hafa "bara" 95% heimtur á lömbum en í dag er það ef ég geng á bæji þá er algengar heimtur 70-80% af lömbunum

Það var fjallað um það hér á MBL í haust/(en ég hef ekki fundið enn) en þar voru embættismaður Noregi að velta fyrir sé hvernig stæði á því að það væri verið að bæta hvarf hundruða þúsunda fjár, en þess má geta að þar eru fleiri dýr sem leggjast á rollurnar. En ég veit að þetta er líka þannig í Svíþjóð því tengdar pabbi minn er sænskur bóndi. Hvort verið sé að ýkja, laga eða breita tölunum er ómögulegt að sega, enda eyðast sönnunargögnin þegar tófan, björninn eða úlfurinn drepur féð 

Brynjar Þór Guðmundsson, 14.12.2010 kl. 20:03

23 Smámynd: Sveinn Björnsson

Sæll Mofi

Í upphafi segir þú : "Ég hef aldrei skilið hvers vegna almennt finnst fólki í góðu lagi að drepa refa um leið og sést til þeirra. Það er ekki beint eins og það er mikið dýralíf á þessi skeri okkar. Greyið má ekki stinga nefinu á yfirborðið áður en einhver geðsjúklingur hleypur út með byssu og skítur hann"

held að þú hafir nákvamlega komið upp um þig þar, það vantar allan skilninginn. Skilninginn öðlast maður m.a útfrá reynslu sinni að umgangast refinn og sjá hversu megnugur hann er í náttúru íslands. Ég skora á yður að kynna þér aðeins málefnið.

Svo segiru annarsstaðar hér í svari. "Takk Linda, góðir punktar.  Ég er ekki mikill máfa vinur eftir nokkrar sjóferðir þá missti ég alla samúð með þeim :)  "  sko þarna les ég útúr þessu að þú skiljir afhverju máfurinn er skotinn, eftir þína reynslu af þeim......

kv, Sveinn

Sveinn Björnsson, 14.12.2010 kl. 21:59

24 Smámynd: Mofi

Brynjar, mér finnst hættulegt að við gerum aðför að einhverju dýri, sérstaklega eina spendýrinu sem á virkilega heima hérna á landinu nema gera slíkt varlega og rannsaka það vel fyrirfram. Það hljóta að vera til leiðir til að vita sirka hve mikið af fé verður fyrir barðinu á refum og síðan stór spurning hve mikið er bara eðlilegt.

Sveinn, hann hefur fullan rétt á því að hafa einhver áhrif á náttúru Íslands, hann er innfæddur og kom langt á undan okkur.

Mofi, 15.12.2010 kl. 09:43

25 Smámynd: Magnús Ágústsson

Á ströndum þar sem rakkinn er friðaður er allur mófugl farinn

Magnús Ágústsson, 15.12.2010 kl. 13:51

26 identicon

http://www2.hornafjordur.is/frettir/2009/09/29/nr/6940?ListID=1

Hér er ein ástaæðan fyrir óbeit fólks á rebba.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 21:34

27 Smámynd: Mofi

Gylfi, menn geta notað sömu rök fyrir að útrýma svo mörgum öðrum dýrum t.d. ljón og tígrisdýr svo dæmi sé tekið. Mannkynið hefur útrýmt nokkrum svona dýrategundum og maður myndi vona að við gætum lært af reynslunni.

Mofi, 16.12.2010 kl. 08:37

28 identicon

Ég met sauðkindina meir en rebba, hún gefur okkur afurðir góðar en rebbi er þjófur

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 00:15

29 Smámynd: Mofi

Gylfi, þetta er því miður viðhorfið sem hefur valdið því að ótal dýrategundir eru núna útdauðar. Sauðkindin er aðfluttur þjófur en rebbi er bara heima hjá sér. Það er síðan að mínu mati stór spurning hve margar kindur rebbi drepur á hverju ári og hve mikið er bara náttúrulegt.

Mofi, 17.12.2010 kl. 09:04

30 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Ég hélt ad ég hafi verid búinn ad svara thessu sídasta morfi

Ef that veari haegt ad útrýma tófunni thá veari thatd búid og gert

Thad virdist ganga haegt inn í hausinn hjá thér morfi ad vid mannfólkid thurfum líka ad lifa og thar skörumst vid vid rebba thar sem hann sterlur frá okkur

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.12.2010 kl. 10:22

31 Smámynd: Mofi

Brynjar, þótt að þú segir eitthvað, þýðir ekki að ég meðtaki það sem heilagan sannleik. Heldur þú að við erum í einhverri hættu á að svelta vegna þeirra lamba sem refurinn veiðir?

Mofi, 20.12.2010 kl. 09:33

32 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Vid sveltum? Thú hefur ekki tekid eftir thví sem ég hóf mitt á(ad baeta baendum thann skada sem tófan veldur), tófan sveltir gjaldeyrisfordan, baenduna og eykur atvinnuleysid(maeli med ad thú kíkir á thad hvernig hlutunum er háttad á hornströndunum).

En eins og thú réttilega nemdir í upphafi ad thá hefurdu lítid vit á náttúrunni fyrir utan thad ad hafa sjadan farid út í hana

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.12.2010 kl. 11:38

33 Smámynd: Mofi

Brynjar, þínar fullyrðingar eru bara innantómar frá mínum bæjardyrum séð. Ef þú getur stutt mál þitt með einhverju þá væri það alveg fróðlegt að skoða það.

Mofi, 20.12.2010 kl. 12:58

34 identicon

Rebbi veldur rýrnun hjá bændum rétt eins og búðarþjófnaður hjá mér Mofi og hvoru tveggja hefur áhrif á verðmyndun vörunnar. Hvert lamb kostar... en við fáum ekkert fyrir tófuna, nema kannski skinnið ef við veiðum hana.

Svo leggst hann á fuglalífið líka en mannfólkið nýtur þess líka mun meir en rebba sem það sér sjaldnast

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 18:23

35 Smámynd: Mofi

Gylfi, fyrir mitt leiti er ósköp eðlilegt að refurinn veiði einhver lömb eins og við. Þetta viðhorf að telja ekki ásættanlegt að önnur dýr veiði dýr sem við erum að rækta er ástæðan fyrir útrýmingu margra dýrategunda og er fyrir mitt leiti algjörlega óásætanlegt. Það vantar síðan haldbærar tölur fyrir hve mörg lömb refurinn veiðir á ári til að vera að tala um þetta á skynsamlegum nótum.

Mofi, 22.12.2010 kl. 09:15

36 identicon

Þú hlýtur að gera þér grein fyrir því Mofi að þar sem refurinn á sér enga náttúrulega óvini, þá verður einhvern veginn að halda fjölda hans niðri?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 11:32

37 Smámynd: Mofi

Ninja, ertu með einhverjar heimildir sem sýna fram á að það eru of margir refir hérna á Íslandi?

Mofi, 22.12.2010 kl. 13:06

38 identicon

Til hvers? Er fjöldanum ekki haldið í skefjum með veiðum

Svo væntanlega eru þeir ekki of margir, en almenn skynsemi hlýtur að segja þér að ef bannað verður að drepa hann og eina takmörkunin á fjölda hans verður hversu mikið fæði hann kemst í þá verður hann ekki lengi að fjölga sér

Liggur þetta ekki ljóst fyrir Mofi?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 13:55

39 Smámynd: Mofi

Ninja, ef að um of fjölgun er að ræða þá er hægt að réttlæta veiðar, þangað til finnst mér þær persónulega ekki vera eðlilegar. Við þegar vitum að fjöldinn er miklu minni en hann var vegna þess að við mennirnir höfum eyðilagt heimkynni þeirra og ofveitt.

Mofi, 22.12.2010 kl. 14:04

40 identicon

Skil ekki þessa röksemdarfærslu Mofi

Afhverju ætti hann ekki að fjölga sér ef hann á enga óvini og nóg af fæðu?

Þarf einhverja rannsóknir til að segja þér það?

Finnst þér semsagt að menn eigi bara að hætta að veiða hann, láta hann fjölga sér um of, valda stórtjóni og byrja svo að veiða hann aftur?

Væri það ekki soldið dýr rannsókn, og það á kostnað bænda

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:08

41 Smámynd: Mofi

Ninja Nótt, auðvitað mun hann fjölga sér ef hann á enga óvini og það er nóg af fæðu... ég sé bara enga voðalega hættu að hann of fjölgi sér, ef það gerist og það eru gögn til um það, þá er hægt að fara tala um veiðar sem eiga rétt á sér.

Mofi, 22.12.2010 kl. 14:16

42 identicon

Það að þú sjáir enga hættu breytir nákvæmlega engu um það að dýrategund á svæði þar sem nóg er fæða og enginn til að ógna henni MUN fjölga sér...

Afhverju ættu að vera til gögn um það Mofi?

Þú virðist hér vera leggja til einhverja tilraun sem nákvæmlega enginn tilgangur er með annar en sá að valda bændum stórtjóni...

Hvernig dettur þér í hug sem að ég vona heilvitum manni að ref myndi ekki fjölga ef ekkert væri til að halda fjöldanum niðri nema skortur á fæði?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:23

43 identicon

Finnst þér það vera í verkahring bænda að sjá villtum friðuðum refum fyrir fæði?

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:23

44 Smámynd: Mofi

Ninja Nótt, ég verð því miður að álykta sem svo að það er ekki þess virði að eyða tíma í þig.

Mofi, 22.12.2010 kl. 15:13

45 identicon

sömuleiðis

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 17:29

46 identicon

og til hamingju með andlát síðunnar þinnar - vel gert

Ninja Nótt (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 802695

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband