Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
12.6.2008 | 13:06
Munu okkar neyðarlegu stundir elta okkur á himnum?
Ég get ekki annað en vorkennt Clinton í þessu máli. Ennþá hengur þetta yfir honum. Veit ekki hvort að hann skammist sín ennþá eða hvort að það er ennþá verið að nota þetta á hann. Ef við erum að heyra um þetta hérna á klakanum þá er þetta líklegast frekar áberandi þar sem hann er.
Hann gerði mikið feilspor og er enn að borga fyrir það. Eins gáfaður og hann er þá samt hefur hann gert heimskulega hluti eins og við öll. En hvernig væri himnaríki ef þeir sem væru þar gætu bent á okkar feilspor í lífinu? Alltaf af og til þá myndu koma upp á yfirborðið hið heimskulega og vonda sem maður gerði. Að skömmin myndi aldrei yfirgefa mann?
Góðu fréttirnar eru að Guð getur aðskilið okkur frá okkar heimskulegu gjörðum svo að enginn mun muna eftir þeim í hinum komandi heimi. Mér að minnsta kosti finnst það frábærar fréttir, að það sem ég skammast mín fyrir mun ekki elta mig inn í eilífðina.
Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.
![]() |
Kynnin við Clinton gleymast ei |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.6.2008 | 14:30
Löngu kominn tími til
Þeim söfnum og skemmtigörðum sem byggja á sögu Biblíunnar fer fjölgandi og þessi virðist eiga að verða mjög öflugur. Gaman að sjá að í Sviss er ennþá að finna mjög kristna einstaklinga sem láta verkin tala. Ef þeir láta verða að því að gera Örkina í réttum hlutföllum þá yrði það að ég best veit í fyrsta sinn sem það er gert. Slatti af örkum sem eru stórar en aldrei rétta stærðin enda var hún mjög stór. Hérna fyrir neðan er hún borin saman við önnur skip sögunnar.
Önnur sköpunarsöfn og eftirlíkingar á Örkinni:
![]() |
Biblíuskemmtigarður í bígerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2008 | 12:52
Svo það er þá svona sem prestar Vantrúar klæðast
Gaman að sjá Vantrú taka þátt í trúarlífi þjóðarinnar og senda boðbera þeirra trúar.
Nú er bara að stofna "kirkju" og vera með "messur" á reglulegum tímum.
Ég veit að ég myndi hafa virkilega gaman að sjá og heyra Svarthöfða messa!
![]() |
Svarthöfði á vegum félagsmanna í Vantrú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
10.6.2008 | 23:07
Pússluspil lífsins - trú og leitin að sannleikanum
Pússluspil lífsins
Það má segja að þeir sem eru að reyna að skilja heiminn eru eins og maður að pússla saman pússluspili. Stundum þegar maður skoðar hvernig öðrum gengur þá finnst manni eins og þeir hljóti að vera með allt annað pússluspil en maður sjálfur. Það er eins og við erum öll með mismunandi púsl og erum að reyna að setja þau saman og gengur misvel. Trú fólks má líkja við kassann sem pússluspilið kom í, þ.e.a.s. myndin ofan á kassanum sem segir til um hvernig öll pússlin eiga að líta út þegar búið er að raða þeim saman. Trúin segir til um hvernig maður setur mismunandi púsl saman og segir til um hvernig viðkomandi sér heiminn.
Þar sem pússlin eru mjög mörg þá verður fólk að gíska hvernig loka myndin á að vera og sú ágískun verður þeirra leiðarljós til að láta pússlin passa saman; það verður síðan að þeirra trú eða þeirra sýn á heiminn.
Út frá þessari sýn á heiminn og þá sérstaklega hvernig einstaklingurinn svara spurningunni, "er Guð til" þá koma fram svör við stóru spurningum lífsins.
- Hvaðan komum við?
- Hver erum við?
- Afhverju erum við hérna?
- Hvernig ættum við að lifa lífi okkar?
- Hvað verður um okkur?
Það sem ræður mestu hvernig maður svarar þessari spuringu er hvort að Guð er til.
Afstöður sem fólk hefur
- Guð er til
Kristnir, gyðingar og múslimar - Guð er alheimurinn
Hindúar, búddistar, nýaldarsinnar - Guð er ekki til
Siðmennt, húmanistar og Vantrú
Trú og staðreyndir
Það er nútíma goðsögn að trú hefur ekkert með staðreyndir að gera. Aðeins smá rannsókn á trúarbrögðum heimsins leiðir í ljós að það er ekki rétt því að öll trúarbrögð, líka guðleysi, gera fullyrðingar um heiminn sem við búum í. Mikið af þessum fullyrðingum er eitthvað sem við getum rannsakað og komist að því hvað er líklegast satt. Dæmi um þetta er að Kristnir og gyðingar segja að alheimurinn hafði byrjun á meðan margir hindúar, búddistar og guðleysingjar segja að alheimurinn hefur alltaf verið til. Þessir hópar geta ekki báðir haft rétt fyrir sér. Annað hvort hafði alheimurinn byrjun eða ekki. Svo með því að skoða alheiminn og náttúruna og lögmál hennar getum við komist að hvort sjónarhornið er líklegra til að vera satt. Annað dæmi um þetta er krossdauði Krists, ef Kóraninn hefur rétt fyrir sér þá dó Kristur ekki á krossinum en ef Biblían hefur rétt fyrir sér þá dó Kristur á krossinum. Ef Kristur var ekki til þá hafa báðir þessir aðilar rangt fyrir sér. Eina leiðin til að nálgast sannleikann um þessi atriði er með því að rannsaka það sem við höfum í höndunum og bera það saman við þessar fullyrðingar.
Við skulum líka taka eftir því að vísindin hafa eitthvað að segja um þessi atriði því að oft glíma vísindin við sömu spurningarnar og trúarbrögðin. Hvaðan kom alheimurinn, hvernig varð lífið til og fleira.
Vandamálið er að við sem takmarkaðar mannverur höfum mjög takmarkaða þekkingu svo það er sama hvað við ályktum um tilvist Guðs þá gerum við það í trú. Hvort sem að við ályktum að Guð er til eða Guð er ekki til. Við lifum við það að geta aðeins ályktað hvað er líklegast, eina sem við höfum eru líkur, hvað er líklega satt. Svo jafnvel guðleysingjar þurfa trú alveg eins og allir aðrir á þessari jörð sem hafa einhverja heimsýn eða vilja álykta eitthvað um heiminn, hvort sem það eru hindúar, búddistar eða kristnir. Ástæðan er að allir þessar hópar hafa spuringar sem þeir geta ekki svarað og gera ályktanir sem þeir geta ekki sannað.
Má í rauninni segja að því fleiri staðreyndir sem þú hefur, því minna af trú þarftu. Flestir sem taka sér tíma til að skoða málið velja þá trú sem þeim finnst passa best við öll þau pússlu spil sem þeir hafa. Samt ekki allir því að margir trúa vegna annara ástæðna eins og félagslegra, tilfinningalegra og menningarlegra ástæðna. Gott að spyrja sig þeirra spurninga, ef staðreyndirnar benda á hina eða þessa átt, aðra en þá sem mig langar, er ég samt til í að fylgja þeim?
Afhverju þarf trú?
Ef Guð er til, afhverju þá þarf einver að trúa? Afhverju sýnir Guð sig ekki bara og bindur endi á allar þessar vangaveltur? Að binda endi á allar þjáningarnar og hvað þá allt hið illa sem er gert í Hans nafni? Þ.e.a.s. ef maður gefur sér að Guð er yfirhöfuð góður. Lykillinn tel ég felast í frjálsum vilja sem okkur öllum hefur verið gefin. Við höfum val til að velja og hafna, jafnvel hafna sannleikanum ef okkur langar til. Ef Biblían er sönn þá hefur Guð gefið okkur öllum valkost um eilífðina, hvort við veljum líf með Guði eða höfnum Honum. Til þess að valið sé sannarlega frjálst þá hefur Guð sett okkur í umhverfi sem gefur okkur nægar ástæður til að trúa á Hann en ekki Hans beinu nærveru; nærveru sem væri svo sterk að hún myndi yfirgnæfa okkar frjálsa val og okkar getu til að hafna. Guð hefur gefið nógu mikið af sönnunargögnum til að sannfæra þann sem er viljugur að trúa en hefur samt skilið eftir nógu mikið svigrúm svo að enginn sé tilneyddur til að trúa.
Afhverju allt þetta? Afþví að til þess að kærleikur sé til, þá þarf frjálst val að vera til. Því ást verður að vera gefin af fúsum og frjálsum vilja. C.S.Lewis útskýrði þetta vel þegar hann skrifaði:
the Irresistible and the Indisputable are the two weapons which the very nature of God's scheme forbids Him to use. Merely to over-ride a human will ( as His felt presence in any but the faintest and most mitigated degree would certainly do ) would be for Him useless. He cannot ravish. He can only woo"
Skiptir þetta einhverju máli?
Hvernig fólk sér lífið hefur áhrif á hvernig það lifir lífinu. Sumar trúarskoðanir hafa mjög slæmar afleiðingar eins og ef einhver trúir að eiga kynmök við hreina mey muni lækna þá af HIV. Afleiðing hindúisma er að þeir sem fæðast til fátæktar og eymdar eru að mati aðra hindúa að borga fyrir gjörðir þeirra í fyrra lífi svo að hjálpa þeim er að skipta sér af dómi karma. Enn öfgakenndari afleiðing er siður sem hindúar höfðu sem var að brenna eiginkonur lifandi manna sem dóu.
Ef einhver trúarbrögð eru virkilega sönn þá sannarlega skiptir þetta mjög máli. Ef trú múslima er sönn þá skiptir það máli því þá eru þeir sem eru ekki múslimar á leiðinni í eilífar kvalir í logum vítis. Ef kristni er hægt að öðlast eilíft líf í gegnum Krist og enginn lygari, þjófur eða morðingi fær aðgang að himnaríki. Ef trú guðleysingja er sönn þá er aðeins ástæða til að óttast dauðann og engin ástæða til að vona að dauðinn hefur ekki síðasta orðið og við verðum öll að engu.
Trúmál og siðferði | Breytt 12.6.2008 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
10.6.2008 | 14:24
Eru múslimar að reyna að breyta mannkynssögunni - framhald
Því miður þá virkaði ekki ein færslan frá Lindu sem sýndi Ahmadinejad afneita helförunni svo ég ákvað að sýna eina færslu þar sem sýnir hið sama
Síðan viðtal við konu sem heldur því fram að það eru til skólar í Bretlandi sem eru hættir að kenna um helförina til að angra ekki múslima.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (73)
6.6.2008 | 14:09
Eru múslimar að reyna að breyta mannkynssögunni?
Fékk þetta sent í pósti og fannst mjög áhugavert svo ég leyfi mér að pósta því hérna. Það var eitt sem kom þarna fram sem var rangfærsla er og búið að fjarlægja. Það sem var ekki rétt er fjallað um í frétt hérna um málið: http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/education/6563429.stm
General Dwight Eisenhower was right!
Pictures taken right at the end of WW II
A U.S. solider surveys a German concentration camp
It is a matter of history that when Supreme Commander of the Allied Forces, General Dwight Eisenhower, found the victims of the death camps, he ordered all possible photographs to be taken, and for the German people from surrounding villages to be ushered through the camps and even made to bury the dead.
He did this because he said in words to this effect: 'Get it all on record now - get the films - get the witnesses - because somewhere down the track of history some bastard will get up and say that this never happened'
'All that is necessary for the triumph of evil is for good men to do nothing'
Edmund Burke
These photos were taken in Germany by James Emison Chanslor, an Army Master Sergeant who served in World War II from 1942 until 1945.
|
Source: Photos courtesy of John Michael Chanslor.
It is now more than 60 years after the! Second World War in Europe ended.
This e-mail is being sent as a memorial chain, in memory of the six million Jews, 20 million Russians, 10 million Christians and 1,900 Catholic priests who were murdered, massacred, raped, burned, starv ed and humiliated with the German and Russian peoples looking the other way!
Now, more than ever, with Iran, among others, claiming the Holocaust to be 'a myth,' it is imperative to make sure the world never forgets.
Trúmál og siðferði | Breytt 9.6.2008 kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
6.6.2008 | 10:28
Saga af kínverskum kennara veldur reiði
Hérna er saga af kennara í Kína sem yfirgaf bekk sem hann var að kenna, fullann af ungum nemendum til að bjarga sjálfum sér. Hann fullyrðir að hann hafi gert hið eina rétta, að einstaklingar ættu að setja sitt eigið öryggi fram yfir annara. Þetta hefur orsakað mikil viðbrögð og fólki finnst þetta vera hræðilegt; en afhverju? Út frá þróunarlegu sjónarmiðum hefur hann þá ekki rétt fyrir sér? Er ekki hans skylda gagnvart hans sjálfum og í besta falli gagnvart hans eigin afkvæmum?
Eitthvað samt er inn í sérhverju okkar sem segir að það er göfugt að hjálpa öðrum þótt að okkar eigin sjálfsbjargarviðbrögð segi okkur að forða okkur þá er samt eins og rödd inn í okkur sem segir að við ættum að gera það sem er göfugt. Það hefur aldrei verið til það þjóðfélag þar sem sjálfselska hefur verið dyggð.
Hérna er fréttin um kennarann:
http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/asia/china/2064945/China-earthquake-Teacher-admits-leaving-pupils-behind-as-he-fled-Chinese-earthquake.html
![]() |
Flóðahætta í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2008 | 09:43
Miskunsami samverjinn - dauður og grafinn? Ekki fyrir viðkvæma
Síðasta föstudag þá gerðist það að það var keyrt á gamlann mann í Bandarískum bæ sem heitir Hartford. Eins sorglegt og það er að svona ofbeldisverk gerast á hverjum degi, ef ekki á hverjum klukkutíma eða þess vegna hverri mínútu. En í þetta skiptið náðist atvikið á video. Það sem er óhugnanlegt hérna er að gangandi vegfarendur hlaupa ekki til hjálpar heldur láta manninn liggja hjálparlausann á götunni og aðrir bílar keyra bara framhjá.
Hérna er fréttin:
http://www.newsday.com/news/nationworld/nation/wire/sns-ap-ignored-hit-and-run,0,3788927.story
Svona hegðun er svo sem ekkert ný; í Nýja Testamentinu þá finnum við sögu þar sem lögvitringur spyr Jesú hvað maður þarf að gera til að öðlast eilíft líf en Jesú bendir honum á lögmálið og spyr hann hvað hann lesi úr lögmálinu. Lögvitringurinn segir að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig og Jesú segir að það sé rétt en þá spyr maðurinn hver er náungi hans. Þá segir Jesú honum merkilega sögu af miskunsama samverjanum sem við finnum í Lúkasarguðspjalli kafla 10.
Lúkasarguðspjall 10
25Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista Jesú og mælti: Meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?
26Jesús sagði við hann: Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?
27Hann svaraði: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.
28Jesús sagði við hann: Þú svaraðir rétt. Ger þú þetta og þú munt lifa.
29En lögvitringurinn vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: Hver er þá náungi minn?
30Því svaraði Jesús svo: Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. 31Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. 32Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. 33En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, 34gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. 35Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.
36Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?
37Hann mælti: Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.
Jesús sagði þá við hann: Far þú og ger hið sama.
Það sem er mjög eftirtektarvert er að gyðingar litu á að þeir hefðu eilíft líf bara af því að þeir voru afkomendur Abrahams en hérna lætur Jesú einhvern sem er heiðingi í þeirra augum vera þann sem erfir eilíft líf en ekki presta og Levíta sem allir voru vissir um að ef einhverjir kæmust til himna þá væru það þeir.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
5.6.2008 | 14:05
Er ekki í rauninni mannkynssagan sem er að pirra þá?
Jón Gnarr er kannski að nudda salti í sárin en málið er samt að Kaþólska kirkjan setti sig á móti hugmyndum Galileos. Þar sem aftur á móti Galileo var persónulegur vinur tveggja páfa þá fóru þeir ekki svo illa með hann. Félag kaþólskra leikmanna hefur kannski svona mikið á móti því að þetta sé rifjað upp og það er svo sem skiljanlegt þar sem þetta eru "slæmar minningar".
Hérna er sem fjallar um þetta mál: The Galileo 'twist'
Og önnur grein þar sem ég fjallaði stuttlega um Galileó: alileó Galíleís, einn af mörgum kristnum vísindamönnum sem lögðu grunninn að nútíma vísindum
![]() |
Segja upp viðskiptum við Símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2008 | 17:11
Er svínakjöt holl fæða?
Í rökræðum um hvort að Biblían væri úreld eða ennþá viðeigandi fyrir daginn í dag þá komu þau rök að Biblían væri úreld vegna þess að hún hefur rangt fyrir sér varðandi hvort að svín væru góð til matar eða ekki. Rökin eru þau að fyrst að Biblían segir að svín eru óhrein dýr, ekki hæf til áts en að það er ekki lengur rétt þá er Biblían úreld að þessu leiti.
Svo stóra spurningin er hvort að svín eru góð til matar eða hvort að Biblían fór með rétt mál og hennar ráðgjöf varðandi mataræði er ennþá góð ráð í dag.
Hérna eru nokkur rök fyrir því að svín eru ekki góð til matar og er unnið upp úr þessari grein hérna: PIG & PORK FACTS
Svínakjöt er vinsælt meðal flestra kristinna en flestir þeirra vita ekki að Guðinn sem þeir lýsa yfir að tilbiðja hafði fordæmt að borða svínakjöt. Þessi fordæming getur vel verið vegna þessara atriða hérna varðandi svínakjöt sem sýna svo ekki verður um villst að þetta getur ekki verið góð fæða fyrir fólk.
- Svín eru algjör ruslakista. Þau borða allt, þar á meðal þvag, skít, hrörnandi dýraleyfar, orma og jafnvel krabbameins vöxt annara svína og dýra.
- Kjöt svína sígur í sig eiturefni eins og svampur. Ekki óalgengt að kjöt svína er 30 sinnum eitraðra en nautakjöt.
- Þegar menn borða nautakjöt þá tekur það líkamann um 8-9 tíma að melta það svo að hvaða magn af eitri sem er í því getur verið tekið burt af lifrinni. En þegar svínakjöt er étið þá tekur það aðeins 4 klukkutíma að melta kjötið. Þannig fáum við miklu meira af hvaða eitri sem er í kjötinu á skemmri tíma.
- Ólíkt nautgripum og lömbum þá svitna svín ekki út úr líkamanum heldur inn í kjötið sjálft. Þegar dýr svitna þá fara eiturefni út úr líkamanum en fyrir svínin þá fara þau í kjötið.
- Svín eru svo eitruð að ef eitraðir snákar bíta þau, þá hefur það vanalega lítil áhrif á þau og hið sama gildir um önnur eitur.
- Bændur setja svín oft með skröltormum því að svínin munu éta snákana og ef þeir bíta þau, þá hefur eitrið ekki merkjandi áhrif á svínin.
- Þegar svíni er slátrað þá er það étið upp af ormum og skordýrum miklu hraðar en flest önnur dýr.
- Svín hafa fleiri en tólf snýkjudýr í þeim og mörg þeirra geta valdið sjúkdómum. Mjög erfitt að elda kjötið þannig að það er alveg 100% öruggt.
- Kýr hafa flókin meltingarveg enda með fjóra maga. Það tekur þess vegna u.þ.b. 24 klukkutíma að melta þeirra grænmetis fæði sem hreinsar eiturefni úr kjötinu. Aftur á móti þá tekur það svín aðeins um 4 klukkutíma að melta sína fæðu þar sem að eiturefnin verða hluti af kjötinu.
Einhverjir kristnir gætu verið ósammála og sagt að þetta tilheyrði Gamla Testamentinu en ekki því Nýja og ég er alveg til í að taka þá umræðu upp ef einhver áhugi er fyrir hendi.
Ég man eftir þegar ég fékk í fyrsta sinn bacon borgara, það var óneitanlega alveg frábært. Sömuleiðis eru pítsur í uppahaldi hjá mér og pepparóní pítsur þær bestu svo... það er ekki hægt að neita því að það var mikil eftirsjá í að forðast svínakjöt.
Annars fyrir mitt leiti er ég þakklátur að Guð gaf okkur góð ráð varðandi heilsu sem hafa staðist tímans tönn og forðað okkur frá alls konar sjúkdómum og hvers konar óheilbrigði.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (86)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803341
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar