Munu okkar neyðarlegu stundir elta okkur á himnum?

Bill-ClintonÉg get ekki annað en vorkennt Clinton í þessu máli.  Ennþá hengur þetta yfir honum. Veit ekki hvort að hann skammist sín ennþá eða hvort að það er ennþá verið að nota þetta á hann. Ef við erum að heyra um þetta hérna á klakanum þá er þetta líklegast frekar áberandi þar sem hann er.

Hann gerði mikið feilspor og er enn að borga fyrir það. Eins gáfaður og hann er þá samt hefur hann gert heimskulega hluti eins og við öll.  En hvernig væri himnaríki ef þeir sem væru þar gætu bent á okkar feilspor í lífinu? Alltaf af og til þá myndu koma upp á yfirborðið hið heimskulega og vonda sem maður gerði.  Að skömmin myndi aldrei yfirgefa mann?

Góðu fréttirnar eru að Guð getur aðskilið okkur frá okkar heimskulegu gjörðum svo að enginn mun muna eftir þeim í hinum komandi heimi.  Mér að minnsta kosti finnst það frábærar fréttir, að það sem ég skammast mín fyrir mun ekki elta mig inn í eilífðina.  

Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ 


mbl.is Kynnin við Clinton gleymast ei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég geri ráð fyrir því að himnaríki sé til í alvörunni þá er himnaríki og helvíti sami staðurinn, það er alveg á tæru.

En auðvitað er ekkert svona dæmi til, maður hrekkur upp af og thats it.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Mama G

Flowers hefur varið framtakið og sagt að þar sem fréttir af sambandi hennar við Clintonhafi eyðilagt starfsferil hennar sem leik- og söngkonu hafi hún ákveðið að hefja nýjan starfsferil sem fyrrum ástkona Clintons. Áður hefur hún skrifað bók um málið og setið fyrir fyrir tímaritið Playboy. 

"hefja nýjan starfsferil sem fyrrum ástkona Clintons"!? Þvílíkur lúser er þessi kona.

Er annars sammála því sem þú skrifaðir Mofi, bara frá öðru sjónarhorni - eins og venjulega

Mama G, 12.6.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Mofi

Skil ekki alveg hvernig þú færð þetta úr DoctorE...

Mama G, hún fékk ansi mikla athygli á þessu og allt frekar lame að mínu mati. Þú verður að útskýra fyrir mér við tækifæri hvernig þetta sjónarhorn er  :) 

Mofi, 12.6.2008 kl. 15:18

4 identicon

Nú það væri púra helvíti fyrir þá sem eru ekki samboðnir gudda að þurfa að eyða eilífð með hallelújaliði... mjög einfalt :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:39

5 identicon

Eru gjörðir okkar ekki það sem móta okkur?  Gera okkur að þeim sem við erum?

Hver erum við ef allir 'gleyma' því bara??

Sveinn (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Mofi

DoctorE, þetta er alveg góður punktur hjá þér. Þeir sem líka ekki við það sem tilheyrir Guði myndu aldrei líða vel á himnum og Guð er ekki að fara neyða einhvern til að lifa með Honum ef hann vill það ekki.

Sveinn, okkar reynsla mótar okkur en málið er frekar um minninguna um hið vonda og það sem maður skammast sín fyrir.

Mofi, 13.6.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Mama G

Ef maður skammast sín ennþá fyrir eitthvað sem maður gerði í gamla daga hefur maður ekki meðtekið fyrirgefningu fyrir því.

Eins og ég skil fyrirgefningu, hvort sem maður fyrirgefur einhverjum eða meðtekur fyrirgefningu, þá er það samningur um að maður ætlar ekki lengur að láta viðkomandi fortíðaratvik stjórna sér eða samskiptum sínum við mótaðilann. Maður samþykkir að viðeigandi gjörð sé gleymd og grafin og tilheyri fortíðinni.

Mama G, 13.6.2008 kl. 11:39

8 Smámynd: Mofi

Veit hvað þú átt við Mama G en eins og t.d. Clinton hefur kannski fengið fyrirgefningu hjá frú Clinton þá samt þýðir það ekki að það er ennþá verið að nudda þessu framan í hann.  Alvöru fyrirgefngin einmitt gleymir og notar ekki atvikið seinna til að skjóta á viðkomandi.

Mofi, 13.6.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 802829

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband