Nýtt sköpunarsafn

Þann 28. maí þá opnaði nýtt sköpunarsafn í Cincinnati í Bandaríkjunum.  Þetta er gífurlega öflugt safn sem hefur tekið langann tíma að byggja og inniheldur allt það besta sem nútímaleg söfn hafa að bjóða.  Þótt að stór hluti Bandaríkjamanna trúa að Guð hafi skapað manninn eins og hann er í dag fyrir sirka sex þúsund árum þá er þetta samt fyrsta alvöru safnið sem hefur þessa afstöðu.  Í þessu safni er farið yfir þær staðreyndir sem styðja sögu Biblíunnar og útskýrt afhverju mikið af því sem menn nota til að styðja þróun geri það í rauninni ekki.

Það verður gaman að fylgjast með þeirri umræðu sem þetta safn mun fá og án mikils efa alls skítkastins sem þróunarsinnar munu koma með, þeir virðast hafa lítið annað fram að færa.

Hérna fyrir neðan er mynd frá safninu, ansi tilkomu mikið og vonandi mun þetta efla sköpunarhreyfinguna til mikilla muna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Svona fáfræði er virkilega dapurleg og í raun furðulegt hvað svona þvæla hefur náð mikilli útbreiðslu í Bandaríkjunum, sér í lagi meðal illa menntaðra hópa.

Púkinn, 1.6.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Mofi

Ad hominem rök þróunarsinna loksins komin í dagsljósið, takk fyrir það púki :)

Hvernig getur maður búist við gáfulegum athugasemdum frá þeim sem halda að sú ofartölva sem mannsheilinn er var búinn til með tíma og tilviljunum. Ég er svo sem hættur að búast við neinu gáfulegu frá herbúðum þróunarsinna.

Mofi, 1.6.2007 kl. 13:21

3 identicon

Er þetta safn með heimasíðu sem hægt er að skoða ?

Siggi (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 02:24

4 Smámynd: Mofi

Siggi, stofnunin sem stendur á bakvið safnið hefur þessa síðu hérna: http://www.answersingenesis.org/

Mofi, 3.6.2007 kl. 15:56

5 identicon

Ég verð að viðurkenna að þetta "trúaða" fólk fær mig alltaf til að hlæja jafn mikið :) Ég hef gaman af prédikurum sem ég lít á sem lítið annað en uppistands grínista, og margir hverjir alveg afskaplega fyndnir.

Að halda það að "guð" hafi skapað heiminn er lítið annað en ímyndun hóps fólks sem getur ekki sætt sig við hið raunverulega líf. Segðu mér annars, af hverju er "maðurinn" þá æðsta lífveran? Fara maurar til himna? Ef ekki, af hverju er það? Hvað verður um allar aðrar lífverur sem hafa sál, eða ertu kannski að halda því fram að kettir og hundar hafi ekki sál?

Ég veit um fólk sem hefur verið lokað inni fyrir MUN MINNI sakir en að eiga ímyndaðan vin...

Hvernig er hægt, árið 2007, að styðjast við einhverja skáldsögu (Biblíuna) sem skrifuð var á sínum tíma til einskis annars en að vekja upp guðhræðslu með þeim tilgangi að hafa lög og reglu meðal mannfólksins. Maður spyr sig...

Ég vil að lokum vitna í George Carlin sem sagði eitt sinn:

"Religion convinced the world that there's an invisible man in the sky who watches everything you do. And there's 10 things he doesn't want you to do or else you'll go to a burning place with a lake of fire until the end of eternity. But he loves you! ...And he needs your money! He's all powerful, but he can't handle money!" 

Atli (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Mofi

Samkvæmt Biblíunni þá höfum við sál eins og önnur dýr en við erum þau einu sem erum gerð í mynd Guðs, við vitum að við munum deyja og við vitum muninn á réttu og röngu.  Þú vonandi sérð muninn á mönnum og dýrum, hve mörg dýr hefurðu séð sem setja upp dómstóla, semja ljóð og tónverk, búa til tölvur og ferðast til tunglsins?

Hvernig veistu í hvaða tilgangi Biblían var skrifuð?  Ertu búinn að lesa hana? Veistu eitthvað um sögu hennar?

Varðandi George Carlin, hann hafði rétt fyrir sér að það eru tíu atriði sem Guð vill að þú gerir ekki. Hann vill t.d. að þú lýgur ekki, að þú stelur ekki, að þú heiðrir foreldra þína, að þú hatar ekki náungann og þú girnist ekki það sem aðrir eiga. Það er rétt að ef þú gerir eitthvað af þessu þá lofar Hann þér því að Hann muni tortýma þér í eldi; þitt er valið.

Mofi, 8.6.2007 kl. 17:28

7 identicon

Já, ég hef lesið Biblíuna og leit á hana eins og hverja aðra skáldsögu, sem hún er.

Ef þú ferð vandlega í gegnum boðorðin 10, hvað sérðu þá? Ekkert annað heldur en grunn form af reglugerðum sem enn og aftur áttu að reyna að siða fólk til með guðhræðslu. Viti menn, það tókst alveg ágætlega, en að menn séu ENN að velta sér uppúr eld gömlum lögum og reglum er hreinlega bara fáránlegt.

Nei, ég veit ekki í hvaða tilgangi biblían var skrifuð, ég nota rök og logic til að mynda mínar eigin skoðanir, einmitt það sem ég hefði haldið að forritari ætti að gera líka. Hvaðan færð þú þína "túlkun" á tilgangi biblíunnar?

Atli (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 18:04

8 Smámynd: Mofi

Hvaðan færð þú þína "túlkun" á tilgangi biblíunnar?

Orðunum sem í henni eru og þau segja að þessi orð eru orð Guðs og uppspretta lífs.   Afhverju segirðu skáldsögu þegar hún er búin að sanna sig sem áreiðanlega þegar kemur að mannkynssögunni?

Fyrir mig þá sé ég í henni spádóma sem hafa uppfyllst á ótrúlegann hátt og fyrir mig þá sannar það að hún er skrifað af veru sem veit framtíðina. Í henni finn ég líka upplýsingar sem menn á þessum tíma hefðu ekki getað haft, aðeins miklu vitrari vera en þeir gat vitað þessa hluti. Hún segir síðan líka hluti sem mér finnst passa við andlega raunveruleikann, þá á ég við að þegar ég skoða Boðorðin tíu þá sé ég að ég er sekur um að brjóta þau og samviska mín vitnar um að ég veit að það var rangt af mér.  Réttlæti væri að ég myndi borga fyrir þá glæpi en það er aðeins einn sem bíður mannkyninu að borga þetta gjald og það er Jesú.

Mofi, 11.6.2007 kl. 10:44

9 identicon

Hehe, ég vona hreinlega þín vegna (og geðheilsu þinnar) að þú sért að grínast með þetta Jesú tal :)

Skoðum aðeins betur þessa fullyrðingu þína um þína túlkun á biblíunni. Þú segir að þín túlkun komi frá því sem stendur í henni "Orðunum sem í henni eru og þau segja að þessi orð eru orð Guðs og uppspretta lífs.". S.s. biblían segir þér hvernig þú átt að túlka hana? Lestu þetta aðeins yfir og þá sérðu hvað þetta er fáránlegt. Ertu virkilega það undirgefinn að þú getir ekki myndað þér þína eigin túlkun á hlutum? Þarf að segja þér hvernig þú átt að túlka allt?

Ef að bók segir þér að hún sé sönn, er hún það þá s.s.? Hefurðu eitthvað kynnt þér heimspeki? Jújú, auðvitað geturðu fundið helling í biblíunni sem getur passað við ýmsa hluti, en það á líka við um stjörnuspána mína, sem ég hef lúmskt gaman af (í þau fáu tilfelli sem hún á við mig), en tek þó sem skáldskap, enda er ekki um neitt annað að ræða.

Jahá, þú segir að biblían sé skrifuð af "veru" sem veit framtíðina? Ok, fáum þetta aðeins á hreint. Þessi umrædda "vera" sem, í þínum afar undarlega huga, skrifaði biblíuna virðist hafa haft þann eiginleika að geta skrifað bók fyrir hundruðum ára síðan... EN, svo bara ekki gert neitt meira síðan?

Btw, nefndu endilega þessa hluti sem engin annar en þessi "vera" þín hefði getað vitað á þessum tíma. Og fyrst við minnumst á það, nefndu endilega líka þessar sannanir fyrir áreiðanleika biblíunnar, því þú átt eftir að verða mjög hissa þegar þú ferð að leita að þeim heimildum.

Þótt umrædd biblía hafi eflaust í mörgum tilfellum stuðst við raunverulegar (þó AFAR ýktar) sögur (svipað og gömlu Íslendingasögurnar), þá er hún á engan hátt sannsöguleg né áreiðanleg heimild (nema þú sért auðvitað öfgatrúaður spítalamatur).

Atli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 13:18

10 Smámynd: Mofi

Ertu virkilega það undirgefinn að þú getir ekki myndað þér þína eigin túlkun á hlutum? Þarf að segja þér hvernig þú átt að túlka allt?

Það er auðvitað órökrétt að ætla að túlka bók út frá sjálfum sér. Þú verður að túlka hennar orð út frá því sem hún sjálf segir að orðin og hugtökin segja.

Ef að bók segir þér að hún sé sönn, er hún það þá s.s.?

Nei, en hún vitnar um sitt eigið sannleiksgildi og segir að hún mun standast rannsókn og það hefur hún sannarlega gert.  Hérna eru nokkrar síður sem fjalla um hvernig Biblían hefur haft rétt fyrir sér um hluti sem menn áttu ekki að geta vitað:

http://www.inplainsite.org/html/scientific_facts_in_the_bible.html

Síðan um sjúkdóma og heilbrigði sem hin vestrænu vísindi eru tiltulega nýbúin að uppgvöta. ( Atriði 13 )

http://www.livingwaters.com/witnessingtool/scientificfactsintheBible.shtml

Jahá, þú segir að biblían sé skrifuð af "veru" sem veit framtíðina? Ok, fáum þetta aðeins á hreint. Þessi umrædda "vera" sem, í þínum afar undarlega huga, skrifaði biblíuna virðist hafa haft þann eiginleika að geta skrifað bók fyrir hundruðum ára síðan... EN, svo bara ekki gert neitt meira síðan?

Biblían var skrifuð af mönnum leiddum af Guði. Fyrstu handritin voru skrifuð fyrir sirka 3500 árum síðan og þau síðustu sirka 2000 árum og þá þeir sem þekktu Krist persónulega.  Ef þú tilheyrðir kirkju þá myndir þú heyra mjög reglulega af litlum og stórum kraftaverkum víðsvegar um heiminn svo Guð er svo sannarlega ennþá að gera kraftaverk fyrir þá sem trúa á Hann.

Mofi, 11.6.2007 kl. 14:17

11 identicon

Þarna er ég þér ósammála. Auðvitað dæmir túlkar maður bók út frá sjálfum sér og út frá almennri skynsemi. Enginn færi að lesa t.d. Íslendingabækurnar og taka þeim sem 100% sögulegum heimildum.

Hvernig geturðu svo sagt að hún vitni um eigin sannleiksgildi? Vitna enn og aftur í stjörnuspá, sem er lítið annað en hvítur lestur. Allir geta fundið eitthvað í biblíunni sem á við þá, hún er fleiri hundruð síður, hvernig væri annað hægt? 

Þú vitnar í InPlainSite.org sem "heimild"??? Hehe, ég SPRAKK úr hlátri þegar ég smellti á þann hlekk! Þetta er allt túlkun, ekki staðreyndir.

Aftur, þá vitnarðu í LivingWaters.com. Ég þurfti ekki nema að skoða hana í 60 sek til að loka þeim glugga aftur. Svo ég vitni nú í þeirra orð; "LivingWaters.com is an evangelism resource and training site that helps Christians "share their faith"."... I rest my case.

Hvernig getur maður með þína menntun (forritari eins og ég) verið svona gjörsamlega blindaður af því sem þú lest ??? Það er satt sem þú segir, kraftaverk gerast fyrir þá sem trúa á "hann"... Við hin (sem höfum skynsemi) sjáum þetta sem atburði.

Líka merkilegt hvað "guð" fær alltaf hrós frá þeim öfga-trúðuðu, fyrir allt það góða sem gerist... en svo kennið þið einhverjum öðrum um það slæma. Byggt á þeirri lógík, þá gæti ég alveg eins farið að trúa á álfa og bölvað svo tröllunum.

Atli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 14:46

12 Smámynd: Mofi

Þarna er ég þér ósammála. Auðvitað dæmir túlkar maður bók út frá sjálfum sér og út frá almennri skynsemi. Enginn færi að lesa t.d. Íslendingabækurnar og taka þeim sem 100% sögulegum heimildum. 

Þegar þú lest Íslendingabækurnar þá auðvitað verðuru að dæma þær út frá þeim sjálfum, hvað orðin þýddu í huga þeirra sem skrifuðu bækurnar. Maður síðan kemst ekki hjá því að túlka það sem maður les út frá manns eigin reynslu og þekkingu, það þarf ekkert að taka það fram.

Þú vitnar í InPlainSite.org sem "heimild"??? Hehe, ég SPRAKK úr hlátri þegar ég smellti á þann hlekk! Þetta er allt túlkun, ekki staðreyndir.

Þeir vitna í Biblíuvers og afhverju þau innihalda ákveðið sannleiksgildi. Hvað eiginlega meira viltu?

Hvernig getur maður með þína menntun (forritari eins og ég) verið svona gjörsamlega blindaður af því sem þú lest ??? Það er satt sem þú segir, kraftaverk gerast fyrir þá sem trúa á "hann"... Við hin (sem höfum skynsemi) sjáum þetta sem atburði.

Hvernig getur þú vera eitthvað að fullyrða eitthvað þegar þú lest ekkert um þessa hluti? Hvernig geturðu dæmt um það sem þú veist ekkert um?

Líka merkilegt hvað "guð" fær alltaf hrós frá þeim öfga-trúðuðu, fyrir allt það góða sem gerist... en svo kennið þið einhverjum öðrum um það slæma. Byggt á þeirri lógík, þá gæti ég alveg eins farið að trúa á álfa og bölvað svo tröllunum.

Hérna sýnir þú bara hvað þú veist lítið um þetta. Þekkirðu einhvern sem er trúaður? Hve mikið af bókum og myndum sem styðja sköpun og kristni hefurðu lesið?

Mofi, 11.6.2007 kl. 15:23

13 identicon

Enn og aftur tekst þér að fá mig til að brosa :)

Þú segir "Þegar þú lest Íslendingabækurnar þá auðvitað verðuru að dæma þær út frá þeim sjálfum, hvað orðin þýddu í huga þeirra sem skrifuðu bækurnar.". Þarna hittirðu naglann á höfuðið... Þú segist trúa biblíunni vegna þess að mennirnir sem skrifuðu hana trúðu henni? S.s. ef að andlega veikur maður skrifar bók um fljúgandi fíla sem hann trúir á, ætlar þú þá líka að trúa á þá þegar þú lest þá bók? Það eru rökin þín, þótt ég komi með örlítið öfgafullt dæmi.

Sannleiksgildi á InPlainSight.org? Félagi, þetta er túlkun, ekki sannleiksgildi.

"Hvernig getur þú vera eitthvað að fullyrða eitthvað þegar þú lest ekkert um þessa hluti? Hvernig geturðu dæmt um það sem þú veist ekkert um?"

Ég spyr til baka, hvað í guðanna bænum telur þú þig vita sem ég veit ekki? (oops, var ég ekki að brjóta boðorð þarna? darn it, I'm going to hell)

"Hérna sýnir þú bara hvað þú veist lítið um þetta. Þekkirðu einhvern sem er trúaður? Hve mikið af bókum og myndum sem styðja sköpun og kristni hefurðu lesið?"

Ég hef reyndar lesið helling af bókum sem skoða báðar hliðar. Munurinn liggur í því að það eru sannanir fyrir öðru, ekki hinu. Og hvor skoðunin ætli það sé, sem hafi vísindalegar sannanir á bakvið sig? Hugsaðu nú...

Já, þú telur mig vita lítið um þetta, það er þín skoðun og þú hefur rétt á henni, þó svo að hún sé röng. Ég held nefnilega að þú vitir gjörsamlega ekki neitt hvað þú ert að tala um, frekar en aðrir öfgatrúaðir menn, hvort sem það eru kristnir menn eða eitthvað annað.

Trú og trúarbrögð eru undirstaða 80-90% stríðs í heiminum. ALLIR telja sig hafa rétt fyrir sér og að SÍN trú sé hin eina sanna. Kristni (btw) er ein blóðugasta trú allra tíma.

Hefurðu lesið þér til um t.d. hvernig menn hafa verið Páfar í gegnum tíðina? (já, ég veit að hann er kaþólskur). Veistu yfir höfuð HVERNIG trú þú ert að prédika hérna?

Atli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:45

14 Smámynd: Mofi

Enn og aftur tekst þér að fá mig til að brosa :)

Frábært að hafa gert einhverjum daginn aðeins gleðilegri :)

Þarna hittirðu naglann á höfuðið... Þú segist trúa biblíunni vegna þess að mennirnir sem skrifuðu hana trúðu henni? S.s. ef að andlega veikur maður skrifar bók um fljúgandi fíla sem hann trúir á, ætlar þú þá líka að trúa á þá þegar þú lest þá bók? Það eru rökin þín, þótt ég komi með örlítið öfgafullt dæmi

Mjög stór hluti af því sem þú og ég trúum er vegna þess að annað fólk sagið okkur það. Það stóð í bók sem við lásum eða kom fram í mynd sem við sáum eða maður sem við hittum sagði okkur það.  Biblían er með ákveðinn vitnisburð og ég tel hana vera mjög áreiðanlegann vitnisburð vegna t.d. atriðanna sem ég hef bent á. Þegar ég t.d. les orð Jesú þá fyrir mig er þarna greinilega á ferðinni mjög merkilegur maður og ég get ekki fyrir mitt litla líf kallað Hann lygara.

Sannleiksgildi á InPlainSight.org? Félagi, þetta er túlkun, ekki sannleiksgildi

Nei, þetta eru vers í Biblíunni og síðan útskýring afhverju þau eru merkileg. Hvort að sá sem skrifaði þetta væri þekktur lygari eða ekki skiptir ekki máli, þú getur skoðað hvert dæmi út af fyrir sig og metið það. Allt annað er að dæma áður en þú hefur raunverulega skoðað málið.

Ég hef reyndar lesið helling af bókum sem skoða báðar hliðar. Munurinn liggur í því að það eru sannanir fyrir öðru, ekki hinu. Og hvor skoðunin ætli það sé, sem hafi vísindalegar sannanir á bakvið sig? Hugsaðu nú...

Varstu kannski núna að brjóta eitt af boðorðunum?  Við höfum heilann heim sem hefur öll einkenni að hafa verið hannaður og síðan heilan heim af stórkostlegum undrum sem hafa öll einkenni hönnunar. Höfum við einhver dæmi þar sem tilviljanir og náttúruval búa til upplýsingar, forritunarmál og óeinfaldanlegar vélar?  Svarið er auðvitað nei ef þú virkilega þurftir að hugsa þarna.

Ég held nefnilega að þú vitir gjörsamlega ekki neitt hvað þú ert að tala um, frekar en aðrir öfgatrúaðir menn, hvort sem það eru kristnir menn eða eitthvað annað.

Endilega reyndu að vera málefnalegur og sleppa ad hominem skítkasti, lætur aðeins þig líta illa út.

Trú og trúarbrögð eru undirstaða 80-90% stríðs í heiminum. ALLIR telja sig hafa rétt fyrir sér og að SÍN trú sé hin eina sanna. Kristni (btw) er ein blóðugasta trú allra tíma.

Aðeins einhver fáfróður um mannkynssöguna getur látið svona út úr sér. Trúir þú þessu virkilega?  Hvaða stríð heldurðu að voru byggð á t.d. þessum orðum Krists?

Matteusarguðspjall 5:39. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina.
40. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn, gef honum eftir yfirhöfnina líka.
41. Og neyði einhver þig með sér eina mílu, þá far með honum tvær.
42. Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki baki við þeim, sem vill fá lán hjá þér.
43. Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn.
44. En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,

Hefurðu lesið þér til um t.d. hvernig menn hafa verið Páfar í gegnum tíðina? (já, ég veit að hann er kaþólskur). Veistu yfir höfuð HVERNIG trú þú ert að prédika hérna?

Ég veit helling um sögu kaþólsku kirkjunnar; veistu hvað varð henni að falli?

Mofi, 11.6.2007 kl. 17:27

15 identicon

Já, þú fékkst mig til að hlæja, og gerir enn :) Svo flott hjá þér :D

"Mjög stór hluti af því sem þú og ég trúum er vegna þess að annað fólk sagið okkur það. Það stóð í bók sem við lásum eða kom fram í mynd sem við sáum eða maður sem við hittum sagði okkur það.  Biblían er með ákveðinn vitnisburð og ég tel hana vera mjög áreiðanlegann vitnisburð vegna t.d. atriðanna sem ég hef bent á. Þegar ég t.d. les orð Jesú þá fyrir mig er þarna greinilega á ferðinni mjög merkilegur maður og ég get ekki fyrir mitt litla líf kallað Hann lygara."

Já, það er margt til í þessu hjá þér... ég trúi hellingi af því sem ég les... en ég og þú erum ólíkir að því leiti að ef einhver segir mér eitthvað, eða ég les eitthvað, sem mér finnst bara ekki ganga upp þá fer ég og leita mér upplýsinga um það ásamt því að beita almennri skynsemi. Þegar þú lest orð Jesú? Félagi, ég hef lesið orð merkra skálda og talið þau vera skrifaðan ljóðleik, en ég hef þó vit á því að taka því ekki bókstaflega þannig að maðurinn sé í guðatölu bara vegna þess að hann var orðheppinn.

Varðandi InPlainSight sagðir þú:
"Nei, þetta eru vers í Biblíunni og síðan útskýring afhverju þau eru merkileg. Hvort að sá sem skrifaði þetta væri þekktur lygari eða ekki skiptir ekki máli, þú getur skoðað hvert dæmi út af fyrir sig og metið það. Allt annað er að dæma áður en þú hefur raunverulega skoðað málið."

Enn og aftur, þá já, þetta eru vers í biblíunni og TÚLKUN þeirra sem lesa þau, á merkilegheitum þeirra. Þetta er ekki heilagur sannleikur, heldur túlkun.

Þú sagðir:
"Varstu kannski núna að brjóta eitt af boðorðunum?  Við höfum heilann heim sem hefur öll einkenni að hafa verið hannaður og síðan heilan heim af stórkostlegum undrum sem hafa öll einkenni hönnunar. Höfum við einhver dæmi þar sem tilviljanir og náttúruval búa til upplýsingar, forritunarmál og óeinfaldanlegar vélar?  Svarið er auðvitað nei ef þú virkilega þurftir að hugsa þarna."

Það er svo auðvelt að svara þessu að ég veit varla hvar ég á að byrja. Þú vilt meina að heimurinn hafi verið skapaður. Allt gangi eins og það geri því að einhver framandi ímyndaður vinur þinn lét það gerast. Flott er. En hvað með allt það sem er AÐ heiminum? Er það þá ekki "honum" að kenna líka? Hvað með sjúkdóma? Krabbamein, alnæmi, lifrabólgu, Alzheimers, Parkinsons? Hvað með allar náttúruharmfarirnar? Hvað með allt fólkið sem fæðist þroskaheft? Hungursneið? Ætlaði "hann" s.s. að gera heiminn þannig?

Ertu virkilega að segja mér að þú kunnir forritun vegna þess að ímyndaði vinur þinn kenndi þér það?

Þú sagðir:
"Endilega reyndu að vera málefnalegur og sleppa ad hominem skítkasti, lætur aðeins þig líta illa út."

Ég hef ekki verið með neitt skítkast. Þú (og flestir sem tilheyra sértrúarsöfnuðum eins og þú ert í) eru öfgamenn.

Þú sagðir:
"Aðeins einhver fáfróður um mannkynssöguna getur látið svona út úr sér. Trúir þú þessu virkilega?  Hvaða stríð heldurðu að voru byggð á t.d. þessum orðum Krists?"

Hvaða stríð???? Manst þú bara aftur til 1950??? Lestu mannkynssöguna þína aðeins betur og komdu svo og ræddu við mig.

Btw, fyrst þú veist svona mikið um sögu kaþólsku kirkjunnar, teldu þá upp fyrir mig síðustu svona 15 páfa sem hafa verið og segðu mér hvernig menn þeir voru. Ef þú finnur 10 sem ekki voru nauðgarar, morðingjar eða hreinlega bara geðveikir, þá færðu bjór. Þú gætir þurft að grafa dýpra heldur en í "hlutdrægu bækurnar" sem þú lest líklega, til að fá sannleikann í þessu máli.

Atli (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:24

16 Smámynd: Mofi

Atli: en ég og þú erum ólíkir að því leiti að ef einhver segir mér eitthvað, eða ég les eitthvað, sem mér finnst bara ekki ganga upp þá fer ég og leita mér upplýsinga um það ásamt því að beita almennri skynsemi

Ég tel mig sannarlega gera það og tel að þeir sem kaupa hugmyndinni um þróun eru einmitt ekki að gera það. Hvað í okkar reynslu heimi segir okkur að flókin hönnun gerist fyrir tilviljun?  Ég er einmitt forritari og ég veit um engar rannsóknir sem styðja að forritunarmál verði til af tilviljun og það sem býr til upplýsingar í dag eru vitrænar verur en ekkert sem styður að tilviljanir geti búið til upplýsingar.

Félagi, ég hef lesið orð merkra skálda og talið þau vera skrifaðan ljóðleik, en ég hef þó vit á því að taka því ekki bókstaflega þannig að maðurinn sé í guðatölu bara vegna þess að hann var orðheppinn.

Hann fullyrti að Hann er Guð og uppfyllti spádóma sem gyðinga þjóðin hafði um komu Guðs og ég trúi Honum.

Enn og aftur, þá já, þetta eru vers í biblíunni og TÚLKUN þeirra sem lesa þau, á merkilegheitum þeirra. Þetta er ekki heilagur sannleikur, heldur túlkun.

Túlkun hvað?  Þetta eru versin og síðan útskýring á hverju þeirra. Þú hlýtur að geta metið hvert fyrir sig og séð hvort það sé eitthvað þarna sem er merkilegt.

En hvað með allt það sem er AÐ heiminum? Er það þá ekki "honum" að kenna líka?

Ef maður trúir þeirri sögu sem Biblían segir um að Guð hafi skapað þá verður maður að halda áfram að lesa og hún talar um að Guð gaf okkur sjálfstæðan vilja og við höfum valið að illsku og það hefur skemmt sköpunarverkið.  Þótt þú sjáir Ferrari sem er klesttur þá ættir þú samt að geta ályktað að hann var hannaður og ættir ekki að halda að hönnuðurinn hannaði bílinn með klessunni í.

Ertu virkilega að segja mér að þú kunnir forritun vegna þess að ímyndaði vinur þinn kenndi þér það?

Ég gat lært forritun af því að Guð gaf mér skynsemi og bjó til þannig heim að þetta er allt hægt.

Ég hef ekki verið með neitt skítkast. Þú (og flestir sem tilheyra sértrúarsöfnuðum eins og þú ert í) eru öfgamenn.

Það eru fórdómar og skítkast.

Hvaða stríð???? Manst þú bara aftur til 1950??? Lestu mannkynssöguna þína aðeins betur og komdu svo og ræddu við mig.

Komdu með dæmi þar sem orð Krists eru orsök einhverra stríða.

Btw, fyrst þú veist svona mikið um sögu kaþólsku kirkjunnar, teldu þá upp fyrir mig síðustu svona 15 páfa sem hafa verið og segðu mér hvernig menn þeir voru

Ég trúi því að Biblían spáði fyrir um kaþólsku kirkjuna og flokkaði hana sem dýrið, 666 og allt það og það er ekki fögur lýsing svo ég hef aldrei séð kaþólsku kirkjuna sem alvöru kristna stofnun. Það þýðir ekki að það er ekki kristið fólk í henni, aðeins að stofnunin sjálf hefur ekki verið í alvörunni kristin í gegnum aldirnar.

Mofi, 12.6.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 802830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband