Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
8.5.2008 | 14:57
Sáttmáls örkin og Drottningin af Saba
Þeir sem sáu fyrstu Indiana Jones myndina muna kannski eftir því að hann var að leita að Sáttmáls örkinni sem geymdi Boðorðin Tíu. Í annari Mósebók 20 kafla þá lesum við að eftir að Móse fékk Boðorðin Tíu þá hafi hann sett þær í þessa sérstöku örk sem Guð sjálfur gaf honum leiðbeiningar um. Þetta var helgasti gripur Ísraelsku þjóðarinnar og margar sögur af henni eru til. Til dæmis þegar veggir Jerikó hrundu þá báru prestarnir Sáttmáls örkina þegar þeir gengu í kringum borgina þangað til múrarnir féllu.
Skemmtileg saga af Örkinni er að finna í 1 Samúels bók 4. til 5. kafla. Þá er Ísrael í stríði við Filistea og allt lítur út fyrir að þeir muni tapa þá grípa þeir á það ráð að láta sækja Sáttmáls örkina. Þegar Filistearnir heyra að Sáttmáls örkin er komin í herbúðir Ísraela þá urðu þeir hræddir en þegar á reyndi þá tapaði Ísrael bardaganum og Sáttmáls örkin var tekin herfangi. Filistear settu Örkina í musteri guðsins Dagóns en daginn eftir þá komu þeir að líkneskinu þar sem það hafði fallið til jarðar á grúfu frammi fyrir Sáttmáls örkinni. Alls konar plágur og vandræði komu yfir Filisteana þegar þeir geymdu Sáttmáls örkina og að lokum ákváðu þeir að fara með hana til baka til Ísraels.
Eftir að Babelón eyddi Jerúsalem þá hvarf Sáttmáls örkin af sjónarsviðinu og aðeins getgátur eru eftir varðandi hvað varð um hana. Ýtarlegri um fjöllun um Sáttmáls örkina er að finna hérna: http://en.wikipedia.org/wiki/Ark_of_the_Covenant
Hérna er síðan video sem fer aðeins yfir sögu Sáttmáls arkarinnar og færir rök fyrir því að áður en endirinn kemur mun hún finnast aftur. Persónulega veit ég ekki hvort ég tel að það sé rétt en forvitnilegt, samt sem áður. Sjá: http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=137c51bf9afb4b29a4ca
![]() |
Höll drottningarinnar af Saba fundin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2008 | 10:02
Er ofbeldi einhvern tímann hið eina kærleiksríka í stöðunni?
Ef valið er milli þess að veita fólki hjálp með valdi annars vegar, og reyna þannig að koma í veg fyrir að tugþúsundir manna deyi eða að gera ekki neitt og sætta sig við illsku þeirra sem koma í veg fyrir hjálpina, hvor leiðin er kærleiksríkari?
Þetta gæti virkað einföld spurning fyrir suma og mjög flókin spurning fyrir aðra. Ég flakka á milli þessara tveggja valmöguleika.
Stundum finnst mér svarið vera augljóst, að við ættum ekki að líða að einhver komi í veg fyrir að öðru fólki er hjálpað. Hvað myndi lögreglan gera ef það væri maður sem kæmi í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist að slysstað þar sem mörg líf eru í húfi? Væri sá maður ekki fjarlægður og hent í steininn og réttilega svo?
Það er ekki auðvelt að beita ofbeldi þar sem menn eru drepnir af því að þú vilt bjarga lífum en er það kannski það sem er kærleiksríkt?
Vonandi fer þetta samt allt vel og að hjálparstarf geti hafist þarna og þessi herforingjastjórn sjái að sér og komi ekki í veg fyrir hjálparstarf.
Langar aftur að minna á hjálparstarf ADRA á þessum slóðum, hérna er hægt að gefa til þessa hjálparstarfs:
Myanmar Cyclone Fund
![]() |
Matvælasendingar hindraðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 13:39
Styðjum hjálparstarf í Búrma
Ég vil hvetja alla að gefa hvað sem þeir geta í hjálparstarf þarna því að neyðin er mikil. Þeir sem vilja styrkja hjálparstarf ADRA á þessum slóðum geta smellt á linkinn hérna fyrir neðan.
Myanmar Cyclone Fund
< 
Matteusarguðspjall 25
34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.
![]() |
40% látinna á Búrma börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2008 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 13:31
Hver heldur að hann sjálfur sé slæm manneskja?
Sumir gætu haldið að fyrir mann eins og Fritzl þá væri augljóst að hann er ekki góð manneskja en viti menn...
Hve margir finna afsakanir eins og Fritzl gerði þegar hann sagði að hann hefði verið að forða dóttur sinni frá eiturlyfja notkun til að réttlæta það sem þeir vissu að væri slæmt?
Í staðinn fyrir að viðurkenna að það sem hann gerði var rangt þá koma afsakanirnar. Fritzl eins og svo margir byrja að réttlæta sjálfann sig í staðinn fyrir að bara viðurkenna að það sem þeir gerðu var sjálfseigingjörn illska og ekkert annað.
Jafnvel hin verstu ófreskjur sögunnar virtust þykja vænt um marga af þeim sem voru í kringum þá. Einhvern tímann heyrði ég að Hitler hefði verið mjög barngóður.
Matteusarguðspjall 5
46Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama?
Aðal vandamálið kemur þegar manns eigin persónulegu langanir skarast á við það sem maður veit að er rétt. Þegar manns persónulegu langanir valda öðrum skaða en maður velur manns eigin hamingju frekar en að gera það sem rétt er. Maður velur það sem auðveldu leiðina frekar en þá réttu.
Margir segja að maður eigi að finna Guð í manns eigin hjarta en Jesús sagði mjög áhugavert um hjartað:
Markúsarguðspjall 7
21Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.
Það sem við leyfum okkur að hugsa um er það sem hugur okkar fyllist af. Hver kannast ekki við að uppgvöta að maður er kominn með sömu skoðanir og sömu taktana og einhver vinur manns eða karakter í sjónvarpsþætti sem maður er búinn að horfa aðeins of mikið á. Páll postuli hafði þetta um málið að segja:
Filippíbréfið 4:8-9
Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það. 9Þið skuluð gera þetta, sem þið hafið bæði lært og numið, heyrt og séð til mín. Og Guð friðarins mun vera með ykkur.
Við skulum ekki vera fávís og halda að við erum réttlát frammi fyrir Guði eða að halda að Guð horfi á okkur og hugsi að við séum góð.
Markúsarguðspjall 10:17-18
17Þegar Jesús var að leggja af stað kom maður hlaupandi, féll á kné fyrir honum og spurði hann: Góði meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?
18Jesús sagði við hann: Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn.
Þarna vildi maður spyrja Krist hvað hann þyrfti að gera til að öðlast eilíft líf. Í kærleika þá fer Jesú yfir boðorðin til að hjálpa þessum manni að skilja að það sem honum vantaði væri iðrun og fyrirgefningu; að laga samband sig við Guð með því að setja traust sitt á Guð og það réttlæti sem Hann skaffar en ekki sitt eigið réttlæti. Þessi maður hélt að hann væri réttlátur frammi fyrir Guði, hann hélt að hann hefði haldið öll boðorðin. Jesús bendir honum þá á fyrsta boðorðið sem er að setja Guð í fyrsta sæti í lífinu og biður manninn um að selja allt sem hann ætti því að fyrir hann þá voru hans eigin peningar hans Guð.
Markúsarguðspjall 10
18 Jesús sagði við hann: Hví kallar þú mig góðan? Enginn er góður nema Guð einn. 19 Þú kannt boðorðin: Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, þú skalt ekki pretta, heiðra föður þinn og móður.
20 Hinn svaraði honum: Meistari, alls þessa hef ég gætt frá æsku.
21 Jesús horfði á hann með ástúð og sagði við hann: Eins er þér vant. Far þú, sel allt sem þú átt og gef fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himni. Kom síðan og fylg mér. 22 En hann varð dapur í bragði við þessi orð og fór burt hryggur enda átti hann miklar eignir.
Ég vona að þessi maður hafi öðlast skilning á þessu og fundið eilíft líf og hið sama gildir um hvern þann sem las þetta yfir.
![]() |
Fritzl: Ég hefði getað drepið þau öll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 12:42
Hjálparstarf ADRA
Langar að benda á ADRA sem er hjálparstarf Sjöunda dags aðventista sem er að safna peningum til að hjálpa fólkinu í Búrma. Hérna er frétt á þeirra heimasíðu þar sem hægt er að gefa pening til þessa hjálparstarfs, sjá: [ALERT] Cyclone Nargis Devastates Myanmar: ADRA Responds
![]() |
Yfir 22 þúsund látnir á Búrma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2008 | 15:50
Það sem þú ættir að vita um Vitræna hönnun
Hérna er sýnishorf af nýjum videó seríum um alls konar efni sem kallast What You Ought To Know
eða "Það sem þú ættir að vita". Þessi klippa hérna fjallar um Vitræna hönnun og þróunarkenninguna sem er með betri samantekt yfir þetta efni sem ég hef rekist á. Gert á aðeins nokkrum mínútum og meira að segja fyndið á köflum; fyrir þá sem taka sína darwinisku trú ekki of alvarlega.
Þegar þú ert búinn að horfa á hana þá endilega kíktu á þessa mynd hérna og íhugaðu hvernig þér leið þegar þú horfir á fyrstu myndina, sjá: http://www.whatyououghttoknow.com/show/2008/05/02/open-mind-closed/
5.5.2008 | 13:24
Hvernig getur góður Guð leyft svona að gerast?

Margir missa trúnna á Guð þegar þeir mæta mótlæti og skiljanlega svo. En þegar kristnir missa trúnna á Guð í mótlæti þá er það líklegast vegna þess að þeir eru að misskilja boðskap Biblíunnar.
Til að útskýra þetta þá vil ég segja stutta dæmisögu sem útskýrir hvað ég á við.
Ímyndaðu þér tvo farþega um borð í flugvél. Flugfreyja kemur til fyrsta farþegans og bíður honum fallhlíf því hún muni bæta flugferðina. Með fallhlífina þá mun farþeginn njóta ferðarinnar betur. Þar sem að flugfreyjan virðist vera einlæg þá ákveður fyrsti farþeginn að prófa fallhlífina þótt hann geti engann veginn séð að vera með fallhlíf geti gert flugferðina ánægjulegri. Þegar hann er búinn að setja fallhlífina á sig þá finnur hann fyrir þunga hennar, hann finnur að hann getur ekki lengur sitið uppréttur og sumir af hinum farþegunum eru að hlægja að honum. Eftir smá stund þá tekur fyrsti farþeginn fallhlífina af sér og hendir henni í burtu og bölvar henni. Að Hans mati þá var logið að honum og viðbrögðin skiljanleg.
Önnur flugfreyja kemur til seinni farþegans en segir honum að einhvern tímann bráðlega mun hann þurfa að stökkva úr flugvélinni; flugvélin er í hættu og eina leiðin til að lifa af er að setja á sig fallhlíf og stökkva þegar sá tími kemur. Í þakklæti setur farþegi fallhlífina á sig og bíður eftir því að kallið kemur. Honum er alveg sama þótt að fallhlífin er þung og að hann getur ekki setið uppréttur. Þegar síðan aðrir hlægja að honum þá einfaldlega vorkennir hann þeim að vera ekki búnir að setja á sig fallhlífina svo þeir mættu lifa af líka.
Kristnir eiga að setja traust sitt á Jesú Krist til að forða þeim frá því stökki sem allir menn munu einhvern tímann taka. Þeirra trú og traust á Krist er að Hann muni bjarga þeim frá dauða, veita þeim réttlæti frammi fyrir dómi Guðs. Trúin á Jesú snýst ekki um betra líf hér og nú heldur um réttlæti og von um líf eftir þetta líf. Þeir kristnir sem lofa fólki betra lífi hér og nú ef þeir verða kristnir boða eitthvað sem er engann veginn í samræmi við boðskap Krists. Meira að segja varar Jesú fólk við, Hann segir að fylgja Honum getur orsakað það að mans eigin ættingjar munu svíkja mann til dauða og sumir munu hata þig bara vegna þess að þú fylgir Kristi.
Ég við biðja Kristna um að biðja fyrir þessu fólki þarna sem á um sárt að binda. Einnig vil benda á http://www.adra.org sem er hjálparstarf Aðventista sem er með starf á stöðum eins og Búrma.
![]() |
Um 4 þúsund látnir í Búrma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2008 | 15:16
Á Fritzl skilið að þjást að eilífu í logum helvítis?
Líklegast finnst mörgum ég fara núna yfir strikið en mér finnst þetta mjög þörf spurning miðað við afstöðu marga í þessu máli. Mín afstaða er að Fritzl á það ekki skilið. Í annan stað þá kennir Biblían ekki eilífar þjáningar, ekki einu sinni fyrir jafn ógeðfelldann einstakling og Fritzl. En hið magnaða er að margir kristnir halda því fram að þetta eru örlög allra þeirra sem deyja án þess að trúa á Krist. Kirkjudeildir sem halda þessu fram eru til dæmis Hvítasunnukirkjan, Kaþólska kirkjan, Fíladelfía og Krossinn. Ég skil ekki hvernig hægt er að halda þessu fram og samt reyna að segja að Guð sé góður og réttlátur.
Hérna eru nokkrar greinar þar sem ég sýni hvað Biblían hefur að segja um þetta efni en það er sannarlega ekki eilífar þjáningar í logum vítis.
Hver er refsing Guðs, eilífar þjáningar í eldi eða eilífur dauði?
Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni
Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neitt
Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2
Svar við grein sem styður kenninguna um eilífar þjáningar hinna syndugu
Ef ég fer rangt með afstöðu einhverra þessara trúfélaga þá endilega einhver að leiðrétta mig og ég leiðrétti færsluna með mikilli ánægju.
![]() |
Fimm læstar hurðir lokuðu kjallara Fritzl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 803343
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar