3.11.2008 | 16:56
Afhverju lifa Aðventistar lengur en aðrir?
National Geographic gerði könnun fyrir fáum árum á mismunandi hópum fólks í heiminum sem lifa lengur en aðrir. Aðventistar voru einn af þessum hópum og var eini hópurinn þar sem lífslíkur eru ekki að minnka, sjá: http://ngm.nationalgeographic.com/ngm/0511/sights_n_sounds/index.html
Það sem er líka sérstakt er að allir hinir hóparnir eiga það sameiginlegt að búa á sama eða tilheyra sömu þjóð en Aðventistar búa um allan heim og eru frá alls konar þjóðum; það eina sem þeir eiga sameiginlegt er trúin. Það sem er í trúnni sem veldur þessu er heilsuráðgjöf Biblíunnar og síðan ráðgjöf Ellen White til kirkjunnar.
Eitt af þeim ráðum sem Ellen White gaf var að halda sig frá kaffi og te ( ekki grænt te ) og ég er engum vafa um að það var hárrétt hjá henni. Þetta er ekki spurning um trúarlegt sáluhjálpar atriði að maður máá ekki að drekka kaffi heldur aðeins hugsa um heilsuna og fylgja góðum ráðum.
Hérna er smá útdráttur úr grein sem fjallar um kaffi drykkju:
Death-in-the-Kitchen
Merck Index of Drugslists quite a variety of caffeine symptoms and indicates that seven grains of the drug is a medical dose. Most cola drinks, tea, and coffee contain from one and a half to three grains. Many people take far more than a medical dose at every meal. The effect is to stimulate the cells of the body to operate on a higher level of activity than God ever intended. One physician described it this way: We in America have become a nation of tea and coffee drunkards.
Incredible as it seems, this country consumes 275 billion pounds of coffee every year. That averages 17 pounds for every man, woman and child. Doctors warn heart patients and those with stomach ulcers to leave off caffeine, along with smoking. Another coffee factor has recently been established as cancer-causing. This is, by far, the most serious charge that has grown out of the coffee research. Although the carcinogen has not been identified as caffeine, it is definitely associated with coffee drinking.
Tea, in addition to its content of caffeine, has another harmful constituent, tannic acid. This powerful chemical is used for dyeing leather. The detrimental effect of sugar concentration in the caffeinated drinks provides still another reason for eliminating it from the diet. The murderous effect of refined sugar threatens the well-being of every habitual user of soft drinks.
It is not uncommon to see secretaries or bosses sitting at their desks with a cigarette in one hand, a cup of coffee nearby, and a Coca-Cola on the credenza. Who hasnt heard their common rationale: If I dont get my coffee (or coke) I get a headache? They are telling the truth. The caffeine does take away the headache, but so would a tenth of a grain of morphine. The temporary, sedative effect is to deaden the pain, but the daily dosing of delicate nerve-endings wears off, leaving them more jangled, and demanding more and more sedation.
The most pathetic proof of this drug-slavery is to be found in expectant mothers. With all the accumulation of medical data proving the damaging effect of alcohol, tobacco and caffeine on the fetuses, pregnant women still pour the poison into the bodies of their unborn babies. It might be possible to understand a woman willing to risk her own life and health by a perverse indulgence in chemical poisons, but how could she so deliberately endanger the life of her child? The answer to that question reveals the depth of the drug problem in American society.
Maður má samt ekki gleyma því að sama hve hollt maður borðar og passar upp á að hreyfa sig þá deyr maður samt. Eins og ritningin segir til um:
Hebreabréfið 9
27Á sama hátt og það liggur fyrir mönnunum eitt sinn að deyja og eftir það að fá sinn
dóm
Myndir þú verða fundinn sekur ef Guð fer yfir alla þína ævi, sérhvert verk og sérhverja hugsun? Sekur um lygar, þjófnað, reiði, hatur, öfund eða græðgi? Biblían er skýr að slíkir öðlast ekki aðgang að himnum. Ef það veldur þér áhyggjum að ef þú myndir deyja í dag að þú myndir ekki öðlast eilíft líf er þá ekki kominn tími til að opna augun og leita að lausn?
Þungaðar konur dragi úr kaffidrykkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En má ég ekki bara fara eftir hollum lifnaðarháttum og sleppa trúnni? Ég óttast nefnilega að ef ég er sífellt að stressa mig á eilífðar helvítiseldi eftir dauðann að það hafi slæm áhrif á heilsuna...
- afar lítil kaffidrykkja - check
- reyklaus - check
- áfengi í hófi og aldrei sterkt vín - check
- gott samband við fjölskylduna + gott ástarlíf - check (JESSS )
- hollt mataræði - err næsta spurning... smá nammifíkn í gangi, plús ég ellllska kjöt.
- streitulaust líferni + a.m.k. einn afslöppunardagur í viku - check
- langar lífslíkur innan fjölskyldunnar - check
Húrra, ég sé fram á að lifa til a.m.k. níræðs!
Rebekka, 3.11.2008 kl. 17:45
Svo er líka gott að halda sig við sömu kelluna sem lengst . Það fer illa með meltinguna ef matseðillinn á heimilinu tekur stórum breytingum
conwoy (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:27
Hvað ert þú eiginlega búinn að birta þessa svo til sömu grein oft?
Þetta er allavega í þriðja skipti sem ég sé hana hér
Kristmann (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:21
Það sem ég hef lesið um heilsureglur aðventista er mjög gott. Lengra líf aðventista skýrist samt ekki bara af mataræðinu, ekki síður af því heilbrigði sem kristilegir lifnaðarhættir fela í sér: Bindindi á áfengi (oft) og tóbak, nægjusemi og bænalíf, sem margar rannsóknir sýna að hefur góð líkamleg áhrif. Síðan má ekki gleyma reglulegri hreyfingu og hæfilegri hvíld.
Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boðorðum hans og heldur allar skipanir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því ég er Drottinn, græðari þinn.
2. Mósebók 15:26
Theódór Norðkvist, 4.11.2008 kl. 01:07
Ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur, ég og Jesús erum svo góðir vinir að ég fæ eilíft líf :)
http://www.youtube.com/watch?v=XrLzYw6ULYw
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:41
Þá ertu bara að missa af því besta :(
Málið með trúnni er að hún veitir manni lausn frá "stressi" eða ótta vegna dauðans og dómsins.
Mofi, 4.11.2008 kl. 11:41
Þá ertu bara að missa af því besta :(
Málið með trúnni er að hún veitir manni lausn frá "stressi" eða ótta vegna dauðans og dómsins.
Hve lengi hefur þér langað að koma þessu á framfæri
Miðað við hvað þú leggur í heilbrygt líferni þá segir það mér að þú vilt lifa svo afhverju að hafna boði Guðs um eilíft líf?
Það er nú ekki ástæðan sem ég hefði gefið en góður punktur :)
Þá vona ég að þú veljir réttu kirkjuna, ekki gott að velja kirkju sem er Guði ekki þóknanleg eða er hundleiðinleg svo þú haldir ekki að orð Guðs og samvera með kristnum er hundleiðinleg.
Þetta er allavega í þriðja skipti sem ég sé hana hér Ég hef aldrei fjallað um kaffi áður og ég var að sjá síðuna frá National Geographic held ég alveg örugglega í fyrsta sinn þótt ég hef bent á þeirra rannsókn áður.
Mér fannst áhugavert að maðurinn frá National Geographic fannst hvíldardagurinn mest áhugaverður. Menn vanalega gera sér ekki grein fyrir hvers konar dag er um að ræða nema að upplifa slíkan dag. Upplifa að menn hætta að tala um vinnuna, hugsa um vandamál og einbeita sér að því að eiga góða stund með Guði og fjölskyldunni og helst að slökkva á sjónvarpinu. Fólk heldur hvíldardaginn á mismunandi hátt en það er engin spurning að grundvallar reglan er að hugsa um fjölskylduna og Guð og hætta að hugsa um vinnuna og vandamálin.
Mismunandi eftir fólki en sumir finna fyrir mjög jákvæðum breytingum á því hvernig þeim líður eftir að hætta að drekka kaffi; að vísu eru fyrstu vikurnar erfiðar sem segir manni aðeins að þetta er ávanabindandi eins og svo margt annað sem er slæmt.
Takk fyrir þetta Arnar en bara til vonar og vara, sjá: Leiðin til lífs
Myndbandið virkaði ekki hjá mér; eins og nærri því öll myndbönd sem ég hef reynt að skoða á youtube undanfarið :/
Mofi, 4.11.2008 kl. 11:42
Merkilegt. Ég hef nefnilega aldrei tekið eftir því að trú fólks skipti neinu máli gagnvart þessu. Ég þekki fólk sem missti sig í neyslunni seinustu ár og ég þekki fólk sem horfir á eftir hverri krónu sem það eyðir. Ég þekki fólk sem alltaf virðist vera í góðu jafnvægi og ég þekki fólk sem þjáist eða hefur þjáðst vegna þunglyndis. Ég þekki fólk sem ræður ekki við áfengis og/eða lyfjaneyslu og ég þekki fólk sem aldrei smakkar deigan dropa.
Eftir því sem ég best veit raðast fólk ekki í neinn af þessum flokkum sérstaklega eftir því hvort það sé trúlaust eða trúað. Og ekki heldur eftir því hvort að það trúir eftir kennisetningum einhverra ákveðinna.
Egill Óskarsson, 4.11.2008 kl. 12:10
Egill, því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér. Ástæðan tel ég leynast í að við eigum erfitt með að aðgreina trú frá endurfæðingu, sem ég verð að viðurkenna er mjög skiljanlegt. Þegar Jesú sagði dæmisögur þá var Hann í flestum tilfellum að tala um fylgjendur og hvernig sumir væru sannir fylgjendur en aðrir ekki. Ekki að þeir væru meðvitaðir um að vera svikarar, aðeins að það að trúa er ekki nóg.
Mofi, 4.11.2008 kl. 12:55
Af hverju því miður? Finnst þér verra að það sé ekkert samhengi á milli hamingju og trúar? Hverju breytir það fyrir þig?
Ég er að benda á að trúarskoðanir fólks eru engin forsenda fyrir því hvernig líf þeirra er. Mér finnst það ansi augljóst og ansi eðilegt.
Egill Óskarsson, 4.11.2008 kl. 13:48
Egill, það er samhengi milli hamingju og trúar; engin spurning í mínum huga. Málið er að endurfædd manneskja sem er hamingjusöm vegna þess að nafn hennar er ritað í lífsins bók og hefur styrk vegna þess að Guð styrkir hana og gerir góðverk vegna þess að hún elskar aðra menn.
Einhver getur verið trúaður en hann trúir að Guð eigi að veita honum gott líf hérna á jörðinni en Guð Biblíunnar lofaði ekki slíku. Þú getur verið kristinn með allar réttu kenningarnar en ef viðkomandi er ekki fæddur af anda Guðs þá skiptir það litlu máli. Þú getur líka verið hindúi og í djúpri sannfæringu að þegar þú deyrð þá muntu endurfæðast sem kú og vera alveg í skýjunum yfir því. Það samt hjálpar viðkomandi ekki á dómsdegi og skipti engu máli hve hamingjusamur hann var áður en hann dó.
Mofi, 4.11.2008 kl. 14:20
sæll Mófi.
"Þá vona ég að þú veljir réttu kirkjuna, ekki gott að velja kirkju sem er Guði ekki þóknanleg eða er hundleiðinleg svo þú haldir ekki að orð Guðs og samvera með kristnum er hundleiðinleg."
Hver getur dæmt um þetta, þú veist ekki hvað er Guði þóknanlegt og hvað ekki. Kirkjan er fólkið og ef þú myndir skoða biblíuna og sjá hvernig Guð sér fólkið á jörðinni, þá fer hann ekki í manngreiningar álit. Hann elskar alla jafnt og hann mun aldrei elska okkur meira eða minna en hann gerir í dag.
Segðu okkur frá fagnaðaerindinu sem Guð gaf okkur, gengur það ekki bara út á trú? Hvað er Páll að kenna í fyrstu 8 köflum Róm? að þú réttlætist ekki fyrir lögmáls verk heldur fyrir trú. Hver er þessi Hvíld sem við eigum í Kristi Jesú í dag? Hver erum við í Kristi?
Þú talar bara um boð og bönn og lögmáls verk og halda hvíldardaginn heilagann. Ég hélt að Jesú hefði uppfyllt lögmálið og spámennina, eða vantar eh uppá. Hver erum við að bæta við eitthvað sem Jesú lýsti fullkomnað.
Eða eigum við ekki að sækja rættlæti okkar til hans?
stebbi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:27
Ég veit hvað er meira í samræmi við Biblíuna og hvað ekki. Guð fer ekki í manngreinar álit en Hann er með Sitt orð og síðan fólk sem fer eftir því og fólk sem velur hefðir og vinsældir fram yfir það sem Guð hefur opinberað. Guð lítur fram hjá fáfræði en þegar einhver fær ljós og velur að fylgja því ekki þá er viðkomandi kominn á mjög hættulegt svæði.
Jú, það gengur út á réttlætingu af trú; endurfæðingu af Anda Guðs og viðkomandi verður barn Guðs. Hvíldin er t.d. fólgin í hlíðni við hvíldardagsboðorðið eins og Hebreabréfið fjallar um:
Ganga inn til hvíldar til að óhlýðnast ekki og falla...
Jesú uppfyllti kröfur lögmálsins sem var dauði og þannig tók á sig það sem við eigum skilið fyrir lögmálsbrot. En þetta var ekki leyfi til að brjóta lögmálið eftir að fá fyrirgefningu. Náðin er fyrirgefning sem við eigum ekki skilið og eðlileg viðbrögð eru núna að vilja fylgja lögmálinu eins og Jesús sjálfur orðaði það:
Hérna er einmitt dæmi um þar sem boðorðin segja að við eigum að halda sjöunda daginn heilagann en fyrir marga þá þýðir það að skipta um kirkju, hlíða vinnuveitandanum frekar en Guði eða bara hreinlega gera eitthvað sem honum langar ekki til og velur þannig að óhlíðnast Guði.
Mofi, 4.11.2008 kl. 16:28
Boðorðin eru uppfyllt - það er nýtt boðorð "En þetta traust höfum vér til Guðs fyrir Krist.
5 Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði,
6 sem hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.
7 En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu,
8 hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð?
9 Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð.
10 Í þessu efni verður jafnvel það, sem áður var dýrlegt, ekki dýrlegt í samanburði við hina yfirgnæfandi dýrð.
11 Því að ef það, sem að engu verður, kom fram með dýrð, þá hlýtur miklu fremur hið varanlega að koma fram í dýrð."
þú kemst ekki inní hvíldina með að halda hvíldar daginn heilgann. Sáttmálinn sem þú ert í gengur út á trú en ekki verk. lögmáls verk er andstæðan við trú. Gyðingar reyndu að halda lögmálin 10 í mörg ár og gátu það aldrei.
Jésú gaf nýtt lögmál og það var að elska náungan eins og sjálfan sig, sama hvort við værum sammála eða ósammála. Guð er með margar hliðar og við getum ekki sagt þetta er rétt og þetta er rangt þegar fólk er að nálgast hann. Guð er alltaf sannur hvernig sem við upplifum hann.
stebbi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:50
Já Mofi, ég átta mig alveg á því að þú telur að þið aðventistar vitið betur heldur en við 98% sem ekki deilum þessum kennisetningum með ykkur. Það sem ég á við er að trú er engin forsenda hamingju. Þú þarft ekkert að vera trúaður til þess að vera hamingjusamur og þú getur alveg verið óhamingjusamur þótt þú sért trúaður.
Þarna liggur munurinn á okkur, mér finnst það nefnilega skipta miklu meira máli að maður lifi lífinu hamingjusamur og í sátt við sjálfan sig.
Egill Óskarsson, 4.11.2008 kl. 19:40
Ég hef nú grun um að þessi niðurstaða sé eitthvað málum blandin. Ekki síst vegna þess að Aðventistar telja þá sem veikjast vera undirokaða af Satan.
Þannig geta þeir í framhaldi af sjúkleika einhvers meðlims safnaðarins gert hann brottrækan og skráð hann utan trúfélaga með samþykki aðstandenda.
Auk þessa geta þeir freistast til að sleppa börnum sínum við bólusetningar og ollið þannig ótímabærum dauðdaga barna sinna. Sömuleiðis geta þeir freistast til að treysta um of á vernd guðs síns og sleppt öldruðum og einstaklingum með lélegt ónæmiskerfi við bólusetningar gegn inflúensu.
Svona niðurstöður ber að taka með fyrirvara, sama hvort um trúsöfnuði eða lifnaðarhætti er að ræða.
Sigurður Rósant, 4.11.2008 kl. 23:03
Skemmtilegur pistill Mófi Minnti mig á þegar ég var í 10. bekk, þá tók ég life-expectancy próf - fékk út 111 ár Fín tala maður, búin að lifa nógu lengi til að hafa geta gert allt sem mig langar til, nógu lengi til að allir ættingjar séu búnir að gefa upp alla von um að ég muni nokkurn tímann hrökkva upp af svo þau erfi einhvern money og já, nógu lengi til að ná að blóðmjólka ellilífeyrinn og eyða hverri einustu krónu sjálf
Svo tók ég annað test núna um daginn, aðeins uppfærðar niðurstöður vegna breyttra lífhátta - 97 ár... örugglega allt helv... koffeinið! Sjá annars hér fyrir alls konar koffein innihald ýmissa drykkja, alls ekki bundið við kaffi, enda drekk ég ekki kaffi.
Mama G, 5.11.2008 kl. 10:31
Andi bókstafsins fer ekki gegn bókstafnum sjálfum. Jesús útskýrði vel hvað andi bókstafsins er þegar Hann talaði um að bókstafurinn sagði:
Maður getur ekki uppfyllt að elska náungan og líka stolið og logið að honum. Það er ekki eins og bókstafirnir í boðorðunum eru af hinu illa.
Að halda hvíldardag er að hætta að vinna, það er svona eins og "mínus verk" svo ekki rökrétt að tala um verk þegar kemur að því að halda hvíldardaginn. Eins og Hebreabréfið talar um þá á maður að keppast til að upplifa þessa hvíld og að gera það ekki er óhlíðni; eina ástæðan fyrir því að um óhlíðni er að ræða er það er brot á boðorðunum.
Það er síðan ekki þannig að halda lögmálið er andstæðan við trú heldur opinberar verkin trúnna.
Þetta þýðir ekki að menn frelsast fyrir verk en þetta þýðir að trú sem birtist ekki í góðu verkum er ónýtt drasl.
Auðvitað getum við sagt að þetta er rétt og eitthvað annað er rangt því að það er Guð sem gaf okkur skilgreininguna. Sumir upplifa Guð sem hræðilegan harðstjóra, aðrir sem dýflissu pyntara af því þeir trúa að Guð kvelji fólk í eldi að eilífu. Það skiptir máli að fá rétta mynd af Guði og hvernig Hann vill að við hegðum okkur því að okkar hegðun segir til um hvern við tilbiðjum. Kærleikur án skilgreiningar er einskisvirði. Einn getur skilgreint kærleikan þannig að það er í lagi að ljúga og stela en það hljóta allir að sjá að það gengur ekki upp. Jesús tók boðorðin saman í að elska Guð og elska náungan því að sá sem gerir það vill gera það sem boðorðin segja honum að gera. Hvíldardagurinn snýst um að taka einn dag frá í vikunni og eyða honum með Guði. Sá sem vill það ekki getur varla elskað Guð því hann er ekki tilbúinn að eyða tíma með honum.
Þú virðist ekkert vera að lesa það sem ég segi svo... akkúrat þessari setningu þinni er ég mjög sammála. Það sem ég var að reyna að útskýra er að þeir sem hafa endurfæðst þeir eru hamingjusamir vegna þess að þeirra nöfn eru rituð í bók lífsins svo þótt að allt gangi á afturfótunum í þessu lífi þá tekur það ekki burt frá þeim hamingjuna.
Og mér finnst eilífðin skipta meira máli en örfá andartök hérna þar sem sumir eiga nokkur ár eftir og aðrir nokkra daga. Það samt þýðir ekki að sá sem trúir er eitthvað óhamingjusamur; langt frá því. Hans hamingja er tryggð sama hvað á dynur ef hann hefur endurfæðst.
Aldrei hef ég heyrt þessa skoðun í minni kirkju og sannarlega ekki mína skoðun.
Ég vona að þú ert að grínast... ef einhver myndi gera þetta þá myndi ég mæla með því að honum yrði vikið úr söfnuðinum. Það er afskaplega sjaldgæft að einhverjum er vikið úr söfnuðinum; þekki ekkert dæmi sem þú lýsir.
Svakalega finnst mér þín kynni af Aðvent söfnuðinum vera undarleg. Aldrei heyrt um svona dæmi og þekki ekki svona hugsunarhátt hjá neinum aðventista sem ég þekki.
Takk :) 111 ár er dágóður tími Þarna er dæmi um að það er ekki bara gott við að vera ríkur. Ef maður er mjög ríkur þá getur verið helling af fólki sem finndist betra að maður hrykki upp af svo það kemst í peningana
Takk fyrir þetta... well, svona nokkvurn veginn... ég þarf að minnka Coke neyslu mína all verulega
Mofi, 5.11.2008 kl. 12:16
Mofi - "Aldrei hef ég heyrt þessa skoðun í minni kirkju og sannarlega ekki mína skoðun."
Ja, það er svo sannarlega fagnaðarefni ef Aðventistar eru búnir að henda þessari kenningu sinni, en hana fann ég í Biblíulexíum frá 1970, gefnum út af Aðventistum á Íslandi. Kenningu sinni til stuðnings vitna þeir í Post. 10:38 "Hann gekk um, gjörði gott og græddi alla, sem af djöflinum voru undirokaðir, því Guð var með honum."
Þú átt sennilega margt eftir ólært um kenningar þinna trúsystkina á þeim tímum sem ég kynntist Aðventismanum 1965 - 1970.
Veistu til þess að kenningar sem hljóma ekki vel séu hreinsaðar út svona af og til?
Sigurður Rósant, 5.11.2008 kl. 18:13
"Auðvitað getum við sagt að þetta er rétt og eitthvað annað er rangt því að það er Guð sem gaf okkur skilgreininguna. Sumir upplifa Guð sem hræðilegan harðstjóra, aðrir sem dýflissu pyntara af því þeir trúa að Guð kvelji fólk í eldi að eilífu. Það skiptir máli að fá rétta mynd af Guði og hvernig Hann vill að við hegðum okkur því að okkar hegðun segir til um hvern við tilbiðjum. Kærleikur án skilgreiningar er einskisvirði. Einn getur skilgreint kærleika þannig að það er í lagi að ljúga og stela en það hljóta allir að sjá að það gengur ekki upp. Jesús tók boðorðin saman í að elska Guð og elska náungan því að sá sem gerir það vill gera það sem boðorðin segja honum að gera. Hvíldardagurinn snýst um að taka einn dag frá í vikunni og eyða honum með Guði. Sá sem vill það ekki getur varla elskað Guð því hann er ekki tilbúinn að eyða tíma með honum."
Allavega þegar ég les biblíuna mína þá minnir þú mig frekar á farísea en Jesú.. Ég vorkenni þér ef þú þarft að taka einn dag í viku frá fyrir Guð til þess að vera viss um hvert þú ferð eftir þetta líf, ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert í samfélagi við Guð eða eða ertu að sanna fyrir Guði að þú elskir hann? Meðan þú reynir stöðugt að vera betri og betri, þú biðst fyrirgefninga fyrir syndir þínar í hvert skipti sem þú brýtur af þér. þú reynir að endurspegla Jesú hvert sem þú ferð, stöðugt að hugsa um hvort þú sért að gera rétt eða rangt. Þú gleymir því að þú ert réttlæti Guðs í Jesú KRISTI, Það er engin fordæming fyrir þá sem eru í KRISTI Jesú, vegna þess að lögmál lífsins hefur frelsað okkur frá lögmáli syndar og dauða sem er B 10... Við verðum að passa að samviska okkar verði ekki syndar samviska, stöðugt upptekinn af verkum okkar. Miklu frekar að vera stöðugt upptekin af réttlætinu sem við eigum í KRISTI og afleiðeyðingin af svona trú er rétt hegðun og rétt verk en allt út frá andanum. Fyrst lögum við til inni og svo mun allt batna að utan sjálfkrafa. Eða sérð þú um vöxtin? Þú hefur snúið dæminu við Mofi.
Hvíldin sem Páll talar um er stöðug hvíld, hann vann meira en allir hinir postularnir en samt vann hann út frá hvíldinni og frá náðinni. Jesú sagði því meira sem ykkur er fyrirgefið því meira getið þið elskað.
Ég get elskað mikið vegna þess að Guð hefur fyrirgefið mér mikið, hann hefur fyrirgefið mér allar mínir syndir frá upphafi til enda. Ég er meðvitaður um þetta og þess vegna leik ég mér ekki að hættunni. Þess vegna sé ég Fagnaðarerindið en ekki boðorðin 10.
kristnum mönnum ber að auglýsa ást Guðs og fólkinu en ekki dæma það til helvítis fyrst og segja þeim svo að trúa. Öll biblían gengur úta hjálpræðisverkið bæði gamla og nýja testamentið. Væri ekki miklu nær að segja frá hjálpræðisverkinu, allt sem tilheyrir því er Já og Amen. Það eru engar bölvanir í nýja sáttmálunum, nema þá þegar það er rangt farið með orðið og það er að prétika ekki náðina, því Jesú er náð. Eða hvernig sérð þú Jesú?
B 10 segja þú skalt, þú skalt, þú skalt en Jesú segir ég vil, ég vil, ég vil gera allt fyrir þig ég vil elska þig þrátt fyrir að þú sért kannski ekki besti maður í heimi, ég þekki þinn raunverulega mann, ef þú leifir mér að elska þig þá finnur þú sjálfan þig í minni ást og ferð að sjá þig eins og þú raunverulega ert. Því þú ert undursamleg sköpun.
Fagnaðarerindið gengur úta fögnuð, Bæði páll og Jesiah spámaður sögðu að fagnaðarerindið er of gott, svo fólkið mun ekki trúa því.
Þú ert undir sama sáttmála og Abraham, Sama sáttmála og Ísraelar frá Ex 1-19 eða þangað til boðorðin koma.
Ástæðan fyrir að Guð gaf B 10 er sú að fólkið sagði í hroka sínum sagði "allt sem Guð boðar okkur getum við gert" En þetta var mjög rangt að segja, þar sem í hvert skiptið sem Ísrael fór að kvarta í Móses, þá blessaði Guð þau þrátt fyrir röflið í þeim. En strax eftir að B 10 komu, þá refsaði Guð þeim eftir hegðun þeirra, vegna þess að sáttmálin sagði svo til. Sáttmálinn sem Jesú gerði fyrir okkur er eilífur, hann uppfyllti B 10 og spámennina og þar sem hann gerði það en ekki við, getum við ekki tekið heiður fyrir heilagleika okkar. Sáttmálinn virkar þannig að allt sem þú hefur verið, allt sem þú átt eftir að verða og allt það sem þú ert er Krists í dag, Hann tók allt þitt líf á sig, honum var refsað fyrir það og dæmdur til þess að þú og ég þyrftum ekki að lifa í fordæmingu og hvað þá vera að benda á aðra og tilkynna þeim að þau séu að fara til helvítis. Hver dagur nægir sín þjáning, afhverju er sendiboði Guðs eða maður sem virðist vita hvað er rétt og rangt að dæma. Ef þú vissir hvað væri rétt og hvað væri rangt myndirðu ekki dæma. Eða er Guð ekki allt í öllu?
Kristur sagði Dæmið ekki. Hversu flókin REGLA er þetta! Ef þú dæmir fólk með biblíunni, þá munt þú dæmdur verða af henni, En biblían segir að við höfum þegar verið dæmt og við vörum öll sek, en svo kom Jesú og tók í burtu syndir okkar og tók á sig refsinguna og dóminn, núna höfum við eðlið hans, við fáum hans, við erum heilög af því að hann er heilagur, við erum spámenn af því að hann var spámaður, eins og KRISTUR er þannig erum við líka. Við eigum bara mjög erfit með að trúa því.
prófaðu að fara í gegnum biblíuna og sjáðu að náð er það sem Hann gaf okkur, Náð er það sem hann vill að við sjáum og lifum í. En hjá kirkjunni í dag er náð ekki gott orð, það er misskilið, sumir segja að þetta sé náð eða eh annað. Jesús er náð, þetta er náðarsáttmáli og ég held að Heb 4 endi á að tilkynna okkur það.
líka lúkas 4 og Jesiah 60 að ég held. Við erum að fara á mis við náðina við trúm ekki á hana, en samt talar Páll mest um hana og Jesú. Eins og dæmis sagan um týnda soninn sem fór að og kláraði arfinn sinn í eh rugl, Faðir hans kom hlaupandi á móti honum og strákurinn fékk varla færi á að byðjast afsökunar, slík var gleðin hjá pabbanum. En eldir og góði strákurinn sem hafði alltaf farið eftir öllum boðunum gat ekki sætt sig við að Pabbi hans myndi halda veislu handa vonda bróður hans sem fór og kúðraði öllu sínu og fær svo veislu þegar hann kemur heim. Þú þekkir þessa sögu og veist hvernig hún endar.
stebbi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:04
Þú þarft að hafa í huga að það sem er opinber kenning kirkjunnar er að finna í það sem er kallað "Fundamental Beliefs". Annað getur verið aðeins það sem einhverjum fannst gáfulegt á sínum tíma.
Eitt af því sem að skiptir máli finnst mér er að kirkjan á að vera að vaxa í þekkingu. Á að vera að henda út því sem reynist rangt og taka inn það sem hægt er að segja að sé nýr sannleikur. Að stöðnun er ekki góð. Ég man eftir helling á minni æfi sem hefur breyst og flest held ég að ég geti sagt að er til hins betra.
Vonandi eru flestir í kirkjunni með það opin huga að það er ekki mikið vandamál. En það sem þú bentir á var ekki opinber kenning kirkjunnar þó að einhverjir hafi aðhyllst eitthvað og jafnvel náð að setja það í biblíulexíur.
Hvernig hljómar allt þetta?
Mofi, 5.11.2008 kl. 22:10
Aðeins að ef ég elska Guð þá held ég boðorð Hans ( Jóhannes 14:15 )
Hefurðu sömu fordóma gagnvart öðrum af boðorðunum tíu? Finnst þér í lagi að brjóta eitthvað af hinum níu? Ég sé ekki betur en þetta boðorð henti þér ekki og þess vegna lætur þú svona.
Synd er lögmálsbrot ( 1. Jóhannesarbréf 3:4 ) og svo sannarlega er að halda hvíldardaginn hluti af boðorðum Guðs. Páll útskýrir þetta enn fremur á öðrum stað:
Alveg sammála að við byrjun á því sem er inni. Að halda hvíldardaginn án þess að vera endurfætt barn Guðs er tilgangslaust. En barn Guðs mun vilja hlíða Guði og því sem Hann hefur sett fram sem sinn vilja og sín lög. Sá sem sýnir enga löngun til að fylgja boðorðum Guðs er að mínu mati að sýna hvert hans samband við Guð er. Það er samband sem er á hans forsendum en ekki forsendum sem Guð gefur. Hann hlíðir aðeins því sem honum hentar sem er í rauninni engin hlíðni.
Ef Guð hefur fyrirgefið þér að stela, að ljúga, að girnast það sem þú átt ekki eða drýgja hór; er það þá ekki rökrétt að eftir fyrirgefninguna þá viltu ekki stela eða ljúga vegna þess að þú vilt ekki syrgja Guð?
Þú getur ekki aðskilið boðorðin tíu frá fagnaðarerindinu; það er stór hluti af því. Hluti fagnaðarerindisins er að brot á boðorðunum er glæpur gagnvart Guði og á dómsdegi þá mun enginn lygari eða þjófur erfa eilíft líf. Fagnaðarerindið er að sá sem er í Kristi verður saklaus á dómsdegi af því að Kristur er saklaus; Hans réttlæti verður tilreiknað þeim sem Honum fylgja.
Ef þú vilt ekki leika þér að hættunni þá ættir þú að halda boðorð Guðs en ekki viljandi brjóta þau.
Ef maður skoðar hvaða tilgangi boðorðin þjóna í Gamla Testamentinu þá sjáum við að ef einhver braut boðorðin þá átti hann að fara í musterið og færa fórn til að fá fyrirgefningu. Þarna var Guð að sýna þeim fagnaðarerindið og þá sérstaklega tenginguna milli brot á boðorðunum og krossins. Alveg eins og í dag á fólk að koma til Krist ef það sér sína þörf á fyrirgefningu. Ef það skilur að það hefur sært Guð og reitt Hann til reiði með sínum afbrotum og þarf á einhverjum til að borga sekt þeirra.
Eða eins og Páll sagði í Rómverjabréfinu:
Þegar syndari heyrir lögmálið; heyrir "þú skalt ekki ljúga, þú skalt ekki myrða..." þá verður syndin raunveruleg og vex í augum þess er syndgaði. Því meira sem viðkomandi gerir sér grein fyrir alvarleika þess því djúpstæðara verður þakklætið fyrir fyrirgefninguna.
Hvernig skilur þú Matteus 5?
Við eigum auðvitað að vita hvað er gott og hvað er slæmt. Þegar þú skoðar í hvaða samhengi þetta er sagt þá sérðu að hérna er ekki verið að tala um að kristnir eiga ekki að segja að eitthvað er rangt. Mega kristnir ekki segja að fóstureyðingar eru rangar eða að misþyrma börnum er rangt? Auðvitað var Kristur ekki að segja slíkt. Lestu aðeins Matteus 6-7 í samhengi og þá sérðu að Jesú er að tala um allt annað.
Guð hefur gefið okkur það hlutverk að vara heiminn við þeim dómi sem er komandi. Dæmi um þetta er t.d. þetta hérna:
Náð eða fyrirgefning sem við eigum ekki skilið. Náð og kraft til að geta lifað í samræmi við vilja Guðs:
Kveðja,
Mofi
Mofi, 5.11.2008 kl. 22:48
Ég er forvitinn að heyra þína skoðun á þessari grein hérna: Afhverju Kristni?
Mofi, 5.11.2008 kl. 22:51
Dóra, ég er pollrólegur en ég skil samt engan vegin hvað þú ert að meina. Að hvaða leiti hefur hamingjusamur trúleysingi góða trú? Ég trúi ekki á sjálfan mig og lífið á sama hátt og fólk trúir á guði og ég þekki engan trúleysingja sem telur sig gera það og þó þekki ég marga hamingjusama trúleysingja.
Og ef ég bendi þér á að ég þekki marga hamingju- og nægjusama trúleysingja (fólk sem hefur ENGA trú), hvað þá? Hefur þetta fólk þá bara rangt fyrir sér? Er það þá bara trúað? Eða er það þá bara ekki hamingjusamt?
Af hverju grunar mig að þú gætir verið á leiðinni að fremja 'engin sannur skoti' rökvilluna?
Ég þekki alveg og veit um fólk sem hefur 'endurfæðst' eða 'frelsast' eða hvað þetta kallast sem er bullandi þunglynt. Það hefur líklega minnst með trúnna að gera og meira þunglyndið sjálft.
Trú, meira að segja hjá þeim sem eru 'endurfæddir', kemur ekki í veg fyrir óhamingju, þó svo að fólk trúi því að því eigi eftir að líða betur seinna.
Egill Óskarsson, 5.11.2008 kl. 22:57
1 Joh 3
Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn. Og það erum vér. Heimurinn þekkir oss ekki, vegna þess að hann þekkti hann ekki.
2 Þér elskaðir, nú þegar erum vér Guðs börn, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er.
3 Hver sem hefur þessa von til hans hreinsar sjálfan sig, eins og Kristur er hreinn.
4 Hver sem synd drýgir fremur og lögmálsbrot. Syndin er lögmálsbrot.
5 Þér vitið, að Kristur birtist til þess að taka burt syndir. Í honum er engin synd.
6 Hver sem er stöðugur í honum syndgar ekki, hver sem syndgar hefur ekki séð hann og þekkir hann ekki heldur.
7 Börnin mín, látið engan villa yður. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur, eins og Kristur er réttlátur.
8 Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.
9 Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.
10 Af þessu eru augljós börn Guðs og börn djöfulsins. Sá sem iðkar ekki réttlætið og elskar ekki bróður sinn heyrir ekki Guði til.
11 Því að þetta er sá boðskapur, sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan.
12 Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn. Og af hverju myrti hann hann? Af því að verk hans voru vond, en verk bróður hans réttlát.
13 Undrist ekki, bræður, þótt heimurinn hati yður.
14 Vér vitum, að vér erum komnir yfir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum bræður vora. Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum.
15 Hver sem hatar bróður sinn er manndrápari og þér vitið, að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér.
16 Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna.
17 Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?
18 Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.
19 Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum,
20 hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti.
21 Þér elskaðir, ef hjartað dæmir oss ekki, þá höfum vér djörfung til Guðs.
22 Og hvað sem vér biðjum um fáum vér hjá honum, af því að vér höldum boðorð hans og gjörum það, sem honum er þóknanlegt.
23 Og þetta er hans boðorð, að vér skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krists og elska hver annan, samkvæmt því sem hann hefur gefið oss boðorð um.
24 Sá sem heldur boðorð Guðs er stöðugur í Guði og Guð í honum. Að hann er stöðugur í oss þekkjum vér af andanum, sem hann hefur gefið oss.
Joh 17
6 En hryggð hefur fyllt hjarta yðar, af því að ég sagði yður þetta.
7 En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar.
8 Þegar hann kemur, mun hann sanna heiminum, hvað er synd og réttlæti og dómur, _
9 syndin er, að þeir trúðu ekki á mig,
10 réttlætið, að ég fer til föðurins, og þér sjáið mig ekki lengur,
11 og dómurinn, að höfðingi þessa heims er dæmdur.
stebbi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 23:40
Dóra litla mér sýnist á öllu þú vera að koma með 'no atheists in foxholes' kjaftæðið. Ég ætla að biðja þig að hugsa þig vandlega um áður en þú fetar þá braut.
Þú ættir að vita fullvel hvað orðið 'trú' þýðir í umræðu á borð við þessa. Þú verður að gera greinarmun á trú í merkingunni belief og trú í merkingunni faith. Ég trúi ýmsu, en engu í líkingu við trú þína á yfirnáttúrulegan, almáttugan, alvitran og algóðan, persónulegan guð.
sth (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:15
Þetta er hreinlega það sem flestar dæmisögur Krists fjalla um; sanna og falska fylgjendur. Þetta er ekki rökvilla, þetta er spurning um að sjá undir yfirborðið og vita að af verkunum numum við þekkja þá, hverjir eru sannir og hverjir eru falskir.
Þá hefur þú einmitt fundið fólk sem hefur ekki endurfæðst þótt það telji sig hafa endurfæðst.
Hvað segir þetta þér stebbi?
Það er ekki henni að kenna að það eru engir guðleysingjar í skotgröfum. Ég myndi að vísu segja að það eru mjög fáir guðleysingjar í skotgröfum því það eru alltaf nokkrir sem eru virkilega heitrúaðir guðleysingjar.
Mofi, 6.11.2008 kl. 11:10
Hvernig getur þú leyft þér að halda því fram að guðleysi sé trú og guðleysis Darwinismi trúarbrögð en sagt svo í sömu andrá "Hey, það eru engir alvöru guðleysingjar"??
Sérðu ekki hvað þetta er heimskulegt? Hugsaðu þig aðeins um Halldór.
sth (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:51
Ég tók fram að það eru nokkrir sem eru virkilega heittrúaðir þó að mig gruni að þeir eru aðeins að bæla niður það sem þeir vita að er satt.
Mofi, 6.11.2008 kl. 15:23
Þú skilur greinilega ekki spurninguna. Hvernig geta trúarbrögð byggst á einhverju sem allir (að þinni sögn) vita að er lygi? ÞAÐ er það sem ég er að segja, þú getur ekki sagðt "guðleysi eru trúarbrögð" og síðan í sömu andrá "það eru engir guðleysingjar" á sama hátt og þú getur ekki sagt "þetta hús er rautt" og síðan í sömu andrá "það eru enginn litur sem heitir rauður".
En burtséð frá því þá verð ég að segja að fyrst þú heldur að guðleysingjar séu vísvitandi að ljúga að sjálfum sér og bæla niður einhvern sannleika, sannleika sem kristnir menn geta sér ekki einu sinni komið sér saman um og hvað þá fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð, þá ert þú bældari en ég hélt.
Ég trúi því að þú trúir á guð Bíblíunnar, en fyrst þú getur ómögulega skilið mína afstöðu er ómögulegt að ræða við þig um þetta.
Þessi umræða er því tilgangslaus og er hér með lokið sökum ofangreindrar trúar þinnar.
sth (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:03
Þau eru s.s. ekki sannir skotar?
Dóra litla. Við erum greinilega í þessari umræðu á mismunandi forsendum. Ég er að tala um trúarbrögð. Þú virðist vilja setja allt það sem orðið trú getur þýtt undir einn hatt. Og það er pínu spes.
Það að trúa á eigið ágæti eins og þú orðar það er ekkert skylt því að vera kristinn og trúa á guð og það sem stendur í biblíunni.
Ég trúi því að ef ég er duglegur í ræktinni og borða hollt þá muni ég komast í betra form. Ég trúi því að ef ég er duglegur að fylgjast með í tímum og að læra heima þá gangi mér vel í námi. Ég trúi 4 ára barninu sem segir við mig að það hafi óvart helst úr glasinu sem það hélt á.
Ekkert af þessu gerir mig að trúuðum einstaklingi. Sú staðreynd að ég aðhyllist engin trúarbrögð og að ég trúi ekki á neinn ónáttúrulegan guðlegan mátt gerir það aftur á móti að verkum að ég trúi engu, í þeirri merkingu sem orðið trú er notað í umræðum um trúarbrögð. Ef þú ætlar að nota einhverjar af öðrum merkingum orðsins þá langar mig að biðja þig um að taka það fram strax í byrjun.
Hvaða hjálp þarf ég á að halda? Viltu segja mér það?
Egill Óskarsson, 6.11.2008 kl. 18:10
Egill Óskarsson, 6.11.2008 kl. 18:12
Mofi - "Þú þarft að hafa í huga að það sem er opinber kenning kirkjunnar er að finna í það sem er kallað "Fundamental Beliefs". Annað getur verið aðeins það sem einhverjum fannst gáfulegt á sínum tíma. "
Mér finnst þetta stórmerkileg yfirlýsing. Þú vilt sem sé meina að Biblíulexíur, gefnar út af Aðventistum á Íslandi 1970, séu eitthvað sem einhverjum fannst gáfulegt á sínum tíma.
Það er vitnað orðrétt í rit Ellenar G. White að mestu í þessum Biblíulexíum. Hvað ertu í raun að segja, Mofi? Er Ellen G. White bara einhver sem fannst eitthvað gáfulegt á sínum tíma?
"Satan er upphafsmaður sjúkdóma." Counsels on Health, 1923. bls. 324
Sigurður Rósant, 6.11.2008 kl. 20:32
Ég er ekki á því að það eru engir guðleysingjar. Það er til fólk sem eru mjög heittrúaðir guðleysingjar. Þó að mig gruni að innst inni er þetta fólk að bæla niður það sem það veit þá samt er það guðleysingjar. Minn grunur gæti hæglega verið vitlaus.
Þau eru fólk sem trúir en er ekki endurfætt. Eru ekki sannir kristnir einstaklingar. Þetta með sanna skota er hreinlega rökvilla út af fyrir sig. Skilgreiningin á sönnum kristnum einstaklingi segir til um hvort einhver sé sannur kristinn eða ekki. Alveg eins og þú getur ekki verið með menn sem segist vera kapitalisti en vill að ríkið eigi allt. Greinilega þá er slíkur maður ekki kapitalisti því að hann fellur ekki undir skilgreininguna.
Þú ert trúaður í mínum huga að því leiti að þú svarar stóru spurningum lífsins eins og ég og þú gerir það í trú alveg eins og ég. Þú svarar spurningunni hvort Guð sé til, hvað gerist þegar þú deyrð og hvaðan við komum.
Hvað finnst þér svo mikið að því að ég telji þig bæla niður þá vitneskju að Guð er til? Guð hefur sýnt þér tilvist Hans í gegnum sköpunarverkið og í gegnum samviskuna. Fyrir mitt leiti þá þarf maður að bæla þennan sannleika niður til að komast að einhverri guðlausri niðurstöðu; þarf að afsaka staðreyndirnar burt með einhverjum kjánalegum tilgátum.
Aðeins að það getur verið það. Ég tók fram að það sem hefur verið opinber trúarafstaða kirkjunnar er að finna í því sem kallað er "fundamental believes" sem hefur verið gefið út af og til í gegnum árin. Þannig að já, menn hafa getað gefið út biblíulexíur og margt þar gæti hafa komið fram sem var aðeins skoðun þeirra á þeim tíma en aldrei opinber afstaða kirkjunnar.
Það gildir annað um Ellen White en eins og hún sjálf útskýrði þá er sumt sem hún sagði eitthvað sem hún fékk frá Guði en annað aðeins það sem hún taldi rétt á sínum tíma. Spámenn fá orð frá Guði en eru sjálfir ekki óskeikulir. Sumt sem hún sagði reyndist rangt og meira að segja var það Guð sem þurfti að leiðrétta hana. Þessi setning þarna getur vel verið skilin að því leiti að Satan átti þátt í upprunalega falli þessa heims sem olli því að þessi heimur byrjaði að hrörna og bila.
Mofi, 7.11.2008 kl. 12:27
Mér finnst rök þín vera ekkert annað en 'engin sannur skoti' rökvillu. Þú segir að frelsað fólk geti ekki verið óhamingjusamt. Ég segi að ég viti persónulega dæmi um frelsað fólk sem er óhamingjusamt og þjáist jafnvel af þunglyndi (sem er sjúkdómur sem leggst á fólk óháð hlutum eins og trú). Þá segir þú að þetta fólk sé ekki raunverulega frelsað. Hver gaf þér annars réttinn til þess að dæma um hverjir eru raunverulega frelsaðir og hverjir ekki?
Nei, ég leita þeirra nefnilega ekki 'eins og þú', það held ég að hafi komið fram fyrir löngu síðan. Ég er í þekkingarleit, þú ert að reyna að finna vísbendingar um að heimurinn sé eins og þú vilt hafa hann. Og ég geri það ekki í trú. Sem gerir mig trúlausan.
Já, og ég geri það ekki á trúarlegum forsendum. Sem gerir mig trúlausan.
Þetta er bullandi hroki í þér og ekkert annað. Þú getur engan vegin gert þér í hugarlund að fólk hafi raunverulega aðra heimsmynd en þú. Trúir þú því líka að innst inni trúi Osama Bin Laden á sama misskunsama guð og þú?
Hvað finnst mér svo mikið að því? Mér finnst það nr. eitt vera hroki og vitleysa að halda að þú getir fullyrt svona án þess að þekkja mig nokkuð. Mér finnst það nr. 2 vera alveg ofboðsleg fáfræði og dæmi um ótrúlega sjálfhverfu að geta ekki hugsað sér að einhver hafi raunverulega aðrar sannfæringar en maður sjálfur.
Guð hefur ekki sýnt mér nokkurn skapaðan hlut (!) og mín samviska er fullkomlega laus við afskipti guða, jólasveina og fljúgandi spagettískrýmslisins.
Nei Mofi minn, það er nefnilega akkúrat öfugt. Sönnunarbyrðin hlýtur að liggja hjá ykkur sem trúið. Ef ég held því fram að hundar geti talað þá þýðir lítið fyrir mig að skella því á þig að sanna hið gagnstæða.
Egill Óskarsson, 7.11.2008 kl. 19:27
Mofi - "Ég tók fram að það sem hefur verið opinber trúarafstaða kirkjunnar er að finna í því sem kallað er "fundamental believes" sem hefur verið gefið út af og til í gegnum árin."
Undrun mín vex og vex í hvert skipti sem ég skoða tilvitnanir eða staðhæfingar þínar, Mofi.
Ég kíkti á þá heimasíðu sem þú vitnar í "fundamental believes" og sá að þar er minnst á 28 liði sem kalla má 'fundamental believe" eða 'trúaratri' SDAðventista. Hins vegar eru einungis 20 'trúaratriði' á íslensku heimasíðu SDAðventista.
Eftirfarandi trúaratriði hafa ekki fengið náð fyrir íslensku Aðventkirkjunni, eða hvað?
11. Growing in Christ:
13. Remnant and Its Mission:
14. Unity in the Body of Christ:
17. Spiritual Gifts and Ministries:
18. The Gift of Prophecy:
21. Stewardship:
22. Christian Behavior:
23. Marriage and the Family:
Sigurður Rósant, 8.11.2008 kl. 10:00
Ef þeir passa ekki við lýsingu Biblíunnar á þeim sem hafa endurfæðst þá álykta ég að viðkomandi hefur ekki endurfæðst. Þetta er svona svipað og vera með lýsingu á raunverulegum peningaseðli vera síðan að skoða haug af peningaseðlum og ef einhver passar ekki við lýsinguna við raunverulegan peninga seðil þá veit maður að hann er falsaður.
I aim to please :)
Ég þarf að spyrja þá þann sem sér um vefinn út í það; það á ekki að vera þannig.
Mofi, 8.11.2008 kl. 11:15
Ég er meðvitaður um það að ég er hlutdrægur þegar kemur að því að meta staðreyndir. Mig grunar að þú ert það líka. Ætlar þú að segja mér að þú vilt ekki að heimurinn er á ákveðinn hátt? Þegar þú t.d. skoðar stórkostlega hönnun í náttúrunni eins og þennan mótor þá geturðu valið að álykta að um vitræna hönnun er að ræða eða valið að trúa að röð tilviljana hafi búið hann til. Hvort langar þig að sé rétta svarið?
Ég á aðeins við að við að horfa á sköpunarverkið þá er rödd inn í þér eins og öllum öðrum mönnum sem segir "það er til skapari". Ég er í engum vafa um að þú hafir aðra heimsmynd en ég.
En þú hefur samvisku ekki satt? Rödd innra með þér sem segir þér að það er rangt að ljúga, stela, hata og öfunda?
Þú þarft að afsaka sköpunarverkið og samviskuna burt með kjánalegum kenningum um tilviljanir og náttúruval.
Mofi, 8.11.2008 kl. 11:24
Ég ætla ekki að ræða þetta með mínar meintu trú frekar. Ég einfaldlega neita að taka þátt í þessu bulli ykkar. Ég þoli ykkur alveg ykkar trú og finnst þið sýna mér og öðrum trúleysingjum hroka, vanvirðingu og dónaskap.
Já Mofi, það er nákvæmlega það sem ég ætla að segja þér. Það skiptir mig nákvæmlega engu máli. Það er munurinn á mér og þér.
Egill Óskarsson, 8.11.2008 kl. 19:29
Þegar þú efast um að ég viti einu sinni hvaða lífsskoðanir ég hef raunverulega, og snýrð útúr því sem um er rætt þá kallast það dónaskapur í rökræðum.
Egill Óskarsson, 9.11.2008 kl. 16:23
Þegar þú getur sýnt fram á:
Þá skal ég trúa restinni:
Þetta eru nefnilega aðeins skoðanir þínar, líkt og þú sagðir; "ég [er] að blanda mér inn í umræðuna með þá skoðanir mínar að..." en ólíkt því sem þú virðist halda þá gerir það þetta ekki að sannleika. Við getum t.d. auðveldlega fundið út hvort það sé einhver fylgni milli langlífi og trúar, og eftir því sem ég best veit þá er hún engin. Vinsamlegast hafðu staðreyndirnar á hreinu áður en þú fullyrðir sísvona.
sth (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:44
En já, þú blandaðir þér inn í umræðuna um þetta. Og svo þegar þér var bent á að þetta gæti nú kannski ekki passað þá hélstu því fram að það væru hvort sem er allir trúaðir. Sem mér finnst dónaleg rökræðutækni. Ef það særir þig þá verður það bara að vera þannig. Mofi hélt því svo fram að hann vissi betur en ég hvaða lífsskoðanir ég hef. Það er líka dónalegt.
Egill Óskarsson, 9.11.2008 kl. 21:14
Góður punktur Dóra, en ég vil meina að þetta hefur ekkert með trú að gera af því að ég veit að fræðilega séð gæti ég flutt fjall hefði ég nógu langan tíma og væri það sett saman úr nógu litlum steinum.
Þú sagðir trúin ein gæti flutt fjall, en þín aðferð krefst aðeins meira - líkamlegrar áreynslu og gríðarlegs tíma.
Ég trúi líka að ég gæti flutt fjall ef ég hefði til þess nógu marga vinnumenn og nógu öflugar vinnuvélar, það er ekki ósvipað þinni útgáfu.
Þess vegna nota ég ekki orðið trú, og ég hef engan annan heyrt nota það fyrr en nú, á sama hátt og þú gerir fyrir ofan.
Svo neita ég því að hafa verið með dónaskap hérna, ekki hef ég kallað þig heimska eða hálfvita t.d.
En þú skalt ekki sleppa því að mæta á morgun, þrátt fyrir ágreining okkar á þessu sviði þá vona ég að þú látir sjá þig á Austurvelli!
mbk.
sth (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.