Afhverju Kristni?

Valið

Ímyndaðu þér að þér væru boðnar fjórar gjafir:

  • Móna Lísa málverkið
  • Lyklarnir að glænýjum Lamborghini
  • Hundrað miljónir í peningum
  • Fallhlíf

Þú getur aðeins valið eina af þessum fjórum. Hvað myndir þú velja?  Áður en þú ákveður þig þá færðu hérna aðeins meiri upplýsingar.

Þú þarft að stökkva úr flugvél sem er 10.000 feta hæð

eagle parachute 1944Hjálpar það þér við að taka ákvörðun? Breyttist valið eitthvað?  Það ætti að gera það því að þú þarft á fallhlífinni að halda því hún getur bjargað lífi þínu. Hinar gjafirnar hafa hellings virði en þær eru gagnlausar andspænis þyngdarlögmálinu í 10.000 feta hæð.  Vitneskjan um að þú þarft að stökkva ætti að vekja heilbrigðann ótta í þér - þannig ótti er góður því að hann getur bjargað lífi þínu.  Hafðu það í huga þegar þú lest áfram.

Skoðum nú nokkur stærstu trúarbrögðum heims.

  • Hindúismi
  • Búddismi
  • Islam
  • Vantrú
  • Kristni

Hver af þessum myndir þú velja?  Áður en þú ákveður þig þá er dáldið sem þú ættir að hafa í huga.

Allt mannkyn stendur á brún eilífðarinnar. Við munum öll deyja. Við þurfum öll að fara í gegnum dyr dauðans. Það getur gerst fyrir þig eftir tuttugu ár eða eftir sex mánuði eða í dag.  Fyrir flesta á þessari jörð þá er dauðinn ógnvekjandi stökk í hið óþekkta. Svo hvað ætti maður að gera?

Mundu eftir stökkinu úr flugvélinni sem olli þér heilbrigðun ótta - sá ótti hjálpaði þér að velja rétt. Þú veist hvað þyngdarlögmálið getur gert þér ef þú stekkur úr 10.000 feta hæð án fallhlífar.  Á sama hátt þá ætlum við að skoða annað lögmál og vonandi sú þekking á því sem það getur gert þér mun hjálpa þér að velja rétt í mikilvægastu ákvörðun lífsins.  Svo lestu áfram og mundu að ótti getur hjálpað þér að velja rétt.

Stökkið 

Eftir að við deyjum þá verðum við að horfast í augu við lögmál syndar og dauða samkvæmt Rómverjabréfinu 8:.  Flestir vita hvaða lögmál Boðorðin Tíu eru svo við skulum skoða þau og sjá hvernig þér mun farast á Dómsdegi.

  • Hefur þú alltaf heiðrað föður þinn og móður?
  • Hefurðu einhvern tímann hatað einhvern?  Sjötta boðorðið bannað morð en 1. Jóhannesarbréf 3:15 segir að sá sem hatar er morðingi í hjarta sínu.  Þetta er sama hatrið og leiðir til morðs ef það fær að vaxa og dafna.
  • Hefurðu drýgt hór?  Jesús sagði að sá sem vill drýgja hór hefur þegar gert það í hjarta sínu því að Guð horfir á hjartað og hvort það er illska í því.
  • Hefurðu einhvern tímann stolið?  Ef þú hefur gert það þá ertu þjófur. Að stela innifelur í sér atriði eins og að svíkja undan skatti, taka heiður sem einhver annar á skilið eða fá lánað og skila því ekki til baka. Skiptir ekki máli hvort þér finnst það lítils virði, þjófnaður er þjófnaður þótt að hluturinn sem þú tókst er lítils virði.
  • Hefurðu einhvern tímann logið?  Biblían segir að lygavarir eru Guði andstyggð ( Orðskviðirnir 12:22 ). Allt sem kalla má blekkingar eru í rauninni lygi og þú þarft aðeins að segja eina lygi til að vera lygari. Alveg eins og þú ert morðingi ef þú myrðir eina manneskju þá ertu lygari ef þú lýgur.
  • Hefurðu girnst það sem þú átt ekki? Það væri brot á tíunda boðorðinu. Að langa í það sem aðrir eiga er oftar en ekki rótin af svo miklu af þeirri illsku sem við sjáum í dag. Hvort sem það er löngun í vald yfir öðrum, peninga sem aðrir eiga eða eiginkonu eða eiginmann annars einstaklings.

Alveg eins og í mannlegum réttarsölum þá er nóg að brjóta ein lög til þess að vera sekur og hið sama gildir hjá Guði, sjá Jakobsbréf 2:10.  Hver sá sem rannsakar lögmál Guðs ætti að sjá að hann hefur brotið gegn Guði. Hann hefur heldur ekki nýtt sinn tíma og auð til góðs heldur aðalega nýtt hann til að gleðja sjálfan sig. 

Hvernig bregstu við?

Svo þetta er lögmálið sem þú þarft að horfast í augu við. Hvert sinn sem þú stelur, lýgur, hatar, drýgir hór þá veistu að það er rangt. Svo munt þú öðlast eilíft líf eða munt þú glatast?  Biblían varar okkur við og segir að allir þeir sem eru sekir um þetta munu farast.  Svo hvað verður um þig?  Árið 2005 þann 24 febrúar þá tilkynntu foreldrar að níu ára stúlkan þeirra væri týnd. Þremur vikum seinna fannst hún. Henni hafði verið rænt, nauðgað og síðan grafin lifandi. Stúlkan hét Jessica Lunsford og fannst bundin, hefði legið á hnjánum haldandi fast í leikfang sem hún hafði.  Finnur þú fyrir sorg og reiði þegar þú heyrir svona sögur?  Ég vona það. Ef þér er sama þá segir það eitthvað hræðilegt um þig.  Ætli Guð sé sama þegar menn gera svona?  Biblían segir að Hann er kærleikur og réttlátur og Hann muni refsa glæpamönnum. Ef Guð er góður þá er Hans reiði réttmæt gagnvart vondum verkum.

Rómverjabréfið 2:5 segir að hvert sinn sem við syndgum þá erum við að safna saman reiði sem verið gerð opinber á Dómsdegi.

Einu sinni bað Móses um að fá að sjá dýrð Guðs en Guð sagði honum að hann gæti ekki séð Sig og lifað. Guð sagði í 2. Mósebók 33:19-22 að Hann myndi láta Hans kærleika fara yfir Móse en Guð myndi verja Móse með Hans eigin hendi svo að Móse myndi lifa af.  Kærleikur Guðs hefði drepið Móse vegna þeirra synda sem Móse hafði drýgt; eins og vatnsdropi sem helt væri á sólina myndi gufa upp. Eina leiðin til að þola nærveru Guðs og lifa er að hafa hreint hjarta ( Matteus 5:8 ) en eftir að við höfum skoðað lögmál Guðs þá sérðu að við höfum ekki hreint hjarta.  Verðum að muna að ótti getur hjálpað okkur og Biblían segir að óttast Guð er upphaf viskunnar.  

Þekking á lögmáli Guðs sem samviska þín ber vitni um ætti að opna augu þín fyrir þeirri hættu sem þú ert í. Til þess að eyða allri illsku úr heiminum ákvað Guð að ein synd er nóg til að verðskulda dauða en án efa horfum við upp á miklu meira en örfáar syndir; miklu frekar stórann stafla af syndum í þau ár sem við höfum lifað.

Hvað er í boði 

Skoðum nú nokkur af þeim aðal trúarbrögðum heims og sjá hvort að þau geti hjálpað þér í þessum vandræðum.

Hindúismi 

Hindúismi segir að ef þú hefur verið slæmur þá munir þú koma aftur sem rotta eða svipað dýr. Ef þú hefur verið góður þá áttu möguleika að fæðast sem prins en það er eins og segja að "þegar þú stekkur úr flugvélinni þá muntu sogast til baka sem annar farþegi, ef þú hefur verið slæmur þá muntu fara í farangurs geymsluna, ef þú hefur verið góður þá færðu að fara í Saga Class".  Athyglisverð hugmynd en hún leysir ekki þann vanda að þú hefur syndgað gegn Guði.

Búddismi

Það er nokkuð magnað að Búddismi almennt kennir að Guð er ekki til og dauðinn og lífið eru nokkvurs konar blekkingar.  Það er eins og standa í dyrunum á flugvélinni og segja "ég er í rauninni ekki hér og þyngdarlögmálið er bara eintóm ímyndun".  Það getur leyst óttann við að stökkva tímabundið en það glímir ekki við þann raunveralega vanda sem þú stendur frammi fyrir.

Islam 

Það er áhugavert að Islam trúir á helvíti og réttlæti Allah en vonin sem það lofar er að þú getur sloppið við reiði Allah með trúarlegum athöfnum.  Allah mun horfa á þig fara í einhverjar pílagrímsferðir og af og til gera einhverjum gott og vegna þess þá mun Allah vonandi ekki refsa þér með helvíti. Ef þú hefur fylgt reglum Islam nógu vel og gert nógu mikið af alls konar trúarathöfnum þá ættirðu að sleppa inn. Þetta er eins og að stökkva úr flugvélinni og vona að ef þú blakar höndunum nógu hratt þá muntu vinna sigra þyngdarlögmálið og lifa fallið af.

Hvað myndir þú síðan halda ef þú værir í dómssal og morðingi mafíunnar væri fyrir rétti og honum væri sleppt af því að einhver mútaði dómaranum?  Væri það réttlæti?  Það er það sem þeir sem reyna að vinna sér inn réttlæti frammi fyrir Guði eru að gera.  Þeir eru að reyna að múta Guði og það bætist bara yfir langann lista synda þeirra.

Vantrú

Þessir eru sérstakir. Í okkar flugvéla líkingu þá eru þeir eins og maður sem þarf að stökkva úr flugvélinni en segist ekki trúa að fallhlífin virki svo betra að stökkva án hennar.  Síðan vill hann rífast við þig um hvort að flugvélin hafi búið sig til sjálf eða hvort hún var hönnuð. Eins og það svo sem getur verið heillandi umræðuefni hvort að flugvélar geti orðið til með náttúrulegum ferlum þá virkar það frekar léleg ástæða til að hafna fallhlífinni og farast... 

Kristni 

Svo afhverju er Kristni öðru vísi?  Eru ekki öll trúarbrögð nokkvurn vegin eins? Eru ekki margar leiðir til Guðs?  Guð sjálfur bjó til fallhlíf handa okkur og eins og Rómverjabréfið segir "Íklæðist Drottni Jesú Kristi". Alveg eins og fallhlíf getur bjargað þér frá dauða ef þú þarft að stökkva úr flugvélinni þá getur Jesús bjargað þér frá dauða og lögmáli Guðs og afleiðingum þess að þú braust það. Þú átt skilið að deyja í syndum þínum en Jesús tók gjaldið á Sig; tók á sig það sem við eigum skilið á Sjálfan Sig svo að þú þyrftir ekki að gera það.  Náðin greip inn svo að það sem þú áttir skilið myndi ekki lenda á þér.

Aftur um borð í flugvélinni 

Til að útskýra þetta betur þá skulum við fara aftur í flugvélina.  Þú stendur í dyrunum, þú verður að stökkva. Hjartað er á hundrað, ástæðan er ótti. Þú veist að fallið mun drepa þig þegar þú stekkur.  Þegar þú stendur þarna þá kemur einhver og bíður þér Móna Lísu málverkið; þú ýtir því til hliðar.  Annar bíður þér lykla af Lamborghini; þú hendir þeim á gólfið.  Enn annar bíður þér tösku með hundrað miljón krónum en þú ýtir manninum til hliðar og horfir með skelfingu á örlögin sem bíða þín.  

Skyndilega heyrir þú einhvern segja "Hérna er fallhlíf!"

Hver af þessum fjórum einstaklingum telur þú hafa mestann trúverðugleika? Hver er það sem hefur  það að bjóða sem þú þarft á að halda?  Það er maðurinn sem bíður þér fallhlífina.  Aftur, það er óttinn við  fallið sem lætur þig meta góðu fréttina um að þú getur lifað fallið af.

Á sama hátt þá er það þekkingin á lögmáli Guðs og óttinn við að deyja og mæta þeim sem lætur fréttina um Frelsarann vera góðar fréttar.  Guð elskaði mig og þig svo mikið að Hann gerðist maður og borgaði gjaldið fyrir okkur.  Þegar eilífu réttlæti var fullnægt þá sagði Kristur á krossinum "Það er fullkomnað".  Eins og kemur fram í Galatabréfinu 3:13Kristur keypti okkur undan bölvun lögmálsins með því að taka á sig bölvun þess fyrir okkur

Síðan reis Jesú upp frá dauðum, sigraði dauðann fyrir okkur svo við mættum öðlast eilíft líf.  Ef þú iðrast og setur traust þitt á Krist þá getur þú sagt með Páli "Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans"

Þetta er gjöf Guðs eins og stendur í Efesusbréfi:

Efesusbréfið 2
8því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. 9Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.

Enginn veit sinn vitjunartíma. Við vitum ekki einu sinni hvort við lifum þennan dag af svo ekki bíða með mikilvægustu ákvörðun lífs þíns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég mæli nú með því að lesendur láti ekki blekkjast af þessari uppsetningu Mofa. Frásagnir Biblíunnar eru greinilega munnmælasögur sagðar og endursagðar mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð og breytist og ýkist í meðförum eins og þegar góð saga gengur manna í millum.

Það er engin ástæða til þess að hafa áhyggjur eða vonir um hvað tekur við eftir líf að þessu loknu. Ef við gefum okkur það sem sannleika að okkur sé ætlað líf að þessu loknu og að einhver almáttugur vilji koma því svo fyrir, þá er það örugglega ekki í þá veru sem höfundar Biblíunnar ímynduðu sér. Sá almáttugur er allt of geðstirður og óréttlátur til þess að hægt sé að treysta á hann.

Miklu fremur er eðlilegra að trúa því að öllum sé ætlað líf að þessu loknu og jafnvel hundum mannanna líka, þar sem þeir eru orðnir stór hluti af hamingju fólks eins og raun ber vitni.

Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 12:48

2 Smámynd: Mofi

Þú hlýtur nú að vita að þetta er ekki fullyrðing sem er byggð á alvöru gögnum. Við höfum nægar sannanir frá mannkynssögunni til að vita fyrir víst að höfundar Biblíunnar voru á staðnum og trúðu því sem þeir héldu fram. Hvort að þeir voru að ljúga er miklu betri spurning en ekki að þarna er um að ræða munnmæla sögur. Við höfum handritin og þetta eru saman safn af bókum þeirra manna sem gyðinga þjóðin trúði að Guð hafði talað til. 

En ef maður sleppir Biblíunni úr umræðunni í bili; ef Guð er til, myndir þú þá telja að Hann væri góður og réttlátur?

Mofi, 20.5.2008 kl. 12:53

3 identicon

Þessi röksemda færsla, ef kalla má þetta rök, er mein gölluð.

Í fyrstalagi ertu að segja að það eigi að kjósa fallhlífina af því að það þurfi að stökkva.  Á maður ekki að kjósa fallhlífina af því að mann langar til þess?  Ef þú ert í flugvél og flugvélin er að hrapa þá velurðu fallhlífina, meðfædd sjálfsbjargarviðleitni.

Í öðrulagi að það þurfi að stökkva yfir höfuð.  Aðeins bölsýnir heimsendakultistar halda að flugvélin sé að hrapa.  Að segja að vantrúarseggir standi í hurðinni og neiti að hoppa út lýsir bara enn og aftur vanskilningi þínum á trúleysi.  Trúleysingjar halda ekki að flugferðin endi illa.

Persónulega finnst mér það alger hræsni að velja trú bara af því að maður er hræddur við að lenda í helvíti.  En það virðist vera það eina sem heldur mörgum við trúna.

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:03

4 identicon

Frábært, þarna komstu með það!  Helsta ástæðan (og sú eina sem þér dettur í hug) til að trúa á guð þinn er ÓTTI.

ps. það er ekki hægt að standa í hurðinni á neinu - maður stendur í dyrunum.

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:04

5 Smámynd: Sigurður Rósant

"ef Guð er til, myndir þú þá telja að Hann væri góður og réttlátur?"

Þetta er svo kölluð "leiðandi spurning". Það er sama hvort ég svara henni játandi eða neitndi, í báðum tilvikum er ég að viðurkenna að ég trúi því að Guð sé til. En ég trúi ekki á tilvist Guðs. Á meðan ég trúi ekki á tilvist Guðs, þá er tilgangslaust að ýmynda sér hvort hann er góður eða vondur, réttlátur eða óréttlátur.

Þín viðhorf geta ekki verið óháð því sem höfundar Biblíunnar hafa komið inn í kollinn þinn. En mín viðhorf eru laus við innrætingu þeirra, þó að ég notist við sömu hugtök og svipaðar röksemdafærslur og þeir í umræðum við trúaða.

Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 13:05

6 identicon

Við höfum nægar sannanir frá mannkynssögunni til að vita fyrir víst að höfundar Biblíunnar voru á staðnum og trúðu því sem þeir héldu fram.

Hvenær var biblían skrifuð og hvaða 'nægu' sannanir eru það?  Efast ekki umm að þeir sem tóku saman allar þjóðsögurnar sem biblían samanstendur af hafi trúað að þær voru sannar en efast stórlega um að þeir hafi 'verið á staðnum'.

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:10

7 Smámynd: Mofi

Arnar
Í fyrstalagi ertu að segja að það eigi að kjósa fallhlífina af því að það þurfi að stökkva.  Á maður ekki að kjósa fallhlífina af því að mann langar til þess?

Hverjum langar ekki fallhlíf í þessari stöðu?  

Arnar
Ef þú ert í flugvél og flugvélin er að hrapa þá velurðu fallhlífina, meðfædd sjálfsbjargarviðleitni.

Já, hið sama getur gilt um Krist, náðina og fyrirgefninguna.

Arnar
Í öðrulagi að það þurfi að stökkva yfir höfuð.  Aðeins bölsýnir heimsendakultistar halda að flugvélin sé að hrapa. 
...
Trúleysingjar halda ekki að flugferðin endi illa.

Maður þarf ekki neina trú í þessum efnum; við vitum að við munum deyja.

Arnar
Persónulega finnst mér það alger hræsni að velja trú bara af því að maður er hræddur við að lenda í helvíti.  En það virðist vera það eina sem heldur mörgum við trúna.

Það er frekar að skilja að dauði er það sem maður á skilið og síðan það sem vekur kærleika og þakklæti er að sjá hvað Guð gerði til að sætta menn við lögmálið sem þeir brutu.

Guðmundur
Frábært, þarna komstu með það!  Helsta ástæðan (og sú eina sem þér dettur í hug) til að trúa á guð þinn er ÓTTI.

Nei, en ótti hjálpar þér að vitkast og horfa í augu við staðreyndirnar.  Takk fyri leiðréttinguna, þetta hljómar betur. 

Mofi, 20.5.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Mama G

Mofi: Verðum að muna að ótti getur hjálpað okkur og Biblían segir að óttast Guð er upphaf viskunnar. 

Ég get kvittað undir að það sé upphaf viskunnar. Maður óttast Guð í fyrsta sinn sem maður gerir sér raunverulega grein fyrir því að hann er til og maður þekkir Hann ekkert og er þ.a.l. eitthvað smeykur við þetta allt saman.

En á maður svo bara að dveljast þar, þ.e. í óttanum? Á maður ekki að reyna að þroska eigin visku eitthvað? Ég bara spyr eins og sá sem ekki veit og hefur ekki lesið alla Biblíuna.

Ég sé alltaf heildarmyndina fyrir mér að Jesú eigi að vera okkar fyrirmynd. Að við eigum að stefna að því að verða eins og hann. Jesú gat sagt að hann væri Guð því að hann og Guð voru eitt (guðsskynjunin sem ég er alltaf að tala um). Eigum við ekki líka að stefna að því, að verða eitt með Guði?

Það getur varla verið að við eigum bara að kúldrast hérna um á þessu plani sem við erum á í dag (andlega). Við hljótum að eiga að stefna upp í einhverjar hæðir. Hvað annað á maður annars að nota eilífðina í? Sérstaklega þegar það verður búið að útrýma öllu illu, þá verða nú varla mörg verkefni til að dunda sér við og drepa tímann...

Mama G, 20.5.2008 kl. 13:27

9 Smámynd: Mofi

Mama G, nei, óttinn er aðeins upphafið; til þess að maður vakni og hugsi um alvarlega um þessi mál.  Biblían orðar þetta vel:

Fyrsta Jóhannesarbréf 4
18Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn býst við hegningu en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni. 

Varðandi hvað maður á að gera þegar engin illska er lengur til... ég skil vel pælinguna en hugsaðu út í eitt. Af því sem þú elskar í þessu lífi, er illska heimsins eitthvað sem gerir þá ánægju betri?  Er það baráttan við hið vonda sem gerir okkar tilveru ánægjulegri?  Ég sé miklu frekar að við lifum mjög takmarkaðri tilveru og það er svo margt stórkostlegt sem bíður okkar.

Mofi, 20.5.2008 kl. 13:34

10 identicon

Kræst .... þvílíkur heilaþvottur....

Ellinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:35

11 Smámynd: Mama G

Mofi: Af því sem þú elskar í þessu lífi, er illska heimsins eitthvað sem gerir þá ánægju betri?  Er það baráttan við hið vonda sem gerir okkar tilveru ánægjulegri? Ég sé miklu frekar að við lifum mjög takmarkaðri tilveru og það er svo margt stórkostlegt sem bíður okkar. 

Nei og nei, við báðum spurningum. Ég held líka að við lifum í takmarkaðri tilveru og að eitthvað stórkostleg bíði okkar. Þess vegna velti ég þessu fyrir mér, það hljóta að koma einhver ný verkefni þegar illskan er ekki lengur til staðar. Manni finnst það alla vegana rökrétt út frá eðli mannsins, um leið og einn sigur er unninn fer manni að leiðast ef ekki er sett nýtt markmið til að ná.

Mama G, 20.5.2008 kl. 13:53

12 identicon

"Enginn veit sinn vitjunartíma. Við vitum ekki einu sinni hvort við lifum þennan dag af svo ekki bíða með mikilvægustu ákvörðun lífs þíns."

Þetta þýðir væntanlega að við eigum að fá okkur fallhlíf og dröslast með hana í gegnum lífið ef svo ólíklega vildi til að við lentum í þeim aðstæðum sem þú lýsir í byrjun? Má ég þá heldur biðja um peninginn.

Að sama skapi má ég þá heldur biðja um trúleysi, því ekki nenni ég að dröslast með einhverja ímyndaða fallhlíf sem trúin virðist vera í augum þeirra sem hana kjósa. 

- grettir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:56

13 Smámynd: Sigurður Rósant

Mama G - "Ég sé alltaf heildarmyndina fyrir mér að Jesú eigi að vera okkar fyrirmynd. Að við eigum að stefna að því að verða eins og hann. Jesú gat sagt að hann væri Guð því að hann og Guð voru eitt (guðsskynjunin sem ég er alltaf að tala um). Eigum við ekki líka að stefna að því, að verða eitt með Guði?"

Jú, einmitt þessi persónulega fyrirmynd sem Jesús er í hugum flestra kristinna. Hún virkar betur en lagabálkur í fallega innbundinni bók.

En fyrirmyndin er ekki sú sama í augum allra kristinna. Í sumum tilvikum er fyrirmyndin með þá persónugalla sem koma fram í lýsingum guðspjallanna og apókrýfubóka NT, t.d. Tómasarguðspjalls. Auðvitað er hægt að loka augunum fyrir þessum persónugöllum, en þær eru engu að síður til á prenti og verða ekki afmáðar úr "heilögum ritningum"

Að vera eitt með guði, hljómar líkt og kenning búddista um "samsara", eða eins konar alheimsvitund, sem hægt sé að sameinast í hugleiðslu og með réttri breytni. Hún er bæði persónuleg (með mynd af Búdda í lótus stellingu) og þokukennd "guðsskynjun", eins og þú kallar það.

Svo sem ágætis leið til að láta sér líða vel og stefna svo að lokum að "nirvana" eða alkyrrð, eins og kenning þeirra hljómar, en er eins konar sjálfssefjun, sem er þekkt aðferð til að slaka á og draga úr stressi.

Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 14:00

14 Smámynd: Mofi

Mama G
Nei og nei, við báðum spurningum. Ég held líka að við lifum í takmarkaðri tilveru og að eitthvað stórkostleg bíði okkar. Þess vegna velti ég þessu fyrir mér, það hljóta að koma einhver ný verkefni þegar illskan er ekki lengur til staðar. Manni finnst það alla vegana rökrétt út frá eðli mannsins, um leið og einn sigur er unninn fer manni að leiðast ef ekki er sett nýtt markmið til að ná.

Alveg sammála þér; þetta er bara byrjunin :)

Ómálefnaleg færsla fjarlægð frá Ellinn 

grettir
Þetta þýðir væntanlega að við eigum að fá okkur fallhlíf og dröslast með hana í gegnum lífið ef svo ólíklega vildi til að við lentum í þeim aðstæðum sem þú lýsir í byrjun? Má ég þá heldur biðja um peninginn.

Í þessu tilfelli þá er lífið strax betra með Guði. Aðstæðurnar eru síðan þannig að við erum þegar í dag; hver dagur gæti verið okkar síðasti.

Rósant
En fyrirmyndin er ekki sú sama í augum allra kristinna. Í sumum tilvikum er fyrirmyndin með þá persónugalla sem koma fram í lýsingum guðspjallanna og apókrýfubóka NT, t.d. Tómasarguðspjalls

Það er engin ástæða til að líta á Tómasarguðspjall sem eitthvað annað en eitthvað rugl sem einhver bjó til. Skrifað langt á eftir þeim guðspjöllum sem við höfum í Biblíunni og enginn hefur trúað því að einhver af lærisveinum Krists virkilega skrifaði það.  Eins manns persónugalli getur verið annars manns kostur, fer allta eftir hvað viðkomandi finnst.

Mofi, 20.5.2008 kl. 14:11

15 identicon

..hver dagur gæti verið okkar síðasti.

Hefurðu látið athuga hvort þú þjáist af þunglyndi eða kvíða?  Hefur ótrúlega miklar áhyggur af ýmiskonar yfirvofandi heimsendum.

Og finnst þér virkilega best að reyna að fá fólk til að 'trúa' á guð með því svona hræðslu áróðri?  Hversu sönn heldurðu að sú trú sé ef eina ástæðan fyrir henni er ótti?

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:40

16 Smámynd: Mofi

Arnar, ég þarf ekki að kvíða dauðanum því ég hef svo ég noti líkinguna í greininni, fallhlíf.  Ég hef síðan engar áhyggjur af heimsendum, í fyrsta lagi er verið að tala um endurkomu Krists sem eru góðar fréttir og ég efast um að ég muni lifa svo lengi að sjá það en það væri gaman að sjá þann atburð.

Varðandi hræðslu áróðurinn, þeir sem eru hræddir við að deyja hafa ástæðu til að hlusta. Kristur bíður upp á fyrirgefningu þegar maður deyr; það er aðal atriðið. Að bjóða upp á eitthvað annað væri bara blekkingar. 

Mofi, 20.5.2008 kl. 14:46

17 Smámynd: Sigurður Rósant

Svo ég geri þér nú aðeins til geðs Mofi, þá þigg ég 100 milljónirnar, kaupi fallhlíf af einhverjum um borð í flugvélinni og stekk þegar þegar þörf er á með afganginn af 100 milljónunum í dönskum eða sænskum krónum. Einnig er hægt að stökkva án fallhlífar og sameinast öðrum sér léttari í ferðinni niður á hina fallegu og líflegu jörð okkar aftur.

Tómasarguðspjall er samansafn munnmælasagna sem færðar eru í letur einhverjum tugum ára á eftir guðspjöllunum, endurritaðar og lagfærðar, staðfærðar kannski líka og finnast í Egyptalandi eins og hin guðspjöllin fjögur.

En frásagnir af persónuröskun fyrirmyndarinnar eru alveg nógu skýrar í NT, svo ekki er nein sérstök þörf á Apókrýfubókum NT, þó að þær undirstriki eitt og annað í hegðun og viðbrögðum frumkristinna.

Sigurður Rósant, 20.5.2008 kl. 14:46

18 identicon

Ef mér væri í flugvél og væri sagt að stökkva með regnhlíf eina til að minnka fallhraðann þá myndi ég afþakka hana og reyna að halda mér eins lengi í flugvélinni og mögulegt er. Reyna að hafa það eins notalegt og hægt er.

En hvað með lygar. Nú hefur þú gerst sekur um að endurtaka sköpunarsinna"rök" þrátt fyrir að þau hafi verið marghrakin. Er það ekki form lyga?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:59

19 Smámynd: Mofi

Rósant, hver ætti að selja þér sína fallhlíf í svona stöðu?  Ég veit að ég myndi ekki láta mína fallhlíf af hendi fyrir 100 miljónir. Ég myndi sömuleiðis... hmmm :)  sparki þér af mér ef þú ætlaðir að hanga á mér fallhlífarlaus.  Ekkert illa meint en betra að hérna geri ég ráð fyrir því að ein fallhlíf myndi ekki ráða við tvö einstaklinga.

Varðandi Tómasarguðspjalls þá höfum við góðar ástæður til að taka það ekki alvarlega.  Bara að lesa það er góð byrjun, sjá: Guðspjall Tómasar

Frum kirkjan tók ritið aldrei alvarlega og það er aðeins til handritabrot sem eru gömul eða í kringum 200 e.kr. og síðan fannst heilt eintak á síðustu öld. Þar sem það síðan er í mótsögn við hin guðspjöllin þá er mjög auðvelt að hafna því sem eitthvað sem hefur eitthvað vægi.

Apókrýfurnar eru forvitnilegar, hef því miður ekki gefið mér tíma til að lesa þær.  Er að lesa bókina "I don't have enough faith to be an atheist" og hlakka til að deila einhverju úr henni með bloggverjum. 

Mofi, 20.5.2008 kl. 15:04

20 Smámynd: Mofi

Óli Gneisti
Ef mér væri í flugvél og væri sagt að stökkva með regnhlíf eina til að minnka fallhraðann þá myndi ég afþakka hana og reyna að halda mér eins lengi í flugvélinni og mögulegt er. Reyna að hafa það eins notalegt og hægt er.

Þannig að þú ert eins og aðilinn sem trúir ekki að fallhlífin virkilega getur bjargað þér...  ég get skilið það en ef það er einhver séns að hún geti það, er það ekki góð ástæða til að rannsaka það áður en þú hafnar henni?

Óli Gneisti
En hvað með lygar. Nú hefur þú gerst sekur um að endurtaka sköpunarsinna"rök" þrátt fyrir að þau hafi verið marghrakin. Er það ekki form lyga?

Ég er sannarlega ekki að ljúga viljandi í rökræðum um þróunarkenninguna og fyrir mig þá eru það ykkar rök sem er búið að hrekja marg oft en þið haldið dauðahaldi í þau af óskiljanlegum ástæðum.  En ég er sekur um að ljúga á minni æfi, engin spurning.

Mofi, 20.5.2008 kl. 15:14

21 identicon

Ég verð bara að segja að ég held að þú sért klárari en svo að þú vitir ekki innst inni að málflutningur þinn byggir ekki á staðreyndum. Ég held að þú réttlætir þetta fyrir þér með því að telja þetta vera góðan málstað. Í þínum huga ertu að reyna að bjarga fólki frá, ja, að hrapa til jarðar án fallhlífar, og þess vegna ertu ekki að nota of mikið af gagnrýnni hugsun á rök þín.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:52

22 identicon

Tjahh ... þú gerist nú aftur og aftur sekur um lygar þegar þú skilgreinir trúsleysi þ.e. "atheism" sem trú.  Það er tóm lygi og ekkert annað, það sér það hver einasti maður nema þú.

Hér hefur verið talað um Tómasarguðspjall, hvað með Júdasarguðspjall?  Það er nú ýmislegt sem þar kemur fram sem kollvarpa kristinni hugmyndafræði.

Mófi þegar þú talar um endurkomu krists, ertu þá að tala um einhvern gaur sem að kemur og segist vera Jesús Kristur endurfæddur.  Myndirðu trúa því ef að hann kæmi til þín og segðist vera Kristur, eða þyrfti hann að sýna þér nokkur "töfrabrögð" til þess að fá þig til að trúa? 

Ellinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:58

23 identicon

Hvað með ef jesú kæmi og það kæmi í ljós að þú (mófi) hefðir rangt fyrir þér, sjöundadags aðventista dæmið væri bull og eitthvað annað.. td amish væri það eina rétta?  Myndirðu þá trúa honum?

Arnar (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:08

24 Smámynd: Mofi

Óli Gneisti
Ég verð bara að segja að ég held að þú sért klárari en svo að þú vitir ekki innst inni að málflutningur þinn byggir ekki á staðreyndum. Ég held að þú réttlætir þetta fyrir þér með því að telja þetta vera góðan málstað. Í þínum huga ertu að reyna að bjarga fólki frá, ja, að hrapa til jarðar án fallhlífar, og þess vegna ertu ekki að nota of mikið af gagnrýnni hugsun á rök þín.

Nei, vægast sagt ekki.  Fyrir mig er guðleysis afstaðan sú sem er svo algjörlega í allri andstöðu við heilbrigða hugsun og staðreyndir.  Eitt er að trúa ekki að kristni er rétt opinberun á Guði en guðsafneitun er einhvern veginn það sem gengur engann veginn upp.

Ellinn
Tjahh ... þú gerist nú aftur og aftur sekur um lygar þegar þú skilgreinir trúsleysi þ.e. "atheism" sem trú.  Það er tóm lygi og ekkert annað, það sér það hver einasti maður nema þú.

Nei, hérna erum við bara ósammála.  Fyrir mig þá er þetta þannig, ef þú veist ekki að Guð er ekki til, þá trúir þú því að Guð er ekki til.  Það er trú...

Ellinn
Hér hefur verið talað um Tómasarguðspjall, hvað með Júdasarguðspjall?  Það er nú ýmislegt sem þar kemur fram sem kollvarpa kristinni hugmyndafræði.

Ég hef heldur enga ástæðu til að taka það alvarlega heldur.

Ellinn
Mófi þegar þú talar um endurkomu krists, ertu þá að tala um einhvern gaur sem að kemur og segist vera Jesús Kristur endurfæddur.  Myndirðu trúa því ef að hann kæmi til þín og segðist vera Kristur, eða þyrfti hann að sýna þér nokkur "töfrabrögð" til þess að fá þig til að trúa?

Hann þyrfti að reisa upp þá sem eru dánir... það myndi ég flokka sem kraftaverk frekar en... töfrabrögð.

Mofi, 20.5.2008 kl. 16:23

25 Smámynd: Mofi

Arnar
Hvað með ef jesú kæmi og það kæmi í ljós að þú (mófi) hefðir rangt fyrir þér, sjöundadags aðventista dæmið væri bull og eitthvað annað.. td amish væri það eina rétta?  Myndirðu þá trúa honum?
Já, ég myndi trúa Honum.  Aftur á móti er miklu erfiðara að trúa einhverjum sem heldur því fram að Hann sé Kristur eins og ég kom inn á í svari mínum til Ellins. 

Mofi, 20.5.2008 kl. 16:25

26 identicon

Mófi nú eru læknar út um allt að gera þetta á hverjum degi þ.e. að starta fólki í gang sem er dáið ... "reisa upp þá dauðu".  Er það ekki kraftaverk?  Þetta er þá tómur misskilningur hjá okkur, það eru fullt af littlum Jesúsum að gera kraftaverk á hverjum degi.  Samt er ekki komin heimsendir? Hmmm skrítið!!!

Ellinn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:32

27 identicon

Hér að ofan spyrð þú "er það ekki góð ástæða til að rannsaka það áður en þú hafnar henni?" og átt í raun við trúna.

Ég gekk í gegnum kristinfræðikennslu, fermingarfræðslu og hitt og þetta í æsku sem átti væntanlega að kynna mig fyrir guði. Í rúm tvö ár var ég fastagestur í kaþólskum messum. Ég hef lesið ótal bækur um trú. Ég hef tekið námskeið í guðfræðideild og önnur almennt um trúarbrögð af ýmsum tegundum. Ég hef skoðað flestallar guðssannanir sem fram hafa komið. Ég hef líka lesið mikið af skrifum guðfræðinga og presta þjóðkirkjunnar og einnig töluvert af skrifum þeirra sem eru í svokölluðum "sértrúarsöfnuðum" og þar á meðal rökleysur sköpunarsinna. Aldrei hef ég rekist á neitt sem sannfærir mig um að það sé einu sinni möguleiki að guð sé til. Hvernig ætti ég annars að geta rannsakað málið betur?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 16:42

28 Smámynd: Mofi

Þú þarft endilega að kynna mér fyrir einhverjum sem er að reisa upp fólk frá dauðum :)   Veistu um einhvern sem segist vera Kristur og getur reist fólk upp frá dauðum?   Í þessu tilfelli þá er í rauninni verið að tala um alla þá sem hafa dáið í Kristi svo tveir þrír væri ekki nóg.

Mofi, 20.5.2008 kl. 16:43

29 Smámynd: Mofi

Óli Gneisti, hljómar eins og þú hefur gert mjög heiðarlega tilraun.  Mig langar að fara hægt og rólega yfir bók sem heitir "I don't have enough faith to be an atheist". Einn og einn kafli eða hugmynd þegar ég hef tíma; væri mjög gaman ef þú kíktir í heimsókn þegar ég geri það. Eitt sem ég er forvitinn að vita, langar þig að Guð sé til eða hefurðu eitthvað á móti hugmyndinni um tilvist Guðs?  Alveg burt séð frá trúarbrögðum og trúarbókum.

Mofi, 20.5.2008 kl. 16:45

30 identicon

Æjæjæjæj... guði sé lof að ég er trúleysingi!

...désú (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:00

31 identicon

Guð er svona eins og eilífðarvél, það gæti alveg verið ágætt að hafa svoleiðis (ef guðinn væri réttlátur allavega) en þetta eru bara svo óraunhæfar hugmyndir að við ættum ekki að eyða tíma og orku í þær.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:09

32 Smámynd: Mofi

Forvitnilegt Óli. Ég myndi aftur á móti segja að tilraunir þeirra sem afneita tilvist Guðs til að útskýra heiminn í kringum sig vera óraunhæfar og engann veginn virði að eyða tíma í þær því ef þær eru réttar þá græðir maður ekkert á því.

Mofi, 20.5.2008 kl. 19:12

33 identicon

Trúleysinginn í þessu tilfelli myndi þyggja bíllyklanna og keyra á afangastað frekar en að stíga uppí þessa bévítans flugvél. Þetta er einmitt þessi kristilegi hroki sem ég skrifaði nýlega um, þú gengur út frá þessu dæmi eins og þessi flugvél sé sannleikur.

Hvað ef við erum raunverulega að fara á bak á fíl og hindúismi býður uppá góðan kodda? Skömmini skárra að vera með kodda, þar sem fallhlíf næði aldrei að opnast á leiðinni niður. Hvað með að við séum í rútuferð og að íslam sé með einkarétt á bílbeltum? Eða í fjallgöngu og búdda sé með eina kaðalinn? 

Öll dæmi er hægt að setja up svo að þau virki sem besti kosturinn ef þú segir "Þú ert í lífshættu útaf X og lausnin er Y sem fæst einungis í gegnum B." Hvort villtu tilbiðja A, B eða C?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:21

34 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Trúleysinginn í þessu tilfelli myndi þyggja bíllyklanna og keyra á afangastað frekar en að stíga uppí þessa bévítans flugvél. Þetta er einmitt þessi kristilegi hroki sem ég skrifaði nýlega um, þú gengur út frá þessu dæmi eins og þessi flugvél sé sannleikur.

Hún er sannleikur, hún er líking fyrir lífið sjálft og stökkið er dauðinn. Engin þörf fyrir neina trú hérna, allt eitthvað sem þú veist.  Trúin kemur aðeins inn í þegar kemur að fallhlífinni, hvort hún er raunveruleg.

Mofi, 20.5.2008 kl. 19:51

35 identicon

Hún er sannleikur, hún er líking fyrir lífið sjálft og stökkið er dauðinn. Engin þörf fyrir neina trú hérna, allt eitthvað sem þú veist.  Trúin kemur aðeins inn í þegar kemur að fallhlífinni, hvort hún er raunveruleg.

Það er ekki spurning um hvort fallhlífin sé raunveruleg eða ekki. Fyrir trúleysingja þá er ekkert fall til staðar, enging flugvél, engin fallhlíf og engin gröf mæld í fermetrum fyrir þá sem enga fallhlíf hafa. 

Að setja sér upp dæmi eins og þú gerðir hér efst í pistlinum er vægast sagt ómálefnalegt. Þetta er eins og að saga kross út úr spýtu, tálga öll önnur trúartákn og reyna að reka þau í krosslaga gatið og lýsa yfir sigri þegar þau passa ekki í. Auðvitað uppfylla önnur trúarbrögð ekki kristilegar dómsdagsspár og loforð um eftirlíf, þau eru með aðrar hugmyndir.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:20

36 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Það er ekki spurning um hvort fallhlífin sé raunveruleg eða ekki. Fyrir trúleysingja þá er ekkert fall til staðar, enging flugvél, engin fallhlíf og engin gröf mæld í fermetrum fyrir þá sem enga fallhlíf hafa.

Ertu að segja mér að þú trúir ekki að þú munir deyja?

Mofi, 20.5.2008 kl. 20:32

37 identicon

Ertu að segja mér að þú trúir ekki að þú munir deyja?
Jú. Ég er einmitt að segja að ég muni deyja. Ég er að segja að það sé ekkert "get out of death free" spil. Einn af helstu kostum trúleysis míns er að þurfa ekki að hafa meiri áhyggjur af því.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:38

38 Smámynd: Mofi

Fallið er dauðinn svo líkingin gengur vel upp.  Ég sé ekki afhverju trúlaus einstaklingur myndi ekki óttast dauðann; ef ég tryði ekki á Guð þá myndi ég óttast dauðann. Dagurinn sem maður missir allt sem maður hefur átt og mun nokkur tímann eiga ( svo ég vitna í Eastwood :)        Trúin spilar aðeins inn í varðandi fallhlífina, hvort að hún sé raunverulegur kostur eða ekki.

Mofi, 20.5.2008 kl. 20:49

39 identicon

Þú sérð fall, ég sé sjálfan mig ganga rólegan frá borði, á leiðarenda, kominn í frí frá öllu þessu veseni. Helvíti, elíf bölvun, synd og þessháttar var skapað af trúarbrögðum og íþyngir ekki hinum trúlausa.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:58

40 Smámynd: Mofi

Ef það að hverfa og hætta að vera til hræðir þig ekki þá hefur fallhlífin eða Frelsarinn lítið að bjóða þér.  Ég upplifi engann veginn mína trú eitthvað íþyngja mér, ef eitthvað er þá gerir hún mig frjálsann eins og Kristur talaði um.  Varðandi að synd íþyngir ekki hinum trúlausa. Synd er brot á lögmáli Guðs, stela, ljúga, hata, öfunda og fleira. Samviskan vitnar um þetta, svo þeir sem hafa gert eitthvað af þessu er þegar íþyngt af samviskunni og kemur trú ekki svo mikið við.

Mofi, 20.5.2008 kl. 21:04

41 identicon

Þarna gengur þú ennþá út frá því að guð biblíunar sé raunverulegur og lögmál hans sé gilt. Miðað við hversu oft fólk þarf að brjóta gegn lögmálum biblíunnar í daglegu lífi þá er mér um megn að skilja hvernig hún getur ekki íþyngt fólki. Til að mynda, hvenær hélstu hvíldardaginn síðast heilagan?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 21:28

42 Smámynd: Mofi

Ertu að segja mér að þú færð ekki samviskubit þegar þú stelur, lýgur, heldur fram hjá ( drýgir hór ), reiðist eða hatar?  Ég vonandi er ekki sífelt að brjóta af mér og ég geri mitt besta að halda hvíldardaginn heilagann og það er ekki að íþyngja mér; akkurat það boðorð hefur líklegast verið mér ein mesta blessun sem ég veit um.

Mofi, 20.5.2008 kl. 22:41

43 identicon

Þetta sem kristnir kalla sín gildi er auðvitað eitthvað sem menn uppgötvuðu og hafa lifað samkvæmt í nokkur þúsund ár áður en Jesú er sagður hafa dúkkað upp. Þannig að það er fráleitt að “þið” eignið ykkur þessi gildi. Þetta er svona meira common sence frekar en einhver vísindi. Trúleysi er ekki trú sama hvað þú lemur hausnum oft í steininn við að reyna halda öðru fram. Þetta er meira eins og vitneskja fyrir okkur trúlausu frekar en trú. Við VITUM að það er ekki til neitt sem heitir Guð, þetta er ekki einhver óskhyggja byggð á munnmælasögum, sannfæringarmætti og heilaþvætti. Þið hinsvegar trúið, því þið hafið svo fátt til stuðnings ykkar málsstaðar þ.e. þetta er ekki vitneskja. Við getum sett þetta upp svona til útskýringar: Trúlausir VITA að það gilda þyngdarlögmál í alheiminum. Búið er að sýna fram á það á alla vegu. Þetta eru almenn sannindi og á ekkert sammerkt með trú. Trúaðir hinsvegar neita að horfast í augu við það vegna þess að bókin góða segir að þyngdarlögmálið sé ekki til. Þeir neita að horfast í augu við raunveruleikann og treysta frekar á 2000 ára gamla bók og skeyta engu þótt sífelt fleira og fleira úr bókinni þeirra sé afsannað. Þetta er trú, þ.e. engar staðreyndir til sönnunar. Þetta með flugvéladæmið, að þá VEIST þú ekkert meira en við hin hvað og hvort eitthvað tekur við eftir dauðann. Þú hinsvegar trúir einhverju sem er gjörsamlega skot út í bláinn og því eru allar ágiskanir jafnar í þeim efnum og í raun ómögulegt að rökræða. Hins vegar vitum við að líf er ekkert annað en efni og efnasambönd sem fúnkera rétt saman. Það hefur aldrei verið hægt að sína fram á anda/sál í líkamanum og því dreg ég mínar tilgátur um líf eftir dauðann út frá þessu. Hinsvegar, ólíkt ykkur trúuðu, að þá mundi ég endurskoða mínar hugmyndir um þetta ef ný VITNESKJA bærist mér til eyrna.

Hvati (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:24

44 identicon

Afsakið hvað færslan hér að ofan kom asnalega út. Ég skrifaði hana í Word og pastaði yfir. Ég TRÚÐI því að hún myndi koma betur út, hafði enga vitneskju um annað ;)

Hvati (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:27

45 identicon

Ég stel ekki, lýg ekki mér til gamans, held ekki fram hjá og hata ekki nokkurn mann. Má vera að það fjúki í mann við og við en ekkert samkvæmt minni samvisku bannar það.  Ég tek samt reglulega nafn guðs í hégóma, held ekki nokkurn hvíldardag heilagan og dýrka ekki drottinn biblíunar, ekki eru þessi 3 fyrstu boðorð að valda mér snefil af samviskubiti.

Síðan til að hafa á hreinu hvað hvíldardagurinn heilagi felur í sér: lev 20:4-11

 Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöndi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna, ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambát þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur sem sem er hjá þér innan borgarhliða þinna. Því á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.

Til að skýra málið frekar segir  í lev 35:2-3

 Sex daga skal verk vinna, en sjöundi dagurinn skal vera yður helgur hvíldardagur, hátíðarhvíld Drottins. Sem hver verk vinnur á þeim degi skal líflátinn verða. Hvergi skuluð þér kveikja upp eld í híbýlum yðar á hvíldardegi.

Það heldur áfram fram í 3. Mósebók, 23. kafla bara tuðið um helgi hvíldardagsins, greinilegt að merkilegur dagur er þar á ferð. Þá fer ég ekki einusinni að minnast á reglurnar með mismunandi efni í klæði, bann við blóðmör og þaðanaf fáránlegri reglur.

Ekki reyna að segja mér að þú haldir hvíldardaginn jafn heilagan og stendur í bókinni. Biblían segir lítið um að reyna sitt besta, annað hvort heldurðu boðorðin eða ert útskúfaður, grýttur eða þaðanaf refsað á frumlegri hátt.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:29

46 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Ég stel ekki, lýg ekki mér til gamans, held ekki fram hjá og hata ekki nokkurn mann. Má vera að það fjúki í mann við og við en ekkert samkvæmt minni samvisku bannar það.  Ég tek samt reglulega nafn guðs í hégóma, held ekki nokkurn hvíldardag heilagan og dýrka ekki drottinn biblíunar, ekki eru þessi 3 fyrstu boðorð að valda mér snefil af samviskubiti.

Svo þá veistu sannleiksgildi boðorðanna og þurftir ekki Biblíuna til. Svo ef maður fer í líkinguna við flugvélina þá er það þetta lögmál sem dæmir mann til dauða eins og þyngdarlögmálið dæmir þann til dauða sem stekkur úr flugvél án fallhlífar.

Jóhannes
Það heldur áfram fram í 3. Mósebók, 23. kafla bara tuðið um helgi hvíldardagsins, greinilegt að merkilegur dagur er þar á ferð. Þá fer ég ekki einusinni að minnast á reglurnar með mismunandi efni í klæði, bann við blóðmör og þaðanaf fáránlegri reglur.

Hann er mjög merkilegur og það vita það allir sem hafa haldið hann. Varðandi hinar reglurnar þá eru þær til ákveðins hóps fólks á ákveðnum tíma í ákveðnum aðstæðum; svo við getum ekki sagt til um hvort að þessar reglur þarna voru fáránlegar eða ekki en þær eiga ekki við okkur.

Jóhannes
Ekki reyna að segja mér að þú haldir hvíldardaginn jafn heilagan og stendur í bókinni. Biblían segir lítið um að reyna sitt besta, annað hvort heldurðu boðorðin eða ert útskúfaður, grýttur eða þaðanaf refsað á frumlegri hátt.

Sumar reglur varðandi hvíldardaginn voru beint til gyðinga á ákveðnum tíma. Til dæmis að kveikja eld var hellings vinna á meðan í dag er það lítið sem ekkert mál. Síðan þarf að hafa í huga að það eru og voru helling af störfum sem þurfti að vinna á hvíldardögum og ekkert að því. Fólk þurfti að borða, sjúkir þurftu aðstoð og svo framvegis. Hvíldardagurinn er okkur til blessunar en ekki til að íþyngja okkur að óþörfu.

Mofi, 21.5.2008 kl. 09:14

47 Smámynd: Mofi

Hvati
Þetta sem kristnir kalla sín gildi er auðvitað eitthvað sem menn uppgötvuðu og hafa lifað samkvæmt í nokkur þúsund ár áður en Jesú er sagður hafa dúkkað upp. Þannig að það er fráleitt að “þið” eignið ykkur þessi gildi

Ég bendi einmitt á að þetta er í samvisku allra manna, menn vita þetta án þess að hafa Biblíuna.

Hvati
Við VITUM að það er ekki til neitt sem heitir Guð, þetta er ekki einhver óskhyggja byggð á munnmælasögum, sannfæringarmætti og heilaþvætti.

Ekki einu sinni Richard Dawkins er svo kjánalega djarfur að segja svona. Veistu hvernig alheimurinn varð til úr engu?  Veistu hvernig lögmál alheimsins fínstilltust svo að líf gæti þrifist? Veistu hvernig fyrsta lífveran varð til?  Ef þú veist svörin við þessum spurningum þá hefurðu kannski einhverja vitneskju um tilvist Guðs. 

Hvati
Trúlausir VITA að það gilda þyngdarlögmál í alheiminum.

Veit herra trúlaus hvernig þetta lögmál varð til, hvað orsakaði tilvist þess og hve nákvæmlega það er stillt til að líf geti þrifist?   Trúaðir vita alveg um þyngdarlögmálið eins og greinin sem þú ert að kommenta á talar um og höfundar Biblíunnar þekktu það líka.

Hvati
Þetta með flugvéladæmið, að þá VEIST þú ekkert meira en við hin hvað og hvort eitthvað tekur við eftir dauðann.

Enda snýst dæmið ekki svo mikið um það; ég veit um dauðann og það er nóg. Trúin og vonin er að það gæti verið líf eftir dauðann, að sá sem sigraði dauðann og reis upp frá dauðum geti reist okkur upp eftir að við deyjum. Svo það er alveg þitt ef þú vilt hafna þessari von og mæta dauðanum í þínum syndum. 

Mofi, 21.5.2008 kl. 09:22

48 identicon

Þú veltir því fyrir þér hvernig alheimurinn varð til, hvernig efni varð til. Ég veit það svosem ekki. Þú kallar mig kjánalega djarfan fyrir að aðhyllast einhverju öðru en að einhver hafi sagt hókus pókus og það varð til efni. Ég held ég nefni ekkert hvað flestum finnst um þína tilgátu. Ef við förum hinsvegar aðeins dýpra í þetta að þá er sjálfsagt að spurja hvernig varð Guð þinn til. Þið segið væntanlega, hann hefur alltaf verið til. Þá finnst mér það nú töluvert minna langsótt að segja að efni hefur alltaf verið til.

Það er hægt að reikna út þyngdarlögmálið, þetta er ekki bara einhver slump tala. 1+1 eru 2, og með sömu röksemdartækni er hægt að finna út þyngdarafl mis massamikilla hluta. Þú veist að allt þitt daglega líf er yfirfullt af útreiknuðum vísindalegum uppfinningum. Tölvan, internetið, örbylguofninn, brauðristin, sjónvarpið, bíllinn o.fl. Þetta er búið að sanna sig svo út í hörgul, en samt lemurðu höfðinu í steininn hvað eftir annað varðandi vísindin og útreikninga. Jörðin varð til fyrir 4500-6000 árum, Guð skapaði alheiminn, Guð bjó til þyngdarlögmálið, Guð gerði hitt og þetta og allt honum að þakka.

Guð þinn er bæði vondur og hefnigjarn. (nú verður færslan sennilega fjarlægð, en mundu umburðarlyndið sem Guð þinn kennir) Ef við í ímynduðum heimi segjum að Guð þinn sé raunverulega til að þá tókst honum afar ílla til. Ég veit að þú neitar að skoða jarðsöguna lengra aftur en nokkur þúsund ár og því þýðir lítið að ræða við þig atburðina sem við VITUM að gerðust fyrr. Því skulum við líta okkur aðeins nær og skoða hvernig heimurinn er í dag. Ef Guð þinn með allt þetta óendanlega vald er tilbúinn að láta hlutina viðgangast eins og þeir eru að þá sé ég ekki annað en tvær mögulegar niðurstöður. 1) Guð er vondur  2) Guð er ekki til.  Ég vel þessa seinni.

Hvati (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 14:53

49 Smámynd: Mofi

Hvati
Þá finnst mér það nú töluvert minna langsótt að segja að efni hefur alltaf verið til.

Málið er að rannsóknir benda til þess að alheimurinn og þar á meðal efni og tími hafi ekki alltaf verið til heldur hafi byrjun.  Það sem orsakaði það er þar af leiðandi ekki bundið af tíma því tíminn var ekki til.

Hvati
Þú veist að allt þitt daglega líf er yfirfullt af útreiknuðum vísindalegum uppfinningum. Tölvan, internetið, örbylguofninn, brauðristin, sjónvarpið, bíllinn o.fl.

Til fróðleiks þá var sá sem er flokkaður sem faðir tölvunnar var kristinn einstaklingur að nafni Charcles Babbage. Sömuleiðis þá er megnið af þeim uppfinningum sem við njótum í dag komnar frá trúuðum einstaklingum eins og Newton, Louis Pasteur, Michael Faraday, James Clark og James Joule. Allar þessar uppgvötanir sýna líka hvað vitsmunir og vilji geta gert á meðan náttúrulegir ferlar búa aldrei til flóknar vélar sem nýta sér uppgvötanir vísinda.

Hvati
Ef Guð þinn með allt þetta óendanlega vald er tilbúinn að láta hlutina viðgangast eins og þeir eru að þá sé ég ekki annað en tvær mögulegar niðurstöður. 1) Guð er vondur  2) Guð er ekki til.  Ég vel þessa seinni.

Ég var búinn að skrifa dáldið ítarlega um þessa spurningu hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Mofi, 21.5.2008 kl. 15:21

50 identicon

Mófi ritaði:

Varðandi hinar reglurnar þá eru þær til ákveðins hóps fólks á ákveðnum tíma í ákveðnum aðstæðum; svo við getum ekki sagt til um hvort að þessar reglur þarna voru fáránlegar eða ekki en þær eiga ekki við okkur.

Ertu sammála því að þessar reglur í biblíunni eru þá hund úreltar?  Er þá ekki restin hundúrelt líka?  Er hægt að velja hvað er úrelt í biblíuni og hvað er það ekki?  Hver á að gera það? 

Ellinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:05

51 Smámynd: Mofi

Ellinn, þar sem þetta er trúarrit þá eru það trúaðir sem taka það til sín eins og þeir telja að sé rétt.  Í Gamla Testamentinu finnum við þjóðfélagslega löggjöf sem fjallar um hvernig eigi að reka landið og þar á meðal refsingar af því að löggjöfin er fyrir ákveðna þjóð. Við finnum líka lög sem fjalla um fórnarlögmálið en Biblían tekur það sérstaklega fram að það lögmál er fallið úr gildi.

Mofi, 21.5.2008 kl. 16:14

52 identicon

Afhverju ferðu undan í flæmingi með það að svara spurninguni?  Ertu eða ertu ekki sammála því að reglurnar í biblíuni eru hundúreltar?  Ef að svo er afhverju er þetta þá enn að finna í trúarriti kristinna manna á okkar tímum.  Afhverju er ekki búið að henda gamla testamentinu á haugana þar sem það á ekki lengur við í samfélagi kristinna manna í dag?  Ef þú ert ekki sammála þessu, hverju á þá að taka mark á og hverju ekki og hver á að ákveða það? 

Ellinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:35

53 Smámynd: Mofi

Það er aðeins hluti af Gamla Testamentinu sem þetta á við. Það þarf smá rannsókn til að komast að þessu en ef einhver er kristinn ( eða forvitinn ) þá vill hann vita þetta.  Svo, ég er ekki sammála þessu svo þegar kemur að því hver á að ákvaða þetta; sérhver kristinn einstaklingur fyrir sjálfan sig.

Mofi, 21.5.2008 kl. 17:00

54 identicon

Mófster - Núna botna ég nú bara ekkert í þér, þú ert komin í mótsögn við sjálfan þig.  Þú segir :

Varðandi hinar reglurnar þá eru þær til ákveðins hóps fólks á ákveðnum tíma í ákveðnum aðstæðum; svo við getum ekki sagt til um hvort að þessar reglur þarna voru fáránlegar eða ekki en þær eiga ekki við okkur. 

Þarna ertu í raun að segja að þessar reglur séu úreltar ... er það ekki?  En þegar ég spyr þig að því beint hvort að þér finnist þær úreltar, þá svararðu því neitandi.  Þú ert nú alveg ágætur sko ... en ég bara skil þig ekki núna ... því miður. 

Ellinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:28

55 identicon

Newton var ekki trúaður. Hann hinsvegar þurfti að játast trúnni til að geta verið meðlimur í Trinity College í Cambridge. Honum varð líka afar létt þegar hann var ráðinn þangað sem prófessor 27 ára gamall og var í framhaldinu ekki þvíngaður í kirkju, þar sem eingöngu meðlimir Trinity college en ekki prófessorara þurftu að fara í kirkju. Einnig gerði hann nokkrar rannsóknir á staðhæfingum biblíunnar sem ég þekki ekki nánari deili á, en þær rannsóknir voru ekki gefnar út fyrr en 6 árum eftir að hann lést. Stephen Hawking og Albert Einstein hafa einnig einungis skotið inn orðum sem tengjast trú, þótt hvorugur þeirra teljist til trúaðra mann að eigin sögn.

Michael Faraday gékk í upphafi eingöngu í kirkjuna til að giftast konu sinni sem var meðlimur. Hann var síðar rekinn úr þessari sömu kirkju.

Það þýðir heldur ekkert bara að nefna einhverja vísindamenn sem voru uppi á gullaldarárum kirkjunnar og segja að þeir hafi verið trúaðir eingöngu vegna þess að þeir mættu í kirkju til að fá vinnufrið frá kirkjunni. Ég get líka nefnt haug af vísindamönnum sem aldrei hafa verið kenndir við neina trú. T.d. Max von Laue sem fann upp röntgen, Jean Babtiste Lamarck sem er upphafsmaður líffræðinnar, Charles Sherrington, einn af upphafsmönnum taugalífefnisfræðanna, Ernest Rutherford, uppgötvaði byggingarefni atóma og svo má lengi telja. Enda hef ég alltaf sagt, lygin verður ekkert sannari eftir því sem fleiri trúa henni, þ.e.a.s. Biblían.

Hvati (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:42

56 identicon

Hvati, á hverju byggir þú það að Newton hafi ekki verið trúaður? Newton eyddi meiri tíma í að rannsaka Biblíuna heldur en í vísindastarf. Hefði hann verið svona upptekinn af Biblíunni ef hann var ekki trúaður?

Þetta er bara ekki rétt hjá þér. Eftir að Newton gaf út Principiu árið 1687, átti hann í miklu samstarfi við svissneskan stærðfræðing að nafni Nicolas Fatio de Duillier. Sumir segja reyndar að þar hafi verið um rómantískt samband að ræða, en hvað um það. Þegar þessu samstarfi lauk árið 1693 fékk Newton taugaáfall. Þetta sama ár, eða árið eftir byrjaði hann á biblíurannsóknunum sínum. Árið 1696 lauk þeim rannsóknum er hann ráðinn til Konunglegu myntarinnar, og flutti í kjölfarið til London. Hann varð svo einn af æðstu mönnum þar á bæ árið 1699. 

Þannig að það er nokkuð kjóst að Newton eyddi ekki miklum tíma í biblíurannsóknir. Við getum sagt að í besta falli hafi það verið 3 ár. Sennilega samt ekki nema 2 - 2,5 ár.

Hinsvegar stundaði hann hinar ýmsu rannsóknir allt frá árinu 1661 þegar hann var í Trinity College og allt til ársins 1693. Hann hætti sem fellow í Cambridge 1701 og tók við embætti forseta i The Royal Society og sama ár varð hann meðlimur Frönsku vísindaakademíunnar.

Þannig að þú hefur bara einfaldlega ekki rétt fyrir þér Andrés.

Hvati (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:25

57 Smámynd: Óli Jón

Enn og aftur kemur hinn óttalausi Mofi fram á sjónarsviðið með frábæran pistil. Enn og aftur dáist ég að staðfestu hans þótt ég geti vart verið meira ósammála. Í mínum huga er engin fallhlíf, enda þarf ég ekkert á henni að halda. Ég tel marga í þessum heimi okkar eyða allt of miklum tíma og fyrirhöfn í að sauma sér þessa fallhlíf sem þeir telja sig þurfa meðan þeir gætu verið að gera eitthvað gagnlegt og skemmtilegt í staðinn.

En mér sýnist menn og konur finna fyllingu í saumaskapnum og er það ekki fyrir mestu?

Óli Jón, 21.5.2008 kl. 21:38

58 identicon

Skemmtilegar pælingar hjá þér Mofi, en þegar kallið kemur - þá verður hinn dauðlegi að hlýða því.  Margir eru eflaust óundirbúnir en fæstir þurfa fallhlíf á lokastundu.  Ef tími gefst til þá fyllist hinn dauðadæmdi strax skelfingu þegar dauðinn blasir við en eftir augnablik færist yfir hann ólýsanlegur friður.  Dauðinn er alls ekki hræðilegri en fæðingin - og ekkert til að óttast.

KolbrúnSig (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:08

59 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Um... mér finnst þú skauta ansi létt yfir hvernig þetta væri samkv. Hindú og Búddisma.

Ætti að vera svona: Hindú.  Þú ert í flugvél, stekkur, en lendir óhjákvæmilega aftur í sömu flugvélinni.  Almenna reglan að þú byrjar í farangursgeimslunni og vinnur þig upp stig af stigi (með þroskun sálarinnar) og endar sem flugstjóri.  Vissulega geta komið bakslög og þú ferð úr fyrsta farrými niður í 2. o.s.frv. en endar alltaf sem flugstjóri og þegar þú stekkur sem flugstjóri muntu ekki koma aftur í sömu flugvélina... nei, þú munt lenda í farartæki sem alveg óþekkt er venjulegum flugfarþegum.  Flugstjórinn hefur jú einhvern smágrun um hvernig það farartæki er, veit nokkra punkta,  en ómögulegt að lýsa því nema fyrir öðrum flugstjóra o.s.frv. 

Búdda: Með einbeitni, vilja, réttri hegðun og þekkingarleit geturðu komist beint í hið óþekkta farartæki við fyrsta stökk.  Jafnvel þó þú hafir aðeins verið í farangursgeymslunni. þe. andanum eða sálinni er allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi.

En almennt um trúarbrögð,

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 22:27

60 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þá að mínu áliti er í sjálfu sér ekki svo mikill munur í grunninn.  Þú ert í flugvél, stekkur og við tekur nýtt farartæki.  Mara stigs munur en ekki eðlis á hvernig hið nýja farartæki er og á hvaða hátt umskiptin verða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 22:31

61 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Mér finnst nú þessar "pælingar" hljóma meira í líkingu við hugaróra þar sem veðmáli Pascals er hampað á hræsnisfullan hátt.

Kristján Hrannar Pálsson, 21.5.2008 kl. 22:32

62 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

jahérna ég nennti ekki að lesa í gegnum öll svörin,  það er svo dapurlegt að sjá þá andlegu fátækt sem flestir viðmælenda þinna lifa við.

Líf með Jesú er líf í fullri gnægð, við þessi kristnu eru ekkert endilega með hugann við eilífðarmálin svona dagsdaglega, heldur með sömu viðfangsefni og allir aðrir, en munurinn er sá að við höfum innri styrk og frið frá Jesú sem er alltaf með okkur ef við felum honum líf okkar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.5.2008 kl. 22:58

63 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Verð að bæta við að bónusinn er að sjálfsögðu eilífðin í ríki Drottins, fyrir þau okkar sem veljum fallhlífina

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:00

64 Smámynd: Mofi

Ellinn
Þarna ertu í raun að segja að þessar reglur séu úreltar ... er það ekki?  En þegar ég spyr þig að því beint hvort að þér finnist þær úreltar, þá svararðu því neitandi.  Þú ert nú alveg ágætur sko ... en ég bara skil þig ekki núna ... því miður. 

Þetta eru margar reglur og sumar eiga ekki lengur við.  Kannski er hérna misskilnigur á ferðinni og kannski vegna þess að mér líkar ekki vel við orðið "úreld". 

Hvati
Newton var ekki trúaður. Hann hinsvegar þurfti að játast trúnni til að geta verið meðlimur í Trinity College í Cambridge

Andrés svaraði þessu mjög vel og kannski er það bara Newton sem gæti svarað þér betur:

Isaac Newton
This thing [a scale model of our solar system] is but a puny imitation of a much grander system whose laws you know, and I am not able to convince you that this mere toy is without a designer and maker; yet you, as an atheist, profess to believe that the great original from which the design is taken has come into being without either designer or maker! Now tell me by what sort of reasoning do you reach such an incongruous conclusion?

Hvati
Þannig að það er nokkuð kjóst að Newton eyddi ekki miklum tíma í biblíurannsóknir. Við getum sagt að í besta falli hafi það verið 3 ár. Sennilega samt ekki nema 2 - 2,5 ár.

Hérna síða sem fjallar um  Isaac Newton og hans pælingar varðandi Daníels bók í Biblíunni, sjá: http://www.johnpratt.com/items/docs/lds/meridian/2004/newton.html

Óli Jón
Í mínum huga er engin fallhlíf,
enda þarf ég ekkert á henni að halda.

Takk fyrir vingjarnleg orð.  Ef þú ert í þessari stöðu, stendur frammi fyrir þessu stökki, þarftu þá ekki á fallhlífinni að halda?  Ertu að segja að þú ert til í að deyja frekar en að taka fallhlífina?

Kolbrún Sig
Skemmtilegar pælingar hjá þér Mofi, en þegar kallið kemur - þá verður hinn dauðlegi að hlýða því.  Margir eru eflaust óundirbúnir en fæstir þurfa fallhlíf á lokastundu.  Ef tími gefst til þá fyllist hinn dauðadæmdi strax skelfingu þegar dauðinn blasir við en eftir augnablik færist yfir hann ólýsanlegur friður.  Dauðinn er alls ekki hræðilegri en fæðingin - og ekkert til að óttast.

Hvaðan færðu þínar upplýsingar Kolbrún?  Er eftir dauðann einhver von um að lifa aftur?  Fæðingin er byrjun á lífinu en dauðinn er endirinn á því; töluverður munur á milli.  Mín von er að sá sem skapaði lífið og sigraði dauðann geti veitt mér líf á ný eftir að ég dey. Þeir sem hafna þessu boði deyja að eilífu.

Ómar
Um... mér finnst þú skauta ansi létt yfir hvernig þetta væri samkv. Hindú og Búddisma.

Það er miklu meira auðvitað þarna á ferðinni en þetta var of langt svo ég hafði margt í styttara lagi.  Varðandi hindúana þá veit ég ekki betur en þeirra hugmyndir er að þú fæðist aftur sem eitthvað á þessari jörð þótt að kannski einhverjir trúa að það eru til aðrir heimar sem maður getur fæðst á.

Ómar
Búdda: Með einbeitni, vilja, réttri hegðun og þekkingarleit geturðu komist beint í hið óþekkta farartæki við fyrsta stökk.  Jafnvel þó þú hafir aðeins verið í farangursgeymslunni. þe. andanum eða sálinni er allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi

Sumir vilja nú meina að aðal atriðið í búddisma er að losa sig við öll tengsl við þennan heim til að losa sig við allar þjáningar. Verst að það eru til nokkrar útgáfur svo það er ekki beint hægt að taka stutta samantekt yfir þá trú.

Ómar
þá að mínu áliti er í sjálfu sér ekki svo mikill munur í grunninn.  Þú ert í flugvél, stekkur og við tekur nýtt farartæki.  Mara stigs munur en ekki eðlis á hvernig hið nýja farartæki er og á hvaða hátt umskiptin verða

Ég spyr þig eins og Kolbrúnu, hvaðan færðu þínar heimildir og afhverju treystir þú þeim?

Kristján
Mér finnst nú þessar "pælingar" hljóma meira í líkingu við hugaróra þar sem veðmáli Pascals er hampað á hræsnisfullan hátt.

Hvað akkurat finnst þér í líkingunni vera hugarórar sem þér finnst ekki trúlegt?

Mofi, 21.5.2008 kl. 23:12

65 Smámynd: Mofi

Takk fyrir gott innlegg og heimsókina Guðrún :)

Mofi, 21.5.2008 kl. 23:15

66 identicon

jahérna ég nennti ekki að lesa í gegnum öll svörin,  það er svo dapurlegt að sjá þá andlegu fátækt sem flestir viðmælenda þinna lifa við.

Svonalagað verðuskuldar varla betra svar en "éttan sjálf", ætli maður reyni ekki samt.

Það er hægt að vera andlega sterkur og friðsæll án krosslafs eða draugsins. Þú mátt gera þér grein fyrir því að sem ég sit hérna og skrifa þetta þá er ég ekki andlega fátækur maður. Ég hef lesið nóg af trúarritum, heimspeki og hlotið næga menntun og gott uppeldi til að geta myndað mér eigin skoðun. Án þess að kópera upp úr bronsaldarbók. Það er ekki andleg fátækt að hafna guði, heldur að vera andlega sjálfbær. Að geta gengið til erinda sinna án ósýnilega örygisnetsins, að geta hugsað um afleiðingar gjörða sinna á annað fólk út frá sjónarhóli virðingar, frekar en að velta fyrir sér refsingu í næsta lífi fyrir misgjörðir sínar.

 Ekki dirfast kalla mig andlega fátækan með þína úreltu, stöðluðu siðferðisskruddu í vasanum.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:22

67 Smámynd: Zaraþústra

Þetta er bara veðmál Pascals í skrautbúningi.  Það sem efahyggjumaður myndi gera í þessu ástandi er í fyrsta lagi að kíkja út um glugga vélarinnar og gá hvort flugvélinn sé ekki alveg örugglega á lofti (enda brotlendir hún ekki fyrr en eftir svona 50-60 ár).  Hvað veit ég nema þú gefir mér götótta fallhlíf og skoppir svo af stað með öll verðmætin þegar ég hef hoppað út?  Svo er það reyndar annað mál að það er hægt að lifa af stökk úr 10,000 fetum og það sanna mörg dæmi.

Svo er hræðsla eða ótti ekki svo einföld tilfinning.  Hræðslan við myrkrið eykst eftir því sem við heyrum fleiri tröllasögur og minnkar eftir því sem við verðum eldri og lærum að tröll eru ekki til.  Það sama gildir um dauðann, ef við erum sannfærð frá ungaaldri að dauðinn sé slæmur í sjálfum sér og að það sem því fylgi sé hugsanlega enn þá verra erum við mjög líklega óttasleginn út af engu.  Helvíti er uppspuni alveg eins og tröll.  Ég veit þú trúir ekki á helvíti en þú hlýtur að geta séð að þínar hugmyndir má nota með svipuðum hætti.  Þetta er alveg það sama og karmalögmálið.  Hugmyndin er að fá þig til þess að hegða þér í þessu lífi ellegar þér verður refsað (eða ekki umbundað, hvernig sem þú vilt hafa það) með því þú endurfæðist í næsta lífi sem rotta (eða bara alls ekki).

Annars nenni ég nú ekki að fara í saumana á þessum rökfræðilega séð, menn geta kynnt sér veðmál Pascals og rit Bertrand Russel um trúmál ef þeir vilja vita mitt álit á þessu. :)

Zaraþústra, 21.5.2008 kl. 23:23

68 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mofi: "Sumir vilja nú meina að aðal atriðið í búddisma er að losa sig við öll tengsl við þennan heim til að losa sig við allar þjáningar"

Já já, endalega takmarkið er Nirvana.  En spurningin er svo hvað það nákvæmlega er og hvort séu millistig milli jarðlífs og Nirvana og hvort Nirvana sé í raun endapunktur.

Mofi: "hvaðan færðu þínar heimildir og afhverju treystir þú þeim?"

 Með lestri og að ganga útí náttúruna finna hljóðan stað, setjast niður og hlusta á lækjarniðinn.

Annars vel að merkja, er eg ekkert að setja útá þinn skilning eða þína  upplifun á kristni eða neitt svoleiðis.  Eg ber virðingu fyrir trúarafstöðu þinni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 23:44

69 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Að geta gengið til erinda sinna án ósýnilega örygisnetsins, að geta hugsað um afleiðingar gjörða sinna á annað fólk út frá sjónarhóli virðingar, frekar en að velta fyrir sér refsingu í næsta lífi fyrir misgjörðir sínar.

Ekkert næsta líf fyrir þá sem deyja í syndum sínum. Að þegar að dauðanum kemur þá er allt búið er svo sem það sem trúleysingjar þegar trúa. Ef kristinn einstaklingur vill ekki deila með einhverjum þeirri von sem hann hefur þá er hann ekki mjög kærleiksríkur. Kristnir eiga auðvitað að deila sinni trú og von með virðingu fyrir þeim sem þeir eiga samskipti við en við erum flest svo miklar brotalamir.

Zaraþústra
Þetta er bara veðmál Pascals í skrautbúningi.  Það sem efahyggjumaður myndi gera í þessu ástandi er í fyrsta lagi að kíkja út um glugga vélarinnar og gá hvort flugvélinn sé ekki alveg örugglega á lofti (enda brotlendir hún ekki fyrr en eftir svona 50-60 ár). 

Gæti hún ekki brotlent í nótt?

Zaraþústra
Hvað veit ég nema þú gefir mér götótta fallhlíf og skoppir svo af stað með öll verðmætin þegar ég hef hoppað út?  Svo er það reyndar annað mál að það er hægt að lifa af stökk úr 10,000 fetum og það sanna mörg dæmi.

Er einhverjar aðrar fallhlífar í boði? 

Zaraþústra
Það sama gildir um dauðann, ef við erum sannfærð frá ungaaldri að dauðinn sé slæmur í sjálfum sér og að það sem því fylgi sé hugsanlega enn þá verra erum við mjög líklega óttasleginn út af engu.  Helvíti er uppspuni alveg eins og tröll.

Stóri munurinn er að dauðinn er raunverulegur, raunverulegur óvinur sem við öll horfumst í augu við. Hann er nær sumum en öðrum þótt hann geti tekið hvern sem er, hvenær sem er. Hérna er ég aðeins að útskýra þá von sem ég hef; þeir sem vilja hana ekki hafna henni einfaldlega og ég tek því ekki nærri mér. Ég aðeins finnst það sorglegt og vona að þeir munu ekki hverfa í eilífðina.

Mofi, 21.5.2008 kl. 23:53

70 identicon

Þessi síða um Newton sem þú linkaðir á er skrifuð af manni sem eingöngu er að setja fram eigin túlkanir á Newton. Ég hef stúderað Newton töluvert en hef aldrei fundið nokkuð í líkingu við þetta. Þessi maður, John Pratt, er mjög trúað einstaklingur og það skín líka þvílíkt í gegn á hans skrifum um Newton. Ég lít á þessi skrif hans sem léttvægt innlegg í hvernig mögulega er hægt að túlka Newton, þótt fáir aðrir fái þessa niðurstöðu. Hlutdrægnin er of mikil til að mark sé takandi á þessu. Þetta er bara fyndin lesning.

Hvati (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:32

71 identicon

Dauðinn er raunverulegur en ekki meiri óvinur en lífið, aðeins hin hliðin á peningnum; nóttin sem fylgir deginum, haustið í kjölfar sumarsins, hringrás lífsins - þær eru margar líkingarnar. 

Ég er kristin manneskja, þó er ég ekki viss um að trúarbrögðin sem slík skipti máli hvað varðar eilíft líf, framhaldslíf eða hvað við eigum að kalla það sem tekur við eftir dauðann.   Hinn holdlegi dauði er ekki endir annars en hins jarðlega líkama.  Sálin er "ósýnilegur minniskubbur" sem er knúinn orku og eins og allir vita sem þekkja eitthvað til í eðlisfræði verður ekki til orka úr engu frekar en orka hverfur án þess að breytast í eitthvað annað. 

Mér hefur verið sýnt hverju lokastundin líkist, eins og ég lýsti hér áður, en hvað framhaldið snertir þá hefur það ætið verið mannkyninu lokuð bók - þó hafa margir leitað.  Hugsanlega er sá leyndardómur hið raunverulega skilningstré sem okkur er meinaður aðgangur að.

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:33

72 identicon

*Geysp*

Það er ágætis séns séns að lifa fall úr 10.000 fetum. Sjáið hér 

Númer tvö þá er líka ágætis séns á að vandamál eða bilun gerist þegar fallhlíf opnast.

Burtséð frá því þá er klárlega öruggast að taka fallhlífina.

Þar með er þeim parti lokið að vera sammála Mofa.

Kristni er ekki fallhlíf. Kristni er regnhlíf dulbúin sem fallhlíf. Það er algerlega ómögulegt að lifa fullkomlega kristnu lífi vegna þess að biblían og túlkun manna á henni er í mótsögn við sjálfa sig.

Þegar maður les þriðju mósebók sér maður greinilega að ekki er hægt að lifa eftir kenningum þar og vera frjáls maður í dag. Lögmálið sem þar er gefið mönnum til að lifa eftir er lögbrot í dag nær allstaðar í hinum þróaða heimi.

Og samkvæmt nýja testamentinu er kristnum ekki gefið leyfi til að velja og hafna því sem þeir fylgja í biblíunni:

18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. 19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. 20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea, komist þér aldrei í himnaríki.
(Matteusarguðspjall 5:18-20)

 18Ég votta fyrir hverjum þeim manni, sem heyrir spádómsorð þessarar bókar, að leggi nokkur við þau, mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. 19Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins og í borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók. (Opinberunarbókin 22:18-19)

Þannig að sama hvað fólki finnst um þessa fallhlífarsenu hans mofa. Ef þessi samlíking er Kristni=fallhlífin þá er það 100% öruggt að fallhlífin opnast ekki og það er svona 30-40% meiri líkur að velja peningin og stökkva myndi virka betur.

Dauðinn er ekkert sem við þurfum að óttast. Að deyja án þess að lifa vegna þess að við erum að fylgja reglum sem safnað var saman af mönnum sem voru ekki enn farnir að geta haldið kúk úr matnum sínum það er eitthvað sem við ættum að óttast mikið. Sérstaklega vegna þess að að það veitir enga sáluhjálp né fyrirgefningu synda í enda lífsins nema þið fygið ÖLLUM reglum bókarinnar. Og það er ekki hægt því jafnvel í henni eru boðorðin á tveimur stöðum og eru ekki eins. Það eina sem bókin veitir er örugg leið til að taka ekki ábyrgð á eigin lífi og eigin ákvörðunum. Takið eftir að hver einn og einasti trúarbloggari hér tekur dæmi úr biblíunni til að þurfa ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Góða skemmtun í rifrildinu ykkar. 

Gissur Örn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 00:50

73 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Andleg auðæfi fást ekki með lestri bóka eða þokkalegu hugarfari, heldur með samfélagi við Drottinn Jesú Krist fyrir bænalífið og líf í orði hans. Þetta er óskiljanlegt þeim sem ekki hafa reynt. Og algjörlega handan við alla rökræður. Mofi á heiður skilið fyrir að nenna að halda úti þessum umræðum í stað þess að hugsa bara um sjálfan sig, þetta sýnir köllun nútíma trúboðans, og bið ég Mofa Guðsblessunar og styrks í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Guðrún Sæmundsdóttir, 22.5.2008 kl. 07:23

74 identicon

Gæti ekki verið meira sammála Gissur Örn,  stærsta hræsnin við kristni almennt er að það er sama hversu illa þú hagar þér í lífinu, þú hefur alltaf "trompið" á hendi svo framarlega sem þú undir það síðasta iðrast og gerir yfirbót.  Þú getur jafnvel iðrast fyrir misgjörðir þínar og haldið samt áfram misgjörðum, ef þú bara passar að iðrast aftur og fara með bænirnar þínar, því að það er alveg sama hvað þú gerir því ... GUÐ MUUUUUUN FYRIRGEFA ÞÉR.

Ellinn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:25

75 identicon

Andleg auðæfi fást ekki með samfélagi með drottinn jésú krist fyrir bænalífið og í líf í orði hans, heldur andleg fötlun.  Frábær taktík hjá þér Guðrún að afgreiða þetta með "vegir guðs eru órannsakanlegir" klisjunni.  Gott innlegg í allar rökræður um trúmál.  Við getum bara hætt þessu er það ekki, þetta er útrætt mál :)

Ellinn (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:31

76 identicon

Dead end spurning, dead end rösemdir... dead dead dead
Niðurstaða er enn: Guð er ekki til, sama hversu steiktar setningar þið komið með.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 09:13

77 Smámynd: Mofi

Hvati
Þessi síða um Newton sem þú linkaðir á er skrifuð af manni sem eingöngu er að setja fram eigin túlkanir á Newton.

Hérna er þá frétt um handrit Newtons um Daníel: http://www.foxnews.com/story/0,2933,284733,00.html

Hérna er svo handritið sem Newton sjálfur skrifaði: http://www.preteristarchive.com/Books/1733_newton_observations.html 

Kolbrún
Dauðinn er raunverulegur en ekki meiri óvinur en lífið, aðeins hin hliðin á peningnum; nóttin sem fylgir deginum, haustið í kjölfar sumarsins, hringrás lífsins - þær eru margar líkingarnar

Dauðinn er andstæðan við lífið. Þá verður einstaklingurinn eins og Aristóteles orðaði það "það sem steinar hugsa um" eða ekki neitt.  Okkar eina von er að sá sem skapaði okkur geti búið okkur aftur til.

Kolbrún
Ég er kristin manneskja, þó er ég ekki viss um að trúarbrögðin sem slík skipti máli hvað varðar eilíft líf, framhaldslíf eða hvað við eigum að kalla það sem tekur við eftir dauðann

Ég myndi segja að kristin manneskja er sú sem samþykkir Krist sem Guð, værir þú sammála því?

Kolbrún
Sálin er "ósýnilegur minniskubbur" sem er knúinn orku og eins og allir vita sem þekkja eitthvað til í eðlisfræði verður ekki til orka úr engu frekar en orka hverfur án þess að breytast í eitthvað annað.

Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að sálin er svona?  Biblían er alveg skýr að sálin er dauðleg, er hér í dag en svo horfin.  Ef þú ert að vísa til kenningarinnar um eilífa sál þá er hana ekki að finna í Biblíunni.

Gissur
Það er ágætis séns séns að lifa fall úr 10.000 fetum. Sjáið
hér

Skemmtilegur útúrsnúningur en ég held að flestir sem falla úr svona hæð lifi það ekki af. Í besta falli þá enda þeir í köku eins og síðan kemur inn á.

Gissur
Kristni er ekki fallhlíf. Kristni er regnhlíf dulbúin sem fallhlíf. Það er algerlega ómögulegt að lifa fullkomlega kristnu lífi vegna þess að biblían og túlkun manna á henni er í mótsögn við sjálfa sig.

Ég er sammála þér að túlkanir manna eru í bullandi mótsögn við aðra menn og mjög oft þá sjálfa en ég ekki sammála því að það eigi við Biblíuna. Ertu með eitthvað dæmi um svona?

Gissur
Þegar maður les þriðju mósebók sér maður greinilega að ekki er hægt að lifa eftir kenningum þar og vera frjáls maður í dag. Lögmálið sem þar er gefið mönnum til að lifa eftir er lögbrot í dag nær allstaðar í hinum þróaða heimi.

Fórnarlögmálið átti að líða undir lok og sum lög voru refsilöggjöf sem frum kirkjan sagði aldrei að við ættum að þvinga á aðra. Refsilöggjöf gyðinga þjóðarinnar og kristnir hafa enga ástæðu til að beita henni á annað fólk.

Gissur
Dauðinn er ekkert sem við þurfum að óttast. Að deyja án þess að lifa vegna þess að við erum að fylgja reglum sem safnað var saman af mönnum

Reglurnar sem Kristur leggur fyrir okkur bæta aðeins líf okkar svo sá sem gerist kristinn er engann veginn að missa af einhverju ef vonin bregst, sem hún auðvitað mun ekki gera.

Gissur
Sérstaklega vegna þess að að það veitir enga sáluhjálp né fyrirgefningu synda í enda lífsins nema þið fygið ÖLLUM reglum bókarinnar.

 Menn eiga að fylgja því sem þeir vita samkvæmt bestu samvisku. Þekking á hvernig helgidómurinn virkar myndi útskýra þetta, skal gera það ef áhugi er fyrir hendi.

Mofi, 22.5.2008 kl. 09:49

78 Smámynd: Mofi

Ellinn
stærsta hræsnin við kristni almennt er að það er sama hversu illa þú hagar þér í lífinu, þú hefur alltaf "trompið" á hendi svo framarlega sem þú undir það síðasta iðrast og gerir yfirbót.

Sá sem tekur á móti Kristi sem frelsara, ef hann syndgar viljandi eftir það þá segir Biblían það vera gífurlega alvarlegt. Hann er þá að traðka á sáttmálanum og fórninni sem Guð gerði fyrir hann. Því miður sér maður þetta hjá mörgum sem kalla sig kristna, þeir taka ekki leiðbeiningar Biblíunnar alvarlega og láta eins og Guð fyrirgefi þeim sem halda áfram í glæpum gegn Guði og mönnum. Kristur hafði þetta að segja um þá sem hugsa svona:

Matteusarguðspjall 7
22Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? 23Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn. 

Betri þýðing væri kannski "þið sem iðkið lögleysi".

Takk fyrir innleggið Guðrún :) 

Mofi, 22.5.2008 kl. 09:54

79 Smámynd: Jón Ragnarsson

Pældu í því Mofi, ef þú hefðir fæðst í t.d. Pakistan, þá værirðu harður Islamisti...

Jón Ragnarsson, 22.5.2008 kl. 11:20

80 Smámynd: Mofi

Jón Ragnarsson, það er engin spurning að það sem maður kynnist hefur áhrif á mann. Maður getur aðeins valið úr því sem er í boði.  Það aftur á móti er helling í boði hérna á Íslandi og af fjórum systkynum þá eru aðeins tvö í minni kirkju. Mamma er trúuð en ekki pabbi minn svo... Ég fyrir mitt leiti veit að ég hef leitað og komst að niðurstöðu þó að ég trúi því að ég myndi skipta um skoðun ef góð rök eru fyrir því.  Getur þú sagt að þú trúir því sem þú trúir af því að þú leitaðir og kynntir þér allar hliðar málsins eða af því að einhver leiðbeindi þér á ákveðna átt?

Mofi, 22.5.2008 kl. 11:37

81 Smámynd: Zaraþústra

Mofi, það gæti hún, ég gæti líka ekki verið um borð í flugvél, hvorug tveggja er þó ólíklegt ekki satt?  Af hverju ætti ég að gera ráð fyrir því þegar ég get bara athugað það?

Ég þarf ekki fallhlíf til þess að lifa 10.000 metra stökk af, ég var ekki að tala um aðra fallhlíf.  Það hafa þó nokkrir lifað af að stökkva úr flugvél fallhlífalausir.  Ef þú kannt að lenda rétt og ert heppinn með lendingarsvæði þá getur þú lifað af.  Mona Lísa gæti þess vegna aukið líkurnar á því að þetta takist með því að hægja enn meira á mér áður en ég lendi.

Svo er dauðinn enginn óvinur.  Ef að allir deyja á endanum er frekar barnarlegt að óttast það eins og dauðinn sé slæmur í sjálfum sér (sem þú getur varla trúað þar sem þú trúir á líf eftir dauðann sem er betra en annað líf, þú getur samt óttast það að Guð hleypi þér ekki inn, það er ekki sami hluturinn).  Það sem ég var að benda á er að menn óttast dauðann, eins og myrkrið, meira en eðlilegt er vegna þess að þeir hafa heyrt allar þær tröllasögur um það sem gerist eftir á.  Sama hvort það er að breytast í rottu, brenna í helvíti eða fá ekki að rísa upp til himnaríkis.

Svo verð ég að spyrja Hvata, hvað er svona ósköp ósennilegt við þennan texta um Newton? Newton var mjög trúaður og skrifaði meira um trúarbrögð (bæði  Kristni og egypska goðafræði o.s.frv.) og gullgerðarlist en vísindi nokkurn tímann.  Trú hans á kristinn Guð varð einmitt til þess að hann reyndi ekki að útskýra þyngdaraflið frekar, félagi hans Leibniz sá hins vegar að þessi fjarkraftur var ekki nægileg útskýring einmitt vegna þess að hann hafði aðrar hugmyndir um Guð.  Ég skimaði yfir þennan texta og rak ekki augun í neitt sem var út á þekju.

Zaraþústra, 22.5.2008 kl. 12:08

82 Smámynd: Mofi

Zaraþústra
Svo er dauðinn enginn óvinur.  Ef að allir deyja á endanum er frekar barnarlegt að óttast það eins og dauðinn sé slæmur í sjálfum sér

Ertu að segja mér að það er ekkert slæmt ef einhver ástvinur þinn fær sjúkdóm sem mun leiða hann eða hana til dauða á nokkrum mánuðum?  Er einhver ástæða t.d. að hjálpa fólkinu í Búrma því allir deyja einhvern tímann?  Biblían er alveg skýr að dauði er ekki önnur tilvera, það er að hætta að vera til; engar hugsanir og engin verk.  Ég að minnsta kosti vill halda lífi og þess vegna skoðaði ég mjög vel fullyrðingar Krists um þessi mál.

Zaraþústra
(sem þú getur varla trúað þar sem þú trúir á líf eftir dauðann sem er betra en annað líf, þú getur samt óttast það að Guð hleypi þér ekki inn, það er ekki sami hluturinn)

Ég trúi á upprisu hinna dauðu til eilífs lífs og aðrir hverfa í eilífðina og verða ekkert. 

Mofi, 22.5.2008 kl. 12:22

83 identicon

Mofi, þú spyrð mig um trú mína á eilíft líf eins og NT boðar það.  Svarið er bæði já og nei.  Það felst í því mikil huggun að trúa því að ástvinirnir hafi ekki yfirgefið mann að eilfíu þótt jarðvist þeirra ljúki - oft skyndilega.  Þótt trúarbrögðin boði að einungis fyrir trúarlega tilbeiðslu öðlist menn eilíft líf kýs ég að útvíkka svolítið skilyrðin.

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 14:10

84 Smámynd: Mofi

Kolbrún, hefur Guð gefið þér vald til að útvíkka skilyrðin varðandi hver öðlast eilíft líf?

Mofi, 22.5.2008 kl. 14:41

85 identicon

Nei Mofi, það kannast ég ekki við, en ég trúi nú líka á umburðarlyndi Föðurins fremur en hefnigirni.

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:08

86 Smámynd: Mofi

Minn punktur er einfaldlega sá að hvað við trúum er ekki endilega í samræmi við raunveruleikann.  Skoðum t.d. vers sem er rétt hjá einu þekktasta versi Biblíunnar:

Jóhannesarguðspjall 3
17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.
18Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gerir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins svo að verk hans verði ekki uppvís.

Hver einstasti einstaklingur í okkar heimi er þegar dæmdur vegna hans að verk hans voru vond.  Ég veit ekki örlög þeirra sem heyrðu aldrei fagnaðarerindið en þeir sem heyra það, þeir verða dæmdir eftir því.

Rómverjabréfið 2
12Allir, sem syndgað hafa án þess að þekkja lögmál, munu og tortímast án lögmáls og allir, sem syndgað hafa þótt þeir þekki lögmál, munu dæmast eftir lögmáli. 13Ekki munu menn réttlætast fyrir Guði með því að hlýða á lögmálið heldur verða þeir réttlættir sem breyta eftir því. 14Þegar heiðingjar, sem þekkja ekki lögmál Móse, gera það eftir eðlisboði sem lögmál Guðs býður, þá eru þeir sjálfum sér lögmál þótt þeir hafi ekki neitt lögmál. 15Þeir sýna að krafa lögmálsins er skráð í hjörtum þeirra með því að samviska þeirra ber þessu vitni og hugrenningar þeirra sem ýmist ásaka þá eða afsaka. 16Þetta verður á þeim degi er Guð dæmir hið dulda hjá mönnunum samkvæmt fagnaðarerindi mínu sem ég hef þegið af Jesú Kristi

Allir hafa samvisku og vita að það er rangt að ljúga, stela, hata, öfunda og fleira. Þetta er það sem gerir það að verkum að viðkomandi getur ekki öðlast eilíft líf og það er réttlátur dómur. Alveg eins og það væri réttlátur dómur yfir mér og þér.  Trúin aftur á móti snýst um náð frá þessu réttlæti, og það er það sem fallhlífin í greininni er.

Rómverjabréfið 2
6Hann mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans, 7þeim eilíft líf sem leita vegsemdar, heiðurs og ódauðleika með staðfestu sinni í góðri breytni 8en reiði og óvild hinum sem stjórnast af eigingirni, óhlýðnast sannleikanum en þjóna ranglætinu

Mofi, 22.5.2008 kl. 15:35

87 identicon

Þesi sketch kemst ansi vel að þessu: http://youtube.com/watch?v=h0xN1PikjOo 

Það þarf vart að minnast á prestastéttina um allan heim. Þeir eru hver öðrum pervertískari og sennilega hefur aðeins lítill hluti þeirra gjörða komist á yfirborðið, en það er kannski allt í lagi í þeirra hugum því guuuðð muuun fyrirgefa þeim.

Hvati (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:44

88 identicon

Mofi, það er hárrétt hjá þér; við trúum ekki í samræmi við veruleikann. Mín trú er blind - líkt og annarra, en mér þykir boðskapur Krists góður og vænlegur til friðs á jörðu og því kýs ég (aftur!) að líta framhjá þeim litla ágalla.  

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 15:58

89 Smámynd: Mofi

Hvati
Það þarf vart að minnast á prestastéttina um allan heim. Þeir eru hver öðrum pervertískari og sennilega hefur aðeins lítill hluti þeirra gjörða komist á yfirborðið, en það er kannski allt í lagi í þeirra hugum því guuuðð muuun fyrirgefa þeim.

Þeirra yfirlísta trú gerir þeirra glæpi því mun alvarlegri.  Fyrirgefning stendur aftur á móti öllum til boða og endurfæðing af anda Guðs.

Kolbrún
Mofi, það er hárrétt hjá þér; við trúum ekki í samræmi við veruleikann. Mín trú er blind - líkt og annarra, en mér þykir boðskapur Krists góður og vænlegur til friðs á jörðu og því kýs ég (aftur!) að líta framhjá þeim litla ágalla. 

Við getum trúað í samræmi við raunveruleikann en það er trú af því að þarna höfum við ekki vissa þekkingu.  Kristur segir að Hans boðskapur skapar deilur, að vegna þess að einhver velur að fylgja Honum þá gætu jafnvel manns eigin fjölskylda myndi snúast gegn manni.  Tilgangurinn er síðan ekki að búa til frið á jörðu því að það er vonlaust verk.  Það mun aldrei ríkja friður á þessari jörð á meðan illska og synd fær að vera til. 

Hvaða akkurat ágalla ertu að hugsa um?

Mofi, 22.5.2008 kl. 16:06

90 Smámynd: Mofi

Hvati
Þesi sketch kemst ansi vel að þessu: http://youtube.com/watch?v=h0xN1PikjOo
Þessi sketch sýnir vel hræsnina sem svo margir kristnir eru sekir um. En hræsnin er einmitt hræsni vegna þess að gjörðirnar eru ekki í samræmi við orð Krist. Þykjast að fylgja Kristi í orði en gera það síðan ekki í verki.

Mofi, 22.5.2008 kl. 16:20

91 identicon

Blindnin var nú ágallinn sem ég átti við - fyrirgefðu óskilmerknina.

Mér sýnist nú samt, þrátt fyrir allt, að íslenskt þjóðfélag sé eitt af þeim sem hvað lengst hafa náð hvað varðar "frið á jörð" og þakka það fyrst og fremst íslensku þjóðkirkjunni og þeirri sátt sem þegnarnir náðu um kristna þjóðartrú.  Auðvitað eru  illmenni hér eins og annars staðar meðal manna, en tilvera þeirra hlýtur að eiga sér einhvern tilgang.  Hver er þín skoðun á því?

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:28

92 Smámynd: Mofi

Við erum mjög heppin að búa á landi þar sem við höfum allt sem við þurfum ( þótt slatti sé innflutt ). Ég eins og þú, trúi því að þjóðkirkjan, eða frekar, hin kristna trú hefur verið þjóðinni mikil blessun. Við sjáum vel hve trúin var meira lifandi og sterkari hérna áður fyrr í t.d. ljóðum skálda eins og Mattías Jochumson og Jónas Hallgrímsson. 

Ef þú ert að forvitnast um hver mín skoðun er á því afhverju Guð leyfir vondum hlutum að gerast þá skrifaði ég um það hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Ég trúi því ekki að illmenni hafa einhvern sérstakann tilgang þótt að Guð geti látið allt virka til góðs en vond verk eru ekki eitthvað sem Guð vill eða þarf til að leiða fram Hans vilja... meikar það sens?     

Mofi, 22.5.2008 kl. 16:49

93 identicon

ohh ég trúi ekki að ég sé að commenta á þetta og þetta er bara reiðifyrilestur svo slepptu bara að lesa það ef þetta særir þínar tilfinngar sem kristinn (hvað með mig?)

Trúað fólk og svo trúleysingar, afhverju þarf ég sem "trúleysingi" að standa í einhverjum sér-hóp  fólk sem þið trúuðu standið í gringum og öskrið inní þvöguna "Ha? skiljið þetta ekki?, þið þurfum bara skilja góða orðið

Já fyrsta lagi kann ég því mjög illa að vera kallaður trúleysingi, ég trúi á margt en ekki tæplega 2000 ára ævintýra sögur, ég er manneskja og já þið líka en þið megið kalla ykkur trúað, heilög, æðri, hreinni, börn sannleikans, börn nátturnar, börn guðs....

Alveg skít sama, ég er manneskja og eitthvað "trú" eitthvað kemur mér bara ekki við.

 Kristni og aðrað öfgatrúir eru búnar að valda 90% af sársauka, stríðum, eimd og sýna það versta í mannskepnuni síðustu 11 þús og ef ykkur finnst þetta vera rosa langt síðan eða langur tími til að nota í "all hæfingu" sem ég er svo sannarlega að gera þá er þetta bara dropi í hafið yfir aldur okkar plánetu,  manngæskja er ekki úr bókum heldur kemur innan frá okkur, krisni fann hana ekki upp heldur endur notaði úr fyrri trúarBRÖGÐUM eins og 99% ykkar sorglega trú, það er 2008 !!! eru þið að grínast ?  síðustu 80 ár hafa verið "stór" kostleg fyrir mannkynið, við losnuðum við hlekki trúar okkar og tilgerðalegri siðferði, double standart !!!! og kemur það vel í ljós í þeim ritum sem fjalla um þegar kristnir menn koma hér og drápu hvern sem vildu ekki "trúa" á þeirra málstað !!!

En með þessu síðustu 80 ár, höfum við tekið RISA RISA RISA stökk í vísindum útaf við erum hluta til laus við þessa hlekki en spáðið í því ef þetta hefði gerts fyrir 160 árum eða 320 árum, hvar værum við í dag?

 Ég vill ekki fá svar eða Stik orð úr bíblíni, helvítis þvæla hún er, hún kemur mér minna við heldur en túrtappar, hef notað þá allavega 2 tvisvar til að þrífa olíubletti í bílvél (er karlkyns)

 Ef fólk vill fá einhvern sannleika um okkur, mannkynið ...

 Horfið á dýralífs myndir, nýlegar sem fjalla um samfélags uppbyggingar og annað við tengt, þar sé ég hitt sanna eðli menneskjunar, þar getur maður séð hvernig þetta allt byrjaði ...

Ekki í einhverjum ævintýra bókum skartandi Ofurmenni Nitchi "taking all that shit for the rest of us"

 Ps: Passion of christ er SMUT!!!, fólk sem horfir á þetta og finnur "fake" samkennt með einstaklingi sem fékk smá skít á sig, vvveeiiiii, hafið þið fylgt með hvað er í gangi í nútímanum?, ég vorkenni ykkur öllum og tel ykkur vera myrða mannkynið !!!!!

 Ætlast ekki eftir svari eða reyna koma með "gáfulegan punkt" til að svara mér, þetta er bara það sem mér finnst og ekkert getur því breytt eins og þínn Trú og trúarBRÖGÐ!!!!

 Já til heit trúa ! farið í vömbina!, þoli ekki þegar fólk segir að maður eigi að vera tillitsamur útaf ég er að gagnrýna kristni og önnur trúarbrögð, HVAÐ MEÐ OKKUR SEM ERU ÞAÐ EKKI ?!?!?!?! 

Held að kristnir séu búin að hafa ANSI langan tíma til að kynna hitt "góða" orð hvort það sé með: orðum, bókum, morðum eða mann vonsku

og ég er búin, farin að lemja prest ...

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:53

94 identicon

Mofi: "Ertu að segja mér að það er ekkert slæmt ef einhver ástvinur þinn fær sjúkdóm sem mun leiða hann eða hana til dauða á nokkrum mánuðum? Er einhver ástæða t.d. að hjálpa fólkinu í Búrma því allir deyja einhvern tímann?"

Jah, ert þú að segja að það sé engin ástæða til að hjálpa þessu fólki, því þegar það deyr öðlast það hvort eð er eilíft líf?

Helgi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:05

95 Smámynd: Mofi

Hjálmar
Trúað fólk og svo trúleysingar, afhverju þarf ég sem "trúleysingi" að standa í einhverjum sér-hóp  fólk sem þið trúuðu standið í gringum og öskrið inní þvöguna "Ha? skiljið þetta ekki?, þið þurfum bara skilja góða orðið

Þetta er miklu frekar þannig að svona er sannfæring mín og þeir sem eru ósammála eru bara ósammála og hafa fullann rétt á því. Syrgir mig því ég er hræddur um örlög þeirra en lítið við því að gera. Kristinn einstaklingur á samt ávallt að vera tilbúinn að útskýra rökin fyrir hans von.

Hjálmar
Já fyrsta lagi kann ég því mjög illa að vera kallaður trúleysingi, ég trúi á margt en ekki tæplega 2000 ára ævintýra sögur, ég er manneskja og já þið líka en þið megið kalla ykkur trúað, heilög, æðri, hreinni, börn sannleikans, börn nátturnar, börn guðs...

Ég kann illa við orðið "trúleysingi" því að allir trúa einhverju. Meira að segja í vísindum þá eru menn aldrei með endanlegann sannleika svo að allt er tekið í trú, bara mismunandi mikið hve mikil vissan er.

Hjálmar
Kristni og aðrað öfgatrúir eru búnar að valda 90% af sársauka, stríðum, eimd og sýna það versta í mannskepnuni síðustu 11 þús og ef ykkur finnst þetta vera rosa langt síðan eða langur tími til að nota í "all hæfingu" sem ég er svo sannarlega að gera þá er þetta bara dropi í hafið yfir aldur okkar plánetu

Hvað í kristinni trú er það sem þú telur valda sársauka, stríðum og eymd?  Eru það orð Krists að við skulum elska náungann eins og sjálfan sig? Eða orðum Páls að við eigum að sigra illsku með góðum verkum?  Boðorðin tíu?  

Hvað finnst þér um að guðleysis stjórnvöld síðust aldar drápu meira en hundrað miljónir manna?

Hjálmar
manngæskja er ekki úr bókum heldur kemur innan frá okkur, krisni fann hana ekki upp heldur endur notaði úr fyrri trúarBRÖGÐUM eins og 99% ykkar sorglega trú, það er 2008 !!

Hún er sannarlega inn í öllum mönnum því að Guð hefur gefið öllum mönnum ljós, samvisku sem hjálpar þeim að aðgreina hið góða frá hinu slæma.  Ef Guð er ekki til ( er ekki alveg með á hreinu hvar þú stendur þar ) hvernig er þá hægt að segja hvað er gott og hvað er slæmt? Er það ekki bara afstætt og menn ákveða það fyrir sjálfan sig?  Á hvaða grundvelli geta menn sagt að Hitler hafi verið vondur og það sem hann gerði var rangt ef t.d. bara samfélagið ákveður hvað er gott og hvað er slæmt?

Hjálmar
eru þið að grínast ?  síðustu 80 ár hafa verið "stór" kostleg fyrir mannkynið, við losnuðum við hlekki trúar okkar og tilgerðalegri siðferði, double standart !!!! og kemur það vel í ljós í þeim ritum sem fjalla um þegar kristnir menn koma hér og drápu hvern sem vildu ekki "trúa" á þeirra málstað !!!

 Vill svo til að trúin á Guð á heimsvísu hefur bara aukist síðust hundrað árin eða svo.  Enda ekki nema von, búin að uppgvöta að alheimurinn hefur byrjun, að lögmál náttúrunnar eru fáránlega fínstillt til að leyfa tilvist lífs og að lífið sjálft er byggt á gífurlegu magni af upplýsingum og örsmáum nanóvélum.

Kristinn einstaklingur sem drepur er að brjóta á móti trúnni.

Hjálmar
Ég vill ekki fá svar eða Stik orð úr bíblíni, helvítis þvæla hún er, hún kemur mér minna við heldur en túrtappar, hef notað þá allavega 2 tvisvar til að þrífa olíubletti í bílvél (er karlkyns)

Voðalega ertu eitthvað reiður... afhverju ertu ekkert reiður út í guðleysis stjórnvöldin sem drápu meira en hundrað miljónir manna?

Hjálmar
Já til heit trúa ! farið í vömbina!, þoli ekki þegar fólk segir að maður eigi að vera tillitsamur útaf ég er að gagnrýna kristni og önnur trúarbrögð, HVAÐ MEÐ OKKUR SEM ERU ÞAÐ EKKI ?!?!?!?!

Á maður ekki bara að vera tillitsamur svo að aðrir séu tillitsamir á móti? Er ekki akkurat öfgahegðun og fordæmingar sem valda deilum og jafnvel stríðum ef boltinn heldur áfram að rúlla?  Held að ef þú skoðar mannkynssöguna almennilega þá sérðu að illvirki voru vanalega framin af græðgi og fáfræði frekar en trú fólks að Jesús væri Guð og maður ætti að fylgja Hans orðum.

Mofi, 22.5.2008 kl. 17:24

96 Smámynd: Mofi

Helgi
Jah, ert þú að segja að það sé engin ástæða til að hjálpa þessu fólki, því þegar það deyr öðlast það hvort eð er eilíft líf?
Ég veit ekki hver öðlast eilíft líf; kannski er þetta eina lífið sem einhverjir fá svo betra að það sé eins lengi og hægt er.  Að hjálpa öðrum á að vera hreinlega löngun í manni því að það sem rekur þann áfram sem er endurfæddur af anda Guðs er kærleikur.  Guð virðist hafa sett í okkur löngunina í betri heim og þess vegna reyna flestir að gera eitthvað til að gera heiminn betri. Það sem aftur á móti reynist flestum erfitt er þegar góðverkin kosta okkur óþægindi eða jafnvel þjáningar.

Mofi, 22.5.2008 kl. 17:30

97 identicon

hahahahhaha aðal ástæðan fyrir þessum skriftum mínum var að sjá hvort þú mundir svara þó ég sagði að þetta væri bara persónuleg skoðun og þurfti engar bollalegingar er útaf ALLIR kristnir eru ótrlúlega óvissir fyrir fullu fyrir sinni trú og þurfa að útskýra og oft troða skoðunum á fólk, já og þú svaraðir næstum öllu ...

Já hvaða trúleysingar síðustu aldar drápu meira en hundrað milljón manns?, hvað ertu að tala um???? og ég vona að þú sért ekki að koma þennan punkt "já þau voru ekki kristin, eins og við eða ég" ef þetta snýst svona mikið um einstaklingin þá skaltu halda því þannig

En já þið þurfið alltaf að filla í öll göt sem koma á milli þessari klopóttu heimskepi ykkar, sama hvort það sé með sannleika eða sögum...

Já takk aftur fyrir að vera partur af eyðingu Mannkyns ....

Ef einhverjum tíman allt mun springja í tætlur útaf kjarnorkusprengjum eða eitthverju verra eru góðar líkur á því að það verði til að sanna einhvern punkt sem hefur aldrei verið raunverulegur, vissuru að það eru 45 milljón fólks að biðja fyrir heimsenda í 4 missmunandi trúarbrögðum?!?

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:41

98 identicon

Fyrirgefðu Mofi, en ætla aðeins að slettirekast

Hjálmar, þú hefur nú fengið þarfa útrás fyrir innibyrgða reiði og sársauka. Þetta myndi hvaða "veraldlegur" sálfræðingur sem er taka undir enda sýnist mér þú ekkert frekar ráðast á trúarbrögð heimsins en sjálfan þig og/eða þitt umhverfi.  Og þú mátt trúa því að þessi orð mín eru ekki tilkomin af neins konar helgislepju.  Gangi þér vel vinur að vinna úr þínum málum.    

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 18:12

99 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Við höfum nægar sannanir frá mannkynssögunni til að vita fyrir víst að höfundar Biblíunnar voru á staðnum og trúðu því sem þeir héldu fram.

 Vá, höfum við nægilegar sannanir til þess að vita þetta fyrir víst?!

Hvaða sannanir eru þetta eiginlega? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2008 kl. 19:41

100 identicon

Hahaha hvað þetta er yndislegt, komin á barinn með bjórin og lappan meðan þú sittur heima þér öskrandi á krossin inní stofu

AFHVERJU AFHVERJU !!!!

eða kannski ekki, en allavega, ætlaru ekki að sundurgreina skriftir mínar og commenta?, eða var þetta og núna ekki langt fyrir Þínar bollaleggingar?

Leggja inn kristna orðið og sjúka svo þumall og bíða átektar?

Í hverju ertu?, ég er í fötum, FÖTUM SÁLARINAR!!!!

Smá pæling með Jesús og okkur 

In medicine, body water is all of the water content of the human body. A significant fraction of the human body is water. Lean muscle tissue contains about 75% water. Blood contains 83% water, body fat contains 25% water and bone has 22% water.

In diseased states where body water is affected, the compartment or compartments that have changed can give clues to the nature of the problem.

Body water is regulated by hormones, including anti-diuretic hormone (ADH), aldosterone and atrial natriuretic peptide.

There are many methods that can be used to determine body water. One way to get a simple estimate is by calculation.

 Bara spurning, ef ég hitti einhvertíman Jesús ætla ég einhver veginn að vindan upp hann og setjan á flöskur ...

En allavega sorry, er raunverulega ekki í vandræðum með mitt umhverfi, frekar að ég sé að skíta á þitt, málið er bara að mér finnst trúarbrögð verra hliða afurð samfélags sem ætti bara vera litinn með öðru auga, eða horn auga, það er öflugt shit.

Þú og þitt tal, hahaha vá þú ert alveg crazy ! .

Klikkaðar kenningar og dót

Hef ekkert meira til að bulla í þér með, sorry , ætlaði að reyna gefa þér tilgang.

Þinn internet vinur.

Hjálmar 

Hjálmar (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:19

101 Smámynd: Zaraþústra

Mofi, þó svo að það sé sárt að missa ástvin leiðir ekki af því að dauðinn sé slæmur hlutur í sjálfum sér.  Það er eins og að segja að bílar séu hættulegir vegna þess að stundum lenda menn í árekstri.  Þegar einhver deyr og við hefðum getað komið í veg fyrir það er það slæmt.  Það þýðir ekki að dauðinn sé slæmur í sjálfum sér heldur er það aðgerðarleysið sem er slæmt.  Mér finnst þú vera að rugla saman slæmum fyrirbærum og óumflýanlegri afleiðingu þeirra (dauðinn).

Eins og ég sagði þá er það ekki dauðinn í sjálfum sér sem þú óttast, heldur hvort þú munir haldast dauður að eilífu eða öðlast eilíft líf þegar Guð dæmir lifandi og dauða.  Þarna ertu að mínu mati að rugla saman tvennu ólíku.

Zaraþústra, 22.5.2008 kl. 22:49

102 Smámynd: Mofi

Hjálmar
Já hvaða trúleysingar síðustu aldar drápu meira en hundrað milljón manns?, hvað ertu að tala um???? og ég vona að þú sért ekki að koma þennan punkt "já þau voru ekki kristin, eins og við eða ég" ef þetta snýst svona mikið um einstaklingin þá skaltu halda því þannig

Stalín, Maó, Pol Pott svo nokkrir séu nefndir.

Hjálmar
Ef einhverjum tíman allt mun springja í tætlur útaf kjarnorkusprengjum eða eitthverju verra eru góðar líkur á því að það verði til að sanna einhvern punkt sem hefur aldrei verið raunverulegur, vissuru að það eru 45 milljón fólks að biðja fyrir heimsenda í 4 missmunandi trúarbrögðum?!?

Hljómar eins og dómsdags spá hjá þér :)

Síðan þykir þú mér vera ansi fullyrðinga glaður um afstöðu 45 miljón manns. Þar sem það er um sex miljarða manna á jörðinni þá kæmi það mér ekki á óvart að það væru fleiri en 45 miljónir sem biðu eftir heimsenda.

Síðan ómálefnaleg færsla fjarlægð frá Hjálmari

Mofi, 22.5.2008 kl. 23:18

103 Smámynd: Mofi

Kolbrún
Fyrirgefðu Mofi, en ætla aðeins að slettirekast  

Ekki vera feimin, þá þarf ég ekki að "slettirekast" :)

Hjalti
Vá, höfum við nægilegar sannanir til þess að vita þetta fyrir víst?!

Hvaða sannanir eru þetta eiginlega? 

Ég myndi frekar orða þetta þannig að við höfum góðar ástæður til að trúa; þegar maður veit eitthvað fyrir víst þá er ekki lengur um trú að ræða eða hvað...

Zaraþústra
Mofi, þó svo að það sé sárt að missa ástvin leiðir ekki af því að dauðinn sé slæmur hlutur í sjálfum sér.  Það er eins og að segja að bílar séu hættulegir vegna þess að stundum lenda menn í árekstri

En bílar geta verið slæmir af því að stundum lenda menn í áreksti og jafnvel...deyja.  Þetta fer samt allt eftir því hvað gerist eftir dauðann eða við dauðann. Biblían segir að þá enda hugsanir manna og öll þeirra áform, að í dauðanum vita menn ekki neitt eins og Salómon orðar það.  Fyrir mig þá er það slæmt ef einhver sem mér þykir vænt um hverfur þannig. Ég vil heldur ekki hverfa þannig.

Zaraþústra
Eins og ég sagði þá er það ekki dauðinn í sjálfum sér sem þú óttast, heldur hvort þú munir haldast dauður að eilífu eða öðlast eilíft líf þegar Guð dæmir lifandi og dauða.  Þarna ertu að mínu mati að rugla saman tvennu ólíku.´

Óbeint rétt hjá þér. Þegar maður deyr hérna þá tekur annað hvort dauðinn við eða eilíft líf. Það er svona eins og...þegar maður deyr þá þarf maður að horfast í augu við akkurat þetta svo þess vegna getur þessi "fyrsti" dauði verið ógnvekjandi. Held að við erum svona nokkvurn veginn að skilja hvorn annan, vantar kannski bara eitthvað smá upp á :)

Mofi, 22.5.2008 kl. 23:25

104 identicon

Ég var eitt sinn lítil stelpa alin upp í kristni...... ég óx, náði tökum á rökhugsun og leist ekki lengur á það sem boðað var í kirkju og biblíunni.

Ég reyndi að vera trúleysingi en mér líkaði það illa, gat aldrei almennilega sætt mig við það að trúa ekki og í dag tilheyri ég engu trúfélagi enda tilheyrir mín skoðun engu trúfélagi. En ég verð nú að segja að mér finnst hugmynd púrítana vera soldið góð, þ.e. að það er brot á fyrst boðorðinu þegar fólk er farið að dýrka bók eða hús (biblíuna eða kirkju) sem heilagan guð.

Ég reyni frekar að taka það besta úr flestum trúarbrögðum og lifa mínu lífi sem góð manneskja og hef engar áhyggjur eða geri mér enga sérstaka hugmynd um eftirlífið.

Stundum horfi ég yfir öll trúarbrögð heimsins og líður einsog að það sé bara einn Guð sem er illgjörn og er búin (já, ég má halda því fram að það sé hún.) að  tvístra mannkyninu í marga trúarflokka og situr einhverstaðar og hlær að heimsku manna. En svo horfi ég á allt það góða sem er til og finnst mennirnir vera að gera sér þetta sjálfir án aðstoðar einhvers guðs, bara það sem menn sjálfir hafa ritað niður fyrir fáránlega mörgum áru. Allt það illa í heiminum er mannaverk en ekki guðsverk og mikið illt er framkvæmt í guðs nafni.

Mér finnst skipulögð trúarbrög vera það sem er að ganga frá heiminum og kýs því að lifa í mjög svo óskipulagðu "trúarbragði" (enda ekkert trúarbragð, eiginlega bara mín skoðun) 

Ég trúi  því líka að ef við hefðum ekkert illt þá vissum við ekki hvað gott er, hlutir þurfa ákveðið jafnvægi, líka gott og illt. Ying-Yang speki hér á ferð...

En til að svara þinni spurningu með flugvélina, og hér er ég ekki að reyna að vera dónaleg við þig á einn eða annan hátt, þetta er eitthvað sem kemur beint frá hjartanu. Ég mundi leyfa þeim sem eru óttaslegnir að taka fallhlífina og verð að viðurkenna í leiðinna að mér findist það sérstaklega ókristilegt af þinni hálfu að sparka einhverjum af þér ef hann vildi sníkja far með þér og þinni fallhlif (einsog þú sagðir hér einhverstaðar að ofan). Það er engin trygging fyrir því að hvar sem maður lendir eftir stökkið sé eitthvað öruggara en að vera í flugvélinni. Fólk hefur lifað af flugslys og fólk hefur dáið í fallhlífarstökki. En ef þú mundir bjóða mér far með þér og þinni fallhlíf væri ég kannski til í að taka sjéns með þér ef við gætum staðið saman um að hjálpa hvort öðru og standa saman þegar við lendum, en þá væri ég líka að setja traust mitt til þín en ekki fallhlífarinnar.

En nú er ég loksins farin að þreytast og vonandi get ég sofnað núna en vil samt enda þetta á léttum nótum. Koma svo fólk, hláturinn lengir lífið

Alman (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 02:19

105 identicon

Síðan hvenær er Búddismi trúarbrögð? Ég er kristinn og heiti meira að segja Kristinn og lifi eftir bestu getu samkvæmt  kærleiksboðorði Jesú Krists og tileinka mér lífsstefnu Zen-Búddisma. Ég kýs að halda mig utanvið trúarfélög og er  ekki meðlmur í neinu slíku. Búddismi er ekki trúarbrögð, heldur lífsstefna minn kæri - endir þjáningar.

Aðferðin sem  notuð er í pistlinum þínum er gamalkunnug : að vekja ótta. Mig langar að benda þér á að það er ekkert sem segir að fallhlífin þín opnist endilega á þessu 10.000 feta ferðalagi, en það væri sannarlega þess virði að dáðst að Monu Lisu eða einfaldlega útsýninu !

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:42

106 Smámynd: Mofi

Alman
Ég var eitt sinn lítil stelpa alin upp í kristni...... ég óx, náði tökum á rökhugsun og leist ekki lengur á það sem boðað var í kirkju og biblíunni.

Svo að hvaða niðurstöðu leiddi þessi rökhugsun þig?

Alman
Mér finnst skipulögð trúarbrög vera það sem er að ganga frá heiminum og kýs því að lifa í mjög svo óskipulagðu "trúarbragði" (enda ekkert trúarbragð, eiginlega bara mín skoðun)

Ertu viss um að það er rétt hjá þér að það er trúin sjálf sem er að ganga frá einhverju eða það eru bara vondir gráðugir menn og konur sem eru að gera það?  Er það t.d. boðskapi Krists að kenna að einhver er að myrða, nauðga, arðræna fátæka, barnaþrælkun og fleirra?  Ég myndi segja að það er boðskapi Krists að þakka að mislukkaðir menn taka sig saman og stofna hjálparsamtök eins og ADRA og fara og hjálpa öðru fólki. Guð samt setti í hverja manneskju löngun til að hjálpa þótt að löngunin í völd og sjálfs elska verður oftar en ekki ofan á.

Alman
Ég trúi  því líka að ef við hefðum ekkert illt þá vissum við ekki hvað gott er, hlutir þurfa ákveðið jafnvægi, líka gott og illt. Ying-Yang speki hér á ferð...

Það að við þekkjum gott frá illu segir mér að það er til Guðs sem skilgreindi sumt gott og sumt vont.  Ef enginn Guð er til þá er það eina sem við höfum er skoðanir einhverja um hvað er gott og hvað er slæmt. Þá er það bara meirihlutinn sem ákveður hvað er gott og ef eins í Þýskalandi að meirihlutinn ákveður að það er í lagi að drepa gyðinga og geðveika þá er það bara það sem er gott.  Ég myndi frekar setja þetta þannig upp að ef ég veit að tveir plús tveir er fjórir þá veit ég að allt annað sem er ekki fjórir er rangt.  Ég þarf ekkert að hlusta á fólk halda því fram að tveir plús tveir er tuttugu og tveir til að vita að tveir plús tveir er í rauninni fjórir... skilur þú hvert ég er að fara?

Alman
Ég mundi leyfa þeim sem eru óttaslegnir að taka fallhlífina

Aðal punkturinn í sögunni er að í þessari aðstöðu er fallhlífin góður kostur og hún er í boði fyrir alla sem vilja hana.

Alman
verð að viðurkenna í leiðinna að mér findist það sérstaklega ókristilegt af þinni hálfu að sparka einhverjum af þér ef hann vildi sníkja far með þér og þinni fallhlif

Atriðið þar var að tveir geta ekki deilt fallhlíf, þeir myndu báðir farast ef það gerðist. Það var svona forsenda sem ég gaf mér til að halda samræmi við líkinguna við fyrirgefningu Krists.

Alman
En ef þú mundir bjóða mér far með þér og þinni fallhlíf væri ég kannski til í að taka sjéns með þér ef við gætum staðið saman um að hjálpa hvort öðru og standa saman þegar við lendum, en þá væri ég líka að setja traust mitt til þín en ekki fallhlífarinnar.

Þar sem að fallhlífin er "táknmynd" fyrir Krist þá myndi ég aldrei vilja að einhver seti eitthvað traust á mig. Ég set mitt traust á Guð og er aðeins að útskýra afhverju ég geri það og afhverju ég tel að aðrir ættu að gera það líka.  

Takk fyrir heimsóknina og vonandi svafstu vel :) 

Mofi, 23.5.2008 kl. 09:24

107 Smámynd: Mofi

Kristinn
Búddismi er ekki trúarbrögð, heldur lífsstefna minn kæri - endir þjáningar.

Þegar kemur að því að lista upp trúarbrögð heims þá er búddismi þar. Það eru margar útgáfur til svo það flækir málin. Öll trúarbrögð síðan boða einhverja lífsstefnu eða sýn á heiminn, meira að segja Vantrú og Siðmennt boða fólki sýna heimsmynd sem endurspeglur auðvitað síðan þeirra trú. 

Kristinn
Aðferðin sem  notuð er í pistlinum þínum er gamalkunnug : að vekja ótta. Mig langar að benda þér á að það er ekkert sem segir að fallhlífin þín opnist endilega á þessu 10.000 feta ferðalagi, en það væri sannarlega þess virði að dáðst að Monu Lisu eða einfaldlega útsýninu!

Sagðistu ekki vera kristinn?  Fyrir mig þá þýðir það að þú skilur afhverju þú þarft að setja traust þitt á Krist því að án Hans þá verður þú fundinn sekur á dómsdegi þegar þú verður dæmdur samkvæmt lögmáli Guðs sem Guð skrifaði í hjarta þitt. 

Mofi, 23.5.2008 kl. 09:28

108 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

 

Guð er vinsælt umræðuefni á blogginu, og nokkrir hafa lýst því yfir að á meðan að ekki sé hægt að sanna tilvist Guðs á vísindalegan hátt þá sé hann bara ekki til, og því eigi ekki að tilbiðja hann opinberlega og ekki fræða börnin okkar um hann. 

Enn hefur vísindamönnum ekki tekist að greina allt í alheiminum Til eru orka og efni sem að ekki er hægt að skilgreina með þeim mælitækjum sem vísindamenn búa yfir.

Við kristin upplifum nærveru Guðs í bæninni og Orðinu, afleiðing þess er innri friður, gleði, og kærleikur.

En getum við mælt gleði? Hversu mörg dísibel er gleði nýbakaðs föðurs?

Eða ástin sem hann upplifir til konunar og barnsins síns mælum við hana kannski í grömmum?

Hvað með reiðina? Getum við mælt hana einsog rafmagn? Víða um heim sjáum við afleiðingar reiðinnar í formi styrjalda, er reiði kannski ekki til því við finnum ekki vísindalega viðurkennd mælitæki til að mæla hana?

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.5.2008 kl. 09:58

109 Smámynd: Áddni

Hvað er maðurinn að tala um flugvélar, farangursgeymslur og Saga-Class?

Er ekki meginmergurinn í þínu máli að allt annað en kristni sé bara ávísun á djöfuldóm og eilífa bölvun.

Ég segi fyrir mitt leiti að mér hugnast ekki Guð sem að þarf eilíft að hafa sína fylgjendur lifandi í ótta, og fyllir sín helgirit með sífelldum hótunum um kvöl og pínu ef að ekki er gert eins og honum sýnist (eða öllu heldur eins og ritstjóranum á helgiritinu.

Púnktur & Basta...

Áddni, 23.5.2008 kl. 10:14

110 Smámynd: Mofi

Áddni, þeir sem iðrast og biðja um náðina þurfa ekki að óttast en þeir sem snúa sér ekki frá vondum verkum og biðja ekki um fyrirgefningu sannarlega hafa helling að óttast.  Þeir munu ekki öðlast eilíft líf og það er einfaldlega réttlátt af Guði að neita þeim um það.

Mofi, 23.5.2008 kl. 10:18

111 Smámynd: Mofi

Náðargjöf, alveg sammála þér að þegar maður deyr þá er maður dáinn en ekki lifandi.  Sál er samkvæmt Biblíunni líkaminn og lífs andi í þeim líkama svo hin Biblíulega sál er svo sannarlega til. Þú ert svona eins og sá sem stendur í dyrunum á flugvélinni, þarft að stökkva út, deyrð ef þú gerir það ekki og deyrð ef þú stekkur án fallhlífarinnar.  Einhver bíður þér fallhlífina en þú vilt hana ekki... þín örlög og þitt val.

Mofi, 23.5.2008 kl. 12:34

112 identicon

Ég vildi að ég hefði tímann í dag til að gefa þér gott og ítarlegt svar en því miður er tíminn ekki á mínu bandi í dag...

En jú ég náði loksinns að sofna í nótt, takk fyrir það.

Ég myndi frekar setja þetta þannig upp að ef ég veit að tveir plús tveir er fjórir þá veit ég að allt annað sem er ekki fjórir er rangt.  Ég þarf ekkert að hlusta á fólk halda því fram að tveir plús tveir er tuttugu og tveir til að vita að tveir plús tveir er í rauninni fjórir... skilur þú hvert ég er að fara?

Ég skil vel hvert þú ert að fara hér, það sem ég er að meina er að allir trúaðir vilja meina að 2+2=4 og allir hafa sín rök fyrir því og því kýs ég að taka ekki mark á neinum nema eigin hjarta. Hver og einn hefur sinn útreikning og hver og einn aðlagar það sem stendur í blblíunni að sínum sannleik, meira að segja ég og þú (og ég trúi ekki einusinnni á þessa blessuðu bók).

Og að mínu mati er það trúin sem er að ganga frá heiminum og ég hvika hvergi frá þeirri skoðun. Mér finnst það t.d. hryllingur hverngir "sannkristið" fólk kemur fram við samkynhneigða í nafni Guðs og styðjast þar við gildi sem voru í hávegum höfð á steinöld.

Ég get ímyndað mér það að ef Guð hefði eitthvað við okkur að segja, þá mundi hún segja "Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir og ekkert dýr má borða annað dýr!" En ég ímynda mér líka að hún sé grátandi yfir því hvað við erum hreinlega að reyna að gleypa hvort annað í heilu lagi. Ef þú vilt vera lamb í hjörð kristni má ég þá ekki vera hundur sem eltir eigið skott? Og ef ég er hundur afhverju þurfa þá öll lömbin alltaf að vera að reyna að klæða mig í sauðagæru eða reyna að borða mig? Afhverju getum við ekki unnið saman? 

En jæja, nú er minn tími búinn  í dag og ég þarf að fara. En hvernig leist þér á brandarann sem ég sendi inn?

XxX

Alma 

Alman (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 13:11

113 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mofi: Mig langaar að spyrja tvær spurningar, þær eru ekki í samhengi við þráðinn en til að átta mig betur á afstöðu þinni til kristinnar trúar: 

1. Trúirðu að Jesú muni "snúa aftur" til jarðar og  og reisa alla upp frá dauðum og skilja sauðina frá höfrunum o.s.frv ?

2. Trúirðu að einhverskonar "ragnarök" eða alsherjarstríð sé framundan (sem oft er tengt væntanlegri endurkomu krists)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 13:23

114 Smámynd: Mofi

Alman
Ég skil vel hvert þú ert að fara hér, það sem ég er að meina er að allir trúaðir vilja meina að 2+2=4 og allir hafa sín rök fyrir því og því kýs ég að taka ekki mark á neinum nema eigin hjarta

Maður hefur auðvitað aðeins sína eigin rökhyggju og hjarta til að finna út úr þessu en punkturinn er að eitthvað er satt ef þú þekkir það, þá veistu hvað er ekki satt. Þú þarft ekki að hlusta á þúsundir manna sem halda því fram að tveir plús tveir er eitthvað annað en fjórir; hvaða rök hafa þeir sem telja að 2+2 er 55 og hvaða  rök þeir hafa sem trúa að 2+2 er 22.  Flestir sem eru trúaðir telja að það sem þeir trúa er rétt, hvort sem það eru kristnir, vantrúaðir eða búddistar.

Alman
Og að mínu mati er það trúin sem er að ganga frá heiminum og ég hvika hvergi frá þeirri skoðun. Mér finnst það t.d. hryllingur hverngir "sannkristið" fólk kemur fram við samkynhneigða í nafni Guðs og styðjast þar við gildi sem voru í hávegum höfð á steinöld.

Hvað finnst þér þá um þá guðleysis trú Stalíns og Maó og Pol Pott sem báru ábyrgð á dauða meira en hundrað miljónir manna?  Kristnir eru ekki góður mælikvarða á trúnni sjálfri.  Hvað finndist þér ef einhver ályktaði að þú værir hálfviti og fífl af því að einhver sem þú þekkir varla segðist vera vinur þinn en hegðaði sér eins og versti fábjáni?

Varðandi samkynhneigða, ef þessi hneigð er slæm, bæði fyrir samfélagið og þá einstaklinga sem velja þetta líf, væri það þá kærleiksríkt að vara þá ekki við? 

Alman
Ef þú vilt vera lamb í hjörð kristni má ég þá ekki vera hundur sem eltir eigið skott? Og ef ég er hundur afhverju þurfa þá öll lömbin alltaf að vera að reyna að klæða mig í sauðagæru eða reyna að borða mig? Afhverju getum við ekki unnið saman?

Jesús gaf mjög góða uppskrift af trúboði. Hann sendi lærisveina sína tvo og tvo saman og þar sem fólk tók þeim ekki vel, þeir einfaldlega áttu að fara annað. Útskýra fagnaðarerindið og vera ekki að hanga þar sem fólk vildi þá ekki.  Svo fyrir mitt leiti þá vil ég aðeins útskýra fyrir fólki mína trú og ég vil engann veginn vera að troða henni upp á þá sem vilja ekki hlusta. 

Mofi, 23.5.2008 kl. 14:02

115 Smámynd: Mofi

Ómar Bjarki Kristjánsson,
Mofi: Mig langaar að spyrja tvær spurningar, þær eru ekki í samhengi við þráðinn en til að átta mig betur á afstöðu þinni til kristinnar trúar: 

1. Trúirðu að Jesú muni "snúa aftur" til jarðar og  og reisa alla upp frá dauðum og skilja sauðina frá höfrunum o.s.frv ?

Ég trúi því að Jesú komi einhvern tímann aftur og þá rísa þeir upp sem öðlast eilíft líf.  Aðrir rísa upp seinna til dóms og eilífs dauða.

Ómar Bjarki Kristjánsson,
2. Trúirðu að einhverskonar "ragnarök" eða alsherjarstríð sé framundan (sem oft er tengt væntanlegri endurkomu krists)

Mér finnst Biblían ekki gefa svo skýra mynd af þessu. Hún talar um að stríð munu aukast alveg til endalokanna en ekki endilega eitthvað alsherjarstríð. Samt, ef næsta stríð verður ennþá stærra og hryllilegra en síðasta heimsstyrjöld þá gæti það orðið að einhvers konar alsherjarstríði.  Lýsingin eins og ég skil hana á atburðum síðustu tíma er að það verður lítill hópur fólks sem vill fylgja boðorðum Guðs og mjög stór hópur sem mun ofsækja hann.

Hefðir kannski áhuga að skoða video sem fer yfir atburði síðustu tíma eins og ég skil þá, sjá: http://www.youtube.com/watch?v=eTf85cD0BmA 

Mofi, 23.5.2008 kl. 14:08

116 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mofi: Ok. Eg skil. (en hreint út sagt get eg alls ekki samþykkt þetta.  En þetta er þitt mat og þín trú eg verð að virða það)

En hvað finnst þér þá um þessa túlkun á endalokum og endurkomu krists

http://www.youtube.com/watch?v=C_nJ42mXqV4 sem er vinsæl í BNA þar sem stofnun ísraelsríkis er tengt við dæmið og talin skylda kristinna að einhvernvegin viðhalda Ísrael gegn vondum terroristum o.s.frv.

Mundirðu segja að þú gætir verið sammála þessum predikara ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 15:18

117 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, það kemur kannski ekki nógu skýrt fram í videoinu hver boðskapur hans er, en hann er nokkurn veginn svona: "A Warning to the World, Hagee interprets the Bible to predict that Russia and the Islamic states will invade Israel and will be destroyed by God. This will cause the anti-Christ, the head of the European Union to create a confrontation over Israel between China and the West. A final battle between East and West at Armageddon will then precipitate the Second Coming of Christ

http://en.wikipedia.org/wiki/John_Hagee

Augljóslega samkv. þessari trú´er Ísrael í lykilhkutverki.

Mér leikur sem sagt forvitni á að vita: Gætirðu á einhvern hátt tekið undir með þessum manni og álíka predikurum. ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 15:47

118 Smámynd: Mofi

Ómar
http://www.youtube.com/watch?v=C_nJ42mXqV4
 sem er vinsæl í BNA þar sem stofnun ísraelsríkis er tengt við dæmið og talin skylda kristinna að einhvernvegin viðhalda Ísrael gegn vondum terroristum o.s.frv.

Mér finnst gaurinn vera vægast sagt á villigötum.  Virðist vera bara með pólitískan áróður til að fá einhver veraldlega völd.  Ísrael hætti að vera útvalda þjóð Guðs eftir að þeir höfnuði Kristi og þá fór fagnaðarerindið til allra alveg eins og Gamla Testamentið spáði að ætti að gerast.

Ómar
Augljóslega samkv. þessari trú´er Ísrael í lykilhkutverki.

Mér leikur sem sagt forvitni á að vita: Gætirðu á einhvern hátt tekið undir með þessum manni og álíka predikurum. ?

Minn skilningur er ekki svona og ég sé bara feitann gráðugann kall misstúlka Biblíuna. Ég veit ekki ástæðuna en oftar en ekki eru peningar ástæða fyrir svona rugli.  Ef þú kíktir á videóið sem ég benti á og gerði blogg grein um þá er þar útskýrt hvernig ég sé þetta. Væri gaman að heyra þínar skoðanir á því.

Mofi, 23.5.2008 kl. 16:16

119 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mofi skrifar: "Mér finnst gaurinn vera vægast sagt á villigötum"

Hjúkk.  Gott að heyra það.

Já, eg skal skoða videoið hjá þér betur og hugsa þetta aðeins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2008 kl. 17:35

120 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Við vitum öll að við þurfum einhverntíma að "stökkva". Vandinn er bara sá að í vélinni er ekki ein einasta fallhlíf. Það eina sem við getum gert er að haga okkur skikkanlega svo allir fái notið flugferðarinnar.

Ef ég er búin að leita hátt og lágt að fallhlíf um borð og finn hana hvergi, hví ætti ég að trúa því að vasaklúturinn þinn muni bjarga mér? Er eitthvað betra að fólk stökkvi, haldandi að það muni lifa fallið af? Þeir sem eru þess fullvissir að vasaklúturinn þinn bjargi lífi þeirra eiga það til að hugsa að það skipti ekki máli þó þeir éti allan matinn um borð, reyki eins og strompar, yfirtaki Saga Class og rústi flugstjórnarklefanum, þar sem vélin hrapi hvort eð er bráðum. Hinir, sem sætta sig við að þeir muni deyja við lendingu, en átta sig jafnframt á að þeir geta bætt líf hinna sem eftir sitja þó þeir njóti þess ekki sjálfir. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.5.2008 kl. 19:26

121 Smámynd: Halla Rut

Trúðu og treystu fyrst og fremst á sjálfan þig.

"a man is an island" sagði einhver og það er svo mikið rétt. Á endanum þá stendur þú bara uppi með sjálfan þig og þá er gott að vera sáttur. 

Halla Rut , 23.5.2008 kl. 20:07

122 identicon

Finnst þér í alvöru gáfulegt að setja upp dæmi skv kristnum gildum og því sem biblian segir og ætla að fá betra svar frá trúarbrögðum alveg ótengdum kristni?

Þetta er eins og að lýsa bilunum í bíl og spurja svo hvort þú viljir fá  Smið, bakara, málara eða bifvélavirkja til að gera við hann...

Þegar þú svo bætir því við að sé ekki rétt gert við hann springir þú í loft upp og hverfir að eilífu er rökleysan orðin algjör..

Og því miður er það ekki í fyrsta skipti sem þú gerist sekur um rökleysu Halldór

Sigmar (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:43

123 Smámynd: Mofi

Tinna
Ef ég er búin að leita hátt og lágt að fallhlíf um borð og finn hana hvergi, hví ætti ég að trúa því að vasaklúturinn þinn muni bjarga mér? Er eitthvað betra að fólk stökkvi, haldandi að það muni lifa fallið af?

Í versta falli deyr viðkomandi með von og ef hún reynist röng þá mun hann aldrei komast að því.  Ef aftur á móti fallhlífin virkar þá er viðkomandi að missa það mikilvægasta sem hann á, lífið sjálft.

Tinna
Hinir, sem sætta sig við að þeir muni deyja við lendingu, en átta sig jafnframt á að þeir geta bætt líf hinna sem eftir sitja þó þeir njóti þess ekki sjálfir. 

Ég er nú hræddur um að flestir sem horfast í augu við dauðann sem hafa ekki von lifi aðeins í skelfingu. Þú getur kannski þaggað niður í þeim ótta á meðan dauðinn er fjarlægur en það mun ekki vera þannig að eilífu. Aftur á móti þeir sem eru með fallhlífina þurfa ekki að óttast að stökkva úr flugvélinni.

Halla Rut
Trúðu og treystu fyrst og fremst á sjálfan þig.

Getur þú lifað dauðann af?  Getur þú mætt Guði og sagt að þú eigir skilið að ganga inn í himnaríki?

Sigmar
Finnst þér í alvöru gáfulegt að setja upp dæmi skv kristnum gildum og því sem biblian segir og ætla að fá betra svar frá trúarbrögðum alveg ótengdum kristni?

Ertu að segja mér að dæmin sem ég gef upp tilheyra aðeins kristni?

Ómálefnaleg athugasemd frá Óskari fjarlægð

Mofi, 24.5.2008 kl. 21:11

124 identicon

Ertu að segja mér að dæmin sem ég gef upp tilheyra aðeins kristni?

Í þeim fullyrðingum sem þú gefur þér áður en þú býður mögulegar lausnir sé ég allavega ekki tilvitnanir í neitt nema biblíuna

Eftir að við deyjum þá verðum við að horfast í augu við lögmál syndar og dauða samkvæmt Rómverjabréfinu 8:.  Flestir vita hvaða lögmál Boðorðin Tíu eru svo við skulum skoða þau og sjá hvernig þér mun farast á Dómsdegi.

Hvað er þetta annað gildi út frá gildum tengdum biblíunni og engu öðru?

Sigmar (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 22:49

125 identicon

Ég er nú hræddur um að flestir sem horfast í augu við dauðann sem hafa ekki von lifi aðeins í skelfingu

Og hvernig í ósköpunum veistu það?

Sveinn (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 01:23

126 Smámynd: Mofi

Sigmar
Í þeim fullyrðingum sem þú gefur þér áður en þú býður mögulegar lausnir sé ég allavega ekki tilvitnanir í neitt nema biblíuna

Mögulegu lausnirnar eru það sem önnur trúarbrögð segja borið saman við það sem Biblían segir.

Sigmar
Hvað er þetta annað gildi út frá gildum tengdum biblíunni og engu öðru?

Allir sem hafa samvisku sem er í lagi vita að gildin eru rétt.

Sveinn
Og hvernig í ósköpunum veistu það?

Fólk er almennt hrætt við að deyja.

Mofi, 25.5.2008 kl. 12:14

127 identicon

Þarna er allt morandi í leiðandi spurningum, illa rökstuddum "staðreyndum" sem eru ósannaðar og þar af leiðandi kenningar.

Hver sá sem hefur farið í hvísluleik veit að orðið kemur sjaldan eins á leiðarenda, hvað er öðruvísi með biblíuna.

Hvað gerir biblíuna að meiri bók en Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini?

Þetta öruggisteppi ykkar að þurfa endalaust að sannfæra aðra um Kristna trú og tilvist guðs sýnir hversu óöryggir og ósnnfærðir þið sjálfir eruð!

Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að líkja við guð og fallhlíf?

Ef flugvélin er að hrapa og við þurfum að stökkva út hvað táknar þá þessi hrapandi flugvél?  Tek það fram að ég myndi einungis stökkva ef hún væri að hrapa!
Táknar það ekki eitthvað um óstöðugleika kristinnar trúar?

Samkvæmt trúnni ætti einn valkosturinn að vera vængir svo þú gætir flogið til himna eða eitthvað ósannað kjaftæ**...

Og svona í lokin, AF HVERJU er svona erfitt að skipta um trú?

Kristin trú er ekki ein af upprunalegu trúarbrögðunum..

Kristin trú er afbrigði af öðrum trúarbrögðum alveg eins og í hvísluleik!

Benni (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 13:21

128 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

 "Ég er nú hræddur um að flestir sem horfast í augu við dauðann sem hafa ekki von lifi aðeins í skelfingu"
  1. Denial: "It can't be happening."
  2. Anger: "Why me? It's not fair."
  3. Bargaining: "Just let me live to see my children graduate."
  4. Depression: "I'm so sad, why bother with anything?"
  5. Acceptance: "It's going to be OK."

Þetta eru hin fimm stig sorgar, hið svokallaða Kübler-Ross model. Flestir sem fá þær fregnir að þeir séu dauðvona sætta sig á endanum við dauðann. Trú manna virðist ekki skipta máli í því samhengi. Stig tvö og þrjú beinast reyndar oft að "skaparanum" af skiljanlegum ástæðum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.5.2008 kl. 14:03

129 Smámynd: Zaraþústra

Guðrún, það er hægt að mæla þessa hluti í ákveðnum skilningi.  Mæli með því að þú kíkir á bók sem heitir Stumbling on Happiness.  Hvað varðar hulduefnið og hulduorkuna, sem ég geri ráð fyrir því að þú sért að tala um er það ekki rétt að vísindamenn geti ekki mælt eða gerst sér grein fyrir því hverslags efni um er að ræða.  Án þess að vilja fara út í það nákvæmlega þá fundum við plánetuna Neptúnus með svipuðum aðferðum.  Menn gerðu sér grein fyrir því að eitthvað vantaði í sólkerfið til þess að útskýra hvernig brautir þeirra reikistjarna sem við þekktum kæmu heim og saman við áætlanir okkar.  Með því að gera ráð fyrir að plánetan væri til að gefnum ákveðnum forsendum tókst þeim svo að finna út hvar Neptúnus yrði staðsett á ákveðnum degi.  Viti menn, þegar menn beindu sjónaukum sínum þangað þá fannst hún.  Þetta gerðist fyrir 150 árum.  Hulduorka og hulduefni er sömuleiðis eitthvað sem við vitum að er til staðar þótt við vitum ekki nákvæmlega hvað það er.  Við höfum ýmsar hugmyndir um það og vitum hvaða eiginleika t.d. hulduefnið þarf að hafa.  Við vitum líka hvernig á að sannreyna kenningar okkar.  Þetta eru vísindamenn að gera í dag og allar líkur á því að við fáum að heyra útskýringu áður en við drepumst. :)

Þetta er alls ekki sambærilegt hugmyndinni um Guð.  Hún er, oftast allavega, samkvæmt skilgreiningu þannig að við getum ekkert vitað um Guð.  Hann er yfirnáttúrulegur og ofar okkar skilningi.  Þess vegna getum við ekki vitað hvort hann hefur einhvern áhuga á okkur eða hefur yfir höfuð nokkuð með okkur að gera.  Vandamálið er svo aftur að menn hafa hugmyndir sínar um Guð úr mismunandi ritum sem er afar erfitt, ef ekki ómögulegt, að staðfesta að nokkur yfirskilvitleg vera hafi átt þátt í að skrifa hana.  Ef Guð hefði viljað til dæmis sýna okkur með óyggjandi hætti að hann hafi átt þátt í gerð heimsins hefði hann bara geta látið menn skrifa niður til dæmis lýsingu á sólkerfinu þar sem kæmi til dæmis fram að það væri ein stór pláneta sem gengi utan um sólu ásamt jörðu sem væri lang lang massa mest (þ.e.a.s: "bjó til loftkennda reikistjörnur á sjötta degi").  En það er eins og Guð Biblíunnar hafi ekki einu sinni haft grundvallar skilning á læknisfræði eða stjörnufræði.  Honum er allavega meira annt um hvernig einum þjóðflokki gangi að koma á konungsríki í Ísrael af öllum stöðum.  Því ætti Ísrael að vera merkilegra en Amasonskógarnir?  Guð kristinna hefur allavega afar einkennileg áhugamál að mínu mati, ótrúlegt hvað hann eyðir miklum tíma í að láta menn skrifa um ættartölur ákveðinna ætta en talar svo ekki einu sinni um einn einasta Asteka eða Ástralíunegra. Hann eyðir líka meiri tíma í að segja mönnum hvað þeir eiga ekki að gera frekar en hvað þeir eiga að gera, samt á þetta allt að vera innbyggt í okkur einhvern veginn.  Mér finnst Guð flóknari en hulduefni, ekki spurning.

Zaraþústra, 25.5.2008 kl. 14:56

130 identicon

Allir sem hafa samvisku sem er í lagi vita að gildin eru rétt.

Þú skilur augljóslega ekki það sem ég er að meina

Sigmar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 15:14

131 Smámynd: Mofi

Benni
Hver sá sem hefur farið í hvísluleik veit að orðið kemur sjaldan eins á leiðarenda, hvað er öðruvísi með biblíuna.

Munurinn er mjög mikill, handrit Biblíunnar voru skrifuð af aðilum sem upplifðu atburði og skrifuðu þá niður.

Benni
Þetta öruggisteppi ykkar að þurfa endalaust að sannfæra aðra um Kristna trú og tilvist guðs sýnir hversu óöryggir og ósnnfærðir þið sjálfir eruð!

Að segja öðrum frá að það er von eftir dauðann er aðeins skylda sérhvers kristins einstaklings, sérstaklega ef honum þykir eitthvað vænt um annað fólk því hann vill ekki að neinn glatist.

Benni
Ef flugvélin er að hrapa og við þurfum að stökkva út hvað táknar þá þessi hrapandi flugvél?  Tek það fram að ég myndi einungis stökkva ef hún væri að hrapa!

Flugvélin er táknmynd fyrir lífið sjálft og við vitum fyrir víst að lífið getur verið tekið frá okkur hvenær sem er.

Benni
Kristin trú er ekki ein af upprunalegu trúarbrögðunum..

Ef Guð er til þá er rökrétt að Hann myndi hafa samband við menn og sömuleiðis rökrétt að menn myndu skálda alls konar rugl upp. Ég tel síðan að trú gyðinga er með elstu trúarbrögðunum.

Mofi, 25.5.2008 kl. 16:30

132 Smámynd: Mofi

Zaraþústra
Ef Guð hefði viljað til dæmis sýna okkur með óyggjandi hætti að hann hafi átt þátt í gerð heimsins hefði hann bara geta látið menn skrifa niður til dæmis lýsingu á sólkerfinu þar sem kæmi til dæmis fram að það væri ein stór pláneta sem gengi utan um sólu ásamt jörðu sem væri lang lang massa mest (þ.e.a.s: "bjó til loftkennda reikistjörnur á sjötta degi"). 

Þetta er mjög tvíeggjað sverð því að á tímum fáfræði þá gæti þetta gefið fólki ástæðu til að hafna Biblíunni. Meira að segja í dag þá gæti svona nákvæm lýsing gefið fólki ástæðu til að hafna Biblíunni því að við vitum ekki allt. Eitt áhugavert samt sem Guð gaf upp um alheiminn og stjörnurnar var að þær væru gífurlega margar, eins og sandkorn á ströndinni. Þetta var á þeim tímum sem menn héldu að þeir gætu talið þær og þær væru í kringum þrjú þúsund. Annað áhugavert er þegar Biblían talar um að jörðin hengur í tómarúmi á þeim tíma sem margir héldu að jörðin væri á bakinu á stórri skjaldböku.

Zaraþústra
En það er eins og Guð Biblíunnar hafi ekki einu sinni haft grundvallar skilning á læknisfræði eða stjörnufræði.  Honum er allavega meira annt um hvernig einum þjóðflokki gangi að koma á konungsríki í Ísrael af öllum stöðum.

Leiðbeiningar Biblíunnar á heilsu eru algjörlega frábærar og menn í dag geta ennþá lært helling af þeim. Hérna er gott dæmi um eitthvað sem mér finnst styðja að Biblían hefur yfirnáttúrulegan uppruna, sjá: The first book of public hygiene

Zaraþústra
Mér finnst Guð flóknari en hulduefni, ekki spurning

Sem betur fer :)

Mofi, 25.5.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband