Hvernig væri að fylgja Biblíunni og losna við þessa vitleysu?

CatholicPriestVandamálið við þessa hugmynd páfa er að kynsveltið er það sem er skaðlegt.  Það er brenglun á sköpunarverkinu að neyða menn til að afneita kynhvötinni sem Guð gaf þeim.  Hið sorglega við þetta er að þetta er aðeins mannasetningar sem eiga sér enga stoð í Biblíunni. Meira að segja tekið sérstaklega fram að sá sem vill verða biskup á að vera einkvæntur:

Fyrra Tímóteusarbréf 3
1Það orð er satt. Sækist einhver eftir biskupsstarfi þá girnist hann göfugt hlutverk. 2Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestrisinn, góður fræðari, 3ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fégjarn. 4Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og venur börn sín á hlýðni og alla prúðmennsku.
5Hvernig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón?

Vonandi fer sanntrúað fólk sem tilheyrir þessari kirkju að fara að rannsaka orð Guðs og opna augun fyrir því að þetta er ekki kirkja sem er Guði þóknanleg; hennar kenningar eru ekki í samræmi við orð Guðs en það ætti að vera aðal mælikvarðinn á hvaða kirkju maður vill tilheyra.


mbl.is Kynhvöt kaþólskra presta könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Hehe - jæja, við getum þó verið sammála um eitt - að stefna kaþólsku kirkjunnar sé arfavitlaus...

Púkinn, 31.10.2008 kl. 11:57

2 identicon

Við erum sammála um að óheilbrigt líferni kaþólskra presta er það sem gerir þá að níðingum... og páfi ætlar ekkert að gera í málinu.

Biskup, prestar og páfar... eru bara furðufígúrur sem þykjast vera umboðsmenn einhvers galdrakarls... þarna er strax aðvörun um að fólk eigi að passa sig þegar það er nálægt slíkum mönnum.. og aldrei láta þá eina með börnum

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er brenglun á sköpunarverkinu að neyða menn til að afneita kynhvötinni sem Guð gaf þeim. 

Ég er innilega sammála þér með þetta. Þessi afneitun er einhver versta synd sem til er!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.10.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Mofi

Púki, já, það og aðskilnað ríkis og kirkju. Svo við eigum eitthvað sameiginlegt.

DoctorE, já, páfinn segist vera umboðsmaður Krists á jörðu og það ætti að vera nóg til að hlaupa hratt út úr þessari kirkju.

Sigurður Þór, ég myndi nú ekki taka alveg svona sterkt til orða

Mofi, 31.10.2008 kl. 12:29

5 identicon

Ekki biðja mig um að fylgja biblíunni mar... ég nenni ekki og vil ekki myrða fólk vegna engra saka....
td var eldri strákurinn minn soldið óþekkur á tímabili... samkvæmt biblíunni þá átti ég að myrða hann.

Ef þú segir að guð þinn hafi skrifað biblíu... well þá er guð þinn einskis virði og allir ættu að forðast hann og dissa

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það sterk kynhneigð Íslendingsins, sem fær hann til að efast um, að prestar, munkar og nunnur og hver sem er annar geti verið skírlíf(ur)? Ég er ekki að segja, að þetta sé þeim öllum auðvelt, en mögulegt er þetta, og mörg dæmi eru um heilagt fólk sem valið hefur þessa leið. Páll postuli virti þessa leið mikils, og það ættir þú því líka að gera, Halldór Mofi. En hitt er rétt, að einlífi er ekki í sjálfu sér andstætt prestsdómi, við sjáum það í Nýja testamentinu, og í kaþólsku kirkjunni eru líka til kvæntir prestar með kaþólska vígslu (þeir, sem áður hafa verið kvæntir prestar og komu í hana úr mótmælendakirkjum, eins og þeirri lúthersku, og úr orþódoxu kirkjunni. Dæmin eru til bæði frá Nýja-Sjálandi, Þýzkalandi, Norður-Ameríku og ugglaust miklu víðar.

En einlífi presta hefur raunar margvíslega kosti. Kirkjan getur þá haldið miklu fleiri presta með þeim tekjum sem hún hefur, í stað þess ef hún þyrfti að halda uppi heilum fjölskyldum þeirra. Og kaþólskir prestar eru afar lágt launaðir, athugaðu það, t.d. hér á Íslandi margfalt lægra launaðir en Þjóðkirkjuprestar.

Í 2. lagi er auðveldara fyrir fólk, sem gengur til skrifta, að treysta einlífum presti en kvæntum manni. Og kaþólskur prestur er Guðs og Krists og safnaðarins, en kvænti presturinn er konunnar og barnanna og er svo samhliða því að reyna að vera Guðs og Krists og safnaðarins.

En ef þú vilt þrýsta á kaþólsku kirkjuna að leyfa öllum prestum að kvænast (þótt t.d. orþódoxa kirkjan geri það alls ekki – hún leyfir þeim aðeins að vera kvæntir, ef þeir voru orðnir það áður en þeir tóku prestsvígslu), viltu þá ekki allt eins láta banna allt munklífi og nunnudóm? Hvar er þá frelsið, Mofi?

Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 13:04

7 Smámynd: Mofi

DoctorE
Ekki biðja mig um að fylgja biblíunni mar... ég nenni ekki og vil ekki myrða fólk vegna engra saka....

Enginn að biðja þig um það.  Þetta eru lög sem eiga við gyðinga og menn áttu að heimta refsingu frammi fyrir rétti og dómarar gátu kveðið dauðadóm en ávalt var beiðni Guðs að menn sýndu miskun og til þess var musteris þjónustan þar sem fólk gat farið og fengið fyrirgefningu.

DoctorE
td var eldri strákurinn minn soldið óþekkur á tímabili... samkvæmt biblíunni þá átti ég að myrða hann.

Þú verður endilega að fara að gagnrýna kristna trú í staðinn fyrir að gagnrýna þennan tilbúna strámann þinn.

Mofi, 31.10.2008 kl. 13:05

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svco má bæta við: Vitaskuld er það rétt af páfa að reyna að koma í veg fyrir, að menn með varasama kynhneigð komist í prestsnám, fái prestsvígslu eða gegni sálgæzlustarfi.

Jón Valur Jensson, 31.10.2008 kl. 13:07

9 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Páll postuli virti þessa leið mikils, og það ættir þú því líka að gera, Halldór Mofi.

Því er ekki að neita að Páll virðist hafa verið einhleypur og talið að það hjálpaði honum betur að starfa sem trúboði. En í sama kafla þá talar Páll um mikilvægi þess að bæla ekki niður kynhvötina en það er það sem Kaþólska kirkjan er að gera með því að heimta að prestar séu einhleypir.

Jón Valur
Dæmin eru til bæði frá Nýja-Sjálandi, Þýzkalandi, Norður-Ameríku og ugglaust miklu víðar.

En er ekki reglan hjá kirkjunni að prestar eiga að vera einhleypir?  Er það ekki búið að vera þannig í mörg hundruð ár?  Er einhver opinber tilskipun að núna þurfa prestar ekki lengur að vera einhleypir?

Jón Valur
Í 2. lagi er auðveldara fyrir fólk, sem gengur til skrifta, að treysta einlífum presti en kvæntum manni. Og kaþólskur prestur er Guðs og Krists og safnaðarins, en kvænti presturinn er konunnar og barnanna og er svo samhliða því að reyna að vera Guðs og Krists og safnaðarins.

Fyrstu rökin voru mjög góð.  Ekki Biblíuleg en sannarlega skiljanleg en að sama skapi sorgleg.  Ég skil fyrstu rökin en þessi hérna finnst mér mjög hæpin. Ég myndi miklu frekar treysta giftum manni en einhleypum; held að það er fátt jafn þroskandi fyrir einstakling að giftast og eignast börn.

Jón Valur
En ef þú vilt þrýsta á kaþólsku kirkjuna að leyfa öllum prestum að kvænast (þótt t.d. orþódoxa kirkjan geri það alls ekki – hún leyfir þeim aðeins að vera kvæntir, ef þeir voru orðnir það áður en þeir tóku prestsvígslu), viltu þá ekki allt eins láta banna allt munklífi og nunnudóm? Hvar er þá frelsið, Mofi?

Frelsið er í því að prestar fái að giftast ef þeir vilja...  vil ekkert banna munklífi eða nunnudóm, aðeins frelsi til að giftast ef viðkomandi vill.

Mofi, 31.10.2008 kl. 13:19

10 Smámynd: Mofi

Jón Valur
Svco má bæta við: Vitaskuld er það rétt af páfa að reyna að koma í veg fyrir, að menn með varasama kynhneigð komist í prestsnám, fái prestsvígslu eða gegni sálgæzlustarfi.

Þarna er ég alveg sammála þér en ég aðeins tel að aðal orsökin vera aðra.

Mofi, 31.10.2008 kl. 13:21

11 Smámynd: Linda

Hæ Mófs, frábær færsla og íhugunar verð, ég er þér sammála.  Svo mætti bæta við að það stendur líka að í ritningunni að þeir sem geta ekki verið skírlífir ættu að gifta sig. Þetta á vitanlega við flesta menn.  Ég skil ekki þessa áráttu hjá Kaþólsku kirkjunni að neita heilbrygðu manni að giftast, það er bara rangt og er ekki að finna í ritningunni.

Jón Valur skrifar m.a. :

Í 2. lagi er auðveldara fyrir fólk, sem gengur til skrifta, að treysta einlífum presti en kvæntum manni. Og kaþólskur prestur er Guðs og Krists og safnaðarins, en kvænti presturinn er konunnar og barnanna og er svo samhliða því að reyna að vera Guðs og Krists og safnaðarins

Þessu er ég bara gjörsamlega ósammála þér, ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt meira, mér finnst þetta í hæsta falli furðuleg alhæfing af þinni hálfu kæri vinur.

bk.

Linda.

ps. Mófs þú átt póst í GMail.

Linda, 31.10.2008 kl. 13:25

12 identicon

Mér finnst þetta eitt og sér bara svo drepfyndið, að kaþólska kirkjan, af öllum stofnunum, beiti sálfræði til útiloka fólk. Veitir ekkert af, segi ég! Jákvæð þróun, kannski þeir fari að athuga líka hvort menn séu veruleikafirrtir! Það gengi nú sennilega að kaþólsku kirkjunni dauðri.

Mofi: Verð að vera sammála þér í þessu, þett'er fáránlegt kerfi hjá kaþólsku kirkjunni og á hvorki rót í Biblíunni né þá heilbrigðri skynsemi.

Munurinn á okkur tveimur er að jafnvel þó að Biblían segði að prestar ættu ekki að stunda kynlíf, myndi ég samt sem áður nota almenna skynsemi til að komast að þeirri augljósu niðurstöðu að við það verða menn kynsveltir og mun líklegri til að einhverjar dúbíus hvatir fari að brjótast út.

Svona á svipaðan hátt og ég nota almenna skynsemi til að brjóta gjörsamlega í bága við Rómverjabréf 13:1-4, enda ómannúðlegur og viðbjóðslegur boðskapur, væntanlega skrifaður til þess að Rómverjar myndu ekki einfaldlega útrýma Rómverjabréfi. Svipað mál og með að gefa Sesari það sem tilheyri Sesari... tjah, svosem ekki skrýtið lögmál þegar maður er krossfestur fyrir að gera ekki eins og Sesar segir.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 13:33

13 Smámynd: Mofi

Takk Linda :)

Helgi
Munurinn á okkur tveimur er að jafnvel þó að Biblían segði að prestar ættu ekki að stunda kynlíf, myndi ég samt sem áður nota almenna skynsemi til að komast að þeirri augljósu niðurstöðu að við það verða menn kynsveltir og mun líklegri til að einhverjar dúbíus hvatir fari að brjótast út.

Ég vona nú að ég þyrfti ekki Biblíuna til að geta sagt mér þetta.

Helgi
Svona á svipaðan hátt og ég nota almenna skynsemi til að brjóta gjörsamlega í bága við Rómverjabréf 13:1-4, enda ómannúðlegur og viðbjóðslegur boðskapur,

Að hlíða yfirvöldum, að gera góð verk og ekki stela, ljúga eða myrða og þá mun yfirvaldið líklegast láta þig í friði?  Kristnir á þessum tíma urðu fyrir ofsóknum af Neró og engan veginn þannig að þeir litu þannig á að yfirvöld hefðu rétt til að taka þá af lífi fyrir að tilbiðja Jesú.  Ég sé þetta aðeins sem yfirlýsingu að við eigum að virða yfirvöld og hegða okkur vel.

Helgi
tjah, svosem ekki skrýtið lögmál þegar maður er krossfestur fyrir að gera ekki eins og Sesar segir.

Er það ekki skrítið að segja þetta en samt óhlíðnast og vera krossfestur fyrir að gera ekki eins og Sesar sagði?

Takk fyrir innleggið í umræðuna :)

Mofi, 31.10.2008 kl. 14:14

14 identicon

"Að hlíða yfirvöldum, að gera góð verk og ekki stela, ljúga eða myrða og þá mun yfirvaldið líklegast láta þig í friði?"

Það er samt bara ekkert þannig að yfirvöld láti mann í friði svo lengi sem maður lýgur ekki, stelur ekki og myrðir ekki. Það er sannað með hinum fjölmörgu ógnarstjórnum sem hafa slátrað fólki til dæmis fyrir kynþátt. Ef við hefðum verið í Þýskalandi 1938 og Nasistar væru nýbúnir að banna okkur að hjálpa Gyðingum... myndirðu ekki samt hjálpa Gyðingum? Ég myndi gera það og ég geri ráð fyrir því að þú myndir gera það. Hvernig myndirðu réttlæta það með hliðsjón af Rómverjabréfi 13:1-4? Yfirvöld voru vissulega ekki til að fylgja lögmálum Guðs í því tilfelli, þannig að inntakið í Rómverjabréfi 13:1-4 er rangt, sem mér sýnist leiða af sér að fullyrðingin sé í besta falli innihaldslaus; að hún þýði ekki að maður eigi raunverulega að líta á yfirvöld svona eða hinsegin, heldur eingöngu að þjóna Guði. Til hvers er þetta þá skrifað? Ég held að Rómverjabréf 13:1-4 hafi eingöngu verið skrifað til að friða Rómverja, ekki til að tjá boðskap Guðs. Hvað hefði aðventisti um það að segja?

Voðalega er maður nú leiðinlegur að enda alltaf í guðfræðilegum rökræðum við þig, Mofi minn. ;) Þú ert bara svo hryllilega áhugaverður karakter, býst ég við.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:04

15 identicon

Svo má nú ekki gleyma einni góðri ástæðu sem er að þegar prestarnir kveðja þennan heim í hárri elli þá er engi fjölskylda til að erfa þá, og hvert skyldu eignirnar þá fara?  hmmmm

Halldór (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:09

16 identicon

JVJ skilur ekki að það er geðsýkislegur lífsstíll kaþólskra presta sem skapar skrímslin... það er ekkert hægt að tékka þetta fyrirfram... þessir níðingar eru afleiðing af óeðlilegu lífi.
Það er allt á sömu bókina fært í þessu rugli..
Kaþólska kirkjan er eins og mylla satans.. sem framleiðir helvíti á jörð.... og JVJ er gersamlega heilaþveginn af þessari vúdúú kirkju dauðans, svo lengi sem JVJ er í þessary myllu er hann ómarktækur, jafnvel þegar hann talar um mannréttindi.
Reyndar finnst mér rosalega skrítið að heyra JVJ segja:Björgum Tíbet... og svo í næsta orði vill hann afnema réttindi samkynhneigðra eða kvenna.... eða nei þetta er ekkert skrítið.. þetta er svona biblískt réttlæti

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:15

17 identicon

Lestu bókina þína Mofi... biblía ráðleggur að myrða óstýriláta unglinga... konum sem blæðir ekki á brúðkaupsnótt... þeir sem vinna á hvíldardaginn ... listinn er endalaus.

Know yer stuff

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:19

18 identicon

P.S. Biblía segir einnig: Ef konu er nauðgað í borg og hún hrópar ekki nægilega hátt á hjálp... þá á að myrða hana.

Þetta er nú bókin ykkar strákar mínir... furðulegt að ykkur finnist hún ekki sukka

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:29

19 Smámynd: Linda

Diddi alltaf samkvæmur sjálfum sér og fer að mála skrattann á veggin þegar JVJ er tengdur umræðunni, ég á róandi handa þér Diddi, svo þú slakir aðeins á mar.

Helgi hefur hér fyrir ofan eitthvað út á Rómverja bréf að setja, ég sé ekki að það sé neitt að því að fara eftir lögum sem eru sett fyrir þegna landsins til þess að efla öryggi einstaklingsins. Ég held að í þessari ritningagrein sem hann vísar í er almennt verið að tala um samfélög sem stunda réttlæti, slíkt var auðvitað ekki á borðinu á tímum Jesú, en það er einmitt það sem boðskapurinn átti að reyna breyta, auk þess sem þessi boðskapur er óbeint að benda á að það er óþarfi að óttast hinn Kristinna einstakling, því trúin væri ekki pólitísk í eðli sínu.  Samanber til dagsins í dag.

"

Skyldur við yfirvöld

1Hver maður hlýði þeim yfirvöldum sem eru yfir hann sett. Því engin væru yfirvöld ef Guð gæfi þau ekki. Þau sem eru til hefur Guð skipað. 2Sá sem veitir yfirvöldum mótstöðu veitir skipan Guðs mótstöðu og hlýtur að fá sinn dóm. 3Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdhafa heldur sá sem vinnur vond verk. Viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöld skaltu gera það sem gott er og þá færðu þeirra lof, 4því að þau þjóna Guði þér til góðs. En ef þú gerir það sem illt er þá máttu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverð sitt ófyrirsynju. Þau þjóna Guði og er skylt að refsa þeim sem illt fremja. 5Því er nauðsyn að hlýðnast, ekki aðeins af ótta við hegningu heldur og vegna samvisku sinnar.
6Enda er það þess vegna sem þið gjaldið skatta, að valdhafar eru þjónar Guðs í því sem þeir eiga að annast. 7Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt sem skattur ber, þeim virðingu sem virðing ber, þeim heiður sem heiður ber.

Allt í lagi að birta alla ritninguna þessu tengt.  Lykil orð þarna í lokin "Ber".

 En svo ég haldi mér við efnið þráðsins, þá verð ég bara að viðurkenna það að ég mun seint skilja kaþólsku kirkjuna, en trúar hetjur eru margar sem hafa komið úr því húsi og margt gott. En, þetta með skýrlífi  presta eru bara mannasetningar. að því ég best veit. JVJ hefur kannski ritningagreinar sem segja annað og gæti því bent á þær.

bk.

Linda.

Linda, 31.10.2008 kl. 16:15

20 Smámynd: Mofi

Helgi
Það er samt bara ekkert þannig að yfirvöld láti mann í friði svo lengi sem maður lýgur ekki, stelur ekki og myrðir ekki. Það er sannað með hinum fjölmörgu ógnarstjórnum sem hafa slátrað fólki til dæmis fyrir kynþátt.

Það er líka sannað með ofsóknum yfirvalds eins og Neró á þeim tímum sem þetta var skrifað.  Ég sé þarna aðeins lærisveinana að vera að hvetja trúsystkyni sín að vera góða borgara en auðvitað ekki að leyfa yfirvöldum að drepa sig.

Helgi
Ef við hefðum verið í Þýskalandi 1938 og Nasistar væru nýbúnir að banna okkur að hjálpa Gyðingum... myndirðu ekki samt hjálpa Gyðingum?

Jú hiklaust og ekkert í boðskapi Biblíunnar sem myndi gefa manni ástæðu til að gera það ekki.  Maður á fyrst að hlíða Guði svo yfirvöld sem vilja að þú brjótir gegn samviskunni og Guði, manni ber frekar þá að hlíða Guði. 

Helgi
Voðalega er maður nú leiðinlegur að enda alltaf í guðfræðilegum rökræðum við þig, Mofi minn. ;) Þú ert bara svo hryllilega áhugaverður karakter, býst ég við.

Nei nei, þetta svakalega skemmtilegt :)     þú ættir þá að kíkja í kirkju til mín, myndir hitta svo marga áhugaverða karaktera að...well, gætir fengið of stóran skammt :)   sérstaklega þar sem ég þyki nú frekar frjálslindur í minni kirkju

Halldór
Svo má nú ekki gleyma einni góðri ástæðu sem er að þegar prestarnir kveðja þennan heim í hárri elli þá er engi fjölskylda til að erfa þá, og hvert skyldu eignirnar þá fara?  hmmmm

Mjög góður punktur nafni!

DoctorE
Lestu bókina þína Mofi... biblía ráðleggur að myrða óstýriláta unglinga... konum sem blæðir ekki á brúðkaupsnótt... þeir sem vinna á hvíldardaginn ... listinn er endalaus.

Þú ert að grípa inn í lögbók gyðinga samfélagsins og býst við að skilja hana. Þannig auðvitað gengur ekki upp. En þarna er um að ræða refsilöggjöf gyðinga, það sem þeirra dómstólar fylgdu eftir og samfélagið sá um að framkvæma. Engann veginn þannig að einstaklingar áttu að taka þetta vald sér í hendur án dóms og laga.  Síðan var alltaf musterið til staðar fyrir þá sem vildu fyrirgefingu til að sleppa við refsingu.

DoctorE
P.S. Biblía segir einnig: Ef konu er nauðgað í borg og hún hrópar ekki nægilega hátt á hjálp... þá á að myrða hana.

Þú ert að misskilja DoctorE...

Mofi, 31.10.2008 kl. 16:43

21 identicon

Bíðið nú hæg... Sússi sagði að gt væri bókin... bókin sem væri skrifuð af gudd AKA Sússa og þarmætti engu breyta, allt í fullu gildi.
Aldrei talaði Sússi gegn þrælahaldi.... og ekki bjargaði Sússi vændiskonunni... það var seinni tíma tilbúningur

Og svo var musterið tilstaðar til þess að fá fyrirgefningu.. hahaha sjáið þið virkileg ekki í gegnum þetta krakkar mínir.

Svo er ég ekkert æstur þó ég segi að biblían/kóran eða hvað annað sem kemur úr hausum ruglukolla sé bara bull.... þið vitið vel að ef við fylgdum þessum ritum frá a-ö þá værumn við í helvíti á jörðu.

Ég er ekki að misskilja eitt né neitt... ég einfaldlega er óbíasaður því ég hef engan áhuga á flugmiða til himnaríkis... himnaríki er samkvæmt biblíu akkúrat það sem við viljum ekki sjá.. algert einræði þar sem fólk gerir ekkert nema að kyssa rassinn á gudda... og spila á hörpu þess á milli.
He is not the boss of me... ef svo illa vill til að þessi guð sé til... well þá get ég bara vonað að ég fái að verja mig í einræðinu á himnum... og ég mun nota það tækifæri og skammast alveg heilan helling.

sorry krakkar en guðir trúarrita eru ekki guðir... það getur hver sem er séð í hendi sér

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 16:57

22 Smámynd: Óli Jón

Þráhyggja kaþólsku kirkjunnar gagnvart kynlífi er stórfurðulegt fyrirbæri. Í hverju sem hún tekur sér fyrir hendur virðist kynlíf spila einhvern þátt. Hún vill:

  • skírlífi presta
  • banna smokkinn

með öllu því sem fylgir, jafnvel þótt þetta sé í skýrri andstöðu við náttúrulega ferla, þ.e. að kynlífsþörfin finnur sé alltaf leið. Sú staðreynd hefur aldeilis bitið gömlu maddömuna í rassinn á undanförnum árum þar sem agentar hennar hafa farið sínu fram gagnvart saklausum börnum undir verndarvæng Vatikansins; kirkjunni til ævarandi hneisu og skammar og fórnarlömbunum til skaða og miska.

Það er ekkert göfugt við skírlífi. Mofi hefur tilgreint það hvernig biblían leyfir hjónaband biskupa og þ.a.l. annarra embættismanna kirkjunnar, en allt kemur fyrir ekki. Jón Valur segir hér í sínu fyrsta innleggi að skírlífið hefur bein fjárhagsleg áhrif á kaþólsku kirkjuna. Það er laukrétt, enda er skírlífið sprottið af hreinum fjárhagslegum ástæðum. Þannig var að forstjórum kaþólsku kirkjunnar þótti alltaf illt að sjá eignir presta sinna renna til erfingja þeirra og hver var lausnin á þeim vanda? Jú, búa þannig um hnúta að engir yrðu erfingjarnir. Prestó ... um leið og engir voru erfingjarnar, þá erfðu kallagreyin kaþólsku kirkjuna iðulega að eignum sínum. Það líkaði páfa vel. Svo eru sauðirnir svo miklu auðsveigjanlegri þegar búið er að gera jafn sjálfsagðan hlut og kynlíf að eilífri uppsprettu synda. Þar sem hugsanir um kynlíf leita reglulega á mannshugann, jafnvel oft á dag :), þá er ekki verra ef sauðirnir verða ægilega sakbitnir í hvert skipti sem það gerist. Þá verður kirkjusókn betri, aflátsbréfin seljast betur og tíundin stækkar.

Sagði ekki einhver að sá sem héldi um taumana í kynlífsmálum stjórnaði heiminum? Páfagarður virðist altént á þeirri skoðun og virðist hafa rétt fyrir sér.

Óli Jón, 31.10.2008 kl. 17:37

23 Smámynd: Mofi

DoctorE
Bíðið nú hæg... Sússi sagði að gt væri bókin... bókin sem væri skrifuð af gudd AKA Sússa og þarmætti engu breyta, allt í fullu gildi.

En sumt er fyrir ákveðna á ákveðnum tímum og þessi lög voru fyrir gyðinga til að stjórna þjóðinni.  Kristnir áttu ekki að mynda nýjar þjóðir þar sem gömlu lög gyðinga áttu að gilda.  Refsingin hefur svo sem ekki breyst að því leiti að það er ennþá dauðarefsing fyrir þessa hluti sem þú nefnir en málið er að Guð sér um það þegar að því kemur en ekki menn.

DoctorE
Aldrei talaði Sússi gegn þrælahaldi.... og ekki bjargaði Sússi vændiskonunni... það var seinni tíma tilbúningur

Afþví að þrælahald var til að hjálpa þeim sem höfðu orðið út undan í samfélaginu. Það er augljóst ef maður skoðar reglurnar um þrælahald; það á ekkert skylt við því sem við þekkjum frá þrælahaldi Bandaríkjanna fyrr á öldum.

Varðandi söguna af vændiskonunni þá fer ég yfir það seinna... þarf að þjóta

Mofi, 31.10.2008 kl. 18:48

24 identicon

Þrælahald var félagslegt úrræði yea rite
Ef þið hugsið málið þá eru trúaðir þrælslegir í hugsun... það eina sem skiptir máli er að eigandanum líki við þá...... og hendi verðlaunum til þeirra fyrir undirlægjuháttinn
Það er frekar lame guð satt best að segja

DoctorE (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 19:34

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda: Ég held að í þessari ritningagrein sem hann vísar í er almennt verið að tala um samfélög sem stunda réttlæti...

Þannig að Páll var að segja kristnum íbúum Rómar að maður ætti að vera hlýðinn yfirvöldum sem stunda réttlæti (þrátt fyrir að það sé ekkert minnst á það)? Hann var sem sagt ekki að tala um yfirvöld þeirra sem hann var að skrifa til? Þessi túlkun er út í hött.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2008 kl. 20:15

26 Smámynd: Mofi

DoctorE
Þrælahald var félagslegt úrræði yea rite

Það er augljóst ef maður skoðar málið eitthvað, sjá: Þrælahald í Biblíunni  

Mofi, 31.10.2008 kl. 22:56

27 Smámynd: Rebekka

Ekki byrja aftur með þetta þrælahald.... 

Rebekka, 1.11.2008 kl. 12:15

28 Smámynd: Mofi

Röddin, ef þú ert að tala við mig þá var það ekki ég sem bryddaði upp á þessu.  Aðeins einhver sem er illra innrættur eða með annarlega ástæður eða er einfaldlega fáfróður hefur eitthvað á móti því þrælahaldi sem Biblían lýsir.  Þetta var samningur sem einstaklingur gat gert, hann varð vinnumaður í staðinn fyrir mat og húsaskjól. Hann gat gengið frá þessum samningi ef hann vildi því þetta voru reglur til að vernda fátæka.

Mofi, 2.11.2008 kl. 02:07

29 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Loksins er maður sammála Mofa.

Annars er ástæðan fyrir skírlífskvöðum kaþólskra presta augljós hverjum sem hana vill sjá. Kirkjan vill einungis tryggja að arfur prestsins, veraldlegur auður hans, skili sér aftur í Vatikanið. Þetta er skothelt plan. "Þú mátt ekki giftast og eignast börn. Þú verður að arfleiða kirkjuna eignum þínum". 

S.s., þetta snýst bara um peninga, eins og flest í kaþólskum sið.

Páll Geir Bjarnason, 2.11.2008 kl. 05:31

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Aðeins einhver sem er illra innrættur eða með annarlega ástæður eða er einfaldlega fáfróður hefur eitthvað á móti því þrælahaldi sem Biblían lýsir. 

Já, maður hlýtur að vera illa innrættur, fáfróður eða með annarlegar ástæður til þess að vera á móti því í grundvallaratriðum að flokka fólk sem eign (sem má líka berja til dauða, ef þrællinn þraukar í tvo daga).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2008 kl. 08:19

31 identicon

Páll Geir hittir kannski naglann á höfuðið !

conwoy (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:57

32 Smámynd: Mofi

Páll, takk fyrir gott innlegg.

Hjalti
Já, maður hlýtur að vera illa innrættur, fáfróður eða með annarlegar ástæður til þess að vera á móti því í grundvallaratriðum að flokka fólk sem eign (sem má líka berja til dauða, ef þrællinn þraukar í tvo daga).

Akkúrat :)

Ef maður skoðar þetta dæmi þá giltu sömu reglur um frjálsa og ófrálsa. Ef að tveir frjálsir menn lentu í svona slagi eða barningi þá átti að bæta upp vinnutapið. Ef að um var að ræða þræl þá átti ekki að bæta upp vinnutapið.

Síðan að ef þrællinn dó þá var það eins og að morð á frjálsum manni og dauðasekt fylgdi því.

Mofi, 3.11.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband