Náttúrulaust Ísland

Það er eins og íslendingar viljum land sem er án dýra. Það er ekki mikið af dýrum á Íslandi en þau fáu sem eru á klakanum virðast vera óvelkomin af ótrúlega mörgum vælukjóum. Refir mega varla kíkja úr sínum holum án þess að hópur af bænda bjánum reyna að drepa þá og kettir mega varla ganga um einhverja garða eins þess að ónáttúrulegt fólk byrjar að væla yfir því að það sé eitthvað líf á sementaða garðinum þeirra.  Það virðast vera ótrúlega margir sem vilja lifa í líflausum heimi, náttúrulausum heimi. 

Þegar búið er að sjá til þess að engir kettir séu út í náttúrunni, hvað er þá næst? Fuglarnir sem skíta líka á lóðirnar?  Og eftir það... ekki mikið því að listinn af dýrum sem eru á klakanum er afskaplega stuttur.

Ég að minnsta kosti vil ekki búa í líflausum heimi sem er fjandsamlegur dýrum. Ef að þú vilt ekki ketti eða önnur dýr í garðinum þínum þá skaltu bara byggja nógu háa múra í kringum þitt steypu hús og steypu garð og halda þig þar inni þar sem ekkert líf er. Persónulega vildi ég senda svona fólk út í sveit í samfélagsþjónustu, moka kúaskít það sem eftir er.


mbl.is „Ég er enginn kattahatari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúin sjálf er vandamálið

Það er sorglegt hvað hinn venjulegi íslendingur er orðinn fjarlægur þær kristnu rætur sem okkar samfélag hefur. Hann oftar en ekki sér enga tengingu milli þess samfélags sem við lifum í og hinnar kristnu trúar. Þegar kemur að Íslam þá er auðvitað sumir sem vilja að þessum hópi fólks sé sýnt umburðarlindi eins og öllum öðrum en vandamálið er að umburðarlindi er ekki ókeypis.  Marg oft í sögunni þá einmitt þurfti að berjast á móti kúgunaröflum til að aðrir hópar gætu lifað í friði. Það getur nefnilega þurft að sýna ekki umburðarlindi þegar kemur að því að vernda umburðarlindi; að verja þá sem vilja fá að lifa í friði frá kúgunaröflum.

Mín skoðun er að við eigum ekki að bjóða múslimi velkomna til Íslands af því að þeirra trú er ekki samræmi við gildi íslenskt samfélags, gildi eins og trúfrelsi og rétt til að lifa í friði.

Skoðum nokkur dæmi:

  • Það er dauðarefsing í Íslam við því að yfirgefa trúna.  Er eðlilegt að land sem hefur valið trúfrelsi sem rétt þegnanna að samþykkja hóp sem hefur þá yfirlýstu trú að vera á móti trúfrelsi?
  • Í Íslam er það réttur eiginmannsins að berja eiginkonuna til hlýðni.
  • Íslam hvetur til stríðs til að koma á ríki Allah, hérna er dæmi af þeim sirka 100 versum sem hvetja múslima til að berjast við þá sem eru ekki múslimar.
    Quran (2:191-193) - "And slay them wherever ye find them, and drive them out of the places whence they drove you out, for persecution [of Muslims] is worse than slaughter [of non-believers]... but if they desist, then lo! Allah is forgiving and merciful.   And fight them until persecution is no more, and religion is for Allah."
    Fyrir þá sem hafa lyst á fleiri svona versum þá geta þeir lesið þau hérna: http://www.thereligionofpeace.com/quran/023-violence.htm

 

Er að minnsta kosti ekki eðlileg krafa að hver sá sem vill búa á Íslandi sverji þess eið að hann virði Íslenskt samfélag og Íslensk gildi?

 

Hérna fjallar Sam Harris um af hverju Íslam er ekki eins og bara hvaða önnur trú.

Hérna nær Richard Dawkins að draga það upp úr einum múslima að refsingin fyrir því að yfirgefa Íslam er dauði:

 


mbl.is Mýturnar um múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta lifandi risaeðla?

090107-pterosaur-picture_bigMaðurinn sem setti þetta inn á youtube trúir eða segist trúa að þetta sé pterodactyl.

Ég er alveg opinn fyrir því að lifandi risaeðlur séu enn til, hefði samt giskað frekar á þær sem lifa í sjónum eða einhverjum ókönnuðum frumskógum jarðar. Ég myndi ekki búast við því að þær væru mjög stórar því að ég trúi að þessar risastóru beinagrindur sem við finnum í setlögunum eru risaeðlur sem lifðu í mörg hundruð ár fyrir flóðið; þar sem risaeðlur hætta aldrei að vaxa þá finnst mér rökrétt að gífurlegur aldur útskýrir stærð þessa steingervinga.

En hvað myndi gerast ef að við finndum lifandi risaeðlu?  Myndi það láta harða þróunarsinna efast um þeirra trú?  Ég held ekki enda finnst mér löngu komið á hreint að þessi trú tengist sönnunargögnum og rökum ekkert við. Ég samt held að margir af þeim sem eru svona á hliðarlínunum finndu fyrir sjokki og myndu virkilega byrja að efast um Þróunarkenninguna.  Í augum margra þá eru það mjög sterk sönnunargögn fyrir því að þessi dýr dóu út fyrir langa löngu að þær finnast í ákveðnum setlögum og síðan finnast ekki leifar af þeim í setlögunum fyrir ofan. Vandamálið við þetta er að þetta á líka við tegundir sem eru lifandi meðal okkar í dag eins og Coelacanth, sjá: Correcting the headline: ‘Coelacanth’ yes; ‘Ancient’ no

Hérna er svo myndbandið, áhugavert en ekkert sem tekur af allan vafa.


Einu sinni goðsögur en núna blákaldur raunveruleiki

Sjaldgæfur og hættulegur risa kolkrabbi var handsamaður í Ross Sea við Suðurheimskautið. Veiðimennirnir sem náðu kolkrabbanum sögðu að hann hefði verið að ráðast á bráðina sem þeir voru að veiða. Dýrið var aðeins unglingur en líkaminn var 2.5 metrar á...

Ljóstillífun styður sköpun

Við mennirnir eru búnir að vera duglegir við að nýta okkur sólarorku en þrátt fyrir mörg ár að búa til tækni til að nýta geisla sólarinnar þá erum við langt frá því að gera þetta á jafn hagkvæman hátt og plöntur gera þetta. Hérna eru tvær greinar sem...

Hvaða bækur eru dýrmætastar?

Mig minnir að einn málsháttur er á þessa leið "eins manns tónlist er annars mann hávaði", en kannski er mig að misminna. Að minnsta kosti þá held ég að hið sama á við bækur. Þær bækur sem eru mér dýrmætar eru eftirfarandi: Biblían, dáldið augljóst. Þrá...

Lexía sem hjálpar til að skilja Nóaflóðið

Það sem er áhugavert við þessa frétt af hvali sem strandaði í Hornvík út frá Nóaflóðinu er að á frekar stuttum tíma þá eru bara einhverjar leifar eftir af dýrinu. Ástæðan fyrir því af hverju það er forvitnilegt er að í setlögunum eru endalaus dæmi af vel...

Kannski að fá ráð frá öpum?

Ef við skoðum hvað t.d. górilla borðar þá er það sirka svona: 67% ávextir 17% lauf og fræ 3% skordýr eins og engissprettur Heimild hérna: http://www.seaworld.org/animal-info/info-books/gorilla/diet.htm Það eru margar tegundir af górillum til og þetta er...

Saga þróunarsinna sem skipti um skoðun og varð sköpunarsinni

Hérna er saga Richard Lumsden sem var prófessor í Sníkjudýrafræði og þjálfaði 30 doktorsnema og allt sem harður darwinisti. En síðan þegar auðmjúk stelpa sem var í kennslustund hjá honum vildi spyrja hann spurninga um það sem hann var að kenna sem var...

Af hverju svona margar kirkjur?

Fyrir marga sem eru að nálgast Biblíuna í fyrsta sinn þá vaknar upp sú spurning, ef þetta er orð Guðs, af hverju eru þá svona margar kirkjur til? Frá sjónarhóli efasemdamanna þá er þetta skýr vísbending um það að Biblían sé óskýr bók og ef Guð væri...

Hvernig gengur höfundum lág kolvetniskúra að halda auka kílóunum af?

Það hlýtur að vera mjög forvitnilegt að skoða árangur þeirra rithöfunda sem hafa skrifað bækur sem segja að lágkolvetnis mataræði sé gott til að grennast og öðlast góða heilsu. Ef að þetta fólk er ennþá í lélegu líkamlegu ástandi áratugi eftir að hafa...

Hvernig væri að fækka mávum almennilega?

Ég er mikill dýravinur, hef alveg svakalega gaman af alls konar dýrum. Eitt af því skemmtilegra við það að prófa að búa í Englandi er að sjá fleiri dýr út um allt. Sérstaklega gaman af íkornunum sem koma í garðinn til mín til að sníkja hnetur... sumir...

Evolution Vs. God

Sýnishorn af nýrri mynd þar sem Ray Comfort tekur viðtal við ótal vísindamenn sem aðhyllast Þróunarkenninguna og spyr þá spurninga um þeirra trú. Örugglega stór skemmtilegt fyrir þá sem finnst bara fyndið hve sannfærðir þróunarsinnar eru í sinni...

Miljarður Kínverja eru ósammála

Klukkan er orðin of margt fyrir mig að nenna að skrifa mikið um þetta, læt bara nokkur myndbönd útskýra af hverju lág kolvetna dæmið er óhollt. Fyrst kemur banana stelpan, borðar ógrynni af bönunum sem eru með mikið af kolvetnum en mjög lítið af fitu....

Engar líkur á því að einu sinni prótein myndist fyrir tilviljun

Áður en Urey-Miller tilraunin var gerð þá voru þessi lífrænu efni, amínósýrur, huldar dulúð og menn engan veginn viss hvernig gætu orðið til. En síðan var þessi tilraun gerð og menn komust að því að amínósýrur gátu myndast með því aðeins að blanda saman...

Efasemdir um Miklahvells kenninguna

Langar að benda á áhugavert bréf sem var birt árið 2004 í New Scientist . Í þessu bréfi þá er bent á vandræða stöðuna sem vísindin eru komin í varðandi Miklahvells kenninguna. Að vegna þess að þessi hugmynd er orðin ráðandi þá er öllum vandamálum sópað...

Efasemdir Darwins

Ný bók var að koma út eftir Stephen Myers sem fjallar um það sem olli efasemdir hjá Darwin varðandi kenninguna hans. Bókin heitir "Darwins doubt" og hérna er vefur bókarinnar: www.darwinsdoubt.com Bókin hefur verið að fá góða dóma, t.d. þá sagði einn...

Lykillinn að frábæru kynlífi

Áhugaverður fyrirlestur um þetta frá kristnu sjónarmiði.

Skiptir trúin ekki máli varðandi heiðurs morð?

Eitt af því sem mig hryllir einna mest við eru heiðursmorð. Að fjölskylda skuli geta snúist upp á móti einum af sínum börnum og drepið það vegna "heiðurs" fjölskyldunnar. Það er sannarlega fólk með engan heiður eða velsæmiskennd sem gerir slíkt. En...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 803379

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband