Eru guðleysingjar fróðastir um Biblíuna?

Ég segi hiklaust nei. En, það er ekki hægt að neita því að það er mjög algengt meðal þeirra sem kalla sig kristna að þeir lesi Biblíuna afar sjaldan. Svo þannig geta margir flokkað sig sem kristna en síðan vita afskaplega lítið um hvað Biblían kennir.

Viðhorf einstaklings sem hefuð öðlast lifandi trú gagnvart Biblíunni er löngun til að vita meira um hana því í gegnum orð Guðs getur þú kynnst Guði betur. Þeir sem leita inn á við, kynnast aðeins sjálfum sér betur og því miður halda sumir að það sem þeir kynntust er Guð.

Svekkjandi að sjá ekki aðventista þarna á listanum en í gegnum árin þá voru aðventistar þekktir fyrir að þekkja Biblíuna einstaklega vel en þetta er ekki jafn gott í dag því miður.

Það kemur mér aftur á móti ekki á óvart að svona könnun skuli leiða í ljós að guðleysingjar eru fróðastir um þessa hluti af almenningi. Þeir hafa oftar en ekki leitað og kynnt sér þessi mál á meðan hinn venjulegi þjóðkirkju meðlimur hefur ekkert hugsað út í þessi mál. Það er samt sorglegt að lesa Biblíu "útskýringar" guðleysingja eins og maður sér þær t.d. hérna: http://skepticsannotatedbible.com/   Maður sér ákveðinn vilja til að misskilja eða löngun til að láta Biblíuna líta illa út. Allt of lítið hjá þeim að reyna að skilja hvað höfundurinn er að meina.


mbl.is Trúleysingjar fróðastir um Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem andmæla óréttlæti

Það er ótrúlega algengt meðal þeirra kristna sem ég þekki sú hugmynd að við eigum ekki að dæma. Við eigum að umbera og ekki gagnrýna og dæma. Að gagnrýna og standa upp fyrir eitthvað sem maður trúir að er rétt er vandasamt. Þú vilt ekki gera eins og Páll talar um í Rómverjabréfinu 14:16 að láta þitt góða koma út sem eitthvað vondt.  

Þetta er það sem mér datt í hug þegar ég sá þetta myndband hérna. Hérna sjáum við fólk hegða sér ömurlega í garð fólks með downs-heilkenni. Sumir hundsuðu það sem þeir sáu en aðrir stóðu upp og mótmæltu.  Ég er stolltur af þessu fólki þarna sem stóð upp og varði þá sem urðu fyrir þessum móðgunum og húðskömmuðu þá sem dirfðust að hegða sér svona.

Ég trúi því að heilagur andi er sá sem talar til fólks og hvetur það til að mótmæla svona óréttlæti og ég vona að ég myndi ekki þegja ef ég sæi fólk hegða sér svona.


Eiga kristnir að borga tíund?

tithe.jpgÍ gegnum Gamla Testamentið þá er greinilegt að það var skylda þeirra sem vildu tilheyra þjóð Guðs að gefa tíund til Guðs. Það var í lögum Guðs sem Móse skrifaði niður að það var skylda þeirra sem vildu kalla sig börn Abrahams að gefa tíund til Guðs.

Kristnir eru stundum eins og barn sem hefur hlustað á föður sinn allt sitt líf og síðan þegar barnið skírist þá heldur faðirinn ræðu og hvetur barnið sitt til að hegða sér vel og standa sig vel. Viðbrögð barnsins er að gera bara eins og það sjálft vill og hafna öllu sem faðirinn hafði kennt því og það eina sem það núna þarf að fara eftir er það sem faðirinn sagði í ræðunni í skírninni.

Kristnir vilja allt of oft gleyma öllum þeim ráðum og reglum sem Guð gaf Ísrael til að gera þá að sinni þjóð og aðeins hlýða því sem stendur í Nýja Testamentinu.

Hve margir á miðöldum hefðu ekki þurft að deyja ef að þeir sem kölluðu sig kristna hefðu farið eftir hreinlætis ráðgjöf Guðs sem er að finna í Gamla Testamentinu?  Mjög erfitt að segja en ég gíska einhverjar miljónir dóu að óþörfu. Þegar maður skoðar svona dæmi þá skilur maður betur hvað Guð á við þegar Hann segir þetta:

Hósea 4:6 ( new international version )
my people are destroyed from lack of knowledge. "Because you have rejected knowledge, I also reject you as my priests; because you have ignored the law of your God, I also will ignore your children.

Orðið sem er þarna þýtt sem "law" eða lögmál er "torah" sem er tilvísun í bækur Móse þar sem heilsu ráðgjöf Guðs er, ásamt boðum um að gefa tíund ( 5. Mósebók 14:22-29 ). Fólk Guðs að glatast vegna fáfræði á lögum Guðs, svo sannarlega höfum við séð það gerast í sögunni.

Margir tala um að kristnir eru núna undir nýjum sáttmála, undir náð en ekki lögmáli. Þessi hugmynd er alls ekki Biblíuleg. Tökum t.d. versið sem talar um þennan nýja sáttmála sem er að finna í Jeremía 31

Jeremía 31
31
Sjá, þeir dagar munu koma _ segir Drottinn _ að ég mun gjöra nýjan sáttmála við Ísraels hús og Júda hús,  32ekki eins og þann sáttmála, er ég gjörði við feður þeirra, þá er ég tók í hönd þeirra til þess að leiða þá út af Egyptalandi, sáttmálann sem þeir hafa rofið, þótt ég væri herra þeirra _ segir Drottinn.
33En í þessu skal sáttmálinn fólginn vera, sá er ég gjöri við Ísraels hús eftir þetta _ segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð.

Aftur að hafa í huga að orðið þarna fyrir lögmál er "torah" sem er tilvísun í bækur Móse.  Annað dæmi er þegar Jesú talar um að Hann kom ekki til að afnema lögmálið heldur uppfylla. Það er svona eins og að lögmáls "glasið" hafi ekki verið fullt þegar Jesú kom og Hann sá um að fylla það. Hvernig gerði Jesú það gætu sumir spurt. Hann gerði það með því að bæta við það og að við ættum að hafa andann sem er á bakvið bókstafinn. Að bókstafurinn segði "þú skalt ekki myrða" en andinn á bakvið það segir þú skalt ekki vilja myrða. Við lesum um þetta í Matteus 5. kafla.

Í Hebreabréfinu lesum við síðan um hve miklu alvarlegra það er að syndga þegar maður er undir náð frekar en lögmáli.

Bréfið til Hebrea 10
26Því að ef vér syndgum af ásettu ráði, eftir að vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar,
27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og grimmilegur eldur, sem eyða mun andstæðingum Guðs.
28Sá, er að engu hefur lögmál Móse, verður vægðarlaust líflátinn, ef tveir eða þrír vottar bera.
29Hve miklu þyngri hegning ætlið þér þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda, er fótum treður son Guðs og vanhelgar blóð sáttmálans, er hann var helgaður í, og smánar anda náðarinnar?

Þeir kristnu sem fagna því að vera ekki undir lögmáli heldur undir náð eins og að það þýði að núna mega þeir stela, ljúga og sleppa því að halda hvíldardaginn svo dæmi séu tekin. Eitthvað vantar þeim hjartalag Davíðs sem sagði þetta:

Sálmarnir 1
1
Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,
2heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.

Ef maður horfir á þetta frá praktísku sjónarmiði þá einfaldlega er ekki hægt að reka kirkju nema meðlimir hennar gefi eitthvað til hennar.  Það eru ekki allar kirkjur eins og þjóðkirkjan eða Kaþólska kirkjan sem hefur tekjur af gífurlegum eignum eða tengslum við ríkið eða eitthvað þess háttar. Flestar kirkjur rétt skrimta af tíunda gjöfum meðlima þeirra og þannig er kirkjan sem ég tilheyri. Án tíunda gjafa þá væri Aðvent kirkjan ekki með neinar byggingar eða starfandi presta.

Ég held að stór hluti kristinna kirkna hefur farið alvarlega af sporinu þegar kemur að Gamla Testamentinu og þá sérstaklega Móse. Er hræddur um að margir munu heyra þessi orð þegar þeirra tími kemur:

Matteus 7:23
But I will reply, 'I never knew you. Get away from me, you who break God's laws.


Áfellis dómur nokkra sjónvarps predikara

Ég rakst á þetta myndband sem fjallar um rannsókn á nokkrum af þessum sjónvarps predikurum og þetta var nóg til að valda mér ógleði. Omega ætti að sjá sóma sinn í að sýna ekki frá þessu fólki sem dirfist að hegða sér svona, en þetta eru predikarar eins...

Er í lagi að ljúga ef vinnan krefst þess?

Ef að lögfræðingur tekur að sér að verja einstakling þá skil ég að viðkomandi hefur þá skyldu að fá viðkomandi lausan eða að minnsta kosti milda refsinguna. En hve langt telja lögfræðingar að þeir mega fara til að ná þessu takmarki? Líta þeir kannski...

Mín trú

Mig hefur lengi langað að gera smá samantekt yfir mína trú svo fólk fái stutta heildarmynd af hver hún er. Guð er til. Mér finnst rökréttara að okkar heimur þarf orsök sem er fyrir utan hann. Sömuleiðis finnst mér rökrétt að Guð hannaði alheiminn og bjó...

Spurningar fyrir kristna

Ég rakst á áhugaverða grein á www.teenageatheist.com, sjá: Questions for christians Langar að gera mitt besta til að svara henni en hvet aðra kristna til að svara þeim fyrir sig eða í sér grein og þá væri gaman að láta mig vita. 1. Why are you a...

Fjármála námskeiðið: Þetta eru þínir peningar

Þann 10. september eða næsta föstudag verður námskeið um fjármál í Loftsalnum í Hafnarfirði. Sá sem heldur námskeiðið er G. Edward Reid en hann er deildarstjóri Norður Ameríkudeildar Kirkju sjöunda dags aðventista. Edward er vígður prestur, lögfræðingur...

Hvað segir Biblían um lesbíur?

Þetta mál virðist ætla að stækka og stækka. Ég held að hinn venjulegi íslendingur og Færeyingur kæri sig kollótta um þetta. Ef þetta er sannfæring Jenis þá ekkert mál. En, hvað segir Biblían um lesbíur? Að ég best veit kemur orðið ekki einu sinni fyrir....

Er þetta Biblíulega rétt hegðun hjá Jenis?

Ég get skilið Jenis að vilja koma á framfæri því að hann er ekki sáttur við Jóhönnu en er þetta rétta leiðin? Er þetta Biblíulega leiðin? Ég segi nei og því til stuðnings vil ég benda á hvað Páll segir. 1. Kórintubréf 5 9 Ég ritaði ykkur í bréfinu að þið...

John Lennox um rök Stephen Hawkings

John Lennox er prófessor í stærðfræði við Oxford hefur skrifað góða grein þar sem hann útskýrir af hverju Stephen Hawkins hefur rangt fyrir sér þegar hann segir að það er hægt að útskýra alheiminn án Guðs. Hérna er greinin: As a scientist I’m...

Hvað orsakaði þyngdarlögmálið?

Lögmál náttúrunnar eru ekkert sjálf gefin, það er ekki eins og þau þurfa að vera til eða vera eins og þau eru núna. Þannig að stóra spurningin til Hawkins er "hver bjó til þyngdarlögmálið?" Það er síðan ekki bara það heldur líka hvaðan kom orkan? Og af...

Darwinisti ræðst á Discovery Channel

Maður að nafni James Lee réðst á Discovery Channel með kröfur sem má lesa hérna: http://tmz.vo.llnwd.net/o28/newsdesk/tmz_documents/0901_demands.pdf Hérna eru nokkur dæmi úr kröfulistanum: Focus must be given on how people can live WITHOUT giving birth...

Rannsóknir á hönnun í náttúrunni

Það er mikið um að vera í rannsóknum á náttúrunni og tilraunum vísindamanna að herma eftir þeirri hönnun sem þar er að finna. Fyrir mig þá eru þetta dæmi um rannsóknir í anda Vitrænnar hönnunar, þ.e.a.s. rannsaka náttúruna og komast að því hvernig við...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Sept. 2010
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband