Er í lagi að ljúga ef vinnan krefst þess?

Ef að lögfræðingur tekur að sér að verja einstakling þá skil ég að viðkomandi hefur þá skyldu að fá viðkomandi lausan eða að minnsta kosti milda refsinguna. En hve langt telja lögfræðingar að þeir mega fara til að ná þessu takmarki?  Líta þeir kannski þannig á að þegar þeir eru að semja yfirlýsingar eða bréf fyrir skjólstæðinga sína að það sé í lagi að ljúga?  Í akkúrat þessari yfirlýsingu er því haldið fram að Jón Hilmars hafi aldrei hótað viðkomandi fjölskyldu. Eru ekki til upptökur af þessum hótunum? Ef svo er, er þá lögmanninum alveg sama þó að hann er að ljúga í þessu bréfi?  Einhver er að ljúga, svo mikið er víst.

Er síðan einhver viðurlög við því ef lögmenn eru gripnir að lygum?  Afsakið fáfræði mína á þessu sviði og ef að Jón Hilmar er sá engill sem Sveinn Andri segir hann vera þá hef ég ekkert á móti því. Aðeins að halda í það sem satt reynist.


mbl.is „Jón blessunarlega laus við fordóma"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Maður veit svosem ekkert um alla en ég vona að veruleikinn rími ekki svona mikið við amerískt lögfræðidrama.

Verjandi á ekki endilega að reyna að fá viðkomandi lausan eða milda refsinguna, sérstaklega ef það liggur ljóst fyrir að viðkomandi framdi téðan glæp. 

Takmark verjanda á að tryggja það að sakborningur fái réttláta málsmeðferð.

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2010 kl. 13:29

2 Smámynd: Mofi

Sveinn, það hljómar eins og takmark dómara og þess vegna saksóknara...  mig grunar að lögfræðingar líta svo á að þeir eigi að hlýða skjólstæðingum sínum. Ég að minnsta kosti man eftir að fá bréf frá lögfræðingi sem var alveg fáránlegt og lögfræðingurinn sem ég bað um að hjálpa mér hló bara að þessu og sagði mér að hundsa þetta því þetta væri augljóslega rugl, bull samið til að hræða mann.

Mofi, 17.9.2010 kl. 13:47

3 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

nei ég er nokkuð viss um að verjandi á að tryggja það að skjólstæðingur sinn fái réttláta málsmeðferð - en um leið efast ég um að þannig gangi það í praksis eins og þú segir.

Sveinn Þórhallsson, 17.9.2010 kl. 13:57

4 Smámynd: Egill Óskarsson

Það er til upptaka jú en ég veit ekki betur en að Jón neiti því að hún sé af honum. Þar stendur fullyrðing gegn fullyrðingu. Þannig að það er hreinlega ekkert víst að Sveinn Andri sé að ljúga.

Egill Óskarsson, 17.9.2010 kl. 14:08

5 Smámynd: Mofi

Sveinn, já, ég er bara mjög forvitinn að heyra viðhorf lögfræðinga, varðandi hve langt þeim finnst í lagi að ganga. Þetta væri rannsóknarverkefni fyrir einhvern í háskólanum, að gera svona könnun meðal lögfræðinga.

Egill, já, eins og er þá er það ekki víst.

Mofi, 17.9.2010 kl. 14:14

6 identicon

Það er stór munur á Sveini Andra og skjólstæðingi hans. Það getur vel verið að skjólstæðingurinn sé að ljúga en hvernig veit Sveinn Andri að hann sé að ljúga? Hann hefur talað við þennan ágæta mann og hlustað á frásögn hans í eigin persónu. Það höfum við ekki gert. Sveinn hefur einnig tekið þá ákvörðun að verja manninn og ber honum því skylda að verja hagsmuni hans. Sveinn þarf þó ekki að verja hann og ef hann teldi að verið væri að ljúga að sér þá myndi hann sem góður lögfræðingur aldrei verja viðkomandi. Annað væri siðferðislega rangt. Þetta er sú forsenda sem lögfræðingar verða að gefa sér áður en þeir byrja að gæta hagsmuna einhvers. Hins vegar vitum við það að mennirnir eru misjafnir og gera hluti sem oft eru byggðir á siðferðislega röngum forsendum. En vitum við að Sveinn Andri er í þeim hópi? Nei það vitum við ekki. Ef það skyldi svo gerast að sannað yrði að viðkomandi skjólstæðingur hafi verið að segja ósatt þá þýðir það ekki að Sveinn Andri sé lygari. Það gæti einfaldlega þýtt að hann hafi ekki vitað að verið væri að ljúga að sér eða teldi ólíklegt að svo væri og þar sem hann kemur fram í umboði annars manns þá ber að taka tillit til þess.

Sjonni G (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 15:39

7 Smámynd: Mofi

Sjonni, alveg sammála. Hérna er ég dáldið að glíma við þetta með "siðferðislega rangt" og hvernig lögfræðingar líta á það. Finnst þeim í lagi að ljúga og segja t.d. að skjólstæðingur sinn er saklaus jafnvel þótt hann viti betur, bara vegna þess að hans starf er að verja hann...

Ég vil endilega endurtaka að ég veit ekki hvort að Sveinn Andri eða Jón Hilmar eru að ljúga en það er alveg á hreinu að einhver er að ljúga í þessu máli.

Mofi, 17.9.2010 kl. 15:50

8 identicon

Það þarf ekkert að vera að einhver sé að ljúga.. ég gæti t.d. sakað þig um glæp sem ég teldi mig hafa séð þig fremja - þú myndir neita..

Ef ég trúi því statt og stöðugt að þú hafir framið glæpinn, er ég þá að ljúga þegar ég segi það?

Lögfræðingur má ekki ljúga fyrir dómi ef hann veit betur, þá er hann að fremja meinsæri - tæknilega, en hann getur svosem alltaf falið sig á bakvið það að hann hafi einfaldlega trúað sínum skjólstæðingi þó að það sem hann hafi sagt honum hafi verið lygi

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:58

9 identicon

Það eiga svo allir rétt á réttlátri málsmeðferð, jafnvel þó þeir séu óforbetranlegir lygarar ;)

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:59

10 Smámynd: Mofi

Elín, já, ég er sammála :)

Mofi, 20.9.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802813

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband