Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Örkin hans Nóa fundin?

ships-tn_985906.jpgSagan af Nóa flóðinu hefur heillað fólk um allan heim á öllum tímum.  Í dag er þetta líklegast sá partur Biblíunnar sem efasemdamenn gagnrýna helst.  Spurning hvort að svona fundur myndi skilja þá eftir hljóða? Margir af þeim sem fjalla um þetta eru ekki að halda því fram að þetta eru einhverjar blekkingar en setja spurningamerki við hvort það sem þeir fundu er raunverulega örkin.

Það sem þeir segjast hafa fundið er grafið undir ís og gátu skoðað sjö hólf innan í byggingunni.  Hérna er þetta kynnt af fólki sem trúir að þetta er örkin, sjá: http://www.noahsarksearch.net/eng/

Þarna er að finna myndbönd af leiðangrinum og fundi þar sem hópurinn kynnti fundinn.

Margir efasemdamenn hafa komið með gagnrýna á þessa sögu Biblíunnar en hið merkilega er að mikill fjöldi forna menningar samfélaga segja mjög svipaða sögu, sjá:  Why Does Nearly Every Culture Have a Tradition of a Global Flood?

Aðal spurningarnar sem efasemdamenn koma með eru eftirfarandi:

  • Hvernig gat örkin rúmað allar þessar miljónir tegunda?
  • Hvaðan kom allt vatnið og hvað varð um það?
  • Gat vatnið virkilega þakið alla jörðina?
  • Hvernig komust dýrin til og frá örkinni? 
Flestum af þessum spurningum er svarað hérna: Was There Really a Noah’s Ark & Flood?

Hérna fyrir neðan eru nokkrar af þeim myndum sem hópurinn tók af leiðangrinum en fleiri eru að finna á  http://www.noahsarksearch.net/eng/

pr_even_20100424_13s.jpg   

pr_even_20100424_14s.jpg

 

pr_even_20100424_18.jpg

 

Rétt að lokum, með skemmtilegri fréttum af fundinum, sjá:  Finding Noah's Ark: Hong Kong Filmmaker Claims to Have Found Biblical Treasure

 

 


Hvað ef örkin hans Nóa væri fundin?

article-1269165-09520b04000005dc-609_634x423.jpgMyndu þá guðleysingjar byrja að trúa Biblíunni?  Ég held ekki.  Ég held og það er byggt á reynslu að þá væru viðbrögðin að þetta þýddi aðeins að það væri eitthvað til í þeirri sögu að maður hefði smíðað örk en ekki mikið meira og það eru í rauninni alveg skiljanleg afstaða. 

Samt trúi ég ekki öðru en að mjög margir myndi skoða Biblíuna aðeins betur ef menn finna örkina.

Ég vona að þessir menn þarna hafa ekki alvarlega villst af leið og eru að ljúga því að ljúga fyrir kristna trú eitt af því heimskasta sem hægt er að gera. Biblían er alveg skýr, lygarar munu ekki erfa guðsríki.

Opinberunarbókin 21
8
En fyrir hugdeiga og vantrúaða og viðurstyggilega og manndrápara og frillulífismenn og töframenn, skurðgoðadýrkendur og alla lygara er staður búinn í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini. Það er hinn annar dauði."

Ef þér bregður við að heyra það þá er möguleiki á miskunn, möguleiki á fyrirgefningu og styrk til að verða betri og það er með hjálp Krists. Þegar Hann dó á krossinum þá tók Hann gjaldið fyrir hið vonda sem við höfum gert og opnaði leiðina til eilífs lífs.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessum fundi en ég er afskaplega efins um að það sé búið að finna örkina. 


mbl.is Örkin hans Nóa fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Something to believe in

Vonandi lifir Bret Michaels þetta af og nær fullum bata. Ég var einmitt fyrir algjöra tilviljun að hlusta á lagið "Something to believe in" í gær og síðan sá ég þessa sorgarfrétt í dag. Einstaklega fallegt lag en textann samdi Bret eftir að hann frétti af andláti vinar síns Kimo. Ég held ég fari rétt með að Kimo hafi verið hermaður í Víetnam sem framdi sjálfsmorð og Bret frétti af þessu jólin 1989.

Hérna er youtube myndband af þessu frábæra lagi og textinn fyrir neðan.

 

Will I see him on the TV
Preachin' 'bout the promised land
He tells me to believe in Jesus
And steals the money from my hand

Some say he was a good man
But Lord I think he sinned, yeah

Twenty-two years of mental tears
Cries a suicidal Vietnam vet
Who fought a losing war on a foreign shore
To find his country didn't want him back

Their bullets took his best friend in Saigon
Our lawyers took his wife and kids, no regrets
In a time I don't remember
In a war he can't forget

He cried "Forgive me for what I've done there
Cause I never meant the things I did"

Chorus:
And give me something to believe in
If there's a Lord above
And give me something to believe in
Oh, Lord arise

My best friend died a lonely man
In some Palm Springs hotel room
I got the call last Christmas Eve
And they told me the news

I tried all night not to break down and cry
As the tears rolled down my face
I felt so cold and empty
Like a lost soul out of place

And the mirror, mirror on the wall
Sees my smile it fades again

Chorus

Sometimes I wish to God I didn't know now
The things I didn't know then
Road you gotta take me home

Solo

I drive by the homeless sleeping on a cold dark street
Like bodies in an open grave
Underneath the broken old neon sign
That used to read JESUS SAVES

A mile away live the rich folks
And I see how they're living it up
While the poor they eat from hand to mouth
The rich is drinkin' from a golden cup

And it just makes me wonder
Why so many lose, so few win

Chorus

You take the high road
And I'll take the low road

Sometimes I wish to God I didn't know now
The things I didn't know then

And give me something to believe in


mbl.is Söngvari Poison milli heims og helju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar um trúverðugleika

moral-philosophy.jpgSumir hafa verið að velta sér upp úr mínum trúverðugleika og þeirra vísindamanna sem aðhyllast sköpun.  Ég hef aldrei viljað að einhver hafi sömu skoðun og ég bara af því að hann velur að trúa mér, slíkt er bara afskaplega lítils virði í mínum augum.  Ég óska þess að fólk skoði staðreyndirnar og komist að sinni eigin niðurstöðu um hvað er líklegast rétt í málinu.

Það sem merkilega margir virðast ekki skilja er að í deilunni um sköpun þróun þá er ekki ágreiningur um hver gögnin eru, hverjar staðreyndirnar eru heldur hvað þessar staðreyndir segja okkur.  Það er t.d. ekkert umdeilt að DNA virkar eins og stafrænn geymslu miðill upplýsinga og að minnsta eining lífs er gífurlega flókin samsetning véla sem vinna samkvæmt þeim upplýsingum sem DNA geymir.  Hvað þessar staðreyndir segja okkur er síðan dæmi um hvað deilan snýst um. Ég tel að þetta benda gífurlega sterklega til sköpunar og í rauninni þá er enginn þróunarsinni sem reynir að halda því fram að þetta bendi til þróunar, eina sem þeir geta gert er að fara í kjánalega vörn.

Þegar kemur að trúverðugleika þeirra vísindamanna sem aðhyllast sköpun þá gildir í rauninni hið sama.  Þetta eru menn sem eru margir hverjir með doktors gráður frá virtum háskólum en það auðvitað gerir ekki þeirra skoðanir réttar. Það aftur á móti gefur manni ástæðu til að hlusta með aðeins meiri eftirtekt en þegar einhver viðvaningur eins og ég er að tala.  En þegar kemur að því að meta þeirra málflutning þá er ekki spurning hverjar staðreyndirnar því að þróunarsinnar og sköpunarsinnar hafa sömu gögn undir höndunum.  Það sem viðkomandi þarf að gera er að meta rökin út frá gögnunum og það þarf að nota hausinn til þess og margir hverjir vilja frekar afskrifa fólk fyrir fram frekar en að hugsa og mynda sínar eigin sjálfstæðu skoðanir.

Ég er persónulega búinn að fá nóg af fólki sem er alltaf að rakka annað fólk niður svo eins og er þá banna ég hiklaust þá sem byrja á móðgunum og fel þeirra athugasemdir.


Spádómurinn um Ísrael

Margir af spámönnum Biblíunnar spáðu fyrir um örlög Ísrael og þau voru ekki fögur. Hérna til dæmis fjallar Jesú hvað myndi gerast:

 

jesus-temple.jpgLúkasarguðspjall 21:20

En þegar þér sjáið herfylkingar umkringja Jerúsalem, þá vitið, að eyðing hennar er í nánd.  21Þá flýi þeir, sem í Júdeu eru, til fjalla, þeir sem í borginni eru, flytjist burt, og þeir sem eru á ekrum úti, fari ekki inn í hana.  22Því þetta eru refsingardagar, þá er allt það rætist, sem ritað er. 23Vei þeim, sem þungaðar eru, og þeim sem börn hafa á brjósti á þeim dögum, því að mikil neyð mun þá verða í landinu og reiði yfir lýð þessum.
24Þeir munu falla fyrir sverðseggjum og herleiddir verða til allra þjóða, og Jerúsalem verður fótum troðin af heiðingjum, þar til tímar heiðingjanna eru liðnir.

Þarna segir Jesú að Jerúsalem mun verða tekin af útlendingum og þjóðin dreift um alla jörðina. Um það bil 40 árum eftir að Jesú spáði þessu þá byrjaði hann að rætast. Sjötíu eftir Krist eyðilögðu rómverjar musterið og Jerúsalem og endurtóku leikinn 135 e.kr.  Sagnfræðingurinn Jósephus hélt því fram að 1.1 miljón gyðinga dóu árið 70 e.kr. og hundruð þúsunda voru rekin í útleigð og þrældóm.  Í seinni árásinni árið 135 e.kr. þá hélt sagnfræðingurinn Cassius Dio því fram að 580.000 gyðingar voru drepnir og hátt í þúsund bæir voru eyðilagðir.

Þannig misstu gyðingar heimaland sitt og byrjuðu sína útlegð sem stóð yfir í nærri því tvö þúsund ár.

Spámaðurinn Daníel talaði líka um þetta sirka 500 f.kr. en hann tengir þessa eyðileggingu við dauða Messíasar eða dauða Krists. Við lesum um það í Daníel 9. kafla:

Daníel 9:24
Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga.
25Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu.
26Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, og hann mun ekkert eiga, og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er.
27Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann."

Þetta er mjög magnaður spádómur því að þarna er líka verið að spá því hvenær messías dæi fyrir syndir lýðsins. Ég fjallaði betur um það hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Enn fremur fjallaði spámaðurinn Míka um eyðileggingu Jerúsalems

Míka 3:10
þér sem byggið Síon með manndrápum og Jerúsalem með glæpum.
11Höfðingjar hennar dæma fyrir mútur og prestar hennar veita fræðslu fyrir kaup. Spámenn hennar spá fyrir peninga og reiða sig í því efni á Drottin og segja: "Er ekki Drottinn vor á meðal? Engin ógæfa kemur yfir oss!"
12Fyrir því skal Síon plægð verða að akri yðar vegna og Jerúsalem verða að rúst og musterisfjallið að skógarhæðum.

Samkvæmt heimildum gyðinga þá var svæðið í raun og veru plægð, sjá: http://www.jewish-history.com/palestine/period1.html

Meira að segja Móse spáði þessu líka sirka 1500 árum áður en þetta gerðist eins og hægt er að lesa um í 5. Mósebók 28. kafla.  

Að svona fór fyrir Ísrael er mjög sorglegt og eðlilegt að spyrja sig af hverju Guð leyfði þessu að gerast. Eins og ég skil þetta þá eftir að Ísrael hafði ítrekað brotið lög Guðs og að lokum deytt Hans eigin son þá hætti Guð að vernda þjóðina og því fór sem fór.

Lúkas 19
41Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni
42og sagði: "Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi, hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum.
43Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu.
44Þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki láta standa stein yfir steini í þér, vegna þess að þú þekktir ekki þinn vitjunartíma."


Andlát: Antony Flew

antony-flew-1-sized.jpgÞann 8. apríl lést Anthony Flew sem var frægur guðleysingi á síðustu öld en síðan skipti um skoðun varðandi tilvist Guðs fyrir nokkrum árum síðan. Hann skrifaði bókina "There is a God" þar sem hann útskýrir af hverju hann skipti um skoðun varðandi þessa stóru spurningu og vísar hann til þeirrar þekkingar sem við höfum öðlast á minnstu einingum lífs sem ein af aðal ástæðunum fyrir því að skipta um skoðun. 

Ég hafði ekki heyrt að hann hafi gerst kristinn eða byrjað að trúa á tilvist persónulegs Guðs en vonandi fann hann Guð áður en dó og öðlast eilíft líf þegar að því kemur. 

Hérna fyrir neðan er stutt viðtal við hann þar sem hann fjallar um af hverju hann skipti um skoðun.


Gósentíð sköpunarsinna

25546_379937124071_550534071_4041549_4959476_n.jpgÁrið 1830 gaf maður að nafni Charles Lyell út fyrsta bindið af "Principles of geology" sem markaði upphafið af breyttum tímum í jarðfræðinni. Í staðinn fyrir þá útskýringu sem gömlu jarðfræðingarnir eins og Adam Sedgwick, Edward Hitchcock og James Dana höfðu aðhyllst sem var að útskýra sögu jarðlaganna út frá sögu Biblíunnar um sköpun og flóð.

Það sem byrjaði þarna að taka yfir var það sem kallað er uniformitarianism eða að nútíminn er lykillinn að fortíðinni. Það sem Charles Lyell vildi var að jarðfræðingar notuðu aðeins þá krafta sem við sjáum að verki í dag til að útskýra jarðlögin. Ef við sjáum á renna í gegnum eitthvað gljúfur þá eigum við að útskýra myndun þess með ánni sem rennur þarna í gegn en ekki einhverju öðru eins og hamförum.

Í dag hafa jarðfræðingar almennt nokkvurn veginn hafnað svona ströngum uniformitarianisma og útskýra margt með hamförum eins og t.d. myndun Scablands í Bandaríkjunum, sjá: Góð lexía í jarðfræði, lykilinn að myndun Miklagljúfurs?

Svo, af hverju er svona gos eitthvað sem vekur mikinn áhuga sköpunarsinna?  Ástæðan er að allar svona "hamfarir" eru mjög forvitnilegar því að við trúum því að það voru hamfarir sem mótuðu setlögin og yfirborð jarðar í hinu svo kallaði Nóaflóði eða syndaflóði. Þegar eldfjallið St. Helens gaus þá lærðu við mjög mikið um hvernig hamfarir virka og vonandi lærum við mikið af þessu gosi líka sem varpar ljósi á hvaða þátt hamfarir áttu í því að móta jarðlögin.

 

Myndin sem fylgir þessari grein var tekin héðan: http://www.facebook.com/#!/photo.php?pid=4041549&id=550534071


mbl.is „Skyggnið er einn metri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roger Penrose um fínstillingu alheimsins

Ég þekki ekki skoðun Roger Penrose á vitrænni hönnun eða tilvist Guðs en þar var gaman að hlusta á hann útskýra fínstillingu alheims.  Áhugaverð talan sem hann gefur fyrir hve líklegt að þyngdarkrafturinn yrði eins og hann er en talan sem hann gefur er hérna fyrir neðan.

1in10to10to123.jpg


Þessi maður getur hjálpað

Okkur vantar óneitanlega einhvern til að peppa okkur upp þessa dagana; held að þessi maður hérna gæti verið með lausnina.


mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem læra ekki af reynslunni

53180474.jpgÞað er ekki svo langt síðan fjaðrafokið í kringum Idu lauk og allar stóru fullyrðingarnar reyndust kjánalegir draumórar. Gaman að vita af hverju fullorðnir menn byrja að byggja skýjahallir á örfáum beinbrotum. Kannski er stóra ástæðan peningarnir og athyglin sem svona fullyrðingar hafa í för með sér. 

Jafnvel sumir þróunarsinnar eru búnir að fá nóg af þessu, eins og t.d. Carl Zimmer sem sagði, "Please, please, not again", sjá: http://www.slate.com/id/2250212/pagenum/all/#p2   Enn fremur voru þróunarskáldsagna höfundarnir flest allir ósammála hvor öðrum um hvað ætti að halda um þetta.

Fyrir mitt leiti fóru vísindin að breytast í miðalda skáldskap eftir að vísindamenn byrjuðu að trúa þróunarkenningu Darwins.

 


mbl.is Smátenntir, leggjalangir og breiðir til mjaðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband