Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu

Þetta er áframhald af hugleiðingum sem koma fram í þessari grein: Siðferðislögmálið og tilvist Guðs

Staðan sem við erum í dag er að það er aðeins eitt fullvíst og það er að við munum deyja. Að eldast og deyja er það sem við vitum fyrir víst. Það er hérna sem trúin kemur inn í. Þegar kemur að því að svara spurningunni, er einhver von að dauðinn er ekki endalok okkar þá segir hin kristna trú, það er von. Það sem mig langar að gera er að fara yfir er hvort að sú von er raunhæf eða ekki. Hvort að sagan sem við finnum í Nýja Testamentisins er áreiðanleg.

Höfum við heimildir fyrir tilvist Jesú?

ntraumq.jpgÞað var 66 e.kr. að gyðingar gerðu uppreisn gegn stjórn Rómaveldis. Keisari rómar sendi herforingjann Vespasian til að drepa niður þessa uppreisn. Ári seinni þá gerði Vespasian umsátur um bæinn Jotapata í Galileiu og eftir fjörtíu og sjö daga þá gafst ungur gyðingur upp fyrir Róm frekar en að fremja sjálfsmorð eða deyja í bardaga.  Vespasian líkaði vel við þennan unga mann og var seinna tekin til Rómar af syni Vespasian. Þessi sonur Vespasians hét Títus og sá hann til þess að Jerúsalem og musterið var eytt.  Þessi ungi gyðingur hét Flavius Josephus og lifði frá 37 e.kr. til 100 e.kr.  Hann varð einn af mestu sagnfræðingum gyðinga. Í Róm þá skrifaði hann hið fræga „Antiquities of the Jews“ og í því riti finnum við þessi orð:

Charlesworth  Jesus Within Judaism, bls. 95
At this time [the time of Pilate] there was a wise man who was called Jesus. His conduct was good and was known to be virtuous. And many people from among the Jews and the other nations became his disciples. Pilate condemned him to be crucified and to die. But those who had become his disciples did not abandon his discipleship. They reported that he had appeared to them three days after his crucifixion and that he was alive;
accordingly he was perhaps the Messiah, concerning whom the prophets have recounted wonders.

josephus_699465.jpgÞetta var ekki eina skiptið sem Josephus minntist á Jesú. Á öðrum stað þá talar hann um að æðsti prestur gyðinga árið 62 e.kr. hafi drepið Jakob, bróðir Jesú. Svona lýsir Josephus atburðunum:

Festur was now dead, and Albinus was but upon the road, so he[Ananus the high priest] assembled the Sanhedrin of the judges, and brought before them the brother of Jesus, who was called Christ, whose name was James, and some others, [or some of him companions], and when he had formed an accusation against them as breakers of the law, he delivered them to be stoned.

Við höfum tíu þekktar heimildir um Jesú sem eru ekki kristnar sem eru innan við 150 ár eftir krossinn. Til samanburðar þá höfum við yfir sama tímabil aðeins níu heimildir um Tíberíus sem var keisari Rómar á sama tíma og Jesú.   Sem þýðir að það er talað um Jesú oftar en keisari Rómar. Ef við síðan tökum með kristnar heimildir þá er munurinn miklu meiri. Þeir sem vilja skoða nánar þessar heimildir geta lesið þessa grein: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn

Það sem við getum vitað um Jesú með því að skoða þessar heimildir sem eru ekki kristnar er eftirfarandi:

  • Jesús lifði á tímum Tíberíusar
  • Hann sýndi mjög háan siðferðis staðal.
  • Hann er sagður hafa gert merkilega hluti.
  • Hann átti bróðir að nafni Jakob.
  • Hann var sagður vera Messías
  • Hann var krossfestur af Pontuísi Pílatusi.
  • Hann var krossfestur rétt fyrir páska hátíðina.
  • Það var myrkur og jarðskjálfti þegar hann dó.
  • Hans lærisveinar voru tilbúnir að deyja fyrir þeirra trú að Jesús er Messías.
  • Kristni breiddist hratt út, alveg til Rómar.
  • Fylgjendur Krists afneituðu hinum Rómversku guðum og tilbáðu Jesú sem Guð.

Í ljósi þessara heimilda þá er það órökrétt niðurstaða að Jesú hafi ekki verið til. Hvernig gátu menn sem voru ekki kristnir samt sagt sögu sem er í samræmi við það sem við lesum í guðspjöllunum ef Jesú var aldrei til?  Það sem þetta segir okkur enn frekar er að saga Nýja Testamentisins er í grundvallar atriðum sönn. Þó að þessar heimildir staðfesta ekki kraftaverk Jesú eða upprisuna þá staðfesta þær að lærisveinar Jesú trúðu að Hann hefði gert kraftaverk og risið upp frá dauðum.

Næst viljum við vita hvort að hvort það er ástæða til að trúa því sem Nýja Testamentis handritin segja frá. Hvort að þau segja rétt frá atburðum sem gerðust 2000 árum síðan. Til þess að meta það þá þurfum við að athuga tvennt.

  • Höfum við áreiðanleg handrit frá upprunalegu handritunum?
  • Eru þessi handrit að segja satt frá?

 

Ég ætla að glíma við þessar tvær spurningar seinna í sér greinum.

Má Obama verða forseti?

Ég rakst á áhugavert myndband á youtube sem hélt því fram að Obama hefði ekki rétt til að verða forseti.  Endilega segið mér hvað ykkur finnst.

 

Síðan eitt skemmtilegt, þar sem Hovard Stern að spjalla við kjósendur um forseta kosningarnar.


mbl.is Obama boðar efnahagsaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að spara... og selja þjóðkirkjuna?

flat_kirkja_resizeÉg hef ávalt verið á móti því að ríki og kirkja séu rekkjunautar en aldrei jafn mikið og þessa daga. Hvernig væri að spara þessa 5 miljarða sem fara í þetta batterí á ári og leyfa þeim sem vilja halda þessu gangandi borga fyrir það?  Núna er sannarlega tækifærið til að gera þetta. 

Fólk sem er síðan með í kringum 600.000 til 1.000.000 í laun á mánuði gefa mjög slæma mynd af Kristi, sérstaklega á kreppu tímum!   Þeir hegða sér mjög ólíkt þeim sem þeir kalla meistara, minnir mig á þessi orð Krists:

Lúkasarguðspjall 9
57Á leiðinni sagði maður nokkur við Jesú: „Ég vil fylgja þér hvert sem þú ferð.“
58Jesús sagði við hann: „Refar eiga greni og fuglar himins hreiður en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“

Græðgi er það sem mér finnst þjóðkirkjan anga af og er einstaklega óviðeigandi á þessum tímum.  Mér finnst nú vera meira en nóg þeirra svik við boðskap Krists með því að afneita sköpuninni og samþykkja guðleysis þróunarkenninguna. Síðan bætist við óhlýðni við boðorðin með því að halda dag sólarinnar heilagan en ekki hvíldardag Drottins.

Vill svo til að í þessum málum þá er ég sammála Vantrúar félögunum og vill svo til að það var ágætis grein um þetta mál hjá þeim í dag, sjá: Tækifærin í kreppunni


mbl.is Íslendingar birgja sig upp af mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Bandaríkin verði gjaldþrota?

Mér finnst þetta vera mjög sannfærandi rök frá Þórólfs og að ástandið á Íslandi er svart. Núna fáum við að sjá náttúruvalið að verki í íslensku samfélagi þar sem verður örugglega ekki svo mikið um miskunnsemi af hálfu okkar "vina" þjóða.  Ég skil vel okkar nágranna þjóðir, þeirra þegnar setja inn miljarða inn á reikninga íslenskra banka sem þeir síðan geta ekki borgað til baka.  Vonandi eru einhverjar eignir sem slá upp í þetta en þetta lítur illa út.

dos_seal.gifEn hvernig er ástandið í Bandaríkjunum?  Ég er á því að við höfum góðar ástæður til að ætla að ástandið þar er hræðilegt þó það sé kannski er ekki komið á yfirborðið. Bandaríkin eru núna búin að vera í tveimur stríðum í langan tíma og almennt er þjóðin búin að vera eyða en ekki spara í langan tíma svo það getur ekki verið annað en uppskrift af hörmungum.  Gjaldþrot er kannski ekki líklegt og ég tel að Bandaríkin muni frekar grípa til vopnavalds en að sætta sig við mikið fjárhagslegt tjón.

Hérna er síða sem fer yfir fjármál og kemur með sýn á hvað er í gangi í Bandaríkjunum og gefur mjög góðar ástæður fyrir því að miklar breytingar eru yfirvofandi og að dollarinn muni falla svo um munar þegar þessar breytingar gangi í garð, sjá: http://www.chrismartenson.com/crash-course/chapter-1-three-beliefs

Vil benda á að þetta eru 20 kaflar og fyrir suma þá kannski eru sumir af köflunum eitthvað sem þeir þegar vita en nauðsynlegir fyrir fólk eins og mig sem hefur ekki kynnt sér þessa hluti almennilega.


mbl.is Ástandið verra en þjóðargjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan fá þær upplýsingarnar?

fortune.jpgSvar Vantrúar er líklegast "þær bara bulla þetta upp" og ég væri sammála þeim. Kemur mörgum kannski á óvart hve oft ég er sammála þeim félögum í Vantrú, sjá t.d. þegar ég óbeint sótti um hjá þeim: Umsókn í Vantrú

En þegar spákonur eru að lesa í lófa, hvað eiginlega á að vera hægt að sjá úr því?  Er framtíðin skráð í lófa fólks?  Mér finnst það fáránlegt svo ekki sé meira sagt. Hvað með krystalkúlur?  Er málið að fólk trúir að þessir hlutir hafi einhver yfirnáttúruleg völd?  Ef einhver trúir að svona hlutir virka, kristalkúlur, tarot spil eða spá í bolla, hvaðan heldur þetta fólk að þessi vitneskja komi frá?  Eru það hlutirnir sjálfir eða eitthvað annað á bakvið þá?  

Ég skil miðla því þeir þykjast tala við hina dánu og fá upplýsingar sínar þaðan. Ég er algjörlega ósammála að það er hægt að tala við hina dánu enda segir Biblían að hinir dánu vita ekki neitt og bannar fólki að gera slíkt.

Ef að spákona biður þig um kreditkorts númerið þitt þá skaltu endilega spyrja hana af hverju hún veit það ekki. Ég meina, ef hún á að vita framtíðina, þá ætti að vita kreditkorta númer þitt vera hið minnsta mál.  

Svakalega hlýtur norska þingkonan Saera Khan að líða kjánalega. Að engin að þeim sem voru að gefa henni ráð skildi engin þeirra ráðleggja henni að leita ekki hjálpar spákvenna því að það yrði henni að falli!   Kaldhæðnin er alveg sérstaklega sæt í þessu dæmi.  Sá sem er telur sig vera kristinn ætti aldrei að íhuga þessar aðferðir heldur leita í ráðgjöf Guðs þegar kemur að glíma við vandamál heimsins.


mbl.is Þingkona hringdi í spákonu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími tækifæranna? Það sem neytendur ættu að gera?

Kannski hefur aldrei verið betra að kaupa  hlut í Eimskip og akkúrat núna.  Það er að minnsta kosti kjarninn í því sem sumir eru að segja.

Sumir sjá allar þessar hörmungar sem tækifæri sem koma aðeins einu sinni á manns aldri, sjá: What should consumers do?

Ég veit ekki hvort ég er sammála öllu sem kemur þarna fram en mjög sammála að nú er lykilatriði að halda haus. 


mbl.is Eimskip lækkar um 61,24%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Ísland

god-bless-our-home-posters.jpgÉg hafði sérstaklega gaman af því að sjá á skiltum þarna "Guð blessi Ísland".  Jafnvel á einu skiltinu þarna stóð þetta:

Matteusarguðspjall 11
28Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. 29Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. 30Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Ég sem trúi á Guð, fyrir mig er eðlileg viðbrögð mín eru að leita til Guðs í erfiðleikum.  Gallinn við það er að Guð lofar okkur ekki gull og grænum skógum ef við fylgjum Honum. Ef allt er eðlilegt þá getum við öðlast miklar blessanir með því aðeins að fylgja boðorðum Guðs og Hans ráðleggingum en við lifum í heimi sem Guð hefur látið af hendi tímabundið í deilunni miklu, milli góðs og ills.

Það sem Guð aftur á móti lofar okkur er að nafn okkar verið skrifað í bók lífsins. Að ef við iðrumst glæpa okkar gagnvart Guði og mönnum þá mun Guð fyrirgefa okkur og á dómsdegi megum við ganga út frjáls til lífs þrátt fyrir að vera sek.  Vonandi mun þessi kreppa hafa eitthvað gott í för með sér eins og trúarlega vakningu og að sífelt fleiri leiti til Guðs.

Í þessum pælingum þá vil ég minni á þessa grein hérna: Leiðin til lífs  og þessa hérna: Framtíð mannkyns og námskeið í fjármálum

Síðan björtu hliðarnar á þessu hruni, sjá: Ten things to love about the credit crunch   - eftirtektavert er athugasemdin um Ísland, að gefin var út yfirlýsing um lán upp á 4 miljarða evra þegar Rússland var ekki búið að samþykkja það.

Segi með Bubba, peningar eru ekki Guð.

Guð blessi Ísland!

 

 


mbl.is Harmleikur allrar þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sagan af Jesú þjóðsaga?

jesus_mission_emblem.jpgÞótt að ég er sammála því að hvar akkúrat þessir atburðir áttu stað má vel kalla þjóðsögu þá finnst mér þessi frétt gefa til kynna að sagan af Jesú sé þjóðsaga.

Ef við berum saman heimildir um Rómverska keisarann sem var ríkjandi á tímum Krists þá eru færri samtíma heimildir um hann en um Krist. Jafnvel ef maður sleppir kristnum heimildum þá eru samt fleiri sem vitna um tilvist Jesú en Rómverska keisarann. 

Þegar kemur að fornum handritum þá stendur Nýja Testamentið upp úr sem áreiðanlegustu handrit sem mannkynið á.  Þegar kemur að því að meta trúverðugleika þeirra sem skrifuðu þau handrit þá fyrir mitt leiti eru þeir traustsins verðir; voru jafnvel til í að deyja fyrir að þeirra vitnisburður er sannur.

Fyrir ýtarlegri umfjöllun um þessar heimildir og handrit þá vil ég benda á þessa grein: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
mbl.is Hætta á hruni við Upprisukirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútímalegt þrælahald

SlavePunishment-FrontVið þekkjum öll þrælahald úr bíómyndum sem fjalla um þræla í Bandaríkjunum í kringum 1800. Þar voru svartir látnir þræla fyrir hina hvítu sem nutu góðs af þeirra vinnu en þrælarnir fengu í staðinn lítið annað en misnotkun, niðurlægingu og jafnvel pyntingar.  En í dag er búið að læðast inn í samfélög um allan heim sams konar þrælahald sem getur hneppt alla, burt séð frá kyni, aldri eða kynþætti. Þetta þrælahald eru skuldafjötrar en Biblían segir þetta um þessa fjötra.

Orðskviðirnir 22
7Ríkur maður drottnar yfir fátækum
og lánþeginn verður þræll lánardrottins síns.

Svakalega finnst mér þessi orð sönn í dag!  Menn hafa látið lokkast í svona þrælahald eins og mús í músagildru. Fyrir músina þá var það ostur en fyrir nútíma manninn þá voru það plasma sjónvörp, dýrir jeppar og utanlandsferðir. 

Núna horfa íslendingar upp á það að öll þjóðin er svo skuldsett að gjaldþrot þjóðarinnar er alvöru möguleiki.  Ekki er að vísu hægt að kenna þeim sem keyptu dýra jeppa og flatskjái um þær hörmungar sem núna geisa, eitthvað meira liggur á bakvið þetta en það.  En samskonar græðgi og óhóf er rót vandans.

Takmark sérhvers einstaklings ætti alltaf að vera að skulda engum því í því felst mikið frelsi. Það er sérstaklega mikilvægt á þessum tímum að sýna hófsemi og hætta allri eyðslu sem heimtar lántöku.

Í svona öldugangi hafa þessi orð hérna enn meira gildi fyrir mig.

Jóhannesarguðspjall 14
1„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. 2Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt að búa yður stað? 3Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað kem ég aftur og tek yður til mín svo að þér séuð einnig þar sem ég er. 4Veginn þangað sem ég fer þekkið þér.“
5Tómas segir við hann: „Drottinn, við vitum ekki hvert þú ferð, hvernig getum við þá þekkt veginn?“
6Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.

Fyrir hinn kristna þá felst vonin í endurkomu Krists, í nýjum himni og nýrri jörð þar sem réttlæti býr.

Opinberunarbókin 21
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
5Sá sem í hásætinu sat sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja,“ og hann segir: „Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu.“ 6Og hann sagði við mig: „Það er fram komið. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn. Ég mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsins vatns. 7Sá er sigrar mun erfa þetta og ég mun vera hans Guð og hann mun vera mitt barn 

Það er aldrei að vita nema þessir atburðir sem núna eru að gerast í fjármálakerfum heims muni leiða til þeirra atburða sem Biblían spáir fyrir um. Ég hef því miður ekki enn tekið fyrir hvað Biblían segir muni gerast á hinum síðustu tímum en mun vonandi gera það á næstu vikum.

Fyrir þá sem nenna ekki að bíða eftir því þá vil ég bendi á fyrirlestra sem taka þetta efni vel fyrir: A New Revelation


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið"

pope_easter_gettyÞað hefur verið mönnum erfitt að halda sig við Biblíuna og ekki vera að fara út fyrir það sem hún kennir.  Það er ekki hægt að réttlæta þessa fordæmingu getnaðarvarna út frá Biblíunni og ég persónulega tel hana vera að valda miklum skaða með þessu.

Það sem ég held að spili hérna sterkt inn í er pólitík.  Kaþólska kirkjan sér að múslimir eru að fjölga sér eins og kanínur svo það gengur ekki upp að kaþólikkar séu ekki að fjölga sér. Ég er ekki frá því að þetta er spurning um völd frekar en hlýðni við Guð eða að reyna að vera góður kristinn einstaklingur.  Mér finnst viðeigandi það sem Jesú sagði eitt sinn um Faríseyja Hans tíma:

Matteusarguðspjall 15
7Hræsnarar, sannspár var Jesaja um ykkur er hann segir:
8Þessir menn heiðra mig með vörunum
en hjarta þeirra er langt frá mér.
9Til einskis dýrka þeir mig því að þeir kenna það eitt sem menn hafa samið.

 


mbl.is Fordæming getnaðarvarna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband