Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Hérna kemur grein eftir mbl bloggarann Kristmann þar sem hann útskýrir afhverju hann aðhyllist þróunarkenninguna og afhverju það er hans þekking en ekki trú...
Mofi
Nei, heldur hvaða aðal staðreyndir sannfærðu þig um að darwinismi er sannleikurinn, er hreinlega þekking og á ekkert skylt við trú. ..
Ég hef aldrei sagt að "darwinsmi" sé sannleikurinn... enda legg ég ekki sömu merkingu í orðið darwinisti og þú gerir.
Það getur enda ekkert verið sannleikurinn sem ekki er 100% að sé rétt, því eins og ég hef sagt hér áður, og fleiri raunar þá er ekki til neitt sem heitir endanlegur sannleikur í vísindum - því ef svo væri þá myndu þeir vísindamenn sem starfa á því sviði varla halda áfram sínum rannsóknum - því tilgangur þess væri ekki neinn ef allur "sannleikurinn" væri þegar kominn fram.
Er það?
Í þinni bókstafstrú er hinsvegar til eitthvað sem þú lítur á sem hinn endanlega sannleik... Biblían er í þínum augum hin endanlega heimild og allt sem í henni stendur um sköpunina er satt. Og þér er fullkomlega frjálst að trúa því.
Þróunarfræðingurinn hinsvegar lítur á þróunarkenninguna sem kenningu í stöðugri þróun.. þ.e. ef einhverjar rannsóknir hrekja það sem áður hefur verið sagt þá er það leiðrétt - þangað til annað kemur í ljós.
Þeim rannsóknum gæti svo verið hnekkt og koll af kolli - þannig er ekki hægt að tala um að sá sem stundar slíkar rannsóknir geri það á sama grundvelli og einhver sem trúir á , sem dæmi á orð biblíunnar eins og þú gerir - vegna þinnar trúar þá tekur þú ekki mark á þeim sem segja eitthvað andstætt þinni trú - það gerir vísindamaðurinn hinsvegar ekki.
Vísindamaður sem tæki ekki mark á því sem stangaðist á við hans eigin kenningar og afgreiddi það sem marklaust bull myndi fljótt missa alla virðingu kollega sinna og yrði ekki marktækur.
Þannig verður aldrei hægt að kalla Darwinisma trú, því hún á nákvæmlega ekkert sameiginlegt með þeim skilningi sem þú t.d. leggur í þetta orð í þinni sköpunartrú.(Hér kemur svo svarið við spurningunni þinni)
Og til að svara spurningu þinni um það afhverju ég kýs að taka mark á vísindamönnum frekar en bókstaflegri merkingu biblíunnar er sú að ég treysti ekki mönnum... þeir ljúga, þeir misskilja, og merking orða og sagna breytist eftir því sem hún er sögð oftar - þessvegna þegar ég horfi á það rit sem biblían er, þá leyfa vitsmunir mínir mér það ekki að halda það að í henni, nokkurra hundruða blaðsíðna bók sem að mestu er skrifuð af mönnum fyrir hundruðum og jafnvel þúsundum ára, hefur verið þýdd mörg hundruð sinnum og staðfærð séu að finna svör við öllum þeim spurningum sem ég hef um heiminn í kringum mig.
Þá lít ég til vinstri og sé þar kenningu sem kom fram fyrir 150 árum síðan.. hefur síðan verið í stöðugri þróun af tugum þúsunda vísindamanna með hundruð þúsunda ára menntun og starfsreynslu á bakinu... hið gífurlega magn gagna sem liggur svo þar að baki telur miljónir síðna, mynda, myndbanda, steingervinga og annara lífrænna og steingerðra leifa o.s.frv o.s.frv. Valið er afar einfalt.... sagnasafninu sem Biblían er í óhag !!!!Mofi
Svo, skrifaðu grein sem sýnir fram á að þessi trú/afstaða þín að ein lífvera smá saman varð að öllu því sem við sjáum í náttúrunni í dag og ferlið var aðeins náttúruval og handahófskenndar stökkbreytingar.
Í fyrsta lagi vil ég mótmæla því að þessi afstaða sé trúlaus.. ég gæti hæglega trúað því að Guð eða önnur vera sé höfundur þessara náttúrulegu ferla - sú trúarafstaða kæmi hinsvegar hinum vísindalega hluta ekkert við.. þar eð sá hluti rannsakar eingöngu það sem rannsakanlegt er innan okkar efnisheims... afstaða fólks til Guðs og allar hugmyndir um slíkar verur eru utan vísindanna og þau fjalla því ekki um það á nokkurn hátt - gerðu þér þetta fullkomlega ljóst Mofi því ég vil ekki þurfa að endurtaka þetta einusinni enn...
Sú staðreynd að þú ætlast til þess að ég, leikmaðurinn geti í einhverri stuttri grein gert grein fyrir eðli þróunar frá hinni upprunalegu lífveru og svo lýst eðli náttúruvals og stökkbreytinga yfir miljarða ára þróun í bloggfærslu sýnir enn og aftur algjört skilningsleysi þitt á efninu.(það eða þú notar þessa afar leiðinlegu aðferð til að forðast umræður sem þú veist að þú ræður ekki við)
Það... að þú lítir á það sem einhvern sigur í rökræðu að ég geti ekki á einu bretti vippað þessu fram, staðfærðu og íslenskuðu segir allt sem segja þarf á hvaða plani þú ert að heyja þitt heilaga "stríð" gegn vísindum.Ég tel mig hér með vera búinn að svara þeim spurningum sem þú lagðir fyrir mig...
Ég mun EKKI skrifa 2000 slaga grein um þróun lífvera frá upphafi og eðli náttúrulegra ferla af þeirri ástæðu að það er ekki fræðilega hægt - mér þætti vænt um að þú gerðir ekki lítið úr bæði mér og sjálfum þér með því að fara fram á það hér aftur.
Ég tel mig því bæði hafa gert grein fyrir því afhverju ég get ekki litið á biblíuna sem nákvæma heimild um sköpun jarðar og tek því meira mark á vísindamönnum.
OG, ég tel mig hafa gert ágæta grein fyrir því afhverju þeir sem stunda rannsóknir á þróun og svo þeir sem taka niðurstöður þeirra rannsókna séu ekki í meintun trúfélagi darwinista, sú sjálfsgagnrýni sem þeir sem slíkar rannsóknir stunda gera að engu allt tal um að þar komi trú nærri - ef að vísindamaður þarf að trúa því að eitthvað sé rétt í hans rannsóknum í stað þess að geta sýnt fram á það með beinum hætti þá væri ekkert mark tekið á niðurstöðum viðkomandiEf þú hefur einhverjar frekari spurningar um afstöðu mína þá vinsamlega póstaðu þeim hér og ég reyni að svara þeim eftir bestu getu.
PS: Ég las þetta vandlega yfir og tel mig ekki hafa verið ómálefnalegan, dónalegan eða nokkuð annað sem verðskuldar það að þetta svar mitt við þínum spurningum verið falið... ef þú ert því ekki sammála þá láttu mig vita og við getum rætt það
Trúmál og siðferði | Breytt 10.10.2008 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (123)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar