Virka galdrar?

prayer1Auðvitað virka galdrar ekki!  Af hverju væri þá búðin að loka og eigandinn að leita að annari vinnu?  Ef að galdrar virkuðu, myndi þá fólk ekki í hrönnum vilja fá viðkomandi norn til að redda sér vinnu, fá betri náms árangur eða vinna ástina sína?

Gott að sjá að það eru ekki það margir íslendingar sem eru svo hjátrúafullir að þeir trúi á galdra; að það sé ekki markaður fyrir svona dót hérna á landi. 

Sumir gætu fallið í þá gryfju að líkja bæninni við galdra en alveg eins og að falla í gryfju þá er það ekki sniðugt. Bænin er einkasamtal einstaklings við Guð um lífið og tilveruna; ekki eitthvað yfirnáttúrlegt afl til að láta hluti gerast. Bænin getur verið beiðni um eitthvað en það skipar enginn Guði fyrir, ef Guð vill láta beiðnina rætast þá getur Hann gert það, annars ekki.


mbl.is Nornabúðin lokar dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Axel Helgason

Sitt sýnist hverjum...

Einar Axel Helgason, 5.3.2009 kl. 09:51

2 identicon

Hefur þú einhverja hugmynd um hvað var selt í þessari búð Halldór?

http://www.nornabudin.is/jurtir/ skoðaðu þetta t.d.

 http://www.nornabudin.is/gjafavara/  eða þetta

Gerðu það ekki fara niður á þetta hallærislega plan sem þú ert að gæla við í þessum pósti

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:07

3 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Trúarbrögð eru mesta svindl allra tíma, hvorki meira né minna! Þú ert ekki sammála mér og það er í fínu lagi. Mín skoðun er ekkert meira rétt en þín og þín er á sama hátt ekkert réttari en mín, við erum bara tveir menn með ólíkar skoðanir, rétt? Nema að þú sért að hugsa núna, þvílíkt fífl, eða að þú hugsir á einhvern hátt, þessi er á villigötum? Því við skulum hafa eitt á hreinu! Trú hvaða nafni sem hún nefnist er fyrst og fremst til í huga manna, hugurinn er magnað fyrirbæri og getur magnað upp ýmislegt, þar með verður t.d. til trúarupplifun, finna "guð" allt í kring um sig osfrv. En án grín, ef þú finnur ekki guð í huganum á þér þá er borin von um að finna hana einhversstaðar annarstaðar.

Óskar Steinn Gestsson, 5.3.2009 kl. 10:12

4 identicon

Það kemur nú úr allra hörðustu átt að Mofi, sá trúaði skuli tala af vandlætingu um "hjátrú". Hvað er bábiljan hans annað en hjátrú ?

Það sannast á Mofi hið fornkveðna að :Sæt er lykt úr sjálfs rassi"

Árni Árnason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:17

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er auðvitað verra að einhver trúi á galdratákn og þulur, svona vanheilagt kukl... þeim væri hollara að krossa sig og fara með Faðirvorið...

Annars held ég að fæstir kaupendur hafi búist við "alvöru" göldrum...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.3.2009 kl. 10:53

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mofi: "Auðvitað virka galdrar ekki! Af hverju væri þá búðin að loka og eigandinn að leita að annari vinnu?"

Ef ríkið væri ekki að styrkja kirkjur landsins um fjóra milljarða á ári, væru prestarnir fljótir að leita ser að vinnu. Kirkjum yrði lokað. Svo mikið er vald guðs að hann þarf skattpeningana okkar til þrífast. Nei, galdrar eins og þú heldu að hún selji virka ekki. Harry Potter er skáldsaga. En er biblían það ekki líka? Þaldég.

Villi Asgeirsson, 5.3.2009 kl. 11:10

7 identicon

Galdrar virka ekki eins og í ævintýrunum Mófi minn. Galdur er ekki yfirnáttúrulegur heldur einfaldlega sálfræðileg aðferð til að vinna með eigin viðhorf og finna tækifæri í öllum aðstæðum. Það er ekki hægt og hefur aldrei verið hægt að brjóta náttúrulögmál með galdri og það legg ég alltaf áherslu á í mínum fyrirlestrum.

Galdur og bæn eru náskyld fyrirbæri en munurinn felst í því að trúmaðurinn gefur sig örlögunum á vald á meðan galdramaðurinn reynir sjálfur að taka stjórn á lífi sínu.

Galdrar virka. Ef ég væri uppfull af áhuga a því að halda áfram myndi ég kasta galdri og finna í framhaldi af því bestu leiðina. Ég gæti alveg flutt búðina á betri stað, breytt vöruúrvalinu, haft meira samstarf við ferðaþjónustuna o.s.frv.  Ég hef hinsvegar aldrei verið mikið fyrir það að vinna sama starfið mjög lengi og þótt sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir þessari búð í óbreyttri mynd, sé ég það ekki sem neinn harmleik, heldur tækifæri til að prófa eitthvað nýtt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:14

8 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það er nú öllu merkilegra að stærsta blekkingarvef landsins, kirkjunni, skuli haldið á floti með peningum skattgreiðenda.

Kristinn Theódórsson, 5.3.2009 kl. 11:16

9 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég veit það ekki en það má nú tala um þetta. Ég sjálf fór þarna eitt sinn og keypti mér svolítið sem átti að kveða niður................................En það virkaði svo sannarlega ekki! En Eg er löngu komin á það að best er að treysta á sjálfan sig og sitt eigið hyggjuvit.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.3.2009 kl. 11:42

10 Smámynd: Mofi

Sigmar
Gerðu það ekki fara niður á þetta hallærislega plan sem þú ert að gæla við í þessum pósti

Finnst þér að gagnrýna galdra vera... hallærislegt?  Trúir þú þá að galdrar virki? 

Óskar
Mín skoðun er ekkert meira rétt en þín og þín er á sama hátt ekkert réttari en mín, við erum bara tveir menn með ólíkar skoðanir, rétt?

Nei, mín skoðun er rétt og þín er röng :)

Ef þú hefur rétt fyrir þér þá hef ég rangt fyrir mér og svo öfugt. Þér er frjálst að hafa hvaða skoðun sem þú vilt og ég virði þinn rétt til að hafa þá skoðun og virði þig sem persónu en mér gæti þótt skoðunin sjálf ekki vera neinnar virðingar virði.  

Hver er þín trú varðandi tilvist Guðs og hvort að galdrar virka?

Mofi, 5.3.2009 kl. 11:47

11 Smámynd: Mofi

Árni
Það kemur nú úr allra hörðustu átt að Mofi, sá trúaði skuli tala af vandlætingu um "hjátrú". Hvað er bábiljan hans annað en hjátrú ?

Það sannast á Mofi hið fornkveðna að :Sæt er lykt úr sjálfs rassi"

Að mínu mati eru allir sem hafa einhverjar skoðanir á tilvist Guðs, af hverju við erum hérna, hvaðan við komum og hvað verður um okkur, einstaklingur sem trúir.  Ef einhver trúir að Guð er ekki til og þegar við deyjum þá hættum við að vera til, þá einmitt trúir viðkomandi því og er jafn trúaður og ég þegar kemur að því að svara þessum spurningum. Ég bara svara þeim öðru vísi.

Villi
Ef ríkið væri ekki að styrkja kirkjur landsins um fjóra milljarða á ári, væru prestarnir fljótir að leita ser að vinnu. Kirkjum yrði lokað. Svo mikið er vald guðs að hann þarf skattpeningana okkar til þrífast. Nei, galdrar eins og þú heldu að hún selji virka ekki. Harry Potter er skáldsaga. En er biblían það ekki líka? Þaldég.

Mín kirkja lifir af án stuðnings ríkisins og að mínu mati ætti ríkið ekki að styðja neitt trúfélag heldur ættu þau að lifa á eigin verðleikum.  Biblían er heimild margra einstaklinga þar sem þeir vitna um þeirra eigin reynslu. Margt er sagnfræði sem við vitum að er áreiðanleg, sumt er spádómar þar sem margir hverjir hafa ræst og svo framvegis.

Hérna er dæmi um ástæður til að treysta Nýja Testamentinu, sjá: Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu , Handrit Nýja Testamentisins og Er vitnisburður Nýja Testamentisins trúverðugur?

Hérna er dæmi um uppfylltan spádóm, sjá: Uppfylltur spádómur Biblíunnar um sögu heimsins

Mofi, 5.3.2009 kl. 11:54

12 Smámynd: Mofi

Eva, áhugaverð þín sýn á þetta mál. Viðurkenni að ég hugsaði þetta ekki svona. Ég held að flestir hugsi galdra þannig að þeir eru að eiga við raunveruleikann; eða ósk viðkomandi að þeir hafi áhrif á raunveruleikan þó að ég trúi ekki að slíkt er hægt. Forvitnilegt að sjá að þú gerir það ekki heldur. 

Mofi, 5.3.2009 kl. 11:59

13 Smámynd: Mofi

Kristinn
Það er nú öllu merkilegra að stærsta blekkingarvef landsins, kirkjunni, skuli haldið á floti með peningum skattgreiðenda.

Ég myndi nú segja að Vantru.is væri stærri blekkingarvefur en við getum snúið bökum saman í baráttunni að okkar skattpeningar fari ekki í vef þjóðkirkjunnar :)

Tara
En það virkaði svo sannarlega ekki! En Eg er löngu komin á það að best er að treysta á sjálfan sig og sitt eigið hyggjuvit.

Gott að heyra, allt fyrir utan að treysta blint á sitt eigið hyggjuvit.  Ég skil vel hvað þú átt við en án almennilegrar leiðsagnar þá getur manns eigin hyggjuvit leitt mann í alls konar ógöngur.

Tökum t.d. hreinlætis reglur Biblíunnar, þær hefðu bjargað Evrópu frá Svarta dauða en þeirra hyggjuvit sagði að þótt þessar reglur væru í Biblíunni þeirra þá ættu þær bara við gyðinga. Svo í kristilegum kærleika þá drápu þeir  gyðinga af því að þeir sluppu við þessa plágu 

Mofi, 5.3.2009 kl. 12:02

14 identicon

Satt er það Tara, maður á að treysta sínu eigin hyggjuviti og án þess eru galdrar lítils virði. Þú væntanlega fengið þær upplýsingar þegar þú keyptir galdurinn að galdrar útheimti æfingu eins og allt annað og að það sé nauðsynlegt að markmiðið sé raunhæft. En þú getur alveg keypt þér píanó og sagt svo að það virki ekki ef þér tekst ekki að spila tunglskinssónötuna.

Mófi. Ég held nú reyndar að hreinlætisreglur Biblíunnar hafi komið frá mönnum, rétt eins og hugmyndir Biblíunnar um það hver megi grýta hvern og fyrir hvaða sakir.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:42

15 Smámynd: Mofi

Eva, ef maður trúir ekki að Guð er höfundur Biblíunnar þá auðvitað eru hreinlætis reglurnar ekki heldur frá Guði. Mér finnst aftur á móti mjög áhugavert að hyggjuvit manna lét þá ekki komast að þessum reglum og meira að segja dóu miljónir þótt þeir höfðu þær sem reglur Guðs en völdu sitt hyggjuvit frekar og urðu Svarta dauða að bráð. 

Hver er þín trú ef ég má spyrja? 

Mofi, 5.3.2009 kl. 12:46

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég myndi nú segja að Vantru.is væri stærri blekkingarvefur
Þú myndir segja það en það myndu fáir taka mark á þér (eins og vanalega).

Matthías Ásgeirsson, 5.3.2009 kl. 13:05

17 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Auk þess man ég ekki betur en að þú hafir nýlega hrósað okkur og tekið undir mikið af því sem skrifað er á Vantrú!

Matthías Ásgeirsson, 5.3.2009 kl. 13:05

18 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ekki þykir mér sérlega kristilegt af þér Mofi, að hlakka yfir óförum annara.....

Haraldur Davíðsson, 5.3.2009 kl. 13:17

19 Smámynd: Mofi

Matthías, ég hef hrósað ykkur já en almennt þá tel ég ykkar boðskap vera rangann. Ég get ekki neitað því að ég er ekki frá því að þið eigið betra hrós skilið en vefur þjóðkirkjunnar. En ykkar aðal boðskapur um guðleysi tel ég rangann.

Haraldur,  fyrir mig þá væri það besta sem gæti komið fyrir einhvern að hætta að einhverju galdra kukli. Það væri að gleðjast yfir velfarnaði annara.

Mofi, 5.3.2009 kl. 13:24

20 identicon

Í minni heimsmynd er ekkert yfirnáttúrulegt við galdra. Galdrar/töfrar snúast um að hafa áhrif á huga fólks, m.ö.o. valda hughrifum.

Ef þú hefur verið ástfanginn, þá varstu 'under a spell'/charmed/töfraður.

Það sem galdrakallar gera er að nýta sér vanþekkingu annarra til að blekkja þá og féfletta og jafnvel þræla fyrir sig(black magic) .  Þetta stunda pólitíkusar og trúarleiðtogar.  Þeir eru hinir sönnu vondu galdrakallar heimssins.

 Eitt gott dæmi um það hvernig galdrar virka:  Kunningi minn var staddur í þorpi í Miðbaugs-Guineu.  Veskinu hans var stolið og vinur kunningja míns talaði við töfralækninn á staðnum.  Töfralæknirinn fór á áberandi stað í miðju þorpinu, slátraði kjúkling og lagði 'bölvun' á þann sem veskinu stal ef það væri ekki búið að skila sér fyrir sólsetur.  Veskið skilaði sér vegna þess að þjófurinn fékk veður af þessum galdri, varð hræddur og skilaði veskinu, galdurinn virkaði. Engin yfirnáttúra, heldur einungis spilað með trú fólks.

Bush og allskonar ayatollar og talíbanar nýta sér trú til að fá fólk til að fórna lífi sínu og heilsu í bardaga.  Að vera fastur í slíkri ánauð myndi ég kalla álög því eftir að þú bítur á agnið og ert plataður í krossferð til Írak, þá er ekki svo auðvelt að losna.

Sjónhverfingamenn á borð við Derren Brown, Criss Angel og David Blaine spila með trú fólks.  Eru þeir sjónhverfingamenn?  já.. þetta sem fólk 'sér' er ekki satt... engin yfirnáttúra.  Þessir menn eru líka allir meistarar í NLP og geta vitað fullt um þig eftir að hafa umgengist þig í nokkrar sekúndur.  Það getur 'lesið hug þinn' út frá líkamsstöðu, líkamstjáningu, svipbrigðum og augnhreyfingum og geta plantað hugmyndum í huga þínum með vandlegu orðavali. Þess vegna eru þeir líka galdramenn..... því þeir nota trú annars fólks á yfirnáttúrulega galdra til þess að blekkja/hrífa það. 

Fjölmiðlamenn og auglýsendur stunda einnig galdra.  Propaganda og Public Relations snúast um að hafa áhrif á skoðanir fólks og trú, og gjarnan með lygum og blekkingum. Sean Hannity á Fox er mjög fær í NLP og mæli ég með því að fólk fari á youtube og slái inn Hannity + NLP á youtube og sjái true black magician í essinu sínu.

Annað form galdra er að valda hughrifum með lyfjum.  Annað hvort til þess að gera það meðfærilegra (docile) eins og er gert t.d. á elliheimilum og geðveikrahælum.  Einnig er hægt að varpa sjálfum sér inn í töfraveröld (breyta því tímabundið hvernig heilinn túlkar og framsetur upplýsingar frá skynfærum) með hjálp hughrifalyfja á borð við Psilocin, sem finna má í rotverum hér við land.

Stórar og vandaðar byggingar, turnar, gullskreytingar, skartgripir, gosbrunnar, ljósasýningar, tónlist, dans, söngu, nakið kvenfólk, óspillt náttúra og margt fleira getur valdið hughrifum og má lýsa þeim hughrifamætti sem þessi atriði hafa sem göldrum.

Óskar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:47

21 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Eva. Satt að segja man ég ekki hvort ég fékk nokkrar upplýsingar, líklega var þetta til gamans gert. Þegar ég fór til spákvenna hérna í denn fór ég í taugarnar á þeim, svo það er nú ekkert nýtt, því ég horfði á þær algjörlega sviplaus og gat ekki beðið eftir að komast út úr þessari vitleysu. En ég æfði mig fór oftar en einu og Pókerfésið varð alltaf öflugra. Ég lærði satt af segja af þessari æfingu eða reynslu hvað sem þú vilt kalla það.

Já Mofi minn líklega er gott að taka leiðsögn, reyndar geri ég það og tek líka rökum. En svo gæti verið að ég sé bara svona viss um að ég sé svona vel gerð að ég geti notað eigið hyggjuvit. Hver skyldi þá hafa skapað mig, það skyldi þó ekki vera! En svo hefur reynslan mótað mig líka og ég byggi víst mikið á henni, það fellur alls ekki öllum vel í geð sem hafa átt orðastað við mig svart á hvítu.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.3.2009 kl. 14:49

22 identicon

Hyggjuvit einhverra hefur væntanlega orðið til þess að þetta rataði inn í bækur. Það að allir hafi ekki uppgötvað sömu staðreyndir á sama tíma er ekkert dularfullt.

Ég er yfirlýstur trúleysingi. Það merkir ekki að ég, sem get ekki einu sinni útskýrt gangverk brauðristar, geti útskýrt genatengi mannsins eða hvernig heimurinn varð til. Það merkir ekki að mig skorti hæfileika til að finna fyrir því sem trúaðir kalla 'leiðslu' eða 'andlegt ástand'. Það merkir ekki að í lífi mínu gildi engar siðareglur. Það merkir ekki að líf mitt sé tilgangssnautt svartnætti.

Það merkir að ég trúi því ekki að til sé vera sem er í senn algóð, alvitur og almáttug. Ég trúi því heldur ekki að krafturinn sem býr í eldinum, vindinum og vatninu, svo stórkostlegur sem hann annars er, hafi getu til að skipta sér af daglegu lífi manna, hvað þá að hann hafi einhverja skoðun á því hvernig ég hugsa og hegða mér.

Ég trúi á mátt og megin mannsins til að stjórna eigin örlögum, að svo miklu leyti sem það samræmist lögmálum náttúrunnar.

Ég trúi á rétt hvers manns til heilsuverndar, öryggis, frelsis, virðingar, kærleika, friðar, einkalífs, menntunar, starfs, föðurlands, velmegunar og tækifæra til að nýta hæfileika sína.

Ég trúi á skyldu samfélagsins alls til að tryggja einstaklingum þann rétt og á skyldu hans til að vernda og virða meðbræður sína.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:04

23 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Mofi ritaði "Nei, mín skoðun er rétt og þín er röng :)"

Þar er að sjá mann sem hefur komist á lægsta stig mannlegs eðlis.

Það er þegar maðurinn hefur talið sjálfum sér trú um að hann hafi hina einu réttu skoðun.

Þegar svo er komið fyrir fólki þá er best fyrir það að leita sér sérfræðiaðstoðar hjá einhverjum öðrum en andans mönnum (prestum og þvílíku).

Trúin á guð er ekkert annað en andatrú (draugatrú) og virðist sem það séu einu gladramennirnir sem mega þrífast á jörðinni.

Ég hafna öllu svoleiðis bulli þar sem það er ekki þóknanlegt mér og mínum.

Það sem ég tel réttast í þessu skiptir ekki öllu máli þar sem mínar skoðanir stangast á við skoðanir svo margra, en hitt er þó að mínar skoðanir koma frá mörgum og er leitin að sannleikanum grunnurinn í öllu þessu.

Ég læt ekki andamenn(guðtrúarmenn) trufla þá leit.

Athugið svo að til eru ekki færri en þrjár hliðar á hverju máli...

Þín hlið, MÍN HLIÐ, og RÉTTA HLIÐIN.

Og það í þessarri röð, eða hvað?

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2009 kl. 15:29

24 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég kann satt að segja vel að meta Evu, hún er vel greind!

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 5.3.2009 kl. 15:54

25 Smámynd: ThoR-E

Ertu svona viðkvæmur í þinni trú að ekki megi vera hérna.. einhver gjafabúð sem kallar sig nornabúðina... þú vildir kannski helst fara með biblíuna þína góðu og brenna bölvuðu nornina... eða hvað?

Bara dapurlegt..

ThoR-E, 5.3.2009 kl. 16:09

26 Smámynd: Mofi

Óskar, takk fyrir forvitnalegt innlegg; er búinn að vera að skoða þetta og magnað hvernig fólk notar tækni til að sannfæra fólk.

Eva,  ég held ég skil þig. Takk fyrir það.
 

Ólafur
Þar er að sjá mann sem hefur komist á lægsta stig mannlegs eðlis.

Það er þegar maðurinn hefur talið sjálfum sér trú um að hann hafi hina einu réttu skoðun.

Þannig að þú telur að ég hafi rangt fyrir mér og þú hafir rétt fyrir þér? 

Ólafur
Athugið svo að til eru ekki færri en þrjár hliðar á hverju máli...

Þín hlið, MÍN HLIÐ, og RÉTTA HLIÐIN.

Og það í þessarri röð, eða hvað?

Er þín skoðun að það eru þrjár hliðar á þessu máli rétta hliðin?

Ace
Ertu svona viðkvæmur í þinni trú að ekki megi vera hérna.. einhver gjafabúð sem kallar sig nornabúðina... þú vildir kannski helst fara með biblíuna þína góðu og brenna bölvuðu nornina... eða hvað?

Það sem er sorglegt er að þú málar mig á þann hátt að ég vilji brenna aðra manneskju. Ég og Eva áttum fínt og vingjarnlegt samtal og ég óska henni alls hins besta. 

Mofi, 5.3.2009 kl. 17:07

27 Smámynd: ThoR-E

Mofi minn.. ég meinti þetta nú ekki bókstaflega. Ég átti bara við að mér finnist undarlegt að þú hlakkir yfir því að verslunin sé hætt (fór á hausinn eflaust) ... svona galdra-gjafabúð ógnar kirkjunni ekkert vinur minn.

Þetta var nú meiningin hjá mér og veit ég vel að þú mundir engan brenna.

ThoR-E, 5.3.2009 kl. 17:55

28 Smámynd: ThoR-E

e.s ég veit ekkert hvort verslunin fór á hausinn eða ekki ... það er samt yfirleitt raunin þegar verslanir hætta ... þannig að ...

Mér finnst samt hundleiðinlegt að hafa ekki náð að sjá þessa verslun.. leit út fyrir að vera spennandi gjafaverslun.

ThoR-E, 5.3.2009 kl. 17:57

29 Smámynd: Mofi

Ace
Mofi minn.. ég meinti þetta nú ekki bókstaflega. Ég átti bara við að mér finnist undarlegt að þú hlakkir yfir því að verslunin sé hætt (fór á hausinn eflaust) ... svona galdra-gjafabúð ógnar kirkjunni ekkert vinur minn.

Mér finnst þetta svipað og vera ánægður að miðill hættir störfum. Ég trúi að miðlar eru líklegast að blekkja fólk því ég trúi að Biblían segir rétt frá þegar hún segir að hinir dánu vita ekki neitt.  Það er ekki að óska miðlinum einhvers ills; frekar að eitthvað rugl er á enda. Núna svo sem veit ég að þetta var ekki hugsað sem alvöru galdrar...hvað akkúrat er ég ekki alveg með á hreinu en hvað með það.

Takk annars fyrir að leiðrétta misskilninginn.  Held samt að það er enn hægt að kaupa það sem var þarna til sölu; á meðan birgðir endast líklegast.

http://www.nornabudin.is/

Mofi, 5.3.2009 kl. 18:14

30 identicon

Mín athugasemd snerist að mestu um það Halldór að þú hefur augljóslega enga hugmynd um hvaða starfsemi fór þarna fram..

Þetta var ekki búð sem seldi kústsköft, rottuaugu og leðurbökublóð til seiðkarla og galdranorna... og fæstir sem fóru þarna inn gerðu það í þeim tilgangi að kaupa sér efni í álög og yfirnáttúrulega galdra

Þetta var að aðallega bara skemmtileg búð full að mestu leyti af gjafavöru með sterkri vísan í norrænan bakrunn okkar.

Svo stormar þú hérna inn, uppfullur af fordómum, hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala og hlakkar yfir óförum annarra

Afar kristilegt er það ekki?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:35

31 identicon

Þessi röksemdarfærsla þín er svona svipað eins og ef þú myndir gagnrýna bakara fyrir að búa til Djöflatertu

Þú ert hér blindaður af nafni búðarinnar án þess að gera þér nokkra grein fyrir innihaldinu

Og þrátt fyrir að búið sé að benda þér á það hér nokkrum sinnum að þú hafi misskilið tilgang þessarar verslunar þá heldur þú áfram að réttlæta hlökkun þína yfir óförum annarra

Merkilegur fýr Halldór

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 18:41

32 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er allavega ekki hægt að segja í þessu sambandi að "MÍN HLIÐ" sé endilega sú rétta...

Ég er í leit að sannleikanum og get því ekki dæmt um hvort þín hlið sé eitthvað betri en mín hlið þannig að þriðja hliðin (sú rétta) er einhversstaðar handan við hornið.

Hvernig svo sem þú skilur þetta (eða misskilur) þá er hlýtur að að vera eitthvert sannleikskorn í því.

Þess vegna getur þú ekki sagt að þín hlið sé réttari en annarra, ekki frekar en ég get sagt að mín hlið sé réttari....

Muna þriðju hliðina (þessa réttu). :)

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2009 kl. 18:44

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

45-70% allra fyrirtækja á landinu eru tæknilega gjaldþrota einhver hundruð eru búin að vera Mofi. Það er kreppa. Er það af því að þau virkuðu ekki? Auðvitað virka galdrar ekki frekar en hókuspókus annarra túarbragða. Það er svo erfitt að reka fyrirtæki í svona umhverfi, þegar þau geta ekki hótað fólki dauða og kvöl í lífi jafnt sem handan þess ef fólk lætur ekkert af hendi rakna.

Minnir að költið þitt sé nú hástöfum að boða heimsendi í hundraðasta og eitthvað skiptið og maka krókinn á ginnkeyptu og hjátrúarfullu fólki.  Hvernig væri að koma með færslu um það nýjasta nýja í ykkar viðskiptum? Er farið að harðna í dalnum hjá aðventistum? Er hægt að fá að sjá milliuppgjör?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 18:45

34 Smámynd: Mofi

Sigmar
Svo stormar þú hérna inn, uppfullur af fordómum, hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala og hlakkar yfir óförum annarra

Afar kristilegt er það ekki?

Voru ekki seldir hlutir þarna undir merkjunum að þeir væru galdrar?  

Smá hjálp handa þér: http://www.nornabudin.is/gripir/

http://www.nornabudin.is/galdrar/ 

Mofi, 5.3.2009 kl. 18:45

35 Smámynd: Mofi

Ólafur, mín sýn á svona mál er að ef maður er með skoðun þá hlýtur maður að trúa að sú skoðun er rétt og ef maður uppgvötar að hún var röng þá skiptir maður um skoðun og heldur maður áfram að trúa að maður hefur rétt fyrir sér.

En það er möguleiki að hafa ekki skoðun því maður er ennþá að leita. Ef þú ert ekki kominn á þá niðurstöðu að Biblían er röng þá óska þér vel farnaðar í þinni leit að þeim sannleika og láttu mig vita ef ég get eitthvað hjálpað.

Jón, ég veit ekki fjárhagsstöðu minnar kirkju. Mín trú byggist ekki á tilvist Aðvent kirkjunnar.  Hún er samfélag þar sem ég get átt stundir með fólki sem hefur svipaðar skoðanir og ég.  Get ekki einu sinni sagt "sömu" skoðanir og ég því að  við erum ósammála um margt.

Mofi, 5.3.2009 kl. 18:59

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Smá sýnishorn af söluvöru ykkar:

Endurkoma Krists er sæluvon safnaðarins, hámark fagnaðarboðskaparins. Koma frelsarans verður bókstafleg, persónuleg, sýnileg og nær yfir veröld alla. Þegar hann kemur aftur munu hinir réttlátu, sem dánir eru, rísa upp og ásamt hinum réttlátu lifandi verða gerðir dýrlegir og teknir til himna, en hinir ranglátu munu deyja. Uppfylling spádómanna um hina síðustu tíma sýnir að koma Krists er í nánd. Nákvæmur tími þessa atburðar hefur ekki verið opinberaður og þess vegna erum við áminnt um að vera reiðubúin hvenær sem er.

(tekið af vef aðventista)

Svo er spurning hvort þú ert í réttum business:

Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt."

(Matt. 15:24)
Ertu Gyðingur Mofi?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:00

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Hún er samfélag þar sem ég get átt stundir með fólki sem hefur svipaðar skoðanir og ég.  Get ekki einu sinni sagt "sömu" skoðanir og ég því að  við erum ósammála um margt."

Er það ekki trúarbrögðin í hnotskurn? Engin eining. Rúmlega 30.000 greinar af sama meiði sem kalla hverja aðra villutrú. Allgerlega persónulegt mat og prívat óskhyggja milljóna manna sem boða sína túlkun sem sannleik til annarra.

Við trúleysingjar erum þó sammála um að trúa ekki. Ekki einu sinni á galdra. Ekki erum við að boða það en höfum einsett okkur margir að sporna gegn vitfirringu þessa sundrungarafls.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:10

38 identicon

Það eru nú reyndar ykkur að segja engar 'ófarir' til að hlakka yfir. Búðin er ekki farin á hausinn eða með lögfræðingastóð á bakinu. Hún fer hinsvegar á hausinn ef ég annaðhvort hætti ekki eða geri gagngerar breytingar. Ég sé enga ástæðu til að bíða eftir því og niðurstaðan varð sú að mig langaði ekki nógu mikið að halda áfram til þess að leggja á mig það sem til þurfti. Það er bara val, sem ég er alveg sátt við. Að vísu hefði ekki komið til þess ef tvö ágæt fyrirtæki sem ég var með góða samninga við, hefðu ekki farið illa út úr kreppunni og mér þykir það leitt vegna þess yndislega fólks sem þar lenti í vandræðum, en ég lít ekki á það sem neinn harmleik þótt ég loki þessari búð. 

Ace. Vöruúrvalið er farið að þynnast en ég er ekki búin að loka ennþá svo þú hefur enn tækifæri til berja undrið augum.

Þeir verndar og heillagripir sem ég hef selt eru nákvæmlega sama eðlis og róðukrossar og Maríumyndir. Munurinn er hinsvegar sá að ég tek skýrt fram að hluturinn geri í raun ekkert fyrir mann, heldur sé hann tákn sem maður geti notað til að koma sér ákveðið hugarástand, t.d. að telja í sig kjark eða róa sig niður. Kirkjan hefur hinsvegar viðhaldið þeirri trú að maðurinn geti sleppt því að taka ábyrgð á eigin velferð heldur látið það í hendurnar á löngu látnum manni.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 19:14

39 Smámynd: Mofi

Jón Steinar
Smá sýnishorn af söluvöru ykkar:

Frekar að þetta er sýnishorn af því sem við trúum.

Jón Steinar
Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt."

(Matt. 15:24)
Ertu Gyðingur Mofi?

Nei. Jesús predikaði nær engöngu til gyðinga, það var ekki fyrr en eftir krossinn að fagnaðarerindið átti að vera predikað til alls heimsins.

Jón Steinar
Við trúleysingjar erum þó sammála um að trúa ekki. Ekki einu sinni á galdra. Ekki erum við að boða það en höfum einsett okkur margir að sporna gegn vitfirringu þessa sundrungarafls.

Við erum alveg sammála um ákveðin grundvallar atriði eins og þið. Þótt að ég og t.d. Guðsteinn Haukur erum ekki í sömu kirkju þá erum við sammála um að Jesús er Guð og margt fleira.

Mofi, 5.3.2009 kl. 19:17

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur þú borið heimsmynd þína undir tímalínu sögunnar? Á mannkyn sér upphaf kringum 2300 fyrir krist? Einhverjum öldum eftir að Keopspýramídinn var reistur? Samt var saga Faraóanna óslitin og uppgangur Egypta eftir Nóaflóðið. Bók hinna Dauðu, skrifuð rúmum mannsaldri síðar og Memphis byggð á sama tíma og flóðið endar. Hvernig stenst hjátrú þín?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:23

41 Smámynd: Mofi

Eva
Kirkjan hefur hinsvegar viðhaldið þeirri trú að maðurinn geti sleppt því að taka ábyrgð á eigin velferð heldur látið það í hendurnar á löngu látnum manni.
Hún einfaldlega hefur trú og deilir henni með öðrum. Það er síðan ekki að menn taki ekki ábyrgð á eigin velferð. Fólkið sem fékk ráðgjöf Guðs um matarræði og hreinlæti eins og kristnir á miðöldum fóru ekki eftir því og uppskáru eins og Guð hafði sagt að þeir myndu uppskera. Mjög oft í Biblíunni er fólki sagt að ef þú hlíðir lögum Guðs þá mun þér farnast vel en ef þú hlíðir þeim ekki þá mun þér farnast illa. Svo að minnsta kosti kennir Biblían að við uppskerum eins og við sáum.

Mofi, 5.3.2009 kl. 19:28

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefur aldeilis verið kraftur í þessum niðjum Nóa. Og svertingjar urðu ekki til fyrr en þá þegar Nói lagði þá bölvun á Ham að hann yrði svartur og allir hans niðjar, fyrir að hlæja af sér berrössuðum á fylleríi. Hvaða galdrar voru það? Ekki kom guð þinn þar nærri? Hvað garf Nóa svona vald? Biblían er raun full af galdraköllum, sem eru úði þóknanlegir.

Raunar var það ástæðan fyrir áhugaleysi Jesú að hjálpa Kanversku konunni. Hún var svört, Kananíti, afkomandi Ham og hundur í augum Ísraelsmanna, sem og Jesú þessa, eins og kemur skýrt fram í þeim kafla.

Get a life.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:29

43 Smámynd: Mofi

Jón, þetta er vel út fyrir efnið en væri gaman að skrifa grein sérstaklega um þetta og rökræða hvort að saga Biblíunnar stenst.

Mofi, 5.3.2009 kl. 19:31

44 Smámynd: Mofi

Nói hafði ekkert slíkt vald. Hann varð fullur og gerði sig að fífli og bölvaði einum einstaklingi. Biblían segir ekkert um hvort að sú bölvun hafði einhver áhrif eða ekki.  Jesú síðan læknaði þessa konu svo hún kvartaði ekki; af hverju ert þú að kvarta?

Mofi, 5.3.2009 kl. 19:33

45 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver er svo skoðun þín á kryddfyrirtækinu Pottagaldrar? Logoið þeirra er meira að sega "galdrastafur".  Væri heimurinn betri ef þeir hyrfu? Svona eins og verslunin sem um er að ræða seldi skart, te, krydd, listmuni, reykelsi og ilmkerti.  Hvað var pointið með greininni þinni?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:42

46 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu betur, þetta er ekki utan efnis, því "synir Ham" eru blökkumenn og bilían segir að Ham hafi orðið svartur við bölvun föður hans og allir hans niðjar urðu það svo. Jesú læknaði konuna af því að lærisveinarnir báðu hann um það til að losna við vælið í henni og líka fyrir það að hún játaði því að vera hundur (tík).  Ekki fara að endursemja bókina einu sinni enn.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:47

47 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er galdur kraftaverk? Er kraftaverk galdur? Gera bæði fyrirbrygði ekki kröfu til hins sama? Að bjóta náttúrulögmálin í ákveðnum tilgangi? Hvorugt rétt og aldrei staðfest. Hjátrú og lygi.

Trúir þú á kraftaverk? Hefurðu séð þau? Geturðu staðfest þau ef svo er með fjölda vitna og áþreifanlegum hætti?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 19:55

48 identicon

Ég veit ekki með þig Halldór.. en ef ég sæi mann breyta vatni í vín þá væru það galdrar í mínum augum

En það sem er kraftaverk í augum eins eru kannski galdrar í augum hins og sjónhverfingar hjá þeim þriðja

Þú ert alveg WAY OFF í þessum pistli sem og viðsvörum Halldór

Þetta var ekki "galdra" búð þó að hún bæri þetta nafn

Ekkert frekar en Djöflaterta er komin frá helvíti eða Djöflaskata er útsendari að neðan

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:15

49 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er að vísu talsverður túlkunarmunur á þessari Ham sögu á milli Gyðinga og Kristinna og raunar lagði Nói þau álög á yngsta son Ham Canaan að verða þræll og allt hans fólk. Þetta var notað sem réttlæting á þrælahaldi æ síðan bæði ánauð og drápi á Kanan ítum og þrælahaldi okkar tíma.

"Bölvaður sé Kanaan,
auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna."

Þetta viðhorf hafði Jesú og sýndi sig vera rasista, en menn litu á það sem gæsku hans að hann jafnvel læknaði óæðri, ef hann var til neyddur.

Pointið hjá mér var þó í upphafi að benda þér á að Jesús var ekki kominn til að frelsa allt mannkyn, (þig og þína) heldur eingöngu Ísraelsmenn. Hann segir það afdráttalaust. Svo haltu þessu fyrir sjálfan þig og ekki reyna að selja heiminum að þú sért réttlættari en aðrir.  Ef þú ert Gyðingur, þá máttu svosem nota þetta til að þykjast öðrum betri.  Við hin afþökkum oflæti þitt.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 20:16

50 Smámynd: Mofi

Jón Steinar, svo þú viðurkennir að Biblían kennir hvergi að bölvun Nóa fékk blessun Guðs eða að bölvunin lét Ham verða svartann?  Menn notuðu miklu frekar þróunarkenninguna til að réttlæta þrælahald; að nota Biblíuna til þess er bein misnotkun enda það sem þeir gerðu var brot á þeim lögum sem Guð gaf í Biblíunni.

Mofi, 6.3.2009 kl. 10:56

51 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Það skýn út úr skrifum Evu að þarna er vel þenkjandi, raunsæ og sterk persóna á ferðinni. Veit hún kemur vel út úr þessu öllu og óska henni alls hins besta.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 6.3.2009 kl. 11:12

52 identicon

Halldór... viðurkennir þú að hafa farið framúr þér með því að hlakka yfir lokun þessarar verslunar vegna ranghugmynda þinna um starfsemina sem þar fór fram?

Heldur þú enn að þarna hafi verið á ferðinni kúnnahópur samansettur af nornum og seiðkörlum?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:46

53 Smámynd: Mofi

Sigmar, ég viðurkenni aðeins að ég vissi ekki um hvernig Eva sér galdra. Ég er nokkuð viss að einhverjir sem kaupa eitthvað merkt galdrar trúi að alvöru galdrar eru þarna á ferðinni. Hjátrú er algeng meðal íslendinga svo af hverju ekki þessa hjá trú.

Mofi, 6.3.2009 kl. 11:53

54 identicon

Þú sérð semsagt ekkert athugavert við það að hlakka yfir því að rekstargrundvöllur fyrirtækis sé brostinn og því þurfi að loka?

Hvað finnst þér um t.d. kínversk veitingahús sem selja/gefa spákökur?

Eru þau af hinu vonda líka því einhver hluti viðskiptavinanna gæti tekið spádómana alvarlega?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:04

55 identicon

Að ég tali nú ekki um stjörnuspá dagblaðanna

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:04

56 Smámynd: Mofi

Ég er á móti því að fólk taki eitthvað af þessu alvarlega. Ég er jafn ánægður með að galdrabúð loki og að miðill verður að hætta og að fyrirtæki sem selur sígrettur verður gjaldþrota.

Mofi, 6.3.2009 kl. 13:57

57 Smámynd: Odie

 Mofi : Menn notuðu miklu frekar þróunarkenninguna til að réttlæta þrælahald; að nota Biblíuna til þess er bein misnotkun enda það sem þeir gerðu var brot á þeim lögum sem Guð gaf í Biblíunni. 

Biblían kennir okkur eftirfarandi:

Viljir þú fá þér þræla og ambáttir, þá skuluð þér kaupa þræla og ambáttir af þjóðunum, sem umhverfis yður búa. Svo og af börnum hjábýlinga, er hjá yður dvelja, af þeim skuluð þér kaupa og af ættliði þeirra, sem hjá yður er og þeir hafa getið í landi yðar, og þau skulu verða eign yðar. Og þér skuluð láta þá ganga í arf til barna yðar eftir yður, svo að þau verði eign þeirra. Þér skuluð hafa þau að ævinlegum þrælum. En yfir bræðrum yðar, Ísraelsmönnum, skuluð þér eigi drottna með hörku, einn yfir öðrum. (Leviticus 25:44-46) 

Engin  töfrabrögð hér !  Bara dæmigerð mannvonska.

En síðan varðandi galdrana þá má vel ímynda sér að spámenn til forna hafi notað sjónhverfingar til að blekkja fólk, enda hafa einföldustu sjónhverfingar litið út sem kraftaverk. 

Odie, 6.3.2009 kl. 14:40

58 identicon

Ertu ekki enn búinn að ná því að þetta var ekki "galdra" búð?

Þú sagðir hérna ofar að það væri nóg að "einhver" hluti viðskiptavinanna trúði á galdra til að þessi gleði þín yfir óförum annarra ætti rétt á sér.

Stendur þú við það?

Á það sama við um dagblöð sem birta stjörnuspár sem hluti lesenda trúir og spádóma í kínverskum kökum sem einhverjir þarna úti kynnu að trúa?

Bera þessi aðilar ábyrgð á trúgirni sinni viðskiptavina?

Erum við þá ekki enn einusinni kominn á sama umræðugrundvöll og þegar einvhverjir fávitar drepa fólk eða fremja illvirki vegna mistúlkunar á biblíunni?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:46

59 Smámynd: Mofi

Odie, ef að gyðingur myndi kaupa þræl þá var viðkomandi þegar þræll og miðað við okkar þekkingu á sögunni þá bjó viðkomandi við mjög slæm skilyrði. Að verða þræll í Ísrael þar sem mjög skýr lög giltu um þræla hefði líklegast verið mikil blessun fyrir viðkomandi einstakling.  Hérna fjalla ég ýtarlegra um þrælahald Biblíunnar, sjá: Þrælahald í Biblíunni

Mofi, 6.3.2009 kl. 14:46

60 identicon

Af manni sem þykist vera nálægt guði og lifa eftir boðskap Jesú Krists þá eyðir þú alveg ótrúlega miklum tíma í að láta annað fólk fara í taugarnar á þér... og þegar þú ert jafnvel farinn að hlakka yfir því þegar illa gengur hjá öðrum þá veit ég ekki alveg hvernig maður á að flokka þig

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:49

61 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, ef að gyðingur myndi kaupa þræl þá var viðkomandi þegar þræll og miðað við okkar þekkingu á sögunni þá bjó viðkomandi við mjög slæm skilyrði. Að verða þræll í Ísrael þar sem mjög skýr lög giltu um þræla hefði líklegast verið mikil blessun fyrir viðkomandi einstakling. Hérna fjalla ég ýtarlegra um þrælahald Biblíunnar, sjá: Þrælahald í Biblíunni 

Ekki alveg svona einfalt.  Hér má selja dætur sínar í ánauð.   Þannig að útlendingar og stúlkur mega vera þrælar.  Skrítið siðferði ekki satt. 

Þegar maður selur dóttur sína að ambátt, skal hún ekki burt fara á sama hátt sem þrælar. Geðjist hún eigi húsbónda sínum, sem ætlað hefir hana sjálfum sér, þá skal hann leyfa að hún sé leyst. Ekki skal hann hafa vald til að selja hana útlendum lýð, með því að hann hefir brugðið heiti við hana. En ef hann ætlar hana syni sínum, þá skal hann gjöra við hana sem dóttur sína. Taki hann sér aðra konu, skal hann ekki minnka af við hana í kosti eða klæðnaði eða sambúð. Veiti hann henni ekki þetta þrennt, þá fari hún burt ókeypis, án endurgjalds.
(Exodus 21:7-11)

Odie, 6.3.2009 kl. 15:02

62 Smámynd: Mofi

Odie, ef fólk var það fátækt að það gat ekki séð fyrir börnunum sínum þá gat það látið það í það sem þeir kölluðu þrældóm en eðlilegra heiti væri bara vinnukona. Það þarf að skoða þessar reglur í samhengi til að fá heildstæða mynd af því sem var þarna í gangi. Að láta eins og samskonar dæmi og við sáum í þrælahaldi Evrópu og Bandaríkjamanna fyrr á öldum er ekki rétt.

Mofi, 6.3.2009 kl. 15:28

63 Smámynd: Odie

Mofi: Odie, ef fólk var það fátækt að það gat ekki séð fyrir börnunum sínum þá gat það látið það í það sem þeir kölluðu þrældóm en eðlilegra heiti væri bara vinnukona. Það þarf að skoða þessar reglur í samhengi til að fá heildstæða mynd af því sem var þarna í gangi. Að láta eins og samskonar dæmi og við sáum í þrælahaldi Evrópu og Bandaríkjamanna fyrr á öldum er ekki rétt. 

þú veist vel að þetta er útúrsnúningur hjá þér.  Þrælahald hefur alltaf verið eins. 

En hér er ágætt dæmi um hvað má gera við vinnufólkið (Þrælana) samkvæmt Kristnum boðskrap. 

When a man strikes his male or female slave with a rod so hard that the slave dies under his hand, he shall be punished. If, however, the slave survives for a day or two, he is not to be punished, since the slave is his own property. (Exodus 21:20-21)

Odie, 6.3.2009 kl. 15:55

64 Smámynd: Mofi

Odie, nei, þrælahald hefur ekkert alltaf verið eins og fáfræði að halda slíku fram. Það sem versið þarna sem þú vísar í sýnir þá var það glæpsamlegt að skaða eða drepa þræl. Það var ekki þannig þegar kom að þrælahaldi í Evrópu og Bandaríkjunum, þá gátu þeir drepið þræla án refsingar.

Mofi, 6.3.2009 kl. 17:09

65 identicon

Í þessum texta kemur fram að fórnarlambið sé eign ofbeldismannsins(???).
Hvaða kjaftæði er það? Það er í rauninni verið að segja að þú megir gera
hvað sem þú vilt við þrælinn svo lengi sem hann deyi ekki innan tveggja
daga.

Þessi heilaga ritning er dæmi um pólitíska klikkun. Kjaftæði og rugl sem á
ekkert skilt við trúarbrögð.

Eru þrælar ekki fólk? Ekki "guðsbörn" eins og aðrir?

Matthías (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 22:04

66 Smámynd: Odie

Morfi: Odie, nei, þrælahald hefur ekkert alltaf verið eins og fáfræði að halda slíku fram. Það sem versið þarna sem þú vísar í sýnir þá var það glæpsamlegt að skaða eða drepa þræl. Það var ekki þannig þegar kom að þrælahaldi í Evrópu og Bandaríkjunum, þá gátu þeir drepið þræla án refsingar.

Virkilega !  Heldur þú í alvöru að þeir hafi hugsað vel um þrælana sína.  Svona eins og þeir gera í dag í þá sem búa í Gettóinu Palestínu í dag ?

Þetta hefur án efa aðeins gilt um dætur þeirra sem seld voru í þrældóm.  Og þvílík manngæska hefur þetta verið.  Mátt gera það sem þú vilt við þrælinn bara ekki drepa hann.  Og hver ætli refsingin hafi verið ? 

Odie, 6.3.2009 kl. 22:31

67 Smámynd: Sigurður Rósant

Auðvitað virka galdrar, Mofi. Það sést best á þeim galdrasjoppum sem kölluð eru 'skráð trúélög' t.d. hér á landi. Ein sjoppan er kölluð Sjöunda Dags Aðventistar. Fullt af alls kyns galdraþulum og sjálfssefjunarpésum sem áhangendur kaupa og lesa til að halda sér og sínum á 'réttri hyllu'.

Liðið er platað til að borga tíund tekna sinna og gott betur til að halda sjoppunni gangandi. Því er sagt að Guð skipi svo fyrir í einni öflugustu galdrabókinni sem þeir kalla 'Biblían'.

Sigurður Rósant, 6.3.2009 kl. 23:12

68 Smámynd: Hörður Þórðarson

Galdrar svínvirka. Það hafa allir orku og möguleika innra með sér sem núverandi vísindi virðast ekki geta útskýrt. Þú getur gert ótrúlegustu hluti með þessari orku og kalla mætti það galdra.

Ég vil í þessu samhengi benda á að í samhengi hlutanna erum við óttaleg börn og vísindi okkar eru frumstæð. Jörðin hefur verið til í fjögurþúsund og fimmhundruð milljarða ára, mannkynið í um 100.000 ár og það sem kalla mætti nútíma vísindi um 300 ár. 300 ár er ekki neitt og engin furða að við vitum lítið. Verið getur að það sem okkur virðast vera galdrar í dag verði hversdaglegir og vel vísindalega rannsakaðir og útskýrðir hlutir eft 10.000 ár eða svo...

Ef einhver heldur á það sem okkar vísindi geta ekki útskýrt sé yfirnáttúrlegt eða ómögulegt, þá hefur sá hinn sama allt of hátt álit á okkar frumstæðu vitneskju.

Newton nokkur sagði: "I do not know what I may appear to the world, but to myself I seem to have been only like a boy playing on the sea-shore, and diverting myself in now and then finding a smoother pebble or a prettier shell than ordinary, whilst the great ocean of truth lay all undiscovered before me."

Hörður Þórðarson, 7.3.2009 kl. 03:11

69 Smámynd: Jón Hreggviðsson

Galdrar virka. Ég væri enn á Borgundarhólmi ef þeir virkuðu ekki.

Jón Hreggviðsson, 7.3.2009 kl. 12:38

70 identicon

"Ég veit það eitt, að ég veit ekki neitt" - Sókrates

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 14:11

71 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Má ég vera sammála síðasta ræðumanni

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 7.3.2009 kl. 14:26

72 Smámynd: Mofi

Matthías
Hvaða kjaftæði er það? Það er í rauninni verið að segja að þú megir gera
hvað sem þú vilt við þrælinn svo lengi sem hann deyi ekki innan tveggja daga.

Samhengið skiptir hérna öllu máli. Ef að viðkomandi hefði verið frjáls maður þá hefði sá sem veitti honum áverka þurft að borga honum fyrir vinnu tapið. Þar sem viðkomandi var þræll þá var það húsbóndi hans sem varð fyrir vinnu tapinu. Húsbóndinn aftur á móti bar skyldu á að hjúkra viðkomandi til heilsu og "þrællinn" gat farið frá ef hann vildi. Biblían er skýr á því að ef að þræll vildi ekki vera hjá ákveðnum "húsbónda" þá gat hann farið. Þetta var samkomulag sem kom tveimur aðilum til góða.

Matthías
Eru þrælar ekki fólk? Ekki "guðsbörn" eins og aðrir?

Jú, engin spurning.

Galatabréfið 3
26Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú. 
27Allir þér, sem eruð skírðir til samfélags við Krist, þér hafið íklæðst Kristi. 
28Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú. 
29En ef þér tilheyrið Kristi, þá eruð þér niðjar Abrahams, erfingjar eftir fyrirheitinu.

Mofi, 7.3.2009 kl. 15:30

73 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ef að galdrar virkuðu, myndi þá fólk ekki í hrönnum vilja fá viðkomandi norn til að redda sér vinnu, fá betri náms árangur eða vinna ástina sína?"

Sumir galdrar virka og aðrir ekki. Ég hef enga hugmynd um ástæðuna. Mér finnst hins vegar ógnvekjandi að vita hversu mikið afl býr innra með fólki sem það skilur ekki og er ekki útskýrt af núverandi vísindum. Ég vil til dæmis benda fólki á að varast það mjög að bera neikvæðar hugsanir og reyna að hafa áhrif á líf annars fólks á neikvæðan hátt.

Eins og ég sagð í minu fyrra innleggi erum við óttaleg börn og skiljum lítið. Það sem við köllum yfirnáttúrlegt í dag er sennilgega óskup náttúrulegt og verður einhvern tíma útskýrt af vísindum. Maður frá árinu 1500 myndi til dæmis telja kjarnorku vera yfirnáttúrulegan galdur en við lítum á hana sem sjálfsagðan hlut.

Og að lokum, sálin lifir lengur en líkaminn svo þú skallt reyna að passa upp á hana...

Hörður Þórðarson, 8.3.2009 kl. 03:19

74 identicon

Mofi í þessari litlu grein þinni ert þú á vissan hátt að gagnrýna sjálfan þig. Þú fordæmir galdra og sýnir fordóma og algeran skort á umburðarlyndi. Það litla sem ég lærði í barnæsku um kristindóm var að Kristur kenndi umburðarlyndi og fordómaleysi. Þú ert að ganga algerlega í berhögg við báða þessa hluti. Ég tel mig ekki vera trúaðan mann en ég get alveg skilið að sumir finni frið og ró í trú(hver sem hún er) og þetta kallast umburðarlyndi. Fólk má hafa sína trú fyrir sig. Sumir vilja trúa á galdra og þá er það bara hið besta mál ef það hjálpar þessu tiltekna fólki í gegnum líf þeirra. 

Mér finnst það allt of algengt hjá trúuðu fólki að vilja steypa alla í sama mót og það sjálft og vilja að allir trúi nákvæmlega eins og þeir trúa. Þetta er ekkert annað en fordómar og þröngsýni.  Á þennan hátt ert þú í raun að gagnrýna þína eigin trú.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 12:18

75 Smámynd: Mofi

Hörður
Og að lokum, sálin lifir lengur en líkaminn svo þú skallt reyna að passa upp á hana...

Takk fyrir innleggið. Þetta, varðandi sálina; hvar fékkstu upplýsingarnar að það væri til sál og að hún myndi lifa af dauða líkamans?

Þorvaldur
Mofi í þessari litlu grein þinni ert þú á vissan hátt að gagnrýna sjálfan þig. Þú fordæmir galdra og sýnir fordóma og algeran skort á umburðarlyndi.

Myndir þú segja hið sama um meðlimi Vantrúar sem gagnrýna trú á galdra?

http://www.vantru.is/2004/10/30/00.00/

http://www.vantru.is/2004/06/08/10.07/

Af hverju er það skortur á umburðarlindi að gagnrýna það sem ég tel vera rangt?  Þeir sem að gagnrýna það sem þeir telja að mætti betur fara í samfélaginu, eru þeir bara að sýna að þeir hafa ekkert umburðarlindi?  Ef maður gagnrýnir græðgi bankamanna og útrásar víkinga, er maður þá bara fordómafullur og ætti að sýna meira umburðarlindi?

Fólk má auðvitað hafa þessa trú fyrir sig, það má líka gagnrýna mína trú. Á meðan enginn er að mismuna þeim eða mér vegna okkar trúar þá ætti þetta allt saman að vera í góðu lagi.  Umburðarlindi er að umbera það sem manni finnst ekki vera gáfulegt. Það er ekki að bara sitja og þegja eða samþykkja.

Ég fjallaði um þetta efni hérna: Sannleikurinn og umburðarlyndi

Mofi, 9.3.2009 kl. 12:17

76 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Takk fyrir innleggið. Þetta, varðandi sálina; hvar fékkstu upplýsingarnar að það væri til sál og að hún myndi lifa af dauða líkamans?"

Þetta eru upplýsingar sem hver og einn getur aflað sér með því að ganga í gengum lífið með augun opin.

Í raun og veru veit ég ekki neitt. Ég trúi hinns vegar ýmsu og þetta er eitt af því sem ég trúi mjög sterklega.

Hörður Þórðarson, 10.3.2009 kl. 07:26

77 Smámynd: Mofi

Hörður, ég trúi að við erum sál, að sá sem hefur líkama og sjálfs vitund er sál. Ég trúi því ekki að við eða sálin lifi dauðan af. Biblían setur upp dauðan sem hinn mikla óvin sem Kristur kom til að sigra. Þannig að líf eftir dauðan felst í upprisu frá dauðum við endurkomuna.  Sú hugmynd að við höfum sál sem lifir dauðan af er hugmynd sem kemur ekki úr Biblíunni að minnsta kosti. Fyrir mitt leiti þá vil ég alltaf vita hvaðan hugmyndir koma og síðan meta þá heimild hvort hún sé trúverðug.

Mofi, 10.3.2009 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband