17.8.2008 | 23:38
10 spurningar fyrir hugsandi fólk frá Töru
Hérna er myndband sem Tara benti mér á og ég ætla að reyna að svara því eftir bestu getu.
1. Afhverju læknar Guð ekki fólk sem hefur misst fótleggi eða handleggi.
Jesús lofaði okkur ekki að okkar líf yrði án þjáninga eða að hlutverk Guðs væri að hjálpa okkur eins og þjónn. Í Biblíunni þegar spámenn Guðs báðu um lækningu handa sér þá að ég best veit veitti Guð þeim aldrei bænarsvar. Þeir gátu læknað aðra en ekki sjálfa sig. Hvort að það eru einhver dæmi um akkúrat svona lækningu veit ég ekki en ef Guð læknar þá er það stórkostlegt en ekki eitthvað sem við getum reitt okkur á eða getum ætlast til að Guði; Hann lofaði engu þannig.
2. Ef Guð er góður afhverju eru þá til sveltandi börn?
Í grundvallar atriðum er þetta spurningin um tilvist hins illa og ég reyndi að svara henni hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari? Myndbandið kemur aftur á móti með góðan punkt með að kristnir eru að biðja Guð um að veita sér launahækkun á meðan annað fólk sveltur og það er auðvitað eitthvað mjög brenglað við það.
3. Afhverju heimtar Guð dauða saklausra í Biblíunni?
Hérna er gert ráð fyrir því að fólk sé saklaust en augljóslega þá lýtur Guð á þessar syndir mjög alvarlegum augum. Aðeins ein lygi er nóg til þess að einhver sé sekur og hafi ekki rétt á eilífu líf, hvað þá framhjáhald og morð og fleira þess háttar. En þegar kemur að 3. Mósebók þá voru þetta þau lög sem Guð vildi að Ísrael fylgdi á þessum tíma og lærisveinarnir kenndu aldrei að við ættum að setja á stofn gyðingaríki þar sem þessi lög ættu að gilda.
4. Afhverju inniheldur Biblían svo mikið af andvísindalegu bulli?
Hérna gerir þessi einstaklingur ráð fyrir því að Biblían innihaldi óvísindalegt bull en ég er auðvitað algjörlega ósammála. Biblían inniheldur mikið af vísindalegum upplýsingum sem menn þessa tíma áttu ekki að geta vitað. Það sem þessi einstaklingur gerir er að setja sama sem merki milli vísinda og guðleysis útskýringa á uppruna alheims, uppruna lífs og uppruna mannkyns. Allar þær uppgvötanir sem hann bendir á, tölvur, bílar og flugvélar urðu til vegna þess að menn notuðu sína Vitsmuni til að hanna eitthvað á vitrænan hátt eða notuðu Vitræna Hönnun. Ekkert af þessu varð til með einhver einhverri darwiniskri þróun. Síðan fullyrðir þessi einstaklingur að margt af því sem Biblían kennir sé rangt eins og sköpunin og flóðið og fleira. Þar sem ég aðhyllist Biblíulega sköpun þá er ég á því að þetta eru betri útskýringar en guðleysis afsakanirnar en hvert efni er efni í nokkrar bækur svo ég verð að hætta hérna.
5. Afhverju er Guð hlynntur þrælahaldi í Biblíunni?
Guð er ekki hlynntur þrælahaldi í Biblíunni. Að verða þræll var eitthvað sem var slæmt en ég trúi því að þetta voru lög til að vernda fátæka sem urðu undir í lífinu. Að verða þræll tryggði þér mat og húsnæði og svo sjöunda hvert ár þá gastu öðlast frelsi. Eitt sem mér finnst mjög forvitnilegt er að ef þrælar frá öðrum löndum flúðu þeirra land þá áttu þeir að fá vernd og það mátti ekki skila þeim eða hneppa þá í þrældóm. Það má lesa meira um Biblíuna og þrælahald hérna: Þrælahald í Biblíunni
6. Afhverju gerast slæmir hlutir við slæmt fólk?
Þar sem sagan eða hefðin segir okkur að allir lærisveinar Krists dóu píslardauða þá er það engin trygging fyrir góðu lífi að gerast kristinn. Jesús segir meira að segja sérstaklega að Hans fylgjendur gætu átt von á ofsóknum og erfiðleikum svo Guð lofar okkur ekki góðu lífi ef við fylgjum Honum.
7. Afhverju eru engin sönnunargögn fyrir kraftaverkum Jesú?
Ég myndi segja að hin kristna kirkja er akkúrat sönnun fyrir því að Jesú gerði kraftaverk.
8. Hvernig útskýra kristnir að Jesús hefur aldrei birtist þeim?
Einhverjir kristnir fullyrða að Jesú hafi birst þeim þó ég veit ekki hvort að það sé satt. Ég aftur á móti neita ekki tilvist Breta drottningar af því að hún hefur aldrei heimsótt mig. Þeir sem aftur á móti iðrast og setja traust sitt á Krist og endurfæðast kynnast Guði persónulega og Hann verður þeim eins raunverulegur og hver önnur persóna sem þeir þekkja.
9. Afhverju bað Jesú okkur um að drekka blóð Hans og borða Hold Hans?
Þeir sem skilja ekki táknmyndir og dýpri merkingu bækur fullorðna ættu að halda sig við barnabækur og bíða eftir því að verða fullorðnir.
10. Afhverju fráskilnaðir jafn algengir hjá kristnum og hjá ókristnum?
Jesús varaði okkur við falsfylgjendum og því miður eru margir þeir sem segjast vera kristnir ekki endurfæddir. Það kann að hljóma undarlega en það er ekki nóg að bara trúa, þú þarft eins og Jesús sagði í Jóhannesar guðspjalli 3 að endurfæðast.
Hérna er myndbandið sem Tara benti á en fyrir neðan er annað myndband þar sem þessum spurningum er svarað þó á annan hátt en ég svaraði.
Myndband sem svarar "10 questions that every intelligent Christian must answer"
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorry Mofi, punktur 2 er bara ekki að ganga upp. Eymdin sem á sér stað í hungursneyðum og borgarastyrjöldum Afríku er gjörsamlega óskiljanleg, þegar hún er sett í samhengi við algóðan Guð, hönnuð alls og skapara.
Þetta er bara kjaftæði karlinn minn.
mbk,
Kristinn Theódórsson, 18.8.2008 kl. 00:41
Þú mátt nú alltaf eiga það skuldlaust Mofi minn að verjast fimlega
Þegar Guð er gagnrýndur fyrir t.d. tilviljanakenndar lækningar finnst mér stundum sem vanmáttur Biblíunnar birtisr mér gagnvart hinu óendanlega.
Vegir hans eru óútskýranlegir og biblian er viðleitni mannsins til að búa til svör við spurningum sem við finnum í raun ekki svör við með óyggjandi hætti í þessum heim. Sem fyrr fyllir ákveðin óskhyggja í eyður manna skrifverka og því er bók sú svo umdeild.
SVona lógískt séð finnst mér karmalögmálið líklegra sem sannleikur vegna t.d. hinna sterku vitnisburða sem m.a. kristið fólk upplifir af því sem karmalögmálið segir okkur að iðka. Eins þarf ekki að afsaka hörmungar gagnvart algóðum Guði því öll erum við sálir í þroskaleikriti sem spannar mörg hlutverk samkvæmt karmanum og endurholdgunarkenningunni.
Eins á flest fólk mjög auðvelt með að finna samsvörun við karmalögmálið úr eigin lífi og tengslaneti sem hugsanlega má útskýra með enn vísindalegri hætti hjá t.d. dáleiðurum sem hafa komið með allfof marga vitnisburði núlifandi einstaklinga svo þeim megi einfaldlega hafna algjörlega.
Ég ætla ekki að segja Mofi að ég sé með skoðun sem sé endilega rétt því það er líka hluti af trúarlífi að útskrifa sjálfa sig aldrei sem fullnuma. Á sama hátt ætti hugsanlega að taka Biblíunni eða sem leiðbeiningum að settu marki frekar en bókstaflegum sannleika.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 00:59
Kristinn, þú útskýrir ekki efnislega afhverju svarið sem ég gef í númer tvö svarar því ekki. Kíktir þú á nafna þinn? Ljónið Kristinn - smá sýnishorn af Eden
Nei, vísindakirkjan er sönnun þess að menn í dag trúðu því sem maður að nafni Hubbard sagði. Kristin kirkja er sönnun þess að Jesús er sá sem Hann sagðist vera og þau kraftaverk sem Hann gerði og Hans lærisveinar gerðust í raun og veru.
Afhverju?
Ég tel nú að Guð hefur gefið okkur opinberun á sjálfum sér og gefið okkur opinberun til að skilja heiminn sem við lifum í. Svarið sem Biblían gefur er að illskan ræður í heiminum og að meira að segja aðal fylgjendur Hans fengu ekki lækningu þegar þeir báðu um lækningu.
Endilega segðu mér hvað þér finnst um þetta hérna: Bono, Karma og náð
Hver orsakaði þá þessar sálir og hver skrifaði þroskaleikritið?
Mofi, 18.8.2008 kl. 09:35
Kannski ég svari þessu myndbandi líka...
Mofi, 18.8.2008 kl. 09:37
Hvernig væri að svara þessu í stað þess að vera með útúrsnúninga og skítkast? Það að Tara sé of barnaleg til að skilja það sem hún er að spyrja um er nákvæmlega ekkert svar.
Arnar, 18.8.2008 kl. 11:58
Nei sko Tara er ekki barnaleg! Langt frá því, hún er skörungskvendi karlar mínir En ég ætla að koma með spurningar við svörunum hans Mofa og annarra og svör við ykkar svörum þess vegna, ef þið skiljið mig, en hef ekki tíma fyrr en seinna í dag svo þetta verður að bíða hér eftir mér, takk
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 12:12
Lang stærsti hluti baktería og vírusa gera okkur gott eða við vitum ekki hvað þau akkurat gera. Aðeins lítill hluti er skaðlegur og er frekar dæmi um eitthvað sem hefur bilað en eitthvað sem var hannað til að skaða.
Ef þú vilt lesa almennilega um þetta mál sjá: Did God Make Pathogenic Viruses?
Tara spurði ekki beint að þessu heldur maðurinn í myndbandinu. Þarna er einfaldlega verið að tala í myndlíkingum og menn sem eru ekki að reyna að misskilja eða eru einfaldir skilja það. Þetta er svona svipað og þegar Jesús sagði að lærisveinar sínir ættu að vera saklausir eins og dúfur; ef einhver heldur að það þýði að lærisveinar Krists ættu að hegða sér eins og dúfur þá ættu þeir að fara lesa bókmenntir við þeirra hæfi eins og Andrés Önd.
Tara, ég bíð spenntur :)
Mofi, 18.8.2008 kl. 12:27
Svör mín eru hér Mofi en byrjum á tilviljanakenndum lækningum.
Ég hef oft séð kristnar lækningasamkomur og fylgst með fólkinu hoppa og skoppa á gólfinu með hendur uppí loft og finnst miklu einfaldara að fara til heilara. Þeir gefa yfirleitt mjög góða raun og segja ekki, Þú trúir ekki nóg vinur.
2. Bono er mjög trúaður og trúir meira á Guð en trúarbrögðin sem mér finnst merki um þroska og víðsýni sem mannskepnuna skortir.
3. Hef ekki tíma til að útskýra heimsmynd í vinnunni en get þó sagt að ég þarf ekki að' skilja allt alveg nákvæmlega. Að trúa er t.d. að treysta og mitt frelsi liggur m.a. í því að þurfa ekki að elta bókstafi útí hörgul ef þeir ógna mannlegri skynsemi eða manngæsku.
Óska þér sama frelsis Mofi
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:28
Og þannig rugl er til skammar...
Ég hef aðeins komist að því að sú viska sem Guð opinberar í Biblíunni er betri en það sem menn kalla "mannlega skynsemi". Dæmi um slíkt er t.d. heilsufars reglur Biblíunnar en það er aðeins í kringum 150 ár síðan að læknar skáru upp lík og fóru síðan að taka á móti börnum með tilheyrandi hörmungum. Biblían bannaði allt slíkt og hreinlæti skipti gífurlega miklu máli. Þessir menn í sinni mannlegu visku hlóu að því þegar kenningar komu upp um verur sem væru ósýnilegar beru auganu og væri að valda sjúkdómum.
Eitt sem ég veit fyrir víst, bókstafur Biblíunnar er miklu betri en ég get orðið svo á vitsmunalegan hátt álykta ég að þeim bókstaf er betur treystandi en mér og minni góðmennsku.
Ég hef fullt frelsi til að hlíða Biblíunni eða ekki og ég vildi að ég væri betri í því að hlíða henni því að oftar en ekki hef ég fundið að sú hlíðni leiðir til alvöru frelsis.
Mofi, 18.8.2008 kl. 12:53
Ég verð að gefa þér annað tækifæri til að greina muninn. Lestu nú það sem ég sagði og berðu þetta saman og athugaðu hvort þú sjáir ekki muninn.
Lestu þá greinina sem ég benti á þar sem útskýrt er hvernig bakteríur þurfa á vírusum að halda og við þurfum á bakteríum að halda, sjá: http://www.trueorigin.org/virus.asp
Mofi, 18.8.2008 kl. 13:12
Ég nenni ekki að koma með athugasemdir við alla punktana.
Mofi, ég get ekki sagt að þú hafir reynt að svara þessari spurningu. Þessi spurning snýst um það að trúmenn eru gjarnir á það að fullyrða að guð lækni sjúkdóma sem sjást ekki svo gjarnan eða eiga það til að koma og fara.
Ef guðinn þinn myndi töfra fram nýja hönd eða fót fyrir einhvern, þá er erfitt að ímynda sér einhverja náttúrulega orsök. Og mér finnst undarlegt að þú segir bara að þú vitir ekki af neinum svona kraftaverkum, heldurðu ekki að við myndum vita af því ef það væru staðfest dæmi um þetta?
"Guð" læknar ekki aflimað fólk af því að það gerist ekki náttúrulega. Ef guðinn þinn væri til þá mættum við búast við því að aflimað fólk myndi læknast, ef guðinn þinn væri ekki til, þá myndum við ekki búast við því.
5. Afhverju er Guð hlynntur þrælahaldi í Biblíunni?
Þarna kemurðu með tvö mótsagnakennd svör, eins og: "Ég fékk sláttuvélina aldrei lánaða frá þér, og svo var hún þegar biluð þegar ég fékk hana lánaða hjá þér." Fyrst segirðu að guð hafi ekki verið hlynntur þrælahaldi í biblíunni, en síðan segirðu að hjá guði hafi þrælahald verið til þess að hjálpa fátæklingum. Hvort er það?
Ég vona innilega að þetta svar hafi verið grín. Hlutir þurfa ekki að vera sannir til þess að fá mikið af fylgjendum. Er kaþólska kirkjan þá ekki sönnun fyrir kenningum þeirrar kirkju? Eru fjöldi múhameðstrúarmanna sönnun fyrir guðlegum innblæstri Kóranins?
Mofi, til að byrja með þá ætti meirihluti kristinna manna þá að halda sig við barnabækur og bíða eftir því að verða fullorðinn, því meirihluti kristinna manna trúir því að það sé í raun og veru að drekka blóðið hans og borða holdið hans.
En þó svo að þetta sé aðeins táknrænt mannát, þá er samt undarlegt að guðinn þinn vilji fá fólk til þess að stunda táknrænt mannát á sjálfum sér.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2008 kl. 15:33
Já, það eru misstök margra trúmanna að tala um kraftaverk þegar vantar helling upp á að um alvöru kraftaverk var að ræða, þ.e.a.s. atburð þar sem Guð sannarlega skarst í leikinn. Mitt svar hérna er að við getum ekki búist við svona bænasvörum og kraftaverkum.
Guð ekki hlynntur því að þessar aðstæður kæmu upp en ef fólk lenti í þeim þá var þetta aðferð til að sjá til þess að fólk hefði að borða og þak yfir höfuðið.
Munurinn felst í því að frumkirkjan sagðist vera vitni að kraftaverkum Jesú svo hennar vitnisburður er á þeim atburðum. Þeir sem fylgja Islam eru sönnun aðeins fyrir því að Múhammeð hafi verið spámaður Guðs en jafnvel í því tilviki þá gerði hann ekki kraftaverk til að sýna fram á það. Veit síðan ekki afhverju maður ætti að búast við að finna leyfar af kraftaverkum Jesú; ég að minnsta kosti hef aldrei búist við því. Að vísu man ég eftir einu dæmi en hef ekki heimildir fyrir því en að það sé til bær sem heitir eftir Lazarusi, manninum sem Jesú á að hafa reist frá dauðum.
Já, góður punktur
Gaman að fá Jón Val til að útskýra þetta fyrir okkur.
Ég hef alltaf skilið þetta þannig að þarna er Guð á táknrænan hátt að segja okkur að Hann eigi að vera hluti af okkur; svona eins og salt sem maður setur í matinn ef það hjálpar til að skilja hvað ég á við.
Mofi, 18.8.2008 kl. 16:01
Verð bara að koma þessu að, veit ekki hvort að Jón Valur viti af þessu .
Nú í Júlí kom einmitt upp mál með "hið heilaga brauð, hold Krists".... og var fljótt nefnt "Crackergate"
Nánari lestur er hér og framhaldið og annar glæpsamlegur verknaður hér
Hef annars engu við að bæta með þessar spurningar, ég hef bara oft velt því fyrir mér afhverju fólk vill vera að troða trúarboðskap upp á vísindin.
Rebekka, 18.8.2008 kl. 16:13
Hvers vegna í ósköpunum gætum við ekki búist við því að guðinn þinn myndi svara bænum og lækna fólk ef hann væri til?
Gyð er sem sagt á móti fátækt, en er fyglgjandi því að nota þrælahald til þess að berjast gegn fátækt. Hann er s.s. fylgjandi þrælahaldi.
Er sönnunin fyrir kraftaverkunum sem sagt sú að einhverjir kristnir menn sögðu að þau hefðu gerst?
"Frummoksan" sagðist líka vera vitni af kraftaverkum.
Þetta er einmitt punkturinn sem myndbandið bendir á. Þú þarft að koma með eftiráréttlætingar sem eru skáldaðar á staðnum til þess að afsaka fáránlega hluti.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2008 kl. 16:31
Ég myndi ekki búast við því samkvæmt vitnisburði Biblíunnar. Það eru til sögur af merkilegum kraftaverkum en ef það eru ekki til sögur af akkurat svona kraftaverki þá segir það mér ekkert. Þið mynduð hvort sem er ekki trúa þeirri sögu frekar en öllum hinum.
Guð er á móti fátækt og það er hægt að sjá það í lögum gyðinga. Guð notar þetta úrræði að einhver geti orðið vinnumaður í staðinn fyrir mat og húsnæði ef einhver lendir í ógöngum. Frekar lélegt af ykkur að rembast við að rakka þetta niður.
Það sem við höfum aðalega frá fortíðinni er vitnisburður. Myndi ekki búast við miklum fornleyfum af þeim kraftaverkum sem Jesú gerði. Kannski eitt dæmi um kraftaverk sem skyldi eftir sig leyfar væri brottför gyðinga frá Egyptalandi, sjá: http://www.godtube.com/view_video.php?viewkey=9b317e420a107ed6e237
Fróðlegt, kannski er eitthvað til í því. Veit samt ekkert hver þetta er.
Nei, ég kem aðeins með minn skilning á þessu.
Ég sagði ekki að það stæði í Biblíunni, ég benti á að í Biblíunni eru reglur varðandi hreinlæti sem læknar fyrir sirka hundrað árum hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar.
Það er alveg ágætis vitnisburður að menn trúðu að Búdda hafi náð nirvana en hvað það eiginlega þýðir veit ég ekki. Honum kannski leið svakalega vel eða eitthvað. Ásatrúafélagið inniheldur ekki það að einhver sá sköpun heimsins. Fylgjendur Islams urðu aðeins vitni að...well, ég veit ekki. Bara því að Múhammeð fullyrti eitthvað en ekki að Múhammeð hafi gert kraftaverk; enginn sá neitt slíkt.
Geisp... þú um það.
Hver er punkturinn hérna?
Guð er búinn að skapa heilan alheim fullan af stórkostlegum hlutum og gefið þér samvisku svo þú hefur allt sem til þarf ef viljinn er fyrir hendi.
Mofi, 18.8.2008 kl. 17:03
Þetta myndband var nú trúleysingjum ekki til framdráttar. Svo mikið af augljósum rökvillum og staðhæfingum sem sanna bara að viðkomandi hafði ekki gert heimavinnuna sína.
Gott að einhver nennir að svara þessu rugli.
Viðar Freyr Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 17:33
Þetta er Tara með svörin við öllu, verst að það eru svo fáir sem skilja þau eða samþykkja svo ég verð bara að halda þeim fyrir mig En ég er búin að bretta upp ermarnar og er að hlusta enn og aftur á myndbandið (mitt:) og er að lesa þessar athugasemdir betur yfir. Satt að segja þá finnst mér heiðingjanum (ég var amk spurð út í þetta:) fyrsta spurningin og svarið eða þess vegna einungis spurningin ekki rökrétt miðað við hvernig við erum hönnuð og miðað við............ætla að klára þessar pælingar mínar aðeins betur
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 17:52
Guð læknar ekki neinn því hann er ekki til.... ef við gefum okkur að hann sé til, að hann gæli við sjálfskipaðar fyllibyttur, hjálpi Omega að ná í peninga... sjái kaþólikkum fyrir seðlum til þess að viðhalda gullhöllum sínum... well þá er guð skrímsli.
Um leið og þú segir: Guð er til... þá ertu í leiðinni að segja að það sé skrímsli í geimnum.
Reyndar segir biblían alveg klárlega að guð sé skrímsli... end of story
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:12
Jæja þó ég hafi sett þett myndband inn þá þýðir það ekki endilega að ég sé sammála öllu þar. Spurning nr. 1 finnst mér vitlaus. Það er sjálfsagt afleiðing lífsferils míns, menntunar sem er bæði á viðskiptasviði og læknisfræðilegu, og bara þankagangs. Ef ég geri ráð fyrir að Guð hafi skapað okkur eins og kennt var í barnaskóla þá átti líkaminn alls ekki að vera fullkominn eða hafa hæfileika til að endurnýja sig eins og krabbar eða í fiction myndum. Ég er alveg sátt við það að hann hafi skapað manninn en ekki gert hann fullkominn því við erum dauðleg, að moldu ertu kominn að moldu skaltu verða. Þetta síðara er nú alveg rétt. Svo það er einum of ævintýralegt miðað við lífið og tilveruna að ímynda sér aflimaða persónu vaxa nýjan lim. Þetta var kjánaleg spurning. Það er miklu heldur mannlegi þátturinn sem ég get ekki viðurkennt sem Guðlegan "sem slíkan" Svo þetta tal um bacteriur og virusa, afhverju, líkaminn er langt frá því að vera fullkominn og ódauðlegur, ekki mikið mál að deyða mann, auðvitað þrífast bacteriur sem við höfum hingað til unnið eða eftir að Penecillinið kom til sögunnar, og það góða og slæma við vírusa er að annað hvort eru þeir óviðráðanlegir eða pestin líður hjá án lyfja. Ekki búinn enn....
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 18:46
Nr. 2 það er bara það sem ég hef skrifað svo oft, það er enginn Guð til eða Guð er vondur og vill ná yfirráðum með ofbeldi og þjáningum. Þetta er ekkert grundvallaratriði eins og þú segir Mosi. Hvað með þetta almætti? Í upphafi var ljósið og ljósið var Guð.. Er þetta ekki dæmi um ævintýri?
Nr. 3 Þarna kemur sönnun fyrir því sem ég segi í nr. 2 Guð er harðstjóri (samkvæmt Biblíunni og ef hann er til)og lætur deyða eða deyðir þá sem ekki fara að settum reglum.
Nr. 4 Þetta er svo gömul bók skilst mér og vísindunum hefur fleygt fram, hvernig er hægt að sjá eitthvað vísindalegt með viti í Biblíunni?
Nr. 5 Guð vildi ekki að mannlegir væru með sína líka sem þræla en mannkynið átti að vera hans þrælar.
Nr. 6 Bara annað hvort er blessaður Guð til og stendur sig svona illa eða Darwin hafði rétt fyrir sér. Við erum ekki aðeins misjöfn líkamlega og lifum við mismunandi aðstæður heldur líka vitsmunalega og tilfinningalega.
Nr. 7 Svarið þitt Mosi er bara eitthvað sem þú fannst í rassvasanum. Ef engin sönnunargögn eru til um kraftaverk Jesú nema orðin í Biblíunni þá er það af því að hann er ævintýrapersóna.
Nr. 8 Já Mosi Jesú og Bretadrottning eiga sem sagt margt sameiginlegt he he. Ég held að svarið við sp. 7 svari þessari líka, frá mínu sjónarhorni séð.
Nr.9 Þetta er augljóst, ef það er tekið fram í þessum trúarritum sem ég viðurkenni að ég veit ekki þá eru þetta mannleg kjánaprik sem komu þessu á blað. Sorry, en ef ekki þá eru þetta bara okkar mannanna ávani að búa til hefðir.
Nr. 10 Jafnkjánleg sp og sú fyrsta, við erum öll mannleg og ófullkomin, hvort sem Darwin hefur rétt fyrir sér eða Guð sem er tamt að kasta til hendinni skapaði okkur. Punktur.
Öll svör sem hinir trúuðu koma með eru umorðaðar tilvitnainr úr trúarritum eða Biblíunni sem við "heiðingjarnir" erum að gagnrýna. Það eru engin vitsmunaleg rök, nema að þú trúir á Grimms Ævintýri jafnt og að á morgun kemur nýr dagur.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 19:28
Ég sé enga ástæðu til að búast við allt milli himins og jarðar í Biblíunni. Svona spurningar gætu líka haldið áfram endalaust.
Mér finnst það hreinlega óheiðarlegt að segja að þú sjáir ekki mun á milli. Það er enginn vitnisburður um að Múhameð gerði kraftaverk eða að Búdda gerði kraftaverk en aftur á móti þá dóu lærisveinarnir fyrir þá trú að Jesús er Guð og gerði kraftaverk. Þú getur auðvitað hafnað þeim vitnisburði en það er vitnisburður og ég tel hann áreiðanlegan.
Afþví að í nokkrum tilfellum þá eru þau skaðleg svo valmöguleikarnir eru þessir:
Hægt að útiloka fyrsta valmöguleikan vegna skorts á sönnunum á sköpunarkrafti náttúrulegra ferla. Annar valkosturinn gæti verið mögulegur og ég svo sem hafna honum aðeins á trúarlegum forsendum, af því að ég trúi síðasta valmöguleikanum sem Biblían boðar.
Ég hef ekki verið að segja að Guð hafi læknað einhvern. Ég trúi vel að dæmin eru til en það er önnur saga.
Ég veit ekki betur en þetta er rangt hjá þér og benti á grein sem útskýrir þetta en þú velur auðvitað hverju þú trúir.
Margar góðar spurningar en sammála þér, þetta var ekki vel unnið hjá honum. Takk fyrir heimsóknina :)
Enda hefur hann það. Hver sá sem er á móti þróun mun alltaf hafa eitthvað rökrétt fram að færa því þróun er órökrétt.
Tara, ég bíð spenntur :)
Mofi, 18.8.2008 kl. 19:29
Ein spurning sem ég get ekki svarað, hvernig gastu splittað myndbandinu í svona í sundur? Áreiðanlega ekkert mál en ég hef ekki kynnt mér aðferðina. Ég ráðlegg fólki sem á annað borð hefur áhuga, að hlusta á það í heild sinni og draga svo ályktanir. Það er í einu lagi á forsíðunni á blogginu mínu amk og þægilegra að klára dæmið þannig.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 19:42
Ég sé þig ekki glíma efnislega við svarið sem ég gaf.
Reglurnar eru settar til að koma í veg fyrir þjáningar. Þeir sem síðan brjóta reglurnar eru að velja að valda öðru fólki þjáningum. Er það eitthvað dæmi um kærleika að leyfa fólki að gera vonda hluti og stöðva það ekki? Er hægt að vera kærleiksríkur og vera sama um réttlæti?
Hérna eru nokkrar greinar sem fjalla um þetta:
The first book of public hygiene
Modern medicine?
Science Contradicts the Bible? Accurate Biblical Descriptions of Scientific Principles
Hvað getum við eiginlega gefið Guði sem Guð á ekki eða getur ekki gert sjálfur? Nei, miklu frekar vildi Guð að við myndum lifa í sátt og samlindi en Hann verður að taka á þeim sem valda öðrum skaða.
Aftur sé ég þig ekki glíma efnislega við svarið sem ég gaf.
Nýja Testamentið eru þau handrit sem menn álitu áreiðanlegustu þó það voru fleiri til. Hvaða áþreifanlegu sannanir höfum við fyrir tilvist Napóleon eða Alexanders mikla annað en handrit frá fortíðinni?
Hérna fjalla ég um þetta atriði ef áhugi er fyrir hendi: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Ég sé djúpa meiningu í þessu en þeir sem vilja ekki skilja geta auðvitað snúið þessu í hvað sem þeir vilja. Ég myndi einmitt segja að hérna er dæmi um að menn skrifuðu niður það sem Jesú sagði þótt það virkaði undarlega á þá.
Ef einhver er að gagnrýna Biblíuna þá skiptir máli að verið er að gagnrýna sannarlega það sem Biblían kennir svo þess vegna getur verið mikilvægt að vitna í Biblíuna svo það sem hún kennir komi fram. Takk fyrir að brydda upp á þessari skemmtilegu umræðu, hafa verið mjög fjörugar og vonandi ekki alveg búnar.
Mofi, 18.8.2008 kl. 19:49
Fyrsta myndbandið sem ég er með á blogginu á að vera hið sama og þú bentir á. Seinna myndbandið er frá einhverjum aðila sem klippti sín svör inn á milli og mig langaði aðeins að láta það fara með því að hann svarar þessu töluvert öðru vísi en ég gerði.
Mofi, 18.8.2008 kl. 19:51
Nei af því mér finnst það tilgangslaust, þú skilur ekki hvað ég er að fara. En ég skal samt kíkja betur á þetta. Líklega er svarið bara eitt, þú trúir og ég ekki, en samt, ég skoða þetta betur, ég tek alltaf ábendingum þó ég verði ekki endilega sammála útkomunni. Ok takk fyrir svarið með myndbandið, þú ert þá ekki eins klár með slíka hluti og ég hélt Pínulítið grín.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 20:05
Mofi þú ert að benda á answersingenesis hahahaha
Comon dude, ekki vera svona hræddur við gudda, hann er ekki til, þú ert að sóa lífi þínu í bronsaldar steypu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:40
Ég nenni ekki mikið inn í þessa umræðu en vil aðeins nefna það að það eru fjölmargar staðreyndir fyrir að Guð hafi læknað/kraftaverk með að skapa útlimi á fólk og augasteina.
Árni þór, 18.8.2008 kl. 20:53
Doktor E það er ljótt að stríða En áður en ég laga ófullkomnuðu svörin til þín Mofi! Segðu mér, fæddist þú með gullskeið í munninum eða ertu reynsluvera. Þú átt að vera það greindur að þú skilur hvað ég meina og geta svarað því það skiptir nefnilega máli. Ok?
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 20:54
Ohhh Sveinn það er eins og enginn lesi mín skrif, hvorki spurningar né svör, ég er alltaf að reyna að útskýra ástæðurnar fyrir þessu þær eru svo einfaldar, er ég svona óskýr í lýsingum?! Lestu mig eða haltu áfram að velkjast í þessari villu þinni.
En að vísu ætla ég að fara betur í svör sem fóru illa í Mofa
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 21:13
Trú von & kærleikur... vá komdu með þessar sannanir um að guð hafi gert það sem þú segir.
Það er ekki marktækt að segja að það standi í biblíunni gói minn, ef þú kemur ekki með þessar sannanir þá verð ég að álikta að þú sért að ljúga fyrir ímyndaða vininn þinn.
En ok, tökum eitt dæmi frá Mofa
7. Afhverju eru engin sönnunargögn fyrir kraftaverkum Jesú?
Ég myndi segja að hin kristna kirkja er akkúrat sönnun fyrir því að Jesú gerði kraftaverk.
Right Mofi, samkvæmt þessu eru moskur sönnun fyrir því að Mummi var alvöru besti vinur guðs, allt sem hann sagði var satt og rétt.
Allir sem hafa einhverjar kirkjur í kringum einhverja guði hafa semsagt rétt fyrir sér, þær eru sannanir fyrir kraftaverkum
Við höfum vísindamenn sem eru búnir að sanna þróun og vel það, Mofi trúir þeim ekki.... kannski ef þeir smíðuðu nokkrar kirkjur í kringum þróunarkenningu þá færi Mofi að trúa þeim... það er það sem Mofi er að segja, byggingar í kringum hjátrú eru sannanir fyrir því að eitthvað crap er satt :)
Sorry ég hef ekk séð einfaldari sýn á þessa hluti EVER.. að ég held, hlægileg "rök"
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 21:38
Svarið við sp. 2 sem þú ert óánægður með er ekki meira svaraverð að mínu viti. Ég spyr enn einu sinni átti Guð ekki að vera skapari alls??! Skapaði hann þá ekki illskuna líka? Og var hún ekki til frá upphafi? GT sýnir vel hversu angraður hann var og refsaði fólki hiklaust með hörmungum og hótunum frá upphafi, það var hans uppeldisaðferð! Ég get ekki svarað svona mótspurningum nema þú svarir mínum á rökréttan hátt fyrst! Var Guð ekki sá sem sagði: Verði ljós og þá varð ljós.....o.s.frv.?????
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 21:40
Sveinn, það væri þægilegra að lesa svörin þín ef þú myndir nota tilvitnanadótið fyrir tilvitnanir, í staðinn fyrir að skáletra þær.
Af hverju myndirðu ekki búast við því? Bænheyrir guðinn þinn ekki fólk? Læknar hann ekki fólk?
Svo myndi ég auðvitað ekki trúa því ef ég heyrði "sögur" af þessu kraftaverki. Annað mál ef það væri einhver góð staðfesting á þessu, þarf ekki að vera erfitt. Fjölskyldumyndir, læknaskýrslur, myndband af því þegar útlimurinn töfrast aftur á.
Þannig að guðinn þinn notar "þetta úrræði", þrælahald, hann er fylgjandi þrælahaldi. Þú þarft að reyna að sætta þig við það í staðinn fyrir að vera í þessari bullandi afneitun, sbr upphaflega svarið þitt.
Jamm, við höfum bara sögusagnir. Á síðu þeirra sem bjuggu til þetta myndband, þá er komið með dæmi, t.d. hvers vegna flutti Jesús ekki fjall?
Frum-moskan, ekki einhver kall. Það verða alltaf til sögur af stofnendum trúarbragða, hvort sem það er Jesús, Múhameð eða L. Ron Hubbard.
Já, skilning sem byggir ekki á neinu. Finnst þér þetta í alvörunni líklegt? Guð vill minna okkur á að hann eigi að vera hluti af okkur, þess vegna vill hann að við étum hann á táknrænan hátt.
Nýja testamentið eru þau handrit? Þessi setning er óskiljanleg.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.8.2008 kl. 22:02
Guð skapaði illskuna... hann plantaði henni í Eden sem talandi snák með lappir.
Ef maður spáir í þessu þá er mjög líklegt að guð sé gay, hann varð pissed þegar Adam vildi félaga og ákvað því að plotta gegn þeim báðum með því að setja snákinn í garðinn góða, garður þar sem öll dýrin voru grænmetisætur :)
Síðan dæmdi guð ALLAR konur í að kveljast við barnsburð, hann dæmdi karla til þess að vinna... og tók lappirnar af snáknum og lét hann skríða á jörðinni.
Þarna er líka kominn ástæða fyrir hommahatri gudda... hann var svo spældur yfir því að Adam vildi hann ekki.
Þetta er svo djúpt að það hálfa væri nóg :)
DoctorE (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:40
Sorry Mofi he he en ég er svo skrýtin að DoctorE fellur alveg að mínum húmor
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 23:05
Jæja Mofi, mín skoðun er sú að trú okkar mótist af uppeldinu. Að vísu tvíeggjað þar sem ég ætla ekki að tvíunda fyrir þig, og þankagangi okkar. Það er svo margt fólk sem umgengst hvað eina, bækur eða annað án þess að hugsa, þetta er bara svona og það fylgir því, þetta hefur alltaf valdið mér vandræðum og næstum felum á fávisku þeirra. Því miður það sama finnst mér gilda um fólkið sem rætt hefur trú sína og ég trúleysið. Þó enginn viti það beint þá stend ég agndofa svo oft þegar ég tala við fólk. Ég nenni ekki þessum þrætum við ykkur sem hafið allt annan skining á svo mörgu heldur en ég. Takk, Tara.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 18.8.2008 kl. 23:59
Án þess að blanda mér í þessa lönguvitleysu hér þá langaði mig að svara þessum spurningum þar sem titillinn á greininni er: 10 spurningar fyrir hugsandi fólk.
Til að svara þessu gef ég mér að guð sé til.
1. Afhverju læknar Guð ekki fólk sem hefur misst fótleggi eða handleggi.
Guð læknar ekki neitt því það er ekki hans að gera. Hugur mannsins getur fært fjöll s.b.r dæmi um konu sem læknaðist af krabbameini vegna þess að dóttir hennar bannaði læknum að segja henni frá meininu þegar hún fór í einfalda nýrnasteina aðgerð. Konan hélt að hún væri læknuð af því sem var að og líkaminn hlýddi því. Dæmi eru um að fólk með klofinn persónuleika skipti um augnalit þegar persónuleikar skiptast. Guð telur okkur jafningja sína og að við séum öll eitt sem myndi gera allan heiminn að einu stóru orkusviði þar sem neikvæð og jákvæð orka eru í endalausri hringrás.
2. Ef Guð er góður afhverju eru þá til sveltandi börn?
Aftur. Guð hefur ekkert með sveltandi börn að gera því að við erum jafningjar hans og ákveðum okkar raunveruleika sjálf. Sveltandi börnin eru hvorki sönnun fyrir að guð sé til eða ekki. Þau eru afleiðing okkar ákvarðana sem heild. Þetta er ákveðið skref í þróun okkar. Þegar við verðum nógu þróuð til að enginn svelti eða verði heimilislaus þá mun heildin starfa betur. Til þess væri til dæmis stórt skref að leggja trúarbrögð á hilluna því þau eru að stöðva okkur í þessari þróun með því að setja okkur í mismunandi hópa.
3. Afhverju heimtar Guð dauða saklausra í Biblíunni?
Vegna þess að þó biblían sé ein af hundruðum bóka sem kennir um guð þá er hún skrifuð af mönnum sem þurftu tæki til að stjórna sínu fólki og hvað er betra enn hræðsluáróður í nafni guðs til að halda öllum á mottuni. Sbr konur í biblíunni eru oft sagðar lægri en karlmenn. Sem afhjúpar hana sem stjórntæki veikgeðja manna.
4. Afhverju inniheldur Biblían svo mikið af andvísindalegu bulli?
Vegna þess að hún er skrifuð af mönnum sem höfðu ekki þekkingu til að halda saur úr matnum sínum. Ef biblían væri skrifuð af guði eða innblásin af guði sem vildi okkur vel þá væri hún full af lækningum við helstu faröldrum sem herjað hafa á mannkyn seinustu 2000 ár. Já og stærðfræðiformúlum. Jafnvel þótt guð hefði komið nálægt biblíunni þá er augljóst að hún er að stæðstum hluta stjórntæki manna í fortíðinni og er ekki ætluð til neins annars en dægrarlesningar í dag. Halda menn virkilega að ef guð kom með þessa bók fyrir 2000 árum að eftir það hafi hann hætt að tala við fólk? Er það ekki barnaskapur að halda að guð sé það afskiptalaus að hann láti skrifa eina bók og fari svo bara í frí og leyfi fáum útvöldum að stjórna út frá henni?
5. Afhverju er Guð hlynntur þrælahaldi í Biblíunni?
Þrælahald tíðkaðist á tímanum sem mennirnir skrifuðu biblíuna og það hefur væntanlega legið beinast við hjá þeim að bæta því við til að réttlæta þrælahald sitt. En það sem misskilningurinn liggur er að halda að guði komi okkar réttlætingum á sjálfum okkur eitthvað við. Af hverju ætti það að skipta nokkru máli þar sem allir eru hvort sem er hólpnir í augum guðs og allir komast til paradísar
6. Afhverju gerast slæmir hlutir fyrir gott fólk?(mofi ruglaðist. En það er ekkert nýtt)
Lífið er óréttlátt ef þú hugsar það þannig. Hvernig væri að hugsa að allt sem gerist sé tækifæri eða lærdómur. Ef fólk vill kenna einhverjum um þá eru kannski þeir sem stofna til stríða eða mismuna fólki vegna kynþáttar, trúar og kynhneigðar þeir sem við ættum að einbeita okkur að fjarlægja úr samfélagi okkar frekar en að blanda einhverri æðri veru inn í okkar bull.
7. Afhverju eru engin sönnunargögn fyrir kraftaverkum Jesú?
Vegna þess að eins og Buddha, Mohammad, Abraham og hundruðir annara var Jesú kennari sem kom með lífsspeki til að lifa eftir. Þegar hugurinn trúir að líkaminn sé læknaður þá verður hann það. Það var kraftaverk Jesú. Hann virkjaði huga fólks. Að öðru leiti var hann bara einstakur maður sem lifði á hærra plani en við öll. Það koma svoleiðis menn annað slagið í mannkynsögunni eins og ég nefndi í byrjun svarsins.
8. Hvernig útskýra kristnir að Jesús hefur aldrei birtist þeim?
Vegna þess að látnir menn birtast ekki lifandi fólki. Ég hélt að það væri nokkuð vitað mál.
9. Afhverju bað Jesú okkur um að drekka blóð Hans og borða Hold Hans?
Hér er væntanlega helgisiður sem höfundar biblíunnar fundu upp á til að festa fólkið í trúardogma. Það er jú ekki hægt að skilyrða fólk til hegðunar nema með endurtekningu.
10. Afhverju fráskilnaðir jafn algengir hjá kristnum og hjá ókristnum?
Væntanlega vegna þess að fyrir utan að vera fastir í kreddu sem þeir eiga erfiðara með að réttlæta með degi hverjum þá eru þeir alveg eins og við hin. Hvorki betri né verri. Bara örlítið týndari.
Sjáum hvað fólk segir við þessu.
Pís...
Gissur Örn (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 01:27
Hvað segi ég?! Fyrst vil ég segja að þú ert karlmaður og helst vil ég að viðhorf konu sé það sem ég samþykki en ég er ekki heimsk. ÉG ER SAMMÁLA ÞÉR
I ÖLLU!! Þú talar af viti sem er hægt að rökstyðja. ;)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.8.2008 kl. 01:56
Líttu upp maður..
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.8.2008 kl. 06:40
Erfitt að segja, að sumi leiti gullskeið, að öðru leiti ekki. Sumt hefur verið auðvelt á meðan margt hefur verið erfitt. Ef ég ætti að vega og meta þá voru gullskeiðarnar fleiri erfiðleikarnir.
Ég myndi segja að vitnisburðurinn er mjög sterkur fyrir handrit úr fortíðinni. Ég er alveg handviss að ef handritin innihéldu ekki kraftaverk þá væri ekkert vottur af efa um sannleiksgildi þeirra.
Það þýðir að það er lítill vafi um að hann sannarlega trúði því sem hann sagðist trúa. Í tilfelli lærisveinanna þá voru þeir að deyja fyrir það sem þeir sögðust hafa séð og upplifað.
Ég hef aldrei haldið slíku fram.
Þú verður að eiga það við það fólk sem fullyrðir að það hafi séð slíka atburði.
Ég get svo sem reynt að benda þér aftur á grein sem útskýrir þetta: http://www.trueorigin.org/virus.asp
Þetta er nú ekki flókið.... fylgjendur Múhammeðs styðja það að þeir trúðu Múhammeð en þeir fullyrtu ekkert að Múhammeð hefði gert nein kraftaverk.
Við höfum líka vísindamenn sem hafna þróun; hvar eru eiginlega sannanirnar fyrir því að eitthvað sem hefur ekki vitsmuni geti orsakað vitsmuni? Komdu með bestu sönnunina fyrir þróun, væri gaman að fá að hlægja smá...
Mofi, 19.8.2008 kl. 09:51
Nei, Guð skapaði manninn með frjálsan vilja, með þá getu að hlíða og gera það sem er gott eða að gera það sem er ekki gott.
Einhvern veginn grunar mig að þú vilt líka að Guð komi í veg fyrir hræðilega atburði en þú getur ekki fengið bæði. Það eru nokkur dæmi í GT þar sem Guð dæmir og framfylgir dómnum öðrum til viðvörunar enda er Guð réttlátur og mun að lokum dæma alla. Það er ekkert kærleiksríkt við að leyfa vondu fólki að valda öðrum þjáningu.
Ég myndi aðeins búast við því að eitthvað svona hefði gerst einhversstaðar þar sem Guð hefði ákveðið að lækna einhvern.
Það eru til vitnisburðir um svona atburði, þ.e.a.s. lækningar en ég veit ekki um tilvik þar sem útlimur töfrast aftur á.
Mér finnst það einfaldlega vera blekkjandi að segja að Guð sé fylgjandi þrælahaldi. Sérstaklega þar sem orðið þræll hefur ákveðna þýðingu í okkar huga eftir meðferð hvíta mannsins á svertingjum á síðustu tvö hundruð árum. Mér finnst þið hérna vera að taka eitthvað sem voru góð lög til að vernda minni máttar og reyna að nota það til að koma höggi á Guð Biblíunnar og mér finnst það óheiðarlegt.
Skilning sem byggir á þeim versum sem um ræðir.
Saman safn af þeim handritum sem menn töldu áreiðanlegust?
Alveg sammála. Trúin mótast af því sem þú telur þig vita, af þeim upplýsingum sem þú hefur og hve mikið traust þú hefur á þeim. Þannig getur trúin breyst ef viðkomandi heldur áfram að lifa og læra og er opin fyrir því að hans trú er röng.
Ég tel nú að hingað til höfum við aðallega verið að útskýra hvernig við sjáum hlutina. Ef maður nennir ekki að kynna sér hvernig annað fólk sér heiminn þá mun manns eigin heimsýn aldrei þroskast.
Vill svo til að hún er með reglur sem koma í veg helstu faraldra sem hafa herjað á mannkynið; lætur það þá þig skipta um skoðun varðandi Biblíuna?
The first book of public hygiene og Modern medicine?
Mofi, 19.8.2008 kl. 10:17
Það er alveg ótrúlegt að þú sjáir ekki hvað þetta með frjálsa viljan er órökrétt.
Akkuru skapaði guð frjálsan vilja ef hann vill að við veljum á einn veg?
Samkvæmt þinni trú þá:
Tilhvers var hann þá að gefa okkur frálsan vilja?
Arnar, 19.8.2008 kl. 11:00
Við höfum alls konar val þó að stóra valið er milli góðs og ills, lífs og dauða. Guð gaf okkur líf og gaf okkur vilja til að annað hvort við vildum verða öðrum til blessunar eða bölvunar og hvort við vildum lifa áfram eða deyja.
Tilgangurinn eru verur sem virkilega vilja hið góða og vilja lifa að eilífu en ekki vélmenni.
Mofi, 19.8.2008 kl. 11:19
Ekki alveg svona Arnar...
Guð skapaði menn sem þekktu ekki neitt nema sakleysi... síðan feilaði planið þegar snákurinn gekk inn í paradís og plataði Evu til þess að borða eplið sem gaf þeim þekkingu á þessum hlutum.
Þarna feilaði það með að guð eigi að vera alvitur og vera allstaðar, ef svo hefði verið þá hefði hann stoppað snákinn af... nema þetta hafi verið planað hjá honum allan tímann.
Hann rak þau úr paradís og kom síðar með alveg ótrúlega bók sem bauð upp á ógnir og terror, hefnd og aftur hefnd, gönguferðir í eyðimörk í áratugi... heimsmorð til þess að hreinsa til heiminn... allir nema ein fjölskylda voru drepinn... í annað skiptið í biblíusögunum þurftu allir að stunda kynlíf með ættingjum sínum og fjölga sér þannig.
Sama með dýrin.. allt saman inbreed's.
Þessi gamla bók hans var ekki að virka þannig að hann barnaði gifta stúlku með sjálfum sér og sagði mönnum að hata fjölskyldu sína, að hann væri kominn til þess að boða sverð, að menn ættu að selja utan af sér fötin til þess að kaupa sverð.
Svo bætti hann ógnum við gömlu bókina: Ef þið gerið ekki eins og ég segi þá mun ég pynta ykkur að eilífu.
Að hann eigi að hafa reist fólk upp frá dauðum og læknað sjúka... well ímyndið ykkur það að í dag er fólk að segja að td Todd Bentley reisi fólk upp frá dauðum og lækni ólæknanlega sjúkdóma.... hvernig haldið þið að þetta hafi verið upp úr árinu núll... þar sem fólk trúði öllum fjandanum, einföldustu náttúrufyrirbrigði voru yfirnáttúruleg, þar sem geðsjúkir voru taldir haldnir illum anda eða að þeir væru guðir.
Meira að segja er kaþólska kirkjan mikið í því að gera skitsóa að dýrlingum enn þann dag í dag.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:24
Fyrirgefðu ef ég hef verið dónaleg við þig Mofi minn (SAB frændi hefur svo góð áhrif á mig:) En það er þetta sem Arnar segir hér fyrir ofan mig, þessi missögn. "Guð skapaði manninn með frjálsan vilja" "Guð refsar okkur fyrir frjálsan vilja" "Guð er upprunalegur skapari, verði ljós og það varð ljós, hann vill útrýma illsku, hver skapaði illskuna" "Afhverju erum við ekki eins og Guð vill að við séum og laus við alla illsku og uppreisn og honum undirgefin (samt með frjálsan vilja?) förum eftir hans boðum að öllu leyti?" "Guð skapað okkur í sinni mynd, hann er ansi harður við okkur í Biblíunni ofti á tíðum, erum við ekki eins og hann þá?" "Hvernig varð Guð til, er kannski einhver yfir honum sem er að rugla með þetta allt?" Svona get ég haldið áfram endalaust á meðan ég sé mótsagnir. Ég veit þú hefur verið að útskýra hvernig þú sérð hlutina Mofi, en sorry eða ekki sorry, þú ert trúaður maður og sérð og útskýrir atburði Biblíunnar bókstaflega. Er það bara ekki allt í lagi, hefur þú ekki fullt leyfi til að hafa þína trú án þess að ég eða aðrir trúleysingjar séum að ráðast á þig. Og við þessi sem ég nefndi megum við ekki bara vera vantrúuð, ber ekki að virða skoðanir fólks samkvæmt mannréttindarlögum svo lengi sem þær eru ekki skaðsamlegar? Gísli Örn, Sveinn, Andri, ég og fleiri erum engan að skaða, við höfum bara þessar skoðanir. Enginn veit eða getur sannað hvað er rétt í málinu, við getum bara tekið okkar afstöðu, ekki satt?
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.8.2008 kl. 11:34
Það er löngu ljóst að siðferði manna & kærleikur er miklu fremri en það sem "guð" boðar.
Setjum menn í stöðu guðs:
Kjósið xD eða þið verðið drepin, xD getur náttlega ekki hótað okkur út fyrir gröf og dauða.
Submit or burn er faktískt boðskapur biblíu..... þessi boðskapur gekk hugsanlega í fólk í gamla daga þegar lífið var einskis virði, menn voru heppnir að verða eldri en 20-30 ára.
Fyrir marga var það frelsun að fá að deyja.. eða a.m.k. þar til Jesú kom og sagði að hann myndi ná að hefna sín á okkur eftir dauðann, þar myndi komast upp um alla glæpi og helvíti tæki við.
Það liggur í augum uppi að biblían var stjórn og valdatæki.
Hafið þið annars spáð í því að ~26000 börn undir 5 ára aldri deyja daglega.
60 milljón börn dóu á milli ársins 2000-2006.
Helstu ástæður eru fátækt, hungur og auðlæknanlegir sjúkdómar.
Svo segið þið að guð sé til, að guð lækni sjálfgerðar fyllibyttur, skaffi Omega og öðru trúarliði peninga.
Hér á íslandi eru þúsundir milljóna settar í gullkirkjur, það er vart búið að skipuleggja hverfi þegar ríkiskirkjan plantar megakirkju þar.
Vatíkanið og þeirra kuflar synda í gulli og spássera um í gullhöllum með gullstafi.
Bara sorry þetta er svo mikið FAKE að það hálfa væri nóg.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:18
Þú ert að sleppa ákveðnum atriðum sem skipta hellings máli eins og að illskan hafi verð mikil og þeim bauðst leið til að sleppa en fólkið hafnaði henni.
Þú að minnsta kosti veist að ég trúi ekki að Biblían kenni þetta.
Já, ég er ekki frá því að þú eigir þarna mjög góðan frænda :)
Illskan er að mörgu leiti höfnun á Guði og Hans lögum sem eru til að tryggja velferð allra. Þetta eru lög eins og þú skalt ekki stela, ekki ljúga, ekki myrða og nauðga heldur elska náungan eins og sjálfan þig. Guð ber engin skylda að veita þeim sem gerir slíkt eilíft líf.
Ég sé ekki betur en það er ómöglegt því illskan er valið milli þess að hlíða lögum Guðs eða óhlíðnast.
Við tökum okkar afstöðu miðað við það sem við vitum eða teljum okkur vita. Mín trú er í grundvallar atriðum sú að það er von í þessu lífi en aðeins ef við semjum frið milli okkar og Guðs.
Ég er svo sem ekki búinn með þessa röð af bloggum sem eiga gefa ástæður til að trúa að vonin er raunveruleg en samt þá geturðu kíkt á ef áhugi er fyrir hendi:
Pússluspil lífsins - trú og leitin að sannleikanum
Ræður þú við sannleikann?
Sannleikurinn og umburðarlyndi
Á maður að efast um efasemdir David Humes?
Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf
Sönnun fyrir tilvist Guðs - uppruni lífs
Mofi, 19.8.2008 kl. 12:24
Þar sem aðeins Guð getur gefið líf þá er aðeins rökrétt að þeir sem hafna Honum geta ekki öðlast líf. Guð er aðeins að virða það val sem einstaklingurinn gerði.
Og ég er að segja að þessi börn eiga von um gott líf en þú ert að boða að það er engin von fyrir þau og af einhverjum ástæðum lætur þú eins og það sé barátta réttlætis og kærleika.
Mofi, 19.8.2008 kl. 12:27
Ég er ekki að boða neitt nema það að fólk horfist í augu við raunveruleikann.
Það sem þú ert að segja er faktískt að þetta sé í lagi því þau fái extra líf, að það bíði þeirra eitthvað betra.
Þetta er hin ultimate afsökun fyrir því að gera ekki neitt og að horfa framhjá hörmungunum með falskan pástur fyrir augum sínum.... hvers vegna halda menn ekki partý þegar menn deyja... menn eru jú bara að flytja til gudda..
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 12:54
Alls ekki DoctorE. Horfist í augu við þína trú því þú veist ekki hvort þetta er raunveruleikinn. Að trúa að það sé von fyrir mann sjálfan og aðra er ekki afsökun til að gera ekki neitt. Sá sem gerir ekki neitt, sá sem er ekki eins og Biblían kallar það "ríkur af góðum verkum" er ekki að fara erfa eilíft líf. Ef hann segist vera kristinn en honum fylgja ekki góð verk þá er hann falskur. Þú veist að kristni boðar að þeir sem eru kristnir eiga að hjálpa öðrum svo þetta gengur engan veginn upp hjá þér.
Mofi, 19.8.2008 kl. 13:15
Kristnir hreyfa sig ekki nema til þess að skora stig hjá gudda, til þess að komast í hið ímyndaða himnaríki.
Að biblían tali um góðverk... well Hitler klappaði hundinum sínum og kyssti smábörn á milli þess að drepa milljónir.
Sorry Mofi... biblían er klárlega ein stór þversögn sem boðar afarkosti: Sumbit or burn, nákvæmlega eins og harðstjóri.
Þín eina von er að lifa eins góðu lífi og þú getur NÚNA, að hjálpa öðrum gerir líf þitt betra, það þarf enga falska gulrót til þess að vilja hjálpa.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:26
Það er mikill misskilningur því að enginn fær aðgang í himnaríki fyrir það sem hann gerði í þessu lífi. Biblían er alveg skýr að enginn fær aðgang að himnaríki fyrir verk svo að enginn gæti miklast.
Mofi, 19.8.2008 kl. 13:32
ó enginn fær flugmiða fyrir það sem hann gerði í þessu lífi... æ get it; Það eina sem skiptir máli er að trúa á kappann.
Sama hvað menn gera þá er nóg að trúa á einræðisherrann, how sweet
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:42
Já, sweet, mikið rétt.
Mofi, 19.8.2008 kl. 13:57
Takk Mofi, ég skoða þig betur þegar tíminn hentar sem best og ég í mínu jákvæðasta skapi (annað er nú undantekning eiginlega)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 19.8.2008 kl. 14:15
Ef dómarar á jörðu væru svona... morðingi og barnaníðingur kemur fyrir dómara og segir: Dómari ég trúi á þig: BANG þú ert frjáls
djísúskræst það eina sem hin heilaga þrenning þolir ekki er að vera ekki númer 1.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:18
Tara, takk fyrir gott spjall :) To be continued!
DoctorE, ekki beint heldur iðrun, snúa sér frá öllu illu og treysta á Guð. Þarna kemur náðin inn í, að hvorki þú né ég eigum himnaríki skilið.
Mofi, 19.8.2008 kl. 14:23
Ég myndi telja það að snúa sér að guði sé að snúa sér að hinu illa, biblían segir klárlega að guð er illskan uppmáluð.
Að segja guð góðan er eins og að segja Hitler vera fyrirmynd allra manna, það eina sem Hitler hafði ekki sem guð á að hafa er extra líf.
Þannig að trúaðir eru tilbúnir að horfa framhjá voðaverkum og hörmungarboðskap guðs vegna þess að guð mútar þeim...
Það er það sem þú ert að segja Mofi
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:35
Ég las þessar greinar þínar um lækningarnar og verð eiginlega að segja að mannkynið hefur nú örugglega vitað þessa hluti áður en þeir voru settir í bók.
Að snerta ekki mann sem vellur vökvi úr er frekar common sense en lækning. Að grafa ruslið sitt í burtu frá heimilinu er það líka.
Það voru fleirri common sense "lækningar" þarna en svona á heildina litið sá ég ekkert sem gaf til kynna að þessar "reglur" væru nokkuð annað en vitneskja sem hefur gengið mann frá manni og hefur verið sett í biblíuna til að sú vitneskja tapaðist ekki. Sem er gott mál en common sense vitneskja hefur verið skrifuð í þúsundir annara bóka. Eru þær þá heilagar?
Hvar er lækningin við Eyðni í biblíunni? En Svarta dauða? Krabbameini? Ég hef lesið þessa kafla sem www.weknowallthetruthandyouarewrong.org eða hvað sem hún heitir þessi síða bendir á sem lækningar. Það er engin lækning þar við neinum af þessum þremur sjúkdómum. Það eru steinaldar forvarnir en engar lækningar.
Það eru fleirri svör í Encyclopaedia Britannica. Eigum við kannski að fara að nota hana frekar sem bók til að lifa eftir. Hún er þó hlutlaus.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:38
DoctorE, Guð gaf líf og tók það frá þeim völdu að nota það til ills. Þér finnst kannski í lagi að stöðva aldrei illsku en þar verðum við að vera ósammála.
Alls ekki og sagan sannar það eins og t.d. dæmið með lækna fyrir sirka hundrað og fimmtíu árum síðan.
Aðeins dæmi um að þarna hafði Biblían rétt fyrir sér.
Þú skalt ekki drýgja hór væri nóg til að eyðni yrði aldrei að faraldri. Svipað er að líkaminn er bústaður heilags anda, það og fleiri vers gera það að verkum að kristnir almennt eru mjög á móti fíkniefnum og brennivíni. Svo ef menn myndu hegða sér eftir Biblíunni varðandi kynlíf og nota ekki eiturlyf þá væri líklegast ekkert eftir af eyðni.
Reglur um hreinlæti hefðu líklegast komið í veg fyrir að þetta hefði orðið að einhverjum faraldri.
Krabbamein er mjög flókin sjúkdómur en margt bendir til þess að hann er að mörgu leiti lífsstílssjúkdómur. Mengun, lélegt fæði og fleira er það sem talið er að valdi stórum hluta krabbameins. Biblían gefur okkur ráðleggingar varðandi mataræði sem hjálpar að koma í veg fyrir og berjast gegn sjúkdóminum og síðan eigum við ekki að eyðileggja jörðina sem myndi minnka mengun mjög mikið. En lækningu er ekki að finna í Biblíunni.
Ég mæli alveg með lestri á Encyclopaedia Britannica þó ég trúi ekki að sáluhjálp er þar að finna.
Mofi, 19.8.2008 kl. 15:14
Sagði ég að ég vildi ekki stöðva illsku?????
Samkvæmt þessu þá er foreldrum heimilt að drepa börnin sín..
Þú ert að segja að krabbamein sé bara nýr sjúkdómur sem er tilkomin vegna lífsstíls.... og þá svarti dauði og allir þeir sjúkdómar sem hafa herjað á jarðarbúa... er vegna lífstíls sem er ósamboðin guði....
Ef fólk hefði farið eftir biblíunni þá hefðu engir sjúkdómar komið hahahaha
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 16:02
Ef þú ert á móti því að Guð stöðvi vonda menn í sínum vondum verkum. Síðan ef þú ert að tala um Guð þá verður þú að hugsa í samhengi við það. Þannig að þó að Guð taki líf einhvers á þessari jörð þá er Hann ekki búinn að taka hans líf frá honum ekki frekar en vísindamaður sem slekkur á vélmenni á meðan hann færir það á betri stað áður en hann kveikir aftur á því.
Nei af því að foreldrar eru ekki Guð. Þeir geta ekki gefið líf. Samfélagið samt hefur þetta vald til að geta stöðvað glæpamenn; ertu kannski á móti þeirri hugmynd líka?
Nei, aðeins það að að mörgu leiti þá er þetta það sem við vitum um þennan sjúkdóm.
Frekar að Guð gaf okkur reglur svo við gætum forðast þessa sjúkdóma því Guð vissi að sköpunarverkið myndi versna ef Hann viðheldi því ekki. Afhverju Guð viðheldur ekki sköpuninni er hluti af stærri spurningu sem fjallar um hver áhrifin eru af því að Guð haldi sig frá sköpunarverkinu og hvert er eðli illskunnar.
Ég sagði það ekki. Ég sagði aðeins að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir marga sjúkdóma með því að fylgja reglum Biblíunnar og það er staðreynd sem er ekki hægt að afneita.
Mofi, 19.8.2008 kl. 16:29
"Þú skalt ekki drýgja hór væri nóg til að eyðni yrði aldrei að faraldri.
Svipað er að líkaminn er bústaður heilags anda, það og fleiri vers gera
það að verkum að kristnir almennt eru mjög á móti fíkniefnum og
brennivíni. Svo ef menn myndu hegða sér eftir Biblíunni varðandi kynlíf
og nota ekki eiturlyf þá væri líklegast ekkert eftir af eyðni."
Þetta er einfaldlega alrangt hjá þér. Ofdrykkja og fíkniefnaneysla er einmitt mjög algeng í miðríkjum BNA þar sem trúarbrögð ríkja sem fastast. Sama með kynsjúkdóma, unglingaóléttu og afbrigðilegt kynlíf eins og endaþarmsmök. Það er einmitt fólkið sem fylgir ekki biblíunni í einu og öllu sem er að vinna baráttuna gegn eyðni með upplýsingum og alvöru forvörnum.
Skrítið líka að einmitt svarti dauði drap mest af fólki í evrópu og 100 mismunandi plágur herjuðu á evrópubúa alveg frá 1340 og langt fram á 19du öld. Þetta var miðpunktur kristni í heiminum á þessum tíma. Hvernig getur það verið að þá 1300 ára gömul biblían og reglur hennar um hreinlæti virðast ekki hafa haft nein áhrif. Frekar í öfuga átt því kirkjan og kristnir tóku upp á því að ofsækja gyðinga, utangarðsmenn og aðra minnhlutahópa.
Það er fásinna að halda því fram að skírlífi og hreinlæti hefðu komið í veg fyrir þessa sjúkdóma. Sagan og nútíminn sannar það. Eyðni er að dreifast hraðast í vestrænum heimi í dag þar sem fólk fer mest eftir biblíunni þannig að þessar reglur eru greinilega ekki dæmi um góðar forvarnir.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:20
Ertu að segja mér að kristnir eru almennt á því að það að drekka og neyta fíkniefna er í lagi?
Þú ert að rugla saman "hvernig kristnir eiga að hegða sér" og "hvernig kristnir raunverulega hegða sér". Spurningin er hvað Biblían boðar, ekki hvernig misvitrir aðilar sem segjast vera kristnir hegða sér.
Enda bannað að þýða Biblíuna á tungu almennings og fleirra þess háttar sem gerði það að verkum að Biblían var ekki aðgengileg fólki. Kaþólska kirkjan var líka dugleg að búa til sínar eigin reglur og hunsa boðskap Biblíunnar eins og með aflátsbréfum og fleira.
Ertu í einhverjum vafa um gagnsemi hreinlætis? Ertu í einhverjum vafa um að kynlíf er ein af helstu smitleyðum eyðni?
Mofi, 19.8.2008 kl. 17:30
Mofi segir :
Þetta er NÁKVÆMLEGA málið. þó að við komum með FULLKOMNA SÖNNUN(sem er búið að gera marg oft) þá ertu núþegar búinn að ákveða að þær eru ekki réttar. Þetta er algerlega gagnslaust.Davíð Þóroddur Ólafsson, 19.8.2008 kl. 17:37
Mofi ég veit ekki um einn vondann mann sem guð stoppaði af... við mennirnir höfum þurft að gera það sjálfir....
Segðu mér frá einu illmenni sem guð stoppaði af svo enginn vafi leiki þar á.
Kaþólska kirkjan og aðrir kristnir söfnuðir drápu milljónir í nafni guðs... guð gerði ekkert til þess að stöðva þetta, zero.
Guð sjálfur drap óteljandi manneskjur..... en þér finnst það í lagi... yes master you are the boss
Ekkert í biblíunni hefði komið í veg fyrir ótal plágur sem hafa drepið milljónir... ekkert í bilíunni hefur komið í veg fyrir þær ótal milljónir sem hafa farist í hamförum og hinum ýmsu slysum.
Að segja að almenningi hafi verið bannað að lesa biblíu sé ástæða þess að eitthvað slæmt hafi gerst er hlægilegt.
Og plís ekki toppa ruglið með því að segja að guð noti fjarstýringu á menn sem vinna gegn óréttlæti... það yrði algerlega hlægilegt
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:44
Komdu þá með FULLKOMNA SÖNNUN ef þú heldur að þú hafir hana.
Ef þú segir að Guð sé vondur vegna þess að Biblían segir að Hann hafi gert þá verður þú líka að taka mark á þeirri ástæðu sem Biblían segir að Guð hafði.
Mofi, 19.8.2008 kl. 17:54
Mofi... þér er í lófa lagt að fara á hina ýmsu vísindavefi, þú veist að guð fílar ekki leti þannig að þú skalt haska þér af stað og skoða vísindavefi og fræðast um það að þróunarkenning er orðin að staðreynd.
Ef einhver guð er til þá mun hann skammast sín fyrir hversu þröngan fókus þú ert með... ég hef sjálfur sýnt ótal videó á mínum vef þar sem þetta kemur allt vel fram... þú hefur alltaf mætt og sagt.
Uhhh hvernig getur alfræðibók orðið til af sjálfu sér... ohhh forritun bla bla...
Ég hef sýnt videó um þróun augna.. same thing.. hvernig getur alfræðibók orðið til af sjálfu sér... þarna ertu að bera saman dauða og lifandi hluti Mofi.
Þú hefur hafnað ótal svona videóum með engum rökum nema það að galdrar eigi hlut að máli, að þróunarkenning gefi þér enga von.... sem er fáránlegt að öllu leiti fyrir mann sem er uppi árið 2008.... þú hagar þér eins og þú sért frá sautjánhundruðogsúrkál.
Þú tekur ekki á málefninu, þú vitnar bara í bronsaldarmennn og Hovind... segir að það sé gaur í geimnum sem galdrar allt upp úr töfrahatti... þú trúir þessu statt og stöðugt vegna þess eins að þú getur ekki horfst í augu við að þú drepst og ekkert tekur við, valkvæm blinda bökkuð upp af sjálfselsku Mofi.
Trú er jú þegar öllu er á botninn hvolft sjálfselska og sjálfsumhyggja, þar sem ekkert vitrænt kemst að vegna þess eins að geta ekki séð neinn tilgang með því að deyja bara... well Mofi, reality BITES & it going to bite you... þú ert bara heppinn því þú veist ekki af því þegar þú ert dauður.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:14
Að segja eitt og gera annað kallast hræsni. Þú getur sagt hvað sem er en sannleikurinn er að kristnir í dag eru ekkert öðruvísi en kristnir áður. Þeir tala um biblíuna, reglur og allt það en gera ekkert sem þeir segjast eiga að gera. Ef eitthvað er þá eru strangtrúaðir kristnir verri en þessir sem þú talar um að "segist" vera kristnir eru.
Ég er í engum vafa með hreinlæti og alveg aftur í steinöld hefur hreinlæti verið vafalaust besta leiðin til að bægja sjúkdómum frá. Það að þú sért að eigna biblíunni þetta er hinsvegar frekar dularfullt. Hvernig lifði mannkynið af fyrir ritun hennar? Með því að bera upplýsingarnar frá manni til manns kannski? Sem þýðir að þessar reglur komu annarstaðar frá.
Óábyrgt kynlíf eins og kynlíf án smokks er helsta smitleið eyðni. Það er alveg öruggt. Skírlífsheit, engin kennsla um smokka og fáviska er það sem trúflokkar virðast nota til að berjast gegn þessum sjúkdóm og það er að virka fínt fyrir þá. Stelpur á unglingsaldri sem fá þessa kennslu halda skírlífið að meðaltali 18 mánuðum lengur en þær sem taka ekki þessi heit. Strákarnir halda styttra út. Á þessu 18 mánuðum eru stelpurnar fjórfalt líklegri til að stunda munnmök og endaþarmsmök. Þegar þær síðan falla á heitinu eru þær næstum tífalt líklegri að stunda smokkalaust kynlíf af því að þeim hefur verið kennt að hann virki ekki. Þetta er ekki kennsla þetta er glæpur. Þetta er vanræksla og ætti að varða fangelsun fyrir þá sem kenna þetta.
Við erum komin lengra í þróun en þetta og það er glæpsamlegt ef við leyfum 2000 ára gamalli bók að kosta okkur líf vegna þess að það er mikilvægara fyrir suma að þykjast vera siðferðislega betri en við hin.
Gissur Örn (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:18
Mófó
Þetta heitir quote-mining, ég sagðist aldrei hafa sönnun, ég sagði að ÞÓTT ég hefði hana myndir þú gera einmitt það sem þú gerir.
Það væri bara algerlega gagnslaust.
Davíð Þóroddur Ólafsson, 19.8.2008 kl. 20:09
DrE !!
Hvers vegna halda menn ekki partý þegar menn deyja... menn eru jú bara að flytja til gudda?
Ég hef einmitt verið að spá í þessu sama... En ég held að það sé ósköp eðlilegt að sakna, það er afar mannleg tilfinning... Það er líka norm að trúa því að maður eigi eftir að sjá látna ástvini í heimapartý hjá Gudda alveg eins og maður trúir því þegar maður vakni af værum blundi sé nýr dagur.
Það hressir, bætir, kætir og gleður og gerir manninn jafnvel að ögn betri persónu fyrir vikið.
Ég bara botna stundum aldrei í því sem þú skrifar,,, það er næstum því eins og þú sért meira í fýlu út í Guð frekar en að þú neitir með öllu tilvist hans.
Og til þess að blanda mér í umræðuna ennfrekar, þá langar mig að svara einni spurningu svona til þess að sýna lit.
Afhverju heimtar Guð dauða saklausra í Biblíunni?
Samkv trúnni deyja ekki saklausir heldur öðlast líf útfyrir gröf og dauða.
Bestu kveðjur
Halldóra S (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 22:08
Ég er ekki í fýlu út í guð, guð er ekki til, hann er tilbúningur fornmanna, rétt eins og vísindakirkjan er tilbúningur ~nútímans.
Ég afneita algerlega öllum guðum, ég get því ekki verið í fýlu út í þá.
Og svona þér að segja Halldóra þá deyja allir endanlega, það er ekkert extra líf.... og samkvæmt bilíu þá eru allir saklausir, barnaníðingar, morðingjar... allir nema þeir sem afneita guðnum...
Ég afneita honum aftur hér með.. og er áhyggjulaus með öllu, ef svo ólíklega vil til að ég hafi rangt fyrir mér þá fer ég glaður til helvítis af prinsip ástæðum... ég leggst ekki undir einræðisherra og fjöldamorðingja sem vil bara láta dýrka sjálfan sig... þó hann bjóði mér bónus
P.S. Batman er heldur ekki til í alvörunni.
DoctorE (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 23:50
Þú hefur sýnt einhvern ímynda sér hvernig þetta gæti gerst sem er jafn vísindalegt og Andrésar Andar blað. Þegar síðan kemur að uppruna lífs þá þarftu að útskýra hundruði alfræðiorðabóka án lífs.
Það ert þú DoctorE sem þarft að vinna í þínum málefnaleg heitum því þú gerir allt of mikið af því að koma með innantómar fullyrðingar í staðinn fyrir rök. Ég segi síðan að þarf vitsmuni til að búa til gífurlega flóknar vélar og forritunarmál og upplýsingar alveg eins og þarf í dag. Það ert þú sem trúir á galdra, þ.e.a.s. að þessir hlutir bara verða til einhvern veginn án þess að einhver hannaði þá.
Það er alveg meiri en nóg af hræsnurum til meðal kristinna.
Afhverju er það eitthvað dularfullt? Handrit Biblíunnar eru með þeim elstu og áreiðanlegustu handrita sem við höfum og þar getum við lesið nákvæmar reglur varðandi hreinlæti og meðferð sjúkdóma.
Hvernig trúarhópar berjast á móti þessu er annað umræðuefni, þó forvitnilegt sé.
Sá sem skilur boðskap Biblíunnar reynir aldrei að vera siðferðislega betri en einhver annar. Hann aftur á móti veit að hann er sekur og þarf á fyrirgefningu að halda. Hvernig kostar Biblían einhvern líf?
Nei, ég vitnaði einfaldlega í þig svo að þú og fleiri vissu hverju ég væri að svara. Fyrst þú hefur ekki fullkomna sönnun, komdu þá með þína uppáhalds sönnun.
Sumir sníklar hafa afar flókin og sérhæfð verkfæri.
Þú ert að gefa þér að þetta var ekki til fyrir syndafallið en ég álykta að þetta var til en breyttist við syndafallið.
Þetta er aðeins spurning um hver ræður og hver eiginlega ætti að ráða annar en Guð? Mjög sorglegt ef einhver glatast, sérstaklega einhver jafn "líflegur" og þú DoctorMofi, 20.8.2008 kl. 10:33
Sæll Mosi minn, Mofi meina ég auðvitað sorry :) Eins og ég vissi endaði þetta nánast eins og það hófst, þetta er eiginlega án upphafs og endis sem við getum fullyrt um amk, (miðju líka:) Thats life, ég veit ekki hvort við fæðumst með misjafna hæfileika til að trúa eða sá hæfileiki þróist í aðra hvora ættina með árunum, ha? Ég er bara þannig að ef ég á að trúa út fyrir sjálfa mig þá er það á syni mína, annars er það bara inn um annað, já, já, og síðan út um hitt, til þess að halda friðinn, ég er nefnilega friðsöm að eðlisfari eins og nýtilkomni frændi minn Ég sé að þú ert búinn að setja inn tvær nýjar færslur, þær eru ekki með þessum sem þú nefndir í athugasemdinni. Ég hef stund aflögu í dag og greinilega nóg að lesa. Ég ætla bæta með réttu TRÚFRÆÐI í CVið mitt fer sem sagt í annað starf þegar ég er búin að erindast út í heimi. En þú ert rosalega duglegur, þetta aths. nr. 87 og búinn að skrifa svona margar færslur sem eftir eru að fara inn og aðrar komnar inn til viðbótar og efni í heila bók þegar fyrir á blogginu þínu. Best að taka tilhlaup.............!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 14:36
Hvað finnst þér um þessa sýn, eða gagnrýni á þá hugmynd að maður getur treyst vitsmunum sem hafa "þróast", sjá: Coming to Our Senses
Hannað með vilja og vitsmunum. Við gerum svipaða hluti í dag með svipuðum aðferðum, þ.e.a.s. með því að beita okkar vilja og hugviti til að búa til vélar og upplýsingar. Engir galdrar þar á ferð. Þú vilt meina að þetta geti gerst án vilja og vitsmuna og það hljómar eins og galdrar í mínum eyrum.
Falskir eins og Kristur varaði við að yrði nóg af.
Ég er að bera saman handrit Biblíunnar við önnur handrit til að fá út hvað er áreiðanlegast. Tel að sagan hefur alveg sýnt fram á áreiðanleika hennar og hvernig menn fóru á klósettið á þessum tíma hefur ekkert með áreiðanleika hennar að gera.
Það er efni í heila grein og ekkert leyndarmál að það eru mörg óleyst vandamál þarna.
Afsakaðu magnið Tara, þetta bara hrúgast inn :)
Ég bjóst nú ekki við því að þú myndir byrja að trúa en ég vonaði að geta breytt þinni sýn að einhverju leiti á minnsta kosti á kristni trú. Satt skal segja, eins og ég skil hana. Vonandi eigum við eftir að rökræða frekar í framtíðinni og takk fyrir vingjarnlegt spjall.
Mér finnst það ánægjulegt ef hægt er að halda svona umræðum á vingjarnlegum nótum þótt að fólk er ósammála.
Mofi, 20.8.2008 kl. 15:04
Sæll aftur Mofi, ekkert að afsaka þig :) En ég rökræði oft við fólk og skil við það ósammála því engin niðurstaða næst en ekki sem óvinur. Ef fólk getur það ekki og hækkar röddina þá er það að munnhöggvast, þá sérðu í iljarnar á mér, ég stend ekki í slíku. Ekki halda að ég sé byrjuð að trúa, vonandi ekki, það er mjög erfitt að sannfæra mig, nánast vonlaust, en ég hef endalausan áhuga á að fræðast, líka um það sem fellur ekki í minn farveg. Gangi þér vel áfram á þínum vegi
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 15:18
Hljómar vel Tara og gangi þér vel...
Mofi, 20.8.2008 kl. 15:43
Mofi :
Eins og segir á góðri ensku - lol! comedy gold!
Mofi, þínar upplýsingar eru aðeins á eftir. Svona hófst þetta alltsaman :
Vitleysingur eitt segir "Biblían segir hvernig jörðin varð til og hún er rétt!! allir þessir hlutlausu, mentuðu menn hafa rangt fyrir sér!!!" og fer að berjast á móti vísindum. Hann og aðrir eins og hann fara það langt að þeir vilja skipta út skólabókum og fögum. Það er að segja, þeir vilja meina að "Intelligent design" er líka vísindi!(þetta er mikilvægur punktur). Það tekst ekki, dómari nokkur dæmir það ógilt.
Okey hugsar vitleysingur og félagar. hvað nú? Þeir auðvitað sjá villu sína og halda áfram að borða Prozac þróað af vísindum, mat sem var mögulegt að framleiða hratt og ódyrt osfv. haha, auðvitað ekki! þeir skipta um skoðun, segja núna að Vísindi er líka TRÚ rétt eins og þú segir. Nema hvað Trú er eitthvað sem þarf að halda og trúa án vísinda gagna. Its all in the words eins og sagt er. Vísindi þurfa vísinda gögn, það er að segja Sannanir!
Nú og svo er auðvitað allt þetta tal um vísinda menn sem eru líka á móti þróunnar kenninguni(lol) sem er, eftir að menn hafa athugað þær tölur. alger og hrein lýgi. Þeir eru nokkrir, en þeir eru líka þeir sem eru eins og þú, Gáfaðir menn sem eru blindaðir af biblíunni(eða öðru eins). Ekki hlutlausir vísinda menn sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að þróunarkenningin sé röng. Ef þú mótmælir ertu að ljúga - og þú veist það.
Davíð Þóroddur Ólafsson, 20.8.2008 kl. 16:51
Davíð, segðu mér eitt; ef dómari nokkur hefði sagt að ID væri vísindi hvað segir þú þá?
Afhverju ertu síðan að setja sama sem merki milli vísinda sem búa til lyf og vélar með vitrænni hönnun við darwiniska þróun?
Vísindi þurfa gögn, það er alveg rétt en Darwinismi er ekki vísindi heldur guðleysis trúarbrögð sem dulbúast sem vísindi. Hvar eru gögnin fyrir því að náttúrulegir kraftar gátu búið til líf eða forritunarmál og hundruð alfræðiorðabóka? Ef ske kynni að þú veist ekki hvað ég á við þá geturðu skoðað þetta: Sönnun fyrir tilvist Guðs - uppruni lífs
Ég hélt síðan að þú ætlaðir að sýna mér uppáhalds sönnunina þína fyrir darwiniskri þróun?
Mofi, 20.8.2008 kl. 17:08
Ég var aðeins að kynna mér Aðventista út fyrir bloggið þitt en inní kirkjunni ykkar, ég varð fyrir vonbrigðum. Strax minnti lífstíll ykkar mig á Quarin, eða amk hvernig öfgafullir Islamstrúarmenn túlka hann. Ég fór ekki lengra en að þessu þegar ég fór að hugsa, ég veit hvað kemur í framhaldi, þessi orð segja svo margt. Svei mér þá þetta skiptir mig máli, ég ætla að setja mig miklu betur inn í mismunadi trúarbrögð. Trú er svo sannarlega spurning um mannréttindi og snerta starfsemi AI að sjálfsögðu:
„Sýnið
Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni:
konurnar eiginmönnum sínum eins og
Drottni. Því að maðurinn er höfuð
konunnar eins og Kristur er höfuð og
frelsari kirkjunnar, líkama síns. En eins
og kirkjan lýtur Kristi, þannig lúti og
konurnar eiginmönnum sínum í öllu.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 17:31
Ég sé enga efnislega gagnrýni hérna hjá þér...
Í upphafi þá þurfti Guð að brjóta lögmál eðlisfræðinnar og búa til efni, eitthvað sem segir mér að einhver yfir lögmálum náttúrunnar verður að hafa byrjað ferlið. Seinna þá endurmótaði Guð efnið í lífið og jörðina og stjörnur alheimsins.
Nei, sammála því. Minn punktur er aðeins að margt gerir hana áreiðanlega þó að sannarlega þarf maður að taka mörgu í trú. Þetta eru síðan margir höfundar og mörg rit svo eðlilegast að meta hvert rit sér.
Ég hef ekkert haldið því fram að hreinlæti var ekki til fyrir ritun Biblíunnar. Samfélög hafa haft mjög mismunandi hugmyndir um hreinlæti. Ég aðeins bendi á að hreinlætis reglurnar í Biblíunni eru eins og maður "spot on".
Í dag höfum við aðeins vísbendingar. Kannski er þetta óleysanlegt vandamál þar sem fæðutegundir hafa horfið af sjónarsviðinu svo að kjötætur sem höfðu eitthvað annað að borða munu aldrei geta borðað það vegna þess að það er ekki lengur til.
Það er fjallað um þetta í þessari grein hérna en hún er vel löng og það er fjallað um margt annað í henni líka en... ef áhugi er fyrir hendi: http://www.amazingdiscoveries.org/creation-to-restoration1.html
Efnið sem við erum að ræða er aðalega fjallað um í þessum hluta hérna: Evidence for Transformation
Mofi, 20.8.2008 kl. 17:35
Lífstíll þeirra aðventista sem ég þekki er mjög mismunandi... sumir eru grænmetisætur, aðrir alveg vegan á meðan aðrir eins og ég borða allt of mikið af kjöti. Ég er samt alveg á því að þær reglur sem Aðvent kirkjan almennt trúir að veiti okkur heilsu og langlífi séu rétt. Ég fjallaði stuttlega um það hérna: Uppskrift að langlífi
Hvað er AI hérna? Versin sem þú vísar í hafa vafist fyrir mörgum og sumir notað þau til kúgunar en hver sem les þetta í samhengi sér að slíkt er í engu samræmi við það sem höfundurinn var að segja. Ég skrifaði ekki þetta en benti á það varðandi þennan texta, sjá: Fjöldskyldan - Umdeild vers Páls um konur
Fyrir mitt leiti þá eru þessi vers ekki beint til mín þar sem ég er ekki konu og það er alveg sérhverjar konu í sjálfsvald sett að fylgja þessu eða ekki.
Mofi, 20.8.2008 kl. 17:42
Ertu ekki kona? Og versunum ekki beint til þín þess vegna? Þetta er Eric Guðmundsson sem skrifar um umdeild vers, hann afneitar þeim ekki aðeins umorðar þau, eins og alltaf. En þó þú sért ekki kona þá er þessu beint til þín sem karlmanns, það er verið að segja þér að konan þín eigi að vera þér undirgefin, hvað finnst henni um það (ekki persónulegt til hennar samt) og hvað finnst þér um þessa fullyrðingu. Svo skil ég ekki, hvað er AI?? Ég var ekki að hugsa um hollt líferni, aðhyllist sjálf helst því að borða grænmeti og kjöt er ekki mikið fyrir mig. Ég var að hugsa um mannréttindi eingöngu. Konur eru menn og við erum öll jafnrétthá, hver sem hörundsliturinn eða útlitið er, líkamgerð og mismunandi eiginleikar, skoðanir svo lengi sem við sköðum ekki hvort annað með þeim.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 18:01
Mofi: Guð er á móti fátækt og það er hægt að sjá það í lögum gyðinga. Guð notar þetta úrræði að einhver geti orðið vinnumaður í staðinn fyrir mat og húsnæði ef einhver lendir í ógöngum. Frekar lélegt af ykkur að rembast við að rakka þetta niður.
Svo að eftirfarandi er bara dæmi um velferðarkerfi - God style:
Exodus 21:20-21 "And if a man smite his servant, or his maid, with a rod, and he die under his hand; he shall be surely punished. Notwithstanding, if he continue a day or two, he shall not be punished: for he is his money."
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.8.2008 kl. 19:09
Mofi er búið að valta alveg yfir þig eða lagðist þú á bæn? Bara í góðu. En nikkið þitt Mofi, ég er svo forvitin. Hljóð og gæði, útsending og gæði. Bara spá og reyna að setja í samhengi minnstu smáatriði. Þú hefur svo mikið að segja og hefur haft það lengi, hvað skyldi knýja þig áfram.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 20:35
Ég sá enga umorðun heldur skilning á þeim miðað við samhengið.
Þá væri ég að þvinga einhvern til að gera eitthvað sem er í engu samræmi við næsta vers sem er að elska konuna eins og Kristur elskaði kirkjuna, svo mikið að Hann gaf líf sitt fyrir hana.
Alveg sammála. Þú hefur kannski gaman af þessu hérna: Darwin kenndi að konur væru ekki eins gáfaðar og karlmenn
Þú þarft að lesa og skilja þetta í samhengi. Til dæmis þá var refsing fyrir samskonar atvik fyrir frjálsan mann þannig að viðkomandi átti að borga honum fyrir vinnutapið. Þar sem vinnutapið var þegar á hans kostnað þá þurfti ekki að borga fyrir vinnu tap. Annað til að hafa í huga er að ef þræll vildi ekki vera hjá húsbónda sínum þá gat hann alltaf farið, sjá:
Nú gætir þú verið að hugsa að þetta hljómar ekki eins og þrældómur og það er akkúrat málið. Við sitjum uppi með þrældóm eins og gerðist t.d. í Bandaríkjunum en það er um allt annað að ræða í Biblíunni.
Mofi, 20.8.2008 kl. 21:06
Maður verður nú að borða
Veit fátt skemmtilegra en að eiga samskipti við fólk og rökræða skemmtileg málefni. Nikkið kom frá vini mínum. Ég kallaði mig "Morpheus" frá Matrix myndinni en honum fannst þetta óþægilega langt og kallaði mig Mofa og mér fannst það bara vera enn betra :)
Góður punktur Halldóra
Mofi, 20.8.2008 kl. 21:10
Verði þér að góðu, jah nema það hafi verið kjöt Nú svo þú veist ekki fyrir hvað skammstöfunin Mosi stendur, og ekki heldur AI? Jæja það er í fínu lagi, sýnir bara að Darwin vissi nú ekki allt þó að mikið sé til í hans kenningu. En ég túlka pistilinn hans Eric á annan hátt. Hann fór með versin og síðan spjallaði hann bara ósköp næs án þess að neita neinu. Samt flott hjá þér að vera ósammála Eric og Páli og segja að konur standi þér jafnfætis og sumar jafnvel þér ofar amk hvað vitsmuni snertir, auðvitað getur það ekki verið öðruvísi. En með Darwin, smá karlrembu má víst finna alls staðar og hann er líka barn síns tíma þrátt fyrir miklar gáfur. Það er nú staðreynd að konur eru miklu flóknara fyrirbæri en karlmenn, líkamlega og hafa að öllum líkindum almennt meiri félags- og tilfinningagreind, fyrir utan það sem ég hef sagt um aðra greind okkar mannanna. Ég las ekki greinina um homo perietalis og homo frontalis, held það sé tímaeyðsla. Hann miðar líklega við viðkvæmni kvenna og minni líkamsstyrk eins og svo margir karlar gera en homo perietalis, sorry nennti ekki að athuga hvort það væri stafsetningarvilla eða hvað þetta á að þýða, er konan fjarlægari og karlinn fyrir framan. Frontalis þýðir að framan, cortex frontal lob. er framheilinn, sem sagt karlinn, hvirfilbeinin eru parietal, konan?, periferir púlsar eru td í úlnlið og ristum, yst í útlimum. En það er með Darwin eins og allan annan lestur: Lestu með gagnrýnum huga, spáðu og spekuleraðu, ekki taka öllu sem hreinum sannleika, gerðu þér grein fyrir að það er svolítið langt síðan Darwin var uppi, sama hversu mikið vit er í kenningu hans. Svo notum heilann á okkar hátt, you see??
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 20.8.2008 kl. 22:08
Það er fullt af karlmönnum með viti satt að segja :) En í velorðuðu og næs athugasemdinni minni síðustu sagði ég óvart Mosi í stað Mofi (sem skammstöfun) Skil ekki þennan Mosa rugling í mér, þú tilheyrir The Rolling Stones er það ekki?
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.8.2008 kl. 00:33
Ég myndi nú segja að ég er sammála Páli og Erici
Ég held aðeins að þessi skipan að karlmaðurinn á að ráða á heimilinu er vegna þess að einhver þarf að ráða og vera leiðtogi. Skyldurnar sem settar eru á hann eru í raun þyngri en konunnar sem er að setja hennar þarfir og líf framar sínu eigin. Þetta er í rauninni sáttmáli sem þarna kemur fram og konan hefur fullt vald til að heiðra hann eða ekki. Við lifum við trúfrelsi... það er áhugavert að konur urðu nokkrum sinnum leiðtogar í Ísrael vegna þess að enginn karlmaður var hæfur til verksins...
Það er nú ekki svo langt síðan Darwin var og hét og hann notaði sína eigin kenningu til að réttlæta hans skoðanir að konur væru ekki jafn gáfaðar og karlmenn. Páll sem lifði fyrir 2000 árum síðan ekkert slíkt, aðeins að leiðtogahlutverkið ætti að vera hjá mönnum. Hvort áttu erfiðara að fyrirgefa, Páli eða Darawin?
Annars mjög sammála þér að konur eru mjög flóknar verur, ég botna að minnsta kosti lítið í þeim
Ekki samkvæmt Darwin...
Hvernig var það... rolling stone gathers no moss :) Ég þekki karlana en þeir eru ýkt langt fyrir minn tíma :)
Þú ert ekki að glíma efnislega við svarið sem ég gaf.
Er það virkilega svo afstætt? Ef einhver nauðgar systur þinni og drepur móður þína, er hann sekur eða saklaus? Við erum síðan að tala um lög Guðs og þetta voru refsingar fyrir að brjóta þau lög. Þetta er síðan flóknara en það því að einhver varð að heimta að þessari refsingu yrði beitt en allir hvattir til að sýna miskun en þá fór seki aðilinn til musterisins og færði fórn til að fá fyrirgefningu.
Aðeins of stórt umræðuefni til að glíma við í svona þegar stórum pósti.
Guð vildi passa upp á þá sem urðu undir í lífinu og þetta var Hans lausn. Ef þú skoðar reglurnar í kringum þetta þá sérðu að þetta er ekkert eins og þrælahald eins og við þekkjum það frá bíómyndunum.
Tökum t.d. þessa reglu hérna:
Jesú segir að hvar sem menn koma saman í Hans nafni þá verði Hann mitt á meðal þeirra. Menn auðvitað skilja þetta ekki sem líkamlega eða sjáanlega nærveru heldur er Kristur með þeim í anda.
Mofi, 21.8.2008 kl. 10:25
Það er Guðinn sem ég tilbið og útskýrði afhverju samt geta slæmir hlutir gerst og þú ert ekki enn farinn að glíma efnislega við þau rök.
Þú svaraðir ekki spurningunni hvort sá aðili sem nauðgar systur þinni og myrðir móðir þína sé sekur eða saklaus.
Þótt að einhverjir eru með samvisku sem er eitthvað biluð þá samt vita allir menn að það er rangt að ljúga, stela og nauðga.
Ég efast stórlega um að þú veist hver akkurat lausnin er; ert að dæma þetta úr frá þekkingarleysi eða kannski miklu áliti á sjálfum þér og þinni getu til að búa til lög sem vernda fólk sem hefur lent í ógöngum.
Mofi, 21.8.2008 kl. 12:42
Eins gott að þessi athugasemd verði ekki nr. 113!
Mofi! Erum við ekki jafningjar!? Ég held aðeins að þessi skipan að karlmaðurinn á að ráða á heimilinu er vegna þess að einhver þarf að ráða og vera leiðtogi. Skyldurnar sem settar eru á hann eru í raun þyngri en konunnar sem er að setja hennar þarfir og líf framar sínu eigin. Hvaðan hefur þú þetta? Hvaða þyngri skyldur eru settar á karlinn? SEGÐU MÉR ÞAÐ? Það er konan sem elur börnin sér um heimilið og jafnvel vinnur fyrir því, í það minnsta vinnur úti líka jafnt og karlinn sem hlammar sér í sófann fyrir framan sjónvarpið þegar hann kemur heim, nú eða í tölvuna eða út í fótbolta með vinum sínum bla bla. Þetta á ekki við mig ég sé um mig og mína en þetta er bara svo rangt hjá þér Mofi minn. Og konan ræður hvort hún heiðrar sáttmálann eður ei, ætli það ylli ekki óánægju ef hún gerði það ekki ef hún tilheyrði þínum söfnuði?? Allt í góðu samt :)
Ég fyrirgef hvorki Páli né Darwin, geri mér aðeins grein fyrir að þeir vita ekki hvað þeir gjöra ;) Sætti mig við þá vegna þess að ég veit að þetta er rangt og nútíminn veit það líka, nema þeir sem lifa enn í 2000 ára fræðum eða smá vanmáttarkennd gagnvart konum sem greinilega hefur fylgt Darwin blessuðum, öll höfum við galla. En kannski ég kíki á þessa grein hans, skrýtið þetta orðalag hans og spurning hvort það er rétt ritað og samhengið eitthvað skrýtið, nema hvað vitræni þátturinn er í cortex frontal lob. ef hann er eitthvað að vísa til þess (varla samt) en það sannar þá bara mína kenningu um vanmáttarkenndina gagnvart konum hjá honum.
Mofi það sem þú segir næst, Þú skilur ekki konur, ekki frekar en Darwin Getur verið að kenningin mín um hann eigi líka við þig En það er það langt síðan Darwin var á stjái og tækninni hefur fleygt hratt fram, förum í það allra einfaldasta. Það var í kringum eða uppúr 1990 þegar minn framsýni bróðir sagði mér að leggja áherslu á að læra word og exel því word perfect og plan perfect heyrðu fljótt fortíðinni til. Og netið sem var rétt að fara af stað þannig, yrði í dag eins og það er. Hann hafði rétt fyrir sér, svona þróast hlutirnir hratt á okkar tímum og það er fólk eins og hann sem áttar sig á því og hangir ekki í því gamla. Allt í góðu ;)
Þú áttaðir þig hvað ég átti við með mosann, ég veit að þú er x2 yngri en meðlimir Rolling Stones vinur en rúllandi steinar safna ekki mosa bara þeir stöðnuðu. En ég hélt kannski að þú tengdir nikkið þitt Mofi við Brad Miller þess vegna spurði ég, en hin skammstöfunin skulum við sleppa, annað hvort hefur þú ekki áttað þig á henni eða ekki þótt hún eiga við, sama hvort er, það var mín skoðun :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.8.2008 kl. 14:31
Jú
Ég hélt að við værum að tala um ákveðið vers og í því versi þá tel ég þyngri skyldur setta á karlmanninn.
Ekki mínum söfnuði, svo mikið er víst. Eins og ég útskýrði þetta þá lýt ég á þetta þannig að þessu er beint til kenna, ekki beint til karla og þeir yfirfæri það yfir á konur svo þeir geti skipað þeim fyrir. Ekki hægt að neita því að menn hafa skilið þetta þannig en það tel ég ekki vera í samhengi við allan textann.
Ertu að tala um þennan gaur? http://bradmiller.house.gov/
Mofi, 21.8.2008 kl. 14:44
Mofi, 21.8.2008 kl. 14:46
Nei Mofi ekki þessi Brad Miller En ég verð bara að sætta mig við svörin þín, þau komast ekkert lengra inn í minn þverhaus hvort sem er. Flott hjá þér með 113 annars þó 13 sem fyllir bæði símanúmerin mín hafi gert uppreisn þá læt ég þessa tölu bara ekkert komast upp með það svo það hefði verið í lagi.
Ekkert að þakka, gaman að vera einhverjum innblástur. Ætlar þú að ljúka þessum vitrænu Töru hugsunum núna með gleðskap og party, ekki hissa á því
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.8.2008 kl. 15:07
Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög hlynntur Vitrænum hugsunum og Vitrænni hönnun og bara flest öllu vitrænu :)
Ætli þessum umræðum sé ekki lokið en ég vona að eitthvað gott situr eftir.
Svo þar sem ég er að fara að steggja vin minn þá segi ég bara; Party on!
Mofi, 21.8.2008 kl. 16:13
Ég er nr. 1 hvað "vitrænt" varðar, og ég á heiðurinn frekar en allir hinir hér á að vera búin að tala úr þér ALLT VIT svo hvað situr eftir? Vertu nú samt ekki ekki svona á svipinn í steggjapartyinu og mundu, ekkert áfengi, engar sígarettur, ekkert kjöt, öðru máttu ráða! (sorry, eiginkona og ættingjar ráða víst en ekki ég, gleymi mér stöku sinnum)
This shop is closed and protected!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 21.8.2008 kl. 17:35
Sama hvað þú segir, trúi ég því seint að þrælahald Biblíunnar hafi verið svona kósí.
Sjö ára reglan átti eingöngu við um Hebreska þræla, ekki útlendinga, og Hebresku þrælarnir höfðu það betra en hinir;
44 "'As for your male and your female slaves, whom you may have; of the nations that are around you, from them you may buy male and female slaves. 45 Moreover of the children of the strangers who sojourn among you, of them you may buy, and of their families who are with you, which they have conceived in your land; and they will be your property. 46 You may make them an inheritance for your children after you, to hold for a possession; of them may you take your slaves forever: but over your brothers the children of Israel you shall not rule, one over another, with harshness.
Í versinu sem ég vitnaði í er samkvæmt túlkun sumra ekki verið að ræða um vinnutap, heldur dauða sem á sér stað einum til tveimur dögum eftir að þrællinn er barinn. Svo lengi sem þrællinn tórir í þennan tíma er engin refsing til handa morðingjanum - því eftir allt var þrællinn eign hans.
Ef húsbóndinn hefur reddað þrælnum konu og þau eignast börn, má húsbóndinn halda eftir konunni og börnunum þegar þrællinn fær frelsið, því þau eru eign hans. Ef þrællinn segist ekki vilja fara frá konunni og börnunum er eyra hans gatað og hann verður þræll til æviloka.
10 When you draw near to a city to fight against it, then proclaim peace to it. 11 It shall be, if it makes you answer of peace, and opens to you, then it shall be, that all the people who are found therein shall become tributary to you, and shall serve you. 12 If it will make no peace with you, but will make war against you, then you shall besiege it: 13 and when Yahweh your God delivers it into your hand, you shall strike every male of it with the edge of the sword: 14 but the women, and the little ones, and the livestock, and all that is in the city, even all its spoil, you shall take for a prey to yourself; and you shall eat the spoil of your enemies, which Yahweh your God has given you.
Sumsé: ef þú býður frið og hinir þiggja hann verða þeir þrælar þínir. Ef þeir neita áttu að drepa alla karlmennina og taka konurnar og börnin sem þræla. Hljómar þetta eins og félagslega kerfið sem þú virðist sjá í Biblíulegu þrælahaldi?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.8.2008 kl. 17:53
Það er nú meira hvað þið nennið að ræða þetta :)
En ég vildi bara koma því að, að ég er enginn sérstakur fylgjandi Kent Hovind, ég bara gaf honum séns og horfði á myndböndin hans.. Sem er meira en margir aðrir gera, sem vilja bara lesa haug af gagnrýni, í stað þess að lesa bókina.
Hversu margir efasemdarmenn hafa t.d. actually lesið biblíuna ?
Ég veit um einn sem gerði það ekki, það er gaurinn sem gerði þetta myndband sem þið eruð að ræða útfrá.
Viðar Freyr Guðmundsson, 22.8.2008 kl. 05:40
Þetta er nú með þeim fáu steggjaveislum sem ég hef farið í þar sem allir eru trúaðir og ekkert áfengi er við höndina. Ég að vísu forðast það og er svo heppinn að hafa ekki löngu í sopann. Ég auðvitað ræð mér sjálfur en... ef maður gerir eitthvað sem "eiginkonan" vill ekki þá á maður hættu á að missa hana. Ég er að vísu ekki giftur bara svo það komi fram...
Það var síðan lax í matinn, sérstaklega góður :)
Er það kannski vegna þess að þú hefur þegar ákveðnar hugmyndir frá bíómyndum hvað þrælahald er í staðinn fyrir að meta þessar reglur út frá Biblíunni, hvers konar dæmi var að ræða samkvæmt Biblíunni?
Þar sem þræll gat flúið húsbónda sinn og það átti ekki að skila honum til hans þá er hérna frekar um að ræða skyldu húsbónda að henda ekki út útlendum þræli þar sem viðkomandi átti líklegast litla von að lifa af einn og yfirgefinn.
Ef að frjáls maður drap þræl þá var það dauða refsing. Ef frjáls maður lenti í slagsmálum við annan frjálsan mann og annar aðilinn slasaðist þannig að hann varð fyrir vinnutapi þá átti árásar maðurinn að bæta honum vinnu tapaið. Ef þetta gerðist fyrir þræl þá var það "húsbóndinn" sem varð fyrir vinnutapinu svo um var að ræða samskonar refsingu.
Tvennt sem þú þarft að hafa í huga hérna, hið fyrsta er að þræll sem öðlast frelsi er ekki beint líklegur til að geta framfleitt fjölskyldu. Í öðru lagi þá gat þrællinn flúið og það mátti ekki skila honum til baka ef hann vildi það ekki.
Þarna er um að ræða skipun handa ákveðnum aðila þegar hann fór að ráðast gegn ákveðni borg. Þetta virkar óneitanlega vel grimmt en þar sem ég trúi að Guð er góður að þá trúi ég því líka að Hann mun útskýra það sem Hann hefur gert í mannkynssögunni og kannski líka útskýra hvað Hann gerði ekki en menn sögðu að Hann hefði gert.
Þar sem þú ert að reyna að réttlæta lygar og þjófnað þá greinilega telur þú að þetta sé rangt. Auðvitað er ég sammála þér að vond verk annara geta neytt mann í aðstæður sem gera lygar nauðsynlegar en þegar maður þarf sérstakar ástæður til að réttlæta þá segir það manni að þetta er rangt í eðli sínu.
Sammála. Kent Hovind er síðan alveg ágætur en maður verður bara að passa sig á því að fá staðfestingu annars staðar á því sem hann segir sem virkar hæpið.
Mofi, 22.8.2008 kl. 10:47
Kent Hovind er skattsvikari og vitleysingur. Kannski ágætur að einhverju leyti (kannski gerði hann geggjað gott kaffi?), en hann hefur látið út úr sér þvílíka steypu að það ætti jafnvel að dæma hann í ennþá lengra fangelsi fyrir að gera fólk heimskara.
Sem dæmi hefur hann haldið því fram að VATN stöðvi röntgengeisla, að syndaflóðið orsakaðist af risastórum ísloftsteini sem skall á jörðinni, að T-Rex hafi verið jurtaæta, að krabbamein verði vegna B17 vítamínskorts o.s.frv. o.s.frv. Maðurinn er búinn að láta út úr sér þvílíka vitleysu að maður er bara ekki viss um hvort hann sé einhverskonar grínisti eða hvort honum hafi verið fúlasta alvara.
Ég vona að þú, Mofi, munir aldrei nokkurn tímann nota rök og "sannanir" Hovinds fyrir þinn málstað, það myndi ekki hjálpa þér hið minnsta. Og ef þú hefur þegar gert það, viljandi eður ei, þá ráðlegg ég þér að gera það ekki aftur. Allar kenningar Hovinds hafa verið tættar í sundur og afhjúpaðar sem vitleysa fyrir löngu síðan.
Rebekka, 22.8.2008 kl. 12:46
Að ég best veit þá gerir vatn það þó að mjög litlu leiti.
Hvað orsakaði syndaflóðið er á huldu og loftsteinar eru alveg ágæt kenning.
Hvernig veistu að T-Rex var ekki jurtaæta? Við vitum að það eru dæmi af dýrum sem hafa tennur sem virka eins og kjötætur ættu að hafa eru í rauninni grænmetisætur. Við vitum t.d. að það er hægt að ala upp ljón sem grænmetisætur og að það hefur vanalega góð áhrif á heilsu þeirra.
Já, ég skal ekki neita því að það virkar alveg svakalega hæpið þó að það eru nú merkilega margir sem trúa þessu, sjá t.d.
Ég á erfitt með að trúa að þetta sé satt en... ég get heldur ekki neitað því að ef ég myndi greinast með krabbamein þá myndi ég prófa þetta.
Ég reyni aðeins að meta það sem ég heyri fólk segja og reyni að finna hvað ég held að sé rökréttast.
Mofi, 22.8.2008 kl. 13:35
Góðan daginn Mofi minn, ég tók fram fyrir hendurnar á Guði og framvegis verður dagurinn 20 klst og svefntíminn 4 klst, okkur dugar ekki styttri dagur. En partyið hefur farið vel og þú gert nokkurn veginn það sem Tara gyðja samúðar oflr. sagði þér að vísu er fiskur kjötmeti, bara öðruvísi Svo þú ert ekki "kvæntur" meinar þú, það er svo erfitt að átta sig á myndinni af þér, aldrinum á ég við, hvort þú ert yfirleitt kominn á hjónabandsaldur, hann er alltaf að verða hærri. Ennþá er fólkið að diskutera hér, ætlaði að breyta um umræðuefni og setja inn heila ritgerð um Pandoru og boxið hennar (ég á eitt slíkt sjálf sem enginn kann að opna nema ég) en það er sko hægt að gera heilmikið úr hennar "tilveru" bendla hana við Evu og líkja guðunum við Guðinn þinn oflr., sviksemi, eða kenna boxinu um þetta allt sem þykist á einum stað hafa sjálfstætt líf og tekur alla sök á sig. En var of þreytt og ræddi bara nokkur orð um nöfnu mína og setti inn mynd af henni, þessi stytta er næstum jafnhá og ég, að mig minnir, amk 155-160. En ég ætla að lesa þessar athugasemdir, ég sem var búin að loka búðinni fyrir þig. (Stjórnsöm)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.8.2008 kl. 14:58
Loftsteinar?
Ha? Mofi, þú trúir því að guð lækni fólk enn þann dag í dag, er það ekki? Hvers vegna læknar hann ekki fólk sem hefur misst útlimi?
Það eru til vitnisburðir um geimverur, drauga, Snjómanninn ógurlega, Loch Ness skrýmslið og ég veit ekki hvað.
Orðið þræll hefur einfaldlega þá merkingu að einhver manneskja sé flokkuð sem eign annarrar manneskju. Passar 100% við þrælahald biblíunnar.
Og hvar kemur fram í þessum versum að þetta sé gert til þess að minna okkur á að guð eigi að vera hluti af okkur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.8.2008 kl. 15:19
Sko, byrjum á einu, Hvað tulkar þú sem Darwinismi, því ég þekki enga vísinda grein sem heitir Darwinismi.
Hvernig ég set saman lyfja framleiðslu við þróunarkenninguna er að þegar lyf eru þróuð þá er mjög oft(ef ekki alltaf) notaðst við kenningar frá einmitt þróunarkenninguni. Sömuleiðis við matarframleiðslu, plöntur eru genabreyttar osf, allt eru þetta hlutir sem gætu ekki skeð nema ef þróunn virkar eins og vísinda menn segja að hún gerir.
Svo þessi vitleysa í þér með alfræðiorðabækur osfv er nátturulega alger steypa. Það eru til gerlar sem borða og næra sig á nælon. Efni sem er ekki til nátturulega - þessir gerlar fundust við niðurfallsrennsli hjá verksmiðju sem framleiðir - tada!!- nælon. þ.e þessir gerlar ÞRÓUÐUST af sjálfu sér til að nærast á næloni - tada!!-
Þróunarkenningin staðfest. Þetta er auðvitað eitt af þúsundum dæma. En það skiptir ekki máli. þú átt eftir að koma með einhverja vitleysu til að reyna að segja að þetta sé ekki rétt. þetta skilgreinir ekki þróun, þetta er Micro þróun(lol) blahblah, eitthvað kemur.
Og þetta með ameoba hjá þér, sú grein er full af svo miklu rugli að ég veit ekki hvar ég á að byrja. þú heldur tildæmis að DNA hjá okkur(öpum) sé algerlega neglt niður, ef svo mikið sem einn "stafur" breytist þá verðum við eitthvað skrítin eða hvað. En næstum því 95% okkar DNA er svo kallað "junk" DNA. þannig að þetta fellur nokkuð flatt. Þetta er sirka eins og að finna þessar blessuðu 30 alfræðiorðabækur(sirka 55 miljón orð í öllu safninu) og að þú finnir aðeins rétt rúmlega 2.5 miljón orð sem þýða eitthvað.
Þetta er einmitt það sem þið gerið svo mikið, þíð mistúlkið allt, aldrei réttar skilgreiningar notaðar(oft margar fyrir sama hlutinn), vitlausar eða mjög mistúlkaðar staðreyndir og svo flotta strawmen. Þessi miði tildæmis "hentu ruslinu" er svo fínn og dæmigerður strawman að ég hló hérna í tölvustólnum mínum. Eins og einn gáfaður maður sagði "ef þróun er sönn, afhverju hafa ekki fiskar lært að ekki bíta á króka? af hverju hlaupa dádýr ennþá fyrir bíla, ættu þau ekki að þróast?!?!" Ell, óh, Ell !
Davíð Þóroddur Ólafsson, 22.8.2008 kl. 16:07
Mófó segir :
Ég lagaði þetta hjá þér, smá stafsetninga villa.
Davíð Þóroddur Ólafsson, 22.8.2008 kl. 16:10
Góðan daginn Tara :)
Umræðurnar hérna fara oft út um víðan völl og lítið við því að gera; reyna bara að hafa gaman af því. Pandoru er líklegast ein útgáfan af Evu og ávalt þá bergmálar afsökunin að allt er einhverjum öðrum að kenna en mannkyninu og oftar en ekki manni sjálfum. Enginn vill taka á sig sökina og vel skiljanlegt en stundum þarf maður að vera heiðarlegur og horfast í augu við það sem maður veit dýpst inni að er satt.
Nafna þín er virkilega flott
Mofi, 22.8.2008 kl. 16:11
Ég býst ekki við neinum lækningum, aðeins að þær geta gerst. Þegar fólk segir sögur af þeim þá trúi ég þeim svona mátulega; útiloka ekki að þær eru sannar því að ég tel að þetta geti gerst. En að finna einhvert concrete dæmi af akkurat svona lækningu er einfaldlega eitthvað sem ég hef aldrei búist við.
En ekki vitnisburðir um að einhver læknist og fái útlim aftur? Segir okkur það að hitt er byggt á einhverju sem er alvöru?
Það er enginn að neita því að það var slæmt ef einhver þurfti að gerast þræll.
Eins og ég sagði, þetta er minn skilningur.
Mofi, 22.8.2008 kl. 16:25
Kannski getur þessi grein hérna hjálpað þér: Busting Another Darwinist Myth: We’d love to take credit for "Darwinism,
Í stuttu máli þá er þetta heiti yfir þá sem trúa að allt lífið sé afrakstur handahófskenndra stökkbreytinga og náttúruvals. Oftar en ekki trúa þeir á enihverja tegund af sjálfskviknun lífs.
Ég veit ekki um neitt í þróunarkenningunni sem hjálpar við lyfja framleiðslu. Ef það er náttúruvalið sem er að gagnast þeim þá er það hugmyndafræði sem kom frá sköpunarsinnum upprunalega.
Hvernig fórstu frá alfræðiorðabókum yfir í gerla sem borða nælon?
Alfræðiorðabækurnar koma frá því sem við vitum um lífið sem er að fyrsta lífveran þurfti mikið magn af upplýsingum.
Varðandi nælon gerlana, í besta falli er þarna ólíkleg stökkbreyting en ekkert á við einfalt prótein sem væri svona eins og ein setning í alfræðiorðabók. En líklegast er ekki um ólíklega stökkbreytingu að ræða og það eru þó nokkrar ástæður til að álykta að svo er ekki, sjá:Why Scientists Should NOT Dismiss Intelligent Design og The adaptation of bacteria to feeding on nylon waste
Ekki segja mér, að gagnrýna þróunarkenninguna er óvísindalegt?
Þarna var ekkert sem kemst nálægt því sem darwinistar halda fram að þróun geti gert og líklegast var um eitthvað allt annað að ræða. Það er enginn ágreiningur um að stökkbreytingar gerast og að ólíklegar stökkbreytingar geti gerst og þær í gætu haft góð áhrif en ágreiningurinn er um hvort að þetta er mekanismi sem getur búið til flóknar vélar.
Ég held ekkert um eitthvað DNA sé nelgt niður... staðreyndin er sú að ein breyting í DNA-inu getur haft mjög alvarlegar afleiðingar en síðan eru aðrar sem virðast hafa mjög lítil áhrif. Varðandi "junk-DNA" þá er þarna um að ræða spá darwinista sem hefur reynst röng og lönug kominn tími til að parkera þeirri vitleysu, sjá: Junk DNA that isn’t og The uses of junk DNA
Og ef setningin "Farðu út með ruslið" var líklegast orsökuð af einhverjum með vitsmuni, hvað er þá líklegasta útskýringin á 2,5 miljón orðum sem segja hvernig á að búa til eitthvað sem er jafn fáránlega flókið og flott hannað og minnsta eining lífs er?
Hérna er ágæt video sem fjallar um hve flókið lífið er: http://www.nwcreation.net/videos/miracle_inthe_cell.html
Talandi um strámannsrök...
Mofi, 22.8.2008 kl. 16:44
Hann lét mig segja eitthvað sem ég sagði ekki en það er í grunninn það sem strámannsrök eru. Þú setur upp skáldskap sem mótherji þinn hefur ekki og síðan ræðst á það. Skal viðurkenna að þetta er ekki svo augljóslega strámans rök; kannski að teygja smá.
Þetta eru ekki strámannsrök; þetta er einfaldlega vandamálið sem staðreyndirnar benda til þess að þeir sem trúa að lífið hafi orðið til með náttúrulegum ferlum standa frammi fyrir.
Mofi, 22.8.2008 kl. 17:16
Þetta er aðeins vandamálið eins og ég sé það. Endilega útskýrðu fyrir mér afhverju þetta er strámaður eða að þetta sé ekki vandamálið.
Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
Er spurningin er almenn um sekt þá er nóg að vera sekur um eitthvað. Ef spurningin er um ákveðna sekt þá þarf að athuga það sérstaklega. Ef einhver stendur frammi fyrir dómara sekur um nauðgun þá skiptir það engu máli þótt hann er saklaus af skjalafalsi... kannski erum við bara að blaðra um eitthvað sem við erum sammála...
Að Biblían segir að sumt er óhreint og hreint er ekki spurningum samvisku heldur spurning um heilbrigði. Maður er ekki beint að syndga með því að borða svínakjöt heldur aðeins að fylgja ekki góðum ráðum. Allir hafa samvisku þó að sumir brjóti gegn henni og jafnvel þagga alveg niður í henni og verða siðlausir. Trú tryggir engan veginn gott siðferði, tryggir aðeins vitsmunalega þekkingu á siðferði Biblíunnar sem ég tel vera mjög hátt.
Segðu mér hvað þér finnst vera versta við þetta svo kallaða þrælahald í Biblíunni?
Mofi, 22.8.2008 kl. 23:49
Mófó blaðrar
*facepalm*
Viltu sleppa þessari alfræðiorðabók þinni, hún er strawman, hún er röng og hún er að mestu innihaldslaus(Junk). Hvernig DNA getur formast, og gert gang og svo að lokum verið "kódinn" sem segir til um hvernig við lítum út er mjög vel skýrt og staðfest. Þetta er kanski kenning, en mjög líkleg(og búið að sanna alla parta af henni í ransóknarstofu, eins og hvernig aminósýrur geta formast af "dauðu" efni). Ég er alls ekki vel mentaður í þessum efnum, ég les það sem ég sé þessu tengt á digg.com, skoða myndir á youtube osfv. Það sem bara fer verst með mig er að okkur vantar hér, á blog.is, er Potholer54, cdk007, Thunderfoot og aðra til þess að þagga niður í þér og þessari steypu sem rennur frá þér. En þar sem þessa gaura vantar þá geri ég mitt besta.
ég mæli með að þú skoðir allar myndir hans AronRa á youtube.com linky
Davíð Þóroddur Ólafsson, 23.8.2008 kl. 08:07
Svei mér þá ég dró "The Tower" fyrir ykkur í morgun
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.8.2008 kl. 10:49
Það er dáldið óþægilegt hvernig þú gerir þetta. Þú lætur þín orð vera eins og tilvitnun...
Vandamálið þarna er að um ræðir sjálfstæðar verur; þær hafa sinn frjálsa vilja. Guð hefur í okkar tilfelli tekur burt hluta af sínum almætti til að leyfa okkur að ráða.
Ég er að útskýra minn skilning á þeirri opinberun sem Guð hefur gefið okkur í Biblíunni. Guð vill að fólk iðrist og setji traust sitt á Hann frekar en sitt eigið réttlæti. Samkvæmt Biblíunni þá er flest allt sem hjáir mannkynið því sjálfu að kenna. Of langt mál að fara út í það hérna en ég reyndi að útskýra þessa hlið málsins hérna: Leiðin til lífs
Skiptir það þig ekki máli hvað fólki sem þér þykir vænt um finnst um þig? Hvort það óttist þig, hati þig eða er alveg sama um þig? Hérna sjáum við að Guð er persóna sem er ekki sama hvað verðum um okkur.
Jú, það getur ekki verið mikið eftir. Ef áhugi er fyrir hendi þá er hérna video sería sem fjallar um loka atburðina, það sem mun endanlega sanna fyrir öllum svo enginn vafi er eftir að Guð hefur rétt á því að dæma og útrýma illskunni úr heiminum, sjá: Atburðir endalokanna
Lykil atriðið hérna er að til þess að illskan fái að sýna sitt rétta andlit verður Guð að láta hana í friði og koma ekki í veg fyrir afleiðingar hennar.
Þegar kemur að náttúruhamförum og fleira þá talar Biblían um að heimurinn breyttist þegar syndin kom í heiminn og má segja að Guð dró sig í hlé við að viðhalda jörðinni.
Myndum við gera það? Ég sé nú ekki heiminn vera mikið að því. Offita er mikið vandamál í hinum vestræna heimi og mörg lönd borga bændum fyrir að rækta ekki of mikið og gífurlega miklum mat er hent á hverju ári. Ég sé ekki betur en eigingirni og leti og hvað annað er að orsaka það að þessi börn hafi það svona slæmt.
Guð aftur á móti hugsar um stóru myndina, að þegar illskunni verður eytt þá munu allir segja að þetta varð að gerast og Guð hafi verið kærleiksríkur í því að gera það. Enn fremur miskunsamur að bjarga þeim sem vildu fyrirgefningu og veita þeim eilíft líf þótt það fólk á það ekki skilið.
Mofi, 23.8.2008 kl. 12:45
Þetta er alveg fáránlegt, auðvitað héldu menn því fram að þetta væri drasl, þess vegna nafnið: "drasl-DNA".
Hérna er einn sem vogaði sér að segja það, þú kannski kannast við kauða:
Mofi, 23.8.2008 kl. 12:53
Nei, alls ekki því það er hluti af vandamálinu við uppruna lífs sem guðleysingjar þurfa að útskýra.
Ég ætla rétt að vona að þú ert að grínast; hver eiginlega sagði þér þessa þvælu?
Ahh... þetta útskýrir málið. Að nokkrar amínósýrur geta myndast með efnafræðitilraunum þar sem réttu efnunum er blandað saman segir okkur ekkert um uppruna DNA. Amínósýrur eru síðan alveg steindauðar, aðeins tiltulega einföld efni eins og t.d. Phenylalanine
Vandamálið sem guðleysis efnishyggju einstaklingar standa frammi fyrir er hvernig langar keðjur af amínósýrum mynduðust og hvernig myndaðist forritunarmál sem segir til um hvernig þær eigi að raðast saman, upplýsingar um hvernig á að búa til flóknar vélar úr þessum próteinum og síðan uppruni þessara flóknu véla sem vinna úr öllu þessu. Vélar eins og t.d. þessi hérna: http://www.youtube.com/watch?v=bMD2D58i0lQ
Mofi, 23.8.2008 kl. 13:01
Mófó slefaði
what? bíddu ha? HVAÐ ERTU AÐ BULLA. Uppruni lífsins og það sem Darwin talaði um er ekki tengt. fyrir utan það að þetta er strákarl og lélegur strákarl. Annaðhvort skrifaru nákvæmlega hvað þig langar að vita, engar lélegar myndlíkingar, hálfar skilgreiningar eða strákarla rök eða ég set þig í hóp með Kent Hovind og félögum(Og Kent karlin er nú illa heimskur). þú ert alltaf að þú ert alltaf að ljúga
Mófó laug
þvæla.
http://en.wikipedia.org/wiki/Models_of_DNA_evolution
http://www.youtube.com/watch?v=YXfIop5ZOsY
http://en.wikipedia.org/wiki/Dna
http://en.wikipedia.org/wiki/Introduction_to_genetics
http://en.wikipedia.org/wiki/Introduction_to_evolution
http://en.wikipedia.org/wiki/Evolutionary_biology
Davíð Þóroddur Ólafsson, 23.8.2008 kl. 15:32
Afhverju ertu eitthvað að blanda Darwin við þetta???
Þetta er vandamálið og þú ert í rauninni búinn að sýna fram á að þú hefur enga þekkingu á málinu fyrst þú vísar í Miller Urey tilraunina til að útskýra uppruna DNA. Staðreyndirnar segja okkur að fyrsta lífveran þurfti mikið magn af upplýsingum; aðeins einhverjar guðleysingja afsakanir segja að svo er ekki en þeir hafa ekki snefil af alvöru gögnum til að styðja það.
Endilega útskýrðu í þínum eigin orðum hvernig röð af efnum fær ákveðna meiningu og síðan vélar sem lesa upplýsingarnar. Hvernig fara efni að því að ákveða að ákveðin röð af efnum hafa ákveðna þýðingu?
Einu rökin sem þessi gaur kemur með eru að stökkbreytingar valda sjúkdómum og afskræmingu. Þetta er í grunninn sama vandamálið og vandamálið með illskuna og ég fjallaði um það hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari? og ég rökræddi einnig við DoctorE um þetta sama video sjá: Guð & DNA
Hvað sérðu annað út úr þessu en að DNA er gífurlega flókið og magnað fyrirbæri? Kannski þú ert ekki að átta þig á því hve magnað fyrirbæri DNA er, kannski getur þessi grein hjálpað þér: DNA—what does it prove?
Mofi, 23.8.2008 kl. 16:15
Og ég bendi þér á að það er búið að vera finnast virkni fyrir hluta af þessu og menn almennt búnir að hafna þeirri hugmynd að það er hægt að kalla þetta drasl.
Þú lifir í afneitun. Þér er svo sem frjálst að gera það en eins og tilvitnanirnar í Dawkins sýna fram á þá var málið ekki bara að það kóðaði ekki fyrir próteinum heldur að það væri tilgangslaust rusl.
Ég veit vel að það er margt sem bendir til þess að hlutar þessu hafa engan tilgang en að vita ekki tilganginn er að færa rök út frá vanþekkingu. Vanþekkingu sem er búin að sýna fram á að var röng og núna er miklu meiri áhugi að rannsaka þennan part DNA því nú þegar hafa hlutar sem menn héldu að hefði enga virkni, mjög mikilvæga virkni.
Mofi, 23.8.2008 kl. 18:11
Svipað oft og ég reyni að útskýra að orðið Junk var notað af því að menn héldu að þetta væri drasl og ég er búinn að sýna fram á það með tilvitnun í vin þinn Dawkins; prófaðu að vera nú heiðarlegur...
Og ég er búinn að benda þér á að rannsókn eftir rannsókn sýnir fram á að hlutar DNA sem voru flokkaðir sem drasl voru það ekki. Það er alveg möguleiki að slatti er drasl en það er kjánalegt að álykta svo nema búið sé að rannsaka það ýtarlega. Nú þegar hafa hugmyndir darwinista um drasl DNA þegar haft slæm áhrif á rannsóknir á þessu og gaurar eins og þú halda áfram að predika þetta en það mun aðeins sýna enn betur hvernig darwinisk hugmyndafræði skaðar alvöru vísindi.
Junk DNA that isn’t
The uses of junk DNA
Lestu aftur ( eða í fyrsta sinn ) það sem Dawkins skrifaði og ég vitnaði í.
Mofi, 23.8.2008 kl. 19:59
Nei, stökkbreytingar eru líklegasta orsökin fyrir hvaða drasli sem gæti verið þarna.
Voðalega ertu viss um að það er enginn vísindamaður sem trúir á Guð og að Guð hafi skapað eitthvað sem er að rannsaka DNA...
Mofi, 23.8.2008 kl. 20:04
Vissiru að flestir vísindamenn trúa á sömu bók og þú?
þú ert að reyna að segja að þeir sem trúa ekki blint á að jörðin sé 6000 ára gömul eru allir guðleysingjar. Góður!
Þú hefur ennþá ekki svarað mér með nákvæmlega hvað þú villt fá svör við, ekki einhverja vitleysu eins og
Þetta er allt í stórum dráttum. Ertu að spyrja hvernig DNA virkar? hvernig það þróaðist? ertu að spyrja hvernig nýjar tegundir af dyrum hafa þróast(og eru enn), ertu að spyrja hvernig fyrstu lífverurnar notuðu DNA? ertu að spyrja hvernig DNA er formað?
Þetta er eins og AronRa segir, um leið og maður reynir að negla niður nákvæmlega hvað er verið að tala um þá er skipts á skilgreiningum, ef einvherjar eru notaðar yfir höfuð. Spurðu mig um eitthvað sem þér finnst vera alger sönnun fyrir að þróunarkenningin sé ekki rétt. Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki best lesinn í þessum efnun(eins og ég hef sagt áður). Ef þú lofar að koma með góða, nákvæma spurningu(ekki helvítis alfræðiorðabókina..) og ég skal lofa að lesa mig vel till um það efni og reyna að finna þær sannanir sem til þarf. Deal?
Davíð Þóroddur Ólafsson, 23.8.2008 kl. 20:15
Ertu að segja að til þess að vera trúaður þarf maður að trúa eins og þú?
Hvernig geta þær þá verið þarna ef þróunin er ekki sönn?
Davíð Þóroddur Ólafsson, 23.8.2008 kl. 20:19
Nei, ég er ekki að segja það; þú ert alveg arfaslappur í að draga ályktanir...
Nei, ég orðaði spurningu á frekar nákvæman hátt, ef þú getur ekki svarað henni þá ertu ekki einn á báti því að þetta er mjög erfitt vandamál fyrir darwinista að útskýra hvernig náttúrulegir kraftar fóru að því að búa til forritunarmál og upplýsingar.
Nei
Afþví að stökkbreytingar gerast og þær eru miljörðum sinnum líklegri til að búa til drasl en að búa til eitthvað vitrænt. Enginn ágreiningur um að þær geti búið til drasl, svo mikið er víst og nóg af sönnunum fyrir því.
Og ætlar þú ekki að fara að ná því að þeir kölluðu það "junk" eða drasl af því að þeir héldu að það gerði ekki neitt alveg eins og þú ert núna að halda fram og vinur þinn Dawkins hefur haldið fram í marga áratugi?
Intelligent Design and the Death of the "Junk-DNA" Neo-Darwinian Paradigm og Intricate Toiling Found In Nooks of DNA Once Believed to Stand Idle
Flettu upp á hvað orðið junk þýðir!!!
Nei, þetta er dæmi um einn frægasta darwinistann að predika junk-DNA hugmyndina sem hefur gert ekkert annað en að skaða vísindalega rannsóknir.
Bara áhugaverður fiskur og fróðlegt að vita afhverju hann þarf minna erfðamengi en venjulegir fiskar.
Mofi, 24.8.2008 kl. 12:43
Mófi
kjaftæði, þetta var þessi nákvæma spurning:
Þetta er EKKI nákvæm spurning, hún segir hvergi hvað er verið að tala um, annað en efni, upplýsingar og vélar sem lesa. Segir aldrei hvaða efni, hvaða upplýsingar og aldrey hvaða vélar. Eins og ég sagði, þegar er beðið um eitthvað nákvæmt þá víkka bara skilgreiningar.
Útskírðu fyrir mér hvað Þróunarkenningin útskýrir. Ef þú getur það án þess að blanda saman hugtökum.
Davíð Þóroddur Ólafsson, 24.8.2008 kl. 18:57
7.9.13. Ég var að stinga uppá því við ykkur að þið víkkuðuð aðeins sjóndeildarhringinn eða færðuð pælingarnar aðeins út og skoðuðuð hvað tölurnar skipta miklu máli í trúnni. Að vísu í stuttu máli í von um að þið helltuð ykkur út í þetta í amk 100 ahts.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 24.8.2008 kl. 21:40
Maður getur nú ruglast enda mörgum að svara.
Og ég benti þér á grein þar sem nýlegar uppgvötanir eru að láta menn endurhugsa þetta. Þú greinilega trúir þessu og ég er búinn að benda á nóg til að láta þig efast um þetta en ef þú vilt trúa þessu þá er lítið við því að gera.
Svo þú trúir að junk-DNA er drasl svo afhverju ertu eitthvað að rífast við mig um að orðið þýðir í rauninni drasl sem hefur engan tilgang?
Ég sagði það ekki Sveinn... frekar pirrandi að þú virðist rembast við að rang túlka allt sem þú getur. Ég bendi aðeins á að þeir vísindamenn sem stunda rannsóknir á þessu að líklegt er að einhverjir þeirra trúi á Guð og að Hann hafi skapað þetta.
Það er auðvitað letjandi að eyða sínum tíma í að rannsaka eitthvað sem allir segja að sé drasl.
Ég sé enga ástæðu til þess að álykta að þessi fiskur styður eitthvað frekar þróun en sköpun.
Hérna gerir þú ráð fyrir þróunarkenningunni í þinni eigin spurningu. Að fugu fiskurinn hefur nána ættingja og ef fugu fiskurinn þarf ekki á jafn miklu magni af DNA þá þýðir það að DNA í hinum fiskunum er drasl. Það er rökrétt út frá þróun en út frá sköpun þá hefur maður ekki þessar ástæður. Afhverju hann þarf minna genamengi er rannsóknarefni út af fyrir sig og ég veit ekki hver ástæðan er núna.
Hérna er útskýrt hvernig junk-DNA dæmið lítur út fyrir þeim sem trúir á sköpun, sjá: ‘Junk’ DNA: evolutionary discards or God’s tools?
Þú varst nú að benda á linka á RNA og DNA svo ég gat ekki séð betur en þú værir að skilja um hvað var verið að tala. Uppruna DNA er vandamálið fyrir þróunarsinna og það krystallast í því hvernig náttúrulegir kraftar fara að því að búa til forritunarmál eins og DNA er og síðan örsmáar vélar sem kunna að lesa það og vinna úr þeim skipunum sem þar er að finna.
Ég var ekki að tala um hana en ef þú vilt lesa þér til um hana þá geturðu kíkt á þessa grein hérna: http://www.talkorigins.org/faqs/evolution-definition.html
Þetta eru þróunarsinnar svo þú ættir ekki að vera svo ósammála þeim. Ég hef aðeins rekist á það oftar en ekki að þeir sem ég rökræði við þekkja efnið illa.
Mofi, 25.8.2008 kl. 12:45
Tara, kannksi náum við að setja met í fjölda athugasemda :)
Mofi, 25.8.2008 kl. 12:46
Svei mér þá, en ég held að þér verði snúið í Darwinista, farðu nú varlega Mofi minn ;) Ég sé að þið eruð svo uppteknir af honum og verið áfram, best að ég troði honum í hausinn á mér líka. En annars það sem ég sagði um tölurnar 7.9.13. sem enginn hefur tekið eftir í látunum þá er þetta merkilegt fyrirbæri ég ætla að skoða það betur, stærðfræðin er merkileg sem slík og þessar upplýsingar eru lauslega teknar úr vísindaritum ekki hindurvitnabókum. Svo ég bætti neðangreindum uppl. við að gefnu tilefni:
Þessar upplýsingar eru fengnar úr vísindaritum þetta er ekki hindurvitni sem einhver þarf að skammast sín fyrir að skoða, talan 7 er td mjög sérstök þó það tengist ekki endilega trúnni. Stærðfræðin er bæði merkileg og kannski smágölluð, við fáum oft rangar útkomur út úr réttum útreikningi, margar litlar sögur til um það.
Kveðja Tara Tarot
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 25.8.2008 kl. 17:33
Haraldur :
Sama hvað ég var að tala um var spurningin með engu klár, það er ekki eins og þú hafir skipt um umræðuefni áður!
Ok, þannig að þitt stóra vandamál með þróunarkenningu er semsagt upprunni DNA og RNA? Það var einmitt ástæðan fyrir því að ég bað þig að gefa mér skilgreiningu á þróunarkenninguni. Því uppruni lífsins hefur lítið sem ekkert með þróunn að gera. En svo ég svari nú einhverj í sambandi við þetta "vandamál þitt".
Nákvæmlega hvernig DNA og RNA þróaðist í fyrstu er nákvæmlega ekkert vandamál og krystallar ekki neitt. því það eru fleirri rök fyrir en á móti því að DNA hafi einmitt þróast. Skoðum tildæmis DNA okkar og apana, Þar má finna nákvæmlega sömu leifar af DNA vírusum í mörgum krómosómum hjá okkur báðum.
Svo varðandi þessar vélar þínar. þetta er allt frekar flókið, eiginlega mjög flókið efni. Ég googlaði aðeins og fann mest af gagni varðandi DNA polymerase - Hér -í ljós kemur að allt sem gengur á varðandi DNA og RNA fjallar ekki um neinar vélar sem lesa og skilja neitt. heldur er þetta bara efnafræði. þrír DNA strains(codon) ákveða amínósýrur, sem kóda próteins. próteins eru vinnuhestar líkama okkar. Það er nátturulega heeeeellingur í viðbót við þetta. En það hvernig DNA virkar er ekki spurning. Auðivitað er ekki ALLT vitað um DNA, enda er verið að rannsaka þetta.
Hinsvegar, ekkert af þessu skiptir máli, því allt sem þú gerir er að segja að A getur ekki verið satt vegna þess hversu flókið það er, Þessvegna er B satt!
Sama hvað þér tekst að afsanna vísindi(lol) þá tekst þér aldrei að sanna biblíunna.
Davíð Þóroddur Ólafsson, 25.8.2008 kl. 17:38
Nei, ég sagði það ekki. Ég sagði að guðleysis efnishyggja væri í vandræðum með að útskýra uppraun DNA með aðeins náttúrulegum kröftum.
Svo þú skilur ekki einu sinni hvert vandamálið er? Gott að vita...
Það er einfaldlega rangt hjá þér. Það er ekki einu sinni eins og einhverjir eru að rökræða þetta því það er enginn ágreiningur um þetta. Ég benti þér á myndband sem sýndi þessar vélar, hvað eiginlega klikkaði?
Það væri ágætt að vita hvort ég er að tala við einhvern sem er kominn í framhaldsskóla eða er ennþá í grunnskóla... spurningin sem ég hafði handa þér var hvernig þessi röð af efnum þrír DNA "codon" fóru að því að tákna tilteknar amínósýrur og sömuleiðis margt annað eins og að núna byrjar prótein og núna er próteinið tilbúið og margt fleira. Hvernig fara efni að því að gefa sjálfu sér einhverja þýðingu?
Ég segi að eina leiðin er að einhver ákveði það eins og menn ákváðu hvað stafirnir sem við erum nú að nota til að tjá hugsanir okkar. Enginn hefur séð náttúrulega krafta sem hafa ekkert vit eða vilja búa til forritunarmál en það er akkurat það sem DNA er.
Hver er að reyna afsanna vísindi? Ef þú heldur að guðleysis efnishyggja er hið sama og vísindi þá vil ég leyfa mér að vera ósammála þér. Þeir sem lögðu grunninn að nútíma vísindum voru sköpunarsinnar, sjá:1000 ár af afrekum sköpunarsinna og Guðs
Tara, það er erfitt að komast hjá því að sú hugsun sem Darwin kom með hefur haft áhrif á flest alla heimspeki og hugmyndafræði nútímans svo hann kemur upp aftur og aftur. Stærðfræðin er sannarlega merkileg og þú endilega lætur okkur vita að hverju þú kemst.
Mofi, 25.8.2008 kl. 17:58
Ég læt hana bara bíða og helli mér útí Darwin Mofi, sama hvað þú segir, svo kem ég með stærðfræðina eða tölurnar sem tengjast trúnni svo mjög. Það þarftu að vita :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 25.8.2008 kl. 18:03
Sannleikurinn er hentugur...
Ertu að segja mér að þú skilur ekki rökin? Að þegar menn flokka eitthvað sem drasl sem hefur engan tilgang að þá vilja menn frekar eyða sínum tíma í að rannsaka eitthvað sem hefur tilgang. Þetta segir sig sjálft og þú hefur nóg af gögnum þar sem menn héldu að þetta væri drasl en aftur og aftur finnst tilgangur.
Gífurlega flókið dýr sem sýnir öll einkenni hönnunar... auðvitað styður það sköpun.
Menn geta rannsakað hve lík einhver dýr eru en að þau eigi sameiginlegan forfaðir er ályktun sem kemur frá því að samþykkja þróunarkenninguna. Málið er að gera greinar mun á milli staðreynda og síðan ályktana út frá staðreyndunum.
Ég veit vel þín rök en það þýðir ekki að ég er sammála þeim...
Mofi, 25.8.2008 kl. 18:14
Hlakka til Tara :)
Mofi, 25.8.2008 kl. 18:15
Ég þekki þennan Fugu fisk ekki neitt svo hef mjög takmarkaða skoðun á honum. Hvernig hann styður þróun er mér hulin ráðgáta þar sem darwinistar geta ekki einu sinni útskýrt uppruna próteina, hvað þá fruma og hvað þá miljónir fruma að vinna sem ein heild í stórkostlega flóknu dýri.
Menn geta séð hvað er líkt en geta gert rangar ályktanir um skyldleika.
Mofi, 26.8.2008 kl. 10:05
Ég er aðeins að velta fyrir mér hvort hve gamall þú ert því að miðað við það sem þú segir þá veistu ekkert um það sem við erum að tala um.
Hvað er þá þetta? Lífið ekki mögulegt án nanó véla, flott myndbönd frá Harvard af hönnun í fruminni
Restin af ómálefnalegt rusl sem ég fjarlægði en það lætur aðeins þig Davíð líta illa út.
Mofi, 26.8.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.