Er ofbeldi einhvern tímann hið eina kærleiksríka í stöðunni?

44005467f86733

Ef valið er milli þess að veita fólki hjálp með valdi annars vegar, og reyna þannig að koma í veg fyrir að tugþúsundir manna deyi eða að gera ekki neitt og sætta sig við illsku þeirra sem koma í veg fyrir hjálpina, hvor leiðin er kærleiksríkari? 

  Þetta gæti virkað einföld spurning fyrir suma og mjög flókin spurning fyrir aðra. Ég flakka á milli þessara tveggja valmöguleika. 

Stundum finnst mér svarið vera augljóst, að við ættum ekki að líða að einhver komi í veg fyrir að öðru fólki er hjálpað.  Hvað myndi lögreglan gera ef það væri maður sem kæmi í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist að slysstað þar sem mörg líf eru í húfi?  Væri sá maður ekki fjarlægður og hent í steininn og réttilega svo?

Það er ekki auðvelt að beita ofbeldi þar sem menn eru drepnir af því að þú vilt bjarga lífum en er það kannski það sem er kærleiksríkt? 

Vonandi fer þetta samt allt vel og að hjálparstarf geti hafist þarna og þessi herforingjastjórn sjái að sér og komi ekki í veg fyrir hjálparstarf.

Langar aftur að minna á hjálparstarf ADRA á þessum slóðum, hérna er hægt að gefa til þessa hjálparstarfs: 

Myanmar Cyclone Fund

 


mbl.is Matvælasendingar hindraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð heimspekileg spurning.  Þetta er í ætt við spurningar eins og á að leyfa líknardráp eða pynta fanga þegar mikið liggur við. Við getum alltaf búið til dæmi þar sem slíkt er réttlætanlegt og þó.  Reynslan sýnir að við mennirnir erum svo ófullkomnir að við kunnum ekki að fara með slíkt vald. Bandaríkjamenn þóttust t.d. vera að "frelsa" Íraka en hver er niðurstaðan?  Pyntingar hafa aldrei verið meiri og landið er orðið gróðrarstía fyrir öfgaöfl sem ekki þekktust þar fyrir.  Sé yfirþjóðlegu valdi beitt verður það að vera gert á fjölþjóðlegum grundvelli en ekki geðþóttaákvörðun eins og mörg sorgleg dæmi sýna.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Mofi

Við mennirnar sannarlega virðumst klúðra svona þegar við reynum að gera svona "góðverk".  En getur maður samt sitið hjá með góða samvisku?

Mofi, 8.5.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég skil þig mjög vel og deili áhyggjum þínum af þessu. Lækningin má samt ekki valda meiri skaða en sjúkdómurinn, þá er til lítils unnið.

Sigurður Þórðarson, 8.5.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Mofi

Sammála Sigurður... öfunda ekki þá sem standa frammi fyrir svona ákvörðunum.

Mofi, 8.5.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband