16.4.2008 | 11:56
Dauðinn, hinn mikli óvinur
Margir láta eins og að dauðinn er bara eðlilegur hlutur af náttúrunni en afhverju þá þessi mikla sorg þegar svona gerist? Ef þarna hefði verið á ferðinni rúta full af gömlu fólki, værir þetta þá ekkert mál? Langar ekki þeim sem eru gamlir að fá æskuna aftur og meiri tíma? Kemur sá tími einhvern tímann að maður hugsar að mig langar ekki í meiri tíma til að njóta samvistar við þá sem manni þykir vænt um, hlusta á tónlistana sem maður elskar og bara njóta alls þess góða í lífinu?
Góðu fréttirnar eru þær að það er búið að sigra dauðann og þessi börn sem dóu þarna, það er von fyrir þau. Fyrir tvö þúsund árum síðan dó Jesú eins og spámenn höfðu sagt fyrir um, sjá: Spádómurinn um Föstudaginn Langa
Síðan reis Hann upp frá dauðum og gerði þannig kleypt að allir mættu öðlast eilíft líf.Tugir barna fórust í rútuslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó að eitthvað sé eðlilegur hluti af náttúrunni þá getur það samt verið sorglegt. T.d. rakst lofsteinn á jörðina fyrir 65 milljónum árum, og drap risaeðlurnar, og mögulegt er að annar lofsteinn muni koma og drepa okkur öll. Eðlilegur hluti af náttúrunni, en vel sorglegur.
Ég efast um að einhver í réttu ráði hugsi "Bara ef þetta hefði verði gamalt fólk, þá hefði þetta bara verið gaman." Þó að það sé auðvitað "sorglegra" þegar börn deyja, þar sem þau hafa ekki fengið að lifa, þá er það samt alveg sorglegt þegar gamalt fólk deyr. Tala nú ekki um 40.
Svo má nefna að þetta voru indversk börn, og að öllum líkindum ekki Kristin svo þau hafa ekki tekið Jesú Krist í líf sitt. Gerir það þau ekki fordæmd?
sbs (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:54
Fyrirgefðu en hann er nú meiri rugludallurinn guð þinn að gera fólki þetta. Það er nú lítill kraftaverkamaður sem gefur sér ekki tíma til að bjarga 60 börnum.
Kenningabækur trúar þinnar eru fullar af mótsögnum og þversögnum. Guð er algóður en dæmir fólk til vistar í helvíti, hann skapaði heiminn en ættartrén duga engan veginn til að útskýra mannvistarleifar sem eru mun eldri en biblíusögulegur tími, maðurinn á að bjóða hinn vangann í einu orðinu en síðan er predikað auga fyrir auga í öðru orði.
Að lokum máttu segja mér:
- Getur hann skapað svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
- Getur hann skapað svo stóran alheim að hann geti ekki sagt mér hvað hann er stór?
- Hvar er himnaríki? Annað sólkerfi? Önnur vídd á jörðinni (hahaha)? Hugarburður?
- Það er væntanlega ekki hægt að trúa á guð en ekki satan enda sá síðarnefndi heppilegu þegar finna þarf blóraböggul fyrir óheppileg leiðindaatvik sem faðirinn ætti með réttu að geta reddað. Það sem ég skil ekki er ef hann er almáttugur, alvaldur og óendanlega góður, af hverju losar hann ekki fólk við þetta illfygli.
Bestu kveðjur til hinnar heilögu þrenningar þegar þú spjallar næst við þau.
Hallgrímur
Hallgrímur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:11
Þessi blogg þín verða sífelt óhugnalegri... Ekki veit ég fyrir hvern þú talar þegar þú heldur fram að það væri ekkert mál ef um gamalt fólk hefði verið að ræða, allavega ekki mig!
Dauðinn er ómissandi partur af lífinu
Sveinn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:13
Hvers vegna grætur kristið fólk svo mikið sem raun ber vitni í jarðaförum? Trúir það kannski ekki á líf eftir dauðann þegar á reynir?
Sigurður Hólm Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:20
Ég er farinn að hallast að því að þú sért í einhverri krísu, einhverjum vafa, með trú þína. Þú ert alltaf að koma með eitthvað svona sem frá mínum bæjardyrum séð lítur út fyrir að vera tilraun til að réttlæta svona atburði sem stemma ekki við hugmyndina um algóðan, almáttugan guð.
Sveinn (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:32
Ég veit ekki örlög þeirra en ég veit að það er til von.
Ég reyndi að útskýra minn skilning á því hérna: Vondur heimur sama sem vondur Skapari?
Það er ekki eðlilegt að biðja Guð um að hætta að vera Guð en þessar spurningar eru að biðja Guð um það.
Biblían fjallar aðalega um nýja jörð og nýtt líf á þessari jörð. Við vitum afskaplega lítið um himininn út frá Biblíunni.
Ég sagði það alls ekki. Ég benti einmitt á að það fólk vill líka lifa svo það er líka mjög sorglegt; dauðinn er alltaf slæmur að mínu mati.
Í fyrsta lagi þarf maður að hafa í huga að það er ekki hið sama að trúa Biblíunni og síðan vera endurfæddur sem af Anda Guðs. En jafnvel þótt maður trúir að sá sem dó mun rísa upp á efsta degi þá er maður samt að upplifa missir í þessu lífi. Að maður er að missa einhvern sem maður vildi njóta meiri samvistar með.
Mofi, 16.4.2008 kl. 13:39
Enn furða ég mig á mótsögnum. Þú segir:
Biblían fjallar aðalega um nýja jörð og nýtt líf á þessari jörð. Við vitum afskaplega lítið um himininn út frá Biblíunni.
Síðan vitnar þú í biblíuna:
Þá munum við sem eftir lifum verða hrifin burt ásamt þeim í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum við vera með Drottni alla tíma.
Hvort ætlið þið að vera í loftinu eða á jörðinni? Getið þið ekki bara farið í loftið og lofað okkur hinum að eiga jörðina í friði? Þetta svar þitt segir mér ekkert um hvar himnaríki er og allra síst þegar þessi magnað tilvitnun fylgir í kjölfarið. Þið trúarofstækisfólk verðið að fara að svara fólki í samhengi. Það þýðir ekki að segja mér eitt og öðrum annað í næstu setningu.
Ábending þín á fyrra blog þitt hvetur mig eingöngu til að spyrja þig aftur að því sama: Ef guð er algóður etc. af hverju losar hann okkur ekki við hinn illa?
Svo þegar maður bendir á allverulega galla á fullyrðingum um að guð sé almáttugur, algóður, alvitur þá er maður að biðja guð um að hætta að vera guð... Enda fátt um svör þar sem þið þyrftuð þá að viðurkenna að þessar kenningar ganga ekki upp.
Legg til að þú leggir jafn mikinn tíma í að kynna þér aðrar kenningar sem byggja á vísindalegum grunni og þessar þjóðsögur Gyðinga, munnmælasögur sem gengið hafa mann fram af manni. Fjas um himnaríki og helvíti, fordæmingu á mannlegu eðli eins og ást manns á manni og konu á konu á ekkert skylt við þann kærleika og manngæsku sem byltingarsinnin Jesú frá Nasaret boðaði. Best gæti ég trúað því að hann hafi komið höndum yfir góða rullu frá Lao Tse eða öðrum snillingi en við dauðann verið rangtúlkaður eins og Búdda sjálfur.
Lifðu heill
Hallgrímur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 14:36
Enda sagði ég að ég vissi lítið sem ekkert og að ég best veit fjallar Biblían mjög lítið um himnaríki enda snýst málið miklu frekar um nýja jörð en um himnaríki. Er síðan kristið fólk að angra þig eitthvað bara með því að tjá sig hverju það trúir? Ertu svona viðkvæmur? Ég vil ekkert vera að eiga í rökræðum við fólk sem vill ekki rökræða við mig.
Þú ættir ekki að spyrja þannig ef þú last greinina sem ég benti á... Guð mun losa Sig við alla illsku, alla sem myrða, nauðga, stela og arðræna og blekkja og ljúga. En ekki fyrr en það verður öllum ljóst að þetta er réttlæti og nauðsynlegt.
Spurningarnar eru í rauninni að biðja Guð um að takmarka sjálfan sig og síðan nota það að Guð hafi takmarkað sjálfan sig til að sanna að Hann er ekki almáttugur. Það er ekki rökrétt að biðja Guð um að gera eitthvað sem er fræðilega útilokað, eins og að búa til ferkantaðan hring. Biblían síðan talar um að það eru hlutir sem Guð getur ekki gert og t.d. getur Hann ekki syndgað. Miklu frekar er málið að Guð getur allt sem Hann vill gera.
Kveðja,
Mofi
Mofi, 16.4.2008 kl. 14:57
Lestur og innlitskvitt.
Linda, 16.4.2008 kl. 16:27
Rosa góð grein hjá þér Halldór um dauðann og Jesú hann sigraði dauðan fyrir okkur sem er frábært
kv
Jói
Jóhann Helgason, 16.4.2008 kl. 17:30
"We are going to die and that makes us the lucky ones; most people will never be born." Voðalega er þetta orðið "morbid" eða þunglyndislegt hjá þér Mofi, hvers vegna er trúfólk með dauðann svona mikið á heilanum? Er kappinn ekki hress?
Arngrímur (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 17:47
Jói, Takk fyrir það
Arngrímur, svaka hress Enda fyrir mig er búið að sigra dauðann, hvað gæti verið magnaðra en það?
Mofi, 16.4.2008 kl. 20:02
Guð er góður Guð Verst hvað við mennirnir eru mannlegir ...og þá er sko gott að krjúpa niður í bæn og hugleiðslu og finna hvernig föðurarmurinn opnast og nærvera heilags anda fyllir mann. Ég á bara eitt fátæklegt ráð handa þeim vantrúuðu og það er að reyna Drottinn persónulega, skora á Hann að mæta sér og svo þegar Drottinn mætir og svarar bænum ykkar ...þá ekki taka því sem hreinni tilviljun Guð er bara einni bæn í burtu og elskar mig og þig. Mofi ...keep on going Bkv, SB
SB (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 00:57
Andrés, ekkert fær mann til að meta lífið jafn mikið og að lenda í lífsháska. Það þarf stundum þannig til að maður átti sig á því að maður vill ekki deyja og elskar lífið sem maður hefur; þrátt fyrir að það sé oftar en ekki það sem maður dreymir um.
SB, takk fyrir innlitið og falleg orð :) Eitt samt um bænina, Guð hlustar ekki á bænir þeirra sem eru brotlegir á móti Honum. Þeir sem hafa logið, stolið, hatað og þess háttar illsku. Aðeins með því að iðrast og setja traust sitt á Jesú er hægt að fá samfélag við Guð.
Mofi, 17.4.2008 kl. 08:58
Það eru góð skipti. Að iðrast synda sinna og eignast samfélag við Guð. Ég bið ekki um það betra. Bkv, SB
SB (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.