25.5.2007 | 14:30
Þrælahald í Biblíunni
Þegar við heyrum orðið "þrælahald" þá kemur upp í huga okkar það sem var stundað t.d. í Bandaríkjunum fyrir sirka 150 árum síðum. Þá fóru þrælahaldar til Afríku og tóku frjálst fólk þar í ánauð og fóru með það til Bandaríkjanna þar sem það lifði restina af sínu lífi í þrældómi og oftar en ekki við misþyrmingar.
Þess vegna er eðlilegt að þegar fólk heyrir að Biblían leyfir þrælahald að þá finnst fólki það virkilega slæmt og telur að góður Guð myndi aldrei leyfa svona og jafnvel þess vegna sanni þetta að Biblían sé ekki innblásin. Ég vil meina að það sem Biblían kallar "þrælahald" sé í rauninni það sem við gætum kallað atvinnusamning og þær reglur sem Biblían gefur varðandi "þræla" sé til að vernda þá sem lentu í þessu. Skoðum nokkra af þeim textum/reglum sem Biblían gefur varðandi þetta atriði.
Í fyrsta lagi þá í Gamla Testamentinu(GT) kemur vel fram eins og í því nýja að við eigum að elska náungann eins og okkur sjálf.
3. Mósebók 19:18 Eigi skalt þú hefnisamur vera né langrækinn við samlanda þína, en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.
Þar sem vegan illsku manna þá komu upp aðstæður sem voru ekki það sem Guð vildi en þurfti að glíma við. Eitt af því var fátækt þar sem einhver gat ekki séð fyrir sér sjálfur eða gat ekki borgað skuldir sínar og þá gat viðkomandi neyðst í þrældóm. Einnig gat fólk lent í þrældómi sem refsing fyrir ákveðna glæpi. Við þurfum líka að hafa í huga að orðið sem er þýtt sem þræll ( doulos ) er notað á ýmsa vegu eins og lærisveinarnir voru "þræll/doulos" hinna kristnu í 2. Kórintubréfi og Páll sagðist vera "þræll/doulos" Krists í Galatabréfinu. Þannig að þetta samband milli manna þýddi ekki hið slæma sem við í dag tengjum þessu og í einhverjum tilfellum þá gat "þrællinn" ekki viljað yfirgefa húsbónda sinn eins og kemur fram í 5. Mósebók 15:16-17.
Ef að "þræli" var misþyrmt eða farið illa með hann og hann flúði þá gaf Biblían skýr fyrirmæli um að það mætti ekki skila honum aftur til húsbóndans eða fara illa með hann.
Fimmta bók Móse 23:15 Þú skalt eigi framselja í hendur húsbónda þræl, sem flúið hefir til þín frá húsbónda sínum. 16 Hann skal setjast að hjá þér, í landi þínu, á þeim stað, er hann sjálfur velur, í einhverri af borgum þínum, þar sem honum best líkar. Þú skalt ekki sýna honum ójöfnuð.
Það sem gert var í Bandaríkjunum að fara til Afríku og hneppa fólk þar í ánauð var alvarlegur glæpur samkvæmt lögum GT.
2. Móse 21:16 Hver sem stelur manni og selur hann, eða hann finnst í hans vörslu, hann skal líflátinn verða.Það þrælahald sem við þekkjum best snérist að miklu leiti um kynþátt eða hörundslit en það er ekki að finna neitt þannig í Biblíunni, meira að segja tilgreinir GT sérstaklega hvernig viðhorf þjóðin átti að hafa gagnvart útlendingum.
3. Mósebók 19:33 Ef útlendur maður býr hjá þér í landi yðar, þá skuluð þér eigi sýna honum ójöfnuð. 34 Útlendan mann, sem hjá yður býr, skuluð þér svo með fara sem innborinn mann meðal yðar, og þú skalt elska hann eins og sjálfan þig, því að þér voruð útlendingar í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð yðar.
5. Mósebók 24:14 Þú skalt eigi beita fátækan og þurfandi daglaunamann ofríki, hvort sem hann er einn af bræðrum þínum eða útlendingum þeim, er dvelja í landi þínu innan borgarhliða þinna.
15 Þú skalt greiða honum kaup hans sama daginn, áður en sól sest, _ því að hann er fátækur, og hann langar til að fá það _, svo að hann hrópi ekki til Drottins yfir þér og það verði þér til syndar.
Einnig áttu þeir sem voru "þrælar" höfðu sama rétt til trúarathafna og gyðingar, áttu að fá frí á Hvíldardaginn og máttu taka þátt í trúarhátíðum ( 5. Mósebók 16:9-17 ).
Þeir Hebrear sem lenti í því að verða þrælar fengu frelsi sitt sjöunda árið.
2. Mósebók 21:2 Þegar þú kaupir hebreskan þræl, skal hann þjóna þér sex ár, en á sjöunda ári skal hann frjáls burt fara án endurgjalds
Nokkrir aðrir punktar sem varpa ljósi á þetta mál:
- "Þrælar" áttu sínar eigin eignir ( 2. Mósebók 21:23 ; 3. Mósebók 25:46 )
- Það var dauðarefsing við því að deyða þræl, allt annað var í gangi í Bandaríkjunum.
- "þræll" var meðlimur heimilis húsbónda síns ( 3. Mósebók 22:11 )
- Þegar "þræll" öðlaðist frelsi þá átti fyrrverandi húsbóndi hans að kveðja hann með gjöfum ( 5. Mósebók 15:14 )
Vonandi varpaði þetta einhverju ljósi á þetta efni.
Mofi
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803264
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú að benda á að þrælahald sem Guð leyfði var engann veginn einhver misþyrming heldur lög til að vernda þræla og þá sem urðu undir í þjóðfélaginu. Finnst eins og þú hafir skrifað þessa athugasemd án þess að lesa greinina en ég svo sem skil það alveg.
Þrælahald sem viðgengst í dag er á mikils efa miklu verra en það sem Guð leyfði Ísraels þjóðinni.
Kær kveðja,
Mofi
Mofi, 25.5.2007 kl. 22:50
Sæll Mofi. Mjög góð og þörf samantekt um þrælahaldið í Biblíunni, því menn eru alltaf að tala um þetta í neikvæðri meiningu. Að Guð sé vondur Guð, því hann hafi leyft þrælahald. Ég er líka sammála þér, að þetta þrælahald, sem talað er um í Biblíunnu, megi frekar lýsa sem atvinnusamningi við verkamann en hann hafi verið hnepptur í þrældóm. Enda ekkert í líkingu við það þrælahald sem viðgekkst í henni Ameríku fyrir einni og hálfri öld. Og er ekki enn í dag verið að hneppa fólk í þrældóm, eins og Skúli benti hér á. Og þá meina ég þrældóm, þar sem engin miskunn er. Það er því maðurinn sem er hinn vondi þrælahaldari, en ekki Guð. Ég vona því að margir komi til með að lesa þennan pistil þinn.
Kær kveðja, Janus.
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 26.5.2007 kl. 03:03
Takk fyrir það Janus.
Daníel, miðað við það sem þú skrifaðir þá lastu ekki greinina. Endilega lestu þetta yfir svo þú áttir þig á um hvað málið snýst og ef þú ert ennþá ósammála endilega deildu því með okkur.
Mofi, 27.5.2007 kl. 13:48
"Þegar "þræll" öðlaðist frelsi þá átti fyrrverandi húsbóndi hans að kveðja hann með gjöfum"
Þetta segir svoldið um málefnið. Ef þræll var ekki í ánauð, hvernig gat hann þá öðlast frelsi? Getur frjáls maður öðlast frelsi? Svo er líka spurning hvort við erum ekki öll þrælar. Við getum a.m.k. ekki gert allt hvað okkur lystir.
kv.
E
Elías Þór (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 00:42
Lögin sem segja fyrir um að ef þræll flýr frá húsbónda sínum þá ætti ekki að skila honum aftur til húsbóndans ættu að segja allt sem segja þarf. Ástæðan er einfaldlega sú að lögin snúast um að vernda minni máttar. Þessi lög voru aðeins til að koma á móts við vondar ástæðu og að vernda þá sem lentu í þeim. Sjöunda hvert ár þá fengu allir frelsi og allar skuldir felldar niður til að minna á hvað Kristur myndi gera fyrir okkur, að Hann myndi borga það sem við skuldum og höfum ekki efni á að borga.
Mofi, 30.5.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.