Dýraprótein veldur krabbameini sama hvað þú ert gamall

Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem leiðir þetta í ljós, margir eru búnir að rannsaka þetta og hafa komist að sömu niðurstöðu.


mbl.is Jafn hættulegt og að reykja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Serðu ekki hvað þetta er vitlaust ,þar sem þetta er það sem mannkynið hefur frá örófi alda lifð mest á, dýrapróteinum ..og lifir enn ...Þetta er einfaldlega áróður dyraverndunarsinna ,nátturuverndarsinna og fl ,sem svo lika vilja koma sinni vöru i umferð .....og ráða og stjórna heiminum !!!

rhansen, 5.3.2014 kl. 10:38

2 Smámynd: Mofi

Þú ert hérna að færa rök út frá þeirri forsendu að Þróunarkenningin sé rétt. Öll rök út frá vitleysu eru mjög líkleg til að vera vitlaus.  Við getum skoðað nokkur atriði í kringum okkur til að ná áttum í þessu máli.  Hérna fjallaði ég um hvernig við erum líkamlega og hvað það bendir til þess að við eigum að borða: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/1236179/

Jafnvel ef menn trúa Þróunarkenningunni þá er samt kjötát ekki rökrétt, sjá: Kannski að fá ráð frá öpum?

Miðað við þína athugasemd þá eru kjötætur sem stjórna heiminum og eru með sína vöru í umferð og það er svo sannarlega eitthvað sem við sjáum þegar við förum í næstu matvörubúð. Út frá því þá já, það hljómar eins og góð hugmynd, látum dýraverndunarsinna og náttúruverndunarsinna stjórna heiminum. Þannig mun almenningur hætta að kvelja dýr og borða þau, sjálfum sér til tortímingar.

Mofi, 5.3.2014 kl. 11:51

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Í sveitinni þar sem ég ólst upp í gamla daga átu menn saltað og reykt ket flesta daga ársins en nánast enginn dó  úr krabbameini

Þórir Kjartansson, 5.3.2014 kl. 15:15

4 Smámynd: Mofi

Þórir, það er margt sem spilar inn í þegar kemur að krabbameini. Ég hefði líklegast átt að orða þetta nánar. Rannsóknirnar sem ég vísaði til í myndbandinu sýndu fram á að ef að dýrin höfðu krabbamein þá óx það ef að dýrin voru að borða dýraprótein en óx ekki ef þau borðuðu ekki dýraprótein.  Síðan þá er alltaf aðeins tölfræðilegur hluti fólks sem fær krabbamein svo hérna getum við aðeins talað um líkur. Það er ekki eins og allir sem reykja fá lungnakrabbamein, að reykja einfaldlega eykur líkurnar mjög mikið. 

Fólk sem almennt lifir eins og það sé ódauðlegt. Breytir ekki einu eða neinu fyrr en dauðinn byrjar hreinlega að banka á dyrnar svo ég efast um að svona fréttir hafi mikil áhrif á mataræði fólks.

Mofi, 5.3.2014 kl. 15:25

5 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Mofi:

Þú getur kannski afneitað þróunarkenningunni fyrir þitt leyti, en ekki breytingum á skepnum jarðar á nokkrum tugum kynslóða þar sem náttúruval ræður. Né heldur þeim breytingum sem hægt er að valda með skipulögðu (manns)vali sem telur yfir tugi kynslóða.
Þar sem maðurinn hefur svæðisbundið haldið mjólkurfénað (kýr, ær, geitur) er það algengast að laktósinn og próteinin gangi ágætlega í fólkið.
Þar sem engin bakgrunnur er fyrir mjólkurneyslu annarri en móðurmjólk (sem inniheldur dýraprótein) eru flestir með svokallað mjólkuróþol. Þetta á t.a.m. við um búskmenn, og er einnig mjög algengt víða um asíubúa.
Kjötát hefur fylgt manninum frá upphafi. En....:
Ekki át á mikið unnini kjötvöru. Það er nýtt af nálinni, svo og efnanotkun í fóðurbakgrunni, íblöndun, erfðabreitingar o.fl. Svo er mannskepnan farin að lifa það lengi miðað við bara þarsíðustu öld, að það gefst góður tími til að þróa krabba. Hvað voru lífslíkur Íslendinga um miðja 19. öld? Hva, - 34 ár fyrir karla, 40 ár fyrir konur....flestir dauðir úr öðru en krabba, og aðalfóðrið kjöt og mjólkurmatur ásamt fiski, - öll próteinin úr dýraríkinu, - og vel að merkja, - það eru einhverjar 2 amínósýrur sem við fáum hvergi annars staðar frá.

Jón Logi Þorsteinsson, 5.3.2014 kl. 17:25

6 Smámynd: Mofi

Jón Logi
Þú getur kannski afneitað þróunarkenningunni fyrir þitt leyti, en ekki breytingum á skepnum jarðar á nokkrum tugum kynslóða þar sem náttúruval ræður. Né heldur þeim breytingum sem hægt er að valda með skipulögðu (manns)vali sem telur yfir tugi kynslóða

Nei, þær breytingar eru mikilvægur hluti af minni heimsmynd. Sköpunarsinnar voru löngu búnir að átta sig á því að dýrategundir geta breyst löngu fyrir tíma Darwins.

Þessir breytingar eru samt í formi aðlagana, þótt að menn hafa borðað kjöt í þúsundir ára þá hafa breytingarnar ekki breytt okkur líkamlega þannig að við erum eins og aðrar kjötætur.

  • Kjötætur hafa klær en almennt hafa grænmetisætur ekki klær en menn hafa ekki klær.
  • Kjötætur hafa beittar tennur sem þær geta notað til að rífa kjöt í sig en menn hafa flatar tennur.
  • Kjötætur hafa meltingarkerfi sem er sirka þrisvar sinnum lengd líkama síns á meðan menn hafa meltingarkerfi sem er sirka tíu sinnum lengd líkama síns eins og aðrar grænmetisætur.
  • Menn hafa munvatnskirtla sem eru nauðsynlegir til að melta korn og ávexti.
  • Kjötætur hafa sterkar sýrur í maganum til að melta kjöt á meðan grænmetisætur hafa sýrustig sem er um tuttugu sinnum veikara en kjötætur og hið sama á við menn.

Líffræðilega séð þá einfaldlega erum við ekki kjötætur og þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart að kjöt valdi okkur vandræðum eins og þessi rannsókn og margar fleiri hafa sýnt fram á.

Jón Logi
Ekki át á mikið unnini kjötvöru. Það er nýtt af nálinni, svo og efnanotkun í fóðurbakgrunni, íblöndun, erfðabreitingar o.fl. Svo er mannskepnan farin að lifa það lengi miðað við bara þarsíðustu öld, að það gefst góður tími til að þróa krabba.

Unnin matvara er örugglega ekki að hjálpa til og er örugglega stór partur af þessum auknu vandræðum.  Smá áhugavert hérna, kona að nafni Ellen White spáði fyrir að þetta fyrir 1900 að þetta myndi gerast í framtíðinni. Þ.e.a.s. að dýraafurðir yrðu í framtíðinni varla hæfar mönnum og við erum nokkvurn vegin komin þangað að mínu mati en þetta mun örugglega bara versna.

Jón Logi
öll próteinin úr dýraríkinu, - og vel að merkja, - það eru einhverjar 2 amínósýrur sem við fáum hvergi annars staðar frá.

Það er algengur misskilningur: http://www.madsci.org/posts/archives/2001-03/984769959.Bc.r.html

Mofi, 6.3.2014 kl. 09:55

7 Smámynd: Jens Guð

  Fréttin sem þú tengir við er alveg ágæt.  Hún gefur upp að það sé ekkert svo hættulegt að reykja.  Kjötát er hættulegra.  Ef við notum einhvern slíkan mælikvarða.  Kjöt er hinsvegar ekki alveg það sama og kjöt í öllum tilfellum.  Þegar betur er að gáð er það "ofunna" kjötið sem er varasamt (pylsur, kjötálegg á pizzur, hamborgarar,  kjötfars...).  Ekki blóðuga nautasteikin. 

  Til gamans:  Í dag átti ég erindi í matvöruverslun.  Sá þar í kjötborði merkt "kjötfars".  Þegar ég las innihaldslýsingu var ekkert kjöt í henni.  Upptalningin á innihaldi var:  Vatn,  hveiti, kartöflumjöl,  sojaprótein,  sterkja,  litarefni... og eitthvað álíka (nokkur hráefni til viðbótar) sem ég man ekki hver voru.

  Mér skilst að kjötfars sé séríslenskt fyrirbæri.  Þessi vinsæli kjötbolluréttur er fyrst og fremst hveiti- og kartöflumjöls búðingur.     

Jens Guð, 7.3.2014 kl. 00:20

8 Smámynd: Mofi

Ég man þegar ég var á Spáni þá fékk ég í nokkur skipti hamborgara sem var tvö brauð, laufblað og kjötfas með smá tómatssósu.  Ég ætla að vona að það sé spánskt fyrirbæri svo ég lendi ekki í þessu aftur. Þegar þú þarft að fara á McDonalds til að fá "almennilegan" mat þá ertu líklegast að skafa botninn.

Tilraunirnar sem maðurinn í fyrirlestrinum vísar í þær snérust bara um að gefa dýrum dýraprótein eða jurtaprótein og þegar dýrin borðuðu dýrapróteinin þá óx krabbameinið.

Það er samt pottþétt miklu betra alvöru kjöt af villibráð en allt þetta rusl sem er flokkað sem kjöt. Mér fannst mjög forvitnilegt að heyra frá vinkonu minni sem ólst upp í Montana hvernig það kom henni á óvart þegar hún eldaði hakk í fyrsta sinn eftir að hún fór að heiman. Fór út í búð í venjulegri borg og keypti hakk, kom heim og eldaði en þegar hún var búin að elda þá var helmingurinn gufaður upp. Engan veginn það sem hún var vön heima þar sem pabbi fór á veiðar og kjötið sem þau borðuðu heima var eitthvað sem þau veiddu sjálf og matreiddu sjálf.

Mofi, 7.3.2014 kl. 10:37

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég hef séð þó nokkra þætti með Dr. Campbell. Hann er mikill talsmaður fyrir jurtanæringu og ekkert nema gott um það að segja - ég er sjálfur að mestu jurtaæta. En það sem rannsóknir eru að sýna er ekki endilega dýraprótein, heldur prótein frá dýrum sem eru alin við nútíma verksmiðjulandbúnað eins og er mjög útbreiddur hér í Bandaríkjunum. Vaxtarhormónum og sýklalyfjum er bætt í fóðrið, dýrin hafa nánast ekkert pláss til hreyfingar og þar fram eftir götunum. Kjötið af þessum dýrum er öðruvísi en kjöt af dýrum sem lifa vilt eða lifa við eðlilegt fóður, s.s. kjöt af grasfóðruðum nautum. Mikið af eitri er notað í framleiðslu á korni, sem er aðal uppistaða í nautgriparækt og þetta skilar sér allt að einhverju leyti til neytandans.

Fólk sem innbyrðir mikið af próteini, hverskonar prótein sem það er, er líklegra til að fá krabbamein. Bandaríkjamenn innbyrða mjög mikið magn af próteini í gegnum kjötneyslu. Þó svo að neysla á rauðu kjöti hafi dregist saman, þá hefur neysla á hvítu kjöti aukist verulega. Árið 1965 var heildarkjötneysla 175,2 pund á hvern einstakling, en fór hæst í 221,6 pund árið 2007 en hefur fallið niður í 202,3 árið 2012. Á sama tíma hefur neysla á rauðu kjöti farið úr 134,0 pundum árið '65 niður í 80,4 pund árið 2012 - fór hæst í 149 pund árið 1971.

Bandaríkin, Ástralía og Nýja Sjáland tróna efst í kjötneyslu í heiminum - Argentína er ofarlega, sem og Spánn og Danmörk.

Í einum fyrirlestri sem ég sá með Dr. Campbell var talað um hvernig þeir höfðu fundið svæði í Kína þar sem ákveðin krabbamein voru landlæg. Þetta hefur ýtt undir frekari rannsóknir á staðbundum áhrifum, erfðaþáttum og öðru sem getur haft áhrif.

Hvað mataræðið varðar held ég að það sé alltaf best að hafa sem mesta fjölbreytni:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 7.3.2014 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband