William Lane Craig ekki að rökræða við Richard Dawkins

Í síðasta mánuði var skemmtileg og upplýsandi atburður í Oxford Sheldonian leikhúsinu. Rökræður um "Is God a Delusion" eða "Guð er ímyndun" sem er titillinn á einni bók Richard Dawkins. Dawkins afsakaði sig frá umræðunni og hérna útskýrir hann af hverju, sjá: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2011/oct/20/richard-dawkins-william-lane-craig

Hérna er gagnrýni á þessa hegðun Dawkins, sjá: Richard Dawkins is either a fool or a coward for refusing to debate William Lane Craig

Hérna er myndband af atburðinum sem varð aðalega að fyrirlestri frá William Lane Craig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Craig er meiri grínistinn. Í lokin þarna segist hann aldrei sagt að guð hafi skipað þjóðarmorð (sem er rangt).... og síðan fer hann að verja þá skoðun að guð hafi fyrirskipað þjóðarmorð!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.11.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: Mofi

Ég sé hann tala um að honum finnst það vera röng framsetning á hans afstöðu. Síðan talar hann heillengi um að honum finnst þetta ekki vera þjóðarmorð og aðal ástæðan sem hann gefur er að það átti aðeins að reka fólkið af landinu ekki að það þyrfti að drepa alla, aðeins þá sem völdu að berjast. 

Mofi, 15.11.2011 kl. 13:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég sé hann tala um að honum finnst það vera röng framsetning á hans afstöðu

Það sem hann styður er einfaldlega þjóðarmorð samkvæmt öllum venjulegum skilgreiningum á því orði, t.d. samkvæmt alþjóðalögum.

Síðan talar hann heillengi um að honum finnst þetta ekki vera þjóðarmorð og aðal ástæðan sem hann gefur er að það átti aðeins að reka fólkið af landinu ekki að það þyrfti að drepa alla, aðeins þá sem völdu að berjast.
Ef þetta er aðalástæðan hans, þá er hún bull. Það átti ekki bara að drepa þá sem "völdu að berjast", heldur alla þá sem flúðu ekki. Hann segir til dæmis: "whether man, woman or child, they are to be exterminated". Átti kannski bara að drepa börn sem að "völdu að berjast"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.11.2011 kl. 07:43

4 Smámynd: Mofi

Þitt aðal vandamál virðist vera að þér finnst Guð ekki hafa neitt leyfi til að dæma fólk og taka það af lífi... er það rétt skilið hjá mér?

Mofi, 16.11.2011 kl. 11:13

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég leyfi mér að leiðrétta spurninguna aðeins:

Þitt aðal vandamál virðist vera að þér finnst Guð ekki hafa neitt leyfi til að [fyrirskipa þjóðarmorð] ... er það rétt skilið hjá mér? 

Mofi, þú verður að útskýra hvað þú átt við með að "hafa leyfi".

Ef þú átt við að ég telji það dæmi um einskæra illsku og mannhatur að fyrirskipa þjóðamorð, þá er það rétt hjá þér.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.11.2011 kl. 13:06

6 Smámynd: Mofi

Endilega í bili, reyndu að láta orðið "þjóðarmorð" á hilluna og glíma við spurninguna á þessarar mjög svo góð leiðréttingu :)

Mofi, 16.11.2011 kl. 13:48

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, veistu, mér finnst 'þjóðarmorð' fínt orð. 'Þjóðernishreinsanir' er líka ágætt. 

Og eins og ég tók fram, þá þarftu að útskýra við hvað þú átt við með að ég telji að andaveran sem þú trúir á "hafi ekki leyfi" til að fyrirskipa þjóðarmorð. Hvað áttu við með því að "hafa leyfi"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.11.2011 kl. 10:25

8 Smámynd: Mofi

Hjalti, mér finnst bara aðal málið hvort að Guð hafi rétt til að taka líf frá fólki. Ef að Guð er til, ef að Guð er kærleikur og alvitur, getur þá verið það einhvern tíman réttlæti og kærleiksríkt að taka lífsgjöfina frá því?

Mofi, 18.11.2011 kl. 10:52

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, mér finnst bara aðal málið hvort að Guð hafi rétt til að taka líf frá fólki. 

Enn og aftur. Þú þarft að útskýra hvað þú átt við. Hvað ertu að tala um þegar þú spyrð hvort að guðinn þinn eigi að "hafa rétt" til þess að gera eitthvað. 

Ertu að spyrja mig að því hvort það sé góðverk hjá honum að fyrirskipa þjóðernishreinsanir?

Ef að Guð er til, ef að Guð er kærleikur og alvitur, getur þá verið það einhvern tíman réttlæti og kærleiksríkt að taka lífsgjöfina frá því?

Ég myndi segja að það sé augljóst að einhver sem að fyrirskipar þjóðarmorð er ekki "kærleiksríkur" nema þú hafir einhverja gjörsamlega brjálaða skilgreining á því orði. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.11.2011 kl. 12:51

10 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ertu að spyrja mig að því hvort það sé góðverk hjá honum að fyrirskipa þjóðernishreinsanir?

Byrjum á einum einstaklingi, getur það verið þannig að það sé réttlætanlegt að Guð taki lífið frá einum einstaklingi?  Segjum sem svo að Guð viti framtíðina og Hann sér hörmungarnar sem viðkomandi mun valda, hefur Guð þá ekki rétt á því að taka lífið frá viðkomandi sem var nú Hans gjöf upprunalega sem enginn á í rauninni einhvern rétt á.

Mofi, 21.11.2011 kl. 09:40

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Enn og aftur Mofi, þú verður að útskýra hvað þú átt við þegar þú talar um að guðinn þinn "eigi rétt" á að gera hitt eða þetta. Ertu að spyrja mig að því hvort mér finnist það vera siðferðislega rétt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2011 kl. 16:03

12 Smámynd: Mofi

Hjalti, já, í þessari umræðu þá snýst þetta mjög mikið um þitt álit. Af einhverjum ástæðum virðist það skipta Guð máli hvað okkur finnst um Hann.

Mofi, 22.11.2011 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 802875

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband