Kapítalísminn var klúður

Kapítalísminn var klúður
David Harvey kemur með ansi sannfærandi rök hér um hvernig gallar kapitalisma urðu okkur að falli. Sömu snillingar frá RSA Animate teiknuðu þetta myndband við fyrirlestur á sama hátt og í myndbandinu um skólakerfið sem við birtum hér fyrir skömmu


mbl.is 84% stjórnenda telja aðstæður slæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Kapítalismi" er fasti.  Innbyggt í lífveruna.  Þrífst allstaðar, við allar aðstæður.  Kapitalismi er það sem veldur smygli, til dæmis, og því að Kína er núna stórveldi, og því að asperín er hægt að fá uppi við heimskautsbaug.

Vandinn er & var lénsræði.  Ef maður ætlar að hafa lénsræði þarf maðurað hafa stjórn á því.  Það var ekki gert.  Vesen skeði.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.12.2010 kl. 22:58

2 identicon

Kapítalisminn var ekkert klúður heldur hvernig hann var settur upp. Hann var settur upp vitlaust með takmörk á markaði og lélegt fjármálakerfi / bankakerfi. Séu takmörk á markaði tekin í burtu og tekin upp fastmynta þá yrði mjög líklega betri framtíð.

Ég er nú samt meira viss að þyrfti að minnka ríkisveldi og raka í burtu markaðsveldi ríkis og leyfa því eingöngu að hafa áhrif á persónulegt frelsi og þjónustu. Það sem ég er að segja kallast Free-Market Capitalism eða Anarcho-Capitalism.

Ég er ekkert viss að þannig verk takist á nokkrum vikum, það gæti að mestu líkindum rústað öllu í fyrstu en með tíma lagast það og mun mjög líklega hafa gott áhrif til lengdar

Ath. þetta er bara hugsun um eitthvað sem ríkti á íslandi, írlandi og fleiri löndum í mörg hundruð ár áður en kirkjan kom með völdum og setti upp þá hugsun er kallast ríki þar sem lítill hópur af mönnum stjórna öllum hinum.

hfinity (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 01:21

3 Smámynd: Mofi

Ásgrímur, hvar sérðu lénsræði?  Ég tel mig gjarnan sjá lénsræði í sjávarútveginum þegar ríkið gefur völdum einstaklingum auðævi sjávarins og leyfir þeim að selja framtíðar virði þeirra.  Þegar maður er með kerfi þar sem hinir hæfustu blómstra og fólk er frjálst að finna sér stað til að blómstra þá er maður með gott kerfi. Aftur á móti finnst mér ég sjá kommúniska framkvæmd á kapitalismanum aftur og aftur þar sem það er ekki eðlileg samkeppni heldur ríkisstýrð fákeppni þar sem viðkomandi stjórnvöld gefa sínum útvöldu gæðingum allt á silfurfati.

Gjarnan, hvað ertu að blanda kirkjunni í þetta?  Þú virðist síðan ekki vera að tala um það sem myndbandið er að tala um sem er heimskerfið sem er að hrynja hips og haps um heiminn. Sömuleiðis þessi ógurlega skuldasöfnun sem virðist plaga flest öll ríki heims, allir virðist skulda alveg óhugnanlegar fjárhæðir en enginn virðist vita hver það er sem á þessar skuldir og hver það er sem myndi rukka þær. Hvaða ríki getur orðið handrukkari heimsins?

Mofi, 28.12.2010 kl. 09:45

4 identicon

Þetta a við lika. Fjarmalakerfið er nu aðal sökudolgurinn að mestu leiti. Þjofnaðurinn er utaf öllum lan ofana lan ofana lan ofana lan + + + + + + + +

hfinity (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 17:48

5 Smámynd: Mofi

Þjófar munu alltaf vera á kreiki, líka meðal virðulegra bankamanna ( einhver hefði nú gasprað yfir þessu ef ég hefði sagt þetta 2006 ). Kerfið þarf að gera þjófum eins erfitt fyrir og hægt er og gera ráð fyrir því að mjög ríkt og valda mikið fólk geti líka orðið gráðugt og stolið.

Þetta brenglaða eignarhald þar sem allir eiga í öllum og skulda sjálfum sér og öllum öðrum getur ekki verið hollt og hlýtur að auðvelda þjófnað þeirra sem fara með völdin.

Mofi, 29.12.2010 kl. 10:03

6 identicon

Mofi, þú hefur lesið þig til um fjármálakerfið sem var borið fram til forseta USA af hóp bankamanna undir forystu J.D. Rockefeller, Jr. og J. P. Morgan .. og var undirskrifað af Wilson forseta þann 23 December árið 1913 ?????

Afhverju þurftu allur heimurinn að velja að nota sama kerfi :(

hfinity (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 12:26

7 Smámynd: Mofi

Hljómar forvitnilega... ég hafði gaman af þessari mynd hérna um fjármálakerfi heimsins, að vísu er fókusinn á prentun peninga, sjá: The Money Masters

Mofi, 3.1.2011 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband