2.9.2010 | 16:05
Hvað orsakaði þyngdarlögmálið?
Lögmál náttúrunnar eru ekkert sjálf gefin, það er ekki eins og þau þurfa að vera til eða vera eins og þau eru núna. Þannig að stóra spurningin til Hawkins er "hver bjó til þyngdarlögmálið?"
Það er síðan ekki bara það heldur líka hvaðan kom orkan? Og af hverju er nýtilega orkan í okkar alheimi alltaf að minnka?
Stjarnfræðingurinn Robert Jastrow orðaði þetta svona:
Robert Jastrow
The Second Law of Thermodynamics, applied to the cosmos, indicates the universe is running down like a clock. If it is running down, there must have been a time when it was fully wound up if our views are right, somewhere between the beginning of time and the present day we must place the winding up of the universe
Það er einmitt málið, það verður einhver sem hefur vald á þessum náttúrulögmálum að beygja þau í upphafi til þess að alheimurinn gæti verið til.
Síðan varðandi fullyrðingu Hawkins að ekkert bendir til þess að það er einhver hönnuður á bakvið jörðina okkar þá langar mig að benda á mynd þar sem nokkrir vísindamenn fjalla um gögn sem þeir telja að benda til þess að jörðin okkar var hönnuð, sjá: Privileged planet
Því miður þá ganga sumir menn með þær ranghugmyndir í kollinum að hin vísindalega aðferð snýst um að útskýra allt án Guðs en ekki að rannsaka heiminn sem við lifum í til að öðlast meiri þekkingu á honum. Ef sú þekking styður tilvist Guðs þá hefur alvöru vísindamaður ekki neitt á móti því vegna þess að hann er að leita að sannleikanum.
Robert Jastrow fjallaði líka um þetta:
Robert Jastrow
Theologians generally are delighted with the proof that the universe had a beginning, but astronomers are curiously upset. It turns out that the scientist behaves the way the rest of us do when our beliefs are in conflict with the evidence
Málið er að við erum með vísindamenn sem trúa á Guð og við erum með vísindamenn sem trúa ekki á Guð. Þeir eru síðan bara mannlegir og berjast oft fyrir sinni uppáhalds kenningu vegna stolts og heiðurs. Hver vill að allir viti að doktors námið hans var tímasóun?
Nei, það er gífurlega margt sem styður tilvist Guðs og ef þetta eru bestu rök Hawkins fyrir því að Guð er ekki til þá er hans trú veiklulegri en ég hélt.
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú svara ég eins og svo margir Kristnir menn gera
Þyngdar aflið hefur alltaf verið til
Jónatan Gíslason, 2.9.2010 kl. 16:18
Jónatan, af hverju? Er það svarið sem þig langar að sé satt?
Hlynur, já, betra væri "hvað orsakaði þyngdaraflið". Skal breyta því, hlýtur að vera í lagi þar sem mjög fáir hafa kommentað núna.
Mofi, 2.9.2010 kl. 16:55
Mofi: "af hverju? Er það svarið sem þig langar að sé satt?"
neinei ég sagði þetta nú bara meira í djóki Ég er mikill áhugamaður um eðlisfræði og stjörnufræði en uppruni þyngdaraflsins er eitthvað sem ég þori lítið að tjá mig um
Jónatan Gíslason, 2.9.2010 kl. 17:11
Sæll Hlynur
Getur ekki verið, að það nenni bara engin lengur að rökræða við mann sem með augljósu stolti kynnir sig: aðhyllist Biblíulega sköpun.
Dingli, 2.9.2010 kl. 17:28
Hver orsakadi Gud? Thyngarlogmalid er Gud.
Davíð Þór Þorsteinsson, 2.9.2010 kl. 19:15
Ef rök þín fyrir tilvist guðs eru þau að einhver hljóti að hafa skapað þyngdarlögmálið. Þá hlýtur það sama að gilda um guð?
Hver skapaði guð?
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 2.9.2010 kl. 21:01
Það er til auðvelt svar við þessu eins og öllu guðs bulli:
Það kemur því engu máli við hver eða hvað orsakaði heldur kemur það því við að þetta er til staðar og hvernig það virkar.
Þegar við vitum hvernig það virkar þá getum við farið lengra og skoðað hvernig hægt er að búa til sömu aðstæður, og þegar það tekst þá vitum við loksins orsökina.
Vísindamenn munu ALDREI stoppa og segja Guð gerði það. Hvaða guð? Ef svo er gert þá þyrftum við að hlaupa til handa og fóta og reyna að ná sambandi við þennan guð svo hann geti útskýrt fyrir okkur hvernig hlutirnir virka vegna þess að við nennum því ekki sjálf lengur.
Vísindi snúast um það að auðga skilning okkar á náttúrunni og til þess þurfum við að rannsaka og læra hvernig hlutirnir virka og finna svo út hvernig við getum framkallað þessa hluti BY OURSELVES.
Þið megið alveg í raun segja að það sé einhver yfirnáttúruleg vera á bakvið það, en vísindamenn munu halda áfram að læra sjálfir hvernig náttúran virkar og ætla ekki að stoppa.
Það eru til hinir og þessir vísindamenn sem allir hafa sýnar skoðanir hvernig hlutir gerast og virka, en ef það sem er sagt er ekki hægt að framkalla á rannsóknarstofu svo það styðji við raunveruleikann þá er það hunsað, og þú ættir að vita það sjálfur og hætta að reyna að stöðva vísindamenn við rannsóknir sínar.
hfinity (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 01:01
Jónatan, hljómar vel :)
Vinir Ketils bónda, við stöndum frammi fyrir því að það þarf að vera einhver frum orsök, ég trúi að þessi frum orsök sé Guð. Ef þú vilt vita hvað orsakaði frumorsökin þá ertu komin í endalausa rökfræðilega vitleysu.
Alvöru vísindamenn leita að þekkingu og ef sú þekking bendir til Guðs þá hafa þeir ekkert á móti því. Þeir hafna ekki réttum svörum vegna sinnar trúar.Mofi, 3.9.2010 kl. 09:20
Orsaka"lögmálið" gildir einfaldlega ekki um sérstæður eins og Miklahvell. Og raunar heldur ekki í skammtafræðinni almennt. Hawking og aðrir eðlisfræðingar hafa fyrir löngu sýnt fram á það. Þetta "lögmál" er algerlega mannanna verk.
Alheimurinn á sér sem sagt enga orsök. Hann bara er og varð til úr engu. Ef hann þyrfti einhverja orsök gæti það allt eins verið hann sjálfur eins og einhver guð.
Sumir eiga erfitt með að kyngja þessu en það er bara mannlegt.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:08
Því miður þá ganga sumir menn með þær ranghugmyndir í kollinum að hin vísindalega aðferð snýst um að útskýra allt án Guðs
Nei. Það hefur hinns vegar nákvæmlega ekkert komið fram sem gefur vísbendingu um að eitthvað sem mætti kalla guð eða guðlegt afl sé til.
Við höfum uppgötvað plánetur í öðrum sólkerfum, kannað innstu innviði efnisins, og ekkert fundið.
Guð er aðeins til í höfðinu á trúuðum, og svo sem ekkert við það að athuga.
Jón Ragnarsson, 3.9.2010 kl. 12:20
"Því miður þá ganga sumir menn með þær ranghugmyndir í kollinum að hin vísindalega aðferð snýst um að útskýra allt án Guðs"
Mér heyrist á öllu að þín vísandalega aðferð snúist um að útskýra allt með guði. Ef við miðum við hinar vísindalegu kenningar Hawking og félaga þá eru forsendurnar fyrir því að trúa því a guð hafi skapað heiminn ekki upp á marga fiska. Fyrir það fyrsta þá þarftu að sanna tilvist guðs.
Sjonni G (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:52
Ybbar gogg, þetta lögmál er einfaldlega byggt á allri okkar reynslu. Ef einhver er með eitthvað dæmi þar sem eitthvað byrjar að vera til án einhverrar orsakar þá er hann með eitthvað í höndunum.
Jón Ragnarsson, það er gífurlega margt sem bendir til Guðs, að þú skulir telja að það er ekki nógu sannfærandi breytir því ekki að margt bendir til Guðs.
Sjonni G, alls ekki. Það er margt sem ég held að Guð hafi ekki orsakað. Hawkins hefur lengi talið að upphaf alheims opnaði dyrnar fyrir Guð þó hann sjálfur hélt í guðleysis. Hérna er hann einfaldlega að koma með einhverja tilgátu sem honum finnst vera mótrök við þessu að byrjun alheimsins bendir til Guðs. Ég hef ekki séð Hawkins útskýra þau rök almennilega, það sem kemur þarna fram gefur mér góða ástæðu til að hafna þeim þar sem að það vantar að útskýra hvað orsakaði þyngdarlögmálið, ásamt öllum hinum lögmálunum.
Mofi, 3.9.2010 kl. 13:07
The first law of thermodynamics, an expression of the principle of conservation of energy, states that energy can be transformed (changed from one form to another), but cannot be created or destroyed.
http://en.wikipedia.org/wiki/First_law_of_thermodynamics
Ég er enginn eðlisfræðingur, en er ekki annað lögmálið háð því fyrsta?
Sveitavargur, 3.9.2010 kl. 13:10
Ég vorkenni fólki eins og þér Mofi. Get ekki annað en vorkennt fólki sem trúir á guð.
Jæja, þú verður að fá að hrærast um í þinni teiknimyndasögu, það er víst þitt val.
Júlíus Valdimar Finnbogason, 3.9.2010 kl. 18:25
Var bara að reyna að benda þér á að þetta er rökleysa hjá þér. Ef ekkert gæti verið til án guðs, þar sem alltaf þarf að vera til staðar einhver frumorsök, þá hlýtur einnig að hafa verið eitthvað sem orsakaði (skapaði) guð.
Ef guð gat orðið til úr engu, eða hefur alltaf verið til, þá hlýtur það einnig að gilda um annað. Þú getur ekki bara valið að láta þessi lögmál þín gilda um það sem hentar þinni fyrifram mótuðu skoðun.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 3.9.2010 kl. 20:53
Það þarf ekki atóm til að mynda massa. Flest allar öreindir hafa massa. Í svartholum eru til dæmis engin atóm, heldur samfallið efni. Fyrstu atómin urðu til ca. 225 sek eftir Mikla - hvell.
Það þarf bara orku til að mynda þyngdarsvið, þótt atóm búi að sjálfsögðu yfir orku sem er t.d. fólgin í massa þeirra.
Fólk er líka að tala um "þyngdarafl" og hvað hafi skapað það
Þyngdarafl er ekki rétt að segja og á ekki við. Afl er orka á tímaeiningu og hefur lítið að gera með fyrirbærið sem við í daglega lífinu skynjum sem þyngdarkraft. Þyngdarafl er vinnan sem er unnin af þyngdarkrafti á tíma.
Massi skapar þyngdarkraft og þyngdarkrafturinn fylgir alltaf massanum. Svo massi Mikla-hvellsins gat skapað þyngdarkraftinn sem skapaði Mikla-hvell. Massi sveigir tímarúmið, en þar sem við getum ekki skynjað sveigjuna þá skynjum við í staðinn þyngdarkraft.
Varðandi það að spyrja út í það óendanlega, eins og margir trúaðir gera en reyna síðan ekkert að skilja eðlisfræði alheimins, en efast þó ekki sjáfir um eigin trúarsetningar og slangur, þá er þetta vitað:
Í alheiminum eru til ákeðnir alheimsfastar sem ekki er hægt að búa til úr öðrum eðlisfræðilegumföstum, sem dæmi ljóshraði. Úr þeim má búa til náttúrulegan lengdarskala alheimsins, sem er svo smár að við höfum enga leið til að skoða hann núna. Þar gæti legið leyndarmálið á bak við allt.
Fynnst þetta mjög góð skýring. Ég "stal" þessu frá http://maggadora.blog.is/blog/maggadora/entry/1091040/
Jónatan Gíslason, 4.9.2010 kl. 10:08
Jónatan, þakka þér fyrir þessa innsýn í alvöru vísindi.
Dingli, 4.9.2010 kl. 14:41
Sæll Mófi, þegar ég las þessa frétt þá hugsaði að þú myndir hafa eitthvað um þetta að segja :)
Það er svo margt sem bendir til að lífið hafi ekki orðið til fyrir tilviljun, maður þarf bara að skoða náttúruna og lögmálin sem stýra henni. Allt virðist svo fínstillt. Mæli líka með heimildarmyndinni Privileged planet, hún talar um þessa fínstillingu.
Hvaða heimsmynd maður velur er það sem allt snýst um.
Karl Jóhann Guðnason, 5.9.2010 kl. 07:25
Annað lögmálið glímið við það ástand að við höfum efni og orku. Hið fyrsta hvort hægt er að búa til eða eyða efni eða orku. Veit ekki alveg hvernig ég myndi orða tenginguna á milli þessara tveggja lögmála. Ef að orka og efni hafa ekki alltaf verið til þá verður einhver/eitthvað að hafa brotið þessi lögmál til að starta þessu dæmi okkar.
Sumir vilja trúa á eilífan Guð, aðrir á eilífa drullu; kannski í þessu tilfelli er þetta bara spurning um val.
Mofi, 6.9.2010 kl. 09:55
Mofi, 6.9.2010 kl. 09:56
Mofi, 6.9.2010 kl. 09:57
Mikil er trú þín :)
Af hverju? Af hverju þarf massi að skapa þyndarkraft?
Mofi, 6.9.2010 kl. 10:00
Kalli, já, maður getur skoðað þessar staðreyndir og síðan reynt að gera upp hug sinn. Ég sé þarna staðreyndirnar benda til Guðs og aðrir velja að rembast eins og rjúpan við staurinn að afsaka staðreyndirnar í burtu með aulalegu bulli eins og mörgum alheiminum og þyndaraflið að búa til alheim úr engu... sannarlega eru þeir án afsöunar.
Mofi, 6.9.2010 kl. 10:03
Mofi "Af hverju? Af hverju þarf massi að skapa þyndarkraft?"
það kemur framm í þessu. Massi sveigir tímarúmið og það skynjum við sem þyngdarkraft
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 11:18
Eins og hefur svo sem oftar komið framm hér að að eitt að við skiljum ekki eitthvað þíðir ekki að "guð gerði það". Hvernig massi sveigir tímarúmið hefur með eiginnleika tímarúmsins að gera og þeir eiginnleikar urðu til við miklahvell. Þetta er verið að rannsaka í CERN öreindahraðlinum og er til dæmis verið að reyna að finna higgs eindina sem á að vera sú eind sem gefur hlutum massa
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 11:32
Jónatan, kemur út á hið sama "af hverju sveigir massi tímarrúmið"?
Þetta er síðan ekki bara að við skiljum eitthvað ekki heldur að í augum margra benda ákveðnar staðreyndir til Guðs. Kemur engum götum við nema frá sjónarhóli guðleysingja þá virðist það vera dáldið þannig að ef eitthvað bendir til Guðs þá teljið þið það vera eitthvað gat og viljið fylla í það gat; jafnvel með ógurlegri órökréttri vitleysu. Allt til að fylla í "gatið" sem fyrir mig er bara ykkar ímyndun.
Mofi, 6.9.2010 kl. 13:03
Eins og ég segi þá er það ekki vitað, allavega hef ég ekki lesið mig til um það. Ég get ekki séð að það að leita svara við ráðgátum sé órökrétt vitleysa. Menn beyta sömu aðferðum og þeir hafa alltaf gert og þær aðferðir hafa komið okkur svona langt. með því að nota nýja tækni og safna gögnum ættum við að geta útskýrt margt.
Mér sem guðleysingja fynnst einmitt að ef við vitum ekki eitthvað þá er gat sem þarf að fylla upp í en ekki bara segja guð gerðiða, En samt alls ekki það að við ættum bara að taka það fyrsta sem okkur dettur í hug að gæti passað heldur að passa að nota vísindalegu aðferðina og finna þannig út hvað gæti útskýrt ráðgátuna
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 14:08
Jónatan, verður það einhvern tíman ásættanlegt að þínu mati svarið "Guð gerði það"?
Mofi, 6.9.2010 kl. 14:15
Mofi: "ef eitthvað bendir til Guðs þá teljið þið það vera eitthvað gat og viljið fylla í það gat; jafnvel með ógurlegri órökréttri vitleysu. Allt til að fylla í "gatið" sem fyrir mig er bara ykkar ímyndun"
Þetta er svolítið algengt viðhorf kristinna manna til fólks sem dirfist að horfa út fyrir biblíuna ein og t.d með Galileo :)
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 14:15
neibb
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 14:17
ekki nema að hann birtist mér persónulega og geri eitthvað svakalegt kraftaverk eins og að töfra framm göng frá norðurey "íslandi" til Vestmannaeyja :)
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 14:19
Jónatan, ef að svarið er "Guð gerði þetta" alveg eins og "hver skrifaði athugasemd 31" er Jónatan Gíslason, ertu þá ekki búinn að útiloka rétta svarið með ákveðni hugmyndafræði?
Mofi, 6.9.2010 kl. 14:22
Nei þú getur leitað mig uppi og snert mig og talð við mig ég get ekki leitað guð uppi og séð hann með mínum eiginn augum og talað við hann og fengið svar til baka. mér fynnst ekki alveg vera hægt að bera þetta saman
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 14:28
Jónatan, ég átti aðeins við "rétta svarið". Ef að rétta svarið er "Guð gerði þetta", ertu þá ekki búinn að útiloka rétta svarið með þinni hugmyndafræði?
Mofi, 6.9.2010 kl. 14:33
Jú þá væri ég búin að útiloka rétta svarið ef það væri rétt en eins og ég sagði í athugasemd 32 þá gæti mér snúist hugur ef ég fengi næg sönnunargögn, en þar til þá er ég svo viss um að ég hafi rétt fyrir mér að ég ætla bara að halda áframm að útiloka "rétta" svarið :)
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 14:42
Jónatan, heiðarleiki... vá... ég fæ bara tár í augun; ég ætla að halda upp á þetta! :)
Væri gaman að sjá grein frá þér þar sem þú tekur fram þau sönnunargögn sem þú telur þig nú þegar hafa fyrir þinni afstöðu.
Mofi, 6.9.2010 kl. 14:53
Aldrei að vita nema að aður skelli eina svoleiðis fljótlega.
Jónatan Gíslason, 6.9.2010 kl. 15:18
Varnarlínur trúaðra um Biblíu Guðinn eru sannarlega illa leiknar. Frá því að verja sköpun Hans á himni og jörð, Paradísar og mannkyns, þá er verið að hrófla upp haldlitlum víggirðinum vítt um galdraheima skammta og stjarneðlisfræða.
Tilvist Krists, sem sonar og holdgervings Guðs, vilja hans og máttar, er ekki lengur deiluefni. Sú bábilja er yfirgefið vígi, en að vörnin fyrir tilvist Guðs skuli komin aftur fyrir miklahvell, þ.e.a.s út úr heiminum, er merkilegt.
Dingli, 6.9.2010 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.