Hættulega góða fólkið

Eitt af því sem mér finnst áberandi í umræðunni þessi misseri er fólk sem meinar vel en ef það fengi að ráða þá væri það stórhættulegt.  Þetta er hið svo kallaða góða fólk.  Það meinar vel en virðist ekkert hugsa til enda hvaða afleiðingar það sem það vill myndi hafa.  Tökum t.d. umræðuna um byssueign í Bandaríkjunum.  Í fyrsta lagi er lög sem hefta byssueign en stóra vandamálið er að það hefur misfarist oft að framfylgja þeim.  Í öðru lagi, hvaða valmöguleikar eru í stöðunni?  Segjum sem svo að ríkið einfaldlega bannaði byssur, hvað myndi þá gerast?  Er ekki lang líklegast að þá afhenti löghlýðnir borgarar byssurnar sínar en glæpamann og fólk sem dreymir um að fremja fjöldamorð héldi fast í sínar byssur.  Væri það betri staða?  

Það sem fólk gleymir líka er að það er ekki aðeins svona atburðir eins og skotárás í skólum sem skiptir máli heldur einni morðtíðni og þar standa Bandaríkin sig ekki svo illa.  Ef eitthvað er þá eru það ríkin í Bandaríkjunum sem hafa hörðustu reglur um byssur sem glíma við mestu vandamálin. 

Svo ég skil vel góða fólkið, það heldur að það hafi lausn á vandamálinu og það meinar vel en það er ekki að hugsa dæmið til enda. Það versta við þetta er þessi uppsetning, við erum góð af því að við höfum þessa skoðun, þið eruð vond og elskið byssur meira en börn af því að þið hafið aðra skoðun.  Virkilega viðbjóðslegur málflutningur þó maður auðvitað fyrirgefur þeim sem eru að syrgja að tala svona.  Margir sjá miklu frekar að það sem væri miklu líklegra til að bjarga fólki frá svona skotárás er að fólk sem starfar við skólana sé vopnað svo það geti varið sig ef svona kemur upp á.  Sem betur er fólk sem hefur þannig skoðanir ekki jafn klikkað og góða fólkið og reynir að láta sem svo að af því að það hefur þessa skoðun, þá er það kærleiksríkt og þyki vænt um börn og þeim sem eru þeim ósammála hata börn.

Að minnsta kosti, það þarf minni geðshræringu og meira vit í þessa umræðu. 


mbl.is Elska þeir byssur meira en börn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það nú orðið jákvætt að starfa í klámiðnaðinum?

Svona fréttir eru settar þannig fram eins og það sé jákvætt að vinna í klámiðnaðinum. Stjarna er eitt, klámstjarna er engan veginn hið sama.  Væri fjallað um unga stúlku á sama hátt ef að hún væri í klámiðnaðinum?


mbl.is Íslenska klámstjarnan komin á fast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eðlilegt?

Fyrir nokkru á var frétt á visir.is þar sem var talað við ungan mann sem starfaði sem samkynhneigður klámleikari eins og það væri eðlilegt og gott. Hefðu þeir gert hið sama ef að ung stúlka væri að vinna sem klámleikona? Ég spyr og sannarlega veit ekki svarið, sérstaklega í ljósi þessarar fréttar hérna þar sem kynlíf þriggja aðila er látið eins og það sé eðlilegt.

Hvað er að gerast í heiminum í dag og á Íslandi?


mbl.is 5 góðar stellingar fyrir trekant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að allir vinna jafn lengi er stórfurðulegt

Að við skulum hafa vinnuviku sem er upp á sirka 40 tíma er stórfurðulegt fyrirbæri. Það er algjörlega órökrétt að fólk sem vinna ólík störf vinni samt jafn lengi. T.d. það eru ótal rannsóknir sem sýna fram á að fólk sem vinnur við störf sem þurfa að...

Kona með typpi?

Það er eins og samfélagið ætlar að ganga viljandi af göflunum. Hvaða venjulegur karlmaður er til í að vera í sambandi við manneskju með typpi nema vera samkynhneigður? Þessi skrípaleikur með hvað er kvenfólk og hvað eru karlmenn hlýtur að fara að enda;...

Hvað sagði Trump um Svíðþjóð?

Ég man ekki nákvæmlega hvað það var en mikið var gert grín að því að láta sem svo að það væru einhver vandamál í Svíþjóð. Það hafa fleiri komið fram og bent á þessi vandamál en hingað til hafa hinar almenni fjölmiðlar látið eins og það sé ekkert að. Enn...

Er vandamálið ójöfnuður?

Að mörgu leiti þá já, okkur líkar illa við ójöfnuð; eins og einhverjar manneskjur eru meira virði en aðrar. En er það það sem raunverulega skiptir máli? Segjum sem svo að þú standir frammi fyrir tveimur valmöguleikum, annar er sá að allir í samfélaginu...

Er lögreglu ofbeldi vandamál fyrir svarta í Bandaríkjunum?

Í tilraun til að gefa þessari varla frétt smá gildi þá langar mig að deila stuttum fyrirlestri um vandamál svartra þegar kemur að lögregluofbeldi og hvert vandamálið raunverulega sé.

Ekki alveg samkvæmt spám loftslagshlýnunar

Einu sinni gerði Al Gore tilraun til að hræða mannkynið með sínum spáum um hversu ógurlegar breytingar væru framundan vegna áhrif manna á umhverfið, allt átti að hlýna gífurlega. Hann talaði til dæmis um hvernig Norður póllinn yrði án ís í kringum 2014...

Er þetta heiðarlegur fréttaflutningur?

Alltaf þegar menn segja sögur þá skiptir máli hvað er valið að segja frá og hvað er valið að sleppa. Einnig skiptir máli hvernig er sagt frá en tóninn og orða valið getur einnig gefið til kynna eitthvað sem er ekki satt. Fyrir mitt leiti er þessi grein...

Allur heimurinn á móti Trump?

Vonandi áttar fólk sig á heilaþvottinum sem er í gangi hérna. Það ætti að lyggja í augum uppi að sumir styðja þessa ákvörðun á meðan aðrir eru á móti henni. Hve margir telja sig hafa sjálfstæða skoðun en átta sig ekki á því að svona fyrirsagnir eru búnar...

Gallinn við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

Það ætti að vera öllum ljóst að sá flokkur sem fer í samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn er að leika hættulegan leik. Það eru ótal dæmi þar sem flokkar fara í samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn að þá næstu kosningar þá hefur fylgi þess flokks hrunið en...

Kári að sleikja upp fjölmiðla

Ein leið í dag til að fá fjölmiðla til að líka vel við þig; til að fjalla um þig á jákvæðan hátt er að gagnrýna Trump. Einhver gæti hugsað "hvernig getur einhvern kristinn einstaklingur varið Trump?" Það er góð spurning, málið er að í dag þá hafa...

Það vill enginn vera feministi lengur

Áhugaverð könnun í Bretlandi leiddi í ljós að aðeins 7% fólks leit á sig sem feminista, sjá: Only 7 per cent of Britons consider themselves feminists Feministar í dag eru miklu frekar hópur sem hatar karlmenn og karlmennsku og almennt þá finnst fólki...

Wikileaks: Facebook vann með Clinton

Samkvæmt Julian Assange þá var samstarf milli Facebook og Clinton í síðustu forsetakosningum, sjá: https://www.rt.com/usa/404971-assange-facebook-podesta-collusion/#.Wc49PRNVux0.twitter Kannski allar raddir heyrast en ég er nokkuð viss um að sumar raddir...

Heilaþvottur fjölmiðla

Eitthvað segir mér að þessi flokkur AfD lítur ekki á sig sem öfga flokk svo af hverju að kalla þá öfga flokk? Ég veit ekkert um þennan flokk en það sem ég vil benda á hérna er hvernig fjölmiðlar orða hlutina til að stjórna skoðunum fólks. Til að láta...

Hverju trúðu frumherjar Aðvent kirkjunnar um þrenninguna?

Fyrir aðventista þá ætti það að vera mjög fróðlegt að vita hvernig frumherjar kirkjunnar sáu þrenninguna og hvernig þeir skildu eðli Guðs. Einnig er gott að hafa hérna til hugar hvað Ellen White sagði um frumherjana og grunn trúarsetningarnar sem kirkjan...

Að tala svo að fólk skilji

Nú á dögum samfélagsmiðla þá glímir fólk við að allt sem það segir getur verið greint í öreindir af hinu ólíklegasta fólki. Fólk sem þekkir hvorki þig né þínar aðstæður svo þegar það heyrir þig segja eitthvað þá býr það til alls konar ályktanir og oftar...

Er kenningin um þrenninguna biblíuleg?

Ein af kenningunum sem flestar kristnar kirkjur aðhyllast er kenningin um þrenninguna. Þessi kenning segir að Guð er í rauninni þrjár persónur sem tilheyra einni veru, þ.e.a.s. Guð. Þessar persónur hafa tekið að sér mismunandi hlutverk, faðirinn,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband