Gallinn við samstarf við Sjálfstæðisflokkinn

Það ætti að vera öllum ljóst að sá flokkur sem fer í samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn er að leika hættulegan leik. Það eru ótal dæmi þar sem flokkar fara í samstarf við Sjálfsstæðisflokkinn að þá næstu kosningar þá hefur fylgi þess flokks hrunið en fylgi Sjálfsstæðisflokksins helst alltaf nokkuð hið sama.

Ég upplifi mig sem frekar mikið til hægri í þeim skilningi að ég vil að ríkið skipti sér sem minnst af fólki og fyrirtækjum.  Þar er eins og ég á samleið með Sjálfsstæðisflokknum hérna en þegar kemur að framkvæmd þá hegðar Sjálfsstæðisflokkurinn oft eins og versti kommúnista flokkur eins og að selja eignir ríkisins til einkavina á spottprís. Eða þeirra vörn á kvótakerfinu sem er bara eins og lénskerfi miðalda. Ríku fólki gefin fiskurinn í sjónum svo myndast ættir sem eiga fiskinn í sjónum og svo fær það verkamenn til að vinna við að ná í fiskinn.

Það verður forvitnilegt að sjá hvers konar stjórn við fáum í þetta skiptið og hvaða flokkur er til að deyja hægum dauðdaga með því að fara í rúmið með Sjálfsstæðisflokknum.


mbl.is Ekki klár með meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Mikið til sammála nema ég held að lítill flokkur eins og tildæmis flokkur fólksins sem fer í stjórn með sjöllum deyji ekki hægt, heldur mjög hratt.

Óskar, 31.10.2017 kl. 10:46

2 Smámynd: Mofi

Já, sammála Óskar. Aðeins rótgrónir flokkar eins og VG, Framsókn og Samfylkingin ráða við samstarf við Sjálfsstæðis flokkinn; missa vanalega hellings fylgi svo byrja að deyja hægt en svona litlir flokkar, lifa líklegast ekki af næstu kosningar ef þeir gera svona mistök.

Mofi, 31.10.2017 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband