Hvernig gengur höfundum lág kolvetniskúra að halda auka kílóunum af?

Það hlýtur að vera mjög forvitnilegt að skoða árangur þeirra rithöfunda sem hafa skrifað bækur sem segja að lágkolvetnis mataræði sé gott til að grennast og öðlast góða heilsu.  Ef að þetta fólk er ennþá í lélegu líkamlegu ástandi áratugi eftir að hafa skrifað bók sem segir að fita sé góð og kolvetni séu slæm þá segir það frekar mikið um hvort að þessi aðferð virkar.

Ef einhver er í vandræðum með aukakílóin þá eru ávextir svarið. Við vorum hönnuð til að borða ávexti og við verðum ekki of feit af þeim heldur fáum við alla þá næringu sem við þurfum úr þeim. Ef einhver vill borða bara ávexti ( ég vil en hef ekki náð þeim áfanga ennþá ) þá þarf viðkomandi að átta sig á því að það er hellings mál að ná nægum kaloríum úr ávöxtum og viðkomandi þarf þá að borða mjög mikið af ávöxtum sem innihalda mikið af kolvetnum, ávextir eins og bananar og döðlur.

Hérna er stutt myndband þar sem bornir eru saman höfundar bóka sem mæla með lág kolvetnisfræði.  Borða meiri fitu frá fæðu eins og kjöti, smjöri og þess háttar.  Og þeir bornir saman við höfunda sem mæla með mataræði sem byggist ekki á dýra afurðum, lítið af fitu en mikið af kolvetni.  

Þeir sem virkilega vilja kynna sér þessi mál þá mæli ég með þessari bók hérna: Bókin 80-10-10


mbl.is „Ég finn til með fólki sem er að berjast við aukakílóin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að fækka mávum almennilega?

seagulls_feedingÉg er mikill dýravinur, hef alveg svakalega gaman af alls konar dýrum. Eitt af því skemmtilegra við það að prófa að búa í Englandi er að sjá fleiri dýr út um allt. Sérstaklega gaman af íkornunum sem koma í garðinn til mín til að sníkja hnetur... sumir myndu segja að ég er að lokka þá til mín með hnetum en hvað með það :)

Það er aðeins eitt dýr sem mér líkar svakalega illa við og það er mávurinn. Mín fyrstu kynni af þessu óarga dýri var fyrir nokkrum árum síðan þegar ég fór á sjó með bróðir mínum. Eftir sirka tíu tíma úti á sjó þá var kominn tími til að fara heim en þá startaði vélin ekki og við vorum fastir þarna úti í alveg tíu tíma í viðbót. Allann þennan tíma voru hundruðir máva í kringum bátinn, öskrandi og skítandi... eftir þá lífsreynslu þá sannfærðist ég að þetta væri óheyrilega leiðinleg dýr og allt of mikið til af þeim.

Seinni lífsreynslan af mávum var í ferð minni til Spánar. Ég klifraði fjall sem var nálægt bænum sem ég leigði hús í. Alla ferðina upp fjallið þá var ég umkringdur mávum sem voru endalaust að ráðast á mig. Sérstaklega man ég eftir einum stórum sem sveif fyrir ofan mig og reyndi að skjóta/skíta á mig; rétt náði að forða mér.  Þetta var að vísu dáldið fyndið, ég skal gefa þessum tiltekna fugli það.  Allt fjallað var umvafið mávum og ef það var eitthvað annað fuglalíf þarna þá held ég að mávurinn var búinn að gera út af við það.

Ég mæli með því að stjórnvöld geri átak í að fækka þessum leiðinda dýrum. Besta leiðin sem ég veit til þess að gera það er að á varptímanum að þá stinga göt á eggin þeirra.  Ef að eggin eru tekin eða eyðilögð þá bara verpir kvikindið aftur.  Ég er sannfærður að við myndum uppskera miklu fjölbreyttara fuglalíf og ekki amalegt að losna við þessa plágu sem mávurinn er.


mbl.is Mávurinn aðgangsharður á veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evolution Vs. God

Sýnishorn af nýrri mynd þar sem Ray Comfort tekur viðtal við ótal vísindamenn sem aðhyllast Þróunarkenninguna og spyr þá spurninga um þeirra trú. Örugglega stór skemmtilegt fyrir þá sem finnst bara fyndið hve sannfærðir þróunarsinnar eru í sinni...

Miljarður Kínverja eru ósammála

Klukkan er orðin of margt fyrir mig að nenna að skrifa mikið um þetta, læt bara nokkur myndbönd útskýra af hverju lág kolvetna dæmið er óhollt. Fyrst kemur banana stelpan, borðar ógrynni af bönunum sem eru með mikið af kolvetnum en mjög lítið af fitu....

Engar líkur á því að einu sinni prótein myndist fyrir tilviljun

Áður en Urey-Miller tilraunin var gerð þá voru þessi lífrænu efni, amínósýrur, huldar dulúð og menn engan veginn viss hvernig gætu orðið til. En síðan var þessi tilraun gerð og menn komust að því að amínósýrur gátu myndast með því aðeins að blanda saman...

Efasemdir um Miklahvells kenninguna

Langar að benda á áhugavert bréf sem var birt árið 2004 í New Scientist . Í þessu bréfi þá er bent á vandræða stöðuna sem vísindin eru komin í varðandi Miklahvells kenninguna. Að vegna þess að þessi hugmynd er orðin ráðandi þá er öllum vandamálum sópað...

Efasemdir Darwins

Ný bók var að koma út eftir Stephen Myers sem fjallar um það sem olli efasemdir hjá Darwin varðandi kenninguna hans. Bókin heitir "Darwins doubt" og hérna er vefur bókarinnar: www.darwinsdoubt.com Bókin hefur verið að fá góða dóma, t.d. þá sagði einn...

Lykillinn að frábæru kynlífi

Áhugaverður fyrirlestur um þetta frá kristnu sjónarmiði.

Skiptir trúin ekki máli varðandi heiðurs morð?

Eitt af því sem mig hryllir einna mest við eru heiðursmorð. Að fjölskylda skuli geta snúist upp á móti einum af sínum börnum og drepið það vegna "heiðurs" fjölskyldunnar. Það er sannarlega fólk með engan heiður eða velsæmiskennd sem gerir slíkt. En...

Risaeðlurnar drukknuðu

Hérna er farið aðeins yfir að út frá þeim steingervingum af risaeðlum sem við höfum þá virðast þær hafa drukknað en það hlýtur að þurfa eitthvað svakalegt til að drekkja dýrum sem voru mörg tonn á þyngd. Eitthvað eins og

Surtsey - Lexía í jarðfræði út frá Biblíunni

Hérna er örstutt klippa sem fjallar um Surtsey og hve hratt eyjan hefur náð sér á strik og hvað það segir okkur um hvernig útlit getur verið blekkjandi varðandi aldur. Hvernig hlutir geta litið út fyrir að vera mjög gamlir en eru það...

Snilld fuglanna

Ný mynd sem fjallar um hönnun í dýrategundum sem geta flogið og hvort að Þróunarkenningin geti útskýrt þá hönnun sem við sjáum í þessum dýrum.

Jesús meðal annara guða

Langar að deila með ykkur ræðu Ravi Zacharias um hvað er öðru vísi við Jesús.

Höfum við frjálsan vilja?

Ég hélt að aðeins örfáir væru á þeirri skoðun að við höfum ekki frjálsan vilja en þessi skoðun virðist algengari en ég hélt. Allir virðast vera sammála um að okkar upplifun er að við höfum frjálsan vilja en sumir telja að þessi upplifun er blekking....

Eðlisfræðin og frjáls vilji

Það eru nokkrir sem trúa að útfrá eðlisfræðilögmálunum að við höfum ekki frjálsan vilja en hérna útskýrir Michio Kaku af hverju það er alveg rúm fyrir frjálsan vilja þrátt fyrir eðlisfræðilögmálin.

Máttu myrða til að hindra þjófnað?

Mér finnst þetta alveg ótrúlegt. Finnst fólki þetta eðlileg lög að þú megir myrða aðra manneskju til að koma í veg fyrir að hún steli frá þér? Hvernig getum við t.d. vitað fyrir víst að manneskjan var að stela eins og í þessu tilfelli þá sé ég ekki betur...

Vísindamenn fjalla um uppruna lífs

Þegar ég rökræði við fólk um uppruna lífs þá kemur fljótlega í ljós að fólk veit afskaplega lítið um þetta efni. Fólk virðist aðalega fá sínar upplýsingar um þetta efni úr einhverjum einföldum skólabókum sem láta sem svo að þetta sé ekkert mál og við...

Lambið að verða að dreka

Samkvæmt mínum skilningi á spádómum Biblíunni þá átti ríki að koma upp eftir að Kaþólska kirkjan varð fyrir miklum áföllum og hætti að geta ráðskast með kónga Evrópu og þetta ríki átti að vera kristilegt vald. Þetta veldi er Bandaríkin og sannarlega...

Hve erfitt vandamál er uppruni lífs fyrir guðleysingja?

Hérna útskýrir Paul Nelson hve flókin ein af einföldustu lífverum jarðar er og hvernig það varpar ljósi á hvers konar vandamál uppruni lífs er fyrir þá sem trúa að lífið hafi orðið til án hönnuðar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband