Siðferðis spurningar Óla Jóns

kallinn.jpg

Í umræðunni sem skapaðist við greinina Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt?  þá kom bloggarinn Óli Jón með nokkrar spurningar sem mér finnst vera þess virði að svara. Vildi líka ekki leiða hina umræðuna út í eitthvað allt annað svo hérna eru spurningarnar hans Óla og svo geri ég heiðarlega tilraun til að svara þeim.

Óli Jón
Hvort á maður að hata foreldra sína eða heiðra þá? Hvort á maður að fyrirgefa náunganum eða senda þrjár birnur til þess að slátra 42 ungmennum fyrir smá stríðni? Hvort á maður að hjálpa syndugu fólki eða drekkja því? Á maður að bjarga saklausum englum frá nauðgun með því að bjóða saklausar dætur sínar í staðinn? Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum? Er í lagi að halda þræla eða ekki? Á maður að leiða fólk í freistni til illra verka eða reyna að koma í veg fyrir slíkt? Eiga börn í þriðja og fjórða ættlið að gjalda fyrir syndir feðra sinna?
Biblían eins og önnur alvöru bókmenntaverk er oft þung og erfið. Sumt getur virkað mótsagnakennt og annað illskiljanlegt eins og framandi algebra. En alveg eins og algebra sem var mjög framandi fyrst og tók hellings á að skilja og ná tökum á þá á hið sama við margt í Biblíunni, það þarf alvöru stúderingu til að skilja hana.
  • Hvort á maður að hata foreldra sína eða heiðra þá?
    Þú getur heiðrað einhvern sem þú hatar. En þú ert að vitna í orð Jesú í Lúkas 14. Þegar maður hefur í huga að Jesús kenndi að við ættum að elska jafnvel óvini okkar þá rekur maður upp stór augu þegar maður rekst á þetta. En samhengið útskýrir hvað er þarna í gangi, Jesús heldur áfram og segir dæmisögu um mann sem fer í stríð án þess að meta kostnaðinn og áhættuna. Það sem Jesús er þarnna að fjalla um er hvað það getur kostað að gerast lærisveinn Hans, það gæti kostað þig fjölskyldu þína og vini. Orðið sem þarna er notað er líka notað í Biblíunni þannig að það þýðir "elska minna", meira um þetta hérna: http://www.apologeticspress.org/apcontent.aspx?category=6&article=781 
  • Hvort á maður að fyrirgefa náunganum eða senda þrjár birnur til þess að slátra 42 ungmennum fyrir smá stríðni?
    Maður á að fyrirgefa náunga sínum.
     
  • Hvort á maður að hjálpa syndugu fólki eða drekkja því?
    Hjálpa því.  Ef viðkomandi er að reyna að drepa þig þá er líklegast ekki hægt að ætlast til þess að þú setir þig í hættu til bjarga viðkomandi.
  • Á maður að bjarga saklausum englum frá nauðgun með því að bjóða saklausar dætur sínar í staðinn?
    Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þegar Biblían segir frá atburðum þá er hún ekki að segja hvað sé rétt að gera eða rangt að gera; hún er einfaldlega að segja frá einhverju sem gerðist.
  • Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum?
    Aldrei
  • Er í lagi að halda þræla eða ekki?
    Fer eftir samfélaginu sem þú lifir í.  Ég þarf endilega að uppfæra þessa grein hérna, margt sem ég gæti bætt en fyrir þá sem eru forvitnir um þrælahald í Biblíunni þá: Þrælahald í Biblíunni

  • Á maður að leiða fólk í freistni til illra verka eða reyna að koma í veg fyrir slíkt?
    Endilega ekki vera að leiða fólk í freistni. Samt verður fólk að fá að fara sína eigin leið, ekki okkar að binda það niður ef við grunum að það er að fara að gera illt. Ef viðkomandi er að fara að drepa einhvern þá er alveg gilt að binda hann niður eins og var gert við okkar heimsfræga flugdólg.
  • Eiga börn í þriðja og fjórða ættlið að gjalda fyrir syndir feðra sinna?
    Ekki spurning hvort þau eiga að gjalda fyrir syndir ferða sinna heldur einfaldlega að það er það sem gerist. Við sitjum uppi með margt sem okkar forfeður gerðu. Komandi kynslóðir munu þurfa að glíma við margt sem er í rauninni okkur að kenna og þannig hefur það alltaf verið.

Þetta er heiðarleg tilraun til að svara þessum spurningum en sjáum til hvað honum Óla finnst.


Akkíalesarhæll Þróunarkenningarinnar

Evolution's Achilles' Heels er ný mynd þar sem fjórtán vísindamenn fara yfir ástæður fyrir því að Þróunarkenningin geti ekki staðist. Meira hérna: creation.com/eah


Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt?

Einsatzgruppen-IN-actionÞegar kom að réttarhöldunum á nasistum eftir seinni heimstyrjöldina þá sögðu margir hermenn að þeir voru aðeins að hlýða skipunum. Þessum rökum var hafnað vegna þess að þeir áttu að vita að það sem þeir voru að gera var rangt, að það var æðra vald en þeirra yfirmenn sem þeir voru að brjóta gegn. Að jafnvel ef að nasistar Þýskalands hefðu sannfært allan heiminn að drepa svart fólk og gyðinga væri í lagi þá væri það samt alls ekki í lagi, það væri samt siðferðislega rangt.

Vandamálið fyrir guðleysingja er að ef að þeir eru sammála þessu hérna að ofan þá passar það ekki við hugmyndina að Guð er ekki til. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Guð er ekki til þá er ekkert raunverulega rétt eða raunverulega rangt, allt þannig er ákvarðað af samfélaginu eða náttúruferlunum sem bjuggu okkur til. Þannig að við hefðum getað þróast þannig að það væri siðferðislega rétt af konum að drepa manninn sem þær voru með svo dæmi sé tekið.

Eða eins og Peter Haas orðaði það:

Peter Haas, Morality after Auschwitz: The Radical Challenge of the Nazi Ethic
far from being contemptuous of ethics, the perpetrators acted in strict conformity with an ethic which held that, however difficult and unpleasant the task might have been, mass extermination of the Jews and Gypsies was entirely justified. . . . the Holocaust as a sustained effort was possible only because a new ethic was in place that did not define the arrest and deportation of Jews as wrong and in fact defined it as ethically tolerable and ever good

Enn fremur, ef þetta líf er það eina sem er hvað er þá til hvaða máli skiptir það þá hvort maður lifði eins og Hitler eða eins og dýrlingur?  Það væri enginn munur á því að deyja sem Jimmy Sevile eða Nelson Mandela. Ef að gröfin er loka stoppi stöðin, af hverju þá ekki að láta lífið snúast um að uppfylla sínar langanir,  sama hvað það kann að kosta aðra.  Þessi hugmyndafræði kom upp í guðleysis fangelsum fyrrum Sovíet ríkjanna, svona orðar

Richard Wurmbrand, Tortured for Christ (London: Hodder & Stoughton, 1967), p. 34
The cruelty of atheism is hard to believe when man has no faith in the reward of good or the punishment of evil. There is no reason to be human. There is no restraint from the depths of evil which is in man. The Communist torturers often said, ‘There is no God, no hereafter, no punishment for evil. We can do what we wish.’ I have heard one torturer even say, ‘I thank God, in whom I don’t believe, that I have lived to this hour when I can express all the evil in my heart.’ He expressed it in unbelievable brutality and torture inflected on prisoners

Hægindastóla heimspekingar kunna kannski ekki að meta þessi orð eða hreinlega allir þeir sem hafa lifað þægilegu lífi allt sitt líf og aldrei komist í snertingu við svona illsku en svona er þetta. Þetta eru rökréttar ályktanir út frá guðleysi sem þessir fangaverðir komust að og settu í framkvæmd.

Guð þarf að vera til, til þess að illska verði raunverulega vond, að góð verk verði raunverulega góð. Eins og   orðaði það:

Taylor, Ethics, Faith, and Reason, pp. 83-4.
A duty is something that is owed . . . . But something can be owed only to some person or persons. There can be no such thing as duty in isolation . . . . The idea of political or legal obligation is clear enough . . . . Similarly, the idea of an obligation higher than this, and referred to as moral obligation, is clear enough, provided reference to some lawmaker higher . . . . than those of the state is understood. In other words, our moral obligations can . . . be understood as those that are imposed by God. This does give a clear sense to the claim that our moral obligations are more binding upon us than our political obligations . . . . But what if this higher-than-human lawgiver is no longer taken into account? Does the concept of a moral obligation . . . still make sense? . . . . the concept of moral obligation [is] unintelligible apart form the idea of God. The words remain, but their meaning is gone

Ef þú kæri lesandi ert með sterka siðferðiskennd og trúir að það sé margt sem er raunverulega rétt og það skipti máli þá ertu með góða ástæðu til að trúa því að guðleysi geti ekki verið sannleikurinn. Fyrir utan það að guðleysingjar hafa engin góð rök og gögn til að styðja sína afstöðu svo þessi afstaða er hreinlega sú glórulausasta af þeim öllum.


mbl.is Var fyrirskipað að nauðga henni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er raunverulegt frelsi?

Jafnvel þeir sem hafa ógrynni af peningum eru samt oft ekki í raun og veru frjálsir því að þeir eru í fjötrum einhverra fíkna. Akkúrat þetta tilfelli er ekki alvarlegt, ég trúi ekki öðru en að Bieber geti losnað við þennan ávana. En að spurningunni, hvað...

The book thief

Um helgina sá ég myndina " The book thief " sem mér finnst vera algjör gull moli. Hún nær að vera draumkennd á köflum en síðan kemur kaldur raunveruleikinn yfir mann og nær alveg tökum á manni. Myndin gerist í seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi og...

Spádómurinn um dauða Ariel Sharon

Langar að benda á dáldið sem mér finnst áhugavert en veit ekki hvað ég á að halda um það. Það sem ég vil benda á er að fyrir þó nokkrum árum þá dó mjög virtur rabbí í Ísrael að nafni Yitzhak Kaduri. Áður en hann dó þá sagði hann að hann hefði fengið sýn...

Sagan af miskunsama Samverjanum

Mjög oft þá þekkir fólk eitthvað frá Biblíunni en aðeins eitthvað yfirborðskennt, óljóst frá þriðja eða fjórða aðila. Samverjar voru af ætt Ísrael en sögulega séð höfðu þeir lent á kannt við gyðinga og það var litið niður á þá. Þeir tilheyrðu ekki Ísrael...

Kemur það á óvart að ungu fólki finnst lífið tilgangslaust þegar þeim er kennt það í skólanum?

Þegar Þróunarkenningin er kennd sem vísindalegur sannleikur í skólum landsins þá er verið að kenna þessu unga fólki að lífið sé tilgangslaust. Ástæðan er sú að ef að Þróunarkenningin er rétt þá þýðir það að það var baráttan að lifa af og tilviljanir sem...

Er Þróunarkenningin trúarbragð?

Ég fyrir mitt leiti segi já og hérna er örstutt myndband sem útskýrir af hverju.

Haturs áróður Önnu

Að saka ákveðinn hóp um hatur og segja að meðlimir þessa hóps séu fullir af hatri og það sé aðeins tíma spurnsmál hvenær meðlimir hópsins grípa til ofbeldis, þetta er í mínum huga haturs áróður. Ég hef marg oft gagnrýnt Íslam en ég hef aldrei sakað...

Verða sjaría lög tekin upp á Íslandi?

Þar sem múslímar ná að vera í meirihluta þá virðist ekki vera langt í að sá hópur heimti að sjaría lögin verði lög landsins. Mér finnst í umræðunni um Mosku í Reykjavík mjög margir loka augunum fyrir þessu sem er raunveruleikinn sem blasir við í öðrum...

Á hvaða forsendum er dýraníð rangt?

Guðleysingjar náttúrulega sitja uppi með að það er ekkert raunverulega rétt eða rangt út frá þeirra heimsmynd svo þannig er það nú afgreitt. En hvað með t.d. kristna? Það er ekkert í Nýja Testamentinu um að þetta sé rangt, eini staðurinn sem þetta er...

Sjúkdómar vegna mjólkurneyslu

Eina sem ég skil það er erfitt að hætta að borða súkkulaði og ost en...restin af mjólkurvörum er eitthvað sem ætti ekki að vera neitt mál fyrir fólk að hætta að borða. Hérna er stutt myndband yfir hvaða sjúkdómar við höfum tengt við mjólkurneyslu. Enn...

En við höfum fundið lífrænar leifar þessara dýra

Þessi trú að þessi dýr voru uppi fyrir 150 miljón árum síðan passar engan veginn við staðreyndirnar. Ég hef fjallað um hinar ýmsu staðreyndir sem segja okkur að það er algjörlega út í hött að þessi bein eru svona gömul. Hérna eru nokkur dæmi: DNA finnst...

Kjarneðlisfræðingur fjallar um sína trú á Biblíulega sköpun

Því miður er ég of latur til að þýða alla greinina sem er viðtal við mann sem er kjarneðlisfræðingur þar sem hann útskýrir af hverju hann trúir á sköpun en ekki Þróunarkenninguna. Hann heitir Brandon van der Ventel og hefur gefið út fjölda vísindagreina...

Kannski hjálpar þetta?

Ég er á því að flesta af okkar vandamálum leysast ef við borðum holt og hreyfum okkur, en í mínum augum, að borða holt er að borða aðalega ávexti og grænmeti. Hérna er samt eitthvað sem gæti létt lund einhverra :)

Aðeins nasasjón af því sem syndaflóðið hefur verið

Það sem fæstir virðast skilja varðandi syndaflóð Biblíunnar er að það voru hamfarir á algjörlega óþekktri stærðargráðu miðað við allt sem við þekkjum. Til dæmis eru sumir að leita í setlögunum að ummerkjum um flóð Biblíunnar en málið er að lang flest...

Magnað hvernig ein Aðvent kirkja slapp ósködduð frá fellibylinum

Það er eins og Guð hafi verndað þessa kirkju til þessa að geta þjónað í hörmungunum og kannski líka áminning að Guð verndar þig ekki nema þú biðjir um verndun. Enn frekar að þegar kemur að hinu eilífa lífi, þá veitir Guð aðeins þeim eilíft líf sem biðja...

Eru þeir sem eru á móti dauðarefsingum, fylgjandi fóstureyðingum?

Þetta er bara spurning, ég veit ekki svarið. Ég þekki fólk sem er einmitt hlynnt fóstureyðingum en síðan á móti dauðarefsingum og... mér finnst það dáldið klikkað. Vera á þeirri skoðun að barn sem hefur ekki gert neitt rangt, að vilja drepa það en síðan...

Hverju trúir þú í raun og veru?

Ég rakst á skemmtilega tilvitnun frá C.S.Lewis sem mér finnst vera virkilega góð en hún hljómar svona: C.S.Lewis You never know how much you really believe anything until its truth or falsehood becomes a matter of life and death to you Guðleysingar trúa...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband