Umsókn í Vantrú

Eftir töluverða íhugun á þessu máli þá held ég að Vantrú sé fínn félagsskapur og vil endilega gangi í hann enda með eindemum vantrúaður.  Svo það komi fram hve vantrúaður ég er þá langar mig að lista upp nokkur atriði sem ég er vantrúaður á:

  1. Ég er vantrúaður á að QLink hálsmen bæti heilsu fólks.
  2. Ég trúi ekki að miðlar geti haft samband við dáið fólk!
  3. Ég hef mínar efasemdir um að hugsanir geti haft áhrif á vatn.
  4. Ég held að eyrnakerti er algjört kjaftæði.
  5. Ég hef litla sem enga trú á að DNA "heilun" virki.
  6. Bowen tækni virkar á mig eins og ómerkilegur perraskapur fyrir þá sem vilja þukla á fólki.
  7. Ég held að The Secret sé næsti bær við galdra þulur og vúdú.
  8. Ég trúi ekki að álfa eru til.
  9. Ég trúi ekki að draugar eru til.
  10. Ég er mjög vantrúaður á sjálfskviknun lífs.
  11. Ég trúi ekki að náttúrulegir ferlar geti búið til upplýsingakerfi og upplýsingar.
  12. Ég er mjög vantrúaður á að dauð efni geti "búið" til forritunarmál.
  13. Ég efast um að tími og tilviljanir geti búið til nanó mótor sem er einnig sá fullkomnasti á jörðinni, sjá hér.
  14. Hef jafnvel enn meiri efasemdir um að darwinisk þróun geti búið þetta hérna.
  15. Hef ennþá meiri efasemdir að stökkbreytingar og náttúruval geti búið neitt af því sem er hérna að finna.
  16. Ég hef enga trú að tilviljanir geti raðað saman okkar einstaklega ólíklega sólkerfi sem gerir lífið mögulegt.
  17. Ég trúi ekki að við getum haft eðlifsfræðilögmál sem stjórna alheiminum án löggjafa.
  18. Ég get ekki trúað því að röð tilviljana geti gefið efnum, þ.e.a.s. mannfólkinu, hæfileikann til að hugsa, haft frjálsan vilja og að geta metið fegurð og upplifað hamingju.

Vonandi er ég nógu vantrúaður á nógu marga hluti til að fá að vera meðlimur í þessu mæta félagi og barist hlið við hlið þeirra gegn rugli í samfélaginu.  Þeir sem kannski þekkja mig vilja benda á örfá smáatriði sem flestir hjá Vantrú eru ósammála mér en það eru bara litlir hnökrar sem við hljótum að finna út úr.

Mofi


Vantrú - Því svo hataði Guð heiminn?

Tók eftir þessum sláandi titil á Vantrú.is og innihaldið var jafn sláandi, sjá: http://www.vantru.is/2003/09/30/19.02/

Sú skoðun sem þar kemur fram er því miður skiljanleg miðað við það "trúboð" sem kristnir hafa stundað síðustu áratugi. En ég ætla að gera mitt besta að svara þessari grein og vonandi hjálpar það einhverjum til að skilja boðskap Biblíunnar.

Jh 3.16: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Vantrú:  Staðreyndin er sú að þessi setning er jafn illa ígrunduð og öll kristin trú. Að drepa son sinn til að sýna öðrum ást er ógeðslegt og hefur ekkert með ást að gera. Því samkvæmt Nýja-testamentinu eru örlög sonarins skipulögð af
Guði sem grunnurinn af kristinni trú.

Vandamálið sem Guð stendur frammi fyrir með þessa jörð er að Hann þarf að eyða illskunni úr heiminum. Fólk sem Hann skapaði og elskar hefur valið hið illa fram yfir hið góða og þeirra tilvist er að orsaka dauða og þjáningar.  Eins og alheimurinn stjórnast af eðlisfræðilögmálum þá eru líka lög sem andlegi heimurinn verður að hlíða, lögmálið sem gildir um okkur er "sú sál sem syndgar skal deyja". Synd er brot á boðorðunum tíu og Guð hefur skrifað eðli þeirra í samvisku okkar. 

En áður en Guð getur eytt illskunni og þeim sem henni tilheyra þá verður Hann að leyfa henni að sýna sitt rétta andlit svo að dómurinn yfir henni verði réttlátur fyrir þá sem eftir eru. Þeir sem velja að fylgja Guði verða samt að sjá að þessi dómur yfir þeim sem velja hið illa fram yfir hið góða sé réttlátur þannig að þeir sjá Guð sem bæði kærleiksríkann og réttláttann.   

Vantrú: Lítill hefði áhuginn verið hjá blóðþyrstum skrælingjum þess tíma ef trésmiðurinn hefði látist í hárri elli. Krassandi aftökur, blóð og naglar er það sem virkaði í auglýsingaskyni

Í kærleika Sínum þá ákvað Guð að bjóða þeim náð sem brutu Hans lögmál, boðorðin tíu. En til þess að kröfur réttlætisins væru ekki hefðar að engu þá varð einhver að borga fyrir lögbrotin. Guð hefði getað bara skapað einhverja veru til að borga þetta en það hefði verið ósanngjarnt gagnvart þeirri veru og ekki sýnt neinn kærleika til okkar.  Það sem Guð gerði var að gefa sjálfan sig á vald þessa heims til að borga gjaldið og einnig til að sýna eðli illskunnar.  Guð gerðist maðurinn Jesú sem gékk á þessari jörð.  Kenndi um himnaríki og sýndi öðrum kærleika allt sitt líf en síðan sýndi illskan sitt rétta andlit og krammdi Jesú þótt Hann hefði aldrei gert öðrum mein.

Vantrú: Síðan telst það seint til fórnar að vakna sprelllifandi þrem dögum síðar eftir aftökuna.

Fórnin var að þjást og deyja, alveg hið sama og við þyrftum að gera ef gjaldið væri ekki borgað fyrir okkur.  Guð er kærleiksríkur og myndi aldrei kvelja sálir í logum að eilífu; hræðileg lygi um skapgerð Guðs.

Vantrú: Kristnir menn virðast þannig trúa vegna fáránlegs samviskubits yfir að sonurinn hafi látist fyrir þá af mannavöldum

Fólk á aðeins að hafa sektarkennd fyrir hið slæma sem það hefur gert, það sem samviska þess segir til um.  Kristnir eru aðeins þakklátir fyrir krossinn og undrast þann kærleika sem þeim hefur verið sýndur; ekki sektarkennd yfir því.

Vantrú: Í staðinn ræður hann Rómarkirkjuna til að drepa milljónir við að troða á villimannlegan hátt kristinni kirkju upp á lýðinn. Þar var milljónum fórnað fyrir ekki neitt nema heimsku.

Guð lét ekki Rómarkirkjuna gera neitt, hún hegðaði sér oft hræðilega og hafa aftur og aftur sett skoðun manna yfir skoðunum Guðs.

Vantrú: Í þessari setningu er fólk líka flokkað í tvo hópa með ógeðfelldri aðskilnaðarstefnu, þau sem trúa á draugagang sonarins og hin sem ekki trúa á slíkar goðsögur.

Þetta er ekki rétt, resting af versunum sem greinin gagnrýnir útskýrir þetta:

Jóhannesarguðspjall 3:16. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
17. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
19. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.
20. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.

Þeir sem farast, farast vegna vondra verka, ekki vegna þess að þeir trúðu ekki. Menn frelsast og öðlast líf fyrir trúnna en dæmast vegna verka.

Vantrú: Þau sem ekki trúa hljóta grimmilega refsingu með því að brenna um alla eilífð í eldsofni.Þau sem ekki trúa hljóta grimmilega refsingu með því að brenna um alla eilífð í eldsofni.

Biblían kennir ekki að fólk muni brenna að eilífu heldur að það muni ekki öðlast eilíft líf enda væri það óréttlátt að láta lygara, morðingja og þjófa fá eilíft líf.

Rómverjabréfið 6:23. Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum

Vonandi gat ég útskýrt þetta efni fyrir einhverjum og leiðrétt misskilning um stærsta atriði Biblíunnar sem er krossinn.  Allir standa frammi fyrir sínum vondu verkum og því að deyja, góðu fréttirnar eru að það er búið að borga gjaldið fyrir okkur. Eina sem við þurfum að gera er að iðrast, setja traust okkar á Krist og staðfesta það með skírn.

Kv,
Mofi


Margaret Sanger á forsíðu vantrúar

Ég tók eftir því að á forsíðu Vantrúar er tilvitnun í Margaret Sanger sem hljóðar svona: "No Gods, no masters".  Fleyg setning að mati Vantrúar en fær falleinkun hjá mér; sérstaklega í ljósi guðleysingja stjórna Stalíns og Maós.  Þessi kona á þann vafasama heiður að vera stofnandi "Planned parenthood" en mér finnst að enginn í dag ætti að vilja setja hana fram sem dæmi um góða manneskju sem hafði eitthvað gott fram að færa.  Hún var rasisti í húð og hár og hennar aðal takmark var að lögleiða barnadráp ( meira lýsindi og nákvæmara en fóstureyðing ).  Tökum t.d. þessi tilvitnun hérna frá þessari konu:

We should hire three or four colored ministers, preferably with social-service backgrounds, and with engaging personalities. The most successful educational approach to the Negro is through a religious appeal. We don't want the word to go out that we want to exterminate the Negro population. and the minister is the man who can straighten out that idea if it ever occurs to any of their more rebellious members." Margaret Sanger's

Margaret þessi er ófreskja og þótt hún hafi sagt eitthvað sem manni líkar þá myndi ég samt ekki vitna í hana eða hennar orð.

Árið 1926 hélt Margaret Sanger ræðu fyrir Ku Klux Klan og án efa hafa þeir verið ánægðir með hana miðað við það sem við vitum að hún sagði. Fyrir neðan eru tilvitnanir frá þessari konu sem varpa ljósi á afhverju Ku Klux Klan vildi hlusta á hana.

Negroes and Southern Europeans are mentally inferior to native born
Americans

More children from the fit, less from the unfit."

...apply a stern and rigid policy of sterilization and segregation to that grade of population whose progeny is already tainted, or whose
inheritance is such that objectionable traits may be transmitted to offspring

Colored people are like human weeds and are to be exterminated

 


Hvíldardagurinn

Vegna umræðna um hvíldardaginn hjá http://vonin.blog.is/blog/vonin/#entry-270657 þá langaði mig að fjalla stuttlega um hvíldardaginn og benda á nokkurs vers sem fjalla um hann.  Fyrst þá langar mig að segja að fátt finnst mér jafn meiriháttar og þegar...

Kristileg tónlist

Ég er tiltulega nýbúinn að kynnast þessum hljómsveitum og er einkar ánægður að hafa fundið kristilega tónlist sem ég get hlustað á.  Sálmar eru sungnir í minni kirkju og margir þeirra eru mjög fallegir en ekki beint tónlist sem ég vil hlusta á dags...

Nýung í bátasmíði, höfrungabátar!

Fyrir nokkrum árum þá var ég á Spáni og sá þar höfrunga sýningu.   Þessi dýr voru alveg ótrúleg. Þetta var eins og horfa á galdramenn eða tölvugerða senu í bíómynd.  Eftir að ég sá þessa sýningu þá hef ég haft mikla aðdáun að þessum dýrum og er alls ekki...

Meiri grimmd en Hitler sýndi?

Hvað á svona vitleysa að þýða?  Ef yfirvöld vilja taka fólk af lífi þá á að gera það á mannúðlegann hátt.  Þær aftökur sem voru gerðar af mönnum Hitlers voru skárri en þetta, gasklefinn eða vera skotinn.  Bannvænarsprautur eru að vísu miklu betri en...

Rani fíla innblásturinn að vélrænni hendi

Þýska fyrirtækið Fraunhofer-Gesellschaft  sótti sér innblástur í rana fíla til að hanna á vitrænann hátt vélræna"hendi".  Fílsraninn er ótrúlegt tæki sem hefur hvorki meira né minna en 40.000 vöðva og einstaklega sveigjanlegur.  Fíll getur notað ranann...

Sextíu prósent íbúa Kanada trúa að Guð skapaði mannkynið

Góðar fréttir frá Kanada. Könnun sem var þar gerð bendir til þess að 60% af íbúum Kanada trúir að Guð hafa annað hvort beint eða óbeint skapað manninn.  Þetta ætti að eyðileggja þá hugmynd að fólk í Kanada hefur gleypt hugmynd Darwins með húð og...

Var Grænland skógi vaxið?

Merkileg frétt sem styður að það var skógur þar sem Grænland er.  Undir 2km af ís þá fannst DNA af alls konar trjám og dýrum eins og fiðrildum, flugum og bjöllum.  Annað sem er athugavert er að menn þarna nota mismunandi aldursgreiningar og fá mjög...

Hestar, zebra hestar og... zebrúla?

Gaman þegar náttúran kemur manni á óvart. Þessi er virkilega flottur en er blanda af venjulegum hesti og zebrahesti. Lætur mann velta fyrir sér hvernig fyrsti hesturinn leit út en eitt er víst að þetta eru stórkostleg dýr....

Kínverjar borða drekabein heilsunnar vegna

Rakst á skondna frétt um daginn, sjá: http://news.yahoo.com/s/ap/20070704/ap_on_fe_st/china_dinosaur_medicine;_ylt=Ai58LoEGYuYm.E9u24oaxAnMWM0F Úr fréttinni sjálfri: Villagers in central China dug up a ton of dinosaur bones and boiled them in soup or...

Þegar siðir manna leiða illsku af sér

Í gegnum aldirnar þá hefur mannfólkinu dottið í hug alls konar siðir og reglur til að lifa eftir. Því miður þá verða sumir af þessum siðum að gífurlegri bölvun eins og í þessu tilfelli. Augljóst þykir mér að við mannfólkið þurfum á leiðbeiningum að...

Hvar eru mörk trúfrelsis? Byrjun ofsókna?

Hver er það sem á að ákveða hvaða trú er í lagi og hvaða trú er ekki í lagi?  Þarna eru þjóðverjar ekki bara á hálum ís heldur eru þeir dottnir ofan í. Það er akkurat svona sem ofsóknir byrja, það verður í lagi að mismuna ákveðnu fólki vegna einhverra...

Ekki lengur drasl DNA

Frá því að menn öðluðust skilning á því að lífið væri byggt upp á stafrænum upplýsingum þá hefur þeim greint á um hvort að þau svæði í DNA sem þeir vissu ekki hvað gerði, hvort þau væru drasl eða innihéldu þýðingarmiklar upplýsingar.  Þeir sem aðhyllast...

Meiri menntun, meiri trú á sköpun?

Hérna á Íslandi hefur ekki verið nein opinber umræða um þessi mál og allt í sjónvarpinu og í menntakerfinu kennir þróun eins og einhver heilaga staðreynd svo ekki nema von að íslenskur almenningur trúir þessari vitleysu. Tökum t.d. hvað þessar andstæðu...

Nýtt sköpunarsafn

Þann 28. maí þá opnaði nýtt sköpunarsafn í Cincinnati í Bandaríkjunum.  Þetta er gífurlega öflugt safn sem hefur tekið langann tíma að byggja og inniheldur allt það besta sem nútímaleg söfn hafa að bjóða.  Þótt að stór hluti Bandaríkjamanna trúa að Guð...

Þrælahald í Biblíunni

Þegar við heyrum orðið "þrælahald" þá kemur upp í huga okkar það sem var stundað t.d. í Bandaríkjunum fyrir sirka 150 árum síðum. Þá fóru þrælahaldar til Afríku og tóku frjálst fólk þar í ánauð og fóru með það til Bandaríkjanna þar sem það lifði restina...

Tvær sögur út frá sama texta?

Ímyndaðu þér að fá í hendurnar bók þar sem ef þú byrjaðir að lesa bókinni frá fyrsta staf þá myndir þú lesa "Sjálfstætt fólk" en ef þú byrjaðir að lesa frá stafi númer tvö þá myndir þú lesa söguna "Slóð fiðrildanna".  Þér þætti án efa þetta vera nokkuð...

Ellen G. White

Vegna umræðna sem komu upp hérna á blogginu ( http://vonin.blog.is/blog/vonin/entry/207226/ ) þá fannst mér ég verða að skrifa eitthvað aðeins um þetta efni. Að samþykkja Ellen White sem spámann er ekki skilyrði til að tilheyra Aðvent kirkjunnu. Því...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband