Þarf aðeins rétt skilyrði til að líf kvikni?

Svona fréttir láta sem svo að það eina sem þarf til að líf kvikni eru rétt skilyrði en er eitthvað vísindalegt við þá trú?  Ég myndi segja að þessi afstaða er í algjörri andstöðu við vísindalega þekkingu. Um er að ræða spurninguna um uppruna flókinna véla og gífurlegs magns af upplýsingum sem eru eins og stafrænn forritunarkóði sem segja til um hvernig á að búa til þessar flóknu vélar og það eina sem kann að lesa þessar upplýsingar eru þessar sömu vélar! 

Þetta segir okkur að eina vísindalega svarið við uppruna lífs er að það er hönnuður bakvið lífið.

Hérna er fyrirlestur sem fjallar um þetta efni; haldinn af Stephen Meyers sem er með doktorsgráðu frá Cambridge í sögu og heimspeki vísinda. Hann skrifaði bókina "Signiture in the Cell" sem fjallar akkúrat þetta efni.

 


mbl.is Fundu lífvænlega plánetu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kristin trú fáránleg?

isaiah_53-5.jpgÉg rakst á blog grein þar sem var mynd sem setti fram skrípamynd af kristni.  Það er mjög skiljanlegt að einhverjum finnist hin kristna trú vera fáránleg ef hann sér hana þannig.

Framsetningin var sirka á þessa leið:

  • Guð skapar mann og konu syndug ( original sin )
  • Guð lætur konu fæða sjálfan sig.
  • Guð drepur sjálfan sig sem fórn fyrir sjálfan sig til að bjarga þér frá syndinni sem Guð upprunalega fordæmdi mannkynið í.

Í mínum augum er þetta röng framsetning. Svona sé ég þetta:

  • Guð skapar mann og konu án syndar.
  • Maðurinn velur að óhlíðnast Guði og fellur í synd. Enginn samt fæðist syndugur, aðeins með möguleikan að brjóta lögmál Guðs sem er skilgreining á hvað synd er.
  • Guð gerist maður til að nálgast sköpunarverk Sitt. Þegar kemur að dómnum þá höfum við dómara sem gékk í okkar skóm, upplifði okkar þjáningar og erfiðleika og sýndi okkur betri leið til að lifa lífinu.
  • Jesú er drepinn af þeim sem Hann skapaði og þykir vænt um. Til að borga gjald syndarinnar sem hver og einn valdi að drýgja. Guð hefur ákveðið að þessi heimur sem er fullur af illsku mun ekki fá að vara að eilífu heldur mun hann enda. Til þess að vond verk, þjáningar og illska endi þá þarf að tortýma þeim sem valda þessu. Fyrir þær verur sem hafa aldrei fallið í synd vaknar upp sú spurning, af hverju fá sumir eilíft líf þrátt fyrir að hafa logið, stolið, hatað og öfundað?  Svar Guðs við þessu óréttlæti er að Hann sjálfur borgaði þetta gjald.
Vonandi munu einhverjir velta þessum málum fyrir sér því að þetta er eina vonin andspænis dauða og sektarkennd sem ég veit um í þessum heimi okkar.

Áhugaverður málstaður Ron Pauls

Ég er búinn að fylgjast svona lauslega með þessu kapphlaupi og hef haft mest gaman af því að hlusta á Ron Paul fjalla um þessi mál. Hann vill hætta öllu þessu stríðsbrölti Bandaríkjanna, afnema tekjuskatt og leggja niður herstöðvar víða um heim og minnka eins og hægt er hlutverki stjórnvalda. Eitt af því sem hann vill er að leggja niður "The federal reserve", fyrir þá sem vilja vita meira um það, sjá:The Money Masters   Síðan skemmir ekki fyrir að Ron Paul trúir ekki á þróunarkenninguna svo þar fær hann strax prik í kladdann hjá mér.

Hérna er ræða sem Ron Paul hélt á árinu.

Síðan smá grín frá Jon Steward þar sem hann fjallar um hvernig fjölmiðlar hafa hunsað Ron Paul og mjög augljósan hátt unnið á móti honum.


mbl.is Romney og Paul einir eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hollt að borða kjöt?

Stundum líður mér eins og þróunarsinnar eru að gera grín að mér, að þeir í rauninni trúa þessu ekki og þetta er bara einn stór brandari. Sú tilfinning kom yfir mig þega ég las þessa frétt. Það sem er virkileg ráðgáta varðandi þróun mannsins, að breyta...

Trúfrelsi og rétturinn til að hafa rangt fyrir sér

Það erfiðasta við trúfrelsið hefur alltaf verið að fyrir ríkjandi öfl þá hafa einhverjir hópar skoðanir sem stangast á við hagsmuni ríkjandi afla. Í okkar samfélagi þá er það í ríkjandi mæli að meiri hluti samfélagsins er með ákveðna skoðun og fordæmir...

Byssuglöð rækja

Ímyndaðu þér að þú værir á gangi og sæir hlut á jörðinni sem liti út eins og byssa. Þú síðan prófar að taka í gikkinn og þá kemur skot út. Maður þyrfti að vera frekar þver til að geta ekki ályktað að einhver hlyti að hafa hannað þennan grip. Núna höfum...

Ravi Zacharias og William Lane Craig svara spurningum um kristni

Það er mjög áhugavert og skemmtilegt að hlusta á þessa tvo, einstaklega færa, reynda og gáfaða menn svara erfiðum spurningum varðandi hina kristnu trú. Það munar mjög miklu að hafa góða þekkingu á öðrum trúarbrögðum og mannkynssögunni til að glíma við...

Huggun í guðleysi

Fyrir venjulegt fólk þá eru það eðlileg viðbrögð að ákalla Guð eða þann sem öllu ræður þegar lífið liggur við. Mér þykir alltaf vænt um þannig sögur því maður vonar að sem flestir geri það og að Guð muni heyra þá bæn. Eða ef að illa fer að þá muni þetta...

Hvaða mataræði vorum við hönnuð til að borða?

Þegar fólk reynir að átta sig á því hvað sé best fyrir okkur að borða þá fer það mjög mikið eftir því hverju það trúir um uppruna mannsins. Paleo mataræðið gengur út frá því að þróunarkenningin sé rétt. Að við höfum þróast í mörg hundruð þúsund ár á...

Eru sögulegar ástæður fyrir því að trúa að Jesú reis upp frá dauðum?

Því miður vegna fáfræði um kristna trú þá sjá margir ekki mun á milli saga um Þór, Seif og fleiri guði og síðan vitnisburðar margra vitna um dauða og upprisu Jesú. Hérna útskýrir William Lane Craig sögulegar ástæður fyrir því að trúa að Jesú reis upp frá...

Af hverju þurfti Jesú að deyja?

Kristnir segja oft, "Jesú dó fyrir þig því Hann elskaði þig svo mikið". Ég held samt að flestir þeirra sem eru ekki kristnir hrista bara hausinn við slíku og finnist það óskiljanlegt. Ég skil þá mjög vel. Ein dæmisaga finnst mér útskýra þetta vel....

Peter Millican vs William Lane Craig

Skemmtilegar rökræður milli Peter Millican og William Lane Craig um tilvist Guðs. Þetta var haldið í háskólanum í Birmingham í fyrra ( 2011 ). Það sem mér finnst ég vera að sjá hérna er að rökræður um tilvist Guðs eru að verða beittari. Eins og William...

Ekkert annað en enn annað ævintýri þrumuguðsins Þórs

Einu sinni var hópur af mönnum sem skálduðu upp fyrir fólkið sögur af alls konar guðum, Þór, Óðinn, Loki, Apólló og Hades. Í dag skálda svipaður hópur manna sögur af ímyndaðri fortíð mannkyns. Þeir láta sem svo að þessar sögur séu byggðar á gögnum en...

Ritrýndar greinar sem styðja Vitræna hönnun

Margir vilja reyna að afskrifa Vitræna hönnun vegna þess að ritrýndar greinar styðja ekki Vitræna hönnun. Fyrir þá sem halda að þetta sé staðreynd þá birti ég hérna lista af greinum sem styðja Vitræna hönnun og hafa birst í ritrýndum vísinda tímaritum,...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2012
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband