Og fjarlægja alla krossa og allt sem minnir á Biblíuna?

Nei, ég geri ráð fyrir að krossarnir fái að vera áfram og jafnvel  hálf Biblía en af hverju eru nemendur að heimsækja kirkju ef að kirkjan verður að hætta að vera kristin á meðan nemendurnir eru þarna?

Flestir aðilar í þessari deilu virðast vera sammála að fræðsla um trúarbrögð sé í lagi og hvað er þá að því að nemendur heimsæki kirkjur og sjái hvernig þær raunverulega eru og hvað er raunverulega predikað í þeim?  Og já, ég hefði ekkert á móti því að nemendur heimsæktu Moskvu og sæu hvað þar fer fram.

Vandamál okkar tíma er miklu frekar alger fáfræði um kristna trú og trúarbrögð heimsins almennt. Akkúrat rétta leiðin til að ala á fordómum og sá fræum ófriðar.  Ég er á því að ríkið á ekki að vera að kenna eina ríkis trú í skólum eða ríkis heimspeki eins og Þróunarkenninguna, þess vegna skil ég og styð Siðmennt og Vantrú í að losna við trúboð úr skólum. En fræðsla er nauðsynleg og menn þurfa fara að ná áttum í þeim efnum og það er ekki rétta leiðin að afkristna kirkjur á meðan nemendur koma í heimsókn.


mbl.is Bannað að fara með faðirvorið á aðventu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prótein og grænmetisætur

proteingorilla.jpgÞessi mynd hérna til hægri segir ótrúlega mikið um hvort við þurfum að borða kjöt til að fá nógu mikið af próteini. Ég er ekki grænmetisæta svo ég er ekki hérna að reyna að predika minn lífstíl. Mig langar aftur á móti að minnka hve mikið kjöt ég borða og hef engar áhyggjur af því að mig muni skorta prótein eða einhver önnur næringarefni.

Ellen White sem aðventistar trúa að hafa fengið sýnir frá Guði varaði við því að það yrði sífellt óhollara að borða kjöt og ég tel í dag það vera búið að rætast. Hérna er dæmi um hvað hún skrifaði um kjötát.

Counsel for Diet and Foods, 359
We see that cattle are becoming greatly diseased, the earth itself is corrupted, and we know that the time will come when it will not be best to use milk and eggs. But that time has not yet come. We know that when it does come, the Lord will provide.

Manuscript Releases Volume 8, Letter 14, 1901, 3
Soon butter will never be recommended, and after a time, milk will be entirely discarded, for disease in animals is increasing in proportion to the increase of wickedness among men. The time will come when there will be no safety in using eggs, milk, cream or butter
Fyrir þá sem efast um að það geti verið rétt að mjólk sé ekki holl þá endilega kíkið á þetta: Er mjólk holl?

Hérna er síðan ágætis grein um prótein og grænmetisætur, sjá: Vegetarian Protein - Myths and Facts


Mannsheilinn borinn saman við tölvur

brain.jpgHérna er skemmtilegt myndband sem ber saman mannsheilann við tölvur. Þrátt fyrir alla þá vinnu sem við höfum lagt í að búa til tölvur, alla þessa hönnun og alla okkar vitsmuni þá eigum við mjög langt í land í að gera jafn öfluga tölvu og heilinn okkar er.  Það ætti að segja sig sjálft, ef það þurfti vitræna hönnun til að búa til tölvur þá þurfti vitræna hönnun til að búa til mannsheilann.

http://vimeopro.com/icr/thats-a-fact/video/31985030


Guðleysingi líka

Langar að deila áhugaverðu myndbandi um samtal milli kristins einstaklings og guðleysingja um tilvist Guðs. Aðal punkturinn sem þarna kemur fram er að guðleysingjar oftast trúa ekki á tilvist guðs sem kristnir oftast kannast ekki við. Þ.e.a.s. að þeirra...

Hvað eru trúardeilur?

Það sem angrar mig þegar ég les svona fréttir er að það hljómar eins og fólk með mismunandi trúarskoðanir eru að drepa aðra, af því að þeir eru ósammála þeim. Svona eins og einn aðilinn telur að niðurdýfingaskírn sé málið en annar telur að það sé nóg að...

Ekki hægt að taka mormóna alvarlega

Þetta kann að hljóma hart, þetta kann að hljóma eins og fordómar en þetta er niðurstaða mín eftir að hafa rökrætt við mormóna nokkrum sinnum og lesið helling um trú þeirra. Að þessi vitleysa skuli vera tengd kristinni trú er virkilega sorglegt en sem...

Vond trú ber vonda ávexti

Flestir kannast við þessa tilvitnun hérna: Steven Weinberg Religion is an insult to human dignity. With or without it, you'd have good people doing good things and evil people doing bad things, but for good people to do bad things, it takes religion. Ég...

Munurinn á þessu og fóstureyðingu er hver?

Maður vonar að fólki bregði við svona fréttum. Hvernig er hægt að kvelja og drepa nýfædd börn sem hafa ekki gert einum eða neinum neitt? En hver er munurinn á þessu og fóstureyðingu? Er það ekki aðeins smá tími? Kannski einhver munur á kvöl en við getum...

Hvað með Mormónsbók?

Þetta er erfitt mál, þótt það sé ekki mannréttindarbrot að gefa Nýja Testamentið í skólum þá virkar það eins og að þá hlýtur að vera í lagi fyrir alls konar trúfélög að dreifa sínum trúarritum í skólum. Ættu þá ekki Vottarnir að fá að koma mánaðarlega...

Kraftaverk í Búlgaríu

Heyrði þessa sögu frá vinkonu minni sem býr í Búlgaríu. Fyrir sirka þremur vikum síðan var maður í Aðvent kirkjunni í Búlgaríu að keyra Evu, 13. ára dóttur sinni og vinkonu hennar heim. Eva sést á myndinni hérna til hægri. Þegar hann var að keyra þá...

William Lane Craig ekki að rökræða við Richard Dawkins

Í síðasta mánuði var skemmtileg og upplýsandi atburður í Oxford Sheldonian leikhúsinu. Rökræður um "Is God a Delusion" eða "Guð er ímyndun" sem er titillinn á einni bók Richard Dawkins. Dawkins afsakaði sig frá umræðunni og hérna útskýrir hann af hverju,...

Er mjólk holl?

Þeir telja upp mjólk sem mat sem bætir kynlífið en ég er algjörlega ósammála. Ég var algjör mjólkurfíkill svo ég kann að meta mjólk og fátt jafn gott á bragðið og ostur en því miður er staðreyndin sú að þetta er ekki hollt fyrir okkur. Langar að benda á...

Stephen Meyer um staðreyndir sem styðja tilvist Guðs - 4

Í þetta skiptið fjallar Stephen Meyer um hönnun í hinum minnstu einingum lífsins og hvernig það styður að okkar alheimur var hannaður af vitrænum hönnuði en mín trú er að sá hönnuður er Guð Biblíunnar.

Geimverur og Vitræn hönnun

Það er áhugavert að bera saman hvernig fólk bregst við rökum fyrir tilvist geimvera eða tilvist Guðs. Í myndinni Contact sem Jodie Foster lék í eru vísindamenn að leita að ummerkjum af vitsmunaverum í geimnum. Dag einn uppgvöta þeir skilaboð sem...

Hver segir Biblían Ísrael vera?

Sú trú að spádómar Gamla Testamentisins hafi og eigi eftir að uppfyllast í nútíma Ísrael hefur verið stórt hlutverk í að mynda þá stöðu sem er núna. Gyðingar sem þjóð hafa auðvitað rétt til að vernda sig og eiga rétt á að fá að lifa í friði sem ég trúi...

Af hverju talar Guð ekki bara beint til okkar?

Þegar Jehóva talaði beint til Ísraels þegar Hann gaf þeim boðorðin tíu og Biblían segir að fólkið hefði orðið svo óttaslegið við það að það grátbað Móse um að byðja Guð um að tala ekki þannig til þeirra. 2. Mósebók 20:18-19 Allt fólkið heyrði og sá...

Bréf til http://jesusdisciple.webs.com

Mig langar að deila með ykkur stuttu bréfi sem ég sendi til þeirra sem standa að http://jesusdisciple.webs.com Þarna koma fram ýmsar ásakanir gagnvart Ellen White og Aðvent kirkjunni og ef ske kynni að aðrir hafa svipaðar spurningar þá vona ég að hérna...

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2011
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband