Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
21.2.2012 | 10:35
Kristin hjónabands ráðgjöf
Ég sá fyrir nokkru fyrirlestur sem fjallaði um samskipti kynjanna, aðalega samt hjónabönd. Þetta var allt út frá kristnum sjónarhóli og gildum en tel að þrátt fyrir það þá ætti fólk sem er ekki kristið að hafa gagn og gaman af þessu. Mér fannst þetta skemmtilegt þótt að ég sé einhleypur svo mig grunar að hjón muni hafa miklu meira gaman af þessu.
Hérna er heimasíðan sem hægt er að nálgast þessi myndbönd: http://www.laughyourway.com/
Hérna er síðan stutt kynning:
Og aðeins meira :)
Illa að sér í kvennamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2012 | 09:51
Hvernig varð kynlíf til?
Lífverur sem fjölga sér án kynlífs gera það hátt í tvisvar sinnum hraðar en lífverur sem fjölga sér með kynlífi svo hvernig gat kynlíf orðið betra til að búa til fleiri afkvæmi til að vera valið af náttúruvalinu? Og hvernig gátu efni með enga vitsmuni fundið upp öll þau lífrænu tæki og tól sem þurfa að vera til á sama tíma til að geta afrekað þetta sem kynlíf er? Hvernig gátu ferli sem hafa enga vitsmuni sett saman flókið ferli, fullt af samhæfðum karl og kvenkyns líffærum?
Að tala um að þessi aðferð til að fjölga sér geti búið til meiri fjölbreytileika hjálpar ekkert við að útskýra hvernig þetta varð til því að þessir eiginleikar koma ekki að góðum notum fyrr en eftir er búið að setja saman allt sem þarf til en tilviljanir og náttúruval hafa ekki hugmynd um þessa kosti áður en þeir verða til.
Þessar einföldu spurningar byrja svo sem ekki að lýsa hve ógurlegt vandamál þetta er fyrir guðleysis þróunarsinnana, hérna er farið betur í saumanna á þessu: http://creation.com/refuting-evolution-2-chapter-11-argument-evolution-of-sex
Miklu frekar var kynlíf hannað og meiriháttar gjöf frá Guði.
15.2.2012 | 10:31
Jesus Painter í Hörpu í kvöld
Þessi listamaður mun vera í Hörpu í kvöld og annað kvöld ( 15 og 16 febrúar ) klukkan átta, sjá: http://www.jesuspainter.com/JesusPainter/Gallery.html
Þetta er hluti af verkefninu Biblían í þrívídd, sjá:http://www.b3d.is/
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2012 | 16:39
Pat Condel - óumburðarlindi fjölbreytileikans
Hérna er skemmtilegt myndband þar sem Pat Condell fjallar um viðkvæmni fólks fyrir öðrum skoðunum. Hann gagnrýnir t.d. hart guðleysingja sem kvarta yfir því að tilfinningar þeirra séu særðar þegar þeir sjá jólaskreytingar af t.d. fæðingu Jesú svo dæmi sé tekið. Mér finnst hann fara á kostum hérna og þó hann fjalli ekki um samkynhneigð þá finnst mér ræðan passa vel við viðfangsefnið, þ.e.a.s. þegar annað fólk ráðskast með tjáningarfrelsi annarra vegna þess að þeim líkar ekki hvaða skoðun það hefur.
Mál Snorra í farvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2012 | 09:12
Pale blue dot
10.2.2012 | 11:51
Samkynhneigð er synd
Þessi umræða finnst mér vera á afskaplega heimskulegu plani. Snorri í Betel ræður engu um hvað er synd og hvað er ekki synd. Biskup Íslands hefur heldur ekkert vald til að ákveða hvað sé synd og hvað ekki. Þótt að allir páfar sem hafa verið uppi myndu rísa upp frá dauðum og segja að samkynhneigð sé ekki synd þá breytti það ekki því að Biblían skilgreinir þetta svona.
Í meira en þrjú þúsund ár hefur Biblían skilgreint hvað er synd og enginn mannlegur máttur getur breytt því. Biblían segir einnig að kynlíf utan hjónabands sé synd og að vanvirða hvíldardaginn, sjöunda daginn eða laugardaginn sé synd. Það kemur mannfyrirlitningu ekkert við heldur einfaldlega skilgreining Biblíunnar á hvað er synd.
Í mínum augum er þessi árás á Snorra í Betel vottur um mikla mannfyrirlitingu og haturs áróður. Ég er nokkuð viss um að kristnir almennt vildu að Biblían segði þetta ekki því að hver vill ekki vera vinsæll?
Erfitt að draga línuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (131)
10.2.2012 | 10:27
Getum við ennþá trúað Biblíunni?
Í Hörpu stendur nú yfir sýning og fyrirlestraröð sem fjallar um Biblíuna og samfélagsmál. Þar er líka verið að selja bókina "Can we still believe the Bible". Hérna er heimasíða bókarinnar: http://www.canwestillbelievethebible.com/ Bókin sem er til sögu hefur verið þýdd á íslensku.
Heimasíða bókarinnar kemur með mjög áhugaverðan punkt sem ég vona að fólk velti alvarlega fyrir sér; hérna er hann lauslega þýddur:
http://www.canwestillbelievethebible.com/
Fyrir meira en fjögur hundruð árum þá hætti fjöldi fólks lífi sínu til að gefa öðrum aðgang að Biblíunni á ensku. Þetta varð til þess að "King James" útgáfan af Biblíunni varð til árið 1611. En var þeirra fórn þess virði? Skiptir það okkur máli í dag?
Í gegnum aldirnar hefur fólk lagt líf sitt að veði til að koma boðskapi Biblíunnar á framfæri; svo mikilvægan trúði það fólk að þessi boðskapur væri. Í mínum huga er enginn vafi á því að þessi boðskapur hefur mótað það samfélag sem við lifum í, samfélag þar sem trúfrelsi, lýðræði, tjáningarfrelsi og náungakærleikur eru gildi sem eru mikils metin þó stundum líta margir á þau sem sjálfgefin.
Ég vil hvetja fólk til að mæta í Hörpu og skoða og helst kaupa bókina og kynna sér smá brot af þeim ástæðum sem við höfum til að trúa að Biblían sé sönn. Í kvöld sér Hamrahlíðakórinn um tónlistina, Ólafur Gunnar Sæmundsson verður með erindið "Næringa öfgar í velmegunarsamfélagi" og Janos Kovacs-Biro verður með erindið "Fals guðir okkar tíma, ást, peningar, velgegni og völd".
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.2.2012 | 10:13
Lifandi steingervingar
Það sem einkennir steingervingana sem við finnum í jarðlögunum er að dýrategundir birtast án þróunarsögu og síðan breytast sama sem ekkert til dagsins í dag eða hverfa. Það er auðvitað mjög forvitnilegt að skoða lífverurnar sem finnast í þessu vatni á Suðurskautslandinu en þetta vatn er ekki búið að vera einangrað í 20 miljónir ára. Þarna eru einfaldlega lífverur sem hafa aðlagast þessum aðstæðum á nokkur þúsund árum.
Hérna er síða tileinkuð lifandi steingervingum og hvernig tilvist þeirra fer á móti spáum þróunarkenningarinnar, sjá: http://www.living-fossils.com/
Síðan viðtal við Carl Werner um lifandi steingervinga
Síðan hálftíma mynd frá Harun Yahya um lifandi steingervinga.
Stöðuvatn einangrað í 20 milljónir ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2012 | 13:53
Myndband - jarðfræði út frá Biblíunni
Þeir hjá AnswersInGenesis eru með þessi tvö myndbönd sem gefa ágæta heildarmynd skilningi á jarðfræðinni út frá Biblíunni. Þegar kemur að jarðfræði þá er ekki ágreiningur milli þróunarsinni og sköpunarsinna um staðreyndirnar. Rannsóknir jarðfræðinga hafa leitt alls konar þekkingu út frá vettvangs könnunum og mælinga og sjaldnast er einhver ágreiningur um það. Ágreiningur aftur á móti kemur upp þegar kemur að því að búa til sögu varðandi hvað orsakaði það sem við finnum í jarðlögunum.
Hérna er stutt mynd sem útskýrir í grófum dráttum hvernig okkar þekking á jarðfræðinni passar við sögu Biblíunnar, sjá: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/creation-museum/flood-geology
Þetta er í tveimur hlutum, þarft að velja "Flood Geology, Part 1" og síðan part 2.
Einn af aðal ágreiningsefnunum er áreiðanleiki aldursmælinga en það er út fyrir efni þessarar færslu.
7.2.2012 | 15:34
Biblían og áfengi
Í gegnum tíðina hafa kristnir hafa haft þá hörðu afstöðu að maður á að láta áfengi í friði. Þetta hefur mikið breyst að mínu mati undanfarin ár, kannski ásamt mikilli hnignun í almennri þekkingu á Biblíunni meðal kristinna. Ein vinkona mín kláraði guðfræðina í HÍ og samkvæmt henni þá hafa útskrifaðir guðfræðingar frekar litla þekkingu á Biblíunni enda áherslan á allt annað þar.
Það er eitt sem fólk þarf að gera sér grein fyrir þegar maður les um vín í Biblíunni en það er að orðið getur þýtt áfengt vín eða óáfengan vínberjasafa. Hérna er meira um þetta atriði: http://www.tektonics.org/lp/nowine.html
Hérna eru nokkur dæmi þar sem Biblían fjallar um áfengi:
- Þriðja bók Móse 10:9-11
9"Hvorki skalt þú né synir þínir drekka vín eða áfengan drykk, þegar þér gangið inn í samfundatjaldið, svo að þér deyið ekki. Það er ævarandi lögmál hjá yður frá kyni til kyns.
10Og þér skuluð gjöra greinarmun á því, sem er heilagt og óheilagt, og á því, sem er hreint og óhreint. - Fimmta bók Móse 32:33
Vín þeirra er höggormsólyfjan og banvænt nöðrueitur - 1 Samúelsbók 25:32-38
Nabal deyr eftir mikla drykkju. - Orðskviðirnir 4:17
Því að þeir eta glæpabrauð og drekka ofbeldisvín. - Orðskviðirnir 20:1
Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur - Orðskviðirnir 23:21
því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra - Orðskviðirnir 23:29-31
Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? 30Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum
31Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. - Orðskviðirnir 31:4-5
Ekki sæmir konungum, Lemúel, ekki sæmir konungum að drekka vín, né höfðingjum áfengur drykkur. 5Þeir kynnu að drekka og gleyma lögunum og rangfæra málefni allra aumra manna. - Habakkuk 2:15
Vei þeim, sem gefur vinum sínum að drekka úr skál heiftar sinnar og gjörir þá jafnvel drukkna til þess að sjá blygðan þeirra.
16Þú hefir mettað þig á smán, en ekki á heiðri. Drekk þú nú einnig og reika! Bikarinn í hægri hendi Drottins kemur nú til þín og vansi ofan á vegsemd þína - Lúkasarguðspjall 12:45
En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: ,Það dregst, að húsbóndi minn komi,` og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður
Miðað við öll þau varnaðarorð sem Biblían hefur fyrir hinn kristna þá ætti þetta að liggja mjög skýrt fyrir. Miðað við það sem við þekkjum um áhrif víns þá ætti samfélagið að segja víni stríð á hendur. Hvernig getum við eytt peningum í þetta þegar fólk á meðal okkar glímir við alvöru skort?
Í dag ( 7. febrúar 2012) heldur Geir Jón Þórisson fyrirlestur í Hörpu klukkan átta um glæpi og forvarnir í ljósi kristinna; hvet alla til að kíkja. Sjá meira um það hérna: http://www.b3d.is/
Í gær var fyrirlestur um áhrif græðgi og spillingar og mér til mikillar ánægju fékk ég að heyra Óperukórinn flytja þetta lag hérna að neðan sem ég held mikið upp á.
Áfengi hættulegasta eiturlyfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar