Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
13.2.2011 | 19:44
Eru tilviljanir líklegar til að forrita gagna þjöppunar reiknirit?
Augu okkar hafa í kringum 126 ljósnema í hvoru auga, 120 miljónir ljósnema sem kallast stafir og í 6 miljón ljósnema sem kallast keilur. Ef að sérhver svona ljósnemi táknar einn pixel þá þýðir það upplausn upp á 252 mega pixles. Myndavélin mín ég held að sé alveg ágæt er með upplausn upp á 7.2 mega pixles svo greinilegt að hún er langt frá þeirri upplausn sem augun bjóða upp á. Hafa síðan í huga að þetta eru hreyfimyndir svo þetta er alveg gífurlegt gagna magn.
Svo, hvernig ræður heilinn við þetta ógurlega magn af gögnum? Svarið við því birtist í grein í Science Daily með titilinn: JPEG for the Mind: How the Brain Compresses Visual Information eða "Jpg fyrir hugann, hvernig heilinn þjappar sjónræmum upplýsingum".
Það var einn kúrs í mínu námi þar sem við þurftum að læra aðeins um hvernig á að þjappa gögnum. Við þurftum að skrifa forrit sem tók texta skrá og þjappaði henni og notuðum nokkrar aðferðir til þess. Eitt reikniritið hét Burrows-Wheeler sem í rauninni þjappaði ekki neinu heldur endurraðaði gögnunum þannig að það væri hægt að ná betri þjöppun.
Vegna þessa þá vakti þessi grein athygli mína og margt forvitnilegt sem þar kom fram, t.d. sögðu þeir þetta:
JPEG for the Mind: How the Brain Compresses Visual Information
Computers can beat us at math and chess, said [Ed] Connor [Johns Hopkins], but they cant match our ability to distinguish, recognize, understand, remember, and manipulate the objects that make up our world. This core human ability depends in part on condensing visual information to a tractable level. For now, at least, the .brain format seems to be the best compression algorithm around
Besta reiknirit sem við vitum um? Það er alveg magnað. Ég er nokkuð viss um að hver sá sem hefur forritið þjöppunar reiknirit á erfitt með að trúa því að tilviljanakenndar breytingar á DNA gæti búið til reiknirit sem er betra en það sem við höfum getað sett saman; hafandi í huga að það sem við höfum í dag er mikil vinna margra einstaklinga sett saman en samt er þetta sem heilinn notar miklu betra.
Þannig að mitt svar er að tilviljanir eru ekki líklegar til að forrita svona reiknirit, get hreinlega útilokað það sem svar sem er í boði. Lang rökréttasta svarið er að sá sem bjó þetta til, er miklu gáfaðri en við. Rökrétta, vísindalega svarið er að þetta var hannað af vitrænum hönnuði eða forritara og mín trú er að þessi hönnuður er Guð Biblíunnar.
9.2.2011 | 10:32
Er hægt að samræma þróunarkenninguna og kristni?
Í stuttu máli þá er svarið við þessari spurningu, já. Því til staðfestingar þá eru fjöl margir einstaklingar sem flokka sig kristna, segjast einnig trúa að þróunarkenningin sé rétt. Fólk skilur þróunarkenninguna á mismunandi hátt, þegar guðleysingi talar um þróunarkenninguna þá á hann við að tilviljanakenndar breytingar á DNA plús náttúruval, plús gífurlegur tími er það sem bjó alla náttúruna til, ásamt mannkyninu. Lang flestir kristnir sem telja að þróunarkenningin er rétt aftur á móti aðhyllast ekki þessa útgáfu og vilja láta Guð leiðbeina þróuninni. Það sem þessir kristnu einstaklingar virðast ekki skilja er að frá sjónarhóli guðleysingja er þessi trú þeirra líka óvísindaleg og trú á bókstaflega sköpun.
En, mig langar að glíma við þá spurningu hvort að hægt sé að samræma þá hugmynd að Guð leiðbeindi þróuninni í miljónir ára við kristni og kannski enn frekar, við Biblíuna.
Hver á sök á öllum þessum dauða og þjáningum í heiminum?
Biblían segir skýrt að dauði og þjáning kom í heiminn vegna syndar mannsins.
1. Kórintubréf 15:21
Því að þar eð dauðinn kom fyrir mann, kemur og upprisa dauðra fyrir mann.Rómverjabréf 5:12
Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.
Ef að þróunarkenningin eða sagan sem hún segir þá voru þjáningar og dauði eitthvað sem var búið að vera til í hundruð miljóna ára áður en maðurinn varð til sem þýðir að þessi vers eru að ljúga og dauði og þjáningar eru Guði sjálfum að kenna.
Lyndiseinkun Guðs
Flestir sem trúa á Guð og þá sérstaklega kristnir eru sammála um að Guð er kærleikur. En ég set stórt spurningarmerki við það ef að Guð notaði þjáningar, dauða og barrátuna til að lifa af til þess að skapa. Ef einhver maður myndi nota þjáningar annarra og dauða til að ná fram markmiðum sínum þá myndum við hiklaust dæma viðkomandi sem grimma skepnu. Sem sagt, Guð sem notar náttúruval, dauð og þjáningar til að ná fram markmiðum sínum getur ekki verið kærleiksríkur.
Margar þróunarsinnar hafa bent á einmitt þetta, til dæmis heimspekingurinn David Hull, sem sagði þetta:
David Hull
Whatever the God implied by evolutionary theory and the data of natural history may be like, He is not the Protestant God of waste not, want not. He is also not a loving God who cares about His productions. He is not even the awful God portrayed in the book of Job. The God of the Galapagos is careless, wasteful, indifferent, almost diabolical. He is certainly not the sort of God to whom anyone would be inclined to pray
Þróunarkenningin, einn versti óvinur Biblíunnar
Hér er dáldið sem einn fyrrverandi kristinn einstaklingur sagði sem veitir forvitnilega innsýn inn í hvaða áhrif þessi kenning hefur haft á marga fyrrverandi kristna einstaklinga.
Dr. E.O. Wilson, Harvard entomology professor
As were many persons from Alabama, I was a born-again Christian. When I was fifteen, I entered the Southern Baptist Church with great fervor and interest in the fundamentalist religion, I left at seventeen when I got to the University of Alabama and heard about evolutionary theory." (E.O. Wilson, "Toward a Humanistic Biology
Það sem kristnir þurfa að átta sig á er að ef að fyrstu blaðsíðurnar á Biblíunni eru ekki réttar þá er afskaplega erfitt að treysta að restin sé rétt. Kristur kom að kjarna þessa máls í þessum orðum hérna:
Jóhannesar guðspjall 3:12
Sannlega, sannlega segi ég þér: Vér tölum um það, sem vér þekkjum, og vitnum um það, sem vér höfum séð, en þér takið ekki á móti vitnisburði vorum.
Ef þér trúið eigi, þegar ég ræði við yður jarðnesk efni, hvernig skylduð þér þá trúa, er ég ræði við yður um hin himnesku?
Ef að við getum ekki treyst Biblíunni þegar hún talar um hið jarneska, það sem við getum rannsakað og staðfest, hvernig er þá hægt að trúa henni þegar hún talar um hið himneska og eilíft líf, efni sem við höfum enga leið til að staðfesta.
Hve gömul er jörðin?
Ég veit ekki aldur jarðarinnar eða aldur alheimsins. Ég get alveg ímyndað mér að jörðin sem hnöttur í geimnum og alheimurinn var til áður en sköpun okkar heims og lífs byrjaði.
Dawkins um krossfestinguna og ljóðræna lýsingu sköpunarinnar
Richard Dawkins hefur mjög áhugaverðann punkt á hvað það þýðir að taka 1. Mósebók sem ljóðræna lýsingu:
Richard Dawkis - God Delusion
Oh, but of course, the story of Adam and Eve was only ever symbolic, wasn't it? Symbolic? So, in order to impress himself, Jesus had himself tortured and executed, in a vicarious punishment for a symbolic sin committed by a non-existing individual? As a I said, barking mad, as well as viciously unpleasant
Boðorðin tíu
2. Mósebók 20
8Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. 9Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. 10En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns. Þá skaltu ekkert verk vinna
Ástæðan fyrir hvíldardeginum er að Guð skapaði okkar veröld á sex dögum og hvíldist hinn sjöunda. Jesú hélt hvíldardaginn og sagðist vera Drottinn hvíldardagsins. Það er gróft að mínu mati að láta alla Ísraels þjóðina móta sitt líf á þeirri lygi að Guð skapaði veröldina á sex dögum og síðan Jesú að staðfesta það með því að halda hvíldardaginn.
Markúsarguðspjall 2:27
Og Jesús sagði við þá: Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins. 28Því er Mannssonurinn einnig Drottinn hvíldardagsins.
Jesú um sköpunina
Ég ekki betur en hérna eru aðeins tveir valmöguleikar. Annað hvort er myndin hér til hægri af þróun manns frá apalegri veru sönn eða orð Krists sönn.
8.2.2011 | 16:49
Þörf á að endurhugsa menntakerfið
6.2.2011 | 17:59
Merkilegur vitnisburður múslima
3.2.2011 | 15:37
Smá um fjölbreytni tegunda
Það virðist vera frekar lítill skilningur á fjölbreytileika innan tegunda svo hérna er fyrirlestur um þetta: http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/code-of-life/code-of-life
Velja þarf fyrsta myndbandið og síðan koll af kolli.
Hérna er síðan annar fyrirlestur um sama efni: http://nwcreation.net/videos/genetic_variability.html
Síðan grein sem fer yfir þetta frá sjónarhóli sköpunar, sjá: Genetics: no friend of evolution
3.2.2011 | 08:45
Okkar sérstaka jörð
Þessi fundur NASA er forvitnilegur en þetta er mjög langt frá því að finna plánetu eins og okkar. Síðan, þó að við finndu eina nákvæmlega eins þá ættum við ekki von á því að finna eitt einasta nothæft prótein þar sem líkurnar á myndun þess eru sama sem engar og líf, algjörlega fráleitt nema vitsmunavera hafi skapað það þar, sjá: The origin of life: DNA and protein
Hérna er myndin The Privileged Planet sem fjallar um hve einstök okkar jörð er og af hverju þær staðreyndir benda til þess að hún hafi verið hönnuð af vitrænni veru.
![]() |
Merkur plánetufundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar