Okkar sérstaka jörð

Þessi fundur NASA er forvitnilegur en þetta er mjög langt frá því að finna plánetu eins og okkar. Síðan, þó að við finndu eina nákvæmlega eins þá ættum við ekki von á því að finna eitt einasta nothæft prótein þar sem líkurnar á myndun þess eru sama sem engar og líf, algjörlega fráleitt nema vitsmunavera hafi skapað það þar, sjá: The origin of life: DNA and protein

Hérna er myndin The Privileged Planet sem fjallar um hve einstök okkar jörð er og af hverju þær staðreyndir benda til þess að hún hafi verið hönnuð af vitrænni veru.


mbl.is Merkur plánetufundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli minn

Af hverju þarf alltaf

að blanda Guði í allt?

Heldurðu að hann sé ekki orðinn þreyttur á þessu?

Óli minn, 4.2.2011 kl. 02:07

2 Smámynd: Mofi

Svetlana, aðeins að draga rökréttar ályktanir út frá staðreyndunum.

Mofi, 4.2.2011 kl. 10:02

3 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Mér finnst óskiljanlegt að tala um líkur þegar kemur að myndun lífs. Það er vissulega sjaldgæft að það myndist en enginn hefur talið hversu oft það myndaðist ekki...

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 4.2.2011 kl. 10:38

4 Smámynd: Mofi

Jóhannes, við getum talað um líkur þegar kemur að próteinum af því að við vitum hvernig þau eru sett saman og við vitum út frá tilraunum að virk prótein þurfa mjög sérstaka samsetningu. Við vitum sömuleiðis mikið um líkurnar á því að DNA myndist og heilmikið um hve líklegt það er að upplýsingar myndist á því. Við getum líka alveg velt vöngum yfir því hvernig prótein vélarnar mynduðust sem gátu skilið upplýsingarnar en flestir fá hausverk þegar þangað er komið og ferðin í áttina að lífi er varla byrjuð, svo margt er eftir.

Mofi, 4.2.2011 kl. 11:19

5 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Laukrétt, við eigum langa leið eftir. Eins og er getum við ekki einu sinni gert upp um það hvort líf sé á Mars eða ekki.

Ég er þó þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að leita að lífi í órafjarlægð án þess að skilja hvernig það virkar. Við vitum að á Jörðinni nota lífverur prótín en er það eina leiðin? Vatni, súrefni, fosfóri og meira að segja sólinni geta ekki talist nauðsynleg fyrir tilvist lífs. Aðeins fyrir líf eins og við þekkjum það best.

Vitaskuld er ekki hægt að beina sjónauka út í loftið og athuga hvort þú sérð lífveru. Það er nauðsynlegt að vita hverju maður leitar að og nú erum við ekki að leita að plánetu með lífsskilyrði. Við erum að leita að annarri Jörðu.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 4.2.2011 kl. 12:51

6 Smámynd: Mofi

Jóhannes, mjög góðir punktar.  Þegar við skiljum lífið hérna til hlýtar þá byrjar þessi leit og þessar pælingar að vera vitrænni.  Samt, ekkert að því að draga ályktanir út frá því sem við vitum nú þegar en bara hafa í huga að eins og er, er þekkingin takmörkuð og ályktanirnar geta verið rangar.

Mofi, 4.2.2011 kl. 12:57

7 Smámynd: Jóhannes B. Urbancic Tómasson

Sammála, það er ekkert að því að kanna heiminn eftir bestu getu.

Jóhannes B. Urbancic Tómasson, 4.2.2011 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband