Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
14.9.2009 | 08:39
Er engan kærleika að finna í lögmáli Móse?
Eitt af því sem að andstæðingar Biblíunnar eru duglegir við er að leita uppi vers í Gamla Testamentinu sem þeir skilja ekki, finnast undarleg eða þeim finnast benda til mikils óréttlætis. Eitt sorglegt dæmi um þetta er að sumir vildu meina að Biblían kennir að stúlkum sem er nauðgað verða að giftast nauðgaranum, sjá: Segir Biblían að fórnarlamb nauðgunar eigi að giftast nauðgaranum?
Mig langar hérna að benda á hið jákvæða í þessum lögum svo að ef það koma upp einhver vafamál þá er hægt að túlka þau vafamál í ljósi þess jákvæðna.
Ekkjur, munaðarleysingjar, aðkomumenn
Þeir hópa sem minnst mega sín eru án efa ekkjur og munaðarleysingjar. Í samfélagi gyðinga á þessum tíma ( 1500 f.kr. ) þá var heldur ekki gott að vera aðkomumaður þar sem þú hafðir ekki sömu trú og gyðingar og tilheyrðir ekki þjóðinni svo þú áttir enga fjölskyldu eða vini til að hjálpa þér. Það er fjallað sérstaklega um þessa hópa og almennt má túlka að hérna er bara verið að tala um þá sem minna mega sín.
2. Mósebók 22
21Þið skuluð hvorki beita ekkju né munaðarleysingja hörðu. 22Beitir þú hana harðræði og hún hrópar til mín á hjálp mun ég bænheyra hana5. Mósebók 10
18Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og sýnir aðkomumanninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. 19Þið skuluð því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.5. Mósebók 14
28Þriðja hvert ár skalt þú taka til alla tíundina af uppskeru þinni það árið og koma henni fyrir innan borgarhliða þinna. 29Þá geta Levítarnir, sem hvorki hafa hlotið land né erfðahluti eins og þú, aðkomumennirnir, munaðarleysingjar og ekkjur í borgum þínum komið og etið sig mett svo að Drottinn, Guð þinn, blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendu5. Mósebók 24
17Þú skalt ekki halla rétti aðkomumanns eða munaðarleysingja og þú skalt ekki taka fatnað ekkju að veði. 18Minnstu þess að þú varst þræll í Egyptalandi og að Drottinn, Guð þinn, leysti þig þaðan. Þess vegna býð ég þér að gera þetta.
19Þegar þú hirðir uppskeruna á akri þínum og gleymir einu kornknippi á akrinum skaltu ekki snúa aftur til að sækja það. Það mega aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan fá til þess að Drottinn, Guð þinn, blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
20Þegar þú hefur hrist ávextina af ólífutrjám þínum skaltu ekki gera eftirleit í greinum trjánna. Það sem eftir er mega aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan fá.
21Þegar þú hefur tínt víngarð þinn máttu ekki gera eftirleit. Það sem eftir er mega aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan fá. 22Þú skalt minnast þess að þú varst þræll í Egyptalandi. Þess vegna býð ég þér að gera þetta.5. Mósebók 27
19Bölvaður er sá sem hallar rétti aðkomumanns, munaðarleysingja eða ekkju
Af þessum versum sjáum við viðhorf þessara laga til þeirra sem minnst máttu eiga sín í þessu samfélagi Ísraels fyrir meira en þrjú þúsund árum síðan. Sömuleiðis sjáum við líka viðhorf til þeirra sem voru ekki gyðingar og trúðu ekki á Jehóva. Þrátt fyrir þetta þá segir Móse þeim að það ber að taka sérstaklega tillit til þeirra og vernda þennan hóp. Sama gildir um munaðarleysingja.
Hérna er stutt samantekt á því sem við getum lesið úr þessum versum:
- Ekki beita munaðarleysingjann eða ekkjuna harðræði.
- Sýna aðkomumanni, munaðarleysingjanum og ekkjunni kærleika með því að gefa þeim mat og föt.
- Tíundin var sérstaklega hugsuð til þess að þessir hópar fólks gætu fengið það sem það þurfti.
- Aldrei átti að halla rétti þessa hópa frammi fyrir dómi og þeim sérstaklega bölvað sem dirfast að gera slíkt.
- Þegar bændur voru að uppskera þá átti ekki að þurrka allt upp heldur skilja eftir handa ekkjunni, munaðarleysingjunum og aðkomu fólki.
Kristnir segja oft að það ber að lesa þessi lög í gegnum kærleika Krists og það er mikið til í því. Það er samt líka hægt að lesa þessi lög með þann kærleika sem í þeim sjálfum felst. Eitt slíkt vers er vers sem Jesús vitnaði sjálfur í:
3. Mósebók 19
17Þú skalt ekki bera hatur í brjósti til bróður þíns heldur átelja hann einarðlega svo að þú
berir ekki sekt hans vegna. 18Þú skalt ekki hefna þín á löndum þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.
Varðandi dauðarefsingar þá vil ég fjalla um þær í sér grein.
Ég þakka lesturinn.
14.9.2009 | 08:38
Alvöru aðgerðir
Að gera íslenska bílaflotann óháðan bensíni væri alvöru efnahags búbót sem myndi gera Ísland að fyrirmynd um allan heim. Þetta er verkefni sem ætti að heilla Jóhönnu og Steingrím þó mér finnst eins og ég eigi erfitt með að þekkja þau sem stjórnmálamenn eftir að þau komust til valda. Ef þetta er ekki verkefni sem þau vilja leggja kraft í þá missi ég alla trú á þeim.
Vonandi sjáum við alvöru aðgerðir eins og þessir menn eru að stinga upp á þarna. Þetta gæti samt tekið smá tíma og þangað til væri gaman að sjá nokkrar einfaldar aðgerðir sparnaðar aðgerðir. Ein sem mér dettur í hug er eitthvað sem á ensku er kallað "carpooling" sem snýst um að samnýta bíla. Núna þegar maður keyrir í vinnuna þá er reglan sú að það er aðeins ein manneskja í hverjum bíl. Maður sér jafnvel rútu með aðeins einum farþega, eða frekar bílstjóra. Síðan gæti samnýting á bílum hreinlega gefið lífinu smá lit og verið öllum til skemmtunar eins og myndbandið hérna fyrir neðan sannar.
![]() |
Sjálfbært Ísland í bílaeldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2009 | 10:28
Samsæri um að ásaka konu um að hafa stolið eigin Visa korti?
Þessi frétt fyrir mitt leiti lætur aðeins þessa Önnu Kristine líta illa út. Að láta sem svo að Halldór J. Kristsjánsson hafi reynt að láta stinga henni í fangelsi fyrir að stela hennar eigin Vísa korti. Alveg kostulegt og vonandi tekur enginn þessa vitleysu alvarlega. Þvílíkt samsæri að reyna að þjófkenna einhvern með því að láta hann vera sekan um að stela því sem hann þegar á.
Þessa dagana er ég alltaf að fá í andlitið að það er ekki heimild á debet kortinu mínu þótt að ég er ekki einu sinni að nota yfirdráttinn sem ég á að hafa. Sem forritari þá tek ég svona ekki alvarlega því ég veit að þessi kerfi eru ekki fullkomin.
Varðandi morðhótanirnar þá er það alvöru frétt og virkilega alvarlegt. En ég samt get ekki neitað því að ég efast um sannleiksgildi þess miðað við ruglið sem hún Anna Kristine sagði um Vísa kortið.
Varðandi Kumbaravog þá skrifaði ég um það mál hérna: Kumbaravogur var fyrirmyndar staður
![]() |
Anna Kristine var þjófkennd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 08:39
Samviskufrelsi, hornsteinn lýðræðis er gjöf Guðs
Annar fyrirlesturinn í námskeiðinu um spádóma Daníelsbókar fjallar um sögu samviskufrelsis og uppruna þess.
Fyrirlesturinn byrjar í dag ( fimmtudaginn 10. sept ) klukkan átta og er í Loftsalnum í Hafnarfirði.
9.9.2009 | 10:23
Kumbaravogur var fyrirmyndar staður
Mér finnst leitt að heyra þessa neikvæðu athugasemdir varðandi Kumbaravog. Frænka mín heitin var forstöðukonan á Kumbaravogi og helgaði líf sitt staðnum og börnunum sem bjuggu þar. Ég var heilmikið þarna þegar ég var að alast upp og mörg þeirra barna sem þau hjónin tóku að sér voru alveg jafn mikið fjölskylda mín eins og þeirra raunverulegu börn. Í dag lít ég ennþá á þau sem frænda og frænkur.
Auðvitað var staðurinn ekki fullkominn, aðeins venjulegt fólk að reyna að sitt besta og því miður kom atvik upp þar maður sem var gestur nýtti sér traust hjónanna og náði að misnota barn á staðnum en um leið og það komst upp var hann bannaður af staðnum.
Margir af þeim sem ólust upp hafa skrifað greinar í blöðin til að verja heimilið þeirra á Kumbaravogi en einhvern veginn er alltaf fókusinn á hið neikvæða og hið jákvæða við Kumbaravog kemur varla fram. Hérna gerði einn bloggarinn grein fyrir þessu líka, sjá: Kumbaravogur -- vin eða víti?
![]() |
Jóhanna biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 13:19
Dómsdags spádómar vísindamanna
Oft virka þeir menn sem við höfum valið að kalla vísindamenn ekkert betri en dómsdags spámenn trúarsafnaða. Hérna eru nokkur dæmi um slíka spádóma:
65 million Americans will die of starvation between 1980 and 1989, and by 1999 the U.S. population would have declined to 22.6 million. Paul Ehrlich, 1968
"The battle to feed humanity is over. In the 1970s the world will undergo famines . . . [AND] hundreds of millions of people [including Americans] are going to starve to death." Paul Ehrlich (Holdrens co-author and mentor) 1968
"Smog disasters" in 1973 might kill 200,000 people in New York and Los Angeles. Paul Ehrlich 1969
"I would take even money that England will not exist in the year 2000." Paul Ehrlich 1969
"Before 1985, mankind will enter a genuine age of scarcity . . . in which the accessible supplies of many key minerals will be facing depletion." Paul Ehrlich 1976
"The threat of a new ice age must now stand alongside nuclear war as a likely source of wholesale death and misery for mankind." Environmentalist Nigel Calder at the first Earth Day celebration.
"The cooling since 1940 has been large enough and consistent enough that it will not soon be reversed." Eco-scientist C.C. Wallen of the World Meteorological Organization, 1969
...civilization will end within 15 or 30 years unless immediate action is taken against problems facing mankind, biologist George Wald, Harvard University, April 19, 1970.
By 1995...somewhere between 75 and 85 percent of all the species of living animals will be extinct. Sen. Gaylord Nelson, quoting Dr. S. Dillon Ripley, Look magazine, April 1970.Because of increased dust, cloud cover and water vapor...the planet will cool, the water vapor will fall and freeze, and a new Ice Age will be born, Newsweek magazine, January 26, 1970.We are in an environmental crisis which threatens the survival of this nation, and of the world as a suitable place of human habitation, biologist Barry Commoner, University of Washington, writing in the journal Environment, April 1970.By 1985, air pollution will have reduced the amount of sunlight reaching earth by one half... Life magazine, January 1970.Population will inevitably and completely outstrip whatever small increases in food supplies we make, Paul Ehrlich, interview in Mademoiselle magazine, April 1970."200,000 Americans will die from air pollution, and by 1980 the life expectancy of Americans will be 42 years." Paul Ehrlich, 1973It is already too late to avoid mass starvation, Earth Day organizer Denis Hayes, The Living Wilderness, Spring 1970
Í dag er John Holden sem er núverandi ráðgjafi Obama í málefnum vísinda með þessa spá hérna:
John Holdren 1986, reiterated in Senate testimony, 2009
A billion people could die from global warming by 2020
![]() |
Hlýnunin getur leitt til eldgosa og annarra náttúruhamfara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 08:39
Námskeið í spádómsbók Daníels í Loftsalnum 8. sept. - 6. okt.
Á morgun þriðjudaginn 8. september klukkan átta byrjar námskeið í spádómum Biblíunnar. Ræðumaðurinn er Björgvin Snorrason guðfræðingur en undanfarin 20 ár hefur hann haldið ótal fyrirlestra á Norðurlöndunum, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.
Fyrirlestrarnir verða haldnir í Loftsalnum, Hólshrauni 3, 220 Hafnarfirði.
Dagskráin verður eftirfarandi:
- Þriðjudagurinn 8. sept. kl. 20.
Efni: Saga mannkyns frá 600 f.Kr. til líðandi stundar. Byggt á 2. kafla Daníelsbókar. - Fimmtudagurinn 10. sept. kl. 20.
Efni: Samviskufrelsi, hornsteinn lýðræðis, gjöf Guðs, saga þess og uppruni. - Þriðjudagurinn 15. sept. kl. 20.
Efni: Spádómar varðandi fyrri komu Krists. Byggt á 9. kafla Daníelsbókar. - Fimmtudagurinn 17. sept. kl. 20.
Efni: Tilgangur fyrri komu Krists: fyrirgefningin. Byggt á 8. kafla Daníelsbókar. - Þriðjudagurinn 22. sept. kl. 20.
Efni: Spádómar Biblíunnar um 18. og 19. öldina. Byggt á 11. kafla Opinberunarbókarinnar. - Fimmtudagurinn 24. sept. kl. 20.
Efni: Tákn endurkomu Jesú Krists. Byggt á ræðu Krists í 24. kafla Matteusarguðspjalls. - Þriðjudagurinn 6. okt. kl. 20.
Efni: Hrun fyrrverandi Sovetríkjanna sagt fyrir í Biblíunni. Byggt á 11. kafla Daníelsbókar.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.9.2009 | 18:56
Behe og hans gagnrýnendur
Michael Behe fékk mikla athygli með bók sinni "Darwin's black box" þar sem hann skoðaði ýmsar örsmár "vélar" í náttúrunni og færði rök fyrir því að tilviljanir og náttúruval gæti ekki sett þessar vélar saman. Eitt af þeim hugtökum sem hann setti saman til að útskýra sín rök var hugtakið "irreducible complexity". Tilraun til að íslenska þetta gæti verið "óeinfaldanlega flókin kerfi".
Sumir vilja meina að það er búið að hrekja þessa hugmynd Behe og útskýra þau dæmi sem Behe kom með. Ég ætla að fjalla um tilraun Kenneth Millers til að hrekja Behe og útskýra af hverju hann engan veginn hrekur það sem Behe kom með.
Irreducible Complexity (becterial flagellum) debunked
Kenneth Miller
Það sem Kenneth Miller gerir í þessu myndbandi er að hann setur upp strámansrök sem hann síðan ræðst á. Strámaðurinn er sá að ef þú tekur hlut úr óeinfaldanlegu kerfi þá hefur hluturinn eða kerfið enga virkni. Þetta er kolrangt hjá Ken því að þetta voru aldrei rökin. Skilgreiningin sem Behe kom með var að kerfið sjálft missir þá virkni sem það hafði. Ekki að kerfið gæti ekki verið nothæft í eitthvað annað eða einstakir hlutar þess gætu ekki haft einhverja aðra virkni.
Dæmi um þetta gæti verið bíll. Ef þú tekur eitt af dekkjunum undan bílnum þá er bíllinn óökufær. Sem sagt þá er bíll óeinfaldanlegt kerfi með tilliti til dekkjanna sem ökutæki. Það þýðir ekki að það er ekki hægt að nota bílin sem skjól í vondu veðri en það kemur málinu ekkert við. Bíllinn er ekki lengur tæki sem hægt er að keyra og er þar af leiðandi óeinfaldanlegur sem ökutæki. Þetta er ósköp einfalt og erfitt að átta sig á því hvort að Kenneth Miller er heimskur eða óheiðarlegur í þessum málflutningi sínum.
Það væri hægt að sýna fram á að kerfi sem samkvæmt tilraunum er óeinfaldanlegt eins og flagellum mótorinn sem þið getið skoðað hérna fyrir neðan.
Leiðin til þess væri að sýna hvaða skref gætu búið þetta tæki til og hvaða virkni hvert skref hefði. Nokkrir hafa reynt eins og ég fjallaði um hérna En það eina sem þeir hafa sýnt fram á er hve svakalega langt þróunarsinnar eru frá því að koma með lausn á þessu vandamáli.
Trú þróunarsinna er aðdáunarverð andspænis svona gríðarlega öflugum staðreyndum en ég persónulega vel að trúa samkvæmt rökréttri túlkun á gögnunum. Það þarf vitsmuni til að setja saman flóknar vélar og náttúran er full af undursamlegum vélum og þær eru best útskýrðar með vitrænni hönnun.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
4.9.2009 | 09:15
Er búið að hrekja Behe?
Michael Behe var boðið fyrir nokkrum dögum að taka þátt í blog spjalli á vefsíðu sem kallast blogginheads, sjá: Behe-McWhorter Back Online Það var gaman að hlusta á tvö vísindamenn spjalla um þessi mál og mæli ég með þeim sem vilja kynna sér hvaða vandamál þróunarkenningin glímir við að hlusta vandlega. Það kom ekki á óvart að einhverjir þróunarsinnar urðu alveg brjálaðir og heimtuðu að myndbandið yrði tekið niður. Viðmælandi Behe's er nefnilega guðleysingi en samt aðdáandi Behe's og var þetta bara fróðlegt spjall og eins og allir sem þekkja deiluna milli vitrænar hönnunar og þróunar þá hata þróunarsinnar allt sem er vitrænt. Meira um þessa sorglega fyndnu sögu hérna: Well, that was predictable
Einn bloggari hérna á mbl glímir við þá fyrru að það er búið að hrekja hugmyndir Behe's um óeinfaldanleg kerfi og að þau eru vandamál fyrir þróunarkenninguna. Hann bendir á myndbönd eins og þetta hérna http://www.youtube.com/watch?v=SdwTwNPyR9w máli sínu til stuðnings.
Það fyndna er að þetta myndband einmitt sýnir fram á að þróunarsinnar eiga mjög langt í land með að hrekja Behe. Til að sýna fram á hvernig flagellum mótorinn gæti þróast þá þarftu að fara yfir öll skref sem þarf til að búa hann til. Líkurnar á að eitt prótein myndist fyrir tilviljun eru stjarnfræðilegar svo það þarf að útskýra hvernig öll próteinin urðu til. Það þarf að útskýra hvaða virkni var til staðar þegar sérhvert prótein bættist við kerfið. Það sem þetta myndband sýnir eru örvæntingafullar handaveifingar og eru aðeins sannfærandi fyrir mjög trúað fólk. Hérna útskýrir William Demski hvað er að þessum útskýringum sem við sáum í bandbandinu, sjá: http://www.arn.org/docs/dembski/wd_biologusubjunctive.htm
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
1.9.2009 | 21:06
Segir Biblían að fórnarlamb nauðgunar eigi að giftast nauðgaranum?
Það er vers í Mósebókunum sem margir hafa misskilið. Jafnvel sumir Biblíu útskýrendur skilið þetta þannig. Versin sem ég er að tala um eru þessi hérna:
5, Mósebók
28Ef maður hittir óspjallaða stúlku sem ekki er föstnuð, tekur hana með valdi og leggst með henni og komið er að þeim 29skal maðurinn, sem lagðist með stúlkunni, greiða föður hennar fimmtíu sikla silfurs. Hún skal verða eiginkona hans sakir þess að hann spjallaði hana og honum skal ekki heimilt að skilja við hana alla ævi sína.
Mjög skiljanlega þá virðist þarna Biblían segja að fórnarlamb nauðgunar eigi að giftast nauðgaranum. Því miður er hérna um að ræða ranga þýðingu því að upprunalegi textinn talar ekki um að konan sé tekin með valdi. Í versi rétt á undan þá er talað um nauðgun og orð notað sem segir beint út að konan var tekin með valdi, sjá:
5. Mósebók
25But if a man find a betrothed damsel in the field, and the man force her, and lie with her: then the man only that lay with her shall die.
Orðið í hebreskunni sem þarna er notað er châzaq en það orð er síðan ekki notað í 28 versi. Svo íslenska þýðingin er röng þegar hún segir að konan er tekin með valdi. Því miður eru þessir þýðendur svo oft að leika mann grátt að það hálfa væri nóg. Það sem þarna er um að ræða er að ef maður sefur hjá konu og það kemst upp þá getur konan heimtað að hann fylgi þessum löngunum sínum allt til giftingar.
Það segir sig síðan sjálft að þetta gat ekki verið rétt. Ísrael sem þjóð hefði aldrei getað haldið svona lög. Mjög margir menn myndu nauðga fallegri konu ef eina refsingin væri að hún þyrfti að giftast honum. Við sjáum engin dæmi um slíkt í Gamla Testamentinu eða sögu gyðinga.
Vonandi er það komið á hreint að Biblían segir ekki að fórnarlamb nauðgunar eigi að giftast nauðgaranum. Ef einhverjum finnst þetta ekki nógu ýtarlegt eða nógu skýrt þá vil ég benda á töluvert ýtarlegri umfjöllun um þetta mál hérna: http://www.mandm.org.nz/2009/07/sunday-study-does-bible-teach-that-rape.html
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (86)
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar