Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Hin sögulega krossfesting Jesú

Svakalega sorglegt er að lesa um fólk sem lætur gera þetta við sig.  Það er eins og að það er að segja að krossdauði Krists er ekki nóg til að borga gjaldið fyrir sína glæpi heldur þurfi það að leggja Guði lið. Ég vona að þetta fólk geri þetta í fáfræði og að Guð lítur fram hjá þessu.

Jesus_CrucifiedEn hvernig er það, er það að Kristur var krossfestur, er það aðeins kristin trú eða er það sögulegur atburður?

Ég vil sannarlega meina að það er sögulegur atburður og að hafna því er ekki gert á sögulegum grunni heldur trúarlegum eða kannski frekar "vantrúar" legum grunni. 

Í fyrsta lagi þá staðfesta hinir fjöl mörgu höfundar þeirra bóka sem voru tekin saman í það sem við köllum Nýja Testamentið að Jesús var krossfestur.  Í öðru lagi þá staðfesta líka gyðinglegar heimildir það og rómverskar.   Byrjun á því að skoða eina rómverska heimild fyrir krossfestingunni.

TacitusTacitus
Cornelius Tacitus ( 55 e.kr. til 120 e.kr ) hefur verið kallaður mesti sagnfræðingur forn rómverja. Það sem hann er þekkastur fyrir eru verkin “Annals ” og “Histories ”, “Annals ” er talin hafa innihaldið átján bækur og hin seinni tólf. Tacitus minnist að minnsta kosti einu sinni á Krist og tvisvar á hina frum kristnu. Hérna fjallar hann um þegar kviknaði í Róm þegar Neró var við völd.

Tacitus 15.44
Consequently, to get rid of the report, Nero fastened the guilt and inflicted the most exquisite tortures on a class hated for their abominations, called the Christians by the populace. Christus, from whom the name had it’s origin, suffered the extreme penalty during the reign of Tiberius at the hands of one of our procurators, Pontius Pilatus, and a most mischievous superstition, thus checked for the moment, again broke out not only in Judea, the first source of the evil, but even in Rome, where all things hideous and shameful from every part of the world find their centre and become popular. Accordingly, an arrest was first made of all who pleaded guilty; then upon their information, an immense multitude was convicted, not so much of the crime of firing the city as of hatred against mankind. Mockery of every sort was added to their deaths. Covered with the skins of beasts, they were torn by dogs and perished or were nailed to crosses or were doomed to the flames and burnt to serve as a nightly illumination when daylight had expired. Nero offered his gardens for the spectacle and was exhibiting a show in the circus, while he mingled with the people in the dress of a charioteer or stood aloft in a car. Hence, even for criminals who deserved extreme and exemplary punishment, there arose a feeling of compassion, for it was not as it seemed for the public good but to glut one man’s cruelty that they were being destroyed.


1. Þarna kemur fram að kristnir voru í Róm á þessu tímabili og voru ofsóttir af rómverska keisaranum Nero.
2. Einnig kemur fram að þeir voru kallaðir eftir Kristi sem hefði verið pyntaður af Pílatusi.
3. Að trúin hefði fyrst komið upp í Júdeu en síðan blossað aftur upp í Róm.
4. Þegar eldur kom upp í Róm að þá kenndi Neró hinum kristnu um.
5. Þegar kristnir voru teknir og viðurkenndu að þeir væri kristnir þá voru þeir teknir af lífi með alls konar aðferðum.

Næst skulum við skoða heimild frá gyðingum:

Talmud
Gyðingar höfðu margar munnsagnir sem gengu manna á milli yfir margar kynslóðir, þetta efni var tekið saman af Rabbínanum Akiba fyrir dauða hans 135 e.kr. Verk hans var síðan klárað af nemanda hans, rabbínanum Judah, í kringum 200 e.kr. Þetta verk er þekkt undir nafninu Mishnah, síðan fornar skýringar á þessu riti er kallað Gemaras og saman eru þau kölluð “The Talmud”. Mjög athyglisverð tilvitnun er þar að finna sem hljóðar svona
The babylonian Talmud @ þýtt af I. Epstein ( London: Soncino, 1935), bindi III, Sanhedrin 43a, bls 281.
On the eve of the Passover Yeshu was hanged. For forty days before the execution took place, a herald went forth and cried, “He is going forth to be stoned because he has practiced sorcery and enticed Israel to apostasy. Any one who can say anything in his favor, let him come forward and plead on his behalf.” But since nothing was brought forward in his favor he was hanged on the eve of the Passover!

Ég held að það er hægt að segja að krossfesting Krists er mjög vel staðfestur atburður í sögu okkar heims.  Ég vil hvetja alla lesendur að lesa að minnsta kosti Matteusarguðspjall og meta fyrir sjálft sig hver Kristur er.

 

Meira um þetta efni:


 


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Kaþólska kirkjan stofnuð af Kristi sjálfum?

Ég rakst á þetta myndband hérna fyrir neðan hjá bloggaranum Tómas Allan Sigmundsson

en í því eru færð rök fyrir því að Kaþólska kirkjan er hin eina sanna kirkja því að hún var stofnuð af Kristi sjálfum og að hún hefur ávalt haldið í skipanir Hans en ekki hefðir manna. Stærsti hluti myndbandsins fer yfir allar aðrar kirkjur og segir að menn hafi stofnað þær og þar af leiðandi eru þær ekki kirkja Krists.

 

Nokkrir punktar sem fyrir mig sanna að Kristur stofnaði ekki Kaþólsku kirkjuna og að hún fylgdir hefðum manna en ekki heilagri ritningu:

  • Kristur og postularnir stofnuðu kirkjuna í kringum 40-100 e.kr.  Flestir þeirra voru myrtir af þáverandi Rómarveldi svo hvernig er hægt að segja að þegar Rómarveldi verður kristið hundruðum árum seinna að það sé kirkjan sem Kristur stofnaði?
  • Kaþólikkar kenna að páfinn sé óskeikull; ég fyrir mitt litla líf get ekki skilið hvernig einhver kaþólikki getur trúað því. Eru þeir alveg viss um að hann hafi rétt fyrir sér í t.d. málum eins og að það er synd að nota smokka?  Hvað með páfana sem seldu fyrirgefningu, eftir á og líka fyrir fram?  Hvað með páfana sem ráku vændishús?  Voru þeir virkilega óskeikulir?
  • Kaþólska kirkjan kennir að hún og páfinn er æðri Biblíunni og sýna það með því t.d. að þykjast hafa breytt boðorðunum tíu að því leiti að sleppa boðorðinu um líkneski og breyttu hvíldardeginum, frá þeim heilaga sjöunda til fyrsta dags vikunnar, degi sólarinnar.

Kaþólska kirkjan fær punkta fyrir íburð, flottar kirkjur og fyndna búninga en fyrir mitt leiti þá er hún augljóslega ekki hin eina sanna kirkja á jörðinni.

 


Jarðfræðingur spáði fyrir um jarðskjálftann

quake_italy.jpgHérna er hægt að lesa þessa frétt: Scientist who predicted Italy quake sent to police

Í stuttu máli þá var jarðfræðingur að nafni Gioacchino Giuliani að vara fólk við jarðskjálfta og að það ætti að yfirgefa bæinn.  Bæjarstjórinn reiddist þessu, vísindasamfélagið sagði ekki vera hægt að spá fyrir um svona hluti og lögreglunni var sigað á Gioacchino Giuliani fyrir að breiða út hræðslu áróður.

Ef maður trúir að einhver er í hættu og varar hann við, er maður þá með einhvern hræðslu áróður eða jafnvel haturs áróður?  Er ekki verri glæpur að vara fólk ekki við hættu?  Mér er hugsað til trúboðs kristinna í þessu samhengi...

Hvað sem öðru líður þá verður forvitnilegt að sjá fylgjast með þróun mála þarna.

Hvet alla að biðja fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans og styrkja hjálparstarf á þessu svæði, sjá: ALERT] Worst Quake to Hit Italy in Nearly 30 years: ADRA Prepares Response


mbl.is 260 látnir á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Guð Til? Skakki Turninn

Í janúar kom Skakki Turninn út og í því blaði var grein sem fjallaði um tilvist Guðs. Á forsíðunni voru stóð "Er Guð Til?" í stóru letri og mig langar að svara þeirri grein lið fyrir lið. Ég svara ekki allri greininni núna en seinni parturinn kemur vonandi fljótlega. Svo, vindum okkur í efnið:

 

SkakkiTurninn-ErGu�TilSkakki Turninn - Janúar 2009 - bls 23
Trúin á Guð er í sjálfu sér mjög merkileg vegna þess að hún hefur ekkert áþreyfanlegt að styðjast við.

Hið fyndna við þessa setningu er að restin af greininni reynir að svara því áþreyfanlega sem menn telja styðja tilvist Guðs.  

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 23
þótt það sé bara hlegið að fólki sem segir að álfar eða huldufólk hafi talað við sig, þá þykir allt í lagi að heyra rödd guðs.

Það er nú líka í flestum tilfellum hlegið að fólki sem segist heyra rödd Guðs enda fyrir flesta kristna þá hefur Guð ekki sent spámenn til mannkyns síðan postularnir voru og hétu. Vill að vísu svo til að ég tilheyri söfnuði sem trúir að Guð hafi sent spámann fyrir 150 árum síðan, konu að nafni Ellen White en það er svo sem umræðuefni út af fyrir sig. 

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 23
Því að ef guð hefur skapað hinn vísindalega heim, þá ættu að vera einhver merki um hann að finnast þar. Er það ekki?

Jú og alveg nóg af þannig dæmum í sköpunarverkinu.  Við höfum eðlisfræðilögmál sem eru fínstillt, við höfum alheim sem hafði byrjun sem bendir til utan að komandi orsakar, við höfum lífið sjálft og öll undur náttúrunnar.

Miklihvellur eða sköpunarsaga Biblíunnar

Ein aðal andstaðan sem kenningin um Miklahvell fékk var trúarleg og trúin var guðleysi. Mönnum líkaði mjög illa sú hugmynd að heimurinn hefði byrjun því að það opnaði dyrnar fyrir skapara. Gögnin  og rökin fyrir því að alheimurinn hafði byrjun voru of sterk og hugmyndin um "steady state" eða eilífan alheim hvarf. Hið fyndna er að guðleysingjar í dag reyna að afneita hve sterklega byrjun alheims bendir til skapara. Meira um þetta hérna: Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf
 

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 24
Í sköpunarsögu vísindanna vottar hvergi fyrir guði

Í sköpunarsögu guðleysingja er ekki að finna Guð... vá, kemur svakalega á óvart!  LoL

Hérna er samt dæmi um hvað einn merkur stjarnfræðingur sagði:

Robert Jastrow
„núna sjáum við hvernig stjarnfræðilegar sannanir leiða okkur til Biblíulegs viðhorfs um uppruna heimsins.  Lýsingin í fyrstu Mósebók er sú sama. Atburðarásin sem leiðir til mannsins byrjar skyndilega og snögglega á ákveðnum tímapunkti í sprengingu ljóss og orku“
 

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 24
Það er í rauninni hægt að skýra allt sem gerst hefur í heiminum frá upphafi án þess að þurfa nokkru sinni að grípa til guðs.

Þetta er nú bara heimskulegur brandari; sérstaklega þegar maður les aðra setningu í þessari grein sem segir að vitum ekki allt.  Það sem þeir vita ekki er hvernig náttúrulegir ferlar fóru að því að búa það til sem við sjáum og þá augljóslega er ekki hægt að skýra allt sem hefur gerst.  

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 24
Náttúrulögmálin fara sínu fram, en engin merki finnast um að þau hafi nokkru sinni verið illilega rofin af "vilja guðs", "kraftaverkum" eða neinu þvíumlíku.

Maður getur svo sem leyft þeim að hafna öllum þeim vitnisburðum þúsunda sem hafa orðið vitni að kraftaverkum en eitt dæmi um hvernig náttúrulögmálin virðast hafa verið rofin felst í því að í dag er enn til nýtileg orka. Málið er að við þekkjum enga leið til að búa til nýtilega orku, við erum alltaf aðeins að minnka þá orku sem til er sem er nýtileg til vinnu.   Í orðum Robert Jastrow:

Robert Jastrow
„ef að upptrekkt úr er að trekkjast niður á við þá hlýtur einhver upprunalega hafa trekkt það upp“.
 

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 24
En hvort sá guð er til eður ei hlýtur þá að skipta litlu máli þegar öllu er á botninn hvolft.

Jafnvel þótt að forsendurnar sem greinin gefur sér þá getur tilvist þess Guðs skipt öllu máli því ef að Hann er til þá getur skipt sköpun að vita hvað Hann vill með þig og þitt líf og hvernig þér færist ef að Hann dæmir þig að þessu lífi loknu. 

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 25
"Vitræn hönnun" öðlaðist nokkurt fylgi um tíma en hefur nú fallið í áliti, enda fyrst og fremst talin vera gamalt vín sköpunarsinna á nýjum belgjum.

Miklu frekar að hún er að vaxa og vaxa og byrjunar örðugleikarnir að baki og björt framtíð framundan.

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 25
Fylgismenn kenningarinnar telja hvaðeina sem enn sé óljóst um þróun lífsins vera sönnun þess að þeir hafi rétt fyrir sér og gleymi þá að þróunarkenning Darwins er til dæmis aðeins 150 ára gömul og margar fleiri vísindauppgvötanir enn yngri.

Höfundar þessarar greinar í Skakka Turninum er ekki að meta þessi mál á heiðarlegan máta, hann er að verja sitt guðleysi og ráðast á allt sem hann telur geti skaðað sína trú.  Afstaða Vitrænnar hönnunar er að við getum greint vegsum merki vitsmuna og aðgreint það frá því sem náttúrulegir ferlar gera. SETI verkefnið gerir þetta og fornleyfafræðingar gera þetta.  Síðan má bæta því við að ef það er ekki hægt að meta hvort að eitthvað þróaðist með darwiniskum ferlum eða ekki þá er þróunarkenningin ekki vísindaleg því það væri þá ekki hægt að afsanna hana.

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 25
Auðvitað sé því margt sem við vitum ekki ennþá.

Það er líka margt sem við vitum eins og t.d. að það þarf vitsmuni til að búa til: upplýsingar, forritunarmál og flóknar vélar.  Það er eins og guðleysingjar heimti að maður hafni því sem maður veit því að þeirra trú er svo heilög.

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 25
Á hinn boginn er ljóst að þau eðlisfræðilögmál sem gilda í þessum heimi gera lífinu ( eins og við þekkjum það ) í rauninni kleift að hafa orðið til. Ef aðeins hefði skeikað örlitlu í þyngd örlítilla smáagna inn í atómunum, þá hefði efnisheimur okkar aldrei orðið til og þar af leiðandi heldur ekki lífið sjálft. 
...
Ef eðlisfræðilögmálin hefðu getað raðast upp á miljarða vegu, er það þá ekki einum of mikil tilviljun að þau röðuðust upp einmitt eins og þau gerðu...
Og þýðir það ekki að guð sé til?

 Jú, akkúrat, það þýðir það! :)

Skakki Turninn - Janúar 2009 - bls 25
En nú hafa sumir vísindamenn fundið svar við þessu. Það er kenningin um "margheima" sem ítarlega hefur verið sagt frá í SKAKKA TURNINUM áður.
...
Með þessu móti verður tilhugsunin um lottóvinningin bærilegri en ella.

Maður getur nú ekki annað en hlegið að þessu.  Gögn sem styðja tilvist Guðs eru einhvers konar vandamál sem verður að leysa og þangað til þá eru þau gögn "óbærileg"!  Hver er síðan lausnin? Búa til marga alheima!  Þetta er auðvitað magnað og vonandi gleymir fólk því ekki að þessi hugmynd er eins óvísindaleg og hugmyndir geta orðið. Hún er aðeins til svo að guðleysingjar geti hafnað gögnum sem styðja tilvist Guðs og haldið áfram að trúa þrátt fyrir að gögnin bendi í aðra átt.

Jæja, þetta er orðið of langt nú þegar en það er samt nóg eftir að svara. Það verður að bíða betri tíma.


Kristileg predikun Gunnars í Krossinum

Ég horfði á predikun Gunnars í Krossinum sem hann hélt í gær og get sagt með gleði að sú ræða var mér blessun.  Þeir sem vilja hlusta á hana geta gert það hérna: Predikun 5.mars 

Margt í predikunni var mjög gott en það sem mér þótti vænst um var að kynna mig fyrir ljóði sem Davíð Stefánsson orti en það er virkilega fallegt og ég get tekið undir með Gunnari að það má segja að þetta ljóð sé innblásið.

DavidStefanssonÉg kveiki á kertum mínum
Davíð Stefánsson

Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
Í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað.

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Þín braut er þyrnum þakin,
hver þyrnir falskur koss.
Ég sé þig negldan nakinn
sem níðing upp á kross.
Ég sé þig hæddan hanga
á Hausaskeljastað.-
Þann lausnardaginn langa
var líf þitt fullkomnað.

Að kofa og konungshöllum
þú kemur einn á ferð.
Þú grætur yfir öllum
og allra syndir berð.
Þú veist er veikir kalla
á vin að leiða sig.
Þú sérð og elskar alla,
þó allir svíki þig.

Ég fell að fótum þínum
og faðma lífsins tré.
Með innri augum mínum
ég undur mikil sé.
Þú stýrir vorsins veldi
og verndar hverja rós.
Frá þínum ástareldi
fá allir heimar ljós.

 


En þarf að eyða fósturvísum?

pluriRannsóknir þar sem fósturvísar eru eyddir til að ná í stofnfrumur hafa verið mjög umdeildar víðsvegar um heim vegna þeirra siðferðis spurninga sem vakna.  Það sem mér finnst virkilega vanta í umræðuna hér á landi er að nota fósturvísa er ekki eina leiðin. Það eru til aðrar leiðir sem hægt er að fara sem valda ekki þessum siðferðis vandamálum.

Hérna eru nokkrar greinar sem ég hvet lesendur til að kynna sér:

 

 


mbl.is Stofnfrumur lagi heyrnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókristileg ræða Gunnars í Krossinum

10-commandments-300x299.jpgGunnar í krossinum var með ræðu síðasta sunnudag þar sem hann fjallaði aftur um hvíldardaginn og virkaði eins og hann væri að ráðast á blog greinina sem ég gerði um það sem Gunnar sagði á Omega fyrir nokkru síðan.  Ræðuna má sjá hérna: Ræða Gunnars í Krossinum 24. mars

Ræðan innihélt of margar rökvillur og rangfærslur að mér finnst ég verða að svara henni.  Til einföldunar þá læt ég sem svo að hvert atriði er beint að mér svo ég svara hverju atriði þannig þó að kannski hafi Gunnar verið að hugsa um einhvern annan þegar hann kom með sín rök.

Ef þú heldur ekki laugardaginn sem hvíldardag þá ferðu til helvítis

Ég hef ekki haldið slíku fram. Taka ber fram að það er Gunnar sem trúir að fólk verði hent í eld og verði þar kvalið um miljónir ára en ekki ég.  Ég aftur á móti hef áhyggjur af frelsun fólks sem velur að hlíða ekki boðorðum Guðs; velur frekar hefðir manna en að hlýða Guði.

Kenna að halda sunnudaginn sé merki dýrsins

Ég hef ekki haldið slíku fram.  Minn skilningur á spádómum Biblíunnar er að það mun koma sá dagur að ákveðið veraldlegt ríki mun neyða fólk Guðs að brjóta boðorðin tíu og heimta sunnudags helgi hald. Þegar menn munu standa frammi fyrir þessu vali, að hlíða mönnum og óhlíðnast Guði þá mun þessi spádómur rættast og merki dýrsins verður að raunveruleika. En þetta er sér umræðuefni út af fyrir sig og erfitt að útskýra í fáum orðum.

Megum ekki vera undir lögmáli – þjónusta dauðans

Gunnar talaði um að menn halda að þjónusta dauðans sé til lausnar og það er misskilningur.  Ef einhver heldur að það sé einhver frelsun í því að halda lögmálið þá er ég sammála Gunnari.  Málið snýst ekki um frelsun frá synd heldur um hlíðni því eins og Kristur sagði „ef þér elskið mig, haldið þá boðorð mín“. 

Verk – að Halda hvíldardaginn

Hve öfug snúið er það að halda því fram að sá sem vill að við hvílumst frá verkum okkar og eigum stund með Guði eins og Hann bað okkur um er einhvers konar verk.  Sá sem vill verk en ekki hvíld á sjöunda deginum er Gunnar sjálfur.

Jesú braut helgi hvíldardagsins

Hérna fer Gunnar alveg yfir strikið.  Ég verð að vona að hann viti ekki hvað hann er að gera.  Það sem hann segir hérna er að Jesú var syndugur en ef Jesú var syndugur þá er enga fyrirgefningu að fá í krossinum! 

Auðvitað braut Jesú ekki hvíldardags boðorðið. Hann sýndi hvernig átti að halda hvíldardaginn heilagan með því t.d. að gera góð verk á hvíldardegi en ekki fylgja hefðum manna sem koma lögum Guðs ekkert við.

Trúareglur – cult

Miðað við samhengið þá virðist Gunnar gefa það til kynna að Aðvent kirkjan er cult.  Ef Gunnar vill halda þessu fram og rökstyðja það frekar þá væri fróðlegt að lesa það.  Til að lesa um hvað Gunnar heldur um cult þá er hægt að lesa um það hérna: Túarreglur (cult) á Íslandi

Blogg síður brugðist við með þvílíkum fyrirgangi og formælingum

Gunnar var í sjónvarpinu að segja hluti sem ég er ósammála og ég gagnrýndi rökin hans, ef einhver vill meta hvort að þetta var fyrirgangur og formælingar þá geta þeir lesa greina hérna: Gunnar í krossinum og að hafna lögum Guðs

Ferð ekki lengur í lögmálið til að hreinsa þig heldur í náð Guðs til að hreinsa þig

Það er alveg skýrt í Gamla Testamentinu að lögmálið hreinsar engan, til þess var helgi dómurinn og fórnarkerfið.  Alveg eins og í dag þá sagði lögmálið þeim hvort þeir þurftu að iðrast og þurftu á fyrirgefningu að halda. Á dögum Gamla Testamentissins þá fóru menn til musterisins en kristnir fara að fótum krossins.

Ég held ekki hvíldardaginn til að hreinsa mig ekki frekar en Gunnar myrðir ekki menn til að fá fyrirgefningu frá hans syndum. Ég held hvíldardaginn af því að lög Guðs segja mér að gera það og þar sem Guð skrifar lög sín á hjörtu endurfæddra einstaklinga þá er það mér ánægja að hvíla mig og eiga samfélag með Guði samkvæmt lögmálinu. 

Maðurinn ekki fyrir hvíldardaginn heldur hvíldardagurinn fyrir manninn

Hvíldardagurinn er sannarlega fyrir manninn, manninum til góðs.  Sé ekki hvernig þetta eru rök gegn hvíldardeginum að Guð gaf manninum þetta boðorð til að vera blessun. Allir sem ég þekki sem halda þetta boðorð upplifa mikla blessun og ef það er eitthvað sem okkar samfélag vantar þá væri það að geta hvílt sig frá daglega stressinu og vandamálum heimsins. 

Einn metur einn dag, annar metur annan dag

Páll var ekki að tala um boðorðin tíu þarna svo það er afskræming á orðum Páls að láta sem svo að hann hafi verið að tala um að það væri í lagi að brjóta hvíldardags boðorðið. 

Skapaði Guð heiminn á sex dögum og hvíldist á laugardegi, halló!

Biblían segir aftur og aftur, bæði í boðorðunum og á fleiri stöðum að Guð hvíldist á sjöunda deginum svo ef Gunnar trúir því ekki þá verður hann að eiga það við sjálfan sig; fyrir mitt leiti þá er Gunnar hérna að gefa í skyn að Biblían er að ljúga þegar hún segir að Guð hvíldi sig sjöunda daginn.

Voru undir náð í eyðimörkinni en ekki lögmáli

Eitthvað er Gunnar að ruglast hérna. Gyðingar fengu lögmálið eða boðorðin tíu áður en þeir fóru í eyðimörkina. Guð gaf þeim hvíldardaginn strax í Egyptalandi og áður en þjóðin fékk boðorðin tíu.

Þeir báðu um lögmál og fengu það

Hérna lætur Gunnar eins og að boðorðin tíu voru eitthvað val, að Guði var alveg sama um hvort að fólk laug, eða stal og eða tilbiðja aðra Guði en fólkið vildi boðorð svo Guð neyddist til að setja þeim reglur.

Lögmálið virkar ekki

Lögmálið hefur ákveðna virkni og Biblían talar mjög skýrt um hver tilgangur þess er. Gunnar svo sem talar líka um þann tilgang svo hann virðist vita hver tilgangurinn er en síðan afneitar þeim sama tilgangi í þessari setningu.  Ég sé aðeins of mikið af hringa vitleysu hjá Gunnari í öllu þessu.  Eitthvað þyrfti Gunnar að lesa sér til um hvað Biblían segir um lögmálið, eins og t.d. að það er heilagt ( Róm 7:12  ), það er fullkomið ( Sálmarnir 19:7 ) og það er lögmál frelsisins sem við eigum að halda alla okkar æfi ( Jakobsbréf 10:12 ).

Reyna að réttlætast með því að halda lögmálið

Hérna er ég alveg sammála Gunnari, menn réttlætast ekki með því að halda lögmálið. En stóra spurningin er hvort að menn vilji halda lögmálið eftir að þeir eru réttlættir af Guði. Ég spurði Gunnar þessarar spurningar í þessari grein hérna en hann hefur ekki þorað að svara, sjá: Opið bréf til Gunnars í Krossinum
 

Ganga fagnandi – annað en aumingja fólkið sem reynir að halda hvíldardaginn

Hvernig er það birgði að hvíla sig og eiga stund með Guði?  Hvernig getur það verið eitthvað annað en blessun að fara eftir boðorðunum tíu og eiga helga stund með Guði?  Var Guð þá að setja einhverjar byrgðar á fólk fyrir syndafallið með því að gera sjöunda daginn heilagan?

Lögmálið úrelt

Hérna segir Gunnar beint út að boðorðin tíu eru úrelt. Ég get ekki skilið það öðru vísi en að núna skiptir engu máli hvernig kristnir einstaklingar hegða sér því að þeir eru undir náð, ekki lögum. Í náð stela þeir og drýgja hór.  Í þessu samhengi langar mig að benda á vers í Hebreabréfinu:

Hebreabréfið 10
26Því að ef við syndgum af ásettu ráði, eftir að hafa öðlast þekkingu á sannleikanum, þá er úr því enga fórn að fá fyrir syndirnar 27heldur er það óttaleg bið eftir dómi og heitum eldi sem eyða mun andstæðingum Guðs. 28Sá er að engu hefur lögmál Móse verður vægðarlaust líflátinn ef tveir eða þrír vottar bera. 29Hve miklu þyngri hegning ætlið þið þá ekki að sá muni vera talinn verðskulda er fyrirlítur son Guðs og metur einskis blóðið, sem sáttmálinn var grundvallaður á, og smánar anda náðarinnar? 

 

 


En það er í lagi að myrða, við erum ekki lengur undir lögmáli!

guns4_080421_ssh.jpgMér þótti það athyglisvert að Gerald Gallant fékk morð beiðnirnar í kirkju; spurning hvort að einhverjir meðlima þeirra kirkju voru á þessari skoðun að það væri í lagi að myrða fyrst að við erum ekki lengur undir lögmáli.

Þegar umræða meðal kristna kemur að boðorðinu um að halda sjöunda daginn heilagan sem hvíldardag þá koma þessi rök að kristnir þurfa ekki að halda hvíldardaginn af því að við erum undir náð en ekki lögmáli.  Svo auðvitað vaknar þá sú spurning, ef það er í lagi að brjóta hvíldardags boðorðið af því að við erum undir náð, er þá ekki líka í lagi að brjóta hin níu?

Svarið ætti að vera "auðvitað ekki". Auðvitað vilja kristnir ekki stela, ekki ljúga, ekki myrða og svo framvegis.  Ég trúi að þeir ættu líka vilja að fara eftir boðorðinu sem segir eftirfarandi: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Þú skalt vinna sex daga og sinna öllum verkum þínum. En sjöundi dagurinn er hvíldardagur Drottins - 2. Mósebók 20:8-10

 

Í gegnum söguna þá hafa sumir "kristnir" komist að þeirri niðurstöðu að það væri í lagi að drepa þá sem predikuðu að halda sjöunda daginn heilagan, sjá:

Þegar við skoðum spádóma í Opinberunarbókinni þá talar hún oft um merki dýrsins og að þeir sem munu neita að taka við því munu verða ofsóttir.  Það eina sem einstaklingur þarf að gera til að fá þetta merki ekki á sig er að halda boðorð Guðs.  Ég trúi því að atriðið sem valda þessum ágreiningi og láta svo kallaða kristna aftur ofsækja þá sem eiga að vera trú systkini sín vera hvíldardags boðorðið.

Ég trúi því ekki að þeir sem halda sunnudaginn í dag eru með merki dýrsins eru með merki dýrsins; reyna að hafa það alveg á hreinu.   Þetta merki er merki sem veraldlegt vald mun setja á fólk og ef fólk hlýðir ekki þá mun það ekki geta selt eða keypt og mun vera jafnvel drepið. Þegar það gerist þá verður þetta að þessu merki.  Ef ég skil spádóma Biblíunnar um þetta atriði rétt þá verður hvíldardagurinn það sem þessar ofsóknir munu snúast um.


mbl.is Leigumorðingi játar 28 morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið bréf til Gunnars í Krossinum

gunnarikrossinum.jpgÞann 24. mars flutti Gunnar Þorsteinsson í Krossinum ræðu um hvíldardaginn og lögmálið.  Sjá má ræðuna hérna: Ræða Gunnars 24.mars.   Gunnar sagði réttilega að maðurinn réttlætist ekki með því að halda boðorðin heldur fyrirgefur Guð manninum af náð sinni einni.  Lögmálið hreinsar mann ekki af synd heldur segir manni hvort maður hafi syndgað eða ekki. Hérna sé ég ekki betur en ég og Gunnar erum alveg sammála.  

Einni spurningu lætur Gunnar þó ósvarað. Hún er þessi: Þegar Guð hefur fyrirgefið manninum og veitt honum Anda sinn til leiðsagnar í lífinu, mun Andi Guðs leiða manninn til þess að vera í samræmi við boðorð Guðs eða er manninum heimilt að brjóta þau að vild?  

Sagt með öðrum orðum, á hinn kristni maður að leitast við að halda boðorð Guðs í náð hans og krafti Andans, eða má hann brjóta þau að vild sinni? 

Ef svarið er: Hinn kristni maður má brjóta boðorðin tíu að vild, þá hlýtur önnur spurning að vakna. Hún er þessi: Er þetta rökrétt? Ef vinur minn slær mig og ég fyrirgef honum, er ég þá að gefa honum leyfi til þess að slá mig eins og honum þóknast í framtíðinni? Eða í orðum Páls: ,,Eigum við að vera áfram í syndinni til þess að náðin verði því meiri? Fjarri fer því!” Rm 6.1-2. 

Ef svarið er: Hinn kristni maður á að leitast við að halda boðorðin tíu (ekki til þess að hreinsast, heldur vegna þess að hann hefur hreinsast), þá vaknar önnur spurning. Hún er þessi: Af hverju á það aðeins við um níu af boðorðunum tíu en ekki fjórða boðorðið, sem er: ,,Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. ... sjöundin dagurinn er hvíldardagur Drottins, Guðs þíns.” 2M 20.8,10. 


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband