Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
30.6.2008 | 22:47
Skiptir það engu máli að hann er mormóni?
Því miður er trú mormóna ekki ólík vísindakirkjunni með hin ótrúlegustu hugmyndir. Ekki myndi ég vilja hafa Mitt Romney við hliðina á mér og þurfa að hlusta á hann verja trúarhugmyndir mormóna.
Hérna er videó þar sem South Park gerir grín að sögunni hvernig Joseph Smith skrifaði mormóna bókina: http://www.milkandcookies.com/link/59507/detail/
Það sem er áhugavert þarna er að ef maður metur vitnisburðinn þá er hann einfaldlega mjög ótrúverðugur. Það voru ekki vitni að gull plötunum sem Joseph á að hafa þýtt og þegar hann þurfti að þýða ákveðna plötu aftur þá gat hann það ekki. Síðan er mormónsbók ekki í samræmi við Biblíuna og lausnin á því fyrir mormóna er að Biblíunni hefur verið breytt og mormónsbók leiðréttir Biblíuna. Vandamálið hérna er að sagnfræðin staðfestir áreiðanleika handrita Biblíunnar svo þessi fullyrðing getur ekki verið sönn.
Hérna er síða sem fjallar um kenningar mormóna kirkjunnar og afhverju það er ekki hægt að kalla þá kristna, sjá: http://www.carm.org/mormon.htm
Síðan er hér videó sem fer yfir hvað mormónar trúa ( Ef einhver veit um eitthvað þarna sem er ekki rétt þá endilega láta mig vita )
Síðan eitt klassíkst :)
![]() |
Líklegasta varaforsetaefnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.6.2008 | 15:06
Fleirra líkt með mótornum sem Guð gerði og hönnunar manna
Lausleg þýðing á þessari grein hérna: More Similarities between Flagellum and Human-Designed Machines
Árið 1998 þá sagði darwinistinn David J. DeRosier í tímaritinu "Cell": "Meira svo en aðrir mótorar, flagellum er eins og vél hönnuð af mönnum". Í fyrsta lagi þá virkar hún eins og mótorar hannaðir af mönnum sem knýgja bakteríuna áfram í vökva á sama hátt og mótor knýr áfram kafbát í kafi. Á þessum vef sem er helgaður áhugamönnum um mótora þá gera þeir þá athugasemd að þegar kemur að mótorum þá "Er náttúruan alltaf fyrst" eða "Nature always does it first". Flagellum er í grunn atriðum vél með öllum þeim hlutum sem við tölum um að manngerðir mótorar hafa.
Nú hefur eitt bæst í hópinn en það er að flagellum mótorinn hefur kúplingu samkvæmt "Research Hightlights from Nature":
"A protein that allows the soil bacterium Bacillus subtilis to quickly halt its propeller-like propulsion and thus stick to a surface has been identified by Daniel Kearns of Indiana University in Bloomington and his colleagues. EpsE, the protein, seems to act like a clutch rather than a brake; it leaves the rotors that drive the bacterium's flagella unpowered but spinning freely rather than slowing them down."
Hérna er mynd sem sýnir hvað er líkt með flagellum mótornum og manngerðum mótorum.
30.6.2008 | 12:23
Synd nema fyrir hórsök
Vonandi er kirkjan ekki að fara að blessa syndir... enn eina ferðina? Skilnaður er flókið mál og við erum ekki fullkomin og þetta getur komið fyrir en það er samt sem áður rangt og synd. Sá sem drýgir svona viljandi synd varpar ljósi á hans andlega ástandi, á hans sambandi við Guð; hvort hann er "frelsaður" eða ekki. Jesús talar hérna um hjónaskilnað:
Matteusarguðspjall 5
31Þá var og sagt: Sá sem skilur við konu sína skal gefa henni skilnaðarbréf. 32En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgir hór.
Tilgangurinn er alltaf hinn sami, benda viðkomandi að hann á að iðrast og þarf borgun fyrir hið ranga sem hann hefur gert sem birtist í krossinum. Einnig síðan að benda á hvaða hegðun viðkomandi á að stefna að, að fullkomnun eins og Guð er fullkominn er takmarkið:
Matteusarguðspjall 5
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. 46Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? 47Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum[2]Orðrétt: bræðrum.einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. 48 Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.
Hérna erum við kannski að glíma við gamlann vanda. Sumir sem kalla sig kristna skilja ekki tenglsin milli samviskunar eða samvisku bits og tilgangi krossins. Að einhver hafi samvisku bit er af hinu góða, það þýðir að Guð er að tala til viðkomandi og kalla hann til iðrunar. Að einhver kirkja gerir lítið úr synd og reynir að láta einhvern hafa ekki samvisku bit með því að gera lítið úr sekt er af hinu illa. Það sem á taka burt samviskubitið er iðrun og setja traust sitt á að Guð fyrirgefur þeim er leita til Hans og snúa baki við rangri hegðun.
![]() |
Geta fengið skilnað með kirkjulegri athöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
27.6.2008 | 08:56
Er kristni skæður óvinur lýðræðis og skoðanafrelsins? Já segir Steindór Erlingsson!
Steindór Erlingsson var með pistil síðasta laugardag sem hann kallaði "Heimsendavandi kristni". Í þeirri grein reyndi hann að færa rök fyrir því að kristni væri skæður óvinur lýðræðis og skoðanafrelsis. Hann að vísu talar um "Heimsenda kristni" á þann hátt að vandamálið eru kristnir sem trúa að Jesús komi aftur. Ef Steindór veit um einhverja sem kalla sig kristna en hvorki vilja að Kristur komi aftur né trúi þegar Hann segist muni koma aftur þá er Steindór bara búinn að finna einhverja einstaklinga sem eiga lítið sem ekkert skylt við Krist og það sem Hann boðaði.
Hérna á eftir ætla ég að fara yfir nokkur atriði sem Steindór sagði og svara því eftir bestu getu.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Túlkun Ehrmans á boðskap Jesú, eins og hann birtist í guðspjöllunum, felur í sér að Jesús hafi verið heimsendaspámaður og að skoða beri siðaboðskap Hans í því ljósi. Hér er ekki um einkaskoðun Ehrmans að ræða því undanfarin hundrað ár hefur þetta verið sú mynd af Jesú sem stór hluti fræðimanna hefur aðhyllst, "að minnsta kosti í Þýskalandi og Bandaríkjunum".
Þetta hljómar eitthvað svo svakaleg heimskulega fyrir hvern þann sem hefur einhverja smá þekkingu á Biblíunni. Frá upphafi til enda fjallar Biblían aftur og aftur um loforð Guðs að koma á réttlæti á jörðinni og enda illskuna. Dæmi um þetta eru: Opinberunarbókin 20:11-15, Matteusarguðspjall 7, Lúkas 16:19-31, Matteusarguðspjall 16:27, Matteusarguðspjall 25:31 og mörg mörg önnur vers, bæði frá Gamla Testamentinu og því Nýja.
Heimsendir er að mínu mati ekki gott orð yfir þetta því þetta er í rauninni byrjunin á því lífi sem Guð ætlaði mannkyninu áður en það flæktist í deilu góðs og ills.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Hér á eftir hyggst ég gera grein fyrir pólitískum áhrifum kristninnar heimsendatrúar á vestræna menningu og hvort mögulegt sé að kveða niður þennan skæða óvin lýðræðis og skoðanafrelsis.
Miðað við einhvern sem kallar sig vísindasagnfræðing þá finnst mér hans sögu þekking vera með eindæmum slæma. Lýðræði og skoðanafrelsi á uppruna sinn að rekja til mótmælenda og fólk sem flúði til Bandaríkjanna til að fá að fylgja sinni trúar sannfæringu. Þeir sem lögðu grunninn að stjórnarskrá Bandaríkjanna voru kristnir menn sem gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að allir ættu að fá að tilbiðja Guðs eins og þeirra samviska sagði fyrir um.
Það sem er virkilega á hreinu hérna er að Steindór sjálfur er ekki mjög vingjarnlegur gagnvart kristnum einstaklingum.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
"Lausn yðar er í nánd", sem hýst er á tru.is, og bætti svo við að þá verður "ekki einvörðungu um að ræða friðsama birtingu jólabarnsins". Þessi dökki angi kristninnar trúar var mjög áhrifamikill innan frumkristninnar en eins og stjórnmálafræðingurinn John Gray ( 2007 ) benti nýverið á hefur kirkjan frá dögum Ágústínusar ( 354-430 ) reynt að draga úr áhrifum heimsendavonarinnar sem litaði heimsmynd Jesú og lærisveina Hans.
Að vera dæmdur er sannarlega ekki svo björt sýn ef maður er sekur, ef maður hafnar þeirri náð og fyrirgefningu sem stendur til boða þá sannarlega virkar dómurinn ógnvekjandi og hann ætti að vera það. Jólabarnið birtist friðsamlega en mætti vopnum og hatri sem reyndi að drepa það. Kaþólska kirkjan var í myndun á tímum Ágústínusar sem síðan hegðaði sér einmitt alls ekkert í samræmi við frum kristinna sem óx í andspæni ofsókna. Frumkirkjan á lítið skylt með þeirri Kaþólsku sem óbeint réði ríkjum á miðöldum.
Alveg sammála að hugmyndir kristna um endurkomu Krists var þegar kominn og óþarfi að rekja sögu þess. Uppruninn er í Biblíunni sjálfri og verður það ávalt á meðan hún er til.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Þó Barth hafi sjálfur ekki stutt valdatöku nasista notuðu aðrir þýskir guðfræðingar hugmyndir Barths til þess að réttlæta hana. Barth bauð hættunni heim með orðfærinu sem hann beitti í bókinni, því eins og Lilla bendir á "getur heimsslitatal af sér heimsslitastjórnmál, og skiptir þá engu máli hvaða takmörk guðfræðingar reyna að setja á slíkar hugmyndir"
Hérna er miklu frekar um að ræða þá sem hafna Guði. Þeir sem vilja ekki að Guð lagi heiminn heldur vilja gera það sjálfir með valdi þrátt fyrir friðarboðskap Krists sem einkenndi frumkirkjuna. Steindór ætti frekar að kynna sér tenginguna milli Hitlers og þróunarkenningarinnar. Hann ætti frekar að velta fyrir sér hvaða hugmyndafræði stjórnaði hugsunargangi Hitlers þegar hann skrifaði þetta:
Hitler - Mein Kampf
The most profound cause of such a decline is to be found in the fact that the people ignored the principle that all culture depends on men, and not the reverse. In other words, in order to preserve a certain culture, the type of manhood that creates such a culture must be preserved. But such a preservation goes hand-in-hand with the inexorable law that it is the strongest and the best who must triumph and that they have the right to endure.He who would live must fight. He who does not wish to fight in this world, where permanent struggle is the law of life, has not the right to exist.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Áhrifa kristinnar heimsendatrúar gætti ekki bara í stjórnmálahugsun nasista því Gray telur að flestar stjórnmálahugmyndir síðustu tvö hundruð ára, s.s. kommúnismi og ný-íhaldssemi, hafi á einn eða annan hátt verið miðlar mýtunnar um hjálpræði í gegnum söguna "sem er vafasamasta gjöf kristninnar til mannkyns".
Stórfurðulegt að tengja guðleysi kommúnismans við eitthvað úr kristni. Í gegnum alla mannkynssöguna hafa komið upp samfélög með háar hugsjónir um einhvers konar útópíu. En oftar en ekki hefur ofbeldi og kúgunum verið beitt til að ná því fram en það er í engu samræmi við boðskap Krists.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Ekki er þó hægt að kenna áhrifum kristinnar heimsendatrúar alfarið um hörmungar 20. aldarinnar, ekki frekar en...
Það er bara engan veginn hægt að kenna loforði Krists um að koma aftur við þær hörmungar sem gerðust á 20. öldinni; það er ekki einu sinni hægt að tengja þetta saman nema með heimskunni einni saman.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Nú ætti flestum að vera ljóst að Biblían felur ekki einungis í sér ást, kærleika og réttlæti, eins og orð sr Bolla í áðurnefndri predikun eru gott dæmi um. Guðspjöllin fela einnig í sér "sláandi" dimman boðskap um alheimsbaráttu yfirnáttúrulegra afla, sem í gegnum tíðina hefur verið notaður "til þess að réttlæta hatur og jafnvel fjöldamorð".
Jú, Biblían felur aðeins í sér ást, kærleika og réttlæti en Steindór kann einfaldlega illa við réttlætið. Auðvitað getur réttlæti gagnvart illskunni aðeins útrýmt henni. Að einhver hafi notað boðskap Biblíunnar um að Jesú muni koma aftur til að drepa fólk er greinilega misnotkun og engan veginn hægt að kenna boðskapi Krists um að elska óvini sína og biðja fyrir þeim sem ofsækja mann.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Eftir stendur spurningin hvort okkur stafi enn ógn af kristinni heimsendatrú.
...
Rætur ógnarinnar liggja nú, að mati Hedges, í fasískum tilburðum talsmanna þeirra tæplega 50% Bandaríkjamanna sem trúa því að Jesús sé væntanlegur til jarðar á næstu áratugunum með ófriði gegn þeim sem ekki trúa á Hann.
...
Vandinn liggur hins vegar ekki bara hjá þeim sem aðhyllast heimsenda innblásna stjórnmálaguðfræði, því eins og guðfræðingurinn Richard Fenn ( 2006 ) hefur bent á viðheldur heimsendaboðskapur trúarrita eins og Biblíunnar möguleikanum á hatri á náunganum og ofbeldi í nafni Guðs.
Lestur á Biblíunni lokar alveg á möguleikanum á að leyfa sér að hata náungann og beita ofbeldi. Miklu frekar svona haturs áróðurs greinar sem gera það. Biblían er alveg skýr þegar kemur að þessum atriðum
Mattheusarguðspjall 22
35 Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi reyna hann og spurði: 36„Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“
37Jesús svaraði honum: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. 38Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. 39Annað er hliðstætt þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. 40Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“
Mattheusarguðspjall 5
38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Af þessum sökum sökum kemst hann að þeirri niðurstöðu að með áframhaldandi þögn haldi kaþólska kirkjan og "hófsamar" mótmælendakirkjur "áfram að réttlæta trú á endalokin sem tímabil þar sem ókristnum og heiðingjum verði útrýmt.
Einhver virðist vera misskilningur vera á ferðinni hérna varðandi hvað Biblían boðar. Hún boðar útrýmingu allra þeirra sem eru sekir um illsku. Allir sem hafa stolið, logið, hatað, nauðgað og þess háttar munu ekki öðlast eilíft líf. Ekki spurning um að einhverjir séu sekir um að trúa vitlaust heldur að trú á Krist getur forðað þeim frá réttlátum dómi yfir þeim sjálfum.
Steindór J. Erlingsson - Morgunblaðið 21. júní 2008 - Lesbók
Þessi skoðun tvímenninganna vísindalegan stuðning á síðasta ári í niðurstöðum á 500 háskólastúdentum í Bandaríkjunum og Hollandi þar sem fram kom óháð trúarskoðunum þátttakenda er marktækt samband milli þess að lesa Biblíutexta þar sem Guð fer fram á ofbeldi og aukinnar árásargirni ( Busman og fleiri 2007 )
Hérna sjáum við orðið vísindi vægast sagt misnotað til að ráðast á Biblíuna. Biblían hvetur ekki til ofbeldi gagnvart öðru fólki. Þeir textar í Biblíunni þar sem Guð vildi ofbeldi var beint til Ísraels á ákveðnum tíma gagnvart ákveðni fólki en er með engu móti hægt að tengja sem einhverja almenna skipun að beita annað fólk ofbeldi. Að finna eitthvað lið sem slítur og misskilur er ekkert nýtt og ef það fólk gerir það við Biblíuna þá mun það gera það líka við aulalegar kannanir eins og Steindór notast hér við.
Að lokum hvetur Steindór þjóðkirkjuna um að fordæma opinberlega eða henda út þeim hlutum Biblíunnar sem fjalla um endurkomu Krists. Það kæmi mér ekkert á óvart að hún myndi gera það enda vantar mikið upp á virðingu presta þjóðkirkjunnar fyrir Biblíunni eins og sést hvernig þeir hafa glímt við að gifta samkynhneigða.
Ég vona að ég hafi náð að sýna fram á að sá eini sem virkilega sýnir hér hatur er Steindór sjálfur og gerir það í garð allra kristna manna og ég get ekki annað en velt fyrir mér hvað vakir fyrir manninum.
Ætla að enda á orðum Páls í Rómverjabréfinu, finnst þau eiga vel við.
Rómverjabréfið 13
8Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að elska hvert annað því að sá sem elskar náunga sinn hefur uppfyllt lögmálið. 9Boðorðin: „Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast,“ og hvert annað boðorð er innifalið í þessari grein: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ 10Kærleikurinn gerir ekki náunganum mein
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
26.6.2008 | 15:26
Hver á að ákveða hvaða skoðanir eru hreinar?
Margt áhugavert þarna og kannski er gott að einhver lög séu til um þetta. Það er t.d. ekki gott að einhverjir gætu verið með morðhótanir án þess að það er hægt að rekja hótanirnar til þeirra. En hérna er farið á mjög hættuleg braut því hver á að ákveða hvað "óhreinki" netheima? Hver á að ákveða hvaða upplýsingar mega koma fyrir sjónir almennings? Hvaða blogg greinar hefðu verið samþykktar sem "hreinar" í Sovíetríkjunum sálugu? Ætli einhver sem myndi skrifa um afhverju kommúnismi er léleg hugmyndafræði fengi sínar blogg greinar samþykktar?
Hver á að ákveða hvaða skoðanir eru heimskar og hverjar ekki?
Þetta er bara uppskrift af ritstýringu og skerðingu á tjáningarfrelsinu.
p.s.
Líklegast munu einhverjir nefna það að ég hef lokað á nokkra bloggara á mínu bloggi en tilgangurinn með mínu bloggi er að vera vettvangur fyrir mínar hugmyndir. Ég vil berjast fyrir rétti allra til að tjá sig á þeirra eigin bloggum og rétti til að hafa blogg en ég mun ekki berjast fyrir því að einhverjir fái að tjá sig á annara manna bloggum sem vilja ekki hlusta á röflið í þeim.
![]() |
Vilja setja hömlur á bloggara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
26.6.2008 | 13:30
1000 ár af afrekum sköpunarsinna og Guðs
Jón nokkur Frímann setti inn þetta myndband sem reynir að gera lítið úr verkum Guðs ef maður ber það saman við verk manna. Sömuleiðis er reynt að gera lítið úr þeim vísindaafrekum sem sköpunarsinnar hafa afrekað. Ætla að taka nokkur atriði fyrir sem koma fyrir í þessu myndbandi.
- Fyrst er sýnd mynd af geimflaug en þessir gaurar gera sér líklegast ekki grein fyrir því að sá maður sem kom okkur á tunglið trúði á sköpun og sagði meðal annars þetta hérna:
Wernher Von Braun
To be forced to believe only one conclusion—that everything in the universe happened by chance—would violate the very objectivity of science itself. Certainly there are those who argue that the universe evolved out of random process, but what random process could produce the brain of a man or the system of the human eye? Some say that science has been unable to prove the existence of a Designer... They challenge science to prove the existence of God. But, must we really light a candle to see the sun? - Síðan spyrja þeir "hvenær sendi þinn guð geimfar til Mars?" Guð skapaði Mars svo að senda eitthvað þangað er nú ekki merkilegt.
- Eftir það kemur mynd af DNA og hvernig örsmáar og útrúlega vel hannaðar nanó vélar lesa það. Frábær sönnun að lífið var skapað því að allir vísindamenn í heiminum hafa ekki getað búið til DNA kóða og svona vélar til að lesa hann. Ef það þarf alla þessa þekkingu fyrir okkur að lesa DNA og reyna að skilja hvað kóðinn segir, hvernig er hægt að trúa því að blindir náttúrulegir ferlar geti gert ennþá betur?
- Þeir spyrja "when did you god last sequence a genome". Frekar kjánaleg spurning þar sem Guð bjó til DNA allra lífvera. Alvöru afrek hjá okkur væri að bæði lesa DNA einhverrar lífveru og skilja það en við eigum langt í land með það.
- Athyglisvert er að sjá myndir teknar með MRI tækninni en það var sköpunarsinninn Dr Raymond Damadian sem var frumkvöðullinn að þeirri tækn, sjá: The not-so-Nobel decision
- Síðan sýna þeir myndir af geimskutlu og gervihnetti en sá sem á heiðurinn að þeirri tækni sem lagði grunninn að því var sköpunarsinninn Michael Faraday
- Síðan fara þeir út í hvað lífslíkur fólks hefur aukist síðustu þúsund árin. Í fyrsta lagi þá voru það kristnir vísindamenn eins og Louis Pasteur sem virkilega hjálpuðu til með þá þekkingu. Í öðru lagi þá með því að fylgja heilsureglum Biblíunnar þá hefðu lífslíkurnar verið líklegast meiri en þær eru í dag. Aðventistar hafa Biblíuna að leiðarljósi þegar kemur að heilsu og er einn af þeim hópum sem lifir lengst, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Adventist_Health_Studies
- Að lokum þá fullyrða þeir að þeir sem aðhyllast sköpun aðhyllist fáfræði til að styðja trú sem afrekar ekki neitt. Sannleikurinn er aftur á móti sá að það voru menn sem trúðu á Guð og að Hann hefði skapað okkur sem lögðu grunninn að þeim vísindum sem við höfum í dag. Hérna fyrir neðan er listi af þeim vísindum og hvað þeir afrekuðu. Gaman væri að sjá lista yfir þá vísindamenn sem héldu að náttúrulegir ferlar gætu búið til forritunarmál og flóknar nanóvélar og hvaða þeir hefðu afrekað!
Listi yfir fólk sem trúði að Guð Biblíunnar hefði skapað lífið á jörðinni og mannkynið sjálft:
Early
Francis Bacon (1561–1626) Scientific method. However, see also
Culture Wars:- Galileo Galilei (1564–1642) (WOH) Physics, Astronomy (see also The Galileo ‘twist’ and The Galileo affair: history or heroic hagiography?
- Johann Kepler (1571–1630) (WOH) Scientific astronomy
- Athanasius Kircher (1601–1680) Inventor
- John Wilkins (1614–1672)
- Walter Charleton (1619–1707) President of the Royal College of Physicians
- Blaise Pascal (biography page) and article from Creation magazine (1623–1662) Hydrostatics; Barometer
- Sir William Petty (1623 –1687) Statistics; Scientific economics
- Robert Boyle (1627–1691) (WOH) Chemistry; Gas dynamics
- John Ray (1627–1705) Natural history
- Isaac Barrow (1630–1677) Professor of Mathematics
- Nicolas Steno (1631–1686) Stratigraphy
- Thomas Burnet (1635–1715) Geology
- Increase Mather (1639–1723) Astronomy
- Nehemiah Grew (1641–1712) Medical Doctor, Botany
The Age of Newton
- Isaac Newton (1642–1727) (WOH) Dynamics; Calculus; Gravitation law; Reflecting telescope; Spectrum of light (wrote more about the Bible than science, and emphatically affirmed a Creator. Some have accused him of Arianism, but it’s likely he held to a heterodox form of the Trinity—See Pfizenmaier, T.C., Was Isaac Newton an Arian? Journal of the History of Ideas 68(1):57–80, 1997)
- Gottfried Wilhelm Leibnitz (1646–1716) Mathematician
- John Flamsteed (1646–1719) Greenwich Observatory Founder; Astronomy
- William Derham (1657–1735) Ecology
- Cotton Mather (1662–1727) Physician
- John Harris (1666–1719) Mathematician
- John Woodward (1665–1728) Paleontology
- William Whiston (1667–1752) Physics, Geology
- John Hutchinson (1674–1737) Paleontology
- Johathan Edwards (1703–1758) Physics, Meteorology
- Carolus Linneaus (1707–1778) Taxonomy; Biological classification system
- Jean Deluc (1727–1817) Geology
- Richard Kirwan (1733–1812) Mineralogy
- William Herschel (1738–1822) Galactic astronomy; Uranus (probably believed in an old-earth)
- James Parkinson (1755–1824) Physician (old-earth compromiser*)
- John Dalton (1766–1844) Atomic theory; Gas law
- John Kidd, M.D. (1775–1851) Chemical synthetics (old-earth compromiser*)
Just Before Darwin
- The 19th Century Scriptural Geologists, by Dr. Terry Mortenson
- Timothy Dwight (1752–1817) Educator
- William Kirby (1759–1850) Entomologist
- Jedidiah Morse (1761–1826) Geographer
- Benjamin Barton (1766–1815) Botanist; Zoologist
- John Dalton (1766–1844) Father of the Modern Atomic Theory; Chemistry
- Georges Cuvier (1769–1832) Comparative anatomy, paleontology (old-earth compromiser*)
- Samuel Miller (1770–1840) Clergy
- Charles Bell (1774–1842) Anatomist
- John Kidd (1775–1851) Chemistry
- Humphrey Davy (1778–1829) Thermokinetics; Safety lamp
- Benjamin Silliman (1779–1864) Mineralogist (old-earth compromiser*)
- Peter Mark Roget (1779–1869) Physician; Physiologist
- Thomas Chalmers (1780–1847) Professor (old-earth compromiser*)
- David Brewster (1781–1868) Optical mineralogy, Kaleidoscope (probably believed in an old-earth)
- William Buckland (1784–1856) Geologist (old-earth compromiser*)
- William Prout (1785–1850) Food chemistry (probably believed in an old-earth)
- Adam Sedgwick (1785–1873) Geology (old-earth compromiser*)
- Michael Faraday (1791–1867) (WOH) Electro magnetics; Field theory, Generator
- Samuel F.B. Morse (1791–1872) Telegraph
- John Herschel (1792–1871) Astronomy (old-earth compromiser*)
- Edward Hitchcock (1793–1864) Geology (old-earth compromiser*)
- William Whewell (1794–1866) Anemometer (old-earth compromiser*)
- Joseph Henry (1797–1878) Electric motor; Galvanometer
Just After Darwin
- Richard Owen (1804–1892) Zoology; Paleontology (old-earth compromiser*)
- Matthew Maury (1806–1873) Oceanography, Hydrography (probably believed in an old-earth*)
- Louis Agassiz (1807–1873) Glaciology, Ichthyology (old-earth compromiser, polygenist*)
- Henry Rogers (1808–1866) Geology
- James Glaisher (1809–1903) Meteorology
- Philip H. Gosse (1810–1888) Ornithologist; Zoology
- Sir Henry Rawlinson (1810–1895) Archeologist
- James Simpson (1811–1870) Gynecology, Anesthesiology
- James Dana (1813–1895) Geology (old-earth compromiser*)
- Sir Joseph Henry Gilbert (1817–1901) Agricultural Chemist
- James Joule (1818–1889) Thermodynamics
- Thomas Anderson (1819–1874) Chemist
- Charles Piazzi Smyth (1819–1900) Astronomy
- George Stokes (1819–1903) Fluid Mechanics
- John William Dawson (1820–1899) Geology (probably believed in an old-earth*)
- Rudolph Virchow (1821–1902) Pathology
- Gregor Mendel (1822–1884) (WOH) Genetics
- Louis Pasteur (1822–1895) (WOH) Bacteriology, Biochemistry; Sterilization; Immunization
- Henri Fabre (1823–1915) Entomology of living insects
- William Thompson, Lord Kelvin (1824–1907) Energetics; Absolute temperatures; Atlantic cable (believed in an older earth than the Bible indicates, but far younger than the evolutionists wanted*)
- William Huggins (1824–1910) Astral spectrometry
- Bernhard Riemann (1826–1866) Non-Euclidean geometries
- Joseph Lister (1827–1912) Antiseptic surgery
- Balfour Stewart (1828–1887) Ionospheric electricity
- James Clerk Maxwell (1831–1879) (WOH) Electrodynamics; Statistical thermodynamics
- P.G. Tait (1831–1901) Vector analysis
- John Bell Pettigrew (1834–1908) Anatomist; Physiologist
- John Strutt, Lord Rayleigh (1842–1919) Similitude; Model Analysis; Inert Gases
- Sir William Abney (1843–1920) Astronomy
- Alexander MacAlister (1844–1919) Anatomy
- A.H. Sayce (1845–1933) Archeologist
- John Ambrose Fleming (1849–1945) Electronics; Electron tube; Thermionic valve
Early Modern Period
- Dr. Clifford Burdick, Geologist
- George Washington Carver (1864–1943) Inventor
- L. Merson Davies (1890–1960) Geology; Paleontology
- Douglas Dewar (1875–1957) Ornithologist
- Howard A. Kelly (1858–1943) Gynecology
- Paul Lemoine (1878–1940) Geology
- Dr. Frank Marsh, Biology
- Dr. John Mann, Agriculturist, biological control pioneer
- Edward H. Maunder (1851–1928) Astronomy
- William Mitchell Ramsay (1851–1939) Archeologist
- William Ramsay (1852–1916) Isotopic chemistry, Element transmutation
- Charles Stine (1882–1954) Organic Chemist
- Dr. Arthur Rendle-Short (1885–1955) Surgeon
- Dr. Larry Butler, Biochemist
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
25.6.2008 | 10:48
86% bandaríkjamanna trúa á vitrænann hönnuð
Ný Gallup könnun í Bandaríkjunum leiddi í ljós að 86% þjóðarinnar trúir að vitrænn hönnuður er á bakvið alheiminn og lífið sjálft. Alveg er það ótrúleg afskræming á lýðræðinu að darwinismi er alls ráðandi í skóla stofum Bandaríkjanna á meðan svona mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar honum. Svo gróft er það að ef kennarar gagnrýna Darwin þá eiga þeir hættu á að vera reknir. Það er að vísu hreyfing sem er að berjast fyrir frelsi kennara til að fjalla um vísindaleg efni á gagnrýninn hátt, sjá: Louisiana samþykkir lög sem leyfa gagnrýni á Darwin
Þrátt fyrir þessar staðreyndir þá vilja sumir halda því fram að þetta efni er ekki umdeilt. Að það er engin ágreiningur meðal vísindamanna um þróunarkenninguna. Svo hvernig ætla darwinistar að útiloka þessar staðreyndir til að koma í veg fyrir að það komi dæld í þeirra heimsmynd?
Mig grunar að þeir munu segja eitthvað eins og að þessi 14% eru allir vísindamennirnir í landinu og hin 86% eru heimskingjarnir. Vonandi haf þeir eitthvað málefnalegra fram að færa en það. Vonandi bara viðurkenna þeir staðreyndirnar að þetta efni er umdeilt og margir vísindamenn eru ekki sannfærðir um sköpunarkrafta og hönnunarsnilli stökkbreytinga og náttúruvals.
Meira um þetta efni hérna:
14% of Americans Don’t Believe in an Intelligent Designer
Republicans, Democrats Differ on Creationism24.6.2008 | 14:56
Að vera grafinn lifandi!
Merkilegt hvað maður vorkennir dýrinu að hafa lent í þessu. Mér finnst eins og það hljóti að þurfa mikla grimmd til að gera svona viljandi. Hvort þetta var viljandi eða ekki veit ég ekki en það hlýtur að koma í ljós. Get ekki neitað því að mér finnst fréttin segja allt of lítið.
En þetta minnti mig á myndband sem sýnir lítinn áttbálk í Amazon grafa tvö börn lifandi. Ef einhver er í einhverjum vafa um að trúarskoðanir fólks skipti ekki máli þá hlýtur að sjá svona breyta því. Góðar trúarskoðanir geta haft góð áhrif á meðan vondar geta haft slæm áhrif. Svona samfélög trúa því að það er vondur andi í barninu og er að valda samfélaginu skaða. Er hægt að segja að svona sé í lagi af því að þetta er bara öðru vísi menning og við eigum ekki að skipta okkur af fólki með aðra menningu en við?
Ekki horfa á þetta ef þú ert viðkvæm(ur) því þetta er mjög ógnvænlegt :
http://youtube.com/watch?v=RbjRU6_Zj0U&feature=bz303,
Frétt um málið: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/1555339/Girl-survived-tribe's-custom-of-live-baby-burial.html
![]() |
Hvolpurinn afhentur eigandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2008 | 10:19
Heiðarlegur darwinisti ræðir um trú sína
Darwinisti að nafni Gordy Slack skrifaði fyrir The Scientist þar sem hann viðurkenndi að þeir sem aðhyllast Vitræna hönnun hafa nokkra góða punkta. Hérna eru nokkrar af þeim lexíum sem hann hefur lært af því að hanga með ID fólkinu:
- Uppruni lífs: Gordy gat ekki neitað því að hann væri sammála punktum ID fólksins varðandi uppruna lífs. Að þarna væri stórar spurningar sem ættu að kenna darwinistum smá auðmýkt. Í hans eigin orðum:
“First, I have to agree with the ID crowd that there are some very big (and frankly exciting) questions that should keep evolutionists humble
...
Still, I think it is disingenuous to argue that the origin of life is irrelevant to evolution. It is no less relevant than the Big Bang is to physics or cosmology. Evolution should be able to explain, in theory at least, all the way back to the very first organism that could replicate itself through biological or chemical processes. And to understand that organism fully, we would simply have to know what came before it. And right now we are nowhere close. I believe a material explanation will be found, but that confidence comes from my faith that science is up to the task of explaining, in purely material or naturalistic terms, the whole history of life. My faith is well founded, but it is still faith." - Innri þekking: Annað sem Slack kemur inn á er hans erfiðleikar að setja inn í sína efnishyggju er sú staðreynd sem miljónir manna telja augljóst. Í hans eigin orðum "Millions of people believe they directly experience the reality of a Creator everyday, and to them it seems like nonsense to insist that He does not exist". Einnig sagði hann "Unless they are lying, God existence is to them an observable fact. Hann viðurkenndi að hann gæti ekki neitað að hann væri ekki að kaupa taugavísindamönnum ( neuroscientists ) að heilinn væri bara að gefa honum þá tálsýn að hann hefði frjálsan vilja. Var alveg sannfærður um að það væri ekki tálsýn að honum þætti vænt um börnin sín. Að í þeim efnum þá hefði hann of mikla virðingu fyrir sinni eigin reynslu.
- Blind trú: Eitt af því skemmtilegra sem hann sagði snérist um trú darwinista. Hvernig það væri bara goðsögnin að allir vísindamenn væru í þeirra hvítum sloppum að leita að sannleikanum. Nei, samkvæmt honum þá fylgja margir þeirra darwnin blint alveg eins og ID fólkið segir. Í hans eigin orðum:
A few years ago I covered a conference of the American Atheists in Las Vegas. I met dozens of people there who were dead sure that evolutionary theory was correct though they didn’t know a thing about adaptive radiation, genetic drift, or even plain old natural selection. They came to their Darwinism via a commitment to naturalism and atheism not through the study of science. They’re still correct when they say evolution happens. But I’m afraid they’re wrong to call themselves skeptics unencumbered by ideology. Many of them are best described as zealots.
Eins fjárslega hugsandi og Slack er þá samt fann hann ástæður til að kalla skoðanir sköpunarsinna t.d. "hogwash" og lofsöng þróunarkenninguna sem hornstein líffræðinnar sem er kannski ástæðan fyrir því að "The Scientist" leyfði honum að birta greinina. Það er samt gaman þegar darwinisti er heiðarlegur varðandi trú sína.
Meira um þetta hérna: http://creationsafaris.com/crev200806.htm#20080621a23.6.2008 | 19:57
Richard Dawkins berst á móti því að það megi gagnrýna Darwin
Athyglisvert að sjá Dawkins senda út hjálparbeiðni að menn þurfi að taka höndum saman og berjast á móti því að í Bandaríkjunum ( gaurinn er frá Bretlandi ) í einu fylki þar á að leyfa kennurum að kenna þróun á gagnrýninn hátt.
Ég fyrir mitt leiti fullyrði að þeir sem eru á móti því að þeirra trúarlegu hugmyndir séu gagnrýndar hafa ekki mikið traust á þeim. Sömuleiðis eru þeir ekki mjög vísindalega þekkjandi þar sem þeir eru á móti gagnrýnni hugsun.
http://richarddawkins.net/forum/viewtopic.php?f=14&t=48331
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar